24. mars árið 1904, þegar ég féll undan krafti Drottins þar sem ég var að biðja fyrir síðustu manneskjunni við altarið, sá ég frelsarann á krossinum og syndara koma til hans. Ég sá þrep sem lágu í gegnum perluhlið himna. Allir þeir sem dífðu sér ofan í brunninn voru samstundis færðir í þrepin. Hver og einn bar ljós sem varð bjartara þegar viðkomandi fór hærra. Það var enginn óhreinn blettur á klæðum þeirra. Mér var sagt að þeir væru ljós heimsins og að lampar þeirra loguðu á himnum. Þau höfðu Krist í sálum sínum. Hver og einn hafði varðengla sem fylgdi þeim upp þrepin. Efst í þrepunum voru perluhliðin þar sem fylkingar himnanna biðu eftir að taka á móti pílagrímum jarðarinnar.

Ég sá einnig að heimurinn var í miklu myrkri og að hinir heilögu voru mjög fáir. „Margir eru kallaðir en fáir útvaldir“ (Matt 22:14) eða vilja taka við. Margir voru undir áminningu Heilags anda en treystu á niðurdýfingaskýrn til frelsunar eða kirkjuskráningu, en nema þau séu að bera ljósið frá Guði eru þau verri en almennur syndari.

Allur heimurinn liggur í miklu myrkri, nema örfáir. Ég sá undirbúninginn á himnum og jörðu fyrir væntanlega komu Krists. Það virtist mikið vera um að vera á himnum. Drottinn var að safna saman hersveitum sínum, undirbúa hestanna og stríðsvagnanna. Hersveitir himna voru á hreyfingu og hliðin voru opin. Engill kom út fyrir hliðin og blés í mikinn lúður, Frelsarinn var í forystu með allri dýrð himnanna, hrópandi á hina heilögu með hárri raustu sem vakti upp hina sofnuðu.

Drottinn sýndi mér að hann var að dæma hina heilögu, greina í sundur hveitið frá illgresinu og að hinir trúuðu væru að fá þeirra mæli af kjöti fyrir þennan tíma, Guðs setta tíma. Engillinn var að innsigla þá síðustu úr brúði Drottins með innsigli hins lifanda Guðs. Hún var lítil hjörð og hinir síðustu myndu fljótlega verða innsiglaðir, síðan myndi Drottinn koma í skýi dýrðar til þess að taka brúði sína í brúðkaupsveisluna.

Megi Guð hjálpa öllum þeim sem lesa eða heyra þessa sýn að taka mark á viðvöruninni og iðrast, því að dómur Drottins er við dyrnar.

——————————-

Opinberunarbókin 19:11-21

Þá sá ég himininn opinn, og sjá: Hvítur hestur. Sá, sem á honum sat, heitir Trúr og Sannur, hann dæmir og berst með réttvísi. -12- Augu hans eru sem eldslogi og á höfði hans eru mörg ennisdjásn. Og hann ber nafn ritað, sem enginn þekkir nema hann sjálfur. -13- Hann er skrýddur skikkju, blóði drifinni, og nafn hans er: Orðið Guðs. -14- Og hersveitirnar, sem á himni eru, fylgdu honum á hvítum hestum, klæddar hvítu og hreinu líni. 15- Og af munni hans gengur út biturt sverð að slá þjóðirnar með, og hann stjórnar þeim með járnsprota. Og hann treður vínþröng heiftarreiði Guðs hins alvalda. -16- Og á skikkju sinni og lend sinni hefur hann ritað nafn: Konungur konunga og Drottinn drottna. -17- Og ég sá einn engil, sem stóð á sólunni. Hann hrópaði hárri röddu til allra fuglanna, sem flugu um himinhvolfið: Komið, safnist saman til hinnar miklu máltíðar Guðs -18- til þess að eta hold konunga og hold herforingja og hold kappa og hold hesta og þeirra, sem á þeim sitja, og hold allra, bæði frjálsra og ófrjálsra, smárra og stórra. -19- Og ég sá dýrið og konunga jarðarinnar og hersveitir þeirra safnaðar saman til að heyja stríð við þann, sem á hestinum sat, og við herlið hans. -20- Og dýrið var handtekið og ásamt því falsspámaðurinn, sem táknin gjörði í augsýn þess, en með þeim leiddi hann afvega þá, sem tekið höfðu við merki dýrsins, og þá, sem tilbeðið höfðu líkneski þess. Báðum þeim var kastað lifandi í eldsdíkið, sem logar af brennisteini. -21- Og hinir voru drepnir með sverði þess, er á hestinum sat, sverðinu, sem út gekk af munni hans, og allir fuglarnir söddust af hræjum þeirra.