Það eru eflaust margir sem hafa velt því fyrir sér hvort við séum á síðustu tímum. Hvort að spádómar Biblíunnar séu raunverulegir og eigi við í dag. Í stað þess að birta erlendar greinar á síðunni www.ljosimyrkri.is vil ég heldur benda beint á þá síðu sem ég hef litið til sem heitir www.endtimeheadlines.org
Þar er að finna fréttir frá mörgum uppsprettum sem við sjáum yfirleitt ekki á okkar hefðbundnu fjölmiðlum sem geta vakið til umhugsunar.
Ég vil þó taka fram að við eigum fyrst og fremst að hugsa um það sem er hið efra en ekki um það sem er á jörðunni. Það er auðvelt að láta ótta þessa heims hafa áhrif og missa sjónar á að Jesús er búinn að sigra heiminn og að í honum eigum við öryggi og frið.
Með ofangreint að leiðarljósi þá hvet ég þá sem hafa áhuga á fréttum sem tengjast síðustu tímum og Biblíunni að skoða www.endtimeheadlines.org