Það er óhætt að segja að á tuttugustu og fyrstu öldinni sé meira af hlutum sem stelur tíma okkar en nokkru sinni fyrr. Hvað hefur mestan forgang í okkar lífi? Er það Guð og hans áætlun, köllun okkar eða er það snjalltækið, sjónvarpið, internetið eða eitthvað annað! Síðasta kirkjuöldin í Opinberunarbókinni heitir Laodíkea og þar er að finna skilaboð frá Guði til okkar tíma. Þessi áskorun felst í því að sigra okkar öld!
Opbinberunarbókin 3:13-22
Og engli safnaðarins í Laódíkeu skalt þú rita: Þetta segir hann, sem er amen, votturinn trúi og sanni, upphaf sköpunar Guðs: Ég þekki verkin þín, að þú ert hvorki kaldur né heitur. Betur að þú værir kaldur eða heitur. En af því að þú ert hálfvolgur og hvorki heitur né kaldur, mun ég skyrpa þér út af munni mínum. Þú segir: Ég er ríkur og orðinn auðugur og þarfnast einskis. Og þú veist ekki, að þú ert vesalingur og aumingi og fátækur og blindur og nakinn. Ég ræð þér, að þú kaupir af mér gull, skírt í eldi, til þess að þú verðir auðugur, og hvít klæði til að skýla þér með, að eigi komi í ljós vanvirða nektar þinnar, og smyrsl að smyrja með augu þín, til þess að þú verðir sjáandi. Alla þá, sem ég elska, tyfta ég og aga. Ver því heilhuga og gjör iðrun. Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér. Þann er sigrar mun ég láta sitja hjá mér í hásæti mínu, eins og ég sjálfur sigraði og settist hjá föður mínum í hásæti hans. Hver sem eyra hefur, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum.
Hvernig sigrum við
Til þess að geta sigrað verðum við fyrst að greina hvað það er sem við þurfum að gera. Versin hér fyrir ofan tala um að flestir séu hálfvolgir en halda að þeir séu ríkir og þarfnist einskis, s.s. undir blekkingu óvinarins um að allt sé í besta lagi.
Hér þarf hver og einn að skoða sjálfan sig og bera saman við orð Guðs.
2. Korintubréf 7:1
Þar eð vér því höfum þessi fyrirheit, elskaðir, þá hreinsum oss af allri saurgun á líkama og sál og fullkomnum helgun vora í guðsótta.
Hebreabréfið 12:14
Stundið frið við alla menn og helgun, því að án hennar fær enginn Drottin litið.
1. Jóhannesarbréf 2:15-16
Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru. Sá sem elskar heiminn, á ekki í sér kærleika til föðurins. Því að allt það, sem í heiminum er, fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa-oflæti, það er ekki frá föðurnum, heldur er það frá heiminum.
Það eru ótal vers sem fjalla um mikilvægi þess að helga sig, skilja sig frá heiminum og leita Guðs af öllu hjarta og þessi hér fyrir ofan gefa okkur góða mynd af því sem til þarf til að sigra.
Það er miklu meira
Orðið segir að hver sá sem trúir að Jesús sé kristur og játar það mun hólpinn verða. Það eru eflaust margir sem láta þetta sér nægja en það er hægt að komast miklu lengra og þessi áskorun er fyrir þá sem vilja komast alla leið.
Hvað gerist ef þú nærð að sigra þessa öld ?
- Þann er sigrar mun ég láta sitja hjá mér í hásæti mínu eins og ég sjálfur sigraði og settist hjá föður mínum í hásæti hans.
- Þú munt eiga þátt í fyrri upprisunni og ríkja með Kristi í þúsundáraríkinu á meðan aðrir sofa.
- Þú munt eignast einstakan frið, gleði og yndislegan vinskap við lifandi Guð.
- Þú getur átt von á að sjá Jesú, engla, himaríki og aðra leyndardóma hérna megin við eilífðina.
- Þú getur átt von á að fá kraft til þess að reka út illa anda, lækna sjúka, sjá inn í líf fólks til að hjálpa því.
- Skýrn í heilögum anda og eldi eins og lærisveinarnir fengu að upplifa í Jerúsalem.
Það eru hetjur sem hafa farið á undan okkur sem gengu fram í þessum sigri. Það sem auðkenndi líf þeirra var einstök þjónusta þar sem kraftur Guðs fór fyrir þeim með undrum og táknum. Þetta fólk fékk að sjá Jesú, engla, himaríki, sýnir, drauma, inn í líf fólks með slíkri nákvæmni að jafnvel nöfn og heimilisföng viðkomandi voru nefnd til þess að auka trú fyrir lækningu. Kraftur Guðs var með þeim svo að þúsundir frelsuðust og læknuðust.
Þetta fólk átti það allt sameiginlegt að það sigraði anda heimsins og helgaði sig algjörlega Guði.
Viltu þú fara alla leið með Guði? Taktu þá þessari áskorun og byrjaðu strax í dag!