Orð Drottins gefið fyrir milligöngu Kenneth E. Hagin þann 28. apríl, 1983.
„Í þessari vakningu, í þessari vakningu sem er að koma. Það verður ekki bara eitthvað alveg nýtt sem þú hefur aldrei séð. Þetta verður blanda af ÖLLU sem þú hefur séð sett saman og svo aðeins meira.
Í þessari hreyfingu Guðs sem er að koma, verður aftur farið að reka út illa anda en á þann hátt sem þú hefur ekki séð ennþá. Nú hafa sumir hætt að reka út illa anda. Andi Guðs sagði: „Ég hóf vakningu fyrir nokkrum árum síðan en menn fóru fljótt frá því að gera minn vilja er þeir blönduðu inn eigin hugsunum og reyndu að stjórna því með sínum hefðum og venjum. Á þann hátt sem þeim fannst að ætti að gera þetta.” En þið hafið ekki séð neitt ennþá varðandi hvernig það verður að takast á við illu andanna.
Því að illum öndum er sleppt á jörðinni, þeir fara um sem aldrei fyrr. Vegna þess að þeir vita að tími þeirra er stuttur! í þessari auknu virkni hins illa verður einnig kraftur Heilags Anda. Illir andar sem hafa áreitt menn og staðið gegnum þjónustu Drottins munu vangmegnast. Þið hafið ekki séð áður hvernig þið munið takast á við illa anda í þessari vakningu, reka út illa anda, beita valdi yfir djöflum, en við erum að fara að stíga inn í það. Eins og þú myndir stíga inn um hurð inn í annað herbergi.
Og í öðru lagi, segir andi Guðs: “Þú hefur ekki séð þá endurvakningu guðlegrar lækninga sem þú ert að fara að sjá.” Þú hefur séð þá sem á undan fóru. Þú hefur séð menn og konur, kröftuglega notuð af anda mínum. Ég sendi þá út sem fyrirrennara til að reyna að þjálfa þig. En margir horfðu bara á þá og lyftu þeim upp.
En það mun rísa upp hópur á þessum degi sem verður engum líkur. Þeir munu ekki vera gráðugir af óhreinum gróða. Þeir munu ekki vilja vekja athygli á sjálfum sér. Þeim væri sama hvort Guð noti þá. Þeir vilja frekar að Guð noti þig. Og Guð mun ekki bara nota þjóna, hann mun nota venjulegt fólk. Það verður endurvakning guðlegrar lækninga eins og þú hefur ekki séð á ævi þinni, lesið um eða heyrt um, segir Drottinn!
Og endurvakning hins yfirnáttúrlega, ekki aðeins hins yfirnáttúrlega í því að reka út illa anda. Ekki aðeins hið yfirnáttúrulega í að lækna sjúka. Ekki bara hið yfirnáttúrulega í því að tala öðrum tungum. Heldur einnig hið yfirnáttúrulega í hinu náttúrulega.
Menn munu sjá dýrð Guðs, ský mun hanga yfir ákveðnum söfnuðum, jafnvel kirkjubyggingunni dögum saman. Og allir sem fram hjá fara, syndarar og dýrlingar munu segja: „Jæja, hvað í ósköpunum er þetta? Ég hef aldrei séð annað eins.”
Á sumum stöðum mun eldur andans dvelja, … Ó já, í hinu andlega hafa sum okkar séð það. Í hinu andlega höfum við verið meðvituð um eld Guðs. En eldurinn mun í raun koma fram. Og það mun vera fólk, syndarar jafnt sem dýrlingar, sem munu sjá eld Guðs yfir fólki.
Það mun vera fólk að keyra niður götuna, eða niður þjóðveginn og það mun sjá eld ofan á byggingunum. Og það mun koma og segja: “Hvað þýðir þetta allt?”
Drottinn mun nota tákn nærveru sinnar til að koma fólki á síðustu dögum í fyllingu anda Hans og til fulls hjálpræðis.
Og tákn, tákn! Hvers konar tákn?
Kraftaverk í ríki Drottins! En þau munu birtast í hinu náttúrulega. Dýrð Guðs mun falla og kraftur Hans mun birtast. Karlar og konur verða jafnvel fluttar eins og Filippus og finnast á öðrum stað. FRÁBÆRIR! FRÁBÆRIR! verða ávextirnir af því.
Því að Drottinn Guð er sá sami í dag og Hann var í gær. Vald hans hefur ekki minnkað. Og nafn Hans er enn það sama. Í dag getur hann látið járnaxarhausinn fljóta. Í dag getur hann skipt ánni fyrir tvo menn að fara yfir hinum megin. Í dag getur hann fætt fimm þúsund með hádegisverði lítils drengs. Hann er Guð kraftaverkanna.
Hrósaðu þér af Honum! Lyftu honum upp! Vektu athygli á Honum! Segðu frá því hversu frábær Hann er. Stattu upp í trú og segðu hvaða frábæru hluti Hann ætlar að gera. Og Hann mun starfa og standa við sitt Orð! MARGIR munu undrast.
Mesta kraftaverkið af öllu er að það verður svo mikið af fiskum í netinu að netin geta ekki haldið þeim. Það verða ekki næg kirkjuhús til að halda fólkinu. Tilgangurinn með þessu öllu er að þið munuð veiða menn fyrir ríki Guðs. Hallelúja! Hættu að veiða, hættu að veiða í baðkarinu þínu. Það er enginn fiskur í þínu eigin baðkari. Farðu út þar sem fiskurinn er og kastaðu út netinu. Ekki önglinum — NETINU! og dragðu það inn.
Dýrð Drottins mun skína. Endatíminn mun koma. Þú munt standa á þeim stað í þjónustunni sem þú hefur ekki staðið á áður. Standa á þeim stað sem hefur verið vígður þér frá grundvöllun veraldar!
Ef það ætti að vera – ef það gæti … ef það gæti … ef það væri hægt að segja þér það. Ef við gætum sagt á mannamáli það sem mun gerast hjá sumum, þá myndi hugur þinn ekki geta skilið það. En þú munt sjá það! Þú munt gleðjast yfir því! Þú munt fagna yfir því!
Þetta er í seilingarfjarlægð. Vertu trúr, vertu glaður í Drottni. Hann mun koma því í framkvæmd. Margir munu fara og segja frá og Hans mikla dýrð mun sýna sig. Kraftur Guðs mun birtast í gjöfum andans.
Í fullum krafti munu birtast þjónustugjafirnar, postulinn og spámaðurinn, trúboðinn, hirðirinn og kennarinn líka…. munu starfa sem einn ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha… einn líkami, í einum anda, munu fara fram til að sigra og gera verk Hans. Og mikil munu laun þess verða.
Þakkið Honum! Dýrð sé Guði. Leyfðu mér nú að gefa þér frekari visku og ráð. Þrátt fyrir að vera meðvitaður um mikla hreyfingu í anda þínum, ásamt vilja og þrá til að gera vilja Guðs… EKKI reyna að gera það sjálfur í eigin mætti.
Lærðu að slaka á og flæða með andanum. Ekki reyna að átta þig á því í hausnum á þér, “Hvað vill hann að ég geri?” Lærðu bara að slaka á og flæða með andanum. Það mun sjá um sig sjálft; þú þarft ekki að hafa áhyggjur.
Þú munt færast á þann stað þjónustunnar eða hvað sem það er, hvort sem það er þjónusta í fullu starfi, eða prédikunarstarf, eða persónuleg þjónusta, eða hver sem staður þinn er í líkama Krists – þú munt færast inn á þann stað sem tilheyrir þér, allt fyrir bæn, knúin áfram af anda og dýrð Guðs.
En þú munt sjá að ef ekkert eldsneyti til staðar, þá er ekkert til að kveikja í. Þú sérð að það er eins og ofninn. Það er neisti sem kveikir á ofninum. Þegar kviknað hefur í öllu þá streymir hitinn út. Ha, ha, ha, sérðu hvað Hann er að segja? Eldsneytið er bæn, kveikt af andanum, kveikt með dýrð Hans. Hallelúja.
Þú sérð, ef það er ekkert eldsneyti þarna, þá er ekkert til að tendra. Ef það er ekkert eldsneyti, þá er ekkert til að kveikja í. Bænin er eldsneytið. Hallelúja!