Í Postulasögunni var öllum sem gáfu líf sitt til að fylgja Drottni bætt við kirkjuna. Í dag eru aðeins um 5% þeirra sem taka ákvörðun um að fylgja Kristi í raun bætt við kirkjuna. Mikið af þessu má rekja til þess hversu ólík nútímakirkjan er miðað við hliðstæðu hennar í Biblíunni og hversu erfitt það er að tengjast í dag á raunverulegan, lífsnauðsynlegan og persónulegan hátt. Samt verðum við að íhuga ávöxt þessara ákvarðana fyrir Krist. Ef það er enginn ávöxtur, verðum við að spyrja okkur, “erum við í andlega öruggu ástandi og eru eilíf örlög okkar í hættu.”
Þegar við höfum spurt fólkið sem sækir ráðstefnur okkar, til að komast að því hversu margir þekktu gjafir sínar og köllun, voru það alltaf færri en 5%. Hversu vel myndi þér ganga ef aðeins 5% af líkamanum þínum virkaði? Það er núverandi ástand líkama Krists. Ein aðalástæðan fyrir þessu er að svo fáar kirkjustofnanir eru að þjálfa meðlimi sína til að þekkja og starfa í gjöfum sínum og þjónustu, samkvæmt fyrirmynd Nýja testamentisins í Efesusbréfinu 4 kafla. Flestar kirkjustofnanir í dag virka í raun ekki sem líkami Drottins, heldur meira eins og fjárhús þar sem kindunum er hent mat í einu sinni eða tvisvar í viku.
Augljóslega á endurreisn kirkjunnar langt í land áður en við sjáum grundvallar kirkjulíf Nýja testamentisins aftur að verkum. Stórt skref í átt að því að gera þetta væri ef kirkjan helgaði sig því að uppfylla það mikla verkefni að skapa lærisveina, ekki bara leiða fólk til trúar. Kirkjan er yfirborðskennd á allan hátt vegna þess að svo fáir kirkjumeðlimir verða alvöru lærisveinar. Þess í stað eru margir enn í því djúpa grunnu ástandi að vera bara trúaðir. Þetta uppfyllir ekki það mikla verkefni að „gerið allar þjóðir að lærisveinum“.
Til þess að einhver geti orðið lærisveinn Drottins samkvæmt skilgreiningu Krists, verður sá hinn sami, að sjá sýn Drottins um hvernig fólk Hans á að vera sem einn líkami á jörðu, og það þarf að vera ein mest spennandi opinberun um tilgang þeirra í lífinu. Þessi djúpa hollusta við lífið í Honum mun óhjákvæmilega leiða til mun dýpri tengsl við Hans fólk.
Við erum kölluð til að vera „lifandi steinar“ (sjá 1. Pétursbréf 2:5) til að vera byggð saman sem musteri Drottins. Í stað þess að vera sett saman í lifandi byggingu eru flestir söfnuðir bara hrúgur af steinum. Þar sem auðvelt er að sela þeim steinum sem ekki hafa verið festir saman, eru margir kristnir ekki lengur í kirkjunni. Sérhver kristinn einstaklingur ætti að vera svo viss um sinn stað í líkama Drottins að hann er öruggur að verið er að festa hann á sinn stað.
Ein ástæða þess að dæmigert kirkjulíf í dag er yfirborðskennt miðað við biblíulega fyrirmynd er sú að þjónusta Nýja testamentisins í Efesusbréfinu 4 var lið, ekki manneskja. Það þarf postula, spámenn, trúboða, forstöðumenn og kennara til að undirbúa og þroska líkamann, en nútímakirkjan hefur verið að mestu undir stjórn einnar þjónustu, prestsþjónustunni. Hvað kom til að þessi eina þjónusta tók öll völd í kirkjunni?
Samkvæmt Efesusbréfinu 4:12 gaf Drottinn allar þessar fimm þjónustur sem ætlaðar eru „til að undirbúa hina heilögu til þjónustustarfsins,“ en ekki bara einni þjónustu. Undirbúningur er númer þrjú í fjögurra þrepa ferli og gerir ráð fyrir að fyrri stig kennslu og þjálfunar hafi verið lokið. Samt í nútíma kirkjumódeli er nánast öll þjónusta kennsla. Næsta undirbúningsstig – þjálfun – hefst ekki fyrr en við fáum að gera það sem okkur var kennt.
Um 95% eða fleiri kristinna manna í dag hafa aldrei upplifað kirkjulíf Nýja testamentisins eins og það var hannað. Þetta mun breytast, það verður að gerast. „Ný tegund“ þjónustu er að koma og sönn postulleg kristni mun aftur hrista heiminn. Þegar postullega þjónustan hefur verið endurreist að fullu til kirkjunnar, munu allar hinar einnig verða fullþroska. Þá munu hinir heilögu stíga inn í köllun sína að fullu og líkami Krists mun birtast sem kraftmesti hópur fólks sem heimurinn hefur nokkurn tíma séð.
Þýtt úr Word for the Week eftir Rick Joyner
Hægt að skrá sig á póstlita hjá þeim hér: Word for the Week