Áttu þér virkilega örlög?
Í síðustu viku skoðuðum við hvaðan við komum og hvers vegna erum við hér. Í þessari viku skoðum við örlög (Destiny).
Rómverjabréfið 8:29-31
“Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra. Þá sem hann fyrirhugaði, þá hefur hann og kallað, og þá sem hann kallaði, hefur hann og réttlætt, en þá sem hann réttlætti, hefur hann einnig vegsamlega gjört.”
Efesusbréfið 1:4-6
“Áður en heimurinn var grundvallaður hefur hann útvalið oss í Kristi, til þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir honum. Í kærleika sínum ákvað hann fyrirfram að veita oss sonarrétt í Jesú Kristi.”
Þessar ritningargreinar segja okkur ýmislegt.
- Guð þekkti verk okkar eða okkur áður en við komum til þessarar jarðar.
- Okkur var fyrirfram ætlað að verða eins og Jesús.
- Þessi forákvörðun kom af stað köllun í lífi okkar.
- Samhliða þessari forákvörðun eða örlögum höfum við fengið arfleifð, eða allt sem við þurfum til að uppfylla þessi örlög.
Það þarf að skilja að við höfum öll frjálsan vilja og getum valið leiðina sem við förum í þessu lífi. Guð neyðir ekki manninn til að þjóna sér eða fylgja honum.
Sérhver manneskja á þessari jörð á sér örlög og einhvers staðar djúpt innra með okkur er tilfinning um þessi örlög. Hinsvegar lifa flestir án þess að vita hver örlög þeirra eru, þau liggja grafin undir meðvitund sálarinnar, útilokuð af áhyggjum þessa lífs og daglegum verkefnum hvers og eins, þannig heldur maðurinn áfram í því er virðist endurteknir atburðir með engan eilífan tilgang.
Nýleg könnun meðal lækna leiddi í ljós að meirihluti sjúklinga þeirra þjáðist af miklu tilgangsleysi. Þeim fannst líf sitt tilgangslaust. Þetta hafði bein áhrif á líkamlega kvilla sem þeir þjáðust af.
Það er ástæða fyrir því að þú varst sendur í þennan heim og þangað til þú finnur og fylgir þeim tilgangi eða örlögum muntu aldrei verða sátt/ur með líf þitt, jafnvel þótt þú hafir kynnst frelsandi náð Drottins Jesú Krists.
Drottinn er að úthella anda sínum yfir jörðina á þann hátt sem Hann hefur aldrei gert áður til að vekja upp örlög í fólki. Það hefur aldrei verið tími eins og þessi, Drottinn er að fara að vekja mikinn mannfjölda og sýna honum tilgang sinn í þessum heimi. Þegar andi Guðs fer yfir jörðina með þessum hætti mun fjöldi fólks vakna upp og sjá hver þau raunverulega eru og hver tilgangur þeirra sé. Gamlir jafnt sem ungir munu rísa upp úr doða og tilgangsleysi og ganga inn í köllun sína.
Orðskviðirnir 1:23
Snúist til umvöndunar minnar, sjá, ég læt anda minn streyma yfir yður, kunngjöri yður orð mín.
Jóel 2:28
“En síðar meir mun ég úthella anda mínum yfir allt hold. Synir yðar og dætur yðar munu spá, gamalmenni yðar mun drauma dreyma, ungmenni yðar munu sjá sjónir.”
Þessi vakning er einn helsti tilgangur Guðs á þessum síðustu dögum. Það hefur verið frátekið fyrir þessa stundu, í heimi sívaxandi vonleysis. Guð er við það að opinbera sig börnum sínum, þeim sem hann sendi til þessarar jarðar, og örlögin munu spretta fram sem fljót lífsins, þau munu dreyma drauma og muna hver þau eru og hvaðan þau komu, þau munu sjá sýnir um afhjúpandi dýrð fyrirætlana Guðs og ásetja sér í hjarta sínu að ganga inn í það sem Guð hefur kallað þau til.
Þessi kynslóð verður að þekkja örlög sín.
Ný vakning
Guð minnti Job á að Hann hafi verið með honum þegar heimurinn var skapaður og þáskildi Job tilganginn og áætlunina með þessu öllu saman og það hlutverk sem hann átti að gegna í heiminum. Þetta var eins og að vakna upp og muna eftir löngu týndum veruleika sem var ákveðinn áður en hemurinn var skapaður. Þessi vitundarvakning um örlögin átti stóran þátt í að líf Jobs breyttist á jörðinni.
Þegar opinberunin um örlög okkar þróast munum við verða klædd krafti og smurningu sem mun leiða okkur á nýja staði. Þegar skýrleiki hjartans og hugans sameinast í ásetningi, munum við taka stöðu okkar í því sem Guð hefur gefið okkur að gera á þessari stundu, og þú munt geta sagt með sannfæringu “Þetta er ástæða þess að ég kom í heiminn”.
Þessi vakning er nauðsynleg til þess að þú öðlist skilning, sem gefur trú til að ná tökum á því sem þú sérð. Guð er um það bil að vinna hratt, hann mun reisa upp her stríðsmanna með sannleikann að vopni, hann munu standa óttalaus með þekkingu, tilgang og örlög að styrk fyrir lokabaráttu þessa heims.
Síðara Tímóteusarguðspjall 1:9-10
“Hann hefur frelsað oss og kallað heilagri köllun, ekki eftir verkum vorum, heldur eftir eigin ákvörðun og náð, sem oss var gefin fyrir Krist Jesú frá eilífum tímum, en hefur nú birst við komu frelsara vors Krists Jesú. Hann afmáði dauðann, en leiddi í ljós líf og óforgengileika með fagnaðarerindinu.”
Guð blessi þig