Nýtt sáðkorn er að fæðast fram
Rómverjabréfið 8:17-19
En ef vér erum börn, þá erum vér líka erfingjar, og það erfingjar Guðs, en samarfar Krists, því að vér líðum með honum, til þess að vér einnig verðum vegsamlegir með honum. Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinberast. Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber.
Þessi vers segja okkur að sköpunin bíður þess að synir börn opinberist.
Hvað þýðir þetta? Hver eru þessi börn Guðs?
Það er áhugavert vers í 5. kafla Jesaja
En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum: Þar sem hann fórnaði sjálfum sér í sektarfórn, skyldi hann fá að líta afsprengi (sæði) og lifa langa ævi og áformi Drottins fyrir hans hönd framgengt verða.
Við sjáum spádóma um krossfestingu Jesú í 53 kafla Jesaja. Taktu eftir að í versi 10. segir að, hann (Jesús), muni sjá afsprengi og að það muni lengja ævi (þjónustu) hans á jörðinni.
Jesús giftist aldrei, hann átti engin náttúruleg börn enn Jesaja 53:10 segir okkur að hann myndi sjá sæði sitt og lengja daga sína á jörðu með þessu sæði.
Sálmur 22 er sálmur um Messías, sem þýðir að þessi sálmur er spámannlegur um krossfestingu Jesú og endurlausnarverkið á Golgata.
Athugið: 1. vers, Orðin sem Jesús talaði á meðan hann hékk á krossinum. Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?
Svo segir í 31. versi. -niðjar mínir munu þjóna honum. Komandi kynslóðum mun sagt verða frá Drottni.
Það var skammarlegt fyrir mann á dögum Jesú að deyja án þess að eiga börn til að bera ættarsæði sitt. Samt sagði biblían að Jesús myndi sjá niðja sína.
Í 1. kafla Matteusarguðspjalls segir að það hafi verið 42 kynslóðir frá Abraham til Jesú. Sjá vers 17.
Hins vegar, ef þú telur kynslóðirnar vandlega eins og lýst er í fyrsta kaflanum, kemstu að því að það eru aðeins 41 kynslóð, ekki 42 kynslóðir.
Það vantar kynslóð, hvar er sú kynslóð?
Sálmur 22:31-32
– niðjar mínir munu þjóna honum. Komandi kynslóðum mun sagt verða frá Drottni, og lýð sem enn er ófæddur mun boðað réttlæti hans, að hann hefir framkvæmt það.
Sæði mun fæðast og það verður tilreiknað honum (Jesú) sem kynslóð, og þetta afkvæmi, þessi kynslóð fólks mun segja frá því sem Drottinn hefur gert, mun boða heiminum hjálpræði.
Þessi kynslóð númer 42 er við það að koma fram á jörðinni í fyllingu sinni
Það er sæði að spretta fram á jörðinni sem Satan óttast, því þetta sæði er undanfari þess að stjórn hans á jörðinni endar.
Sálmur 102 gefur okkur dýpri innsýn inn í þetta
-14- Þú munt rísa upp til þess að miskunna Síon, því að tími er kominn til þess að líkna henni, já, stundin er komin. -17- því að Drottinn byggir upp Síon og birtist í dýrð sinni. -19- Þetta skal skráð fyrir komandi kynslóð, og þjóð, sem enn er ósköpuð, skal lofa Drottin. -29- Synir þjóna þinna munu búa kyrrir og niðjar þeirra standa stöðugir fyrir augliti þínu.
Þetta segir okkur að það kemur dagur þegar Guð mun hygla fólki sínu á sérstakan hátt. Koma þessarar kynslóðar hefur ákveðinn settan tíma.
Öll sköpunin bíður eftir því að þetta sæði komi fram, að þessi kynslóð opinberist á jörðinni.
Hún mun vera kynslóð manna á jörðinni á þessum síðustu dögum sem mun opinbera líf, kraft og eðli Jesú á stórkostlegan hátt. Þessi kynslóð, niðjar Drottins Jesú, munu fara um alla jörðina í slíkum krafti og dýrð og færa deyjandi heim lifandi von í Kristi. Þeir munu lengja daga Jesú á jörðu; heimurinn mun aftur sjá Jesú ganga um þessa jörð í niðjum sínum, sonum sínum, brúði sinni. Það eru stórkostlegir tímar framundan!
Róm 8:29
Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra.
Heb 2:10
Allt er til vegna Guðs og fyrir Guð. Því varð hann, er hann leiðir marga syni til dýrðar, að fullkomna með þjáningum þann, er leiðir þá til hjálpræðis.
Satan er brjálæðislega afbrýðisamur út í syni Guðs á þessari jörð. Satan tapaði rétti sínum þegar hann hrokaðist upp og hann mun gera allt sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir að þessir fullþroska synir Guðs komi fram. Þeir boða fall og endalok hans, þeir munu hefja nýja öld gleði, friðar og kærleika og Satan verður bundinn í þúsund ár.
Guð mun ekki stoppa fyrr en hann sér ímynd sonar síns Jesú í okkur.
Heb 2:10
Allt er til vegna Guðs og fyrir Guð. Því varð hann, er hann leiðir marga syni til dýrðar, að fullkomna með þjáningum þann, er leiðir þá til hjálpræðis.
Guð vill sjá marga syni eins og Jesús.
Í öllu er Jesús fyrirmynd okkar. Aðal tilgangur hans er að við verðum eins og hann. Allir erfiðleikar lífsins, vonbrigði, sorgir, þjóna til þess að móta okkur meira og meira í hans mynd. Guð er kærleikur og þegar við vöxum meira í kærleik byrjum við að líkjast honum, því Guð er kærleikur. Það eru ekki aðstæður lífsins sem breyta okkur heldur hvernig við bregðumst við þeim. Erfiðir tímar geta annað hvort gert þig bitur eða betri valið er þitt, við sjáum hvernig við vöxum eftir því hvernig við bregðumst við erfiðum aðstæðum í lífinu.
Róm 8:18-19
Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinberast. -19- Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber.
Þú ert sæði Drottins á þessari jörðu, þetta er hluti af örlögum þínum, til þess fæddist þú á þessum tíma. Það eru mikil forréttindi að fæðast á jörðinni á þessum tíma, þegar þessi síðasta kynslóð mun koma fram sem sæði Drottins á jörðinni.
Róm 8:29
Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra.
Guð blessi þig