Leyndardómurinn um brauðsbrotninguna – 2.hluti
Jesús er tré lífisins. Hann einn hefur vald til að gefa þér líf.
Jóhannesarguðspjall 5:39-40
Þér rannsakið ritningarnar, því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær, sem vitna um mig, -40- en þér viljið ekki koma til mín og öðlast lífið.
Adam gekk í aldingarðinum Eden með Drottni sem var líf Adams. Þetta líf birtist í garðinum sem tré lífsins. Daglegt samfélag Adams við Drottin var líf hans.
Þegar Adam syndgaði rofnaði hið hreina samband hans við Guð, þetta hafði skelfileg áhrif á líkamlegt líf Adams sem og samfélag hans við Drottin. Uppspretta eilífs lífs var rofin og hann tók að deyja, hefði hann ekki syndgað og haldið áfram í samfélagi við Drottin (tré lífsins) hefði hann lifað að eilífu.
1. Mósebók 3:22-24
Drottinn Guð sagði: Sjá, maðurinn er orðinn sem einn af oss, þar sem hann veit skyn góðs og ills. Aðeins að hann rétti nú ekki út hönd sína og taki einnig af lífsins tré og eti, og lifi eilíflega! -23- Þá lét Drottinn Guð hann í burt fara úr aldingarðinum Eden til að yrkja jörðina, sem hann var tekinn af. -24- Og hann rak manninn burt og setti kerúbana fyrir austan Edengarð og loga hins sveipanda sverðs til að geyma vegarins að lífsins tré.
Fyrir krossinn rifnaði fortjaldið og allir sem trúðu fengu aðgang að nærveru Guðs á nýjan leik. Lífsins tré var aftur aðgengilegt mannkyninu.
Opinberunarbókin 2:7
Hver sem eyra hefur, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum. Þeim er sigrar, honum mun ég gefa að eta af lífsins tré, sem er í Paradís Guðs.
Opinberunarbókin 22:14
Sælir eru þeir, sem þvo skikkjur sínar. Þeir fá aðgang að lífsins tré og mega ganga um hliðin inn í borgina.
Ávöxtur lífsins tré er skilyrðislaus kærleikur Guðs, því hann er skilyrðislaus kærleikur.
Ávöxtur lífsins tré er okkur til lækninga núna, við þurfum ekki lækningu á himnum!
Brauðsbrotning er að koma að lífsins tré. Þetta er hulið andlega blindum og margir kristnir menn skilja þetta ekki, en þeim sem geta séð þetta með opinberun (guðlegu innsæi) þá erum við að taka þátt í lífi Guðs sem mun lækna, endurreisa og varðveita þig heilbrigðan, þar til tími dvalar þinnar á þessari jörð er liðinn.
1.Korintubréf 15:45
Þannig er og ritað: Hinn fyrsti maður, Adam, varð að lifandi sál, hinn síðari Adam að lífgandi anda.
Upprisukraftur Jesú er í boði fyrir þig þegar við drekkum af blóði hans (Lífi).
Rómverjabréfið 8:11
Ef andi hans, sem vakti Jesú frá dauðum, býr í yður, þá mun hann, sem vakti Krist frá dauðum, einnig gjöra dauðlega líkami yðar “lifandi(Quicken)” með anda sínum, sem í yður býr.
Quicken 2227. zoopoieo, dzo-op-oy-eh’-o; frá sama og G2226 og G4160; að (endur-) lífga (lit. or fig.):–gera lifandi með lífi annars, gefa líf, hraða.
1.Korintubréf 11:29-30
Því að sá sem etur og drekkur án þess að dæma rétt um líkamann, hann etur og drekkur sjálfum sér til dóms. -30- Fyrir því eru svo margir sjúkir og krankir á meðal yðar, og allmargir deyja.
Ef við neytum án þess að skilja eða gera greinarmun á venjulegu brauði og brauði sem hefur hlotið blessun, og venjulegu víni og víni sem hefur hlotið blessun, erum við bara að fá okkur annan bita að borða og við erum enn einum degi nær dauðanum.
En ef við tökum vitandi þátt – vitandi hvað við erum að gera, munum við ekki lengur vera veik, óheilbrigð og deyja fyrir aldur fram.
Rétt eins og Adam, verðum við að halda okkur að „tré lífsins“ til að halda áfram að lifa, eða við munum smám saman deyja.
Endatímaregla og opinberun
Þetta er endatímaregla og opinberun. Við njótum þeirra forréttinda að lifa á tímum endurlausnar líkamans. Síðasti óvinurinn sem þarf að sigrast á er DAUÐINN – 1. Korintubréf 15:21
Drottinn er byrjaður að opinbera tengslin á milli brauðsbrotningar og tré lífsins, þeim sem hann talaði um að yrðu “lifandi og eftir” við endurkomu Jesú.
1.Þessaloníkubréf 4:15
Því að það segjum vér yður, og það er orð Drottins, að vér, sem verðum eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu.
„Þeir sem eftir eru“ eru þeir sem, þegar Drottinn kemur aftur, lifa lengra en eðlilegt líf er, vegna þess að þeir hafa lært leyndarmál samfélagsins, líf þeirra hefur verið framlengt.
Það þarf að vera til hópur fólks sem sigrar síðasta óvininn dauðann.
Sálmur 91 talar um þennan hóp, fólk sem er ónæmt fyrir því sem kemur yfir jörðina á þessum síðustu dögum.
Sálmarnir 91:16
Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins almáttka, -2- sá er segir við Drottin: Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á! -3- Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt glötunarinnar, -4- hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og verja. -5- Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar, eða örina, sem flýgur um daga, -6- drepsóttina, er reikar um í dimmunni, eða sýkina, er geisar um hádegið. -7- Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar, þá nær það ekki til þín. -8- Þú horfir aðeins á með augunum, sér hversu óguðlegum er endurgoldið. -9- Þitt hæli er Drottinn, þú hefir gjört Hinn hæsta að athvarfi þínu. -10- Engin ógæfa hendir þig, og engin plága nálgast tjald þitt. -11- Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. -12- Þeir munu bera þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini. -13- Þú skalt stíga ofan á höggorma og nöðrur, troða fótum ljón og dreka. -14- Af því að hann leggur ást á mig, mun ég frelsa hann, ég bjarga honum, af því að hann þekkir nafn mitt. -15- Ákalli hann mig, mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni, ég frelsa hann og gjöri hann vegsamlegan. -16- Ég metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt.
Við getum komið að borði Drottins og tekið brauðsbrotningu hvenær sem er, eins oft og þú vilt. Þú þarft ekki prest eða pastor til að þjóna, allir trúaðir geta tekið brauðsbrotningu á hverjum degi ef þeir vilja.
Það er góð æfing að taka brauðsbrotningu daglega, rétt eins og þú þarft náttúrulegan mat daglega til að lifa, þarftu andlegan mat daglega til að lifa.
Komdu fram fyrir Drottin og biddu hann um að blessa brauðið og vínið og gefa því líf sitt, neyttu svo í trú af lífi hans, hann sem er lífgefandi andi.
Ég treysti því að þetta verði lífstíll fyrir þig þegar þú neytir daglega af honum, tré lífsins.
Guð blessi þig!