Hvað er svona merkilegt við þessa dagsetningu ?
Áður en ég fer yfir söguna og það sem Biblían segir varðandi þetta tímabil skulum við lista upp þá atburði sem átt hafa sér stað þann 9 Av í gyðinglega dagatalinu.
9 Av
- 1200 B.C.– Guð sagði Ísraelsmönnun í eyðimörkinni að þessi kynslóð myndi ekki komast inn í fyrirheitna landið.
- 586 B.C – Babýlonski herinn eyðilagði heilaga musterið.
- 70 A.D. – Títus og rómverski herinn eyðilögðu heilaga musterið
- 135 A.D. – „Bethar“, vígi Bar Kochba, féll og gerði út um vonir gyðinga um sjálfstæði.
- 136 A.D. – Róm byrjaði að reisa heiðnu borgina á staðnum þar sem musterið var vígt.
- 1096 A.D. – Fyrstu krossferðirnar hófust.
- 1290 A.D. – Gyðingum var vísað frá Englandi.
- 1306 A.D. – Gyðingum var vísað frá Frakklandi.
- 1492 A.D. – Ferdinand konungur og Ísabella drottning undirrituðu brottvísun. Í júlí, þann 9. Av, þurftu allir gyðingar að vera komnir frá Spáni.
- 1648 A.D. – Chmelnicky myrti tugþúsundir pólskra gyðinga.
- 1914 A.D. – Yfirlýsingar varðandi Fyrri heimstyrjöldina gengu út.
- 1942 A.D. – Áætlanir um gereyðingu gyðinga voru gerðar í síðari heimstyrjöldinni.
Það er afar áhugavert að svona risastórir sögulegir atburðir varðandi Ísraelsmenn skuli allir hitta á sömu dagsetninguna. Þetta er í raun þriggja vikna tímabil sem byrjar þann 17 í Tammuz mánuði og nær hámarki þremur vikum síðar þann 9 Av. Í bæði skiptin þar sem ráðist var á Jerúsalem og musterin eyðilögð höfust þann 17 Tammuz og enduði þann 9 Av. Þetta er sorgartímabil en þann dag í dag í Ísrael og einnig tími föstu, bæna og jafnvel ótta um að eitthvað alvarlegt geti gerst. Þetta tímabil hefur verið kallað nokkrum nöfnum eins og “Dire Straits” eins og kemur fram í Harmljóðunum, en einnig “Season of the Basilisk”, þar sem eðli þessara ofsókna er með þeim hætti að óvinurinn virðist hafa sérstakt vald eða leyfi til að herja á Ísrael.
Harmljóðin 1:3
Júda hefir flúið land fyrir eymd og fyrir mikilli ánauð. Hann býr meðal heiðingjanna, finnur engan hvíldarstað. Allir ofsækjendur hans náðu honum í þrengslunum.
“Judah has gone into captivity, under affliction and hard servitude; she dwells among the nations, she finds no rest; all her persecutors overtake her in dire straits.”
Ég ætla ekki að fara mjög djúpt í kennslu um nöðruna eða “basilisk”, en það er talað sérstaklega um þennan djöful á nokkrum stöðum í Biblíunni.
Jeremía 8:17
Sjá, ég sendi meðal yðar höggorma, nöðrur, sem særingar vinna ekki á, og þeir skulu bíta yður segir Drottinn.
For, behold, I will send serpents, basilisks, among you which will not be charmed, and they shall bite you, saith the Lord. (Jeremiah 8:17)
Hér er brot úr sýn sem Bob Jones fékk varðandi Nöðruna og þetta þriggja vikna tímabil sem hefur valdið svo miklum hörmungum fyrir gyðinga í gegnum tíðina.
“Þann 23. júlí 1996 og aftur 23. júlí 1997 var Bob gefin sýn frá Drottni sem sýndi þennan kraftmikla djöfullega anda sem Hann þráir að við skiljum og stöndum gegn. Það var ljóst í sýnunum að þessi andi bjóst ekki við að verða afhjúpaður né opinberaður. Þessi illi andi er vanur að starfa í leyni án þess að vera uppgötvaður eða hindraður. Þessi mikli óvinur krossins hefur vald til að losa um víðtæka eyðileggingu og eymd á jörðinni, sérstaklega ef hin biðjandi kirkja stendur ekki gegn honum. Þessi illi andi er þekktur sem Basilisk.
Basilisk er myndlíking djöfulsins sjálfs sem hefur þann aðaltilgang að koma með dauða og eyðileggingu. Hefðbundinn dauðsföll sem stafa af þessum anda eru sprottinn af plágum, veikindum og sjúkdómum, náttúruhamförum og jafnvel hryðjuverkum. Uppruna þess má rekja allt aftur til Ísraels til forna. Egyptar tilbáðu þennan anda sem „drottinn og konung höggormanna sem allir áttu að óttast, og var sterkari en allir“. Þeir sýndu krýndan basilisk á höfði guða sinna eins og sést á Bembine-töflunni og öðrum egypskum minnismerkjum. Þetta sýnir tilraun Satans til að lyfta sjálfum sér yfir Guð sem hlut tilbeiðslu.”
Hér er hægt að lesa ítarlega kennslu og alla sýnina sem Bob Jones fékk.
17 Tammuz
Við skulum einnig skoða þá atburði sem marka upphaf þessa þriggja vikna tímabil eða sem hófust þann 17 Tammuz.
- 1312 BC. – Móse steig niður af Sínaífjalli eftir 40 daga og sá fólkið tilbiðja gullkálfinn. Móse braut töflurnar tvær sem innihéldu boðorðin tíu. 3.000 Ísraelsmenn voru drepnir af levítum.
- 2 Kings 21:7. – Hinn illi konungur Manasse í Júda lét setja upp asérulíkneski í musterinu.
- 586 BC. – Múrar Jerúsalem brustu eftir margra mánaða umsátur Nebúkadnesars og babýlonskra herafla hans (Fyrsta musteri var eyðilagt 3 vikum síðar á 9 Av. )
- 70 AD. – Titus & Rómverjar brutu múra Jerúsalem. Upphaf endaloka annars musterisins, sem var eyðilagt þremur vikum síðar á 9 Av. )
- 135 AD. – Annað stríð gyðinga og Rómverja. Rómverski herforinginn Apostomus brenndi Torah-rit fyrir uppreisn Bar Kokba.
- 1239 – Gregoríus páfi IX fyrirskipaði að öll handrit Talmúdsins yrðu gerð upptæk.
- 1391 – Meira en 4.000 spænskir gyðingar voru drepnir í Toledo og Jaen á Spáni.
- 1559 – Gyðingahverfið í Prag var brennt og rænt.
- 1944 – Allir íbúar gettósins í Kovno voru sendir í dauðabúðirnar.
- 1970 – Líbýa fyrirskipaði að allar eignir gyðinga yrðu gerðar upptækar.
- 1981 – Ísraelar réðust á Tammuz-1 kjarnaofninn í Osiraq til að reyna að koma í veg fyrir kjarnorkuáætlun Íraks.
- 1994 – Shoemaker Levi reikistjarnan byrjaði að brotna upp og endaði með því að sprengja Júpíter með 16 brotum á 9 Av, þar sem hvert brot jafngilti höggi frá kjarnorkusprengju
- Tammuz 24, 2002 – Einni viku eftir 17. Tammuz föstuna, byrjaði vatn að streyma út úr Vesturmúrnum. Einn steinninn, 15 metrum uppi í veggnum, verður allt í einu rennandi blautur án jarðneskra skýringa.
- 2006 – Líbanon og Ísrael fóru í stríð eftir að Hezbollah rændi 2 ísraelskum hermönnum. (Chuck Pierce spáði 29. janúar 2006, “horfðu á Líbanon. Ég mun koma átökum inn í Líbanon, því það eru mörkin sem ég mun takast á við á þessu ári varðandi fyrirheitna landið mitt Ísrael. Hernaðarættkvíslir Líbanons munu aftur rísa upp. En ég mun vinna þetta stríð, og auðæfum sem hafa verið tekin mun verða skilað í mitt ríki.”)
Það hefur verið nokkuð rólegt í Ísrael undanfarin ár, þótt það hafi einhver átök átt sér stað inn á milli. En spennan er að magnast og það virðist margt benda til þess að að alvöru stríð sé í vændum. Við þurfum að biðja fyrir Ísrael því við tilheyrum konungi Ísraels sem mun koma einn daginn og ríkja í Jerúsalem ásamt sínum heilögu.
Í dag er 9 Av
Þegar þessi grein er skrifuð er einmitt 9 Av og það eru mjög athyglisverðir hlutir að eiga sér stað í Ísrael, það hafa verið gríðarlega fjölmenn mótmæli undanfarið þar Benjamin Netanyahu og ríkisstjórn hans (sem er skipuð af stórum hluta af strangtrúuðum gyðingum) er búin að taka mjög róttæk skref í að breyta löggjöf, sem dregur verulega úr völdum hæstarétti landsins og eykur völd þingsins. Gæti verið að þetta séu skrefin sem þarf að taka í undirbúningi fyrir endurbyggingu musterisins í Ísrael ?
Hér er grein sem fjallar um þessi mál.
Hér er svo brot úr grein dagsins á www.haaretz.com
“Now, after the law’s passing, Herzog is focusing his frustration and anxiety on the possibility of a civil war and on the coalition’s rejection of his efforts to modify the legislation. “I get up in the morning with deep frustration and a bad feeling of crisis. I, too, am in emotional turmoil. I am pained, and I am angered,” he wrote. “I pleaded for listening, for an extended hand, and for taking responsibility.”
Guð blessi þig!