Matteusarguðspjall 5:6
Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.
Það er lögmálið í ríki Guðs sem er, hvað sem þú þráir eindregið muntu laða að sjálfum þér.
Lögmálið um aðdráttarafl “Law of Attraction” er öflugt og ógnvekjandi lögmál. Það sem þú einbeitir þér að munt þú að lokum tengjast, þetta er lögmál í ríki Guðs. Þetta lögmál hefur víðtækar afleiðingar vegna þess að tengingin sem þú myndar þegar þú einbeitir þér að einhverju verður andleg tenging, þú tengist kraftinum á bak við hlutinn sem þú einbeitir þér að.
Jesús er að segja að ef þú átt að fyllast réttlæti þarftu að hungra eftir því.
Ef þig hungrar í að líkjast Jesú muntu verða eins og hann. Þetta undirstrikar þetta ríkislögmál.
Markúsarguðspjall 11:24
Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast.
Sálmarnir 115:8
Eins og þau eru, verða smiðir þeirra, allir þeir er á þau treysta.
Þessi ritningarstaður er að tala um þá sem búa til skurðgoð, þarna er áherslan að þeir verða eins og skurðgoðin sem þeir treysta á.
Orðskviðirnir 23:7
Því að hann er eins og maður, sem reiknar með sjálfum sér. ( Betri þýðing: Því eins og maður hugsar í hjarta sínu, verður hann.)
Satan er mjög meðvitaður um lögmálið um aðdráttarafl og kraft þess til að undiroka manninn að markmiðum sínum.
Flestir tölvuleikir í dag eru með ógnvekjandi ofbeldisefni, á bak við flesta af þessum leikjum er ofbeldisandi sem bíður bara eftir því að spilarinn nái ákveðnu upptökustigi í leiknum, þessi andi getur á ákveðnum tímapunkti færst inn í þau og frá þeim tímapunkti byrjar hann að laga manneskjuna að eðli sínu þ.e.a.s. ofbeldi. Hvort leikmaðurinn er kristinn eða ekki skiptir engu máli. Þetta lögmál um aðdráttarafl með afleiðingum þess er algjörlega óhlutdrægt.
Þetta lögmál á neikvæðu hliðina er líka mjög áberandi í heimi efnishyggjunnar. Auglýsingastofur vita vel að ef þær geta fengið þig til að einbeita þér að ákveðnum neysluvörum eins og bílum, fötum, rafeindabúnaði o.s.frv., þá laðast þú að þeim. Ef þetta aðdráttarafl verður sterk löngun verður andasviðið virkt í því.
Nýaldarhreyfingin
Andinn á bakvið Nýaldarhreyfinguna, er í grundvallaratriðum sambland af göldrum og hindúisma sem er svo pakkað inn svo að það sé aðlaðandi fyrir marga Vesturlandabúa. Nýaldarhreyfingin skilur lögmálið um aðdráttarafl betur en flestir kristnir. Þeir nota með góðum árangri þá æfingu að einbeita sér til að tengjast hlutnum sem þeir einblína á. Mörg námskeið um að ná markmiðum sínum nota þessa tækni. Þetta gengur oft undir nafninu sjónsköpun, nýaldarhreyfingin tók þetta beint úr biblíunni.
Að skilja muninn
Við þurfum að skilja muninn á nýaldariðkun og kristinni iðkun. Við þurfum að þroskast í hugsun okkar og hugmyndum varðandi starfshætti nýaldarhreyfingarinnar. Þó að nýaldarhreyfingin iðki ákveðna hluti þýðir það ekki að kristnir menn ættu ekki að æfa sömu hlutina. Áður en blóðþrýstingur þinn hækkar og þú dæmir mig í raðir hinna blekktu, leyfðu mér að útskýra.
Nýaldarhreyfingin æfir sig að lækna sjúka, eigum við að hætta þessu vegna þess að nýaldarfólkið gerir það? Þeir æfa sig líka í því að reka djöfla út, þeir starfa við lestur eða spádómsorð og listinn heldur áfram. Þú segir, já, en þeir eru að nota afbakaðan sannleika! Það er satt en til þess að það sé hægt að falsa þarf hið raunverlega að vera til staðar.
Munurinn liggur í hvaða anda þessir hlutir eru gerðir. Sjónsköpun er greinileg í ritningunum.
Þegar Guð gaf Abraham fyrirheit um að niðjar hans yrðu svo margir að erfitt væri að sjá það fyrir sér, gaf Guð honum sjónræna tilvísun.
Fyrsta Mósebók 26:4
Og ég mun margfalda niðja þína sem stjörnur himinsins og gefa niðjum þínum öll þessi lönd, og af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir á jörðinni blessun hljóta,
Abraham var gefin sjónræn tilvísun sem myndi hjálpa honum við að rækta trú hans inn í raunveruleikann.
Í hvert sinn sem Abraham fór út fyrir tjald sitt á nóttunni stóð hann frammi fyrir töfrandi fjölda stjarna og í hverri stjörnu sá hann einn af afkomendum sínum.
Hebreabréfið 2:12 segir frá því að við eigum að horfa til Jesú, höfundar og fullkomnara trúar okkar.
Hvernig gerum við það? Jæja í fyrsta lagi megum við ekki falla í algengustu gildru óvinarins með að telja allt andlegt sem við skiljum ekki. Að horfa til Jesú þýðir einmitt það, við eigum að horfa á hann.
Taktu eftir því sem Páll sagði við Korintumenn.
Síðara Korintubréf 4:18
Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft.
Hvernig lítur þú á eitthvað sem þú sérð ekki? Þú gerir það með því að nota augu hjartans. Ef ég bið þig um að loka augunum núna og sjá fyrir þér húsið sem þú býrð að framanverðu, geturðu gert það, hvernig/með því einfaldlega að nota augu hjartans, með því að sjá það fyrir þér. Hvernig lítur þú á Jesú? Einfaldlega með því að nota augu hjartans.
Ímyndunaraflið er ótrúleg gjöf Guðs sem við notum oft ómeðvitað yfir allan daginn.
Síðara Korintubréf 3:18
En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins.
Ef þú hungrar eftir réttlæti (að vera eins og Jesús) ef þú einblínir á að vera eins og Drottinn og þessi áhersla verður sterk þrá, mun breyting eiga sér stað í þér þegar lögmálið um aðdráttarafl kemur við sögu og þú tengist viðfangi þrá þinnar, sem fær Drottinn til að bregðast við. Þessi tenging veldur því að þú verður líkari Honum sem er réttlátur.
Þetta ferli er náðarferli sem fer af stað með sterkri löngun og skýrri einbeitingu.
Satt réttlæti er réttlæti Drottins sem okkur er veitt með stöðugum meðvituðum tengslum við hann, það er ekki vegna verka. Mundu að það sem þú tengist muntu líkjast.
Postulasagan 4:13
Þegar þeir sáu djörfung Péturs og Jóhannesar og skildu, að þeir voru ólærðir leikmenn, undruðust þeir. Þeir könnuðust og við, að þeir höfðu verið með Jesú.
Með hverjum hefur þú verið í dag?
Matteusarguðspjall 5:6
Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.
Guð blessi þig!