Ég veit að þú hefur heyrt margar predikanir um trú, en ertu að ganga fram í henni?
Óvinur okkar Satan heldur áfram að fella gjaldmiðilinn, þ.e. sannleika sem Guð hefur opinberað, með því að þrýsta honum of langt, þetta veldur því að margir hverfa frá og telja öfga.
Við skulum skoða þetta í nýju ljósi
Trúin er svo óaðskiljanleg frá hinum Kristna manni. Hún er grundvöllurinn fyrir allri okkar göngu með Drottni. Trú er talin upp ásamt von og kærleika sem eilíf, með öðrum orðum mun hún alltaf vera órjúfanlegur hluti af lífi okkar hér og áfram inn í aldirnar og eilífa lífið.
Hebreabréfið 11:1 & 3
-1- Trúin er fullvissa( eða efniviðurinn(substance,hupostasis)) um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.
-3- Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs og að hið sýnilega hefur ekki orðið til af því, er séð varð.
Þessi vers í þessum kafla um trú leggja línurnar fyrir skilning okkar á trú. Það gefur okkur grunn sem við getum haldið áfram að byggja ofan á.
Fyrir trú varð alheimurinn til úr hlutum sem eru ósýnilegir
Við þurfum að skoða þessi vers ritningarinnar betur, því þau gefa okkur grundvallarskilning á eðli trúar.
Trú er efni: Innihald þess sem vonast er eftir. Hvað er þetta svokallaða efni? Gríska orðið fyrir efni er hupostsis og hefur þessa merkingu. 5287. hupostasis, hoop-os’-tas-is; af G5259 og G2476; undirstaða (stuðningur), kjarni, efni.
Trúin er undirliggjandi efni, grunnurinn, kjarninn, hráefnið fyrir það sem vonast er eftir. Trú er ekki óhlutbundin trú á eitthvað eða huglæg hugmynd, það er kraftur, efni. Það er nauðsynlegt að við skiljum að trú er efni.
Rómverjabréfið 4:17
eins og skrifað stendur: Föður margra þjóða hef ég sett þig. Og það er hann frammi fyrir Guði, sem hann trúði á, honum sem lífgar dauða og kallar fram það, sem ekki er til eins og það væri til.
Guð vinnur með þessar sömu meginreglur trúarinnar þegar hann skapar hluti, kallar hlutina fram sem ekki eru til eins og þeir séu þegar til. Nú vitum við að sérhver sýnilegur hlutur í þessum heimi er gerður úr atómum. Þú, bíllinn þinn, skýin, grasið, fuglarnir, öll sköpunin er gerð úr hlutum sem við getum ekki séð, að minnsta kosti ekki með náttúrulega auganu. Þannig að hlutir sem sjást voru ekki búnir til úr hlutum sem birtast (eða hlutum sem við getum séð).
Vegna þess að við erum sköpuð í mynd og líkingu Guðs og Guð er skapari, höfum við með arfleifð innra með okkur kraftinn til að skapa. Við skulum bara rifja upp kennslu 1-1-8.
Fyrir mörgum árum í upphafi þjónustu minnar, opnaði Drottinn augu mín fyrir andaheiminum. Þetta stóð í margar vikur þar til ég bað Drottin um að loka fyrir það. Í margar vikur voru augu mín opin fyrir veruleika hins andlega bæði dag og nótt, ég gat ekki lokað fyrir þetta. Mér til mikils léttis lokaði Drottinn minn aftur fyrir þetta.
Á þessu tímabili fór ég að skilja hvernig sumar athafnir og gjörðir manna í hinum veraldlega heimi hefur áhrif í hinu andlega. Við höfum tilhneigingu til að tala um ást og hatur sem óhlutbundnar birtingarmyndir, bara tilfinningar, orð eða langanir o.s.frv. Hins vegar er þetta ekki raunin. Ástin er kraftur og hefur efni; hatur er máttur og hefur efni. Allur kraftur birtist sem titringur. Þetta sést betur á hljóði; hljóð er einfaldlega titringur(tíðni) og hefur bylgjulengd sem skilgreinir ýmsar birtingarmyndir þess. Þegar ég nota orðið „kraftur“ má líta á það sem tíðni. Þessi tíðni eða kraftur getur verið gagnlegur eða skaðlegur fyrir okkur. Englar hafa miklu hærri tíðni en menn, og nema þú sért stilltur á þeirra tíðni eru þeir okkur ósýnilegir. Myndir frá sjónvarpi og tækjum hafa mismunandi bylgjulengd, uppbyggingu og titring (tíðni).
Rómverjabréfið 14:7
Því að enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér.
Þegar við göngum í gegnum lífið skiljum við eftir okkur slóð góðs og ills, jákvæðra og neikvæðra áhrifa. Þessar slóðir sitja eftir og áhrif þeirra jafnvel margfaldast. Þetta er einn af grundvallarveruleika lífsins. Við skiljum ekki aðeins eftir okkur slóð heldur búum við til okkar eigið himnaríki eða helvíti.
Orðskviðirnir 23:7
“Því að eins og hann hugsar í hjarta sínu, svo er hann.” (KJV)
Ég sá að sérhver hugsunarorð, löngun eða tilfinning eins og ást, gleði, reiði, sjálfsvorkunn eða ótti birtist í gegnum okkur sem kraftur, sem aftur birtist í andaheiminum sem litur, hljóð, lykt, og oft er hægt að finna bragð.
Sjálfsvorkunn klæðir þig í hræðilega ógeðslegan lit og lykt sem heldur þér föstum í því ástandi og það hefur áhrif á aðra í kringum þig. Þessi kraftur hefur áhrif á heilsu þína og andlegt ástand.
Langanir manneskju til góðs eða ills framkalla kraft og titring sem fer frá henni.
Þetta ljós, litir, hljóð, lykt, sem fer í gegnum þig, saurgar þig eða hreinsar þig.
Jesús sagði að það er það sem kemur út af þér sem saurgar þig.
Sérhver neikvæðni, eigingirni, afbrýðisemi, reiði, ófyrirgefning eða viðhorf sjálfsvorkunnar koma fram á þennan hátt. Þessi viðhorf kalla fram ótímabæra öldrun, valda sjúkdómum og valda skaða á öllum stigum tilveru þinnar.
Á hinn bóginn mun sérhver kærleiksrík, góð og langlynd viðhorf gera hið gagnstæða og blessa þig með ríkulegu lífi.
Trú er kraftur og þegar hún opinberast flæðir hún út og skapar. Trúin talar við frumsköpun Drottins (undirliggjandi efnið hupastasis og myndar það í sýnilegt efni). Hver knýr atómið? Og hvað stjórnar þeim? Það var ekki erfitt fyrir Jesú að breyta vatni í vín, sameindabyggingu atómanna sem mynduðu vatnið endurstilltu sig og tóku á sig sameindabyggingu víns, jafnvel vindurinn og öldurnar hlýddu rödd hans.
Kólossusbréfið 1:17
Hann er fyrri en allt, og allt á tilveru sína í honum. (Þ.e og heldur áfram að vera til)
Hans líf knýr og gefur hverju atómi kraft.
Orðið hupostasis sem er notað um efni í Hebreabréfinu 11:1. Er sama orðið og er notað í Hebreabréfinu 1:3 fyrir Jesú Krist.
Hebreabréfið 11:1
Trúin er fullvissa( eða efniviðurinn(substance,hupostasis)) um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.
Hebreabréfið 1:3
Hann, sem er ljómi dýrðar hans og ímynd(hupostasis) veru hans og ber allt með orði máttar síns, hreinsaði oss af syndum vorum og settist til hægri handar hátigninni á hæðum.
Jesús er tjáningarmynd-hupostasis af Föðurnum, Guði.
Nú myndast trú og er nákvæm mynd af hlutum sem vonast er eftir og er fullvissa þess að þeir sé til.
Trúin er sönnun þess að hlutirnir sem enn eru óséðir séu í raun til. Ef þú hefur trú, það sem þú hefur trú á, er nú til í hinu ósýnilega ríki. Trú er sannfæring (Gríska orðið elegmos) sönnun þess að þeir séu til.
Til að koma því á framfæri í þessum heimi þarf talað orð. Þú verður að tala það inn í tilveruna í þessu lífi.
Þú verður að játa með munninum og trúa með hjarta þínu!
Markúsarguðspjall 11:23-24
Sannlega segi ég yður: Hver sem segir við fjall þetta: Lyft þér upp, og steyp þér í hafið, og efar ekki í hjarta sínu, heldur trúir, að svo fari sem hann mælir, honum mun verða að því. -24- Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast.
Guð blessi þig!