Tjaldbúð Davíðs
Öll musterin eða tjaldbúðirnar í ritningunni þjónuðu sem bústaður Guðs og hafa spámannlega þýðingu fyrir kirkjuna og einstaklinginn. Hins vegar hefur tjaldbúð Davíðs mikla spádómlega þýðingu fyrir okkur í dag.
Það er mikinn sannleika og opinberun að finna í því að rannsaka tjaldbúð Móse og musteri Salómons, hins vegar sagði Guð ekki að hann myndi endurreisa musteri Salómons eða tjaldbúð Móse. Hann sagði hins vegar að hann myndi endurreisa tjaldbúð Davíðs.
Bæði Gamla og Nýja Testamentið staðfesta þetta.
Amos 9:11
Á þeim degi mun ég endurreisa hina föllnu tjaldbúð Davíðs. Ég mun hlaða upp í veggskörðin og reisa hana úr rústum og gjöra hana upp aftur, eins og hún var fyrr meir,
Postulasagan 15:16
Eftir þetta mun ég aftur koma og endurreisa hina föllnu tjaldbúð Davíðs. Ég mun reisa hana úr rústum og gjöra hana upp aftur,
Árangurinn sem mun nást af því að endurreisa þessa tjaldbúð er skýr í Amos 9:13-15.
Amos 9:13
Sjá, þeir dagar munu koma, segir Drottinn að erjandinn skal ná kornskurðarmanninum og víntroðslumaðurinn sáðmanninum. Þá munu fjöllin löðra í vínberjalegi og hálsarnir verða í einu flóði.
Amos 9:12
til þess að þeir nái undir sig leifum Edóms og öllum þeim þjóðum(heiðingjunum), sem nafn mitt hefir verið nefnt yfir segir Drottinn, sá er þessu mun til vegar koma.
Þetta er ekki bara spádómur fyrir gyðinga heldur líka fyrir kirkjuna sem er dreifð á meðal allra þjóða.
Endurreisn tjaldbúðar Davíðs leiðir af sér stærstu andlegu uppskeru allra tíma.
Amos 9:13-14
Sjá, þeir dagar munu koma, segir Drottinn að erjandinn skal ná kornskurðarmanninum og víntroðslumaðurinn sáðmanninum. Þá munu fjöllin löðra í vínberjalegi og hálsarnir verða í einu flóði. -14- Þá mun ég snúa við högum lýðs míns Ísraels. Þeir munu byggja upp hinar eyddu borgir og búa í þeim, planta víngarða og drekka vín úr þeim, búa til aldingarða og eta ávöxtu þeirra.
Tímaramminn er útlistaður í 15. versi. Þegar Ísrael snýr aftur til heimalandsins.
Amos 9:15
Og ég vil gróðursetja þá í landi þeirra, svo að þeir skulu ekki framar upprættir verða úr landi sínu, því er ég hefi gefið þeim segir Drottinn, Guð þinn.
Þann 14. maí 1948 varð Ísrael fullvalda þjóð með eigið sitt land. Það ár sáum við upphafið að mikilli hreyfingu Guðs. Frá árinu 1948 fór mikil lækningarvakning Guðs um jörðina. Menn eins og William Branham, T.L. Osborne, Tommy Hicks, Oral Roberts, Billy Graham og margir aðrir menn og konur voru alin upp í kraftmikilli hreyfingu Guðs. Þessi vakning var bara spámannlegt tákn um það sem mun koma fram á okkar dögum. Við munum sjá marga af þessum mönnum fara heim til dýrðar. Þegar við sjáum það gerast, munum við vita að fyllingin sem spáð var um tjaldbúð Davíðs er við það að brjótast fram á jörðinni.
Stærð uppskerunnar sést greinilega í 13. versi
Amos 9:13
Sjá, þeir dagar munu koma, segir Drottinn að erjandinn skal ná kornskurðarmanninum og víntroðslumaðurinn sáðmanninum. Þá munu fjöllin löðra í vínberjalegi og hálsarnir verða í einu flóði.
Tímanum verður flýtt á milli sáningu og uppskeru þannig að um leið og fræinu er plantað kemur það fram.
Við sáum táknræna uppfylling á þessu í frumkirkjunni. (Sjá Postulasöguna 15:16)
Það var líka táknræn uppfylling á þessu árið 1948. En fullkomin og endanleg uppfylling á þessu mun koma fram á þeim dögum sem eru framundan.
Tveir stórviðburðir tengjast endurbyggingu tjaldbúðar Davíðs.
- Bókstaflega endurfæðing Ísraels í heimalandi sínu
- Lokauppskeran
Til að skilja tjaldbúð Davíðs verðum við að skilja hjarta Davíðs og tímann sem hann lifði á.
Davíð varð að taka Jerúsalem til baka og Síonfjall áður en hann gat komið með örkina aftur. Til þess varð hann að sigra Jebúsíta. Jebúsítar var síðasti óvinurinn sem var sigraður í landvinningum fyrirheitna landsins.
Hver var þessi síðasti óvinur og hvað táknaði hann?
Ísrael þarf að sigra sjö þjóðir til að ná landinu að fullu, síðastir þeirra voru Jebúsítar. (Sjá Jósúabók 3:10)
Síðari Samúelsbók 5:6-7
Konungur og menn hans fóru til Jerúsalem í móti Jebúsítum, sem bjuggu í því héraði. Jebúsítar sögðu við Davíð: Þú munt eigi komast hér inn, heldur munu blindir menn og haltir reka þig burt. Með því áttu þeir við: Davíð mun ekki komast hér inn. -7- En Davíð tók vígið Síon, það er Davíðsborg.
Þessir sex óvinir Drottins eru taldir upp í Orðskviðunum 6.kafla og þetta eru einkenni þessara þjóða.
Orðskviðirnir 6:16-19
Sex hluti hatar Drottinn og sjö eru sálu hans andstyggð: -17- drembileg augu, lygin tunga og hendur sem úthella saklausu blóði, -18- hjarta sem bruggar glæpsamleg ráð, fætur sem fráir eru til illverka, -19- ljúgvottur sem lygar mælir, og sá er kveikir illdeilur meðal bræðra.
Síðasti óvinurinn til að sigrast á er: Sá sem sáir ósætti meðal bræðra.
Eðli Jebúsíta var að sá ósætti: Það þarf að yfirstíga þennan óvin í kirkjunni. Eðli og umfang komandi uppskeru krefst einingu meðal bræðranna, við verðum að vinna saman sem ein kirkja, hver með sínar gjafir og hæfileika sem vinna sem ein heild, hún þarf ekki lengur að vera „mín kirkja heldur kirkjan“.
Ég hef notið þeirra forréttinda að vera fluttur til himna nokkrum sinnum og eitt af því sem ég varð var við, það voru engar kirkjur, engar kirkjudeildir, engin óeining á himnum. Ég trúi því að Guð kalli líkama fólks saman með svipuð örlög, til að ná tilætluðum markmiðum í vilja Guðs. Kirkjan í Kína er mest vaxandi kirkja í heiminum í dag, en það er engin sýnileg kirkjubygging fyrir utan svokallaðar kirkjur sem eru undir stjórn ríkisins.
Nú er ég meðvitaður um þrá Drottins þegar hann sagði okkur að biðja.
Matteusarguðspjall 6:10
Til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Hvernig færum við þetta yfir í kirkjustofnunina í dag? Ég trúi ekki að Guð sé á móti því að við byggjum byggingar til að hittast saman í, vandamálið liggur í hugmyndafræði okkar um kirkjuna og hvernig hugarfar forstöðumanna hefur verið litað að því halda fólkinu í kirkjunni sinni
Hugsaðu þér, trúað fólk eyðir að meðaltali 4 klukkustundum af 40 tíma viku í kirkju! Það fer ekki mikill tími í kirkjuna, það sem eftir er vikunnar eru þeir úti í heiminum, á vinnustaðnum. Það er kominn tími til að fara með kirkjuna út á markaðstorgið. Nú veit ég að við þurfum forstöðumenn og restina af fimmföldu þjónustunni og við þurfum að koma saman. En hinir ófrelsuðu koma ekki til okkar í kirkjuna. Kirkjan þegar hún kemur saman ætti að vera bæna- og undirbúningstími til að þjálfa fólkið til að fara með Krist út í heiminn.
Við verðum að sigra Jebúsítana og hætta að berjast hvort við annað.
Sýnin sem Rick Joyner fékk varðandi kirkjuna á eyjunni þarf að lesa aftur og aftur. Þegar stríðið á milli bræðra í kirkjunni stöðvast, mun uppskeran hefjast. Þegar við sem forstöðumenn náum þeim stað að við erum mjög ánægð með að sjá fólk frelsast í kirkjunni okkar sem endar svo á því að fara í aðra kirkju, erum við komin langt með að ná hjarta, eftir hjarta Guðs, og staðsetja okkur til að verða hluti af næstu stóru vakningu Guðs.
Það er mjög áhugavert að hafa í huga að hægt er að finna kristnar vefsíður sem tala illa um næstum allar stærstu trúarhreyfingar í heiminum í dag. Gott er að hafa í huga að við uppskerum líkt og við sáum. Ef við viljum sjá áþreifanlega dýrð tjaldbúðar Davíðs munum við líka sjá Ananías og Safíra falla niður dauð.
Örkin getur ekki snúið aftur á sinn stað fyrr en Jebúsítar eru sigraðir í okkar eigin lífi, að hætta að sá ósætti milli bræðra.
Guð blessi þig!