Spámannlegt millispil
Þetta tímabil í sögu Ísraels var mjög merkilegur tími. Í tjaldbúð Móse var Guð falinn á bak við fortjald í Hinu allra helgasta. Hinn venjulegi Ísraelsmaður gat ekki farið þangað inn, aðeins æðsti presturinn og þá aðeins á einum degi ársins, friðþægingardaginn. Hins vegar á tímabili tjaldbúðar Davíðs var örkin sett í opið tjald á Síonfjalli fyrir alla að sjá.
Þetta tímabil var spádómlegur gluggi þar sem við fáum innsýn inn í hvað Guð ætlaði kirkjunni. Þetta var tímabil þegar Guð opinberaði sig öllum Ísrael.
Davíð skrifaði mikið af sálmum á þessum tíma, sálmum sem vísaði til þessa merka tíma. Mundu að örkin var sett á Síonfjall.
Sálmarnir 84:7
Er þeir fara gegnum táradalinn, umbreyta þeir honum í vatnsríka vin, og haustregnið færir honum blessun.
Sálmarnir 9:11
Þeir er þekkja nafn þitt, treysta þér, því að þú, Drottinn, yfirgefur eigi þá, er þín leita.
Sálmarnir 50:2
Frá Síon, ímynd fegurðarinnar, birtist Guð í geisladýrð.
Dýrð Guðs skein frá Síonfjalli svo allt fólkið gæti séð.
Þetta tímabil var spádómlegt fyrir endatímakirkjuna sem mun koma fram í dýrð Guðs.
Sálmur 102 talar skýrt um söfnuðinn í Síon í lok aldarinnar.
Sálmarnir 102:14-18
Þú munt rísa upp til þess að miskunna Síon, því að tími er kominn til þess að líkna henni, já, stundin er komin. -15- Þjónar þínir elska steina hennar og harma yfir öskuhrúgum hennar. -16- Þá munu þjóðirnar óttast nafn Drottins og allir konungar jarðarinnar dýrð þína, -17- því að Drottinn byggir upp Síon og birtist í dýrð sinni. -18- Hann snýr sér að bæn hinna nöktu og fyrirlítur eigi bæn þeirra.
Hér segir Davíð, sem talar af Drottni, að það sé ákveðinn tími fyrir þetta spámannlega tímabil að rætast. Nefnilega þegar Drottinn mun byggja upp Síon, hann er að tala um tíma þegar heiðingjar munu óttast Drottin og koma til hans. Davíð hafði spámannlega innsýn í þann tíma þegar tjaldbúð hans myndi verða að veruleika á kirkjuöld, mörgum kynslóðum eftir hans tíma.
Davíð sá daginn þegar Guð yrði greinilega opinberaður heiminum.
Sálmarnir 102:14-18
Því að Drottinn lítur niður af sínum helgu hæðum, horfir frá himni til jarðar -21- til þess að heyra andvarpanir bandingjanna og leysa börn dauðans, -22- að þau mættu kunngjöra nafn Drottins í Síon og lofstír hans í Jerúsalem,
Sálmarnir 126:1-2
Helgigönguljóð. Þegar Drottinn sneri við hag Síonar, þá var sem oss dreymdi. -2- Þá fylltist munnur vor hlátri, og tungur vorar fögnuði. Þá sögðu menn meðal þjóðanna: Mikla hluti hefir Drottinn gjört við þá.
Þetta verður tímabil þegar gæska og kraftur Guðs leysist út á jörðina til að fullkomna kirkjuna og færa inn endatímauppskeruna.
Spámaðurinn Jesaja sá þennan tíma og sagði þetta
Jesaja 12:6
Lát óma gleðihljóm og kveða við fagnaðaróp, þú sem býr á Síon, því að mikill er Hinn heilagi í Ísrael meðal þín.
Guð er að leytast við að undirbúa okkur undir mestu úthellingu Heilags Anda sem heimurinn hefur nokkurn tíma séð. Tími þegar uppskeran verður svo mikil að uppskerumenn munu fara fram fyrir þá sem gróðursetja, margar uppskerur munu koma inn þegar Drottinn uppskerunnar hefst handa fyrir alvöru.
Jóel 2:28-32
En síðar meir mun ég úthella anda mínum yfir allt hold. Synir yðar og dætur yðar munu spá, gamalmenni yðar mun drauma dreyma, ungmenni yðar munu sjá sjónir. -29- Já, einnig yfir þræla og ambáttir mun ég á þeim dögum úthella anda mínum. -30- Og ég mun láta tákn verða á himni og á jörðu: blóð, eld og reykjarstróka. -31- Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður en hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins kemur. -32- Og hver sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast. Því að á Síonfjalli og í Jerúsalem mun frelsun verða, eins og Drottinn hefir sagt, meðal flóttamannanna, sem Drottinn kallar.
Á þessum tíma úthellinga mun hin sanna kirkja blómstra sem aldrei fyrr og uppskeran verður svo mikil að kirkjur munu yfirflæða af nýfrelsuðum einstaklinum.
Jóel 2:23-25
Og þér Síonbúar, fagnið og gleðjist í Drottni, Guði yðar, því að hann gefur yður regn í réttum mæli og lætur skúrirnar ofan til yðar koma, haustregn og vorregn, eins og áður. -24- Láfarnir verða fullir af korni, og vínberjalögurinn og olían flóa út af þrónum. -25- Ég bæti yður upp árin, er átvargurinn, flysjarinn, jarðvargurinn og nagarinn átu, _ minn mikli her, er ég sendi móti yður.
Við verðum að búa hjörtu okkar undir það sem koma skal, við verðum að vera tilbúin. Guð á ekki í neinum vandræðum með að koma uppskerunni inn, en kirkjan er ekki tilbúin til þess. Hvað myndum við gera við mikla uppskeru ef hún færi að koma inn núna? Myndum við byggja aftur okkar eigið ríki, aðra stóra stofnun? Myndum við nota það til að efla eigin sýn okkar, eigin markmið okkar? Myndum við draga þetta nýja fólk til okkar?
Helgið ykkur því á morgun munum við sjá dýrð Guðs
Fyrst þarf að reisa tjaldbúð Davíðs í okkur. Jesús er örkin. Í Gamla testamentinu var dýrðin fyrir utan, í nýja sáttmálanum þarf dýrðin á að vera í okkur, við eigum að skína fram og birta dýrð Guðs til týndrar kynslóðar.
Jesaja spámaður sagði, að á tímum þegar mikið myrkur hylur jörðina, að við, þú, myndum rísa upp og skína og leiða af okkur mestu uppskeru sem nokkurn tíma hefur verið.
Jesja 60:1-3
Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér! -2- Sjá, myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum. En yfir þér upp rennur Drottinn, og dýrð hans birtist yfir þér. -3- Þjóðirnar stefna á ljós þitt og konungar á ljómann, sem upp rennur yfir þér.
Þessi tími nálgast óðfluga og okkur var ætlað að vera á lífi á þessum tíma. Við verðum að undirbúa veg Drottins í hjörtum okkar, því tíminn til að hygla Síon er kominn.
Sál okkar þarf að vera hreinsuð til þess að dýrðin skíni í gegn, andi þinn er fangelsaður þar til sálin er hreinsuð, þegar sjálfsvilji sálarinnar, hugur okkar, tilfinningar og vilji lúta drottni Jesú, aðeins þá getur dýrðarlíf Jesú flætt í gegnum okkur.
Guð blessi þig!