Dýrð Guðs

Þegar Davíð kom loksins með örkina til baka og setti hana í opið tjald á Síonfjalli hófst nýtt tímabil í Ísrael sem átti að þjóna sem spámannlegur gluggi inn í það sem Guð hefur ætlað endatímakirkjunni.

Á þessu tímabili í Ísrael var dýrð Guðs opinber.

Sálmarnir 50:2

Frá Síon, ímynd fegurðarinnar, birtist Guð í geisladýrð.

Dýrð Guðs mátti sjá úr fjarska þegar hún skein af Guði frá Síonfjalli.

Sálmarnir 80:1

Hirðir Ísraels, hlýð á, þú sem leiddir Jósef eins og hjörð, þú sem ríkir uppi yfir kerúbunum, birst þú í geisladýrð.

Dýrð Guðs: Dýrð á hebresku: Kabod. Þyngd, efni, ljómi.
Dýrð Guðs: Dýrð á grísku: Doxa. Eðli og tilvera Guðs.

Þegar Móse bað Guð að sýna sér dýrð sína, lét Guð allan sinn ljóma fara fram hjá Móse.

Önnur Mósebók 33:18-19

En Móse sagði: Lát mig þá sjá dýrð þína! -19- Hann svaraði: Ég vil láta allan minn ljóma líða fram hjá þér, og ég vil kalla nafnið Drottinn frammi fyrir þér. Og ég vil líkna þeim, sem ég vil líkna, og miskunna þeim, sem ég vil miskunna.

Við sjáum að dýrðin er samheiti við ljóma Guðs, sjálft eðli og efni Guðs.

Á þessum síðustu dögum mun Guð leysa út dýrð sína sem aldrei fyrr. Góðvild hans mun skína um jörðina og færa von og líf í spilltan og úrkynjaðan heim. Þessi birting á dýrð Guðs er það sem Jesús talaði um í Matteusi 24 kafla.

Matteusarguðspjall 24:14

Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.

Lúkaasarguðspjall 10:9

Læknið þá, sem þar eru sjúkir, og segið þeim: Guðs ríki er komið í nánd við yður.

Lúkaasarguðspjall 11:20

En ef ég rek illu andana út með fingri Guðs, þá er Guðs ríki þegar yfir yður komið.

Guð mun gefa öllum heiminum að sjá brot af himnaríki áður en endirinn kemur.

Við sáum að örkin eða nærvera og dýrð Guðs var færð aftur með lofgjörð og tilbeiðslu. Við verðum að fara inn á ný stig lofgjörðar og tilbeiðslu til að komast til Drottins upp á Síonfjall.

Lofgjörð kemur að mestu leita frá sálinni

Einbeiting hugans, tilfinninganna og viljans í lofgjörð og þakkargjörð.

Sálmarnir 34:2

Sál mín hrósar sér af Drottni, hinir hógværu skulu heyra það og fagna.

Sálmarnir 35:9

En sál mín skal kætast yfir Drottni, gleðjast yfir hjálpræði hans.

Sálmarnir 103:1

Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn,

Tilbeiðsla kemur að mestu leiti frá andanum

Jóhannesarguðspjall 4:23-24

En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra, er þannig tilbiðja hann. -24- Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika.

Sönn tilbeiðsla starfar á hærra stigi en lofgjörð. Lofgjörð er nauðsynleg í því ferli að ganga inn í návist Drottins. Við göngum inn í forgarð hans með lofsöng. Sálmur 100:4. Þegar við erum komin í nærveru Drottins og dýrðin byrjar að opinberast tilbiðjum við Drottin og leggjum niður allt fyrir Hann.

Fyrri Konungabók 8:10-11

En er prestarnir gengu út úr helgidóminum, fyllti ský hús Drottins, -11- og máttu prestarnir eigi inn ganga (svo að prestarnir gátu ekki staðið, KJ) fyrir skýinu til þess að gegna þjónustu, því að dýrð Drottins fyllti hús Drottins.

Þeir gátu ekki lengur staðið heldur féllu og tilbáðu Drottin. Það er á þessum tímapunkti sem umbreytingin hefst þegar gæska Drottins gagntekur okkur. Það er hér sem Guð getur farið með okkur inn í himnaríki í sýnum og tekið okkur á mismunandi staði í ríki sínu.

Það er á þessu stigi sem djúpstæðar breytingar eiga sér stað innra með okkur þar sem eldur Guðs og kraftur Guðs þjónar til okkar, ekkert minna mun fullnægja þessari kynslóð þar sem trúarbrögðum verður sópað burt og veruleiki Guðsríkis birtist. Þessi kynslóð mun þekkja hið andlega svið Guðs og vaxa í þekkingu og reynslu í átt að hinum sanna veruleika.

Guð vill að við tilbiðjum hann í sannleika. Jóhannesarguðspjall 4:24. Gríska orðið hér fyrir sannleika er Aletheia, “Bullingers English-Greek Lexicon”, segir að þetta orð sannleikur þýðir bókstaflega opinberaður veruleiki.

Þetta stig tilbeiðslu opnar fyrir okkur veruleika himnaríkis, veruleika sem þessi kynslóð þarf að upplifa.

Malakí fjallar um tilbeiðslu Ísrael á þeim tíma þegar fólkið hafði fallið í ástand vélrænna tilgangslausra helgisiða.

Malakí

Allt í frá dögum feðra yðar hafið þér vikið frá setningum mínum og ekki gætt þeirra. Snúið yður til mín, þá mun ég snúa mér til yðar segir Drottinn allsherjar. En þér spyrjið: Að hverju leyti eigum vér að snúa oss?

Þeir voru að færa veik dýr sem fórn til Guðs

Malakí 1:8

Og þegar þér færið fram blinda skepnu til fórnar, þá kallið þér það ekki saka, og þegar þér færið fram halta eða sjúka skepnu, þá kallið þér það ekki saka. Fær landstjóra þínum það, vit hvort honum geðjast þá vel að þér eða hvort hann tekur þér vel! segir Drottinn allsherjar.

Tilbeiðsla þeirra var ekki sönn, það var engin fórn í henni, þeir gáfu Guði ekki það besta í lífi sínu, þeir gáfu honum sjúku og höltu dýrin. En Guð sagði að það yrði kynslóð sem myndi færa fórn eða tilbiðja hann í sannleika, Malakí sá niður í gegnum aldirnar til þess tíma þegar kirkjan myndi tilbiðja Guð í anda og sannleika.

Malakí 1:11

Frá upprás sólar allt til niðurgöngu hennar er nafn mitt mikið meðal þjóðanna, og alls staðar er nafni mínu fórnað reykelsi og hreinni matfórn, því að nafn mitt er mikið meðal þjóðanna segir Drottinn allsherjar.

Guð sagði að hann myndi hreinsa kirkjuna með eldi og þá verður tilbeiðsla þeirra hrein og þóknanleg fyrir Guði.

Malakí 3:1-4

Sjá, ég sendi sendiboða minn, og hann mun greiða veginn fyrir mér. Og bráðlega mun hann koma til musteris síns, sá Drottinn er þér leitið, og engill sáttmálans, sá er þér þráið. Sjá, hann kemur segir Drottinn allsherjar. -2- En hver má afbera þann dag, er hann kemur, og hver fær staðist, þegar hann birtist? Því að hann er sem eldur málmbræðslumannsins og sem lútarsalt þvottamannanna. -3- Og hann mun sitja og bræða og hreinsa silfrið, og hann mun hreinsa levítana og gjöra þá skíra sem gull og silfur, til þess að Drottinn hafi aftur þá menn, er bera fram fórnir á þann hátt sem rétt er, -4- og þá munu fórnir Júdamanna og Jerúsalembúa geðjast Drottni eins og forðum daga og eins og á löngu liðnum árum.

Færðu þig á þetta stig tilbeiðslu og þá mun Malakí 4:2-3 ganga í uppfyllingu

Malakí 4:2-3

En yfir yður, sem óttist nafn mitt, mun réttlætissólin upp renna með græðslu undir vængjum sínum, og þér munuð út koma og leika yður eins og kálfar, sem út er hleypt úr stíu, -3- og þér munuð sundur troða hina óguðlegu, því að þeir munu verða aska undir iljum yðar, á þeim degi er ég hefst handa segir Drottinn allsherjar.

Guð blessi þig!