Hvort þú finnir köllun þína fer eftir hversu mikið þig langar til að finna hana
Oft er ég spurður spurningarinnar „hvernig finn ég það sem Guð hefur kallað mig til“?
Svarið er ekki það sem flestir kristnir vilja heyra. Raunverulega spurningin er hversu alvara ertu með þetta? Hversu mikið þráir þú að vita?
Mundu að allt sem kemur ódýrt endist ekki
Þú verður að leggja allt hjarta þitt í þetta til að vita, þú verður að leita, fasta, banka, biðja. Hversu alvara ertu með þetta?
Jeremía 29:13
Og þér munuð leita mín og finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta,
Ég hef sagt, “ef Guð sýnir mér mun ég gera það”. Ég hef fréttir fyrir þig með þetta viðhorf, þú munt aldrei vita það.
Orðskviðirnir 8:17
Ég elska þá sem mig elska, og þeir sem leita mín ((*snemma), vantar í íslensku þýðinguna), finna mig.
Snemma hebreska: 7223.; frá H7221; fyrst, á sínum stað eða tíma. Þetta orð hefur merkinguna; vel fyrir sólarupprás. Hvenær neitaðir þú þér síðast um að sofa lengur vegna þess að þú þurftir að finna Guð. Ef þú leitar hans snemma muntu finna hann.
Hósea 5:15
Ég mun fara burt og hverfa aftur á minn stað, uns þeir kannast við afbrot sín og leita míns auglitis. Þegar að þeim þrengir, munu þeir snúa sér til mín ((*snemma), vantar í íslensku þýðinguna).
Við verðum að leita Drottins þar til við vitum um örlög okkar, þar til við höfum einhvern skilning á því hvers vegna við vorum send á þessa jörð fyrir þennan tíma.
Skilgreindu þinn tilgang
Almenn markmið er aldrei hægt að ná, vertu ákveðin! Það er mikilvægt að vita hvað Guð hefur gefið þér að gera.
Safnaðu úrræðum
Þú þarft að safna þeim úrræðum sem þú þarft til að ná markmiði þínu. Fáðu þá þjálfun sem þú þarft. Undirbúa, undirbúa, undirbúa, hefur Guð kallað þig til að stýra trúarhóp á þessum endatímum? Undirbúið efni, gott efni. Uppskeran sem framundan er mun færa ótal manns inn í Guðs ríkið, auðlindir munu klárast, við munum klára biblíubækur og annað gott efni. Undirbúðu þig núna, Jósef sá hvað var í vændum og bjó sig undir að mæta hallærinu þegar það kom. Hvað sem Guð hefur kallað þig til, verður þú að undirbúa þig núna á meðan þú getur, á meðan tækifæri er til.
Einblíndu á þinn tilgang í lífinu
Fólk gerir mistök sem hafa litla þýðingu önnur hafa miklar afleiðingar, en mundu að öll mistök geta orðið endurlausn, sérhvert tap getur breyst í góðan ávöxt sem mun margfaldast. Snúðu aftur að tilgangi þínum, einbeittu þér aftur og þrýstu á, gleymdu þeim hlutum sem eru að baki.
Fílemonsbréfið 3:13-14
Bræður, ekki tel ég sjálfan mig enn hafa höndlað það. -14- En eitt gjöri ég. Ég gleymi því, sem að baki er, en seilist eftir því, sem framundan er, og keppi þannig að markinu, til verðlaunanna á himnum, sem Guð hefur kallað oss til fyrir Krist Jesú.
Vertu einbeittur og vertu þolinmóður, láttu Guð sýna þér það sem þú þarft til að ná markmiði þínu og tilgangi. Losaðu þig við hluti sem eru ekki mikilvægir fyrir tilgang þinn, hluti sem sóa tíma þínum. Við getum verið svo upptekin að við missum af því mikilvæga, aðskiljum hið góða frá því sem er nauðsynlegt. Það er margt gott sem við getum gert, en þú þarft að einbeita þér að því sem Guð hefur kallað þig til.
Postulasagan 20:24
En mér er líf mitt einskis virði, fái ég aðeins að fullna skeið mitt og þá þjónustu, sem Drottinn Jesús fól mér: Að bera vitni fagnaðarerindinu um Guðs náð.
Umkringdu þig rétta fólkinu, aðskildu þig frá neikvæðu fólk í lífi þínu, aðskildu þig frá öfundsjúku fólki, þú hefur ekki tíma fyrir þessa vitleysu. Vertu manneskja með trú og framtíðarsýn.
Hvers vegna féll skikkjan á Elísa?
Fyrri Konungabók 19:19
Síðan fór Elía þaðan og hitti Elísa Safatsson. Hann var að plægja. Gengu tólf sameyki á undan honum, og sjálfur var hann með hinu tólfta. Þá gekk Elía til hans og lagði skikkju sína yfir hann.
Hann var að plægja með tólf sameyki af nautum, hvers vegna minnist ritningin á þetta? Þetta var alvöru metnaður í plægingu, venjulega plægir þú með tveimur nautum.
Ef Elísa er svona í veraldlegu starfi sínu, hvernig væri hans vinna í Guðs ríkinu, það er krafist metnaðs af heilum hug, mér hefur fundist margir kristnir vera börn þegar kemur að fórnfýsi og sársauka. Ef þú mætir ekki vegna þess að þú ert með slæman höfuðverk, þá vantar þig þrautseygju, áfram með þig!
Ábyrgð, skuldbinding, trúfesti, fólk vill vera trúboðar en mætir ekki í kirkju vegna þess að það er með höfuðverk. Líttu á Pál, gafst hann upp við mótlæti?
Fyrra Tímóteusarbréf 1:12
Ég þakka honum, sem mig styrkan gjörði, Kristi Jesú, Drottni vorum, fyrir það að hann sýndi mér það traust að fela mér þjónustu,
Elísa brenndi brýr sínar á eftir sér. Hann hagræddi lífinu og einblíndi á þá þjónustu sem Guð hafði kallað hann til.
Fyrra Korintubréf 16:13
Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir og styrkir.
Hebreabréfið 6:15
Abraham öðlaðist það, sem Guð hafði heitið honum er hann hafði beðið þess með stöðuglyndi.
Síðara Tímóteusarbréf 4:5
En ver þú algáður í öllu, þol illt, gjör verk trúboða, fullna þjónustu þína.
Guð blessi þig!