Fjórði stólpi viskunnar “Sáttgjörn”

Jakobsbréf 3:17

En sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus.

SÁTTGJÖRN: Gríska orðið fyrir „sáttgjörn“ kemur frá Strong’s G2095 og G3982; gott til sannfæringar, það er, (óbeint) samvinnufúst: – einfalt að færa rök fyrir.

Í einföldu máli þýðir þessi setning: Auðvelt að nálgast eða auðvelt að tala við vegna þess að viðkomandi er blíður og opinn. Viðkomandi er opinn og á auðvelt með að taka/veita leiðsögn.

Fyrst og fremst er þetta afstaða gagnvart Guði

Guð vill fólk sem er auðvelt að vinna með, fólk sem mun ekki rífast við hann.

Hlýðni er eitt af því sem Guð krefst mest af okkur

Í fyrri Samúelsbók 15. kafla sagði Guð við konunginn Sál að útrýma Amalekítunum ásamt öllu þeirra fé. Sál sigraði Amalekítana en fékk þá góða hugmynd að halda hluta af fénu til að fórna Guði.

Það virtist vera góð hugmynd, mjög rökrétt fyrir Sál

Fyrri Samúelsbók 15:9-14 & 22-23

Þó þyrmdi Sál og fólkið Agag og bestu sauðunum og nautunum, öldu og feitu skepnunum, og öllu því, sem vænt var, og vildu ekki bannfæra það. En allt það af fénaðinum, sem var lélegt og rýrt, bannfærðu þeir. -10- Þá kom orð Drottins til Samúels svohljóðandi: -11- Mig iðrar þess, að ég gjörði Sál að konungi, því að hann hefir snúið baki við mér og eigi framkvæmt boð mín. Þá reiddist Samúel og hrópaði til Drottins alla nóttina. -12- Og Samúel lagði snemma af stað næsta morgun til þess að hitta Sál. Og Samúel var sagt svo frá: Sál er kominn til Karmel, og sjá, hann hefir reist sér minnismerki. Því næst sneri hann við og hélt áfram og er farinn ofan til Gilgal. -13- Þegar Samúel kom til Sáls, mælti Sál til hans: Blessaður sért þú af Drottni, ég hefi framkvæmt boð Drottins. -14- En Samúel mælti: Hvaða sauðajarmur er það þá, sem ómar í eyru mér, og hvaða nautaöskur er það, sem ég heyri?

-22- Samúel mælti: Hefir þá Drottinn eins mikla velþóknun á brennifórnum og sláturfórnum eins og á hlýðni við boð sín? Nei, hlýðni er betri en fórn, gaumgæfni betri en feiti hrútanna. -23- Þrjóska er ekki betri en galdrasynd, og þvermóðska er ekki betri en hjáguðadýrkun og húsgoð. Af því að þú hefir hafnað skipun Drottins, þá hefir hann og hafnað þér og svipt þig konungdómi.

GUÐ VILDI SKILYRÐISLAUSA HLÝÐNI

Guð vill fólk sem er auðvelt að gefa skipanir, auðvelt að vinna með, auðvelt að færa rök fyrir. Sál var stöðugt drifinn áfram af ótta sem gerði honum erfitt fyrir að hlýða Guði.

ABRAHAM AFTUR Á MÓTI: Var auðvelt að vinna með og varð hann þannig vinur Guðs og Guð deildi speki sinni með honum.

Það er áhugavert að taka eftir því að þegar Guð talaði við Abraham um umskurn í Fyrstu Mósebók 17. kafla var Guð að gera sáttmála við Abraham og gaf umskurnina sem tákn til að innsigla hann.

Guð var mjög nákvæmur í leiðbeiningum sínum

Fyrsta Mósebók 17:10 & 12

-10- Þetta er minn sáttmáli, sem þér skuluð halda, milli mín og yðar og niðja þinna eftir þig: Allt karlkyn meðal yðar skal umskera.

-12- Átta daga gömul skal öll sveinbörn umskera meðal yðar, ættlið eftir ættlið, bæði þau, er heima eru fædd, og eins hin, sem keypt eru verði af einhverjum útlendingi, er eigi er af þínum ættlegg.

Sérstaklega á 8. degi: Abraham hefði getað haft þá afstöðu að minna en það sem Guð krafðist væri í lagi. Hann hefði getað sagt að 6. dagur væri þægilegri eða 7., það myndi ekki skipta máli. En Guð sagði 8. daginn og útskýrði ekki hvers vegna. Það sem Abraham vissi ekki var að blóðstorkuefni myndast ekki í blóði barns fyrr en á 8. degi; mörg börn hefðu getað blætt út ef þau hefðu verið umskorin fyrir þann dag.

Ég hef heyrt kristna segja: „Ég þarf að skilja áður en ég get hlýtt Guði,“ en ef það væri satt þyrfti ekki trú. Guð vill fólk sem er auðvelt að færa rök fyrir, sem mun hlýða honum án deilna, mótstöðu eða afsökunar. Það er alltaf viturlegt að hlýða, og til að geta hlýtt án þess að efast þarf þessi eiginleiki, þessi stoð eða grunnur að vera festur í hjörtum okkar. Það er alltaf viturlegt að hlýða Guði, jafnvel þótt þú skiljir ekki hvers vegna; það gæti bjargað lífi þínu á síðustu tímum.

Annað sjónarmið er hið mannlega sjónarmið

Sumt fólk er mjög erfitt að vinna með, það andmælir öllu og er ekki auðvelt að rökræða við. Ef þú getur ekki tekið við skipunum og hlýtt í veraldlega lífinu, munt þú eiga í miklum vandræðum með að hlýða Guði.

Orðskviðirnir 18:6

Varir heimskingjans valda deilum, og munnur hans kallar á högg.

Orðskviðirnir 13:1

Vitur sonur hlýðir umvöndun föður síns, en spottarinn sinnir engum átölum.

Faðir getur átt við hvern sem er yfir þér.

Vandamálið með lýðræði er að oft vill hver og einn vera höfðingi en ekki indíáni. Fólk Guðs þarf að læra að vinna saman. Guðsríkið er ekki lýðræði. Við þurfum öll að vinna undir einhvers konar valdi.

Uppreisn lokar þig frá visku Guðs og er form galdra þar sem hún leiðir til þess að einstaklingur reynir að stjórna til að ná sínu fram. Andi stjórnunar er form galdra (witchcaft).

Að vera „sáttgjarn eða sáttgjörn“ merkir að gera það sem þú ert beðinn um. Það er svo hressandi þegar auðvelt að tala við og vinna með manneskju.

EKKI DEILUGJARN: Auðvelt að vinna með, fólk sem þykist ekki vita allt og vera sérfræðingar í öllu. Sumt fólk er svo fast í skoðunum sínum að það er erfitt að vinna með þeim.

Við þurfum öll sanna auðmýkt með blíðum anda sem á aðvelt með að taka leiðsögn

Jóhannesarguðspjall 14:21

Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau, hann er sá sem elskar mig. En sá sem elskar mig, mun elskaður verða af föður mínum, og ég mun elska hann og birta honum sjálfan mig.

Guð kenndi Abraham skilyrðislausa hlýðni, eftir það gat Hann orðið vinur hans og deilt visku sinni með honum.

Jóhannesarguðspjall 15:15

Ég kalla yður ekki framar þjóna, því þjónninn veit ekki, hvað herra hans gjörir. En ég kalla yður vini, því ég hef kunngjört yður allt, sem ég heyrði af föður mínum.

Hjartafarslegt ástand skilyrðislausrar hlýðni setur þig í stöðu til að taka á móti visku Guðs án þess að spilla hreinleika hennar. Þetta er stólpi sem þarf að vera á sínum stað.

Þú gætir spurt: Hvað ef ég er að vinna undir valdi sem er óhæft og heimskulegt? Þá ættir þú að yfirgefa teymið með réttu hugarfari, en vertu viss um að þú sért ekki vandamálið. Leitaðu Drottins og hlýddu honum.

Guð blessi þig!