Við höldum áfram þemanu okkar um „þjálfun til að ríkja“ með því að leitast við að skilja Opinberunarbókina, sjáum við að öll kirkjan – og heimurinn – munu ganga í gegnum miklar þrengingar áður en ríki hans kemur. Þessar þrengingar eru til þess að hjálpa kirkjunni, og síðan heiminum, að komast inn í Guðs ríki. Eins og Páll postuli sagði í Postulasögunni 14:22 „Vér verðum að ganga inn í Guðs ríki gegnum margar þrengingar.“ Þannig eru þrengingar hlið að ríkinu fyrir okkur og á endanum fyrir allan heiminn.
Drottinn sagði: „Í heiminum hafið þér þrenging“ (sjá Jóh. 16:33). Allir í heiminum ganga í gegnum þrengingar, en sem kristnir menn getum við haft þann mikla kost að skilja tilgang þeirra og nýta þær til að komast inn í Guðs ríki. Okkur er ætlað að lifa í Guðs ríki núna, ekki bara í næsta lífi. Eins og okkur er sagt í Hebreabréfinu 12 kafla, þá er Guðs ríki óhagganlegt, svo ef við byggjum líf okkar á Hans ríki, munum við ekki skjálfa þegar „allt sem hægt er að hrista verður hrist.“ Sá tími er kominn og Drottinn notar þrengingar til að hjálpa okkur að byggja líf okkar á föstum grunni. Þetta er ekki bara svo að við glötumst ekki, heldur til að við getum dregið aðra upp úr kviksyndinu sem heimurinn er að verða.
Ef við skiljum þrengingar okkar er auðveldara að draga ávinning af þeim. Þetta getur einnig gert þrengingarnar auðveldari að þola, þar sem við vitum að Skaparinn og sá sem viðheldur öllu hefur lofað að hann muni ekki láta okkur verða prófuð umfram það sem við getum þolað. Af þessum sökum, þegar við erum komin að þeim stað þar sem við höldum að við getum ekki meir, vitum við að endir prófraunarinnar er nálægt.
Að skilja þetta þá vitum við að Drottinn veit miklu betur en við hvað við getum þolað. Ef við treystum honum, jafnvel þegar við komumst að þeim stað þar sem við höldum að við getum ekki meir, þá mun þolgæði okkar vaxa því lengur sem við þolum á þeim stað.
Eins og Francis Frangipane sagði oft, „Við föllum aldrei á prófum Guðs; við tökum þau bara aftur þar til við stöndumst.“ Ef við gefumst upp of snemma, þurfum við bara að taka prófið aftur. Svo, ekki gefast upp! Í Lúk. 21:19 sagði Drottinn, „Verið þrautseigir og þér munuð ávinna sálir yðar.“
Í Hebreabréfinu 10:36 erum við hvött: „Þolgæðis hafið þér þörf, til þess að þér gjörið Guðs vilja og öðlist fyrirheitið.“ Haltu út aðeins lengur, og þú kemst í gegn. Ef við stöndumst, þurfum við ekki að fara í gegnum sömu þrengingar aftur og aftur. Eins og Jakob skrifaði: „Álítið það, bræður mínir, eintómt gleðiefni, er þér ratið í ýmiss konar raunir. Þér vitið, að trúarstaðfesta yðar vekur þolgæði, en þolgæðið á að birtast í fullkomnu verki, til þess að þér séuð fullkomnir og algjörir og yður sé í engu ábótavant.“ (Jak. 1:2-4).
Eins og Winston Churchill sagði, „Þegar þú ert að fara í gegnum helvíti, haltu áfram.“ Opinberunarbókin sýnir hvernig þrengingar eru hluti af hverju lífi á jörðinni, og jörðin mun ganga í gegnum þær allt til enda síðustu aldarinnar. Þegar við þroskumst eru þrengingar ekki lengur eingöngu til þroska okkur, heldur til þess að við lærum að bera byrðar annarra þar til þeir geta staðið. Síðan byrja þeir að hjálpa öðrum. Þá þarf ekki bara að álíta þrengingar gleði, þær verða raunverulega gleði þegar við sjáum sigrana.
Jesús hefði getað tekið vald sitt yfir jörðinni strax eftir upprisuna og bundið djöfulinn þá. Hann hafði borgað verðið til að leysa okkur og alla jörðina, svo af hverju gerði hann það ekki og gerði þetta auðveldara fyrir okkur? Hann vildi ekki að það yrði auðvelt. Ef við ætlum að verða þeir sigurvegarar sem hann talar til í Opinberunarbókinni, verðum við að losa okkur við „auðvelt“ hugarfar úr hugsun okkar. Hann vildi að þetta yrði erfitt svo að þeir sem voru kallaðir til að ríkja með honum gætu verið prófaðir og geta þeirra aukin, svo þeir gætu ríkt á föstu valdi Guðs ríkis, en ekki eigin.
Það er sagt að „ef við höfum ekki reynsluna af því að auka auðæfi, munum við ekki hafa viskuna til að halda þeim.“ Þetta hefur reynst satt, og það sama á við um vald. Ef við höfum ekki reynsluna af því að vaxa og þroskast í valdi ríkisins, munum við ekki geta viðhaldið því. Þrengingar okkar eru „þjálfun til að ríkja,“ svo ekki sóa þeim!
– Rick Joyner
Jóhannesarguðspjall 13:7
Jesús svaraði: Nú skilur þú ekki, hvað ég er að gjöra, en seinna muntu skilja það.