Þegar þetta er skrifað er árið að verða hálfnað og við erum að nálgast hvítasunnudag, 50 dögum eftir páska. Ég held að við öll finnum fyrir því að tíminn virðist líða hraðar en áður, en dagarnir sem við lifum á núna munu reynast sögulegir og mikilvægir í kirkjusögunni. Það er enginn vafi á því að við erum á barmi sífellt stærri hreyfinga Guðs á jörðinni.
Óeirðirnar halda áfram í Indónesíu, þar sem Austur-Tímor er farinn að loga í blóðsúthellingum og ofbeldi, á meðan stríðandi andaverur berjast um yfirráð. Borgin Yogjakarta hefur orðið fyrir gríðarstórum jarðskjálfta. Indónesía er fjölmennasta múslímska þjóð í heimi, og það er aldrei tilviljun þegar óeirðir brjótast út í því landi. Oft má sjá atburði þar sem fyrirboða um komandi vandamál með íslamistaöfgamenn, og enn einu sinni eru ástralskir hermenn í eldlínunni í Austur-Tímor. Saga heimsins hefur sýnt að sumar þjóðir eru mikilvægar í mótun alþjóðlegra atburða, og Indónesía er ein þeirra. Ég tala um Indónesíu og Austur-Tímor sem eina heild, þrátt fyrir að Austur-Tímor hafi öðlast sjálfstæði, því sömu andaverur ráða þar ríkjum.
Matthíasarguðspjall 24:6-8
Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn. -7- Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. -8- Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna.
Jesús sagði að þessir atburðir væru aðeins fæðingarhríðir fyrir enn stærri atburði. Bæði hið góða og hið illa eru að þroskast saman, og sköpunin stynur undir álaginu. Þar sem jörðin stynur og gýs vegna átaka ljóss og myrkurs munum við sjá Guðs kraft vaxandi að störfum til að safna inn uppskerunni.
Jakobsbréfið 5:7
Þreyið því, bræður, þangað til Drottinn kemur. Sjáið akuryrkjumanninn, hann bíður eftir hinum dýrmæta ávexti jarðarinnar og þreyir eftir honum, þangað til hann hefur fengið haustregn og vorregn.
Jesús sagði að þegar við sjáum þessa hluti gerast í heiminum eigum við að lyfta upp augum okkar, því lausn okkar er nærri.
Lúkasarguðspjall 21:25-26, 28
Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný. -26- Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því að kraftar himnanna munu bifast.
-28- En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd.
Við þurfum að fylgjast með virkni á svæðum eldhringsins, þeim jarðskjálftasvæðum sem liggja umhverfis Kyrrahafið. Þegar virkni eykst á þessum svæðum mun einnig andleg virkni aukast, og við megum búast við að Guð muni starfa þar á kraftmikinn hátt. Þessi jarðfræðilegi óróleiki er spádómsmerki um andlega virkni.
Jarðskjálftar eru sérstaklega góðir mælikvarðar á andlega virkni.
Opinberunarbókin 6:12-15
Og ég sá, er lambið lauk upp sjötta innsiglinu. Og mikill landskjálfti varð, og sólin varð svört sem hærusekkur, og allt tunglið varð sem blóð. -13- Og stjörnur himinsins hröpuðu niður á jörðina eins og þegar fíkjutré, skekið af stormvindi, fellir haustaldin sín. -14- Og himinninn sviptist burt eins og þegar bókfell vefst saman, og hvert fjall og ey færðist úr stað sínum. -15- Og konungar jarðarinnar og höfðingjarnir og herforingjarnir og auðmennirnir, mektarmennirnir og hver þræll og þegn fólu sig í hellum og í hömrum fjalla.
Opinberunarbókin 8:5-6
Þá tók engillinn reykelsiskerið og fyllti það eldi af altarinu og varpaði ofan á jörðina. Og þrumur komu og dunur og eldingar og landskjálfti. -6- Og englarnir sjö, sem héldu á básúnunum sjö, bjuggu sig til að blása.
Opinberunarbókin 9:2-3
Og hún lauk upp brunni undirdjúpsins, og reyk lagði upp af brunninum (eldgos) eins og reyk frá stórum ofni. Og sólin myrkvaðist og loftið af reyknum úr brunninum. -3- Út úr reyknum komu engisprettur á jörðina og þær fengu sama mátt og sporðdrekar jarðarinnar.
Þegar við sjáum aukna virkni á eldhringnum, verum hughraust. Þetta eru aðeins fæðingarhríðir hins nýja dags sem kemur. Við þurfum að biðja fyrir lágmörkun manntjóns á þessum svæðum og fyrir mikilli andlegri vakningu í kjölfarið af þessum náttúruhamförum.
Megi þið upplifa sívaxandi kraft hvítasunnunnar í lífi ykkar.
Guð blessi þig!