Það er enginn vafi á því að breytingar eru í loftinu. Við erum að ganga inn í nýtt tímabil í kirkjusögunni, þar sem Guð er að undirbúa hreyfingu sem mun umbreyta skilningi okkar á því hvernig kirkjan á að vera. Fæðingarhríðir breytinganna eru hafnar, og hin sanna kirkja er að brjótast út úr púpuormsstiginu og breytast í fiðrildi. Að losna úr púpunni er ekki auðvelt, en það er þess virði.

Við getum búist við að margt gamalt muni hrynja til að rými verði fyrir nýtt líf í kirkjunni. Ég hef áður talað um að þegar síðustu þjónusturnar úr hreyfingu Guðs sem varð þekkt sem 1948 vakninginin hverfa af sviðinu, munum við sjá enn meiri úthellingu Heilags Anda.

Þegar Billy Graham og Oral Roberts eru kallaðir heim, munu skykkjur eða smurning þeirra verða tiltækar fyrir þá sem á því augnabliki leita Guðs af öllu hjarta.

Drottinn sýndi mér að þegar þessar tvær þjónustur enda, þá mun andleg breyting hefjast sem mun stigmagnast í mikla úthellingu Guðs á jörðinni. Smurning þessara tveggja manna munu sameinast og margfaldast, og verða gefnir þeim sem sækja eftir Guði í hreinleika og auðmýkt. Þeir sem bera byrði fyrir kynslóð sína og eiga hjarta sem leitar Guðs, munu fá nýja smurningu, nýja skykkju til að framkvæma það sem Guð hefur fyrirhugað fyrir þessa kynslóð.

Drottinn sýndi mér nýverið klukku þar sem tíminn var mínútu fyrir miðnætti. Þessir menn eiga aðeins eina mínútu eftir á klukku Guðs áður en þeir verða kallaðir heim. Fylgist með þessu, bíðið eftir þessu, því þetta mun marka mikla andlega breytingu og veita áður óþekkt tækifæri til útbreiðslu fagnaðarerindisins um heim allan.

Billy Graham táknar öflugt boðunarembætti og heiðarleika í þjónustu, á meðan Oral Roberts táknar kraftaverkaboðun. Þegar þessar kraftar renna saman, mun ný tegund þjónustu verða sýnileg á jörðinni.

Jósúabók 1:1-3

Eftir andlát Móse, þjóns Drottins, mælti Drottinn við Jósúa Núnsson, þjónustumann Móse, á þessa leið: -2- Móse, þjónn minn, er andaður. Rís þú nú upp og far yfir ána Jórdan með allan þennan lýð, inn í landið, sem ég gef þeim, Ísraelsmönnum. -3- Hvern þann stað, er þér stígið fæti á, mun ég gefa yður, eins og ég sagði Móse.

Margir hafa verið og eru að undirbúa sig til að fylla það skarð sem þessir menn skilja eftir sig. Dauði þessara þjónustna verður eins og fræ sem er gróðursett í jörðina og mun bera mikinn ávöxt, margfaldast af svo miklum krafti að heimurinn mun enn á ný sjá nýja tegund kraftaverkaboðunar sem mun hafa áhrif á heiminn á áður óþekktan hátt.

Amos 9:13

Sjá, þeir dagar munu koma, segir Drottinn að erjandinn skal ná kornskurðarmanninum og víntroðslumaðurinn sáðmanninum. Þá munu fjöllin löðra í vínberjalegi og hálsarnir verða í einu flóði.

Guð blessi ykkur!