Hebreabréfið 12:1
Fyrst vér erum umkringdir slíkum fjölda votta, léttum þá af oss allri byrði og viðloðandi synd og þreytum þolgóðir skeið það, sem vér eigum framundan.
Okkar kristilegu göngu er lýst sem hlaupi, það er leið ákveðin fyrir hvert og eitt okkar, þetta hlaup er ekki ákvarðað út frá tíma eða rúmi, það sem er átt við er eitthvað miklu stærra. Þetta hlaup er meira eins og hindrunarbraut, sem og orrusta, setningin prokeitai agon var venjuleg grísk tjáning fyrir hlaupið sem átti að hlaupa og merkir ‘Bardaginn er framundan’. Þetta er rétt lýsing á hlaupinu sem við eigum að hlaupa.
Þetta hlaup er fullt af hindrunum, gildrum og harðri mótstöðu og að klára brautina krefst mikils úthalds. Illir andar umlykja okkur, myrkraöflin hindra leið okkar, en það að klára brautina leiðir til mikilla verðlauna.
Bardaginn er framundan
Við erum að fara inn í stærstu átök allra tíma, til að klára þetta hlaup þarf maður að verða stríðsmaður. Ef við lærum ekki að berjast munum við ekki lifa af hlaupið. Að vera stríðsmaður í þessum endatíma her Drottins er mikill heiður og forréttindi. Það kemur brátt tími þegar allt illt verður lagt niður og Kristur mun ríkja sem konungur konunga og jörðin mun hvíla og það verður ekki lengur stríð, en í dag verðum við að berjast, berjast fyrir sannleikanum og réttlæti.
Að vinna bardagann innra með okkur
Bardaginn byrjar fyrst innra með okkur og að vinna þennan bardaga er hluti af hlaupi sem við verðum að hlaupa. Að taka undir vald hold okkar og óguðlegar tilhneygingar sálu okkar er bardagi sem verður að vinna.
Rómverjabréfið 7:22-24
Innra með mér hef ég mætur á lögmáli Guðs, -23- en ég sé annað lögmál í limum mínum, sem berst á móti lögmáli hugar míns og hertekur mig undir lögmál syndarinnar í limum mínum. -24- Ég aumur maður! Hver mun frelsa mig frá þessum dauðans líkama?
Þessir endatímastríðsmenn verða að vinna bardagann við holdið, það krefst dauða, dauða sjálfsins, að leggja niður líf okkar, að leggja vilja okkar framfyrir Guð svo við lifum aðeins fyrir Hann og leitum aðeins Hans ríkis. Á komandi dögum mun Satan sleppa öllum vopnum sínum gegn fólki Guðs til að óvirkja þau frá hlaupinu, stoppa þau frá því að klára brautina og uppfylla fyrirfram ákveðnu áætlun og tilgang Guðs fyrir líf þeirra. Við munum ekki lifa af það sem koma skal nema við vinnum fyrst bardagann innra með okkur, aðeins þá getum við haldið áfram í endatímaher Drottins, þrýst myrkrinu til baka og fyllt upp í það með ríki Guðs.
Síðara Korintubréf 10:6
Og vér erum þess albúnir að refsa sérhverri óhlýðni, þegar hlýðni yðar er fullkomin orðin.
Ég man þegar ég var barn í kirkjunni að syngja sálminn „(Hold the fort for I am coming) – Haltu virkinu því ég er að koma“, en við erum ekki kallaðir til að bara halda út þar til Jesús kemur aftur, við erum kallaðir til að taka landið. Vaxandi myrkur mun yfirstíga þig ef þú berst ekki á móti því. Margir kristnir eru bara að halda út og bíða eftir að Jesús komi aftur, án þess að átta sig á því að áður en Drottinn kemur aftur er mikill bardagi sem þarf að vinna, ef við vinnum ekki bardagann innra með okkur og byrjum að taka til baka þau svæði sem Satan hefur tekið munum við ekki lifa af.
Síðara Tímóteusarbréf 2:3-4
Þú skalt og að þínu leyti illt þola, eins og góður hermaður Krists Jesú. -4- Enginn hermaður bendlar sig við atvinnustörf (affairs of this life). Þá þóknast hann ekki þeim, sem hefur tekið hann á mála.
Andi Babýlon
Við skulum ekki vera barnaleg í skilningi okkar á því sem er að gerast á okkar tímum. Þegar við sjáum atburði þróast um allan heim með svo hræðilegum hraða og svo mikilli grimmd og algjöru virðingarleysi fyrir mannslífinu, verðum við að sjá þá andlegu vídd sem liggur á bak við hinni stöðugu og vaxandi útbreiðslu lögleysis á jörðinni.
Á bak við óreiðuna og ruglið sem við sjáum í heiminum liggur andi antikrists og óvinurinn hefur áætlun sem felur í sér útrýmingu Ísraels og kirkjunnar. Bardaginn sem heldur áfram í Írak og Ísrael er mynd af því sem er að gerast í hinum andlega heimi, það er ekki tilviljun að landsvæði Íraks er sama landsvæði og „Babylon til forna“ var staðsett á. Hver sem þín skoðun er á stríðinu í Írak, þá þarftu að vera nógu þroskaður til að sjá spádómslega þýðingu þess að Guð notar þessi átök til að sýna okkur hvað er að gerast í hinu andlega. Við vitum að hin andlega Babýlon mun falla, en ekki án mikils bardaga.
Opinberunarbókin 18:2-3 & 21
Og hann hrópaði með sterkri röddu og sagði: Fallin er, fallin er Babýlon hin mikla og orðin að djöfla heimkynni og fangelsi alls konar óhreinna anda og fangelsi alls konar óhreinna og viðbjóðslegra fugla. -3- Því að hún hefur byrlað öllum þjóðum af reiði-víni saurlifnaðar síns, og konungar jarðarinnar drýgðu saurlifnað með henni og kaupmenn jarðarinnar auðguðust af gnóttum munaðar hennar.
-21- Og einn sterkur engill tók upp stein, eins og mikinn kvarnarstein, og kastaði í hafið og sagði: Svo voveiflega mun Babýlon kollvarpast, borgin mikla, svo að engar menjar skulu eftir verða.
Það er að hefjast andlegt stríð sem ekki hefur ekki sést áður. Sumir í þessu stríði munu ekki standast vegna þess að þeir hafa ekki unnið bardagann hið innra og því ekki tekið þátt í bardaganum gegn óvininum hið ytra.
Daníelsbók 7:21-22
Ég horfði á, hvernig horn þetta háði stríð við hina heilögu og hafði sigur yfir þeim, -22- þar til er hinn aldraði kom og hinir heilögu Hins hæsta fengu náð rétti sínum og sá tími kom, að hinir heilögu settust að völdum.
Sumt af þessu kann að hræða suma kristna, kirkjan hefur verið í “Halda virkinu”, hugsun í svo langan tíma og hefur verið svæfð og blekkt í að trúa að allt sé í lagi, að Jesús sé að koma og við munum öll verða tekin burt áður en það fer að verða of erfitt. Það er kominn tími til að vakna, við erum í banvænum átökum og það verður verra áður en það batnar, við verðum að berjast eða við töpum bardaganum. Ég las einhvers staðar að kristinn leiðtogi hafi sagt: ‘Ég hef lesið síðasta kaflann og við vinnum, þetta er barnalegt og villandi, það er bardagi að koma og málið er að ekki allir munu lifa hann af.
Þegar kínverski kommúnistaherinn fór yfir Kína voru hundruð þúsunda kristinna manna slátrað, sumir þeirra sem sluppu sneru sér að kristnum leiðtogum sínum og spurðu þá hvers vegna þeir höfðu ekki varað þá við því að þetta gæti gerst.
Hvort sem við viljum það eða ekki, þá erum við í bardaga og við verðum að berjast til að lifa af, það kemur tími friðar þegar Jesús mun ríkja á jörðinni í þúsundáraríkinu.
EN SÁ TÍMI ER EKKI NÚNA – Í DAG VERÐUM VIÐ AÐ BERJAST.
Guð blessi þig!