Fyrsta Mósebók 2:9
Og Drottinn Guð lét upp vaxa af jörðinni alls konar tré, sem voru girnileg á að líta og góð að eta af, og lífsins tré í miðjum aldingarðinum og skilningstréð góðs og ills.
Þessi einfalda yfirlýsing leggur grunninn að því hvernig lífi við munum lifa og þar af leiðandi hvernig manneskjur við erum. Frá upphafi setti Guð fram tvær leiðir sem mannkynið gæti farið, þegar dagrenning tímans rann upp sagði Guð að tvö tré væru í garðinum. Þessi yfirlýsing lagði grundvöll allra framtíðarkenninga og skilnings á því hvernig Guð ætlaðist til að maðurinn lifði í þessum heimi. Vegna þessa er algjörlega nauðsynlegt að við skiljum hvað Guð var að segja varðandi þessi tvö tré.
Guð setti ekki skilningstréð utan seilingar eingöngu til að prófa Adam og Evu. Hann bannaði að eta af því vegna þess að það var banvænt eitur. Guð sagði ekki: ef þú etur af þessu tré mun ég refsa þér eða drepa þig; Hann sagði: „á þeim degi sem þú etur af því skaltu vissulega deyja.“ Satan á rót valds síns frá þessu tré, sem varð hin mikla aðskilnaðarlína milli tveggja tegunda fólks á jörðinni.
Tvö ættartré
Skilningstréð góðs og ills og lífsins tré tákna tvær ættarlínur á jörðinni, tvö sæði og tvær ólíkar og andstæðar ætternislínur. Eftir fallið sagði Guð þetta:
Fyrsta Mósebók 3:15
Og fjandskap vil ég setja milli þín og konunnar, milli þíns sæðis og hennar sæðis. Það skal merja höfuð þitt, og þú skalt merja hæl þess.
Nú voru tvö sæði á jörðinni, tvær ólíkar og gagnstæðar tegundir lífs og átök höfðu hafist á milli þessara tveggja sæða sem myndu vara allt til enda. Tvö ríki voru nú í stríði hvert við annað, baráttan milli ljóss og myrkurs á þessari jörð var hafin og lögmál var sett – lögmál syndarinnar.
Fyrra Korintubréf 15:56
En syndin er broddur dauðans og lögmálið afl syndarinnar.
Á þeim degi sem þú etur af þessu tré munt þú deyja.
Mannleg þekking á því hvað er gott og hvað er illt hefur leitt af sér hina hrikalegustu illsku. Þessi mannhyggja fæðir af sér hinar undarlegustu röksemdafærslur — bjargið hvalnum en drepið barnið. Flestir í svokallaðri grænni hreyfingu berjast fyrir að bjarga dýrum á meðan þeir styðja dráp barna í móðurlífi. Samkynhneigð er afurð þessa illa trés mannlegrar þekkingar, þaðan sem Satan dregur vald sitt á jörðinni.
Guð er ekki valdasjúkur einræðisherra sem býr til lögmál til að stjórna okkur, lögmál Guðs eru góð og hrein.
Sálmarnir 19:8-11
Lögmál Drottins er lýtalaust, hressir sálina, vitnisburður Drottins er áreiðanlegur, gjörir hinn fávísa vitran. -9- Fyrirmæli Drottins eru rétt, gleðja hjartað. Boðorð Drottins eru skír, hýrga augun. -10- Ótti Drottins er hreinn, varir að eilífu. Ákvæði Drottins eru sannleikur, eru öll réttlát. -11- Þau eru dýrmætari heldur en gull, já, gnóttir af skíru gulli, og sætari en hunang, já, hunangsseimur. -12- Þjónn þinn varðveitir þau kostgæfilega, að halda þau hefir mikil laun í för með sér.
Lögmál syndarinnar, óhlýðni við lögmál Guðs er synd og dauði. Á þeim degi sem þú etur af því tré muntu deyja.
Hvort tré táknaði annað hvort uppsprettu lífs eða dauða
Eftir Fyrri heimsstyrjöldina sögðu heimspekingarnir: „Við megum aldrei leyfa þessu að gerast aftur.“ Þeir breiddu út þá hugmynd að mannleg uppljómun í gegnum menntun myndi smám saman leiða til siðmenntaðs heims. Eftir Síðari heimsstyrjöldina og hrylling Helfararinnar hljómaði aftur hið sama kall: við verðum að mennta og skapa siðmenntað samfélag. Menntastofnanir heimsins í dag halda enn fast í þessa sömu banvænu heimspeki mannúðar og sjálfsbætingar, án þess að lúta lögmáli lífsins tré. Frá því að maðurinn var rekin úr Paradís hefur hann reynt að skapa sína eigin paradís í þessum heimi án Guðs og í staðinn hefur hann breytt jörðinni í helvíti. Við lifum enn í heimi þar sem ótrúleg eyðilegging og blóðbað ríkir. Einungis lögmál andans, lögmál lífsins, getur frelsað mannkynið og gert því kleift að byggja nýjan heim friðar og öryggis.
Ljósið sigrar alltaf myrkrið, kærleikurinn sigrar hið illa og Jesús er að koma aftur til að reisa ríki sitt á þessari jörð, sem mun skína sem vitnisburður í þúsund ár gegn heimsku mannhyggjunnar.
Rómverjabréfið 8:2
Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.
Tvær ættarlínur birtast á jörðinni
Fyrsta Mósebók 4:2-5
Og hún fæddi annað sinn, bróður hans, Abel. Abel varð hjarðmaður, en Kain jarðyrkjumaður. -3- Og er fram liðu stundir, færði Kain Drottni fórn af ávexti jarðarinnar. -4- En Abel færði einnig fórn af frumburðum hjarðar sinnar og af feiti þeirra. -5- Og Drottinn leit með velþóknun til Abels og fórnar hans, en til Kains og fórnar hans leit hann ekki með velþóknun. Þá reiddist Kain ákaflega og varð niðurlútur.
Vafalaust höfðu Adam og Eva talað aftur og aftur við börn sín um blóðfórnina, blóðfórnina sem var færð til að hylja synd þeirra í Paradís, en samt skildi Kain ekki þetta lögmál lífsins eða fór framhjá því visvítandi.
Þessar ritningar gefa okkur skýra mynd af hinum tveimur leiðum, hinum tveimur trjám. Abel færði lamb sem fórn, Kain færði afurðir jarðarinnar, önnur var blóðfórn, hinn var jarðyrkjumaður sem færði jarðneska fórn. Einkenni ætternis Kains hafa alltaf verið þau sömu, jarðbundin hugsun. Hér hófst baráttan, línurnar voru dregnar, hinar tvær leiðir skilgreindar á jörðinni; hinn náttúrulegi maður hefur aldrei skilið vegi Guðs, lífsins tré.
Fyrsta Mósebók 4:6-7
Þá mælti Drottinn til Kains: Hví reiðist þú, og hví ert þú niðurlútur? -7- Er því ekki þannig farið: Ef þú gjörir rétt, þá getur þú verið upplitsdjarfur, en ef þú gjörir ekki rétt, þá liggur syndin við dyrnar og hefir hug á þér, en þú átt að drottna yfir henni?
Fyrra Korintubréf 2:14
Maðurinn án anda veitir ekki viðtöku því, sem Guðs anda er, því að honum er það heimska og hann getur ekki skilið það, af því að það dæmist andlega.
Jóhannesarguðspjall 3:3
Jesús svaraði honum: Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju.
Afleiðingar vegar Kains, sem hófst við að eta af skilningstrénu góðs og ills, komu skýrt í ljós aðeins sjö kynslóðum síðar.
Fyrsta Mósebók 6:5-7
Er Drottinn sá, að illska mannsins var mikil á jörðinni og að allar hugrenningar hjarta hans voru ekki annað en illska alla daga, -6- þá iðraðist Drottinn þess, að hann hafði skapað mennina á jörðinni, og honum sárnaði það í hjarta sínu. -7- Og Drottinn sagði: Ég vil afmá af jörðinni mennina, sem ég skapaði, bæði mennina, fénaðinn, skriðkvikindin og fugla loftsins, því að mig iðrar, að ég hefi skapað þau.
Babel var tilraun til að lifa án Guðs og að snúa við Honum baki og þessi andi er að ná hámarki sínu í dag. Fyrir þá sem sjá út fyrir hið náttúrulega eru átökin í Írak (Babýlon) í dag mynd af þessum langvarandi átökum sem ná hámarki sínu á okkar tímum. Baráttan stendur enn yfir í dag, tvær ættarlínur í stríði til dauða og það getur aðeins orðið einn endir.
Opinberunarbókin 18:2-5
Og hann hrópaði með sterkri röddu og sagði: Fallin er, fallin er Babýlon hin mikla og orðin að djöfla heimkynni og fangelsi alls konar óhreinna anda og fangelsi alls konar óhreinna og viðbjóðslegra fugla. -3- Því að hún hefur byrlað öllum þjóðum af reiði-víni saurlifnaðar síns, og konungar jarðarinnar drýgðu saurlifnað með henni og kaupmenn jarðarinnar auðguðust af gnóttum munaðar hennar. -4- Og ég heyrði aðra rödd af himni, sem sagði: Gangið út, mitt fólk, út úr henni, svo að þér eigið engan hlut í syndum hennar og hreppið ekki plágur hennar. -5- Því að syndir hennar hlóðust allt upp til himins og Guð minntist ranglætis hennar.
Guð leitast við að draga Babýlon úr okkur öllum, sjálfstæðið frá Guði sem kristnir menn verða að yfirstíga, annars munum við ekki lifa af þá daga sem fram undan eru. Ég sagði ekki að þú yrðir ekki hólpinn, heldur að þú myndir ekki lifa af það sem fram undan er, þú munt ekki ljúka hlaupi þínu né ganga inn í himininn sem sannarlega sigursæll kristinn einstaklingu, tilbúinn til að ríkja með Honum.
Orðskviðirnir 14:12
Margur vegurinn virðist manninum greiðfær, en endar þó á helslóðum.
Guð blessi þig!