Rees Howells var stofnandi “The Bible College of Wales”. Howells fæddist í Brynamman í Carmarthenshire, Wales. Þegar hann var 12 ára hætti hann í skóla og byrjaði að vinna í blikkverksmiðju og kolanámu. Rees Howells er einn sem ég hef bætt við listann af þeim sem mér finnst skilja eftir sig djúp spor fyrir okkur að læra af. Hann fæddist þann 10.október 1879 og varð 70 ára gamall áður en hann lést þann 13.febrúar árið 1950.
Líf Rees Howells er einstakt á þann hátt hversu náið er hægt að lifa og feta í fótspor Jesú Krists. Að lesa ævisöguna um líf hans sem heitir ,,Rees Howells Intercessor’’ eða Rees Howells fyrirbiðjandi, hafði mikil áhrif á líf mitt. Hún gerði það að verkum að ég fékk þrá til að lifa lífi mínu fyrir Guð og skilja allt annað frá.
Rees Howells fæddist í litlum námubæ í South Wales og var sá sjötti inn í ellefu manna fjölskyldu. Hann fæddist á tíma þegar mikil fátækt ríkti og fólk bjó við þröngan kost. Faðir hans þénaði mjög lítið. Hann vann í járnsmiðjunni og síðar í kolanámuni til að reyna að sjá fyrir fjölskyldunni. Þegar strákarnir urðu eldri fóru þeir að vinna til að létta undir með fjölskyldunni. Þrettán ára var aldurinn sem drengir þurftu að hafa náð til að geta unnið í millunni. Rees fékk þó undanþágu þar sem hægt var að skrifa vinnuna á eldri bróður hans fyrsta árið. Þannig lauk skólavistinni við tólf ára aldurinn hjá Rees. Hann var duglegur og gekk vel í vinnu en vinnudagurinn var tólf tíma langur. Þrátt fyrir þröngan kost var fjölskyldan hamingjusöm og mikill kærleikur ríkti á milli allra.
Strax á unga árum hugsaði Rees mikið til Guðs og fór oft til ömmu sinnar sem var trúuð. Honum fannst gott að koma til hennar vegna nærveru Guðs á heimili hennar. Hann var orðinn hluti af söfnuði þrettán ára og missti ekki úr samkomu. Þegar Rees fór að vaxa úr grasi vildi hann sjá heiminn og eignast peninga. Þegar hann heyrði af mönnum sem höfðu farið til Bandaríkjanna þar sem launin voru mun hærri var hann fljótur að taka ákvörðun um að fara og reyna fyrir sér. Áður en ferðalagið hófst talaði Guð til hans á samkomu þegar að predikarinn var að lesa úr Hebreabréfinu 12 kafla.
Fyrst vér erum umkringdir slíkum fjölda votta, léttum þá af oss allri byrði og viðloðandi synd og þreytum þolgóðir skeið það, sem vér eigum frammundan. Heb 12:1
Predikarinn sagði ungi maður þú ert kannski að fara að heimann þar sem mamma þín og pabbi sjá þig ekki en vottar Guðs sjá þig og Guð sér þig. Rees fékk tók þetta sterkt til sín og minntist þessa oft þegar að freistingarnar gerðu vart við sig.
Rees átti frænda sem hafði farið til Bandaríkjanna og fengið vinnu. Rees fór til frænda síns og fékk vinnu í blikksmiðju. Þar gekk honum vel og gekk hann í söfnuð þar og missti ekki af samkomu, á þessum tímapunkti fóru nýjir hlutir að gerast. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að Rees leit á sig sem góðan og heiðvirðan kristinn mann sem hafði alltaf mætt á sínar samkomur, unnið sína vinnu, komið vel fram við alla og ekki viljað eiga neinn hlut í fýsn heimsins. Þessi sjálfsréttlæting olli því að hann brást ekki vel við í fyrstu þegar að frændi hans spurði hann hvort hann væri endurfæddur, enda leit hann svo sannarlega ekki á sig sem verri mann en frænda sinn. Frændi hans lét hann ekki í friði með þetta og hann fór að hugleiða hvort hann ætti í raun ekki þetta persónulega samfélg við Guð. Það sem að hann ætti væri í raun og veru bara trúrækni sem frelsar engan mann. Það segir í Biblíunni að við verðum að fæðast að nýju annars munum við ekki komast í Guðs ríki. Þetta sá Rees og hann áttaði sig á því að það var stórt haf á milli hans og Guðs.
Frá trúrækni til persónulegs sambands við Guð
Guð mætti honum stuttu eftir þetta með því að frelsa hann og endurfæða. Sjá það gamla varð að engu og nýtt varð til. Eins og ég sagði þá hét bókin “Rees Howells Intersessor”. Guð byrjaði að móta líf Rees og kallaði hann í þjónustu fyrirbiðjanda. Árið 1904 snéri hann aftur til Wales. Það var á þeim tíma þegar vakninginn í Wales var að hefjast og stórkostlegir hlutir byrjaðir að gerast. Hver einasta kirkja var full að fólki, fullorðnir harðjaxlar grétu af iðrun og krárnar urðu að loka vegna þess að það voru engir viðskiptavinir.
Rees féll vel inn í þessa vakningu þar sem hann hafði endurfæðst og var farinn að upplifa Guð á nýjan hátt. Ekki leið á löngu að hann var komin á fullt fyrir Guð í miðri vakningu.
Guð kallaði hann og þá sem voru með honum til að biðja fyrir sérstökum atburðum í kringum síðari heimsstyrjöldina. Þessar bænir urðu til þess að gangur stríðsins breyttist. Þessi hópur leiddur af Guði báðu fyrir mjög nákvæmum atriðum í stríðinu og heyrðu svo fréttaflutning í útvarpinu hvernig nákvæmlega þau atriði fóru í samræmi við bænirnar. Guð kallaði hann og konuna hans síðar til Afríku þar sem undur og kraftaverk flæddu í gegnum hans líf og vakning braust út. Þau urðu að skilja nýfætt barnið sitt eftir og þar sem þau voru reiðubúin að gera það, sagði Guð við þau að hann myndi frelsa 100.000 þúsund sálir í Afríku fyrir þeirra fórn. Guð leiddi líf hans yfirnáttúrlega til að standa í skarðinu fyrir lífum fólks. Guð notaði hann til að stofna Biblíuskóla í Wales þegar mikil fátækt ríkti og Guð leiddi yfirnáttúrulega inn fjármagn til að byggja þennan skóla og stendur sá skóli enn. Margt annað gerðist sem ég hef ekki minnst á hér en að lesa um svona kraftaverk skilur mikið eftir sig fyrir alla þá sem tilheyra Jesú.
Umfjöllun um líf Rees Howells
“Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra. Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.” Heb 13:7-8