Asa Alonso Allen, betur þekktur sem A. A. Allen, var bandarískur hvítasunnupredikari þekktur fyrir trúarlækningar og frelsunarþjónustu sína. Hann var um tíma tengdur “Voice of Healing” hreyfingunni sem Gordon Lindsay stofnaði. Hann fæddist 27. mars árið 1911 og var 59 ára gamall þegar hann kvaddi þennan jarðneska heim 11.júní árið 1970.
Áður en ég fer yfir líf og þjónustu Allen er mikilvægt að taka fram að í kringum dauða A.A.Allen komu upp sögusagnir um að hann hafi verið alkóhólisti og að hann hafi látist vegna þessa. Þetta barst út og sverti nafn og þjónustu þessa öfluga trúboða og lækningapredikara. En sannleikurinn átti eftir að koma í ljós löngu síðar og kennir okkur að það er betra að láta ekkert skaðlegt orð líða okkur að munni, heldur aðeins það sem er gott til uppbyggingar. Að dæma ekki, þar sem við getum ekki vitað eða séð það sem gerist bakvið tjöldin. Ef eitthvað er af Guði gefið getum við verið viss um að djöfulinn reynir að gera hvað sem er til afvegaleiða.
Sannleikurinn kemur í ljós
Læknirinn sem gaf út dánarvottorðið steig fram á dánarbeðinu og viðurkenndi fyrir að hafa þegið greiðslu upp á 10.000$, frá ákveðinni kirkjudeild til að falsa vottorðið. Þessi kirkjudeild var á móti þjónustu A.A.Allen og vildi losna við hann.
Bobby Conner sem er spámannlegur þjónn Guðs með öfluga þjónustu í Bandaríkjunum. Einstaklingur sem ég hef hitt persónulega, séð þjóna og átt samskipi við. Þetta er maður sem elskar Jesú, er auðmjúkur og yndislegur og ætti ekki að hafa neina ástæðu eða ávinning að því að ljúga. Hann fékk persónulega heimsókn frá Jesú eftir að hafa tala um Allen.
Drottinn birtist honum á hótelherberginu sínu eftir að hann var að tala á námskeiði og talaði um dapurleg endalok A. A. Allen? Connor hafði einfaldlega lesið sögu A. A. Allen um „The God’s Generals“ skrifuð af Roberts Liardon þar sem hann las um dauða Allen af völdum alkóhólisma. Hann deildi þessu með fólkinu þar sem hann var að tala með það í huga að hvetja alla til að skilja eftir sig hreint líf allt til enda. Drottinn birtist Bobby Connor þegar hann kom á hótelherbergi sitt um kvöldið og sagði við hann „Þú laugst um þjón minn Allen. Hann var réttlátur maður og þegar þú kemur til himna muntu komast að því. Hann var drepinn af kristinni mafíu“? Saga Connor er út um allt netið.
Til þess að við sjáum hversu eitrað baktal og lygar geta haft víðtæk áhrif, langar mig að taka lítið dæmi. Ég var að tala um A.A.Allen í heimahópnum mínum fyrir stuttu síðan og þar er bróðir sem stígur upp og nefnir að Allen hafi látist úr alkóhólisma. Þetta er 50 árum síðar á litla Íslandi í heimahóp í Grímsnesinu. Ég gat bent þessum bróður á sannleikann, sent honum frekari upplýsingar eftir stundina og viku síðar í heimahópnum steig hann aftur upp og iðraðist fyrir að sagt þetta aðeins út frá því sem hann hafði heyrt einhvern annan segja. Förum varlega með hvað við segjum um aðra, hver sem það kann að vera. Þetta dæmi sýnir að meira að segja geta sönnunargögn legið fyrir sem eru fölsuð, ekki er alltaf allt sem sýnist.
Úr bókinni “The Life and Ministry of A.A.Allen”
Fyrstu kaflarnir fjalla um fyrstu árin í þjónustu Allen. Bókin byrjar á spurningunni, “Viltu verða predikari?” Margir vilja þjóna Guði, en ertu tilbúin að gera það af öllu hjarta, ertu tilbúin að fara þá leið sem Guð mun leiða þig. Það er ekki auðveld leið, það þarf mikið til að fullkomna verkið í okkur, og það þarf mikið til að við séum tilbúin að deyja sjálfum okkur og fara alla leið með Guði. En það er gjaldið til að fá hin raunverulega kraft Guðs, þ.e. að tákn, undur, lækningar og vald yfir illum öndum.
Allen ólst upp á heimili þar sem óregla og áfengisneysla var daglegt brauð. Foreldrar hans höfðu gaman að því að hella drengina fulla og fylgjast með þeim skjögra um. Það var ekkert uppeldi og þessi fjölskylda fékk á sig slæmt orðspor, það tók því tíma fyrir fólk að trúa því að Allen væri raunverulega frelsaður og farin að ganga með Guði. Það var nú samt raunin og í hjarta Allen var mikil þrá eftir að fara alla leið með Guði.
Allen kynnist Lexie snemma og þau fara að rannsaka Biblíuna saman. Hægt og rólega fara að vakna upp tilfinningar á milli þeirra. Lexie var samt mjög á varðbergi vegna uppruna Allen. Þau hittust reglulega og voru mjög gagnrýnin á kenningar kirkjudeildanna sem þau komu úr og það sem þeim hafði verið kennt varðandi Biblíuna. Þau vildi rannsaka sjálf og komast að því hvort það væri allt rétt sem leiðtogarnir og kirkjurnar þeirra væru að kenna. Þau sáu ýmislegt í Biblíunni sem virtist í mótsögn við það sem þau sáu í kirkjunni. Má þar sérstaklega nefna það sem Orðið segir hér fyrir neðan.
Jóhannesarguðspjall 14:12
Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri. Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins.
Hvar voru þessi verk hugsaði A.A.Allen og hvers vegna segja svo margar kirkjudeildir að tími kraftaverkanna sé liðin. Hann gat ekki séð neitt því til rökstuðnings í Biblíunni og þráði að sjá þennan kraft að verki í sínu lífi og þjónustu.
Draumar Lexie
Á þessum tíma dreymir Lexie áhugaverðan draum sem hún skildi ekki í fyrstu. Hún er að dansa við Allen en hann er alltaf að horfa yfir öxlina á henni og henni finnst hún ekki fá þá athygli sem hún vildi. Allen fer svo í burtu um tíma til að taka að sér verkefni en þau skrifast á reglulega til að halda sambandi. Í einu bréfinu tilkynnir Allen að hann elski Lexie og þarna var Lexie einnig farin að bera sterkar tilfinningar til Allen. Hún vildi samt vera alveg handviss um að það væri Guðs vilji að hún ætti að giftast Allen og byrjaði að biðja mikið yfir þessu. Eina nóttina dreymir hana sama drauminn og henni hafði dreymt áður. Hún var að dansa við Allen og hann var með athyglina á öðru og horfði yfir öxlina á Lexie, hún var leið yfir þessu en heyrði svo rödd Guðd sem sagði, “Hann er fyrst og fremst minn, þú munt aldrei verða í fyrsta sæti í lífi hans, ertu tilbúin að vera í öðru sæti?” Svarið var já og þau giftust stuttu síðar.
Það er ótrúlegur munur á hlutum í dag og hvernig þeir voru fyrir sirka 80 árum þegar Allen hjónin er að byrja þjónustu sína. Þau fóru á milli bæja til að predika fagnaðarerindið þar sem hver dagur einkenndist af trú og trausti á að Guð myndi sjá fyrir þörfum þeirra, mat, eldsneyti, húsnæði og öðrum nauðsynjum. Í þessari einstöku sögu eru margir ótrúlegir vitnisburðir um það hvernig Guð bregst ekki þeim sem treysta á Hann. Mörg kraftaverk af trúfesti Guðs er að finna í bókinni en hér fyrir neðan eru nokkur dæmi.
Hænurnar og eggin
Það var oftar en einu sinni þar sem Guð lagði á hjarta fólks, sem sótti samkomur Allen í þeim bæjum sem hann var staddur, að gefa fjölskyldunni egg, mjólk og annan mat að borða á meðan þau voru að þjóna. Magnaðir vitnisburðir af því hvernig hænurnar fóru að margfalda eggjaframleiðsluna við þessa trúfesti fólksins, líkt og þegar Jesús margfaldaði fiskana og brauðin. Einn vitnisburðurinn var þannig að maður gaf tvö egg, einu eggin sín, en daginn eftir verpuðu hænurnar fjórum eggjum, Guð lagði það einnig á manninn að gefa þeim eggin fjögur aðeins til þess að sjá næsta dag að hænurnar höfðu verpt 8 eggjum, aldrei áður höfðu þær verpt svo mörgum eggjum á einum degi. Þetta er eitt af mörgum dæmum um hvernig Guð margfaldaði trúfesti fólksins sem gaf þegar Guð lagði það á hjarta þeirra.
Fátæki strákurinn
Magnað kraftaverk um strák óreglumannsins í bænum sem var í götóttum skóm og kom inn á samkomu hjá Allen að vetri til. Allen hugsaði þegar hann sá strákinn að einhver á samkomunni myndi nú klárlega sjá neyð stráksins og hjálpa. Sérstaklega horfði hann til tveggja einstaklinga á samkomunni sem voru efnaðir, eigandi smíðaverksmiðju og stór landeigandi. Samkoman kláraðist og allir kvöddu en engin leit til fátæka drengsins. Guð lagði það á Allen og Lexie sem voru bara fátækir faraldspredikara að taka nýlega skó af fótum sonar síns til að gefa fátæka drengnum. Strax næsta dag eftir þessa fórn fengu þau 20 dollara frá móður Lexie í póstsendingu sem þau áttu ekki von á. Þetta myndi duga þeim til að kaupa allt sem þeim vantaði. En Guð lagði það á hjarta Lexie að gefa alla 20 dollarana til trúboða á svæðinu sem átti veika eiginkonu. Allen átti erfitt með þetta og vildi bara gefa helminginn og fór á fund trúboðans og bauð honum 10 dollara. Hann gat ekki tekið við því, því hann þekkti þeirra stöðu og fátækt. En Guð hafði talað og sagt þeim að gefa alla 20 dollarana án skilyrða og tók þá trúboðinn við fórninni með þakklæti. Í kjölfarið lagði Guð á hjarta annars manns sem þau þekktu ekki að fara strax og póstleggja 50 dollara til Allen hjónanna svo það yrði komið í póstinum daginn eftir og með þeim peningum gátu þau keypt allt sem þeim vantaði, nýja skó á strákinn og klæði fyrir nýfædda barnið. Magnað hvernig Guð starfar en sagan er ekki búin. Óreglumaðurinn, faðir drengsins sem fékk skónna í byrjun var mættur á næstu samkomu til að gefa Guði líf sitt, hann hafði talað gegn kirkjunni og vildi ekkert með hana hafa, en sagði að ef einhver væri tilbúin að taka nýlega skó af fótum sonar síns til að gefa syni hans væri eitthvað sem hann vildi eiga hluta í og gaf hann Guði líf sitt í kjölfarið. Lexie hafði einmitt sagt við son sinn þegar hún bað hann um að gefa stráknum skónna sína að Guð myndi sjá til þess að hann fengi nýja skó. Nú sátu strákarnir saman á fremsta bekk í nýjum skóm og sonur Allen hjónanna sagði við strákinn, “Sjáðu mamma sagði að Guð myndi gefa mér nýja skó!”.
Þrátt fyrir að Guð væri trúfastur og nálægur Allen í þjónustunni, þráði hann meira. Hann vildi sjá fleiri frelsast og læknast. Hann vildi sjá táknin fylgja sem Jóhannes talaði um.
Jóhannesarguðspjall 14:12
Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri. Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins.
Á þessum tímapunkti í sögunni er Allen farin að fara oft út í skóg að biðja, fasta og leita Guðs. Í hjarta hans var brennandi þrá eftir að sjá Biblíuna verða að raunveruleika í lífi hans. Lexie var á tímum einmanna þegar Allen var oft í burtu klukkustundunum saman, sleppti kvöldmat og leitaði Drottins. Allen vissi ekki að það styttist í að Drottinn myndi mæta honum á yfirnáttúrulega hátt sem átti eftir að breyta hans lífi til frambúðar. Óteljandi bænastundir, föstur og hróp á Drottinn leiddi til þess að Allen fór að loka sig af inni á heimilinu og bað Lexie um að læsa á eftir sér, hann myndi ekki koma fram fyrr en Guð myndi mæta honum. Andinn er reiðubúin en holdið er veikt og það voru ófá skipti sem matarlygt frá eldhúsinu lét Allen gefast upp og koma fram. En hann gafst ekki upp og í eitt skiptið náði hann að halda út, hversu margir klukkutímar liðu gat hann ekki sagt um en í þetta sinn kom ljós inn í skápinn þar sem hann var og rödd Guðs talaði skýrt til hans, þvílík upplifun. Það virtist eins og Guð væri að tala svo hratt en hann náði að finna skriffæri og byrja að skrifa. Hvað var hann að skrifa? Guð var að sýna Allen hvað þyrfti til að öðlast kraft Guðs!
Nú halda kannski flestir að allt hafi breyst strax eftir slíka upplifun en svo var ekki, það tók Allen 11 ár að uppfylla þau atriði sem Guðs sagði að þyrfti til að öðlast kraft, til að gera sömu verk og Jesú. Það var ekki fyrr en lækningavakningin mikla var hafin og Allen fór á samkomu þar sem hann sá undur og tákn að Drottinn talaði til hans og sagði þú getur gert þetta en það eru enn tvö atriði eftir á listanum sem ég gaf þér sem þú þarft að ná að stroka út. Þetta voru erfiðustu atriðin og eru ekki tilgreind þar sem þetta voru persónuleg atriði sem Guð gaf honum ekki leyfi til að deila, en hann gaf okkur vísbendingar. Þetta voru þessar litlu gælu syndir sem okkur finnst varla vera synd, þessi atriði sem hafa kannski alltaf fylgt okkur og við verjum til að geta haldið þeim í lífi okkar. Innst inni vitum við betur og samviska okkar minnir okkur reglulega á þessi atriði.
Allen náði stuttu síðar að stroka þessi atriði einnig af sínum lista og Guð stóð við sitt. Ein magnaðast þjónusta síðari tíma hófst þar sem óteljandi fjöldi af fólki frelsaðist, læknaðist og losnaði undan valdi óvinarins. Allen var þekktur fyrir tjaldþjónustu sína en hann ferðaðist um Bandaríkin með risastór samkomutjöld og hélt samkomur, hann endaði á því að setjast að á stað sem kallaðist “Miracle Valley” og eru vitnisburðirnir svo margir um það sem Drottinn gerði í gegnum A.A.Allen að það er engin leið að halda tölu yfir þá.
Þetta er aðeins örlítil innsýn inn í líf þessa mikla guðsmanns og ég hvet ykkur eindregið til þess að skoða betur hans líf og þjónustu. Hægt er að panta bækur um hann á Amazon og horfa á hann predika og biðja fyrir sjúkum á netinu.
Bókin “The Price of God´s Miracle Working Power”
Ég ætla ekki að skrifa samantekt á bókinni sem fjallar um þá reynslu sem Allen fékk þegar Drottinn mætti honum og gaf honum þau atriði sem hann þurfti að uppfylla til að öðlast kraft Guðs. Ég vil ekki draga úr þeirri kennslu sem Allen lýsir í bókinni. Heldur vil ég miklu fremur hvetja ykkur til að lesa hana sjálf og hef því ákveðið að lista frekar upp atriðin og versin sem tengjast þeim hér fyrir neðan og láta svo bókina fylgja á PDF fyrir ykkur sjálf að lesa. Ef þið skiljið ekki ensku þá er tæknin orðin það góð að hægt að nýta tæki á netinu til þess að þýða langa texta frá Ensku yfir á Íslensku.
Atriðin 11
1. Ekki er lærisveinn meistaranum fremri né þjónn herra sínum. (Matteusarguðspjall 10:24)
2. Ekki er lærisveinn meistaranum fremri, en hver sem er fullnuma, verður eins og meistari hans. (Lúkasarguðspjall 6:40)
3. Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn. (Matteusarguðspjall 5:48)
4. Kristur okkar fyrirmynd. (Fyrra Pétursbréf 2:21)
Til þessa eruð þér kallaðir. Því að Kristur leið einnig fyrir yður og lét yður eftir fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor.
5. Afneita sjálfum sér. (Lúkasarguðspjall 9:23)
Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér.
6. Krossinn. (Lúkasarguðspjall 9:23)
Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér.
7. Ég verð að minnka. (Jóhannesarguðspjall 3:30)
Hann á að vaxa, en ég að minnka.
8. Hann verður að stækka. (Jóhannesarguðspjall 3:30)
Hann á að vaxa, en ég að minnka.
9. Ónytjuorð og heimskulegt tal. (Matteusarguðspjall 12:36)
En ég segi yður: Hvert ónytjuorð, sem menn mæla, munu þeir verða að svara fyrir á dómsdegi.
10. Bjóðið fram líf ykkar. (Rómverjabréfið 12:1)
Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn.
11. Hluttakandi í Guðlegu eðli. (Fyrra Pétursbréf 1:4)
Með því hefur hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrirheit, til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakendur í guðlegu eðli, er þér hafið komist
Persónuleg atriði.
Þau atriði sem Guð talar persónulega til þín. Einnig gott að spyrja Guð. Ef þú raunverulega vilt fara alla leið mun Guð sýna þér hvað þú þarft að gera ef þú kemur til Hans í einlægni og trú.
Einstakur vitnisburður
A.A. Allen var stórkostlegur Guðsmaður sem Guð notaði á einstakan hátt í lækningavakningunni miklu. Hann hafði stórkostlega trú og eru til fjölmörg myndbönd af samkomum hans sem haldnar voru í stóru tjaldi. Fólk á dánarbeðinu reis upp af sjúkrarúmum á miðjum samkomum, fólk fékk sjón, eyru opnuðust og fullt af öðrum kraftaverkum átti sér stað.
Mörg eftirtektarverð kraftaverk eru skráð, en eitt það merkasta að mínu mati gerðist í mars 1959. Það var frásögn af litlum dreng sem fékk 26 skapandi kraftaverk á einni samkomu.
R. W. Schambach var lofgjörðarleiðtogi A. A. Allen á þeim tíma. Hann segir frá því hvernig móðir þessa unga drengs kom til hans á síðasta degi samkomuherferðar. Þessi trúfasta móðir hafði ferðast frá heimili sínu í Knoxville, TN, til Birmingham vegna þrá sinnar að ungi drengurinn yrði læknaður á yfirnáttúrulegan hátt. Það var eina von hans þar sem þeir bestu á læknasviðinu höfðu gefist upp á honum og gáfu enga von um að hann myndi lifa af.
Ungi fjögurra ára strákurinn fæddist með 26 alvarlega sjúkdóma. Hann var blindur, heyrnarlaus og mállaus og tungan stóð út úr munni hans og hvíldi á höku hans. Hann hafði enga fætur og var snúinn í fósturstellingu frá fæðingardegi. Nánast hvert einasta líffæri í líkama hans þjáðist af mörgum fylgikvillum. Flestir læknar sögðu að hann myndi ekki lifa fyrsta afmælið sitt. Engu að síður var hann nú fjögurra ára gamall og þurfti sárlega á snertingu Guðs að halda.
Unga móðirin hafði verið á hverri samkomu í heila viku og síðasti dagurinn var kominn. Í þá daga notuðu þeir sem voru í þjónustu bænaspjöld til að ákveða fyrir hverjum væri beðið. Því miður var aldrei kallað upp bænakortið hennar. Hún fór því persónulega til bróður Schambach og spurði hvort hann vildi hjálpa til við að koma syni sínum til guðsmannsins til að fá fyrirbæn fyrir hann. Bróðir Schambach lofaði að hann myndi gera það, en það varð aldrei nauðsynlegt þar sem Drottinn hafði aðrar áætlanir.
Þegar samkoman hófst tók A. A. Allen við fórn sem skoraði á fólkið að trúa á kraftaverk. Í trú var þessi unga móðir sú fyrsta sem lagði 20 dollara í fórnina. Eins og ekkjan sem talað er um í Biblíunni var það allt sem hún átti. Þegar guðsmaðurinn hóf þjónustuna hætti hann að prédika og tilkynnti að hann væri að fara inn í andlega sýn.
Í sýn sinni fann Allen sig á fæðingardeild sjúkrahúss þar sem lítill drengur fæddist. Hann sá læknana kveða upp dauðadóm yfir piltinum með 26 alvarlega sjúkdóma. Hann horfði síðan á í sýn sinni þegar móðirin fór inn í gamla Ford bifreið og keyrði einmitt á þá samkomu sem var í gangi á þessari stundu í Birmingham, AL. Hann kallaði síðan á móðurina að koma með unga drenginn til bænar.
Kraftur Guðs kemur yfir unga drenginn
Þegar hann fór með trúarbænina, vitnar R.W. Schambach um að hann hafi séð með eigin augum að kraftur Guðs kom yfir drenginn.
1. Fyrst leiðréttist tunga litla mannsins inn í munninum á honum.
2. Því næst komu ljóspollar inn í augntóftirnar hans og falleg brún augu urðu til á yfirnáttúrulegan hátt.
3. Hann horfði síðan á bein hans byrja að smella þegar lærleggir hans og handleggir óxu fram á sinn fullkomna stað.
4. Síðan horfði Schambach á þegar lærleggirnir tveir sem höfðu engar fætur tóku skyndilega að breytast þar sem fætur voru skapaðir á yfirnáttúrulegan hátt fyrir unga drenginn fyrir framan 3000 viðstadda.
5. Öll innri líffæri hans voru fullkomlega endurreist.
6. Loksins fékk tunga unga stráksins yfirnáttúrulega að segja fyrstu orð sín…Mamma.
Hér fyrir neðan er myndband þar sem R.W. Schambach lýsir þessu kraftaverki með eigin orðum.
“Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra. Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.” Heb 13:7-8