Að fullna skeiðið & klára kepnnina

by Sigurður Júlíusson | 27.feb 2025

Heimahópurinn 27.feb 2025

Kennslu síðustu viku getur þú hlustað á hér að ofan en hún var uppörvun til okkar allra að gefast ekki upp og halda áfram. Ég er einmitt að þýða kennslur í SOTK sem fjalla um sama efni og það er mjög gott að minna sig á að þetta líf hér er stutt og í raun reynslutími. Guð er að leita að þeim sem eru heilshugar við Hann. Þeir sem standast prófið, klára keppnina munu fá laun og Biblían talar um þrítugfaldan, sextugfaldan og hundraðfaldan ávöxt. Það er því til mikils að vinna og launin munu fylgja okkur um eilífð. Keppum eins og íþróttamaður sem ætlar að sigra eins og Páll bendir svo skemmtilega á í Fyrra Korintubréfi.

Fyrra Korintubréf 9:25-26

Vitið þér ekki, að þeir, sem keppa á íþróttavelli, hlaupa að sönnu allir, en einn fær sigurlaunin? Hlaupið þannig, að þér hljótið þau. -25- Sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum, neitar sér um allt. Þeir sem keppa gjöra það til þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan. -26- Þess vegna hleyp ég ekki stefnulaust. Ég berst eins og hnefaleikamaður, sem engin vindhögg slær. -27- Ég leik líkama minn hart og gjöri hann að þræli mínum, til þess að ég, sem hef prédikað fyrir öðrum, skuli ekki sjálfur verða gjörður rækur.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.