Andinn og brúðurin segja: Kom þú!
Fyrsta upptaka ársins 2025
Drottinn er að kalla alla þá sem vilja inn í nánara persónulegt samband við sig. Það er mín einlæg trú að við séum á síðustu tímum og að Drottinn er að segja við okkur “Já, ég kem skjótt“.
Það er ekki tilviljun að þú sér á lífi í dag. Þú hefur hlutverk, köllun og verk að vinna í Guðs ríkinu eins og við fórum yfir síðast í kennslunni “Trúin er dauð á verka”. Leiðin að því að ganga með Jesú í víngarðinum(þjóna með honum á akrinum) er að taka sig frá í helgun, hlýðni, bæn og föstu.
Ljóð 7:12
Við skulum fara snemma upp í víngarðana, sjá, hvort vínviðurinn er farinn að bruma, hvort blómin eru farin að ljúkast upp, hvort granateplatrén eru farin að blómgast. Þar vil ég gefa þér ást mína.
Opinberunarbókin 22:17 & 20
-17- Og andinn og brúðurin segja: Kom þú! Og sá sem heyrir segi: Kom þú! Og sá sem þyrstur er, hann komi. Hver sem vill, hann fær ókeypis lífsins vatn. -20- Sá sem þetta vottar segir: Já, ég kem skjótt. Amen. Kom þú, Drottinn Jesús! -21- Náðin Drottins Jesú sé með öllum.
Guð blessi þig!
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Hebreabréfið 10:25
Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.