Ljós í myrkri
Velkomin á síðuna. Hér er stutt kynningarmyndband fyrir þig sem mun aðeins birtast við fyrstu heimsókn.
Guð blessi þig!
Það var yndislegt að fá lifandi lofgjörð sem hún Tinna og Kristinn leiddu á fimmtudaginn var og þið getið hlustað á áður en kennslan hefst á upptökunni. Í kennslunni fer ég í að það er sannarlega gjald sem hver maður þarf að vera tilbúin að greiða ef hann ætlar að verða lærisveinn Drottins, fá umboð frá Guði til að vinna sömu verk og Jesú og sjá kraft Guðs flæða í gegnum líf sitt.
Hver yðar sest ekki fyrst við, ef hann ætlar að reisa turn, og reiknar kostnaðinn, hvort hann eigi nóg til að ljúka verkinu? -29- Ella má svo fara, að hann leggi undirstöðu, en fái ekki við lokið, og allir, sem það sjá, taki að spotta hann -30- og segja: Þessi maður fór að byggja, en gat ekki lokið. -33- Þannig getur enginn yðar verið lærisveinn minn, nema hann segi skilið við allt sem hann á.
Við hjálpræðið bætum við engu sem er gjöf frá Guði og engin mun geta miklast af verkum sínum tengt því. Það er aðeins fyrir hina fullkomnu fórn Jesú Krists sem við getum orðið hólpin. Það er hinsvegar munur á því að vera hólpinn og að sigra okkar kirkjuöld og það er munur á launum á himnum. Biblían talar um hundraðfaldan, sextugfaldan og þrítugfaldan ávöxt. Það hvað við gerum með líf okkar hér á jörðunni ákvarðar launin sem við fáum á himnum.
Sjá, ég kem skjótt, og launin hef ég með mér, til að gjalda hverjum og einum eins og verk hans er.
Guð blessi þig!
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.
Og Ísak lét aftur grafa upp brunnana, sem þeir höfðu grafið á dögum Abrahams föður hans og Filistar höfðu aftur byrgt eftir dauða Abrahams, og gaf þeim hin sömu heiti sem faðir hans hafði gefið þeim.
Oft á leit okkar að lausnum, leitum við að einhverju nýju og spennandi, einhverri skyndilausn fyrir vandamál okkar. Hins vegar eru vandamálin oft afleiðing þess að hafa vanrækt grundvallaratriðin. Rannsókn leiddi í ljós að yfir 70% af ungu kynslóð karismatískra trúiðkenda skorti undirstöðuþekkingu og skilning á grundvallaratriðum kristinnar trúar. Stuðningur þeirra byggðist á kirkjustarfi og öðrum athöfnum, en daglegar bænastundir voru ekki til staðar.
Við fáum ekki andlega næringu og samband við Drottin í gegnum kirkjuathafnir.
Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.
Farísæarnir fylgdu öllum venjum kirkjulífsins, en Jesús sagði þetta við þá:
Þér rannsakið ritningarnar, því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær, sem vitna um mig, -40- en þér viljið ekki koma til mín og öðlast lífið.
Að safna saman “manna” er persónulegt verkefni
Guð hélt lífi í Ísraelsþjóðinni á eyðimörkinni með mat frá himni sem kallaðist manna. Þessi fæða var fullkomin til að halda þeim lifandi, en þeir þráðu einnig aðrar tegundir af mat, og þegar Guð gaf þeim hann leiddi það til andlegs þurrks í sálu þeirra.
Þegar Ísraelsmenn sáu þetta, sögðu þeir hver við annan: Hvað er þetta? Því að þeir vissu ekki, hvað það var. Þá sagði Móse við þá: Þetta er brauðið, sem Drottinn gefur yður til fæðu.
Þetta brauð af himni átt að borða daglega og mátti ekki geyma til næsta dags.
Móse sagði við þá: Enginn má leifa neinu af því til morguns.
Flestir krisnir næra sig aðeins vikulega eða á sunnudögum þegar farið er í kirkju.
Þetta manna var mynd upp á Jesús sem er brauð lífsins
Jesús sagði við þá: Sannlega, sannlega segi ég yður: Móse gaf yður ekki brauðið af himni, heldur gefur faðir minn yður hið sanna brauð af himni. -33- Brauð Guðs er sá, sem stígur niður af himni og gefur heiminum líf.
Ég er hið lifandi brauð, sem steig niður af himni. Hver sem etur af þessu brauði, mun lifa að eilífu. Og brauðið, sem ég mun gefa, er hold mitt, heiminum til lífs.
Jesús sagði: Ég er brauð lífsins. Hann sagði einnig að nema við neyttum holds hans, myndum við ekki hafa líf í okkur.
Hvað átti Jesús við þegar hann sagði: „Nema þér etið hold mitt, hafið þér ekki líf í yður“?
Ritningarnar segja okkur að ORÐIÐ varð HOLD og vísa þar til Jesú sem Orðsins.
Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum.
Jesús, ORÐIÐ, sem varð hold, kallar okkur til að neyta daglega af ORÐINU
Það er andinn, sem lífgar, holdið megnar ekkert. Orðin, sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf.
Við berum ábyrgð á því að safna okkar eigin manna. Ef þú værir án matar og drykkjar í þrjá daga, værir þú ekki í góðu ástandi. Margir kristnir einstaklingar fara vikum saman án andlegrar fæðu. Það kemur ekki á óvart að þeir séu andlega veikburða, glími við vandamál, þeir eru að deyja andlega. Þeir leita á sunnudögum eftir skyndilausnum, en það er ekki nóg.
Vel skipulagt og agasamt líf er sjaldgæft í dag fyrir marga kristna. Guðlega forgangsröðun skortir hjá mörgum, sem leiðir til afar slæms andlegs ástands.
Við verðum að safna manna daglega. Það felst í því að koma fram fyrir Drottin í bæn og hugleiðslu DAGLEGA og þiggja LIFANDI ORÐ frá honum. Þetta lifandi, eða opinberaða Orð, er líf til þín, og þú þarft það á hverjum degi.
Hversu mikill tími fór í skjáhorf í síðustu viku? Hversu miklum tíma varstu í því að þiggja lifandi, opinberað Orð til anda þíns? Hvað ert þú að næra þig á?
Skjáhorf getur bæði verið blessun og bölvun. Það má nota fyrir Guðsríkið eða ríki Satans. Ofbeldið, græðgin og girndin sem einkenna margar dagskrár metta allt innra með þér af illum áhrifum. Ill öfl flæða inn á heimili þitt í gegnum þessa miðla og fá aðgang að fjölskyldunni.
Vissir þú að hver endurfæddur trúaður hefur að minnsta kosti fjóra verndarengla? Hins vegar getur þú annaðhvort eflt þessa engla eða hindrað þá, allt eftir því hvað þú leyfir inn á heimili þitt. Þessir englar yfirgefa heimili þitt þegar ofbeldi, girnd og græðgi er látið flæða inn í gegnum sjónvarpið. Heimili þitt á að vera staður þar sem englar finna frið og nærvera Guðs getur dvalið.
Þá sögðu þeir við hann: Herra, gef oss ætíð þetta brauð.-35- Jesús sagði þeim: Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.
Við verðum að koma daglega og neyta, taka við Orðinu sem er líf til okkar!
Guð blessi þig.
Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna.-5- Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því.
Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er enn þá í myrkrinu. -10- Sá sem elskar bróður sinn, hann er stöðugur í ljósinu og í honum er ekkert, er leitt geti hann til falls.
Jóhannes postuli hafði djúpan skilning á eðli og krafti ljóssins
Hann skrifaði um það í guðspjalli sínu og mörgum árum síðar, þegar hann var 90 ára gamall, skrifaði hann aftur um ljósið og gaf okkur dýpri innsýn í eðli þess og tilgang.
Bréf Jóhannesar eru full af innblásinni visku sem Guð vildi að kirkja endatímanna myndi læra að skilja. Eitt af því sem Jóhannes skrifaði er: Guð er kærleikur og Guð er ljós.
Þetta ljós er andlegt ljós sem kraftur Guðs byggir á. Guð er ljós, þ.e. hann er vera úr ljósi. Englar eru verur sem eru gerðar úr eða samanstanda af ljósi. Andi okkar er innilokaður eða „hýstur“ í holdlegum líkama sem hefur þann eiginleika að sía ljósið eða hindra það í að brjótast út.
Magn ljóssins sem við göngum í er ákvarðað af því hve mikið myrkur er til staðar innra með okkur.
Andi mannsins er lampi frá Drottni, sem rannsakar hvern afkima hjartans.
Andi þinn er vera úr ljósi, sál þín og líkami eru síur. Magn myrkurs í sálu þinni og líkama ræður því hversu mikið af ljósi Guðs birtist í þér.
Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er enn þá í myrkrinu.
HATUR = MYRKUR. Þú getur verið endurfæddur kristinn einstaklingur, en vegna myrkurs í sálu þinni birtist ekkert ljós í lífi þínu.
Hugurinn, tilfinningarnar og viljinn
Myrkur í huganum, rangar hugsanir og djöfuleg hugsanavígi, hindra ljós Guðs í að ná inn í hugann og líkamann.
Myrkur í líkamanum
Látið því ekki syndina ríkja í dauðlegum líkama yðar, svo að þér hlýðnist girndum hans.
Flýið saurlifnaðinn! Sérhver önnur synd, sem maðurinn drýgir, er fyrir utan líkama hans. En saurlífismaðurinn syndgar á móti eigin líkama.
Auga þitt er lampi líkamans. Þegar auga þitt er heilt, þá er og allur líkami þinn bjartur, en sé það spillt, þá er og líkami þinn dimmur.
Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi myrkur í honum, verður hann allur í birtu, eins og þegar lampi lýsir á þig með loga sínum.
Þegar líkaminn og sálin eru hrein skín ljósið beint í gegn.
Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra.
Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber.
Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes, bróður hans og fer með þá upp á hátt fjall, að þeir væru einir saman. -2- Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra, ásjóna hans skein sem sól, og klæði hans urðu björt eins og ljós.
EFTIR SEX DAGA … Við lok sjötta dagsins
Reynsla Jesú af umbreytingunni hefur spámannlega merkingu fyrir þessa kynslóð. Við lifum nú við lok sjötta dagsins, þ.e. 6000 árum frá Adam. Eftir því sem við nálgumst lok tímanna og höldum áfram að vaxa í hreinleika, mun ljósið innra með okkur byrja að umbreyta holdlegum líkama okkar.
Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér!
Guð mun eiga fólk á þessum síðustu tímum sem, með hreinu hjarta, mun komast á þann stað að ljósið í anda þeirra mun flæða í gegnum sálir þeirra og líkama og umbreyta báðu. Þessir kristnu einstaklingar munu umbreytast meðan þeir eru enn í holdinu og hver einasta fruma í líkama þeirra mun verða full af orku, dýrð og endurlausn. Það voru ákveðnir hlutir sem Jesús gat aðeins gert eftir að hann umbreyttist.
John G. Lake, predikari á fyrri hluta 20.aldarinnar, komst á þann stað að svo mikið ljós flæddi í gegnum hann að hann þurfti aðeins að nálgast fólk til að þau yrðu heil. Á tímum plágu sem drap þúsundir tók hann froðu úr munni deyjandi manns, hélt á henni í smá stund og bað lækna síðan að skoða hana undir smásjá. Þeir fundu að allar sýktu plágufrumurnar í froðunni höfðu dáið.
Þessi her endatímanna mun bera skikkju ljóss og verða ósigrandi, óeyðanlegur eins og Sadrak, Mesak og Abed-Negó voru í eldsofninum.
Gjörið þetta því heldur sem þér þekkið tímann, að yður er mál að rísa af svefni, því að nú er oss hjálpræðið nær en þá er vér tókum trú. -12- Liðið er á nóttina og dagurinn í nánd. Leggjum því af verk myrkursins og klæðumst hertygjum ljóssins.
Guð blessi þig!
Og enginn lætur nýtt vín á gamla belgi, því þá sprengir vínið belgina, og vínið ónýtist og belgirnir. Nýtt vín er látið á nýja belgi.
Hann sagði við þá: Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.
Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður.
Predikið fagnaðarerindið og kennið veg Drottins
Ef þú gerir aðeins hið fyrra, að predika fagnaðarerindið, þroskast kristnir ekki.
Ef þú einblínir eingöngu á að kenna kristnum, skapast stöðnun.
Jesús sagði okkur að gera bæði
Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi.
Jesús gerði þetta og Páll gerði þetta.
Ef ég myndi spyrja þig, hvað er kirkjan að gera, hvernig myndir þú svara? Margir hafa þá hugmynd að kirkjan sé staður þar sem fólk kemur saman til að tilbiðja Guð. Þannig að í dag höfum við Baptistakirkjuna neðar í götunni, Hvítasunnukirkjuna í einhverri annarri götu og Lúthersku kirkjuna einhvers staðar annars staðar.
Orðið kirkja, á grísku Ecclesia, þýðir bókstaflega: „Þeir sem hafa verið kallaðir út,“ fólk sem hefur verið kallað úr einu ríki inn í annað, fært úr ríki myrkursins yfir í ríki ljóssins. Þegar nokkrir þessara einstaklinga koma saman, þá myndast söfnuður.
Í Nýja testamentinu hittist kirkjan aðallega í heimahúsum og þjónaði út til samfélagsins.
Stundum komu þeir saman sem einn líkami.
Ef nú allur söfnuðurinn kæmi saman og allir töluðu tungum, og inn kæmu fáfróðir menn eða vantrúaðir, mundu þeir þá ekki segja: Þér eruð óðir?
Þegar söfnuðurinn kom saman í upphafi var tilgangurinn fræðsla og kennsla, ekki trúboð.
Trúboðið átti sér ekki stað þegar kirkjan kom saman. Í dag reynum við stöðugt að fá fólk til að koma í kirkjuna okkar. En hin ófrelsuðu hafa oft engan áhuga á að mæta í kirkju. Af hverju ættu þau að hafa það? Kirkjan höfðar ekki til þeirra.
Í aldanna rás hefur kirkjan haldið samkomur fyrir kennslu og einstaka sinnum fyrir trúboð. En meirihluti hinna ófrelsuðu kemur ekki og mun ekki mæta á kirkjulegar samkomur. Við höldum því trúboðstónleika, og stundum frelsast einhverjir, en þeir sem sitja eftir er sorglega lítið hlutfall – innan við 1%. Það er gamalt orðtak sem á við hér: „Ef það virkar ekki, hættu því þá.“
Í Nýja testamentinu kom kirkjan saman, ekki fyrir hina ófrelsuðu, heldur fyrir þá sem þegar voru hluti af líkama Krists.
Af og til leyfir Guð vakningu til að draga fólk inn í kirkjuna svo hún deyi ekki út.
Jesús sagði ekki: „Farið í kirkju og predikið fagnaðarerindið.“ Hann sagði: „Farið út í heiminn, á markaðstorgið, og predikið fagnaðarerindið.“ Og einmitt þetta gerðu allir kristnir menn á þeim tíma.
Við þurfum nýjan hugsunarhátt. Þegar kirkjan kemur saman er tilgangurinn ekki fyrst og fremst að frelsa fólk. Sá hugsunarháttur þarf að breytast.
Og frá honum er sú gjöf komin, að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar. -12- Þeir eiga að fullkomna hina heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar,
Fullkomna og undirbúa kristna til þjónustu
Ef við gerum þetta, hvar ætlum við að nýta þessa kristnu einstaklinga? Þegar við komum saman á sunnudögum, er oft hvorki pláss né tími fyrir þá til að þjóna.
Það verður að vera þarna úti í heiminum, á markaðstorginu, þar sem fólk lifir og starfar. „Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið“
Að gera góð verk er hluti af hinu sanna fagnaðarerindi. Fagnaðarerindið eru gleðifréttir – farðu út og vertu gleðifréttir fyrir einhvern.
Það er afar áhugaverð saga í Postulasögunni 9. kafla um konu sem var reist upp frá dauðum. Af hverju var þessi kona svona mikilvæg að Jesús ákvað að reisa hana upp frá dauðum?
Hvers vegna vildi Drottinn ekki missa hana úr þessum heimi?
Í Joppe var lærisveinn, kona að nafni Tabíþa, á grísku Dorkas. Hún var mjög góðgerðasöm og örlát við snauða.
Hún var mjög góðgerðasöm og örlát við snauða.
Drottin vildi ekki leyfa henni að fara. Hann hafði verk fyrir hana á jörðinni.
Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum.
Bjóð þeim að gjöra gott, vera ríkir af góðum verkum, örlátir, fúsir að miðla öðrum,
Hann gaf sjálfan sig fyrir oss, til þess að hann leysti oss frá öllu ranglæti og hreinsaði sjálfum sér til handa eignarlýð, kostgæfinn til góðra verka.
Það orð er satt, og á þetta vil ég að þú leggir alla áherslu, til þess að þeir, sem fest hafa trú á Guð, láti sér umhugað um að stunda góð verk. Þetta er gott og mönnum nytsamlegt.
Við hugsum oft: „Ef ég gæti bara heyrt frá Guði, þá gæti Guð notað mig.“ En einfaldlega elskaðu fólk, hjálpaðu þeim, blessaðu þau – Guð mun bæta við það sem þér vantar.
Farið út í heiminn: Sýnið Krist lifandi í ykkur til deyjandi heims. Hvað myndi Jesús gera ef þú værir svangur? Gefa þér mat. Nú ert þú útbreidd hönd Jesú. Hvað myndi Jesús gera ef þú værir meiddur? Lækna þig.
Kirkjan er orðin staður þar sem fólk kemur til að fá sínar eigin þarfir uppfylltar: Ég, ég, ég. „Ég þarf lækningu, ég hef særindi, ég fékk ekki gott uppeldi og nú er ég með djúpt tilfinningalegt óöryggi.“ Farðu bara út og blessaðu hina ófrelsuðu, og þú munt verða undrandi á því hversu hratt þín eigin vandamál leysast upp.
Í öllu sýndi ég yður, að með því að vinna þannig ber oss að annast óstyrka og minnast orða Drottins Jesú, að hann sjálfur sagði: Sælla er að gefa en þiggja.
Rifjum upp Jesaja 58.kafla
Mun slíkt vera sú fasta, er mér líkar, sá dagur, er menn þjá sig? Að hengja niður höfuðið sem sef og breiða undir sig sekk og ösku, kallar þú slíkt föstu og dag velþóknunar fyrir Drottni? -6- Nei, sú fasta, sem mér líkar, er að leysa fjötra rangsleitninnar, láta rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sérhvert ok, -7- það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælislausa menn, og ef þú sér klæðlausan mann, að þú þá klæðir hann og firrist eigi þann, sem er hold þitt og blóð.
Síðan ……….
Þá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega, þá mun réttlæti þitt fara fyrir þér, dýrð Drottins fylgja á eftir þér. -9- Þá munt þú kalla á Drottin, og hann mun svara, þú munt hrópa á hjálp og hann segja: Hér er ég! Ef þú hættir allri undirokun, hæðnisbendingum og illmælum, -10- ef þú réttir hinum hungraða brauð þitt og seður þann, sem bágt á, þá mun ljós þitt renna upp í myrkrinu og niðdimman í kringum þig verða sem hábjartur dagur.
Nýtt hugarfar: Við þjónustum allt of mikið til kristinna. Byrjaðu að gefa af þér til annarra, og GUÐ mun þjóna til þín. Þetta eru mjög erfiðir hugsunarhættir til að breyta, en breytingar eru nauðsynlegar – það er þörf á nýjum vínbelgjum.
Hvorki vitur maður né hugrakkur leggst niður á lestarspor hins liðna til að bíða eftir að lest framtíðarinnar keyri yfir hann. Guð er að fara að gera eitthvað nýtt. Við verðum að fylgja Guði.
Guð blessi þig!
Drottinn er að kalla alla þá sem vilja inn í nánara persónulegt samband við sig. Það er mín einlæg trú að við séum á síðustu tímum og að Drottinn er að segja við okkur “Já, ég kem skjótt“.
Það er ekki tilviljun að þú sér á lífi í dag. Þú hefur hlutverk, köllun og verk að vinna í Guðs ríkinu eins og við fórum yfir síðast í kennslunni “Trúin er dauð á verka”. Leiðin að því að ganga með Jesú í víngarðinum(þjóna með honum á akrinum) er að taka sig frá í helgun, hlýðni, bæn og föstu.
Við skulum fara snemma upp í víngarðana, sjá, hvort vínviðurinn er farinn að bruma, hvort blómin eru farin að ljúkast upp, hvort granateplatrén eru farin að blómgast. Þar vil ég gefa þér ást mína.
-17- Og andinn og brúðurin segja: Kom þú! Og sá sem heyrir segi: Kom þú! Og sá sem þyrstur er, hann komi. Hver sem vill, hann fær ókeypis lífsins vatn. -20- Sá sem þetta vottar segir: Já, ég kem skjótt. Amen. Kom þú, Drottinn Jesús! -21- Náðin Drottins Jesú sé með öllum.
Guð blessi þig!
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.