SOTK – Trúin er lykill að nýjum veruleika 3.hluti

SOTK – Trúin er lykill að nýjum veruleika 3.hluti

Andleg vitund, trú og þroski

Það er fyrir andlega vitund að við byrjum og höldum áfram að vaxa og þroskast.

Jóhannesarguðspjall 5:19

Þessu svaraði Jesús og sagði við þá: Sannlega, sannlega segi ég yður: Ekkert getur sonurinn gjört af sjálfum sér, nema það sem hann sér föðurinn gjöra.

Jóhannesarguðspjall 1:51

Og hann segir við hann: Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér munuð sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og stíga niður yfir Mannssoninn.

Vitund

Jóhannesarguðspjall 5:30

Ég megna eigi að gjöra neitt af sjálfum mér. Ég dæmi samkvæmt því, sem ég heyri, og dómur minn er réttvís, því að ég leita ekki míns vilja, heldur vilja þess, sem sendi mig.

Að þróa meðvitund er mjög mikilvægt fyrir þitt andlega líf. Ritningarnar gera ljóst að Guð vill að þú hafir meðvitund um það ríki sem hann, Guð býr í, hið andlega ríki. Þegar þú þróar meðvitund muntu vaxa hratt í Guði. Til þess að meðvitaður um það sem Guð er að gera í sínu andlega ríki, þarftu að þróa andlega meðvitund.

Adam gat gengið með Guði, talað við hann og var almennt meðvitaður um nærveru hans. Öll skynfæri hans voru opin fyrir andasviðinu, sjón, snerting, heyrn, bragð og lykt.

Raunveruleg trú krefst þess að þú getir tekið á móti samskiptum Guðs til þín. Trú kemur af heyrn, í einum skilningi er öll tilvera þín risastórt eyra, stórt loftnet sem þú notar til að taka við sendingum frá ríki Guðs. Þú getur tengst Drottni með tilfinningum þínum, þar sem þér líður eins og Drottni líður. Þú getur tengst með snertingu eða líkamlegum þrýstingi. Ég finn oft fyrir smurningunni sem léttum þrýsting í kringum efra ennið á mér sem er í kringum hárlínuna (ef þú ert enn með allt hárið). Áhrif andans á líkama þinn er nokkuð algengt, þó það sé ekki alltaf tekið trúanlegt. Hefur þú einhvern tíma lent í aðstæðum í kringum fólk eða staði þar sem léttur skjálfti fór í gegnum þig? Það getur verið að þú sért í návist hins illa, oft er það andi, manneskja eða staður þar sem illt hefur verið framið og leifar er enn til staðar. Þetta er nokkuð algengt þar sem morð hefur átt sér stað eða einhver önnur gróf illska og umhverfið er enn undir áhrifum voðaverksins.

Rétt eins og í þessum líkamlega heimi höfum við getu til að finna lykt, í andaheiminum er lykt einnig raunveruleg . Sérhver illur andi hefur sérstaka lykt. Á himnum eru sumar lyktir stórkostlegar. Ég stóð einu sinni í mjög stórum garði á himnum með Drottni og lyktin var svo ótrúleg að ég fann hvernig hún læknaði mig. Hefur þú einhvern tíma verið á heimili sem var hreint, en hafði lykt af fátækt þar? Andi fátæktar hefur ákveðna lykt hvort sem heimilið er hreint eða ekki.

Andleg vitund er mikilvæg ef þú ætlar að ganga með Drottni og vera í samskiptum við hann. Trú kemur í gegnum samskipti við Drottinn.

Sálmarnir 34:8

Finnið(Taste) og sjáið, að Drottinn er góður, sæll er sá maður er leitar hælis hjá honum.

Ein af leiðunum sem gjöfin að greina anda virkar er í gegnum bragðskynið. Ákveðna illa anda er hægt að greina með smá bragðbreytingu í munni þínum, súrt bragð, sýrubragð, málmkennt bragð og svo framvegis. Þú verður að vera meðvitaður og læra hvað þessi fíngerðu brögð geta þýtt þegar þau koma fram. Þú getur stundum skynjað að Drottinn sé nálægur með því að skynja lykt eða bragð.

Ótti er óvinur trúarinnar

Hversu mikið hafa aðstæður áhrif á meðvitund þína? Ef þú ert með ótta: Þá ert þú meira meðvitaður um aðstæður þínar en þú ert meðvitaður um Drottin.

Pétur sem gekk á vatni

Matteusarguðspjall 14:29-30

Jesús svaraði: Kom þú! Og Pétur sté úr bátnum og gekk á vatninu til hans. -30- En sem hann sá rokið, varð hann hræddur og tók að sökkva. Þá kallaði hann: Herra, bjarga þú mér!

Taktu eftir hvernig breytinginn meðvitund hafði áhrif.

Pétur varð meðvitaður um aðstæður sínar þegar vitund hans færðist frá Drottni yfir á umhverfið og hann fór að sökkva. Þú munt alltaf byrja að sökkva þegar þú tekur augu þín af Drottni.

Þú verður að vera meðvitaðari um Drottin en vandamál þín.

Páll postuli var óttalaus í storminum vegna þess að hann var meðvitaður um Drottin

Postulasagan 27:22-23

En nú hvet ég yður að vera vonglaðir, því enginn yðar mun lífi týna, en skipið mun farast. -23- Því að á þessari nóttu stóð hjá mér engill þess Guðs, sem ég heyri til og þjóna,

Öll sönn þjónusta flæðir út frá vitund

Ég geri aðeins það sem ég sé og heyri. Það er því ekki frá þér heldur Guði.

Smurningin í Sakaríabók er táknuð með ljósastikunni.

Sakaría 4:2-3 & 6

Og sagði við mig: Hvað sér þú? Ég svaraði: Ég sé ljósastiku, og er öll af gulli. Ofan á henni er olíuskál og á henni eru sjö lampar og sjö pípur fyrir lampana. -3- Og hjá ljósastikunni standa tvö olíutré, annað hægra megin við olíuskálina, hitt vinstra megin.

-6- Þá tók hann til máls og sagði við mig: Þetta eru orð Drottins til Serúbabels: Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn! segir Drottinn allsherjar.

Olían eða smurningin fóðraði lampann, það eina sem lampinn þurfti að gera var að vera til staðar og brenna.

Þú getur annað hvort verið kerti eða lampi: Kerti eyðir sjálfu sér, lampi fær olíu frá öðrum uppruna en sjálfum sér.

Fílemonsbréfið 1:6

Ég bið þess, að trú þín, sem þú átt með oss, verði mikilvirk í þekkingunni á öllu því góða, sem tilheyrir Kristi.

That the communication of thy faith may become effectual by the acknowledging of every good thing which is in you in Christ Jesus. KJV

Ekki sjálfstraust sem slíkt, heldur Guð meðvitað traust

Merki um vanþroska er hvatvísi. Að framkvæma eigin hugmyndir.

Trúðu og sjáðu

Vitund hefst með því að sjá hið ósýnilega með augum hjartans.

Sálmarnir 19:14

Ó að orðin af munni mínum yrðu þér þóknanleg og hugsanir hjarta míns kæmu fram fyrir auglit þitt, þú Drottinn, hellubjarg mitt og frelsari!

Hugsanir bæði á hebresku og grísku felur alltaf í sér ímyndunarafl

Passaðu að allt sé gert út frá Orðinu svo Satan fá ekki aðgang að þér.

Síðan: Sjáðu fyrir þér allt sem tilheyrir þér í Kristi.

Sjáðu Drottinn fyrir þér. Sjáðu í huga þínum vilja Guðs fyrir þig. Sjáðu það og lifðu það.

Þegar byggt er á orði Guðs, eða á orði frá Guði er ímyndunaraflið þitt ekki blekking heldur veruleiki. Raunveruleikinn kemur frá hinu andlega ríki.

Notaðu ímyndunaraflið til að brjótast í gegnum hindranir til hins raunverulega. Þú átt að lifa í andanum með Drottni.

Jóhannesarguðspjall 4:24

Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika.

Breytingar eiga sér stað við upplifun

Síðara Korintubréf 3:18

En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins.

Umbreyting hefst með því skyggnast inn í hið ósýnilega, með því að nota ýmindunaraflið sem verkfæri.

Síðara Korintubréf 4:18

Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft.

Lestu Orðið, hugleiddu það, sjáðu sjálfan þig fyrir þér í því og að framkvæma það.

Virk trú eða vantrú

Orðskviðirnir 4:23

Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins.

Matteusarguðspjall 12:34

Þér nöðru kyn, hvernig getið þér, sem eruð vondir, talað gott? Af gnægð hjartans mælir munnurinn.

Rómverjabréfið 10:10

Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.

Ef þú segir: “Guð hjálpi mér”, þetta verður hræðilegur dagur. Þá verður hann það. Þú hefur virkjað vantrú.

Ef þú segir: “Þetta er góður dagur sem Guð hefur gert og kraftur Krists er innra með mér. Þú hefur virkjað trú.

Notaðu helgað ímyndunarafl þitt sem leið til að ganga með og eiga samfélag við Guð.

Uppfyllt fyrirheiti Guðs koma fram með því að sjá innra með þér það sem þú segist ganga í.

Trú er eins og hrár leir (efni) það hefur engin mynd fyrr en Guð talar við þig og opinberar vilja sinn, Orð sitt og fyrirheiti. Þá mótar ímyndunarafl hjarta þíns það í form og talar það áfram.

Guð blessi þig!

Vakningar á Íslandi

Vakningar á Íslandi

Hvítasunnuhreyfingin á Íslandi

Vestur–Íslendingurinn Guðmundur Páll Jónsson, sem gerst hafði hvítasunnuprédikari, kom hingað til lands árið 1918 og hóf fyrstur hvítasunnumanna starf í Reykjavík, en hafði ekki erindi sem erfiði. Það var ekki fyrr en norski trúboðinn Erik Åsbö var sendur ásamt konu sinni Signe til landsins árið 1920, að hvítasunnuvakningin náði að skjóta rótum meðal landsmanna. Åsbö hafði áður fengið sýn um hvar hann ætti að hefja starf sitt, en á ferð sinni hringinn í kringum landið fann hann staðinn hvergi. Eftir árangurslítið boðunarstarf með Páli Jónssyni í Reykjavík ákvað Åsbö sumarið 1921 að halda heim á leið, en með viðkomu í Vestmannaeyjum. Er skemmst frá því að segja, að þar fann hann loks þann stað, sem hann hafði séð í sýninni og var honum útvegað húsaskjól af Gísla Johnsen konsúl, einum valdamesta manni Vestmannaeyja, sem hafði tekið á móti honum fyrir misskilning. Gísli hafði ætlað að sækja norskan fuglaskoðara niður á bryggju, sem átti að gista hjá honum, en villtist á honum og Åsbö. Hann vildi þó ekki vísa Åsbö burt, þar sem hann var kominn heim til hans nema að koma honum fyrir annars staðar, sem hann og gerði. Auk þess hjálpaði hann Åsbö í leiðinni að finna stað fyrir samkomur. Åsbö hjónin höfðu nokkru áður kynnst Sveinbjörgu Jóhannsdóttur, sem frelsast hafði á samkomu hjá Hjálpræðishernum á Akureyri og kynnst hvítasunnuvakningunni úti í Kanada (Sveinbjörg var systir Ólafíu Jóhannsdóttur sem áður er getið). Sveinbjörg gerðist túlkur þeirra hjóna. Åsbö hjónin ásamt Sveinbjörgu héldu samkomur um sumarið. Voru það einkum eiginkonur verkamanna og sjómanna í bænum sem tóku við boðskapnum. Þegar andstaða við trúboð Åsbö hófst og reynt var að hrekja þau hjónin burt úr byggðinni, fóru Sveinbjörg og Signe að ganga milli húsmæðra í bænum, tala við þær og hafa biblíulestra í heimahúsum. Íbúar Vestmannaeyja voru tortryggnir gagnvart svokölluðum sértrúarsöfnuðum, eftir deilur í tengslum við trúboð Mormóna og brottflutning 200 eyjamanna til Utah í Bandaríkjunum.

Fyrsti söfnuður hvítasunnumanna, Betelsöfnuðurinn í Vestmannaeyjum, var stofnaður 19. febrúar 1926, eftir að reist hafði verið safnaðarhús, með tilstyrk Svía, en við það tækifæri tóku 19 manns niðurdýfingarskírn og tveir til viðbótar skömmu síðar. Einn hafði tekið skírn í Danmörku.

Árið 1936 kom Norðmaðurinn Thomas B. Barratt, sem áður er getið til landsins, en hann hefur verið kallaður faðir hvítasunnuhreyfingarinnar í Evrópu. Barratt átti þátt í stofnun fjölda safnaða hvítasunnumanna víðsvegar um Evrópu og reyndar einnig um allan heim. Í maímánuði þetta ár, stofnaði Barratt söfnuð í Reykjavík og einnig á Akureyri sem báðir báru nafnið Fíladelfía. Árið 1948 varð Ásmundur Eiríksson forstöðumaður í Reykjavík og Einar J. Gíslason í Vestmannaeyjum. Áður höfðu sænskir trúboðar gengt þessum störfum, t.d. Eric Ericson, sem var fyrsti forstöðumaðurinn í Reykjavík. Árið 1970 varð Einar J. Gíslason forstöðumaður safnaðarins í Reykjavík.

Fíladelfíukórinn (síðar Gospelkór Fíladelfíu) hefur hljóðritað og gefið út mikið af kristilegri tónlist ásamt því að halda
tónleika. Kórinn heldur árlega jólatónleika til styrktar bágstöddum. Fíladelfía forlag hefur gefið út allmargar bækur. Tímaritið Afturelding kom út á árunum 1934 – 1991. Barnablaðið kom út á árunum 1938–1996. Árið 1950 var byrjað að halda síðsumarmót (Kotmót) yfir verslunarmannahelgina í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð.

Hvítasunnumenn hafa tekið þátt í hjálparstarfi fyrir vímuefnasjúklinga, sem heitir Samhjálp. Hvítasunnukirkjur eru starfandi á eftirtöldum stöðum: Reykjavík, Akureyri, Vestmannaeyjum, Ísafirði, Keflavík, Selfossi, Kirkjulækjarkoti, Vopnafirði, Stykkishólmi, Höfn í Hornafirði og Akranesi. Hvítasunnusöfnuðir hafa starfað um lengri eða skemmri tíma t.d. á Húsavík, í Hrísey, á Ólafsfirði, á Sauðárkróki, Siglufirði og Skagaströnd.

Vakning í Hafnarfirði

Á fjórða áratug síðustu aldar, hélt lækningapredikarinn Sigurður Sigvaldason biblíulestra í heimahúsum á Íslandi. Sigurður var Vestur–Íslendingur og hafði áður verið kennari og trúboði í Kanada. Sigurður ferðaðist um, predikaði, dreifði bæklingum og seldi Biblíur. Fyrir bænir Sigurðar gerðust undursamlegir hlutir, en hann var gæddur náðargjöf lækningar. Sigurður samdi fjölda sálma og tvær af bókum hans voru gefnar út á íslensku. Sigurður var beinskeyttur predikari og oft kallaður Biblíu–Siggi, til aðgreiningar frá nafna sínum, Sigurði Sveinbjörnssyni (kallaður Siggi á kassanum), sem predikaði á kassa í miðbæ Reykjavíkur.

Þáttaskil urðu í þessari sögu, þegar Helga Þorkelsdóttir eiginkona Einars Einarssonar klæðskera í Hafnarfirði, læknaðist af berklum á lokastigi eftir fyrirbæn Sigurðar. Einar var meðlimur í KFUM og Helga var formaður Kristniboðsfélagsins. Fljótlega var farið að halda kristilegar samkomur á heimili þeirra hjóna. Árið 1935 bar það við, að ljósmóðirin Guðrún Jónsdóttir skírðist í heilögum anda, en hún hafði áður tekið þátt í starfi KFUK. Sigurður fór síðan til Kanada í eitt ár til að þjóna þar. Þegar Sigurður var farinn, tók Guðrún við leiðtogahlutverkinu ásamt Salbjörgu Eyjólfsdóttur (sem læknast hafði af berklum eftir fyrirbæn Sigurðar). Einar byggði skömmu síðar samkomuhús við heimili sitt að Austurgötu 6 í Hafnarfirði.

Árið 1940 hófst vakning heilags anda af miklum krafti m.a. með tungutali. Fljótlega kom í ljós, að Guðrún hafði náðargjöf lækningar í ríkum mæli. Varð hún eftirsóttur fyrirbiðjandi. Fjölmargar undursamlegar lækningar áttu sér stað, eftir fyrirbæn Guðrúnar. Vilborg Björnsdóttir starfaði lengi með Guðrúnu og Salbjörgu, en hún hafði læknast af alvarlegum augnsjúkdómi eftir fyrirbæn Guðrúnar. Árið 1943 var farið að halda samkomur í Reykjavík. Árið 1948, hóf starfið að Austurgötu 6, útgáfu tímarits sem nefndist Fagnaðarboði. Í upphafi flutti tímaritið m.a.fréttir af lækningavakningunni í Bandaríkjunum ásamt vitnisburðum um lækningakraftaverk á Íslandi og víðar. Árið 1958 var nýtt samkomuhús tekið í notkun að Hörgshlíð 12 í Reykjavík. Hörgshlíðarstarfið studdi kristilegt hjálparstarf, m.a. fatasendingar til Kóreu, dreifingu á Biblíum í Austur-Evrópu og barnaheimili Sally Olsen á Puerto Rico.

Guðrún varð landsþekkt vegna bænaþjónustunnar. Var starfið í daglegu tali kennt við hana og kallað „Guðrúnarsöfnuðurinn“. Eftir andlát Guðrúnar höfðu þær Elín Bjarnadóttir og Margrét Erlingsdóttir umsjón með safnaðarstarfinu.

Náðargjafavakningin

Náðargjafavakningin barst til Íslands, með hreyfingu Jesúfólksins frá Svíþjóð árið 1972. Upp úr þessu varð trúarvakning meðal fólks úr nokkrum kristnum samfélögum í Reykjavík. Þetta fólk kom í upphafi aðallega
KFUM & K. Fljótlega varð til bænahópur sem kallaður var „karismatíski hópurinn.“ Sóknarpresturinn í Grensáskirkju, séra Halldór S. Gröndal, hafði skírst í heilögum anda árið 1975. Halldór og „karismatíski hópurinn“ hófu sérstakar samkomur á fimmtudögum í Grensáskirkju snemma árs 1976, sem fljótlega urðu þungamiðjan í náðargjafavakningunni hér á landi. Fólk úr þessum hópi, sem vildi standa á grundvelli játninga Þjóðkirkjunnar og starfa í tengslum við hana, stofnaði síðan með sér samtök, Ungt fólk með hlutverk á hvítasunnudag árið 1976 og veitti Friðrik Ó. Schram starfinu forstöðu.

Kærleikurinn og CTF

Baldur Freyr Einarsson og fleiri sem áður höfðu starfað í undirheimum Reykjavíkurborgar hófu kristilegt starf, sem fékk nafnið Kærleikurinn, sumarið 2007 í samkomusal við Ármúla í Reykjavík. Í framhaldinu varð vakning meðal fólks sem var í eiturlyfjaneyslu eða tengdist fíkniefnaheiminum á höfuðborgarsvæðinu. Töluverður fjöldi losnaði undan ánauð fíkniefnanna eftir að hafa eignast lifandi trú á Jesú Krist. Kærleikurinn og „Catch the Fire Reykjavík“ (CTF), sem Guðbjartur Guðbjartsson og Sigríður Helga Ágústsdóttir stofnuðu 2008, höfðu samstarf um árabil. Í júlí árið 2014 sameinaðist Kærleikurinn og CTF.

Brot úr Kristnisögu eftir Eirík Magnússon.

SOTK – Trúin er lykill að nýjum veruleika 2.hluti

SOTK – Trúin er lykill að nýjum veruleika 2.hluti

Í síðustu viku sáum við að í trú skapaði Guð alheiminn úr hlutum sem komu ekki fram eða sáust ekki. Við sáum líka að þegar trúnni er miðlað verður hluturinn til í hinu andlega. Trúin er sannfæring um það sem enn hefur ekki komið fram.

Hebreabréfið 11:3

Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs og að hið sýnilega hefur ekki orðið til af því, er séð varð.

Hebreabréfið 11:1

Trúin er fullvissa( eða efniviðurinn(substance,hupostasis)) um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.

Hvernig öðlumst við þessa trú?

Í Markúsarguðspjalli 11. kafla er okkur sagt að hafa trú Guðs.

Markúsarguðspjall 11:1

Jesús svaraði þeim: Trúið á Guð. (Upprunalegi textinn segir “hafið Guðs trú“, hvernig fáum við slíka trú?)

Ég hef heyrt sagt að við höfum öll trú, við þurfum ekki meira, trúarkorn á stærð við sinnepsfræ er nóg til að flytja fjöll. Þetta er misskilningur. Oft er dæmið notað að í hvert skipti sem þú sest á stól þá ertu að iðka trú, ekki alveg, það er traust. Trú er miklu meira en það, trú er áþreifanlegt efni sem hægt er að sjá í hinu andlega.

Rómverjabréfið 12:3

Fyrir þá náð, sem mér er gefin, segi ég yður hverjum og einum að hugsa ekki hærra um sig en hugsa ber, heldur í réttu hófi, og halda sér hver og einn við þann mæli trúar, sem Guð hefur úthlutað honum.

Áherslan í þessu versi er á mælikvarða trúarinnar, við fengum öll ákveðinn mælikvarða trúar þegar við endurfæddumst, trú til að trúa því að syndir okkar væru fyrirgefnar og við værum orðin börn Guðs, en þetta kom af því að heyra orð Guðs. Við eigum svo í framhaldi að ganga í trú og vaxa í trú.

Trúin kemur af því að heyra orð Guðs

Rómverjabréfið 10:17

Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krists.

Þetta felur í sér að stöðug miðlun trúar er nauðsynleg, trú kemur með því að heyra Guð tala til okkar, og það gefur til kynna að samband sé nauðsynlegt til að ganga í trúnni og vaxa. Til að halda áfram að ganga í trú þurfum við stöðugt á miðlun trúar frá Guði. Þegar Guð talar er trú miðlað og Guð talar á margan hátt, en þegar hann talar og við heyrum, þá er trú miðlað. Trú kemur með því að heyra orð (Rhema) Guðs, persónuleg orð til þín frá Guði.

Þegar trú er miðlað hefur þú sönnunargögnin um að sá hlutur sé nú til í hinu andlega: Trúin er sönnun þess sem enn hefur ekki sést.

Hvernig komum við því inn í okkar áþreifanlega líkamlega heim?

Jesaja 14:24

Drottinn allsherjar hefir svarið og sagt: Sannlega, það, sem ég hefi fyrirhugað, skal verða og það, sem ég hefi ályktað, skal framgang fá.

Síðara Korintubréf 4:13

Vér höfum sama anda trúarinnar sem skrifað er um í ritningunni: Ég trúði, þess vegna talaði ég. Vér trúum líka og þess vegna tölum vér.

Þessum alheimi er stjórnað af anda, andasviðið stjórnar líkamlega sviðinu, allt er fyrst til í hinu andlega. Til þess að koma því sem er til í hinu andlega, inn í hið líkamlega, ÞARF TALAÐ ORÐ.

Þegar þú hefur trú verður þú að TALA ÞAÐ ÚT. Ég trúði, þess vegna talaði ég.

Markúsarguðspjall 11:1

Jesús svaraði þeim: Trúið á (eins og) Guð.

Fyrst að trú er gefin, hefur þú sannanir fyrir því að það sem þú ert að trúa á, sé nú til.

Markúsarguðspjall 11:23

Sannlega segi ég yður: Hver sem segir við fjall þetta: Lyft þér upp, og steyp þér í hafið, og efar ekki í hjarta sínu, heldur trúir, að svo fari sem hann mælir, honum mun verða að því.

Hver sem segir.
Og efar ekki í hjarta sínu.
Heldur trúir að svo fari sem hann mælir.
Honum mun verða af því.
Þetta eru orð Jesú sem talaði aðeins sannleika.

Þú verður að segja og ekki efast í hjarta þínu. Orðið efi hér er af gríska orðinu “diakrino”, þetta orð þýðir; að aðskilja rækilega eða gera mismun á. Það þýðir að hafa aðra andlega sýn en það sem þú ert að trúa á.

Þegar Guð talar til þín skapar það orð hugarsýn í hjarta þínu og sú sýn er sjónræn sönnun þess að hluturinn sem þú hefur trú á sé til. Þú sérð það.

Orðið efi þýðir að hafa aðra andlega mynd af því sem þú ert að trúa á. Þú mátt ekki efast með hjarta þínu eða ímyndunarafli, þú verður að varpa öllu niður sem er andstætt hinni sönnu sýn.

Margir kristnir trúa á til dæmis velmegun, en í hjarta sínu búa þeir sig undir að bregðast, þeir verja sig og það sem þeir eru að treysta á, með því að hafa viðbragðsáætlun ef það gengur ekki upp.

Þegar þú veist að Guð hefur talað þá verður þú að gera það orð líkamlegt, gera það raunverulegt. Baráttan er alltaf við efan í huganum eða í ímyndunaraflinu.

Tunga þín, orðin sem þú talar, eru tengd sýn hjarta þíns sem stjórnar lífi þínu.

Þú verður að samræma orð þín við sýn hjarta þíns. Orð framkvæma sýn hjarta þíns.

Fyrsta Mósebók 1:2-3

Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi Guðs sveif yfir vötnunum. -3- Guð sagði: Verði ljós! Og það varð ljós.

Andi Guðs grúfði yfir vötnunum og GUÐ SAGÐI verði ljós og það varð ljós. Heilagur andi getur ekki myndað sýn hjarta þíns fyrr en þú hefur talað það út og haldið áfram að trúa því orði án efa.

Þú verður að lifa í samræmi við orð þín. Oft ertu að byggja eitthvað upp og á næsta augnabliki að rífa það niður með andstæðum orðum.

Hebreabréfið 3:1

Bræður heilagir! Þér eruð hluttakar himneskrar köllunar. Gefið því gætur að Jesú, postula og æðsta presti játningar vorrar.

Hebreabréfið 3:6

en Kristur eins og sonur yfir húsi hans. Og hans hús erum vér, ef vér höldum djörfunginni og voninni, sem vér miklumst af.

Hebreabréfið 4:14

Er vér þá höfum mikinn æðsta prest, sem farið hefur í gegnum himnana, Jesú Guðs son, skulum vér halda fast við játninguna.

Haltu fast í hjarta þínu og munni, játningu þína, orðin sem þú talaðir eftir að trúin var komin til þín. Ekki efast í huganum eða með ímyndunaraflinu og þú munt fá það sem þú segir.

Þróaðu samband, göngu með Drottni og þú munt heyra og vaxa stöðuglega í trú, þú munt fara frá trú til trúar, ganga með Drottni og gera vilja hans og færa andrúmsloft himnaríkis til jarðar hvert sem þú ferð.

Rómverjabréfið 1:17

Því að réttlæti Guðs opinberast í því fyrir trú til trúar, eins og ritað er: Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.

Guð blessi þig!

SOTK – Trúin er lykill að nýjum veruleika 1.hluti

SOTK – Trúin er lykill að nýjum veruleika 1.hluti

Ég veit að þú hefur heyrt margar predikanir um trú, en ertu að ganga fram í henni?

Óvinur okkar Satan heldur áfram að fella gjaldmiðilinn, þ.e. sannleika sem Guð hefur opinberað, með því að þrýsta honum of langt, þetta veldur því að margir hverfa frá og telja öfga.

Við skulum skoða þetta í nýju ljósi

Trúin er svo óaðskiljanleg frá hinum Kristna manni. Hún er grundvöllurinn fyrir allri okkar göngu með Drottni. Trú er talin upp ásamt von og kærleika sem eilíf, með öðrum orðum mun hún alltaf vera órjúfanlegur hluti af lífi okkar hér og áfram inn í aldirnar og eilífa lífið.

Hebreabréfið 11:1 & 3

-1- Trúin er fullvissa( eða efniviðurinn(substance,hupostasis)) um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.

-3- Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs og að hið sýnilega hefur ekki orðið til af því, er séð varð.

Þessi vers í þessum kafla um trú leggja línurnar fyrir skilning okkar á trú. Það gefur okkur grunn sem við getum haldið áfram að byggja ofan á.

Fyrir trú varð alheimurinn til úr hlutum sem eru ósýnilegir

Við þurfum að skoða þessi vers ritningarinnar betur, því þau gefa okkur grundvallarskilning á eðli trúar.

Trú er efni: Innihald þess sem vonast er eftir. Hvað er þetta svokallaða efni? Gríska orðið fyrir efni er hupostsis og hefur þessa merkingu. 5287. hupostasis, hoop-os’-tas-is; af G5259 og G2476; undirstaða (stuðningur), kjarni, efni.

Trúin er undirliggjandi efni, grunnurinn, kjarninn, hráefnið fyrir það sem vonast er eftir. Trú er ekki óhlutbundin trú á eitthvað eða huglæg hugmynd, það er kraftur, efni. Það er nauðsynlegt að við skiljum að trú er efni.

Rómverjabréfið 4:17

eins og skrifað stendur: Föður margra þjóða hef ég sett þig. Og það er hann frammi fyrir Guði, sem hann trúði á, honum sem lífgar dauða og kallar fram það, sem ekki er til eins og það væri til.

Guð vinnur með þessar sömu meginreglur trúarinnar þegar hann skapar hluti, kallar hlutina fram sem ekki eru til eins og þeir séu þegar til. Nú vitum við að sérhver sýnilegur hlutur í þessum heimi er gerður úr atómum. Þú, bíllinn þinn, skýin, grasið, fuglarnir, öll sköpunin er gerð úr hlutum sem við getum ekki séð, að minnsta kosti ekki með náttúrulega auganu. Þannig að hlutir sem sjást voru ekki búnir til úr hlutum sem birtast (eða hlutum sem við getum séð).

Vegna þess að við erum sköpuð í mynd og líkingu Guðs og Guð er skapari, höfum við með arfleifð innra með okkur kraftinn til að skapa. Við skulum bara rifja upp kennslu 1-1-8.

Fyrir mörgum árum í upphafi þjónustu minnar, opnaði Drottinn augu mín fyrir andaheiminum. Þetta stóð í margar vikur þar til ég bað Drottin um að loka fyrir það. Í margar vikur voru augu mín opin fyrir veruleika hins andlega bæði dag og nótt, ég gat ekki lokað fyrir þetta. Mér til mikils léttis lokaði Drottinn minn aftur fyrir þetta.

Á þessu tímabili fór ég að skilja hvernig sumar athafnir og gjörðir manna í hinum veraldlega heimi hefur áhrif í hinu andlega. Við höfum tilhneigingu til að tala um ást og hatur sem óhlutbundnar birtingarmyndir, bara tilfinningar, orð eða langanir o.s.frv. Hins vegar er þetta ekki raunin. Ástin er kraftur og hefur efni; hatur er máttur og hefur efni. Allur kraftur birtist sem titringur. Þetta sést betur á hljóði; hljóð er einfaldlega titringur(tíðni) og hefur bylgjulengd sem skilgreinir ýmsar birtingarmyndir þess. Þegar ég nota orðið „kraftur“ má líta á það sem tíðni. Þessi tíðni eða kraftur getur verið gagnlegur eða skaðlegur fyrir okkur. Englar hafa miklu hærri tíðni en menn, og nema þú sért stilltur á þeirra tíðni eru þeir okkur ósýnilegir. Myndir frá sjónvarpi og tækjum hafa mismunandi bylgjulengd, uppbyggingu og titring (tíðni).

Rómverjabréfið 14:7

Því að enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér.

Þegar við göngum í gegnum lífið skiljum við eftir okkur slóð góðs og ills, jákvæðra og neikvæðra áhrifa. Þessar slóðir sitja eftir og áhrif þeirra jafnvel margfaldast. Þetta er einn af grundvallarveruleika lífsins. Við skiljum ekki aðeins eftir okkur slóð heldur búum við til okkar eigið himnaríki eða helvíti.

Orðskviðirnir 23:7

“Því að eins og hann hugsar í hjarta sínu, svo er hann.” (KJV)

Ég sá að sérhver hugsunarorð, löngun eða tilfinning eins og ást, gleði, reiði, sjálfsvorkunn eða ótti birtist í gegnum okkur sem kraftur, sem aftur birtist í andaheiminum sem litur, hljóð, lykt, og oft er hægt að finna bragð.

Sjálfsvorkunn klæðir þig í hræðilega ógeðslegan lit og lykt sem heldur þér föstum í því ástandi og það hefur áhrif á aðra í kringum þig. Þessi kraftur hefur áhrif á heilsu þína og andlegt ástand.

Langanir manneskju til góðs eða ills framkalla kraft og titring sem fer frá henni.

Þetta ljós, litir, hljóð, lykt, sem fer í gegnum þig, saurgar þig eða hreinsar þig.

Jesús sagði að það er það sem kemur út af þér sem saurgar þig.

Sérhver neikvæðni, eigingirni, afbrýðisemi, reiði, ófyrirgefning eða viðhorf sjálfsvorkunnar koma fram á þennan hátt. Þessi viðhorf kalla fram ótímabæra öldrun, valda sjúkdómum og valda skaða á öllum stigum tilveru þinnar.

Á hinn bóginn mun sérhver kærleiksrík, góð og langlynd viðhorf gera hið gagnstæða og blessa þig með ríkulegu lífi.

Trú er kraftur og þegar hún opinberast flæðir hún út og skapar. Trúin talar við frumsköpun Drottins (undirliggjandi efnið hupastasis og myndar það í sýnilegt efni). Hver knýr atómið? Og hvað stjórnar þeim? Það var ekki erfitt fyrir Jesú að breyta vatni í vín, sameindabyggingu atómanna sem mynduðu vatnið endurstilltu sig og tóku á sig sameindabyggingu víns, jafnvel vindurinn og öldurnar hlýddu rödd hans.

Kólossusbréfið 1:17

Hann er fyrri en allt, og allt á tilveru sína í honum. (Þ.e og heldur áfram að vera til)

Hans líf knýr og gefur hverju atómi kraft.

Orðið hupostasis sem er notað um efni í Hebreabréfinu 11:1. Er sama orðið og er notað í Hebreabréfinu 1:3 fyrir Jesú Krist.

Hebreabréfið 11:1

Trúin er fullvissa( eða efniviðurinn(substance,hupostasis)) um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.

Hebreabréfið 1:3

Hann, sem er ljómi dýrðar hans og ímynd(hupostasis) veru hans og ber allt með orði máttar síns, hreinsaði oss af syndum vorum og settist til hægri handar hátigninni á hæðum.

Jesús er tjáningarmynd-hupostasis af Föðurnum, Guði.

Nú myndast trú og er nákvæm mynd af hlutum sem vonast er eftir og er fullvissa þess að þeir sé til.

Trúin er sönnun þess að hlutirnir sem enn eru óséðir séu í raun til. Ef þú hefur trú, það sem þú hefur trú á, er nú til í hinu ósýnilega ríki. Trú er sannfæring (Gríska orðið elegmos) sönnun þess að þeir séu til.

Til að koma því á framfæri í þessum heimi þarf talað orð. Þú verður að tala það inn í tilveruna í þessu lífi.

Þú verður að játa með munninum og trúa með hjarta þínu!

Markúsarguðspjall 11:23-24

Sannlega segi ég yður: Hver sem segir við fjall þetta: Lyft þér upp, og steyp þér í hafið, og efar ekki í hjarta sínu, heldur trúir, að svo fari sem hann mælir, honum mun verða að því. -24- Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast.

Guð blessi þig!

SOTK – Að lifa í Kristi eða Adam 4.hluti

SOTK – Að lifa í Kristi eða Adam 4.hluti

Hinn nýi maður

Setningarnar „Í Kristi, Kristur í þér, Í honum“, eru oft notaðar í Nýja testamentinu, staðreyndin er að þær koma fyrir að minnsta kosti 224 sinnum. Þessi mikla notkun þessara orðasambanda gefur okkur vísbendingu um mikilvægi þeirra

Efesusbréfið 2:13

Nú þar á móti eruð þér, sem eitt sinn voruð fjarlægir, orðnir nálægir í Kristi, fyrir blóð hans.

Kólossusbréfið 1:26-28

Að flytja Guðs orð óskorað, leyndardóminn, sem hefur verið hulinn frá upphafi tíða og kynslóða, en nú hefur hann verið opinberaður Guðs heilögu. -27- Guð vildi kunngjöra þeim, hvílíkan dýrðar ríkdóm heiðnu þjóðirnar eiga í þessum leyndardómi, sem er Kristur meðal yðar (í yður), von dýrðarinnar. -28- Hann boðum vér, er vér áminnum sérhvern mann og fræðum með allri speki, til þess að vér getum leitt hvern mann fram fullkominn í Kristi.

Maðurinn var upphaflega skapaður í mynd og líkingu Guðs. Það sem Guð er var yfirfært til Adams.

Eftir að Adam var fallinn eignaðist hann son sem hét Set. Adam hafði tekið á sig nýja náttúru eða eðli, fallið eðli og hann gaf það áfram til sonar síns Sets. Taktu eftir hugtökunum í þessu versi.

Kólossusbréfið 1:26-28

Adam lifði hundrað og þrjátíu ár. Þá gat hann son í líking sinni, eftir sinni mynd, og nefndi hann Set.

Þegar þú endurfæddist fékkstu allt sem Jesús er, Guðs fullkomni sonur. Þú hefur nú val um að lifa “Í Adam” eða “Í Kristi”.

Síðara Korintubréf 5:17

Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.

Andi þinn er ný sköpun, þú varðst barn Guðs í hans mynd og líkingu.

Hvað þýðir það að vera Í Kristi? Við notum oft orðasambönd án þess að skilja raunverulega merkingu þeirra.

Það eru 15 mismunandi grískar merkingar fyrir enska orðið “Í”, Þetta hljómar svolítið ógnvekjandi, en alltaf þegar orðið „í“ er notað í tengslum við Krist, þá er það sérstakt grískt orð sem þýðir „að vera inni í, í hvíld“.

Gríska orðið er ev. Frá Grísku til Ensku Lexicon Bullinger segir þetta um Í. “Vera, eða vera inni í með áherslu á hvíld.”

Það er áhugaverð merking fyrir þetta orð í þessu samhengi.

Ef einhver dvelur í hvíld í Kristi er hann ný sköpun. Kristur í þér, þú verður að hvíla í því og láta þessa nýju sköpun lifa sínu lífi í gegnum þig.

Þegar Jesús talaði um samband kristinna manna við sjálfan sig notaði hann myndina af vínviðnum og greinunum.

Jóhannesarguðspjall 15:5-6

Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört. -6- Hverjum sem er ekki í mér, verður varpað út eins og greinunum, og hann visnar. Þeim er safnað saman og varpað á eld og brennt.

Við verðum að vera innra með honum í hvíld. Jesús er fyrirmynd okkar varðandi þetta. Hann varð að vera í hvíld, í föður sínum.

Jóhannesarguðspjall 14:10

Trúir þú ekki, að ég er í föðurnum og faðirinn í mér? Orðin, sem ég segi við yður, tala ég ekki af sjálfum mér. Faðirinn, sem í mér er, vinnur sín verk.

Hvernig gerum við þetta ?

  • Þróaðu meðvitaða vitund um nýja sköpunarmanninn þinn. Þú getur ekki látið undan einhverjum sem þú ert ekki meðvitaður um. Það eru að minnsta kosti 80 ritningarvers um Krist í þér, eða þú í Kristi.
  • Auðmýkt: Vertu fullkomlega háð(ur) Drottni í þér, án hans geturðu gert ekkert. Þú þarft að treysta á nýja lífið og eðlið sem þér hefur verið gefið, Krist í þér.
  • Uppgjöf: Það þarf að vera vilji til að gefa upp eigin vilja eða sjálfið, þú getur ekki verið í hvíld í honum, án uppgjafar lífs þíns, vilja þíns til Drottins.

Galatabréfið 2:20

Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.

  • Leggðu niður líf þitt: Það verður að vera vilji til að gefast upp á öllu sem aðskilur þig frá honum. Þetta geta verið syndir, skurðgoð, samtök, hvað sem setur vegg á milli Drottins og þín.
  • Lifðu í kærleika: Þú verður án undantekninga að ganga í kærleika til Guðs og manna.

Jóhannesarguðspjall 15:10, 5 & 12

Ef þér haldið boðorð mín, verðið þér stöðugir í elsku minni, eins og ég hef haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans.

Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.

Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður.

Þegar Jesús gekk um þessa jörð gerði hann vilja Föðurins. Vilji Krists í þér er nú vilji Föðurins. Hlustaðu á rödd hans í samvisku þinni og hvíldu í honum.

Oft er spurt. Hver er munurinn á Kristi í okkur og við í Kristi?

Ef þú tekur pott fullan af vatni og dýfir honum í fötu af vatni, er hann þá potturinn í vatninu eða er vatnið í pottinum?

Rómverjabréfið 8:1-2

Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú. -2- Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.

Þegar þú ert í hvíld í Kristi, sem er í þér, og þú velur að leyfa honum að lifa lífi sínu í gegnum þig, verður þú laus við lögmál syndar og dauða.

Rómverjabréfið 6:13

Ljáið ekki heldur syndinni limi yðar að ranglætisvopnum, heldur bjóðið sjálfa yður Guði sem lifnaða frá dauðum og limi yðar Guði sem réttlætisvopn.

Þetta er val. Ekki gefa upp limi þína, líkama þinn, munn þinn, tilfinningar þínar, huga þinn og vilja sem verkfæri rangra verka. Hættu að reyna og hvíldu í honum. Veldu að láta Jesú lifa í gegnum þig, þegar þú velur það sem er rétt, losnar um anda lífsins í þér, og þú færð kraft til að ganga í réttlæti.

Fyrra Korintubréf 1:30

Honum er það að þakka að þér eruð í samfélagi við Krist Jesú. Hann er orðinn oss vísdómur frá Guði, bæði réttlæti, helgun og endurlausn.

Fyrra Korintubréf 15:22

Því að eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam, svo munu allir lífgaðir verða fyrir samfélag sitt við Krist.

Síðara Korintubréf 2:14

En Guði séu þakkir, sem fer með oss í óslitinni sigurför Krists og lætur oss útbreiða ilm þekkingarinnar á honum á hverjum stað.

Guð blessi þig!