SOTK – Fjallræðan 3.hluti

SOTK – Fjallræðan 3.hluti

Matteusarguðspjall 5:7

Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.

Gríska orðið fyrir enska orðið miskunnsamur er. Eleeo.

1653. eleeo, el-eh-eh’-o; frá G1656; miskunna (með orði eða verki, sérstaklega, af guðlegri náð):–hafa samúð (aumkunar), hafa (aflað, þiggja, sýna) miskunn (með).

Þetta orð eleeo kemur frá rótinni 1656. eleos, el’-eh-os; sem hefur merkingu samúðar.

Sælir eru þeir sem sína samúð því þeir munu hljóta samúð

Miskunn lýsir athöfninni: samúð lýsir tilfinningunni sem fylgir athöfninni.

Að sýna miskunn er ekki bara lögfræðileg eða réttarleg athöfn, það þarf að fylgja tilfinningu, samúð myndast sem tilfinning eða þrá til að lina þjáningar og erfiðleika sem einstaklingur hefur lent í.

Þessi tilfinning, þessi innri þrá, þessi samúð er kveikjan sem losar um kraft eða getu Guðs til að hjálpa hvert öðru.

Matteusarguðspjall 9:36

En er hann sá mannfjöldann, kenndi hann í brjósti um þá, því þeir voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir, er engan hirði hafa.

Matteusarguðspjall 14:14

Þegar Jesús steig á land, sá hann þar mikinn mannfjölda, og hann kenndi í brjósti um þá og læknaði þá af þeim, er sjúkir voru.

Markúsarguðspjall 1:41

Og hann kenndi í brjósti um manninn, rétti út höndina, snart hann og mælti: Ég vil, verð þú hreinn!

Fyrsta Jóhannesarbréf 3:17

Ef sá, sem hefur heimsins gæði, horfir á bróður sinn vera þurfandi og lýkur aftur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum?

Öll feitletruðu orðin í versunum hér að ofan eru þýdd “Compassion”.

Þessi tilfinning er nauðsynleg til að losa um flæði Guðs í gjöfum andans, þessi innri þrá um samúð með hvort öðru losar um flæði anda Guðs um okkur, og það er smurefnið sem heilagur andi flæðir um.

Að sýna miskunn eða samúð hefur líka þá merkingu að vera ekki dæmandi.

Jesús var mjög eindreginn með þetta, hann segir okkur greinilega að dæma ekki hvert annað.

Matteusarguðspjall 7:1-2

Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir. -2- Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða.

Ekki reyna að að gera lítið úr þessu. Jesús meinti nákvæmlega það sem hann sagði: Ekki dæma.

Þetta er boð Jesú, þetta boð er skilyrðislaust. Jesús segir hreint út, ekki dæma aðra.

Rómverjabréfið 14:10

En þú, hví dæmir þú bróður þinn? Eða þá þú, hví fyrirlítur þú bróður þinn? Allir munum vér verða að koma fram fyrir dómstól Guðs.

Jakobsbréfið 4:11-12

Talið ekki illa hver um annan, bræður. Sá sem talar illa um bróður sinn eða dæmir bróður sinn, talar illa um lögmálið og dæmir lögmálið. En ef þú dæmir lögmálið, þá ert þú ekki gjörandi lögmálsins, heldur dómari. -12- Einn er löggjafinn og dómarinn, sá sem getur frelsað og tortímt. En hver ert þú, sem dæmir náungann?

Vertu miskunnsamur, þú ert ekki nógu snjall til að dæma aðra.

Þegar við horfum á aðstæður dæmum við með því að horfa á gjörðir manneskjunnar. Hins vegar lítur Guð ekki aðeins á verknaðinn, hann sér ástæðuna.

Guð skilur ástæðuna fyrir því að við gerum ákveðna hluti. Vegna þess að við sjáum aðeins athöfnina, getum við ekki dæmt réttlátlega og við endum oft á því að uppfylla eftirfarandi ritningarstað.

Jesús sagði, við dæmum hinn saklausa vegna þess að okkur skortir miskunnsemi

Matteusarguðspjall 7:1-2

Ef þér hefðuð skilið, hvað felst í orðunum: Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir, munduð þér ekki hafa sakfellt saklausa menn.

Ritningarnar eru skýrar. Ef þú dæmir verður þú dæmdur.

Lúkasarguðspjall 6:37

Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða. Sakfellið eigi, og þér munuð eigi sakfelldir verða. Sýknið, og þér munuð sýknaðir verða.

Jesaja 55:8

Já, mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mínir vegir segir Drottinn.

Þegar Davíð át skoðunarbrauðið, sem var ólöglegt, dæmdi Guð hann ekki. Fyrri Samúelsbók 21:6

Mundu Rahab, hún var vændiskona og vegna þess að hún laug og faldi njósnarana, umbunaði Guð henni mikið. Jósúa 6. kafli.

Guð fyrirgaf Davíð framhjáhald hans en drap manninn sem reyndi að halda örkinni stöðugri.

Hvernig hefðir þú dæmt?

Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.

Jesús var að setja grunnreglur Guðsríkisins og sumt var bannað. Hann sagði greinilega, ekki dæma aðra manneskju, þú ert ekki nógu snjall og Guð gæti litið á þetta allt öðruvísi.

Þegar ég skrifa þetta er ég minntur á sanna sögu frá fyrstu hendi. Trúboði sem starfaði í Afríku leiddi höfðingja af ákveðnum ættbálki til Drottins. Þessi höfðingi átti tíu eiginkonur, sem auðvitað skapaði erfiða stöðu fyrir trúboðann. Loks komst trúboðinn að eftirfarandi niðurstöðu sem var sú að höfðinginn skyldi gefa upp níu af konum sínum og búa með þeirri fyrstu sem hann giftist. Höfðinginn samþykkti þetta og trúboðinn fór til að heimsækja önnur þorp. Nokkru síðar kom trúboðinn aftur og spurði höfðingjann hvort hann hefði farið eftir því sem þeir urðu sammála um að væri rétt. Höfðinginn, sem geislaði, sagði já, ég hef gert það sem Guð krafðist af mér og setti konur mínar níu til hliðar, trúboðinn svaraði hvar eru þær? Höfðinginn svaraði, ó ég át þær.

Hvernig myndir þú dæma það sem gerðist ?

Hebreabréfið 4:12

Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans.

Davíð konungur vissi að Guð leit allt öðruvísi á hlutina en maðurinn gerir, þegar hann fékk val um hvort hann yrði afhentur mönnum eða Guði valdi hann Guð um leið.

Hebreabréfið 4:12

Davíð svaraði Gað: Ég er í miklum nauðum staddur. Falli ég þá í hendur Drottins, því að mikil er miskunn hans, en í manna hendur vil ég ekki falla.

Sumir myndu segja að í dag láttu mig ekki falla í hendur kristinna hvítasunnumanna.

Kirkjan hefur enn þá tilhneigingu að skjóta sína særðu í stað þess að hjálpa þeim.

Þessi aðalregla konungsríkisins er mjög sjaldan fylgt af kristnum mönnum og þjónum í dag. Sumir munu vera ósammála með því að segja að við verðum að setja viðmið, já viðmiðið er orð Guðs en við erum ekki að tala um staðla hér við erum að tala um viðbrögð þín við því sem þú sérð sem brot á viðmiðunum.

Jesús sagði að sá sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Aðeins sá sem er syndlaus hefur leyfi til að dæma.

Það eru þeir í líkama Krists í dag sem hafa sett sig upp sem dómara, jafnvel sett upp vefsíður eða fréttabréf til að afhjúpa þá sem þeir telja að hafi mistekist. Mikill verður dómur þeirra, stolt þeirra og hroki fer fyrir þeim.

Kólossusbréfið 3:12-14

Íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. -13- Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra. -14- En íklæðist yfir allt þetta elskunni, sem er band algjörleikans.

Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða

Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.

Guð blessi þig!

SOTK – Fjallræðan 2.hluti

SOTK – Fjallræðan 2.hluti

Matteusarguðspjall 5:6

Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.

Það er lögmálið í ríki Guðs sem er, hvað sem þú þráir eindregið muntu laða að sjálfum þér.

Lögmálið um aðdráttarafl “Law of Attraction” er öflugt og ógnvekjandi lögmál. Það sem þú einbeitir þér að munt þú að lokum tengjast, þetta er lögmál í ríki Guðs. Þetta lögmál hefur víðtækar afleiðingar vegna þess að tengingin sem þú myndar þegar þú einbeitir þér að einhverju verður andleg tenging, þú tengist kraftinum á bak við hlutinn sem þú einbeitir þér að.

Jesús er að segja að ef þú átt að fyllast réttlæti þarftu að hungra eftir því.

Ef þig hungrar í að líkjast Jesú muntu verða eins og hann. Þetta undirstrikar þetta ríkislögmál.

Markúsarguðspjall 11:24

Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast.

Sálmarnir 115:8

Eins og þau eru, verða smiðir þeirra, allir þeir er á þau treysta.

Þessi ritningarstaður er að tala um þá sem búa til skurðgoð, þarna er áherslan að þeir verða eins og skurðgoðin sem þeir treysta á.

Orðskviðirnir 23:7

Því að hann er eins og maður, sem reiknar með sjálfum sér. ( Betri þýðing: Því eins og maður hugsar í hjarta sínu, verður hann.)

Satan er mjög meðvitaður um lögmálið um aðdráttarafl og kraft þess til að undiroka manninn að markmiðum sínum.

Flestir tölvuleikir í dag eru með ógnvekjandi ofbeldisefni, á bak við flesta af þessum leikjum er ofbeldisandi sem bíður bara eftir því að spilarinn nái ákveðnu upptökustigi í leiknum, þessi andi getur á ákveðnum tímapunkti færst inn í þau og frá þeim tímapunkti byrjar hann að laga manneskjuna að eðli sínu þ.e.a.s. ofbeldi. Hvort leikmaðurinn er kristinn eða ekki skiptir engu máli. Þetta lögmál um aðdráttarafl með afleiðingum þess er algjörlega óhlutdrægt.

Þetta lögmál á neikvæðu hliðina er líka mjög áberandi í heimi efnishyggjunnar. Auglýsingastofur vita vel að ef þær geta fengið þig til að einbeita þér að ákveðnum neysluvörum eins og bílum, fötum, rafeindabúnaði o.s.frv., þá laðast þú að þeim. Ef þetta aðdráttarafl verður sterk löngun verður andasviðið virkt í því.

Nýaldarhreyfingin

Andinn á bakvið Nýaldarhreyfinguna, er í grundvallaratriðum sambland af göldrum og hindúisma sem er svo pakkað inn svo að það sé aðlaðandi fyrir marga Vesturlandabúa. Nýaldarhreyfingin skilur lögmálið um aðdráttarafl betur en flestir kristnir. Þeir nota með góðum árangri þá æfingu að einbeita sér til að tengjast hlutnum sem þeir einblína á. Mörg námskeið um að ná markmiðum sínum nota þessa tækni. Þetta gengur oft undir nafninu sjónsköpun, nýaldarhreyfingin tók þetta beint úr biblíunni.

Að skilja muninn

Við þurfum að skilja muninn á nýaldariðkun og kristinni iðkun. Við þurfum að þroskast í hugsun okkar og hugmyndum varðandi starfshætti nýaldarhreyfingarinnar. Þó að nýaldarhreyfingin iðki ákveðna hluti þýðir það ekki að kristnir menn ættu ekki að æfa sömu hlutina. Áður en blóðþrýstingur þinn hækkar og þú dæmir mig í raðir hinna blekktu, leyfðu mér að útskýra.

Nýaldarhreyfingin æfir sig að lækna sjúka, eigum við að hætta þessu vegna þess að nýaldarfólkið gerir það? Þeir æfa sig líka í því að reka djöfla út, þeir starfa við lestur eða spádómsorð og listinn heldur áfram. Þú segir, já, en þeir eru að nota afbakaðan sannleika! Það er satt en til þess að það sé hægt að falsa þarf hið raunverlega að vera til staðar.

Munurinn liggur í hvaða anda þessir hlutir eru gerðir. Sjónsköpun er greinileg í ritningunum.

Þegar Guð gaf Abraham fyrirheit um að niðjar hans yrðu svo margir að erfitt væri að sjá það fyrir sér, gaf Guð honum sjónræna tilvísun.

Fyrsta Mósebók 26:4

Og ég mun margfalda niðja þína sem stjörnur himinsins og gefa niðjum þínum öll þessi lönd, og af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir á jörðinni blessun hljóta,

Abraham var gefin sjónræn tilvísun sem myndi hjálpa honum við að rækta trú hans inn í raunveruleikann.

Í hvert sinn sem Abraham fór út fyrir tjald sitt á nóttunni stóð hann frammi fyrir töfrandi fjölda stjarna og í hverri stjörnu sá hann einn af afkomendum sínum.

Hebreabréfið 2:12 segir frá því að við eigum að horfa til Jesú, höfundar og fullkomnara trúar okkar.

Hvernig gerum við það? Jæja í fyrsta lagi megum við ekki falla í algengustu gildru óvinarins með að telja allt andlegt sem við skiljum ekki. Að horfa til Jesú þýðir einmitt það, við eigum að horfa á hann.

Taktu eftir því sem Páll sagði við Korintumenn.

Síðara Korintubréf 4:18

Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft.

Hvernig lítur þú á eitthvað sem þú sérð ekki? Þú gerir það með því að nota augu hjartans. Ef ég bið þig um að loka augunum núna og sjá fyrir þér húsið sem þú býrð að framanverðu, geturðu gert það, hvernig/með því einfaldlega að nota augu hjartans, með því að sjá það fyrir þér. Hvernig lítur þú á Jesú? Einfaldlega með því að nota augu hjartans.

Ímyndunaraflið er ótrúleg gjöf Guðs sem við notum oft ómeðvitað yfir allan daginn.

Síðara Korintubréf 3:18

En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins.

Ef þú hungrar eftir réttlæti (að vera eins og Jesús) ef þú einblínir á að vera eins og Drottinn og þessi áhersla verður sterk þrá, mun breyting eiga sér stað í þér þegar lögmálið um aðdráttarafl kemur við sögu og þú tengist viðfangi þrá þinnar, sem fær Drottinn til að bregðast við. Þessi tenging veldur því að þú verður líkari Honum sem er réttlátur.

Þetta ferli er náðarferli sem fer af stað með sterkri löngun og skýrri einbeitingu.

Satt réttlæti er réttlæti Drottins sem okkur er veitt með stöðugum meðvituðum tengslum við hann, það er ekki vegna verka. Mundu að það sem þú tengist muntu líkjast.

Postulasagan 4:13

Þegar þeir sáu djörfung Péturs og Jóhannesar og skildu, að þeir voru ólærðir leikmenn, undruðust þeir. Þeir könnuðust og við, að þeir höfðu verið með Jesú.

Með hverjum hefur þú verið í dag?

Matteusarguðspjall 5:6

Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.

Guð blessi þig!

SOTK – Fjallræðan 1.hluti

SOTK – Fjallræðan 1.hluti

Í 5. til 7. kafla Matteusar er sagt frá því sem hefur orðið þekkt sem fjallræðan eða sæluboðin. Þessi rit eru grunnurinn sem allt annað í Nýja testamentinu er byggt á. Kenningar Jesú eru grunndvöllurinn sem Páll og aðrir höfundar Nýja testamentisins byggðu á við sínar kennslur.

Fjallræða Jesú er ítarleg útlistun á kröfum Guðsríkisins, með öðrum orðum ef við ætlum að eiga hlut í Hans ríkisvaldi er nauðsynlegt að gera þessar kröfur að okkar lífsstíl.

Sæluboðin (frá latínu “beautus” sem þýðir blessaður) með öðrum orðum ef þú vilt vera sannarlega blessaður þá þurfa þessi “fallegu viðhorf” að verða hluti af því sem þú ert. Þessi ríkislög eru það sem konungur krefst af þeim sem vilja verða samerfingjar hans í ríkinu.

Án þessara eiginleika konungsríkisins, erum við eins og Páll orðar það „hljómandi málmur eða hvellandi bjalla“ og svokölluð kristni langt frá því sem Guð ætlaði henni að vera.

Aðaláherslan í kirkjunni í dag er allt of oft á gjafir, völd, vald, velgengni o.s.frv., en hinn sanni grunnur er ekki lagður í lífi okkar sem leiðir til aðeins gremju og djúpstæðs skorts á að þekkja Guð í raun og veru. Vandamálið sem við eigum í sambandi við Guð er ósamrýmanleiki. Við erum ekki eins og hann, sem gerir samband við hann erfitt. Jesús kom ekki bara til að frelsa okkur, heldur til að opinbera okkur föðurinn, Jesús sýndi í göngu sinni á jörðu hjarta Guðs, sem er opinberað í fjallræðunni.

Við þurfum að endurskoða skynjun okkar á sannkristnum gildum. Það er hver við erum sem ræður því hvað við gerum, nei öfugt, Fjallræðan segir til um hver við eigum að verða.

Það er vaxandi skilningur meðal margra kristinna manna í dag að forgangsröðun okkar hefur verið nokkuð ábótavant, í þrá okkar eftir viðurkenningu og sjálfsdýrð höfum við algjörlega misst marks.

Fjallræðan færir krossinn enn og aftur í réttmætan stað, hann snýst um að deyja sjálfum sér og í gegnum dauðann og síðari upprisu verðum við eiginleikarnir sem þarf til að lifa í veruleika Guðsríkisins.

Galatabréfið 2:20

Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.

Galatabréfið 6:14

En það sé fjarri mér að hrósa mér af öðru en krossi Drottins vors Jesú Krists. Sakir hans er ég krossfestur heiminum og heimurinn mér.

Sæluboðin

Matteusarguðspjall 5:5-10

-5- Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.
-6- Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.
-7- Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.
-8- Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.
-9- Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.
-10- Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki.

Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.

Gríska orðið fyrir hógvær er. 4239. praus, prah-ooce’; appar. a prim. orð; mildur, þ.e. auðmjúkur:–hógvær.

Gríska orðið hefur merkinguna auðmýkt. Auðmýkt er algjörlega ómissandi eiginleiki ef við ætlum að ganga með Drottni og erfa jörðina (ríkja með Drottni í þúsundáraríkinu).

Ritningarnar segja greinilega að Guð standi gegn hinum dramblátu.

Jakobsbréfið 4:6

En því meiri er náðin, sem hann gefur. Þess vegna segir ritningin: Guð stendur í gegn dramblátum, en auðmjúkum veitir hann náð.

Guð stendur gegn stoltum. Í grískunni “er á móti hinum stoltu”. Hroki eða dramb verður fljótt hluti af okkur og er svo kröftugur að hann getur greypt sig inn í ásjónu okkar.

Auðmýkt er einn af æðstu eiginleikum himnaríkis.

Þegar við erum klædd auðmýkt er það kraftur sem klæðir okkur og er hægt að greina í hinu andlega sem mjög látlausa skikkju eða möttul, englarnir á himnum sjá það og beygja sig fyrir því. Þú getur ekki gengið inn í hið sanna Guðsríki nema þú sért með þessa skikkju. Þess vegna er þessi eiginleiki Guðs ofarlega á listanum. Þú getur ekki farið inn í hinar 5 sælusetningar án þess að klæðast fyrst eða verða auðmýkt.

Til dæmis ef þú reynir að reyna að komast inn í seinni sæluboðið án auðmýktar, þ.e. að hungra og þyrsta í réttlæti, þá muntu verða fyrir mótstöðu frá Guði, þú getur ekki farið inn þar.

Auðmýkt

Matteusarguðspjall 11-29-30

Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. -30- Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.

Myndin hér er ein af “ómótstöðu” Við höfum mynd af því að vera bundinn í ok til Drottins. Orðið ok hefur þá merkingu að vera virkjuð. Þegar uxar voru notaðir til að plægja akra voru þeir beygðir af beisli, ef þeir börðust við beislið og drógu í gagnstæða átt sem þeir voru keyrðir í, var brugðist við þeim af hörku þar til þeir féllu undir okið.

Jesús er að segja komdu til mín, lærðu af mér vegna þess að ég er hógvær og lítillátur. Lærðu hógværð af mér, ekki standa gegn mér, gefðu mér undirgefni, leggðu niður líf þitt og fylgdu mér.

Hógværð, auðmýkt hefur enga mótstöðu við Drottin né náunga sinn. Við sjáum árangurinn af þessu þegar Jesús sagði að ef þeir neyða þig til að fara eina mílu, farðu tvær mílur. Að vera án mótstöðu við Drottin og náunga okkar er krafa eða ríkislögmál, lögmál ómótstöðu.

Ef þú ert neyddur af öðrum til að gera illt þá skaltu auðvitað standa gegn því í anda hógværðar, ekki anda sjálfsréttlætis.

Auðmýkt sýnir að við erum algjörlega háð Drottni, þegar við komum til Drottins komum við með auðmýkt, fullkomlega háð honum fyrir alla hluti. Án hans getum við ekkert gert (sem er mikils virði).

Galatabréfið 5:23-24

hógværð og bindindi. Gegn slíku er lögmálið ekki. -24- En þeir, sem tilheyra Kristi Jesú, hafa krossfest holdið með ástríðum þess og girndum.

Við getum ekki komist að orði Guðs án hógværðar, við getum ekki skilið orð Guðs nema hann upplýsi okkur. Þetta viðhorf hógværðar er mikilvægt til að hljóta opinberun.

Jakobsbréfið 1:21

Leggið því af hvers konar saurugleik og alla vonsku og takið með hógværð á móti hinu gróðursetta orði, er frelsað getur sálir yðar.

Sælir eru hógværir, þeir munu jörðina erfa. Jörðin var gefin Adam, en fyrir synd gaf hann Lúsifer hana.

Jesús sem maður vann aftur jörðina og börn hans erfa aftur jörðina, en aðeins hinir hógværu munu erfa hana.

Þegar þessi pláneta öðlast hvíld aftur og þúsund ára ný öld opnast, munu aðeins hógværir ríkja með honum á þessari jörð.

Hin fimm sæluboðin eru í boði fyrir okkur ásamt blessunum sem þær veita, en þú getur ekki farið inn í næstu fimm fyrr en þú verður hógvær í persónuleika og karakter.

Títusarbréfið 3:2

lastmæla engum, vera ódeilugjarnir, sanngjarnir og sýna hvers konar hógværð við alla menn.

Kólossusbréfið 3:12-14

Íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. -13- Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra. -14- En íklæðist yfir allt þetta elskunni, sem er band algjörleikans.

Guð blessi þig!

Níundi dagur Av mánaðar – Tisha B’Av

Níundi dagur Av mánaðar – Tisha B’Av

Hvað er svona merkilegt við þessa dagsetningu ?

Áður en ég fer yfir söguna og það sem Biblían segir varðandi þetta tímabil skulum við lista upp þá atburði sem átt hafa sér stað þann 9 Av í gyðinglega dagatalinu.

9 Av

  • 1200 B.C.– Guð sagði Ísraelsmönnun í eyðimörkinni að þessi kynslóð myndi ekki komast inn í fyrirheitna landið.
  • 586 B.C – Babýlonski herinn eyðilagði heilaga musterið.
  • 70 A.D. – Títus og rómverski herinn eyðilögðu heilaga musterið
  • 135 A.D. – „Bethar“, vígi Bar Kochba, féll og gerði út um vonir gyðinga um sjálfstæði.
  • 136 A.D. – Róm byrjaði að reisa heiðnu borgina á staðnum þar sem musterið var vígt.
  • 1096 A.D. – Fyrstu krossferðirnar hófust.
  • 1290 A.D. – Gyðingum var vísað frá Englandi.
  • 1306 A.D. – Gyðingum var vísað frá Frakklandi.
  • 1492 A.D. – Ferdinand konungur og Ísabella drottning undirrituðu brottvísun. Í júlí, þann 9. Av, þurftu allir gyðingar að vera komnir frá Spáni.
  • 1648 A.D. – Chmelnicky myrti tugþúsundir pólskra gyðinga.
  • 1914 A.D. – Yfirlýsingar varðandi Fyrri heimstyrjöldina gengu út.
  • 1942 A.D. – Áætlanir um gereyðingu gyðinga voru gerðar í síðari heimstyrjöldinni.

Það er afar áhugavert að svona risastórir sögulegir atburðir varðandi Ísraelsmenn skuli allir hitta á sömu dagsetninguna. Þetta er í raun þriggja vikna tímabil sem byrjar þann 17 í Tammuz mánuði og nær hámarki þremur vikum síðar þann 9 Av. Í bæði skiptin þar sem ráðist var á Jerúsalem og musterin eyðilögð höfust þann 17 Tammuz og enduði þann 9 Av. Þetta er sorgartímabil en þann dag í dag í Ísrael og einnig tími föstu, bæna og jafnvel ótta um að eitthvað alvarlegt geti gerst. Þetta tímabil hefur verið kallað nokkrum nöfnum eins og “Dire Straits” eins og kemur fram í Harmljóðunum, en einnig “Season of the Basilisk”, þar sem eðli þessara ofsókna er með þeim hætti að óvinurinn virðist hafa sérstakt vald eða leyfi til að herja á Ísrael.

Harmljóðin 1:3

Júda hefir flúið land fyrir eymd og fyrir mikilli ánauð. Hann býr meðal heiðingjanna, finnur engan hvíldarstað. Allir ofsækjendur hans náðu honum í þrengslunum.

Judah has gone into captivity, under affliction and hard servitude; she dwells among the nations, she finds no rest; all her persecutors overtake her in dire straits.”

Ég ætla ekki að fara mjög djúpt í kennslu um nöðruna eða “basilisk”, en það er talað sérstaklega um þennan djöful á nokkrum stöðum í Biblíunni.

Jeremía 8:17

Sjá, ég sendi meðal yðar höggorma, nöðrur, sem særingar vinna ekki á, og þeir skulu bíta yður segir Drottinn.

For, behold, I will send serpents, basilisks, among you which will not be charmed, and they shall bite you, saith the Lord. (Jeremiah 8:17)

Hér er brot úr sýn sem Bob Jones fékk varðandi Nöðruna og þetta þriggja vikna tímabil sem hefur valdið svo miklum hörmungum fyrir gyðinga í gegnum tíðina.

“Þann 23. júlí 1996 og aftur 23. júlí 1997 var Bob gefin sýn frá Drottni sem sýndi þennan kraftmikla djöfullega anda sem Hann þráir að við skiljum og stöndum gegn. Það var ljóst í sýnunum að þessi andi bjóst ekki við að verða afhjúpaður né opinberaður. Þessi illi andi er vanur að starfa í leyni án þess að vera uppgötvaður eða hindraður. Þessi mikli óvinur krossins hefur vald til að losa um víðtæka eyðileggingu og eymd á jörðinni, sérstaklega ef hin biðjandi kirkja stendur ekki gegn honum. Þessi illi andi er þekktur sem Basilisk.

Basilisk er myndlíking djöfulsins sjálfs sem hefur þann aðaltilgang að koma með dauða og eyðileggingu. Hefðbundinn dauðsföll sem stafa af þessum anda eru sprottinn af plágum, veikindum og sjúkdómum, náttúruhamförum og jafnvel hryðjuverkum. Uppruna þess má rekja allt aftur til Ísraels til forna. Egyptar tilbáðu þennan anda sem „drottinn og konung höggormanna sem allir áttu að óttast, og var sterkari en allir“. Þeir sýndu krýndan basilisk á höfði guða sinna eins og sést á Bembine-töflunni og öðrum egypskum minnismerkjum. Þetta sýnir tilraun Satans til að lyfta sjálfum sér yfir Guð sem hlut tilbeiðslu.”

Hér er hægt að lesa ítarlega kennslu og alla sýnina sem Bob Jones fékk.

17 Tammuz

Við skulum einnig skoða þá atburði sem marka upphaf þessa þriggja vikna tímabil eða sem hófust þann 17 Tammuz.

  • 1312 BC. – Móse steig niður af Sínaífjalli eftir 40 daga og sá fólkið tilbiðja gullkálfinn. Móse braut töflurnar tvær sem innihéldu boðorðin tíu. 3.000 Ísraelsmenn voru drepnir af levítum.
  • 2 Kings 21:7. – Hinn illi konungur Manasse í Júda lét setja upp asérulíkneski í musterinu.
  • 586 BC. – Múrar Jerúsalem brustu eftir margra mánaða umsátur Nebúkadnesars og babýlonskra herafla hans (Fyrsta musteri var eyðilagt 3 vikum síðar á 9 Av. )
  • 70 AD. – Titus & Rómverjar brutu múra Jerúsalem. Upphaf endaloka annars musterisins, sem var eyðilagt þremur vikum síðar á 9 Av. )
  •  135 AD. – Annað stríð gyðinga og Rómverja. Rómverski herforinginn Apostomus brenndi Torah-rit fyrir uppreisn Bar Kokba.
  • 1239 – Gregoríus páfi IX fyrirskipaði að öll handrit Talmúdsins yrðu gerð upptæk.
  • 1391 – Meira en 4.000 spænskir ​​gyðingar voru drepnir í Toledo og Jaen á Spáni.
  •  1559 – Gyðingahverfið í Prag var brennt og rænt.
  • 1944 – Allir íbúar gettósins í Kovno voru sendir í dauðabúðirnar.
  • 1970 – Líbýa fyrirskipaði að allar eignir gyðinga yrðu gerðar upptækar.
  • 1981 – Ísraelar réðust á Tammuz-1 kjarnaofninn í Osiraq til að reyna að koma í veg fyrir kjarnorkuáætlun Íraks.
  • 1994 – Shoemaker Levi reikistjarnan byrjaði að brotna upp og endaði með því að sprengja Júpíter með 16 brotum á 9 Av, þar sem hvert brot jafngilti höggi frá kjarnorkusprengju
  •  Tammuz 24, 2002 – Einni viku eftir 17. Tammuz föstuna, byrjaði vatn að streyma út úr Vesturmúrnum. Einn steinninn, 15 metrum uppi í veggnum, verður allt í einu rennandi blautur án jarðneskra skýringa.
  • 2006 – Líbanon og Ísrael fóru í stríð eftir að Hezbollah rændi 2 ísraelskum hermönnum. (Chuck Pierce spáði 29. janúar 2006, “horfðu á Líbanon. Ég mun koma átökum inn í Líbanon, því það eru mörkin sem ég mun takast á við á þessu ári varðandi fyrirheitna landið mitt Ísrael. Hernaðarættkvíslir Líbanons munu aftur rísa upp. En ég mun vinna þetta stríð, og auðæfum sem hafa verið tekin mun verða skilað í mitt ríki.”)

Það hefur verið nokkuð rólegt í Ísrael undanfarin ár, þótt það hafi einhver átök átt sér stað inn á milli. En spennan er að magnast og það virðist margt benda til þess að að alvöru stríð sé í vændum. Við þurfum að biðja fyrir Ísrael því við tilheyrum konungi Ísraels sem mun koma einn daginn og ríkja í Jerúsalem ásamt sínum heilögu.

Í dag er 9 Av

Þegar þessi grein er skrifuð er einmitt 9 Av og það eru mjög athyglisverðir hlutir að eiga sér stað í Ísrael, það hafa verið gríðarlega fjölmenn mótmæli undanfarið þar Benjamin Netanyahu og ríkisstjórn hans (sem er skipuð af stórum hluta af strangtrúuðum gyðingum) er búin að taka mjög róttæk skref í að breyta löggjöf, sem dregur verulega úr völdum hæstarétti landsins og eykur völd þingsins. Gæti verið að þetta séu skrefin sem þarf að taka í undirbúningi fyrir endurbyggingu musterisins í Ísrael ?

Hér er grein sem fjallar um þessi mál.

Hér er svo brot úr grein dagsins á www.haaretz.com

Now, after the law’s passing, Herzog is focusing his frustration and anxiety on the possibility of a civil war and on the coalition’s rejection of his efforts to modify the legislation. “I get up in the morning with deep frustration and a bad feeling of crisis. I, too, am in emotional turmoil. I am pained, and I am angered,” he wrote. “I pleaded for listening, for an extended hand, and for taking responsibility.”

Guð blessi þig!

SOTK – Fagnaðarerindið um ríkið 3.hluti

SOTK – Fagnaðarerindið um ríkið 3.hluti

Við lifum í lok hins sjötta dags. 6000 ár frá Adam og við erum við það að ganga inn í hvíldardaginn, þúsundára frið á jörðu og velvilja til allra manna.

Þar sem við höfum þessa þekkingu, hvers konar fólk ættum við að vera?

Síðara Pétursbréf 3:8-11

En þetta eitt má yður ekki gleymast, þér elskuðu, að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. -9- Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið, þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við yður, þar eð hann vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar. -10- En dagur Drottins mun koma sem þjófur, og þá munu himnarnir með miklum gný líða undir lok, frumefnin sundurleysast í brennandi hita og jörðin og þau verk, sem á henni eru, upp brenna. -11- Þar eð allt þetta ferst þannig, hversu ber yður þá ekki að ganga fram í heilagri breytni og guðrækni,

Lífið er að verða flóknara þar sem þessi öld styttist óðfluga. Lífið á þessari plánetu mun verða erfiðara þar sem ótti, hatur og ofbeldi heldur áfram að aukast. Þessi jörð er farin að skjálfa fram að síðasta heimsendahámarki. En fyrir hinn sigrandi kristna einstakling veit hann að myrkrið og krampar jarðarinnar eru bara fæðingarhríðir dýrðlegrar nýrrar aldar. Við getum ekki hvikað núna, við erum að fara að brjótast út úr 6000 ára átökum inn í ljómandi nýjan árþúsundaheim þar sem áhyggjur, þrýstingur, vonbrigði fortíðarinnar munu víkja fyrir uppfyllingu sem enn er ódreymt um.

Það er enn mikil og fjölmenn uppskera sálna sem þarf að safna, þar sem stórfelldar úthellingar anda Guðs munu sjást í hverri þjóð og þetta fagnaðarerindi, fagnaðarerindið um ríkið, verður prédikað öllum heiminum. Þá og aðeins þá mun þessi núverandi öld hverfa öskrandi með ótrúlegri eyðileggingu, þar sem stríð geisa og allt sköpunarverkið skelfur af jarðskjálftum, hungursneyð og ólýsanlegum stormum.

Sefanía 1:14-18

Hinn mikli dagur Drottins er nálægur, hann er nálægur og hraðar sér mjög. Heyr! Dagur Drottins! Beisklega kveinar þá kappinn. -15- Sá dagur er dagur reiði, dagur neyðar og þrengingar, dagur eyðingar og umturnunar, dagur myrkurs og niðdimmu, dagur skýþykknis og skýsorta, -16- dagur lúðra og herblásturs gegn víggirtu borgunum og háu múrtindunum. -17- Þá mun ég hræða mennina, svo að þeir ráfi eins og blindir menn, af því að þeir hafa syndgað gegn Drottni, og blóði þeirra skal úthellt verða sem dufti og innyflum þeirra sem saur. -18- Hvorki silfur þeirra né gull fær frelsað þá á reiðidegi Drottins, heldur skal allt landið eyðast fyrir eldi vandlætingar hans. Því að tortíming, já bráða eyðing býr hann öllum þeim, sem á jörðunni búa.

Þessi deyjandi öld mun renna út með Harmageddon

Þúsundáraríkið er ekki hvíldarlækning fyrir taugaveiklaða kristna menn, það er upphaf stórkostlegrar nýrrar aldar þar sem fólk Guðs mun stjórna og ríkja með honum.

Að endurbyggja nýjan heim

Eftir hrikalega stríðið undir lok þessarar aldar, og lokaorrustuna við Harmageddon, mun jarðarbúum hafa fækkað mikið og flestar byggingar heimsins munu liggja í rúst. Eyðileggingin er ólýsanleg, að hreinsa burt og farga rústunum verður stórt verkefni í upphafi þessarar nýju aldar, bara að grafa hina látnu verður gífurlegt verkefni.

Esekíel 39:11-16

En á þeim degi mun ég ákveða Góg samastað, legstað í Ísrael, Abarímdal, fyrir austan Dauðahafið. Menn munu girða fyrir Abarímdal. Þar munu þeir grafa Góg og allan liðmúg hans og nefna hann Gógsmúgadal. -12- Og Ísraelsmenn munu vera að jarða þá í sjö mánuði til þess að hreinsa landið. -13- Og allur landslýðurinn skal starfa að þeim grefti, og það skal verða þeim til frægðar þann dag, er ég gjöri mig dýrlegan segir Drottinn Guð. -14- Og þeir munu útvelja menn til þess stöðuga starfa að fara um landið og jarða þá, sem enn liggja eftir ofan jarðar, til þess að hreinsa landið. Að liðnum sjö mánuðum skulu þeir enn kanna það. -15- Og þegar þeir fara um landið og einhver sér mannsbein, þá skal hann hlaða þar vörðu hjá, uns graftarmennirnir hafa grafið þau í Gógsmúgadal. -16- Og þannig skulu þeir grafa þar allan liðmúg sinn og hreinsa þannig landið.

Oft höfum við þá hugmynd að Drottinn muni bara veifa hendinni og allt verði endurreist, nei. Þegar Guð setti Adam og Evu í paradís áttu þau að leggja jörðina undir sig og hirða garðinn. Maðurinn eyðilagði þessa paradís og maðurinn verður að endurreisa hana.

Að byggja nýjan heim

Fyrst verður að setja upp ríkisstjórn undir stjórn Jesú. Sumir munu drottna og ríkja yfir borgum, aðrir yfir héruðum og svo framvegis. Á himnum eru reglur, Biblían sýnir það skýrt að í Guðsríkinu sé skipulögð ríkisstjórn.

Endurbygging: Mikil byggingaráætlun mun hefjast. Það mun þurfa byggingarverkfræðinga, arkitekta, skipulagsfræðinga. Fólk Guðs mun taka þátt í að skipuleggja og endurreisa nýjan heim framtíðarinnar.

Vistfræðin: Það mun þurfa að koma á jafnvægi á ný þegar nýtt loftslag tekur við.

Vísindi og tækni: verður enn til staðar og mun ná hámarki sínu.

Hagfræði: Núverandi efnahagskerfi heimsins sem byggir á hagnaði verður hent út fyrir réttlátt og sanngjarnt kerfi með nóg fyrir alla.

Tónlist og listir: Þetta mun ná stigi sem ekki hefur áður sést í mannkynssögunni.

Hungursneyð heyrir sögunni til

Esekíel 34:29

Og ég mun láta til verða handa þeim vel ræktaðan gróðurreit og alls engir munu framar farast af hungri í landinu, og þeir skulu ekki framar liggja undir ámæli þjóðanna.

Ófjötraður hugur: Vegna þess að fólk Guðs mun hafa upprisulíkama, mun hugur þeirra losna og verða frjáls til að starfa á hæsta stigi. Sagt er að maðurinn noti minna en 10% af heilagetu sinni í dag. Skyndileg losun á sköpunargáfu manna mun skila sér í undursamlegri sköpun í þessum nýja heimi.

Háskóli í Jerúsalem: Það verður kennslumiðstöð í Jerúsalem þar sem Drottinn sjálfur mun kenna okkur vegu sína, geturðu ímyndað þér hvaða námsgreinar verða kenndar?

Stjórn pláneta, Geimeðlisfræði, Landbúnaður, Vísindi, Himnesk tónlist, Geimorka, Kraftur ástarinnar, Leyndarmál alheimsins, Hagfræði o.fl.

Vegna þess að okkur er ætlað að vera samerfingjar og ríkja með Drottni á komandi öld, verður slík þekking nauðsynleg.

Guð er að undirbúa fólk fyrir þessa komandi öld og þú hefur verið valinn til að vera á lífi í dag þegar hápunktur þessara hluta kemur fram, örlög þín eru bundin við þetta.

Guð er að leita að fólki, hann er að auglýsa eftir, í líkama Krists er hróp andans:

Fólk óskast: (Til að byggja upp nýja öld)

Óskað er eftir mönnum, konum, ungu fólki: Skilyrði að vera agaður, trúr og tilbúin til að gefa sig heilshugar

Nauðsynlegir eiginleikar: Hógværð og auðmýkt. Verður að vera miskunnsamur og grundvallaður í kærleika. Verður að geta fylgt skipunum án spurninga. Verður að vera tilbúinn að leggja líf sitt í sölurnar. Verður að vera fullviss um að þú hafir verið fæddur fyrir þetta.

Undirbúningurinn er þegar hafin, svo ekki bíða með að sækja um, þegar þú sækir um verður það skráð á himnum.

Fyrra Korintubréf 9:24-26

Vitið þér ekki, að þeir, sem keppa á íþróttavelli, hlaupa að sönnu allir, en einn fær sigurlaunin? Hlaupið þannig, að þér hljótið þau. -25- Sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum, neitar sér um allt. Þeir sem keppa gjöra það til þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan. -26- Þess vegna hleyp ég ekki stefnulaust. Ég berst eins og hnefaleikamaður, sem engin vindhögg slær.

Filippíbréfið 3:14

En eitt gjöri ég. Ég gleymi því, sem að baki er, en seilist eftir því, sem framundan er, og keppi þannig að markinu, til verðlaunanna á himnum, sem Guð hefur kallað oss til fyrir Krist Jesú.

Nýr dagur er að renna upp og við þurfum að vera eins og Jakob.

Fyrsta Mósebók 32:26

Þá mælti hinn: Slepptu mér, því að nú rennur upp dagsbrún. En hann svaraði: Ég sleppi þér ekki, nema þú blessir mig.

Megi Drottinn hvetja þig til að sækjast eftir verðlaunum hinnar háu köllunar í Kristi Jesú, þú fæddist fyrir þessa stundu, svo rís upp og uppfylltu örlög þín.

Guð blessi þig!