SOTK – Verða eins og Jesús 1.hluti

SOTK – Verða eins og Jesús 1.hluti

Trúarbrögð segja okkur hvað við eigum að gera og hvað ekki. Sönn kristni segir okkur hvað við eigum að verða og hvernig við eigum að verða það

Þessi staðhæfing aðskilur trúarbrögð og sanna kristni í sundur, kirkjan hefur alltaf sagt okkur hvað við eigum að gera og hvað við eigum ekki að gera, setur áherslu á hegðun og verk, sem flestum finnst ómögulegt að laga sig að.

Til þess að sigra þennan trúræknis-anda þurfum við að sjá frá öðru sjónarhorni hvað það er sem Guð krefst af okkur.

Guð setti í Gamla testamentinu siðferðisreglur sem kallast lögmálið. Það var mjög erfitt að fylgja þessum kröfum, svo Guð kom á kerfi fórna til að hylja synd. Þegar Jesús kom, uppfyllti hann allt lögmálið og ný og lifandi leið varð okkur tiltæk í gegnum krossinn.

Við höfum séð að tilgangur endurlausnar okkar er að gera okkar sönnu köllun mögulega, að verða eins og Jesús. Þetta er hin æðsta köllun og ætti að vera aðalmarkmið okkar í lífinu. Hvernig er þetta hægt?

Ekki með því að gera heldur verða

Við getum ekki orðið eins og einhver nema við vitum hvernig hann er.

Hvernig er Guð?

Biblían lýsir Guði á tvo sérstaka vegu.

1.Jóhannesarbréf 1:15

“Og þetta er boðskapurinn, sem vér höfum heyrt af honum og boðum yður: Guð er ljós, og myrkur er alls ekki í honum.”

Guð er ljós. Hann gefur ekki ljós, Hann er ljós. Guð gefur auðvitað ljós en það lýsir honum ekki. Guð er ljós.

1.Jóhannesarbréf 4:8 & 16

“Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur.”

“Vér þekkjum kærleikann, sem Guð hefur á oss, og trúum á hann. Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum.”

Guð er ljós og Guð er kærleikur

Kærleikurinn lýsir eðli hans og ljósið lýsir andlegum kjarna hans og krafti.

Guð er ljósvera og það ljós er aflgjafi alls alheimsins, það ljós er skapandi kraftur Guðs, lækningamátturinn, krafturinn sem veitir opinberun og skilning. Jesús er ljós heimsins og fyrir hann, og ljós Hans er allt til.

Kólossubréfið 1:15-17

“Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumburður allrar sköpunar. Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og herradómar, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans. Hann er fyrri en allt, og allt á tilveru sína í honum.”

Guð er kærleikur, þetta lýsir eðli hans. Allt sem Guð gerir er alltaf og að eilífu knúið áfram af kærleika, því það er það sem Hann er.

Ef við ætlum að verða eins og Hann verðum við að verða kærleikur

Margir kristnir vilja verða öflugri, þeir vilja meira vald, fleiri gjafir, meiri smurningu. Þessi áhersla og hvatning er röng. Af hverju viljum við þessa hluti?

Ef þú verður kærleikur, mun Guð gefa þér kraft til að elska með

Guð krefst nú fyrst af okkur að við verðum kærleikur til að verða hæf fyrir vald Guðsríkisins. Trúarbrögð byggjast á verkum og lögum, sannkristni byggir á kærleika og kærleiksverkum. Ef við lifum og göngum í kærleika uppfyllum við allar kröfur lögmálsins og spámannanna.

Matteusarguðspjall 22:37-40

“Hann svaraði honum: Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.”

Þegar Jesús kom til að lifa innra með okkur, gerði hann það til að lifa lífi sínu í gegnum okkur. Okkur hefur verið kennt hver við erum í Kristi, en það ætti í raun að vera hver Hann er í okkur.

Boðskapur Jesú var einfaldur, allt sem Hann krefst af okkur er að elska Drottin af öllu hjarta og elska mannkynið eins og við myndum elska okkur sjálf.

Nú virðist þetta of einfalt, en svo er ekki. Kirkjan hefur oft kennt hið gagnstæða og við sjáum þann slæma ávöxt sem hún hefur gefið af sér. Allt of mikið af kristnu fólki er í ósigri og fráfalli.

Getur verið að okkur hafi skjátlast svona mikið? Já.

Ritningarnar sýna þetta mjög skýrt, ef við göngum í kærleika munum við umbreytast.

1.Jóhannesarbréf 2:10 & 5

“Sá sem elskar bróður sinn, hann er stöðugur í ljósinu og í honum er ekkert, er leitt geti hann til falls.”

“En hver sem varðveitir orð hans, í honum er sannarlega kærleikur til Guðs orðinn fullkominn. Af því þekkjum vér, að vér erum í honum.”

Hver sem heldur orð Hans, hvaða orð?

Orðið um að elska Guð af öllu hjarta og bróður þinn eins og sjálfan þig.

1.Jóhannesarbréf 2:7-11

“Þér elskaðir, það er ekki nýtt boðorð, sem ég rita yður, heldur gamalt boðorð, sem þér hafið haft frá upphafi. Hið gamla boðorð er orðið, sem þér heyrðuð. Engu að síður er það nýtt boðorð, er ég rita yður, sem er augljóst í honum og í yður, því að myrkrið er að hverfa og hið sanna ljós er þegar farið að skína. Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er ennþá í myrkrinu. Sá sem elskar bróður sinn, hann er stöðugur í ljósinu og í honum er ekkert, er leitt geti hann til falls. En sá sem hatar bróður sinn, hann er í myrkrinu og lifir í myrkrinu og veit ekki hvert hann fer, því að myrkrið hefur blindað augu hans.”

Sá sem elskar bróður sinn dvelur í ljósinu og það ljós mun hreinsa hann og umbreyta. Þegar þú verður kærleikur verður þú eins og Guð, því Guð er kærleikur.

Þegar kærleikurinn streymir í gegnum þig, streymir ljós í gegnum þig og það ljós mun umbreyta þér.

Djúpt samband byrjar að eiga sér stað á milli þín og Guðs þegar þú lærir að elska og gefa út kærleika, og það samband mun umbreyta þér í líkingu Hans.

1.Jóhannesarbréf 4:16

“Vér þekkjum kærleikann, sem Guð hefur á oss, og trúum á hann. Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum.”

Guð blessi þig

SOK – Örlög 5.hluti

SOK – Örlög 5.hluti

Nýtt sáðkorn er að fæðast fram

Rómverjabréfið 8:17-19

En ef vér erum börn, þá erum vér líka erfingjar, og það erfingjar Guðs, en samarfar Krists, því að vér líðum með honum, til þess að vér einnig verðum vegsamlegir með honum. Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinberast. Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber.

Þessi vers segja okkur að sköpunin bíður þess að synir börn opinberist.

Hvað þýðir þetta? Hver eru þessi börn Guðs?

Það er áhugavert vers í 5. kafla Jesaja

En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum: Þar sem hann fórnaði sjálfum sér í sektarfórn, skyldi hann fá að líta afsprengi (sæði) og lifa langa ævi og áformi Drottins fyrir hans hönd framgengt verða.

Við sjáum spádóma um krossfestingu Jesú í 53 kafla Jesaja. Taktu eftir að í versi 10. segir að, hann (Jesús), muni sjá afsprengi og að það muni lengja ævi (þjónustu) hans á jörðinni.

Jesús giftist aldrei, hann átti engin náttúruleg börn enn Jesaja 53:10 segir okkur að hann myndi sjá sæði sitt og lengja daga sína á jörðu með þessu sæði.

Sálmur 22 er sálmur um Messías, sem þýðir að þessi sálmur er spámannlegur um krossfestingu Jesú og endurlausnarverkið á Golgata.

Athugið: 1. vers, Orðin sem Jesús talaði á meðan hann hékk á krossinum. Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?

Svo segir í 31. versi. -niðjar mínir munu þjóna honum. Komandi kynslóðum mun sagt verða frá Drottni.

Það var skammarlegt fyrir mann á dögum Jesú að deyja án þess að eiga börn til að bera ættarsæði sitt. Samt sagði biblían að Jesús myndi sjá niðja sína.

Í 1. kafla Matteusarguðspjalls segir að það hafi verið 42 kynslóðir frá Abraham til Jesú. Sjá vers 17.

Hins vegar, ef þú telur kynslóðirnar vandlega eins og lýst er í fyrsta kaflanum, kemstu að því að það eru aðeins 41 kynslóð, ekki 42 kynslóðir.

Það vantar kynslóð, hvar er sú kynslóð?

Sálmur 22:31-32

– niðjar mínir munu þjóna honum. Komandi kynslóðum mun sagt verða frá Drottni, og lýð sem enn er ófæddur mun boðað réttlæti hans, að hann hefir framkvæmt það.

Sæði mun fæðast og það verður tilreiknað honum (Jesú) sem kynslóð, og þetta afkvæmi, þessi kynslóð fólks mun segja frá því sem Drottinn hefur gert, mun boða heiminum hjálpræði.

Þessi kynslóð númer 42 er við það að koma fram á jörðinni í fyllingu sinni

Það er sæði að spretta fram á jörðinni sem Satan óttast, því þetta sæði er undanfari þess að stjórn hans á jörðinni endar.

Sálmur 102 gefur okkur dýpri innsýn inn í þetta

-14- Þú munt rísa upp til þess að miskunna Síon, því að tími er kominn til þess að líkna henni, já, stundin er komin. -17- því að Drottinn byggir upp Síon og birtist í dýrð sinni. -19- Þetta skal skráð fyrir komandi kynslóð, og þjóð, sem enn er ósköpuð, skal lofa Drottin. -29- Synir þjóna þinna munu búa kyrrir og niðjar þeirra standa stöðugir fyrir augliti þínu.

Þetta segir okkur að það kemur dagur þegar Guð mun hygla fólki sínu á sérstakan hátt. Koma þessarar kynslóðar hefur ákveðinn settan tíma.

Öll sköpunin bíður eftir því að þetta sæði komi fram, að þessi kynslóð opinberist á jörðinni.

Hún mun vera kynslóð manna á jörðinni á þessum síðustu dögum sem mun opinbera líf, kraft og eðli Jesú á stórkostlegan hátt. Þessi kynslóð, niðjar Drottins Jesú, munu fara um alla jörðina í slíkum krafti og dýrð og færa deyjandi heim lifandi von í Kristi. Þeir munu lengja daga Jesú á jörðu; heimurinn mun aftur sjá Jesú ganga um þessa jörð í niðjum sínum, sonum sínum, brúði sinni. Það eru stórkostlegir tímar framundan!

Róm 8:29

Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra.

Heb 2:10

Allt er til vegna Guðs og fyrir Guð. Því varð hann, er hann leiðir marga syni til dýrðar, að fullkomna með þjáningum þann, er leiðir þá til hjálpræðis.

Satan er brjálæðislega afbrýðisamur út í syni Guðs á þessari jörð. Satan tapaði rétti sínum þegar hann hrokaðist upp og hann mun gera allt sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir að þessir fullþroska synir Guðs komi fram. Þeir boða fall og endalok hans, þeir munu hefja nýja öld gleði, friðar og kærleika og Satan verður bundinn í þúsund ár.

Guð mun ekki stoppa fyrr en hann sér ímynd sonar síns Jesú í okkur.

Heb 2:10

Allt er til vegna Guðs og fyrir Guð. Því varð hann, er hann leiðir marga syni til dýrðar, að fullkomna með þjáningum þann, er leiðir þá til hjálpræðis.

Guð vill sjá marga syni eins og Jesús.

Í öllu er Jesús fyrirmynd okkar. Aðal tilgangur hans er að við verðum eins og hann. Allir erfiðleikar lífsins, vonbrigði, sorgir, þjóna til þess að móta okkur meira og meira í hans mynd. Guð er kærleikur og þegar við  vöxum meira í kærleik byrjum við að líkjast honum, því Guð er kærleikur. Það eru ekki aðstæður lífsins sem breyta okkur heldur hvernig við bregðumst við þeim. Erfiðir tímar geta annað hvort gert þig bitur eða betri valið er þitt, við sjáum hvernig við vöxum eftir því hvernig við bregðumst við erfiðum aðstæðum í lífinu.

Róm 8:18-19

Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinberast. -19- Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber.

Þú ert sæði Drottins á þessari jörðu, þetta er hluti af örlögum þínum, til þess fæddist þú á þessum tíma. Það eru mikil forréttindi að fæðast á jörðinni á þessum tíma, þegar þessi síðasta kynslóð mun koma fram sem sæði Drottins á jörðinni.

Róm 8:29

Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra.

Guð blessi þig

SOTK – Örlög 4.hluti

SOTK – Örlög 4.hluti

Baráttan heldur áfram

Í síðustu viku fórum við yfir hversu hörð báráttan um örlög þín er og hversu mikilvægt það er að vaka og biðja fyrir vilja Guðs fyrir köllun þinni.

Eftir átökin um Rebekku, eiginkonu Ísaks varð blóðlínan aftur óskýr, Jakob sonur Ísaks, vex úr grasi og stýrir nú um sjötíu manna liði.

Guð með fyrirvitund sinni leyfir að Jósef verði seldur sem þræll til Egyptalands. Eini valkostur Satans er að þurrka út alla ættina. Hann veldur mikilli hungursneyð um landið. Ætt Jakobs er við það að deyja vegna hungursneyðar.

Nú verður Jósef sem var seldur í þrældóm, forsætisráðherra Egyptalands, við þekkjum söguna, Jakob ásamt allri ætt sinni flyst til Egyptalands og Satan er sigraður aftur.

Næsta ógn kemur á tímum Móse. Satan lætur Faraó í örvæntingu sinni gera tilskipun um að öll karlkyns börn skuli myrt. Þetta myndi á áhrifaríkan hátt valda því að Ísrael myndi hverfa af jörðinni innan tveggja kynslóða. Móse bjargast og kemst til valda í Egyptalandi. Hans raunverulegu örlög byrja síðan að koma fram. Móse leiðir Ísraelsmenn út úr Egyptalandi.

Þú uppskerð alltaf eins og þú sáir, allir frumburðir Egypta dóu í Egyptalandi

Við þurfum að halda stutt reikningsskil við Guð, annars uppskerum við eins og við sáum. Stöðugt viðhorf iðrunar, að halda höndum okkar hreinum er mjög mikilvægt til að hætta að uppskera slæmar afleiðingar í lífi okkar. Á sanskrít tungumálinu hafa þeir orð yfir þetta, “Karma” sem þýðir bókstaflega “Komdu aftur”. Það sem við sáum mun koma aftur til að ásækja okkur eða blessa okkur, valið er okkar.

Yfir tvær milljónir manna fóru frá Egyptalandi, en hvar flæddi hin réttláta blóðlína?

Mörgum árum síðar opinberar Guð aftur hvar hún liggur.

1.Mósebók 49:10

Ekki mun veldissprotinn víkja frá Júda, né ríkisvöndurinn frá fótum hans, uns sá kemur, er valdið hefur, og þjóðirnar ganga honum á hönd.

Í þessari ritningu opinberar Guð hvar hin réttláta lína er, héðan í frá mun hún liggja í gegnum ættkvísl Júda og nánar tiltekið í gegnum konungslínu Júdakonunga.

Héðan í frá myndu Júdakonungar lenda í útrýmingarhættu. Aftur og aftur voru þeir teknir af lífi, eða urðu spilltir, þannig að þeir urðu vanhæfir, og þannig geisaði baráttan.

Stór ógn í 2. Kroníkubók 22:10

Þegar Atalía móðir Ahasía sá, að sonur hennar var dauður, fór hún til og lét drepa alla konungsætt Júda.

Kona varð innblásin af Satan til að tortíma öllum konunglegum niðjum Júda húss.

Þetta var mikil ógn gegn fyrirheiti Guðs að mylja höfuð Satans eins og fyrirskipað var í aldingarðinum Eden.

Guð var einu skrefi á undan Satan.

2. Króníkubók 22:11-12

Þá tók Jósabat, dóttir Jórams konungs, Jóas Ahasíason á laun úr hóp konungssonanna, er deyða átti, og fól hann og fóstru hans í svefnherberginu. Þannig fól Jósabat, dóttir Jórams konungs, kona Jójada prests, hann því að hún var systir Ahasía fyrir Atalíu, svo að hún lét eigi drepa hann. Og hann var hjá þeim á laun sex ár í musteri Guðs, meðan Atalía ríkti yfir landinu.

Tilraun Satans til að drepa allt konunglega sæðið varð að engu

Uppfylling spádómsorðsins sem borið var fram í Eden hékk á bláþræði á einu pínulitlu barni. Þetta barn var falið í sex ár. Hann myndi verða konungur.

Það er mjög mikilvægt að hafa agað bænalíf, biðjum mikið í andanum svo Heilagur Andi geti varðveitt okkur gegn áætlun óvinarins að stöðva köllun okkar.

Við höfum ekki tíma til að rekja þessa áframhaldandi baráttu í gegnum ritningarnar. Esterarbók lýsir annarri þjóðarkreppu.

Að lokum er ung stúlka heimsótt af englinum Gabríel, María fæðir fyrirheitna sæðið og þau nefna barnið Jesú.

Heródes gefur tilskipun um að öll karlkyns börn undir vissum aldri skuli drepin. Þetta var síðasta örvæntingarfulla tilraun Satans til að stöðva uppfyllingu orðsins sem talað var gegn honum í Eden.

Loksins deyr Jesús á krossinum og hrópar “ÞAÐ ER FULLKOMNAÐ!” Með þessu spratt endurlausnin fram sem eilíf gjöf til mannkyns.

Sæði konunnar muldi höfuð höggormsins

Örlög þín eru mikilvæg, þau voru gefin þér áður en heimurinn varð til og gegnir órjúfanlegum þætti í áætlun og tilgangi Guðs með þessa plánetu.

Það er annað sæði sem koma mun fram á jörðinni. Þetta sæði er mikilvægt fyrir endanlegan ósigur Satans og innleiðingu Guðsríkis á jörðinni.

Opinberunarbókin 12:2-5

Hún var þunguð, og hljóðaði í jóðsótt með hörðum hríðum. Annað tákn birtist á himni: Mikill dreki rauður, er hafði sjö höfuð og tíu horn og á höfðunum sjö ennisdjásn. Með halanum dró hann þriðja hlutann af stjörnum himinsins og varpaði þeim ofan á jörðina. Drekinn stóð frammi fyrir konunni, sem komin var að því að fæða, til þess að gleypa barn hennar, þá er hún hefði fætt. Hún fæddi son, sveinbarn, sem stjórna mun öllum þjóðum með járnsprota. Og barn hennar var hrifið til Guðs, til hásætis hans.

Sú staðreynd að þú sért á lífi í dag, er merkileg. Þú hefðir getað fæðst á myrku öldunum, en Guð ákvað að senda þig hingað við endalok aldanna. Þú hefur hlutverki að gegna, það er mjög mikilvægt að þú finnir og skiljir hlutverk þitt á þessum tíma.

Satan mun reyna að gera þig vanhæfan, hindra þig og draga kjark úr þér.

Ekki gefast upp! Guð mun breyta reglunum ef þörf krefur til að koma þér í gegn. Náð Guðs er fær um að koma þér í gegn.
Vertu í réttum anda, hafðu enga ófyrirgefningu í hjarta þínu. Leitið, bankið, spyrjið og biðjið. Guð heyrir og þó að Guð hafi enga uppáhalds, þá er fólk sem finnur sérstaka náð hjá Guði til þessa að fara alla leið.

Guð blessi þig

Baráttan heldur áfram

Í síðustu viku fórum við yfir hversu hörð báráttan um örlög þín er og hversu mikilvægt það er að vaka og biðja fyrir vilja Guðs fyrir köllun þinni.

Eftir átökin um Rebekku, eiginkonu Ísaks varð blóðlínan aftur óskýr, Jakob sonur Ísaks, vex úr grasi og stýrir nú um sjötíu manna liði.

Guð með fyrirvitund sinni leyfir að Jósef verði seldur sem þræll til Egyptalands. Eini valkostur Satans er að þurrka út alla ættina. Hann veldur mikilli hungursneyð um landið. Ætt Jakobs er við það að deyja vegna hungursneyðar.

Nú verður Jósef sem var seldur í þrældóm, forsætisráðherra Egyptalands, við þekkjum söguna, Jakob ásamt allri ætt sinni flyst til Egyptalands og Satan er sigraður aftur.

Næsta ógn kemur á tímum Móse. Satan lætur Faraó í örvæntingu sinni gera tilskipun um að öll karlkyns börn skuli myrt. Þetta myndi á áhrifaríkan hátt valda því að Ísrael myndi hverfa af jörðinni innan tveggja kynslóða. Móse bjargast og kemst til valda í Egyptalandi. Hans raunverulegu örlög byrja síðan að koma fram. Móse leiðir Ísraelsmenn út úr Egyptalandi.

Þú uppskerð alltaf eins og þú sáir, allir frumburðir Egypta dóu í Egyptalandi

Við þurfum að halda stutt reikningsskil við Guð, annars uppskerum við eins og við sáum. Stöðugt viðhorf iðrunar, að halda höndum okkar hreinum er mjög mikilvægt til að hætta að uppskera slæmar afleiðingar í lífi okkar. Á sanskrít tungumálinu hafa þeir orð yfir þetta, “Karma” sem þýðir bókstaflega “Komdu aftur”. Það sem við sáum mun koma aftur til að ásækja okkur eða blessa okkur, valið er okkar.

Yfir tvær milljónir manna fóru frá Egyptalandi, en hvar flæddi hin réttláta blóðlína?

Mörgum árum síðar opinberar Guð aftur hvar hún liggur.

1.Mósebók 49:10

Ekki mun veldissprotinn víkja frá Júda, né ríkisvöndurinn frá fótum hans, uns sá kemur, er valdið hefur, og þjóðirnar ganga honum á hönd.

Í þessari ritningu opinberar Guð hvar hin réttláta lína er, héðan í frá mun hún liggja í gegnum ættkvísl Júda og nánar tiltekið í gegnum konungslínu Júdakonunga.

Héðan í frá myndu Júdakonungar lenda í útrýmingarhættu. Aftur og aftur voru þeir teknir af lífi, eða urðu spilltir, þannig að þeir urðu vanhæfir, og þannig geisaði baráttan.

Stór ógn í 2. Kroníkubók 22:10

Þegar Atalía móðir Ahasía sá, að sonur hennar var dauður, fór hún til og lét drepa alla konungsætt Júda.

Kona varð innblásin af Satan til að tortíma öllum konunglegum niðjum Júda húss.

Þetta var mikil ógn gegn fyrirheiti Guðs að mylja höfuð Satans eins og fyrirskipað var í aldingarðinum Eden.

Guð var einu skrefi á undan Satan.

2. Króníkubók 22:11-12

Þá tók Jósabat, dóttir Jórams konungs, Jóas Ahasíason á laun úr hóp konungssonanna, er deyða átti, og fól hann og fóstru hans í svefnherberginu. Þannig fól Jósabat, dóttir Jórams konungs, kona Jójada prests, hann því að hún var systir Ahasía fyrir Atalíu, svo að hún lét eigi drepa hann. Og hann var hjá þeim á laun sex ár í musteri Guðs, meðan Atalía ríkti yfir landinu.

Tilraun Satans til að drepa allt konunglega sæðið varð að engu

Uppfylling spádómsorðsins sem borið var fram í Eden hékk á bláþræði á einu pínulitlu barni. Þetta barn var falið í sex ár. Hann myndi verða konungur.

Það er mjög mikilvægt að hafa agað bænalíf, biðjum mikið í andanum svo Heilagur Andi geti varðveitt okkur gegn áætlun óvinarins að stöðva köllun okkar.

Við höfum ekki tíma til að rekja þessa áframhaldandi baráttu í gegnum ritningarnar. Esterarbók lýsir annarri þjóðarkreppu.

Að lokum er ung stúlka heimsótt af englinum Gabríel, María fæðir fyrirheitna sæðið og þau nefna barnið Jesú.

Heródes gefur tilskipun um að öll karlkyns börn undir vissum aldri skuli drepin. Þetta var síðasta örvæntingarfulla tilraun Satans til að stöðva uppfyllingu orðsins sem talað var gegn honum í Eden.

Loksins deyr Jesús á krossinum og hrópar “ÞAÐ ER FULLKOMNAÐ!” Með þessu spratt endurlausnin fram sem eilíf gjöf til mannkyns.

Sæði konunnar muldi höfuð höggormsins

Örlög þín eru mikilvæg, þau voru gefin þér áður en heimurinn varð til og gegnir órjúfanlegum þætti í áætlun og tilgangi Guðs með þessa plánetu.

Það er annað sæði sem koma mun fram á jörðinni. Þetta sæði er mikilvægt fyrir endanlegan ósigur Satans og innleiðingu Guðsríkis á jörðinni.

Opinberunarbókin 12:2-5

Hún var þunguð, og hljóðaði í jóðsótt með hörðum hríðum. Annað tákn birtist á himni: Mikill dreki rauður, er hafði sjö höfuð og tíu horn og á höfðunum sjö ennisdjásn. Með halanum dró hann þriðja hlutann af stjörnum himinsins og varpaði þeim ofan á jörðina. Drekinn stóð frammi fyrir konunni, sem komin var að því að fæða, til þess að gleypa barn hennar, þá er hún hefði fætt. Hún fæddi son, sveinbarn, sem stjórna mun öllum þjóðum með járnsprota. Og barn hennar var hrifið til Guðs, til hásætis hans.

Sú staðreynd að þú sért á lífi í dag, er merkileg. Þú hefðir getað fæðst á myrku öldunum, en Guð ákvað að senda þig hingað við endalok aldanna. Þú hefur hlutverki að gegna, það er mjög mikilvægt að þú finnir og skiljir hlutverk þitt á þessum tíma.

Satan mun reyna að gera þig vanhæfan, hindra þig og draga kjark úr þér.

Ekki gefast upp! Guð mun breyta reglunum ef þörf krefur til að koma þér í gegn. Náð Guðs er fær um að koma þér í gegn.
Vertu í réttum anda, hafðu enga ófyrirgefningu í hjarta þínu. Leitið, bankið, spyrjið og biðjið. Guð heyrir og þó að Guð hafi enga uppáhalds, þá er fólk sem finnur sérstaka náð hjá Guði til þessa að fara alla leið.

Guð blessi þig

STOK – Örlög 3.hluti

STOK – Örlög 3.hluti

Baráttan um örlög þín

Þú þarft að berjast fyrir örlögum þínum. Hið heiðna hugtak um fatalisma er ekki kristið hugtak eða sannleikur. Þessi afdrifaríka nálgun á lífið snýst um að við erum ekki við stjórnvölinn og hvað sem verður mun verða. Ekkert gæti verið fjarri sannleikanum. Samvinna við Guð og hlýðni við skipanir hans ásamt því að berjast fyrir örlögum þínum í hinu andlega, eru skilyrði fyrir því að þú getir uppfyllt tilgang þinn og köllun á jörðinni.

Satan stendur gegn þinni köllun

Við sjáum baráttu ljóss og myrkurs, góðs og ills koma fram strax í upphafi í Eden. Eftir fall Adams og Evu sagði Guð við Satan að afkvæmi konunnar myndi merja höfuð hans.

1. Mósebók 3:15

“Og fjandskap vil ég setja milli þín og konunnar, milli þíns sæðis og hennar sæðis. Það skal merja höfuð þitt, og þú skalt merja hæl þess.”

Þegar Satan heyrði þessa yfirlýsingu gegn sjálfum sér hófst mesta barátta allra tíma, þessi barátta heldur áfram allt til dagsins í dag.

Nú vissi Satan að manneskja, (afkvæmi konunnar), myndi einn daginn sigra hann. Frá blóðlínu Evu myndi einhver fæðast sem myndi eyða krafti djöfulsins. Satan myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að koma í veg fyrir að það sæði myndi fæðast.

1. Jóhannesarbréf 3:8

“Hver sem synd drýgir heyrir djöflinum til, því að djöfullinn syndgar frá upphafi. Til þess birtist Guðs sonur, að hann skyldi brjóta niður verk djöfulsins.”

Síðan fæðast tveir synir Adam og Evu, Kain og Abel. Það varð ljóst að guðleg lína myndi koma frá ætterni Abels. Guð þáði ekki fórn Kains, Sjá 1. Mós 4:4-7. Kain var reiður og drap Abel, Satan hélt að línan yrði brotin eða spillt svo sáðkornið gæti ekki komið fram, en Guð útvegaði staðgengil fyrir Abel, annar sonur fæddist sem hét Set, nafn hans þýðir staðgengill.

Nú myndast tvær blóðlínur eða ættkvíslir á jörðinni, Kanaanítar og Setítar, guðleg lína og óguðleg lína. Satan vissi því, að afkvæmi konunnar, sem myndi verða honum til tortímingar, kæmi af ætt Setíta.

Þegar ætt Setíta fjölgaði yrði erfitt fyrir Satan að vita frá hvaða fjölskyldu sæðið kæmi. Satan yrði að þurrka út alla línuna.

Hvernig gat Satan gert þetta? Satan þekkti vegu Drottins og meginreglur um réttlæti Guðs, hann vissi að ef hann spillti öllu mannkyninu upp að vissu marki, þá yrði Guð að tortíma þeim.

1. Mósebók 6. kafli lýsir því hvernig Satan reyndi að spilla öllum kynstofnum manna á jörðinni. Fallnir englar voru sendir til að spilla konunum á jörðinni með því að blandast þeim, í kjölfarið fæddust risar á jörðinni. Þetta voru risar bæði að stærð og illsku. Lestu 1. Mósebók 6:1-7

Vonska mannsins var svo mikil á jörðinni að Guð sagði að hann myndi eyða þeim af yfirborði jarðar.

1. Mósebók 6:7

“Og Drottinn sagði: Ég vil afmá af jörðinni mennina, sem ég skapaði, bæði mennina, fénaðinn, skriðkvikindin og fugla loftsins, því að mig iðrar, að ég hefi skapað þau.”

Þarna höfum við það, það virtist sem Satan hefði unnið, að undanskildu einu versi í ritningunni.

1. Mósebók 6:8

“En Nói fann náð í augum Drottins.”

Guð fann einn mann með réttláta fjölskyldu. Við þekkjum söguna, allir voru þurrkaðir út nema ein fjölskylda sem Guð varðveitti og þar með hina guðlegu, réttlátu blóðlínu á jörðinni.

Satan hafði mistekist en baráttan myndi halda áfram.

Hvenær sem spámannlegt orð um örlög þín er borið fram yfir þig mun barátta hefjast um líf þitt til að stöðva að það orð rætist. Satan mun gera allt til að hindra það sem hefur verið talað um þig. Þú verður að berjast um örlög þín. Þú verður að halda lífi þínu hreinu og helgað Guði. Það ríkir barátta um þig og það sem Guð hefur ætlað þér.

Eftir flóðið fjölgaði íbúum jarðar aftur og línan týndist, grafin einhvers staðar í fjölda mannkynsins.

Þá opinberaði Guð hvar línan lá. Guð kallaði mann að nafni Abram og sagði að fyrir hann yrðu allar þjóðir jarðarinnar blessaðar.

1. Mósebók 12:1-3

“Drottinn sagði við Abram: Far þú burt úr landi þínu og frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns, til landsins, sem ég mun vísa þér á. Ég mun gjöra þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera. Ég mun blessa þá, sem þig blessa, en bölva þeim, sem þér formælir, og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta.”

Satan áttaði sig á þessu og vissi að línan myndi flæða frá Abram. Svo hvað gerir Satan þá?

1. Mósebók 16:1

“Saraí kona Abrams ól honum ekki börn. En hún hafði egypska ambátt, sem hét Hagar.”

Satan þjakaði Söru og hún gat ekki eignast börn. Það myndi stöðva að hin guðlega lína myndi halda áfram.

Við þekkjum söguna, Guð læknaði Söru. Og Ísak fæddist.

Nú þjáir Satan eiginkonu Ísaks og hún getur ekki eignast börn.

1.Mósebók 25:21

“Ísak bað Drottin fyrir konu sinni, því að hún var óbyrja, og Drottinn bænheyrði hann, og Rebekka kona hans varð þunguð.”

Guð læknar Rebekku eiginkonu Isaacs.

Rebekka verður ólétt af tvíburum. Annar þessara tvíbura myndi njóta þeirra forréttinda að vera valinn af Guði til að halda áfram með línuna. Guð velur Jakob til að verða sá sem línan flæðir í gegnum. Þetta þýðir að Jakob þyrfti að vera frumburðurinn með frumburðarréttindi. Satan setur nú upp átök í móðurkviði Rebekku.

1.Mósebók 25:22-23

“Og er börnin hnitluðust í kviði hennar, sagði hún: Sé það svona, hví lifi ég þá? Gekk hún þá til frétta við Drottin. En Drottinn svaraði henni: Þú gengur með tvær þjóðir, og tveir ættleggir munu af skauti þínu kvíslast. Annar verður sterkari en hinn, og hinn eldri mun þjóna hinum yngri.”

Guð í visku sinni sá baráttuna sem Satan myndi setja upp um hver tvíburanna myndi fæðast fyrst, þannig að í þessu tilfelli breytti Guð einfaldlega reglunum. (Sjá Róm 9:10-13)

Rómverjabréfið 9:10-13

“Og ekki nóg með það. Því var líka svo farið með Rebekku. Hún var þunguð að tveim sveinum af eins manns völdum, Ísaks föður vors. Nú, til þess að það stæði stöðugt, að ákvörðun Guðs um útvalningu væri óháð verkunum og öll komin undir vilja þess, er kallar, þá var henni sagt, áður en sveinarnir voru fæddir og áður en þeir höfðu aðhafst gott eða illt: Hinn eldri skal þjóna hinum yngri.”

1.Mósebók 25:25-26

“Og hinn fyrri kom í ljós, rauður að lit og allur sem loðfeldur, og var hann nefndur Esaú. Og eftir það kom bróðir hans í ljós, og hélt hann um hælinn á Esaú, og var hann nefndur Jakob. En Ísak var sextíu ára, er hún ól þá.”

Baráttan geisaði jafnvel þegar Rebekka var að fæða, tvíburarnir börðust um hver myndi fæðast fyrst.

Satan mun standa gegn örlögum þínum og hverju orði frá Guði sem talað er um líf þitt. Satan mun reyna allt til að gera þig vanhæfan. Þú komst í þennan heim með verkefni, tilgang til að uppfylla og nú verður þú að vera vakandi til að uppfylla það verkefni. Þú verður að berjast fyrir því. Þú verður að iðka trú og treysta á Guð til að koma þér inn í allt sem Guð hefur ætlað þér.

 2. Tímóteusarbréf 4:7-8

“Ég hef barist góðu baráttunni, hef fullnað skeiðið, hef varðveitt trúna. Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins, sem Drottinn, hinn réttláti dómari, mun gefa mér á þeim degi. Og ekki einungis mér, heldur og öllum, sem þráð hafa endurkomu hans.”

Hugleiddu þessa hluti. Vertu meðvitaður um að það verður barist um örlög þín. Biddu Guð að hjálpa þér að halda þér vakandi gegn innrás Satans í líf þitt. Lokaðu öllum dyrum fyrir synd og óhlýðni. Trúðu að Guð sé fær um að varðveita þig. Trúðu að þú sért fullfær um að uppfylla örlög þín.

Guð blessi þig

SOTK – Örlög 2.hluti

SOTK – Örlög 2.hluti

Tímasetningin skiptir sköpum

Það eru tímar og árstíðir í Guði sem Drottinn hefur sett. Skilningur okkar á þessum tímum og árstíðum skiptir sköpum ef við ætlum að stíga inn í örlög okkar.

Við höfum mörg dæmi í ritningunum um slíka tímabil sem leiddu til djúpstæðra breytinga hjá þjóðum og í lífi einstaklinga.

Haggaí 2:18-19

“Rennið nú huganum frá þessum degi lengra aftur í tímann, frá hinum tuttugasta og fjórða degi hins níunda mánaðar, frá þeim degi er lagður var grundvöllur að musteri Drottins. Rennið huganum yfir, hvort enn sé korn í forðabúrinu og hvort víntrén og fíkjutrén og granateplatrén og olíutrén beri ekki enn ávöxt. Frá þessum degi vil ég blessun gefa!”

Guð hefur sett tíma og árstíðir fyrir líf okkar. Að skilja þessar tímasetningar er mikilvægt til að samstilla okkur áætlunum hans og örlögum fyrir okkur.

Guð sagði Ísrael fyrir milligöngu spámannsins Jeremía að útlegð þeirra myndi vara í sjötíu ár. Sjötíu árum síðar kom lausn þeirra. Jer 29:10.

Grikkir bjuggu til orð til að lýsa komu þessara tíma og árstíða, þeir kölluðu það Kairos tíma.

Lúkasarguðspjall 1:20

“Og þú munt verða mállaus og ekki geta talað til þess dags, er þetta kemur fram, vegna þess að þú trúðir ekki orðum mínum, en þau munu rætast á sínum tíma.” (Kairos)

Orðið Kairos er notað í ritningunni til að tjá sérstaka tímasetningu Guðs sem hefur þá merkingu að tíminn sé fullþroska og eitthvað sé tilbúið að ganga í uppfyllingu. Það er notað í Gal 6:9.

Galatabréfið 6:9

“Þreytumst ekki að gjöra það sem gott er, því að á sínum tíma (Kairos) munum vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp.”

Við erum núna í Kairos tíma

Í lok maí 2003, þegar ég leitaði Drottins, birtist mér mjög tignarlegur engill. Ég hafði skynjað fyrr um daginn að ég þyrfti að leita Drottins. Þessi hvöt til að leita Drottins var að banka á dyr hjarta míns (Sjá Opb 3:20). Þessi engill var háttsettur. Hann sagði einfaldlega við mig “Ég er sendur frá hinum hæsta Guði til að gefa þér þennan boðskap”. Þessi engill sýndi mér síðan glerílát með vatni sem lekur ofan í. Þegar ég horfði á, sá ég síðasta vatnsdropann falla í ílátið sem varð til þess að það flæddi yfir. Engillinn sagði þá “fylling tímans er komin”. Ég sagði hvað þýðir það? Hann sagði að „mikilvægur tími og tímabil sé að líða undir lok“.

Atriðið breyttist þegar þessi engill sýndi mér það sem leit út eins og stórt reykelsi, hann sagði “Ég hef tekið bænir þínar og bænir annarra og mun bera þær fram fyrir hásætið á himnum”. Þá sagði hann: “Það mun verða fjöldi jarðskjálfta á næstu dögum og þú munt vita að Drottinn hefur talað.” Þessi engill hvarf svo sjónum mínum.

Á næstu tveimur vikum urðu fjórir stórir jarðskjálftar um allan heim. Ég var minntur á framtíðaratburð sem á eftir að gerast í Opb 8:2-5.

Ég vissi að við vorum að ganga inn í Kairos tíma, tíma á dagatalið Guðs sem hafði verið frátekinn fyrir þetta tímabil.

Þann 31. maí 2004 birtist mér aftur engill sem sagðist hafa birst mér fyrir einu ári. Það var sami engillinn og heimsótti mig í lok maí 2003. Hann sagði að “tíminn væri kominn” með þeim orðum rétti hann mér barn og sagði “þetta barn er ungt en mun stækka mjög hratt, farðu vel með það” . Ég vissi að eitthvað hafði fæðst og var enn á frumstigi en myndi stækka hratt.

Þetta er Kairos tími, tími sem við verðum að leita Drottins, því Hann mun vill leiða okkur inn í nýtt tímabil. Við verðum að undirbúa okkur í bæn, með því að leita Drottins og vera honum hlýðin til að stíga inn í örlög og köllun okkar í Guði.

Hefur þú einhvern tíma velt því fyrir þér hvers vegna ættfeðurnir og aðrir í Gamla testamentinu höfðu áhyggjur af því að vera grafnir á ákveðnum stöðum þegar þeir dóu? Jósef krafðist þess að bein sín yrðu flutt upp í fyrirheitna landið. Abraham hafði mikla skoðun um greftrunarstað sinn.

Í Hebreabréfinu 12:22 var þessi beiðni Jósefs talið mikið trúarverk, hvers vegna?

Þeir sáu eitthvað koma; spámannlega höfðu þeir skilning á því að mikilvægt væri að vera grafinn nálægt borginni sem síðar yrði þekkt sem Jerúsalem.

Jóhannesarguðspjall 8:56

“Abraham faðir yðar vænti þess með fögnuði að sjá dag minn, og hann sá hann og gladdist.”

Abraham sá komandi dag þegar Jesús myndi vera á jörðinni og staðsetti sig í von um að verða hluti af þeim degi í upprisu sinni.

Mat 27:52 segir okkur að þegar Jesús dó á krossinum hafi grafirnar verið opnaðar og margir af dýrlingum Gamla testamentisins komu út úr gröfunum og gengu um götur Jerúsalem.

Þeir staðsettu sig með greftrun sinni til að eiga von um að verða hluti af þessum merka atburði í sögunni.

Þann 18. júní 2004 fylgdi plánetan Venus braut meðfram sólinni. Venus er morgunstjarnan. Þetta gerist á 120 ára fresti. Talan 120 í ritningunni táknar „endir alls holds“ og upphaf nýs tímabils.

1. Mósebók

6:3 “Þá sagði Drottinn: Andi minn skal ekki ævinlega búa í manninum, með því að hann einnig er hold. Veri dagar hans nú hundrað og tuttugu ár.”

6:13 “Þá mælti Guð við Nóa: Endir alls holds er kominn fyrir minni augsýn, því að jörðin er full af glæpaverkum þeirra. Sjá, ég vil afmá þá af jörðinni.”

1:14 “Guð sagði: Verði ljós á festingu himinsins, að þau greini dag frá nóttu og séu til tákns og til að marka tíðir, daga og ár.”

Lúkasarguðspjall 21:25

“Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný.”

Við erum í Kairos tíma núna, tíma mikilla breytinga og upphafs áætlana Guðs fyrir þessa tíma. Þetta er tími til að leggja allt til hliðar sem hindrar, hagræða og staðsetja okkur fyrir næsta áfanga tilgangs okkar í Guði á jörðinni.

Örlög þín eru tengd þessu tímabili. Jesús sagði um Gyðinga á sínum tíma að þeir nýttu ekki tíma vitjunardags síns og misstu þess vegna af honum. Lúkas 19:44.

Þú átt örlög, þú komst á þessa jörð til að uppfylla verkefni, þetta er Kairos tími, tími til að leita Drottins og vita tilgang hans fyrir þig á þessari stundu.

Guð blessi þig