Ljós í myrkri
Velkomin á síðuna. Hér er stutt kynningarmyndband fyrir þig sem mun aðeins birtast við fyrstu heimsókn.
Guð blessi þig!
Vissir þú að þú ert staddur í miðju stríði? Þú kannski sérð það ekki, en það breytir þó ekki þeirri staðreynd að í hinu andlega hefur geysað stríð í þúsundir ára og þetta stríð verður alvarlegra með hverju árinu. Það virðist vera að flestir hafi litla eða enga skynjun á að allt í kringum okkur eru andlegar verur með þann eina tilgang að stela, slátra og eyða. Satan hefur með blekkingum afvegaleitt þjóðirnar og látið þær halda að hann sé ekki til. Hans meginmarkið er að fólk glatist og komist ekki til þekkingar á sannleikanum, sem er andstæðan við markmið Guðs sem vill að allir verði hólpnir, en til þess er aðeins ein leið.
Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.
Þegar Guð gekk um á meðal okkar í holdi sem Jesús Kristur, fyrir um 2000 árum var andaheimurinn mun sýnilegri. Illu andarnir töluðu beint við Jesú og sögðu meðal annars; “ert þú kominn að kvelja okkur fyrir tímann?” Andarnir töluðu jafnvel við fólk eins og maður talar við mann. Jesús gaf lærisveinunum vald yfir óhreinum öndum þegar Hann var að þjálfa þá og sagði þeim að fara út tveir og tveir saman. Þeir komu til baka mjög spenntir eftir að hafa æft sig og sögðu frá því hvernig illu andarnir voru þeim undirgefnir. Skoðum nokkur vers þessu til staðfestingar.
Og hann kallaði til sín lærisveina sína tólf og gaf þeim vald yfir óhreinum öndum, að þeir gætu rekið þá út og læknað hvers kyns sjúkdóma og veikindi.
Eftir þetta kvaddi Drottinn til aðra, sjötíu og tvo að tölu, og sendi þá á undan sér, tvo og tvo, í hverja þá borg og stað, sem hann ætlaði sjálfur að koma til.
Nú komu þeir sjötíu og tveir aftur með fögnuði og sögðu: Herra, jafnvel illir andar eru oss undirgefnir í þínu nafni.
Þegar óhreinn andi fer út af manni, reikar hann um eyðihrjóstur og leitar hælis, en finnur ekki. Þá segir hann: Ég vil hverfa aftur í hús mitt, þaðan sem ég fór. Og er hann kemur og finnur það tómt, sópað og prýtt, fer hann og tekur með sér sjö aðra anda sér verri, og þeir fara inn og setjast þar að, og verður svo hlutur þess manns verri eftir en áður. Eins mun fara fyrir þessari vondu kynslóð.
Jesú sagði sjálfur að Hann kom ekki til að færa frið heldur sverð. Það er herkvaðning í gangi og Guð er að leita að sjálfboðaliðum til að berjast trúarinnar góðu báráttu. Áður en barist er í stríði þarf að velja stað þar sem er barist, sameiginlegur vígvöllur þar sem einn mun standa uppi sem sigurvegari. Þessi staður var valinn fyrir óra löngu síðan og hefur ekki breyst. Hugur okkar er vígvöllurinn. Það er þar sem djöfullinn og hans andar skjóta örvum sínum og reyna að fá þig til að taka við þeim, samþykkja þær og bregðast við þeim. Djöfullinn hefur í raun ekkert vald nema það sem þú samþykkir og í raun á það sama við um Guð. Hann gaf þér frjálsan vilja og svo hefst stríðið, ætlar þú að hertaka sérhverja hugsun til hlýðnis við Guð eða ætlar þú að hlýða Satan. Þarna vinnur þú eða tapar stríðinu!
Þótt vér lifum jarðnesku lífi, þá berjumst vér ekki á jarðneskan hátt, því að vopnin, sem vér berjumst með, eru ekki jarðnesk, heldur máttug vopn Guðs til að brjóta niður vígi. Vér brjótum niður hugsmíðar og allt, sem hreykir sér gegn þekkingunni á Guði, og hertökum hverja hugsun til hlýðni við Krist.
Dæmi um árásir frá hinu illa eru að fá þig til að tala illa um aðra, tala illa um sjálfan þig, vera neikvæður, allar þær hugsanir sem þú bregst við aftur og aftur og framkvæmir verða að vana og ef þú brýtur ekki það hugsanamynstur getur það haft skelfilegar afleiðingar. Hér má nefna ótta, kvíða, neikvæðni, óhollar venjur og allar fíknir. Láttu ekkert ná valdi yfir þér segir Orðið.
Byrjum á því að spyrja okkur hvað er vald? Tökum dæmi um lögreglumann sem er ósköp venjulegur maður i sjálfu sér. Hann hefur ekki styrk í eigin mætti til þess að stöðva til dæmis flutningabíl sem kemur á fullri ferð, en ef hann er í lögreglubúning sem sýnir að hann er hluti af lögreglunni þá snarstöðvar flutningabíllinn við bendingu mannsins, farartæki sem vegur mörg tonn. Það er vegna þess að maðurinn er með umboð og vald frá æðri stofnun, það skiptir ekki máli hvort hann hefur átt slæman dag, brugðist með einhverjum hætti, þegar hann fer til starfa er valdið nákvæmlega eins. Sama á við um hermann, háttsettur hersöfðingi hefur gríðarlega valdamikla stöðu og allir sem eru undir honum í titli og stöðu hlýða honum um leið og skipun berst. Þessi lögmál eru eins í andaheiminum og því andlega stríði sem er í gangi í dag. Hundraðshöfðinginn í Biblíunni skildi þetta.
Þegar hann kom til Kapernaum, gekk til hans hundraðshöfðingi og bað hann: Herra, sveinn minn liggur heima lami, mjög þungt haldinn. Jesús sagði: Ég kem og lækna hann. Þá sagði hundraðshöfðinginn: Herra, ég er ekki verður þess, að þú gangir inn undir þak mitt. Mæl þú aðeins eitt orð, og mun sveinn minn heill verða. Því að sjálfur er ég maður, sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum, og ég segi við einn: Far þú, og hann fer, og við annan: Kom þú, og hann kemur, og við þjón minn: Gjör þetta, og hann gjörir það. -Þegar Jesús heyrði þetta, undraðist hann og mælti við þá, sem fylgdu honum: Sannlega segi ég yður, þvílíka trú hef ég ekki fundið hjá neinum í Ísrael.
Ég skal finna spámennina, sem kunngjöra lygadrauma segir Drottinn og segja frá þeim og leiða þjóð mína afvega með lygum sínum og gorti, og þó hefi ég ekki sent þá og ekkert umboð gefið þeim, og þeir gjöra þessari þjóð alls ekkert gagn segir Drottinn.
Guð er almáttugur og veit að ekki öllum er treyst fyrir slíku valdi sem Jesús hafði. Við verðum að vera eins og Jesús til að öðlast þannig vald. Þegar Jesús gekk um jörðina var það til að sýna okkur hvernig fullþroskaður sonur Guðs lýtur út, svo við gætum fetað í Hans fótspor. Orðið segir að Hann var fyrirrennari margra bræðra og þeir sem raunverulega myndu trúa og fara alla leið með því að deyja sjálfum sér, myndu gera sömu verk og jafnvel meiri. Það er til staður í Guði þar sem andarnir skjálfa fyrir þér og geta ekkert annað gert en að flýja þegar þú rekur þá út, en til þess þarf umboð og vald frá Guði. Það sem fæst aðeins með persónulegu sambandi og hlýðni. Margar trúarhetjur sem farið hafa á undan okkur sýndu að þetta er mögulegt og getur þú lesið um nokkrar af þeim hetjum á síðunni. Einnig voru menn á tímum Jesú sem reyndu að kasta út illum öndum í eigin mætti en það fór ekki vel.
En nokkrir Gyðingar, er fóru um og frömdu andasæringar, tóku og fyrir að nefna nafn Drottins Jesú yfir þeim, er höfðu illa anda. Þeir sögðu: Ég særi yður við Jesú þann, sem Páll prédikar. Þeir er þetta frömdu, voru sjö synir Gyðings nokkurs, Skeva æðsta prests. En illi andinn sagði við þá: Jesú þekki ég, og Pál kannast ég við, en hverjir eruð þér? Og maðurinn, sem illi andinn var í, flaug á þá, keyrði þá alla undir sig og lék þá svo hart, að þeir flýðu naktir og særðir úr húsinu. Þetta varð kunnugt öllum Efesusbúum, bæði Gyðingum og Grikkjum, og ótta sló á þá alla, og nafn Drottins Jesú varð miklað.
Falskir spámenn forðum daga fóru einnig í eigin mætti en fengu makleg málagjöld villu sinnar og svo mun einnig verða með fálsspámenn í dag sem kenna afbakað Orð Guðs og afvegaleiða fólk frá sannleikanum með táknum, undrum og jafnvel kraftaverkum. Ef boðskapurinn er ekki 100% í samræmi við Orð Guðs þá skaltu ekki taka við því, hversu mikil sem undrin og táknin eru. Satan er blekkingameistari og eitt af hans aðal vopnum er að nota ritningarnar. Hann þurfti aðeins að afbaka eitt orð sem Guð hafði sagt við Evu til að allur heimurinn féll. Djöfullinn setur lygina og blekkinguna í búning sannleikans svo erfitt er að greina á milli. Þegar hann freistaði Jesú í eyðimörkinni sagði hann “Ef þú ert sonur Guðs, þá kasta þér ofan, því að ritað er: Hann mun fela þig englum sínum, og þeir munu bera þig á höndum sér, að þú steytir ekki fót þinn við steini.” Jesús mun segja á hinsta degi aldrei þekkti ég yður víkið frá mér illgjörðamenn.
Þér elskaðir, trúið ekki sérhverjum anda, heldur reynið andana, hvort þeir séu frá Guði. Því margir falsspámenn eru farnir út í heiminn.
Falsspámennirnir heyra heiminum til. Þess vegna tala þeir eins og heimurinn talar, og heimurinn hlýðir á þá. Vér heyrum Guði til. Hver sem þekkir Guð hlýðir á oss. Sá sem ekki heyrir Guði til hlýðir ekki á oss. Af þessu þekkjum vér sundur anda sannleikans og anda villunnar.
Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti.
Þetta verðum við að skilja og við verðum að hafa stjórn á okkur. Við megum ekki berjast í eigin mætti við menn eða rjúka upp í reiði þegar við verðum fyrir mótlæti. Hugsaðu alltaf, hvað er raunverulega á bakvið. Óvinurinn notar alla sem hann getur, okkar nánustu, utanaðkomandi aðila, vini, óvini. Hvern sem hann nær valdi yfir með því að skjóta inn hugsunum sem viðkomandi bregst við og framkvæmir í stað þess að taka vald yfir og brjóta niður. Við sigrum aðeins með bæn, visku frá Guði, kærleika, miskunnsemi, auðmýkt og stundum þarf föstu til.
Þá komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu hann einslega: Hvers vegna gátum vér ekki rekið hann út? Hann svaraði þeim: Vegna þess að yður skortir trú. Sannlega segi ég yður: Ef þér hafið trú eins og mustarðskorn, getið þér sagt við fjall þetta: Flyt þig héðan og þangað, og það mun flytja sig. Ekkert verður yður um megn. En þetta kyn verður eigi út rekið nema með bæn og föstu.
Talað er um að það taki 21 dag eða þrjár vikur að brjóta hugsanamunstur. Í dag er búið að rannsaka hvernig heilinn í okkur virkar og er t.d. öll markaðssetning byggð á sálfræði í dag og hvernig við bregðumst við, samfélagsmiðlar, tölvuleikir og fleira er hannað til að skapa fíkn og fá þig til að ánetjast. Hvað er í fyrsta sæti í þínu lífi og fær mest af tíma þínum, er það Guð og áætlun Hans með líf þitt eða eitthvað annað.
Stríðið er raunverulegt og þú hefur val í dag til þess að taka þína stöðu. Fyrsta skrefið er að taka við Jesú kristi ef þú hefur ekki gert það. Næsta skref er taka þér þína stöðu, lesa Orðið og læra á þau verkfæri sem Guð hefur gefið okkur til að sigra. Því næst fara út að æfa þig með öðrum trúuðum, gera köllun þína og útvalning vissa.
Ef ekki hvet ég þig til að fara með þessa bæn og vertu svo í sambandi við okkur ef þú vilt eiga samfélag við aðra trúaða.
“Ég trúi því að Jesús Kristur hafi dáið fyrir mig og að hann hafi risið upp frá dauðum. Jesús ég bið þig um að koma inn í hjarta mitt á þessu augnabliki og frelsa mig frá syndum mínum. Jesús ég býð þig velkominn inn í líf mitt og ég bið þig um að leiða mig héðan í frá. Ég bið þig að fylla mig af anda þínum, Heilagi Faðir, ég þakka þér að ég er nú þitt barn.”
Guð blessi þig – Sigurður Júlíusson
Árið 2015 byrjaði Drottinn að sýna mér töluna 22 og 222. Ég sá þær hreint út sagt allsstaðar. Ég vaknaði á nóttunni og leit á klukkuna og þá var hún 2:22, ég fékk oft sérstaka tilfinningu að athuga með tímann á símanum yfir daginn og þá var hún 14:22. Ég lenti á eftir bílum á löngum keyrslum og í bílnúmerinu vöru tölurnar 22 og 222. Svona mætti lengi telja þá staði og stundir sem ég hef séð þessar tölur og fengið þá tilfinningu um að það sé verið að segja mér eitthvað og sjö árum síðar er ég enn að sjá þetta reglulega. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári að ég byrjaði að fá einhvern skilning á því hvað þetta gæti þýtt. Ég var búin að spyrja Drottin margoft, hvað ertu að reyna að segja mér og hvað þýðir þetta. Ég hef oft beðið eftir dagsetningum í gegnum þessi sjö ár eins og 22. febrúar, afmælisdaginn minn sem er 22.ágúst, leitað að versum í Biblíunni sem byrja á 2:22 en fannst aldrei eins og ég væri viss um hvað þetta þýddi.
Það var svo ekki fyrr en á þessu ári 2022 að ég byrjaði að fá brot af opinberun um hvað Drottinn hafi verið að leggja áherslu á. Ég trúi því að það eigi að hluta til við þetta ár, árið 2022. Eftir að hafa margoft farið í gegnum ritningarvers í leit að svörum þá einhvern veginn skoðaði ég aldrei Daníel 2:22. Ég sá þetta vers á mynd nýverið og mér fannst Guð tala til mín að þetta vers væri hluti af því sem Hann hefði verið að sýna mér með þessum tölum frá 2015.
Hann opinberar hina dýpstu og huldustu leyndardóma, hann veit, hvað í myrkrinu gjörist, og ljósið býr hjá honum.
Í 12 kaflanum í Daníels bók segir Drottinn við Daníel. “En þú, Daníel, halt þú þessum orðum leyndum og innsigla bókina, þar til er að endalokunum líður. Margir munu rannsaka hana, og þekkingin mun vaxa.”
Ég hafði verið lengi að vinna í endurbættri vefsíðu fyrir Ljós í myrkri og eftir allt það sem á undan hafði gengið kom ekkert annað til greina en að hefja aftur þjónustu eftir langt hlé og opna síðuna þann 22.02.2022.
Ég trúi því að við séum að nálgast þann tíma. Við sjáum hvað er að eiga sér stað í heiminum í dag, það er gífurleg spenna á milli Rússlands og Nató, svo mikil spenna að hótanir um kjarnorkuvopn ganga manna á milli. Það þarf ekki nema eina sprengju til þess að gjörbreyta öllu. Við erum búin að ganga í gegnum Covid sem lagði milljónir manna, það hafa geysað stríð og átök á milli Rússlands og Úkraínu síðan í febrúar sl. og þetta er meira en bara stríð á milli þessara tveggja þjóða, því Nató, Bandríkin og fleiri þjóðir eru að senda vopn, skotfæri og aðra aðstoð og eru því beinir þátttakendur í stríðinu. Það þarf ekki mikið til að fleiri dragist inn í þessi átök og heimstyrjöld hefjist.
Ég hef talað mikið um töluna 22 og 222 við fólkið í kringum mig undanfarin ár en einnig hef ég talað mikið um 7 ára tímabilin.
Það er mikið talað um töluna 7 í Biblíunni. Við munum eftir hvernig Jósef túlkaði draum Faraó og sagði að það myndu koma 7 góð ár og svo 7 slæm eða mögur ár. Í hátíðum Drottins er talað um hvítasunnudag (Pentecost) sem er einnig kölluð viknahátíðin.
Þér skuluð telja frá næsta degi eftir hvíldardaginn, frá þeim degi, er þér færið bundinið í veififórn. Sjö vikur fullar skulu það vera.
Þú skalt telja sjö hvíldarár, sjö ár sjö sinnum, svo að tími þeirra sjö hvíldarára verði fjörutíu og níu ár.
Efir það kom svo fagnaðarár.
Við sjáum einnig að Guð skapaði heimin á 7 dögum, “Guð lauk á hinum sjöunda degi verki sínu, er hann hafði gjört, og hvíldist hinn sjöunda dag af öllu verki sínu, er hann hafði gjört.”
Ég hef rannsakað þessi tímabil og reynt að sjá hvort þetta eigi við einnig í dag. Sérstaklega hef ég horft í tímann frá stofnun Ísraelsríkis 1948 og þegar Jersúlem féll í hendur Ísraelsmanna 1967 fram til dagsins í dag. Það sem ég hef fundið og heyrt aðra tala um er mjög áhugavert. Nú er nýtt ár eftir nokkra daga á gyðinglega dagatalinu sem kallast “Rosh Hashanna” og verður 26.sept nk. Ef við skoðum 7 ára tímabilin frá því árið 2001 sjáum við að á 7 ára fresti hafa athyglisverðir atburðir átt sér stað og alltaf í kringum þessar hausthátíðir Drottins.
Í september árið 2001 gerðist atburður sem allir þekkja, það var ráðist á tvíburaturnana í New York og flestir muna hvar þeir voru staddir þegar þetta átti sér stað. Þetta var atburður sem markar mikil tímamót og að mínu mati niðurtalningu á einhverju enn stærra. Þarna trúi ég að 7 ára “stríðs” tímabil hafi byrjað. Bandaríkin réðust inn í Afganistan og Írak og allt var gert til að finna Bin Laden sem talin var bera ábyrgð á þessari árás. Nákvæmlega 7 árum síðar í september hófst annað 7 ára tímabil. Gríðarlegt efnahagshrun átti sér stað um allan heim og bankarnir hrundu eins og spilaborgir. Talið er að um 500 bankar hafi hrunið á árunum 2008-2013. Mikið hallæri hófst og margir töpuðu öllu sínu. Það var svo árið 2015 eða sjö árum síðar að það fer að birta til og við tekur nýtt sjö ára tímabil. Góðæri.
Árið 2015 skv. IMF (Internation Monetary Fund)
(00:54) April 8, 2015 | More than six years after the financial crisis, global recovery continues but growth remains moderate and uneven. Reforms need to be implemented for sustained and inclusive growth. Tengill á frétt.
Nú eru þau 7 ár liðin og það eru sannarlega blikur á lofti. Gríðaleg kreppa og verðbólga þjakar þjóðirnar og seðlabankarnir reyna allt hvað þeir geta til að laga stöðuna með stýrisaðgerðum, en það virðist ekki bera mikinn árangur. Við horfum upp á mikla spennu milli þjóða og möguleg þriðja heimsstyrjöld vofir yfir.
Biblían talar mikið um að sá tími komi að dómur Drottins birtist á jörðu og reiði Guðs muni útrýma syndinni. Á þeim stöðum sem talað er um þessa hluti, talar Drottinn einnig alltaf um náð sína og miskunn fyrir þá sem treysta á Hann. Hann ætlar að skapa nýtt ríki þar sem réttlæti býr og þar verður gott að vera. Enginn veit daginn né stundina, en enginn veit heldur sinn tíma. Taktu ákvörðun í dag hverjum þú ætlar að fylgja.
Ef ekki hvet ég þig til að fara með þessa bæn og vertu svo í sambandi við okkur ef þú vilt eiga samfélag við aðra trúaða.
“Ég trúi því að Jesús Kristur hafi dáið fyrir mig og að hann hafi risið upp frá dauðum. Jesús ég bið þig um að koma inn í hjarta mitt á þessu augnabliki og frelsa mig frá syndum mínum. Jesús ég býð þig velkominn inn í líf mitt og ég bið þig um að leiða mig héðan í frá. Ég bið þig að fylla mig af anda þínum, Heilagi Faðir, ég þakka þér að ég er nú þitt barn.”
Guð blessi þig – Sigurður Júlíusson
Í Postulasögunni var öllum sem gáfu líf sitt til að fylgja Drottni bætt við kirkjuna. Í dag eru aðeins um 5% þeirra sem taka ákvörðun um að fylgja Kristi í raun bætt við kirkjuna. Mikið af þessu má rekja til þess hversu ólík nútímakirkjan er miðað við hliðstæðu hennar í Biblíunni og hversu erfitt það er að tengjast í dag á raunverulegan, lífsnauðsynlegan og persónulegan hátt. Samt verðum við að íhuga ávöxt þessara ákvarðana fyrir Krist. Ef það er enginn ávöxtur, verðum við að spyrja okkur, “erum við í andlega öruggu ástandi og eru eilíf örlög okkar í hættu.”
Þegar við höfum spurt fólkið sem sækir ráðstefnur okkar, til að komast að því hversu margir þekktu gjafir sínar og köllun, voru það alltaf færri en 5%. Hversu vel myndi þér ganga ef aðeins 5% af líkamanum þínum virkaði? Það er núverandi ástand líkama Krists. Ein aðalástæðan fyrir þessu er að svo fáar kirkjustofnanir eru að þjálfa meðlimi sína til að þekkja og starfa í gjöfum sínum og þjónustu, samkvæmt fyrirmynd Nýja testamentisins í Efesusbréfinu 4 kafla. Flestar kirkjustofnanir í dag virka í raun ekki sem líkami Drottins, heldur meira eins og fjárhús þar sem kindunum er hent mat í einu sinni eða tvisvar í viku.
Augljóslega á endurreisn kirkjunnar langt í land áður en við sjáum grundvallar kirkjulíf Nýja testamentisins aftur að verkum. Stórt skref í átt að því að gera þetta væri ef kirkjan helgaði sig því að uppfylla það mikla verkefni að skapa lærisveina, ekki bara leiða fólk til trúar. Kirkjan er yfirborðskennd á allan hátt vegna þess að svo fáir kirkjumeðlimir verða alvöru lærisveinar. Þess í stað eru margir enn í því djúpa grunnu ástandi að vera bara trúaðir. Þetta uppfyllir ekki það mikla verkefni að „gerið allar þjóðir að lærisveinum“.
Til þess að einhver geti orðið lærisveinn Drottins samkvæmt skilgreiningu Krists, verður sá hinn sami, að sjá sýn Drottins um hvernig fólk Hans á að vera sem einn líkami á jörðu, og það þarf að vera ein mest spennandi opinberun um tilgang þeirra í lífinu. Þessi djúpa hollusta við lífið í Honum mun óhjákvæmilega leiða til mun dýpri tengsl við Hans fólk.
Við erum kölluð til að vera „lifandi steinar“ (sjá 1. Pétursbréf 2:5) til að vera byggð saman sem musteri Drottins. Í stað þess að vera sett saman í lifandi byggingu eru flestir söfnuðir bara hrúgur af steinum. Þar sem auðvelt er að sela þeim steinum sem ekki hafa verið festir saman, eru margir kristnir ekki lengur í kirkjunni. Sérhver kristinn einstaklingur ætti að vera svo viss um sinn stað í líkama Drottins að hann er öruggur að verið er að festa hann á sinn stað.
Ein ástæða þess að dæmigert kirkjulíf í dag er yfirborðskennt miðað við biblíulega fyrirmynd er sú að þjónusta Nýja testamentisins í Efesusbréfinu 4 var lið, ekki manneskja. Það þarf postula, spámenn, trúboða, forstöðumenn og kennara til að undirbúa og þroska líkamann, en nútímakirkjan hefur verið að mestu undir stjórn einnar þjónustu, prestsþjónustunni. Hvað kom til að þessi eina þjónusta tók öll völd í kirkjunni?
Samkvæmt Efesusbréfinu 4:12 gaf Drottinn allar þessar fimm þjónustur sem ætlaðar eru „til að undirbúa hina heilögu til þjónustustarfsins,“ en ekki bara einni þjónustu. Undirbúningur er númer þrjú í fjögurra þrepa ferli og gerir ráð fyrir að fyrri stig kennslu og þjálfunar hafi verið lokið. Samt í nútíma kirkjumódeli er nánast öll þjónusta kennsla. Næsta undirbúningsstig – þjálfun – hefst ekki fyrr en við fáum að gera það sem okkur var kennt.
Um 95% eða fleiri kristinna manna í dag hafa aldrei upplifað kirkjulíf Nýja testamentisins eins og það var hannað. Þetta mun breytast, það verður að gerast. „Ný tegund“ þjónustu er að koma og sönn postulleg kristni mun aftur hrista heiminn. Þegar postullega þjónustan hefur verið endurreist að fullu til kirkjunnar, munu allar hinar einnig verða fullþroska. Þá munu hinir heilögu stíga inn í köllun sína að fullu og líkami Krists mun birtast sem kraftmesti hópur fólks sem heimurinn hefur nokkurn tíma séð.
Þýtt úr Word for the Week eftir Rick Joyner
Hægt að skrá sig á póstlita hjá þeim hér: Word for the Week
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
Þessi stutta ræða hér fyrir neðan getur breytt lífi þínu. Fagnaðarerindið sett fram í krafti einfaldleikanns.
Heimurinn þarf fólk sem er tilbúið að stíga upp og taka við kyrtlinum frá fólki eins og Billy Graham, Kathryn Kuhlman, A.A.Allen, Aimee Semple McPherson, Evan Roberts, Maria Woodworth-Etter, William Branham og fleirum.
“Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra. Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.”
Ég trúi því að Jesús Kristur hafi dáið fyrir mig og að hann hafi risið upp frá dauðum. Jesús ég bið þig um að koma inn í hjarta mitt á þessu augnabliki og frelsa mig frá syndum mínum. Jesús ég býð þig velkominn inn í líf mitt og ég bið þig um að leiða mig héðan í frá. Ég bið þig að fylla mig af anda þínum, Heilagi Faðir, ég þakka þér að ég er nú þitt barn.
Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.
Guð er sá sami í gær, í dag og um aldir. Hann breytist ekki og því getum við rannsakað í Orðinu hvernig Guð hefur í gegnum aldirnar agað þá sem Hann elskar. Orðið er sannleikur og það eina sem við getum fyllilega treyst. Við getum ekki reitt okkur á eigið hyggjuvit eða hyggjuvit annarra. Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð og því er engin leið að taka orð manna fram fyrir Orð Guðs. Ef orð og boðskapur manna er ekki í samræmi við Orð Guðs skaltu ekki taka við því.
Það mun ekki hjálpa þér á degi dómsins að segja við Guð, að hann eða þessi, sagði þetta og hitt sem ég valdi að trúa frekar en Orði þínu. Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða sagði Jesús sjálfur.
Reiði Guðs opinberast af himni yfir öllu guðleysi og rangsleitni þeirra manna, er kefja sannleikann með rangsleitni, -19- með því að það, er vitað verður um Guð, er augljóst á meðal þeirra. Guð hefur birt þeim það. -20- Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkum hans. Mennirnir eru því án afsökunar. -21- Þeir þekktu Guð, en hafa samt ekki vegsamað hann eins og Guð né þakkað honum, heldur hafa þeir gjörst hégómlegir í hugsunum sínum, og hið skynlausa hjarta þeirra hefur hjúpast myrkri. -22- Þeir þóttust vera vitrir, en urðu heimskingjar. -23- Þeir skiptu á vegsemd hins ódauðlega Guðs og myndum, sem líktust dauðlegum manni, fuglum, ferfætlingum og skriðkvikindum.
Nokkur dæmi um það sem menn segja:
Nú höfum við lagt smá grundvöll til að byggja á varðandi hvernig Guð agar þann sem Hann elskar. Jarðneskur faðir og móðir sem elska börnin sín aga þau og reyna að undirbúa þau fyrir lífið. Aðferðirnar hafa breyst hjá okkur í gegnum aldirnar, það má deila um hvort það sé til hins betra eða verra. Ef við skoðum ávextina í dag þá sjáum við að aldrei hafa verið jafn margar skotárásir í skólum víðsvegar um heiminn og í dag, þar sem börn drepa börn. Aðgengi að klámi hefur aukist gríðarlega og er bara einum smelli í burtu og nú er unga fólkið farið að búa til sitt eigið klám og selja í gegnum síður eins og Onlyfans. Skaðlegar fyrirmyndir og boðskapur í gegnum internet og samfélagsmiðla hefur tekið að stórum hluta við uppeldi yngri kynslóðanna og enn er ekki komið fyllilega fram hvaða áhrif það mun hafa á heimsmyndina í framtíðinni.
Því að Drottinn agar þann, sem hann elskar, og hirtir harðlega hvern þann son, er hann að sér tekur.
Skoðum nokkra staði í Orðinu sem sýna okkur hvernig Guð átti við Ísrael í Gamla testamentinu og sjáum svo hvort það sé í samræmi við það sem við sjáum í dag.
Brennið sýrð brauð í þakkarfórn, boðið til sjálfviljafórna, gjörið þær heyrinkunnar! Því að það er yðar yndi, Ísraelsmanna, segir Drottinn Guð. -6- Ég hefi látið yður halda hreinum tönnum í öllum borgum yðar og látið mat skorta í öllum bústöðum yðar. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, segir Drottinn. -7- Ég synjaði yður um regn, þá er þrír mánuðir voru til uppskeru, og ég lét rigna í einni borg, en ekki í annarri. Ein akurspildan vökvaðist af regni, en önnur akurspilda, sem regnið vökvaði ekki, hún skrælnaði. -8- Menn ráfuðu úr tveimur, þremur borgum til einnar borgar til að fá sér vatn að drekka, en fengu þó eigi slökkt þorstann. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, segir Drottinn. -9- Ég refsaði yður með korndrepi og gulnan. Ég eyddi aldingarða yðar og víngarða, engisprettur upp átu fíkjutré yðar og olíutré. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, segir Drottinn. -10- Ég sendi yður drepsótt eins og á Egyptalandi, ég deyddi æskumenn yðar með sverði, auk þess voru hestar yðar fluttir burt hernumdir, og ég lét hrævadauninn úr herbúðum yðar leggja fyrir vit yðar. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, segir Drottinn. -11- Ég olli umturnun meðal yðar, eins og þegar Guð umturnaði Sódómu og Gómorru, og þér voruð eins og brandur úr báli dreginn. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, segir Drottinn. -12- Fyrir því vil ég svo með þig fara, Ísrael. Af því að ég ætla að fara svo með þig, þá ver viðbúinn að mæta Guði þínum, Ísrael! -13- Sjá, hann er sá, sem myndað hefir fjöllin og skapað vindinn, sá sem boðar mönnunum það, er hann hefir í hyggju, sá er gjörir myrkur að morgunroða og gengur eftir hæðum jarðarinnar. Drottinn, Guð allsherjar er nafn hans.
Ísrael heldur að allt sé í fína lagi ef þeir bara fórna aðeins fyrir misgjörðirnar en Drottinn agar, Hann byrjar á að senda hungur, fátækt, uppskerubrest og ef það virkar ekki. Þá sendir hann drepsótt, stríð, herleiðingu, umturnun og óvissu. Þetta virðast vera harkalegar aðferðir, en sjáum við einhvern samnefnara í dag ?
Megnið af Ísraelsmönnum fórust í eyðimörkinni þar sem þeir snéru sér frá Guði eftir að hafa verið leiddir út af Egyptalandi með táknum og undrum. Ísrael snéri ekki aftur og endurbyggði Jerúsalem fyrr en eftir 70 ár af herleiðingu í Babýlon, Ísrael hafnaði frelsara sínum Jesú Kristi og krossfestu Hann og sögðu; komi blóð Hans yfir okkur og börnin okkar. Ísrael missti í kjölfarið heimaland sitt, voru dreifðir meðal allra þjóða heimsins og enduðu að lokum í helförinni, áður en þeir endurheimtu aftur Jerúsalem tæplega 2000 árum síðar.
Guð agar þann sem Hann elskar. Þetta kann að hljóma mjög hart og hvernig er hægt að segja að þetta sé elska. Þetta er elska, því Guð mun gera allt sem í Hans valdi stendur til að við förumst ekki í syndum okkar. Hann veit að það þarf mikið til, við erum þrjóskur líður og hversu miklu fremur Hann myndi vilja að við gerðum bara rétt og þyrftum ekki að fara í gegnum slíkar þrengingar.
Ögun Drottins er mismikil eftir því á hvaða stað við erum og hún er ekki alltaf gleðiefni. Hún getur verið mild áminning í gegnum samviskuna en hún getur líka gengið mun lengra ef við höfum vikið frá köllun okkar. Við þekkjum söguna af Jónasi, Guð sagði honum að fara til Nínive og segja fólkinu þar að iðrast, en íbúar Nínive voru miklir syndarar. Jónas vildi það alls ekki heldur óhlýðnaðist og lagði upp í gagnstæða átt, tók skip til Tarsis. Þar hófst ögun Drottins, mikill stormur kom yfir skipið og allir um borð spurðu sig hver ber ábyrgð á því að við munum allir farast, hver hefur svo reitt Guð til reiði. Jónas að lokum sagði kastið mér frá borði það er mér að kenna að þessi stormur er komin yfir ykkur. Það er ég sem hef óhlýðnast Drottni. Um leið og þeir köstuðu Jónasi frá borði í opinn dauðann, lægði storminn. Guð ætlaði þó ekki að drepa Jónas, heldur lét Hann hval gleypa hann og skyrpa honum á land í rétta átt að Nínive svo hann gæti haldið áfram köllun sinni að varað Nínive við.
En fyrst Drottinn dæmir oss, þá er hann að aga oss til þess að vér verðum ekki dæmdir sekir ásamt heiminum.
Eins með börnin okkar, hvað gerum við þegar þau villast alvarlega af leið. Stundum eru notaðar harkalega aðferðir eins og að reka þau að heiman, þótt við vitum að vonleysið og eymdin muni að lokum yfirtaka barnið, sem er búið að missa tökin og er á kafi í neyslu. En það er því miður oft það sem þarf ef barnið er ekki tilbúið að hætta eða breytast og öll úrræði eru þrotin. Ég er að taka alvarlegt dæmi hér til að sýna fram á líkindin á okkar ögun og ögun Drottins, þegar aðstæður verða mjög erfiðar. Stundum þarf harkalegar aðferðir en þær verða að vera gerðar í kærleika.
Við lifum á tímum þar sem við sjáum miklar breytingar. Hlýnun jarðar er að valda uppskerubrestum, skorti á vatni sem leiðir til hungurs og erfiðleika. Við sjáum drepsóttir eins og “Covid” sem hafa fellt milljónir, við sjáum stríð, herleiðingu og umturnun í heiminum, en fáir virðast snúa sér til Drottins. Atburðir okkar tíma eru eins og klipptir úr Amos, Drottinn er að kalla á okkur að snúa frá okkar vondu vegum og til Hans á nýjan leik.
Við lifum á síðustu kirkjuöldinni Laodíkeu, við vitum ekki hvaða dag eða stund Jesús kemur aftur. Engin maður veit sína æfi, við gætum átt einn dag eftir, viku, mánuð, ár. Ertu tilbúin að mæta skapara þínum, ertu brennandi í trúnni og ljós fyrir þennan heim eða ertu kannski ófrelsaður og vilt gefa Jesú líf þitt í dag ? Hvar sem þú ert staddur taktu afstöðu í dag og frestaðu þeirri ákvörðun ekki lengur!
Og engli safnaðarins í Laódíkeu skalt þú rita: Þetta segir hann, sem er amen, votturinn trúi og sanni, upphaf sköpunar Guðs: -15- Ég þekki verkin þín, að þú ert hvorki kaldur né heitur. Betur að þú værir kaldur eða heitur. -16- En af því að þú ert hálfvolgur og hvorki heitur né kaldur, mun ég skyrpa þér út af munni mínum. -17- Þú segir: Ég er ríkur og orðinn auðugur og þarfnast einskis. Og þú veist ekki, að þú ert vesalingur og aumingi og fátækur og blindur og nakinn. -18- Ég ræð þér, að þú kaupir af mér gull, skírt í eldi, til þess að þú verðir auðugur, og hvít klæði til að skýla þér með, að eigi komi í ljós vanvirða nektar þinnar, og smyrsl að smyrja með augu þín, til þess að þú verðir sjáandi. -19- Alla þá, sem ég elska, tyfta ég og aga. Ver því heilhuga og gjör iðrun. -20- Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér. -21- Þann er sigrar mun ég láta sitja hjá mér í hásæti mínu, eins og ég sjálfur sigraði og settist hjá föður mínum í hásæti hans. -22- Hver sem eyra hefur, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum.