Ljós í myrkri
Velkomin á síðuna. Hér er stutt kynningarmyndband fyrir þig sem mun aðeins birtast við fyrstu heimsókn.
Guð blessi þig!
Síðasta kennslan á árinu 2024 er komin hér á hljóðformi. Þetta er í raun samantekt og niðurlag á því sem við erum búin að vera að leggja áherslu á í desember. Áhersla á helgun, bæn og föstu til að gera okkur tilbúin fyrir nýtt tímabil og staðsetja okkur frammi fyrir Guði í auðmýkt, iðrun og kærleika. Við erum kölluð til þjónustu í ríki Guðs, okkur einu og sérhverju hefur verið gefið talentur til að ávaxta fyrir Drottinn með einum eða öðrum hætti. Það eru ekki allir kallaðir í sömu hlutverk, það eru ekki allir kallaðir til að tala yfir stórum hópum, eða ferðast um heiminn í trúboði, en það geta allir gefið af fjármunum sínum inn í slík störf, líkt og fólk gerði í Postulasögunni. Öll hlutverk í líkamanum eru mikilvæg. Allir geta blessað eða hjálpað til með einhverjum hætti í þjónustu Drottins og þannig fengið hlutdeild í uppskerunni. Sjáum hvað Jakob segir okkur um hreina guðrækni, og svo setti ég inn nokkur vers hér fyrir neðan úr kennslunni. En minni einnig á að hægt er að sækja punktana á PDF með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.
Hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði og föður er þetta, að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingu þeirra og varðveita sjálfan sig óflekkaðan af heiminum.
Vér erum smíð Guðs, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka, sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggja stund á þau.
Ef sá, sem hefur heimsins gæði, horfir á bróður sinn vera þurfandi og lýkur aftur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum? -18- Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum, heldur í verki og sannleika.
Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda. Gefins hafið þér fengið, gefins skuluð þér láta í té.
Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri. Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins.
Guð blessi þig!
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.
Við höfum skoðað sögu kirkjunnar, búsetu hennar, og nú þurfum við að líta á uppskeru hennar.
Á bak við síbreytilega pólitíska og alþjóðlega strauma í heiminum í dag er eitt undirliggjandi mál, baráttan um heimsyfirráð. Þetta er grundvallarástæða allra pólitískra, efnahagslegra og félagslegra fléttna í heiminum í dag. Á bak við þessa miklu valdabaráttu stendur Lúsifer, erkióvinur mannsins og kirkjunnar.
Það geisar orusta yfir þessari jörð sem mun ekki stöðvast fyrr en Opinberunarbókin 20:1-3 gengur í uppfyllingu.
Nú sá ég engil stíga niður af himni. Hann hélt á lykli undirdjúpsins og stórum fjötri í hendi sér. -2- Og hann tók drekann, þann gamla höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár. -3- Hann kastaði honum í undirdjúpið og læsti og setti innsigli yfir, svo að hann leiddi ekki framar þjóðirnar afvega, allt til þess er fullnuðust þúsund árin. Eftir það á hann að vera leystur um stuttan tíma.
Adam fékk jörðina að gjöf sem heilagt traust. Hlutverk hans var að færa himininn til jarðar; þetta var upphafið á útbreiðslu Guðs ríkis um alheiminn. Fall Adams, og þar með alls mannkyns, breytti ekki tilgangi Guðs.
Adam afhenti vald sitt yfir þessari jörð til Lúsifers
Þá fór hann með hann upp og sýndi honum á augabragði öll ríki veraldar. -6- Og djöfullinn sagði við hann: Þér mun ég gefa allt þetta veldi og dýrð þess, því að mér er það í hendur fengið, og ég get gefið það hverjum sem ég vil.
Adam framseldi vald sitt yfir plánetunni til Satans, en Jesús dó á krossinum fyrir allt mannkyn og hóf nýja kynslóð, nýja sköpun á jörðinni. Hans sæði myndi mylja höfuð Satans og taka þessa plánetu aftur.
Og fjandskap vil ég setja milli þín og konunnar, milli þíns sæðis og hennar sæðis. Það skal merja höfuð þitt, og þú skalt merja hæl þess.
En hinir heilögu Hins hæsta munu eignast ríkið, og þeir munu halda ríkinu ævinlega og um aldir alda.
Hann sagði við þá: Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.
Frumkirkjan sá uppskeru á hvítasunnudegi, endatímakirkjan mun sjá mikla loka-uppskeru.
Þú skalt halda hátíð frumskerunnar, frumgróðans af vinnu þinni, af því sem þú sáðir í akurinn. Þú skalt halda uppskeruhátíðina við árslokin, er þú alhirðir afla þinn af akrinum.
Ísraelsmenn héldu þrjár aðalhátíðir: Páskahátíð, Hvítasunnuhátíð og Laufskálahátíð.
Frumgróðahátíðin, var Hvítasunnuhátíðin.
Uppskeruhátíðin, Laufskálahátíðin, var í lok ársins.
Enn er himnaríki líkt neti, sem lagt er í sjó og safnar alls kyns fiski. -48- Þegar það er fullt, draga menn það á land, setjast við og safna þeim góðu í ker, en kasta þeim óætu burt. -49- Svo mun verða, þegar veröld endar: Englarnir munu fara til, skilja vonda menn frá réttlátum,
Hin loka-uppskera sem er í vændum verður svo mikil að hún mun umbreyta núverandi skipulagi kirkjunnar. Guð hefur geymt fyrir kirkjuna í þessari kynslóð hina stærstu og mestu andlegu uppskeru sem heimurinn hefur nokkurn tíma séð.
Gott og illt hefur þrifist í hverri kynslóð í þúsundir ára sem stöðugt ferli sáningar. En þetta mun allt enda í þessari kynslóð.
Eitt af lögmálum uppskerunnar er sáning og uppskera
Að því, er ég hefi séð: Þeir sem plægðu rangindi og sáðu óhamingju, þeir einir hafa uppskorið það.
Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.
Sjá, þeir dagar munu koma, segir Drottinn að erjandinn skal ná kornskurðarmanninum og víntroðslumaðurinn sáðmanninum. Þá munu fjöllin löðra í vínberjalegi og hálsarnir verða í einu flóði.
Sjá, ég og synirnir, sem Drottinn hefir gefið mér, vér erum til tákns og jarteikna í Ísrael frá Drottni allsherjar, sem býr á Síonfjalli.
Unglingar og jafnvel börn munu verða í fararbroddi og verða meðal hinna mestu fagnaðarboðara. Þau munu lækna sjúka og reka út illa anda. Sum munu taka stjórn á sjúkrahúsum og lækna alla, jafnvel á geðdeildum.
Eins og Satan reyndi að tortíma öllum börnum á tímum Móse með því að drepa þau, hefur hann einnig í þessari kynslóð reynt að ná börnum með fóstureyðingum, fíkniefnum, klámi, kynferðisofbeldi og því að draga milljónir barna niður í kvalir helvítis, syndar, áfalla og örvæntingar.
En ég vil segja ykkur sannleikann: Eins djúpar rætur og Satan hefur í þeim, munu þau fá endurlausn og fyllast af Guði.
En heyr nú þetta, þú hin sællífa, er situr andvaralaus og segir í hjarta þínu: Ég og engin önnur. Í ekkjudómi skal ég aldrei sitja og eigi reyna, hvað það er að vera barnalaus. -9- En hvort tveggja þetta skal þér að hendi bera skyndilega, á einum degi. Þú skalt bæði verða barnalaus og ekkja. Í fullum mæli mun það yfir þig koma, þrátt fyrir þína margvíslegu töfra og þínar miklu særingar.
Óvinurinn, sem sáði því, er djöfullinn. Kornskurðurinn er endir veraldar og kornskurðarmennirnir englar.
En hinir heilögu Hins hæsta munu eignast ríkið, og þeir munu halda ríkinu ævinlega og um aldir alda.
Guð blessi þig!
Það er komin tími til að vakna fyrir alvöru og nálgast Drottinn af heilum hug. Það er eina leiðin til að breyta aðstæðum okkar, fá gegnumbrot, lækningu og bænasvör fyrir fjölskyldum, landi og þjóð. Hættum að betla af Guði og tökum okkar stöðu sem hermenn og erindrekar Guðs. Hann sagði okkur að lækna sjúka, reka út illa anda og hjálpa fólki. Hann er búin að greiða gjaldið, krafturinn er til staðar, við þurfum aðeins að nálægja okkur Guði af öllu hjarta í föstu, bæn og helgun, því þá munum við Guð sjá!
Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda. Gefins hafið þér fengið, gefins skuluð þér láta í té.
Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri. Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins.
Því að Guðs ríki er ekki fólgið í orðum, heldur í krafti.
Vaknið fyrir alvöru og syndgið ekki. Nokkrir hafa enga þekkingu á Guði. Yður til blygðunar segi ég það.
Guð blessi þig!
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.
Orð Páls í Postulasögunni 17. kafla greina frá því hvar hin frumkristna kirkja bjó og dvaldi, hvar hennar bústaður var:
Í honum lifum, hrærumst og erum vér. Svo hafa og sum skáld yðar sagt: Því að vér erum líka hans ættar.
Þeir lifðu og hrærðust í Guði. Guð var uppspretta alls fyrir þá.
Það var engin sálfræði, aðeins máttur Guðs. Venjulegir menn og konur fylltir Heilögum anda kollvörpuðu heiminum.
Vanmáttur kirkjunnar til að sýna fram á hið yfirnáttúrulega hefur hrakið tugþúsundir frá dyrum hennar.
Það eru ráðstefnur sem við getum sótt, biblíuskólar sem við getum stundað, og óendanlegt magn kristilegs fróðleiks og kennslu í boði. Vandamálið er að við fyllum fólk af kenningum í stað þess að fylla það af Guði.
Þeir voru ekki flóknir eða háþróaðir, smurningin var allt fyrir þá. Þeir skildu að án Heilags anda væri engu hægt að áorka. Við getum haldið kirkjusamkomu sem er svo mótuð eftir þörfum fólks (seeker sensitivce) að öllu er stillt á lægsta mögulega samnefnara. Það eru ótal námskeið um hvernig eigi að gera hlutina og byggja stóra kirkju.
Þeir lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum. En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim, er frelsast létu.
En margir þeirra, er heyrt höfðu orðið, tóku trú, og tala karlmanna varð um fimm þúsundir.
Svo margar kirkjur í dag eru eins og keðjufyrirtæki.
Þær líta allar eins út, syngja sömu lögin og fylgja sömu stefnu. Kirkjurnar í Jerúsalem, Antíokkíu og Efesus voru hins vegar mjög ólíkar með mismunandi skipulag. Þegar við reynum að vera eins og einhver önnur kirkja, þá er bústaður okkar ekki lengur í Guði. Þetta á einnig við um einstaklinga, ekki reyna að vera eins og einhver annar.
Við verðum að vita hvað Guð hefur kallað okkur til að gera, því þar er smurningin. Örlög rætast með því að vita og framkvæma vilja Guðs.
Þeir lifðu og hrærðust í Guði, með sýnum, draumum, smurningu, englum og krafti Guðs.
Gyðingar á tímum Jesú höfðu tvo mismunandi tilbeiðslustaði. Í samkundunni gátu þeir hlýtt á orðið, tekið við þjónustu og átt samfélag.
Í musterinu fólst tilbeiðslan í samskiptum við nærveru og dýrð Guðs. Við þurfum bæði þessi form tilbeiðslu, en kannski ekki á sama tíma. Við þurfum langar stundir sem við tengjumst og fáum kraft frá nærveru og dýrð Guðs.
Tilbeiðsla líkt og átti sér stað í musterinu hefur því miður verið afar fjarverandi í flestum kirkjum. En það er einmitt sá staður þar sem við öðlumst kraft, smurningu og opinberun. Samskipti við áþreyfanlega nærveru Guðs opna aðra vídd, stað og nærveru þar sem við getum fengið snertigu frá Guði á þann hátt sem ekki er mögulegut annars staðar. Það er staður opinberunar, köllunar og kraftveitingar.
Þegar þeir höfðu beðist fyrir, hrærðist staðurinn, þar sem þeir voru saman komnir, og þeir fylltust allir heilögum anda og töluðu orð Guðs af djörfung. -32- En í þeim fjölda, sem trú hafði tekið, var eitt hjarta og ein sál, og enginn þeirra taldi neitt vera sitt, er hann átti, heldur höfðu þeir allt sameiginlegt.
Þegar þeir sáu djörfung Péturs og Jóhannesar og skildu, að þeir voru ólærðir leikmenn, undruðust þeir. Þeir könnuðust og við, að þeir höfðu verið með Jesú.
Ef við viljum upplifa þann kraft og dýrð sem Páll postuli talaði um í Síðara Korintubréfi 3:18, verðum við að uppfylla skilyrðin.
En ef þjónusta dauðans, sem letruð var og höggvin á steina, kom fram í dýrð, svo að Ísraelsmenn gátu ekki horft framan í Móse vegna ljómans af ásýnd hans, sem þó varð að engu, -8- hversu miklu fremur mun þá þjónusta andans koma fram í dýrð? -9- Ef þjónustan, sem sakfellir, var dýrleg, þá er þjónustan, sem réttlætir, enn þá miklu auðugri að dýrð.
Páll segir að kirkja Nýja testamentisins eigi að upplifa miklu meiri dýrð en kirkja Gamla testamentisins.
Páll útskýrir síðan hvernig þessu er náð:
En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins.
Með því að vér höfum þessa þjónustu á hendi fyrir miskunn Guðs, þá látum vér ekki hugfallast.
Í tilbeiðslu líkt og var í musterinu horfum við á Drottin í langan tíma, sem leiðir til umbreytingar. Með þessu öðlumst við kraft og alvæpni. Þegar þetta gerist verður þjónustan áreynslulaus, því bústaður okkar og kraftur er frá Guði.
Með því að vér höfum þessa þjónustu á hendi fyrir miskunn Guðs, þá látum vér ekki hugfallast.
Það er til orðatiltæki sem segir að þú getir ekki andað inn einu sinni og andað út tvisvar.
Með öðrum orðum, nema við höfum drukkið djúpt af nærveru Drottins, getum við ekki andað út þjónustu.
Hin frumkristna kirkja lærði að lifa í Guði. Geta þeirra og árangur voru í samræmi við þann kraft sem þeir fengu frá Heilögum anda.
Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört. -6- Hverjum sem er ekki í mér, verður varpað út eins og greinunum, og hann visnar. Þeim er safnað saman og varpað á eld og brennt.
Páll postuli komst á þann stað að það var ekki lengur hann sem var að framkalla þjónustuna.
Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig. -21- Ég ónýti ekki náð Guðs. Ef réttlæting fæst fyrir lögmál, þá hefur Kristur dáið til einskis.
Hvers vegna hafa allar vakningar hingað til dofnað?
Við biðjum um vakningu, en í raun þurfum við að vera á þeim stað þar sem árangur vakningarinnar er stöðugur. Saga kirkjunnar endurtekur sama mynstrið: við biðjum um vakningu, hún kemur á endanum en dofnar svo aftur.
Vakning er til þess að færa kirkjuna aftur til „eðlilegs“ ástands.
Hugmyndin er að við verðum á þeim stað og viðhöldum blessunum Guðs sem eiga sér stað í vakningu. Stöðug vakning ætti að vera normið, og það mun á endanum verða, en við þurfum að skilja ástæður þess að við missum hana í upphafi.
Flestar vakningar glatast vegna þess að við reynum að skipuleggja þær í stað þess að leyfa þeim að flæða eins og þeim er ætlað. Við notum vakningarnar til að byggja eitthvað fyrir okkur sjálf, verðum eigingjörn, stjórnsöm og förum í varnaham. Ein tegund stjórnunar sem er ásættanleg í lífi kirkjunnar er sjálfsagi (Galatabréfið 5:22-23).
Í öðru lagi glatast vakningar vegna þess að við vanrækjum musteristilbeiðslu – hinn stöðuga stað valdeflingar. Musterið var staðurinn þar sem fórnir voru færðar. Stöðugt að leggja niður eigið líf er nauðsynlegt, og það að vera stöðugt í opinberaðri nærveru Drottins er lykilatriði fyrir varanlega vakningu.
Það var frá musterinu sem lífsins vatn streymdi út á göturnar.
-1- Nú leiddi hann mig aftur að musterisdyrunum. Þá sá ég að vatn spratt upp undan þröskuldi hússins mót austri, því að framhlið musterisins vissi til austurs. Og vatnið rann niður undan suðurhlið musterisins, sunnanvert við altarið.
-8- Þá sagði hann við mig: Þetta vatn rennur út á austurhéraðið og þaðan ofan á sléttlendið, og þegar það fellur í Dauðahafið, í salt vatnið, verður vatnið í því heilnæmt. -9- Og allar lifandi skepnur, allt sem hrærist, fær nýtt fjör alls staðar þar sem fljótið kemur, og fiskurinn mun verða mjög mikill, því að þegar þetta vatn kemur þangað, verður vatnið í því heilnæmt(læknar), og allt lifnar við, þar sem fljótið kemur.
Musterið er staður tilbeiðslu og uppgjafar, staður þar sem við erum endurnýjuð, umbreytt og valdefld af dýrð Guðs til að flæða út á göturnar með lífgefandi vatni fagnaðarerindisins.
Guð blessi þig!
Ég hef ákveðið að skrifa grein eða réttara sagt úrdrátt úr bókinni, “The Hidden Power of Prayer & Fasting“, fyrir alla þá sem ekki hafa tök á að panta sér bókina og lesa sjálf. Því það að er mitt álit að þessi bók sé ein af þeim bókum sem allir kristnir ættu að lesa. Þetta er ein besta bók sem ég hef lesið og ég finn mig knúinn til að skrifa um þau atriði sem töluðu sterkast til mín sem og að birta beint atriði úr bókinni sem geta hjálpað þér kæri lesandi að komast nær Guði og fá gegnumbrot inn í þitt líf.
Áður en ég fer í efnið vil ég segja að ég er ekki að tala bara út frá því sem ég hef lesið því ég hef fastað reglulega í gegnum mína trúargöngu með Guði sem nú spannar orðið meira en 22 ár. Ekki það að ég hafi fastað jafnt og þétt allan tímann og í raun fastað miklu minna en ég tel nú nauðsynlegt fyrir mig og alla sem trúa á Jesú Krist. Ég hef prófað ýmsar föstur á minni göngu, sólahringsföstur, 3ja daga föstur með og án vatns, og nokkrar útgáfur af tuttu og 21 dags Daníelsföstum. Fyrir stuttu kom mjög sterkt til mín að fara inn í föstu, blandaða föstu sem ég hafði ekki farið í áður (aðeins vatn ákveðna daga, aðeins grænmeti, baunir og hafrar ákveðna, og svo hefðbundin Daníelsfasta ákveðna daga). Ég fékk skýra leiðsögn hvernig fastan ætti að vera og hver bænarefnin ættu að vera í röð eftir mikilvægi hvers og eins, hvernig ég ætti að fara á ákveðna staði og biðja, taka vald og fleira.
Það er því af reynslu að ég segi ykkur að fasta er gríðarlega öflugt vopn til að sigra vígi, fá gegnumbrot, lækningu og lausn inn í líf okkar og fyrir því sem við erum að biðja fyrir. Fastan hefur gríðarleg áhrif á þína persónulegu göngu með Guði, þar sem þú verður mun næmari fyrir anda Guðs og því sem hann vill segja þér, og eitt það besta er að veldi óvinarins nötrar þegar við föstum, sérstaklega þegar margir trúaðir koma saman og gera sáttmála um að biðja og fasta markvisst inn í ákveðna hluti og aðstæður.
Ég heyri ekki oft minnst á föstur í kirkjunni, það er eins og óvinurinn hafi náð að hylja yfir þetta kröftuga vopn. Þetta er fórn og það getur verið erfitt að fasta en það getur líka verið auðvelt ef Guð leiðir mann inn í sérstaka föstu. En af hverju að fasta? Er það nauðsynlegt?
Jesús Kristur þegar hann gekk um í holdi á jörðinni fyrir rúmum 2000 árum síðan er okkar aðal og helsta fyrirmynd. Hann hóf þjónustu sína á því að vera skírður af Jóhannesi skírara og fylltist Heilögum anda, en Hann fór ekki strax út að þjóna, nei hann fór fyrst og vann andlega sigurinn gegn djöflinum í eyðimörkinni með því að fasta og biðja í 40 daga, eftir það fór hann út í krafti andans.
En þegar Jesús hafði verið skírður, sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og þá opnuðust himnarnir, og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig.
Þá leiddi andinn Jesú út í óbyggðina, að hans yrði freistað af djöflinum. -2- Þar fastaði hann fjörutíu daga og fjörutíu nætur og var þá orðinn hungraður.
Lærisveinarnir föstuðu reglulega og leituðu Guðs, við sjáum það í gegnum alla Postulasöguna. Af hverju gerðu þeir það? Jú þeir vissu að í gegnum allar ritningarnar var fasta notuð til að nálgast Guð, fá leiðsögn og gegnumbrot inn í erfið málefni og samkvæmt orðum Jesú til að hafa vald yfir illum öndum, líka þeim sterkustu.
Jesús svaraði: Ó, þú vantrúa og rangsnúna kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá yður? Hversu lengi á ég að umbera yður? Færið hann hingað til mín. -18- Og Jesús hastaði á hann og illi andinn fór úr honum. Og sveinninn varð heill frá þeirri stundu. -19- Þá komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu hann einslega: Hvers vegna gátum vér ekki rekið hann út? -20- Hann svaraði þeim: Vegna þess að yður skortir trú. Sannlega segi ég yður: Ef þér hafið trú eins og mustarðskorn, getið þér sagt við fjall þetta: Flyt þig héðan og þangað, og það mun flytja sig. Ekkert verður yður um megn. -21- En þetta kyn verður eigi út rekið nema með bæn og föstu.
Hér er helstu dæmin í Biblíunni um inngrip Guðs á stórkostlegan hátt eftir að fólk fastaði og bað:
Ef þessar fyrirmyndir okkar í Biblíunni föstuðu til að standa gegn árásum óvinarins er þá ekki augljóst að þetta á að vera fastur hluti af okkar lífi í dag. Það eru einnig margar öflugar trúarhetjur síðari tíma sem gerðu sér grein fyrir að þetta væri nauðsynlegur þáttur í að lifa sigrandi lífi og hafa raunverulegan kraft til að þjóna Guði.
Hér sjáum við dæmi um einstaklinga sem þjónuðu Guði og kraftaverk, undur og tákn fylgdu. Jesús er sá sami í gær í dag og um aldir og dagar kraftaverka eru ekki liðnir. Það er sérstök hvatning á okkur í Hebreabréfinu 13. kafla að líkja eftir trú þeirra leiðtoga sem á undan fóru svo að við einnig getum starfað í sama krafti. Þetta gerist ekki að sjálfu sér, ef við lifum ekki samkvæmt Orðinu og þeim leiðbeiningum sem Jesús hefur gefið okkur, getum við ekki ætlast til þess að hafa kraft andans. Það er eins og segir í Lúkasarguðspjalli 6.kafla, ef við gætum gert öll þau kraftaverk sem Jesú gerði án þess að leggja niður okkar líf, biðja og fasta þá værum við búin að finna auðveldari leið en meistari okkar til að sigra hið illa og þannig er það ekki. Ef Jesús þurfti að taka sig frá reglulega til að biðja og fasta, þá þurfum við það líka!
Ekki er lærisveinn meistaranum fremri, en hver sem er fullnuma, verður eins og meistari hans.
En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, -18- taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir.
Þessi grein er mikil stytting á bókinni “The Hidden Power of Prayer & Fasting” sem ég mæli með að allir kristnir ættu að panta sér og lesa. En ég fann mig knúinn til að skrifa úrdrátt til að hjálpa þeim sem t.d. geta ekki lesið ensku, ég ákvað einnig að lesa upp greinina og hafa hana á hljóði fyrir þá sem finnst betra að hlusta, því mér finnst þetta efni bænar og föstu vera það mikilvægt að við verðum sem líkami Krists á Íslandi að taka okkur saman á þessu sviði og gera það sem okkar fyrirmyndir gerðu til að ganga fram í raunverulegum krafti andans fyrir Jesú Krist.
Hvað er svarið fyrir Stevie?
Fljótlega eftir að Mahesh Chavda tók við Jesú hóf hann að starfa við umönnun á heimili fyrir mjög veik börn, þarna voru andlega veik börn, börn með heilaskaða, Downs og fleira. Aðstæður voru hræðilegar og Guð kallaði Mahesh þangað til að elska þessi börn sem engin vildi. Stevie var sértaklega erfitt tilfelli en hann var með Downs heilkenni og var með áráttuhegðun að berja sig í andlitið. Starfsfólkið og læknarnir voru búin að reyna allt, raflostameðferð, binda hendur Stevie og fleira, en ekkert virkaði. Mahesh spurði því Drottinn.
Þú sendir mig hingað til að elska þessi börn. “Hvað er svarið fyrir Stevie?”
Mjög greinilega heyrði Mahesh í Heilögum anda segja, “Þetta kyn verður ekki rekið út nema fyrir bæn og föstu!”
Við þekkjum þetta vers úr Biblíunni en á þessum tímapunkti var Mahesh nýr í trúnni og hafði ekki heyrt né vissi að þetta væri í Biblíunni. Mahesh rannsakaði þetta og fór svo inn í föstu leidda af andanum þar sem hann drakk ekkert vatn fyrstu þrjá dagana, en svo fékk hann leyfi til að drekka vatn þar til 14 daga föstu var lokið, en þá sagði Drottinn, “Farðu núna og biddu fyrir Stevie”. Þegar hann mætti á vaktina næsta dag sagðihann, “Í Jesú nafni, þú andi limlestingar, slepptu honum núna í Jesú nafni”. Við þessa bæn tókst Stevie á loft og kastaðist tvo og hálfan metra og í vegginn á herberginu, þar sem líkami hans hékk í loftinu um einn metra frá jörðunni. Svo rann hann niður á gólfið með miklu andvarpi og herbergið fylltist af hræðilegri lygt eins og af rotnum eggjum og brennisteini sem svo fjaraði út. Stevie fékk fullkomna lausn og í fyrsta skipti þreifaði hann mjúklega á andliti sínu og svo fór hann að gráta af gleði.
Það eru mun fleiri vitnisburðir í bókinni, eins og þegar Mahesh var að þjóna í Afríku og einn öflugast seiðkarl svæðisins kom á samkomuna til að stoppa Mahesh, allir pastorarnir voru logandi hræddir við seiðkarlinn því þeir vissu að hann gæti lagt á þá bölvun sem gæti jafnvel dregið þá til dauða. Mahesh var að þjóna og var nýverið búinn að vera í langri föstu. Þegar Mahesh koma að seiðkarlinum í fyrirbæninni var hann ekkert með neitt sérstakt að segja, það eina sem hann sagði var bara,”Guð blessaðu hann”, kraftur Guðs kom yfir seiðkarlinn með þvílíkum krafti að hann slengdist allur til og gat ekki hreyft sig. Seiðkarlinn kom síðar og vitnaði fyrir pastorunum að hann hefði aldrei séð slíkan kraft og gaf Guði líf sitt. Það er nefnilega lífið sem við lifum sem skiptir mestu máli ekki endilega nákvæmlega hvaða orð við notum.
Það sem þetta sýnir okkur er að illu andarnir hræðast þá sem biðja og fasta, því þeir vita að það er gríðarlegt vopn gegn þeim. Engin furða að djöfullinn sé búin að vinna markvisst að því að láta kirkjuna gleyma því að fasta. Vekjum upp þennan mikilvæga sannleika fyrir líkama Krists í dag og tökum til baka það sem óvinurinn er búin að stela frá okkur og kirkjunni því ↓
Þótt vér lifum jarðnesku lífi, þá berjumst vér ekki á jarðneskan hátt, -4- því að vopnin, sem vér berjumst með, eru ekki jarðnesk, heldur máttug vopn Guðs til að brjóta niður vígi. -5- Vér brjótum niður hugsmíðar og allt, sem hreykir sér gegn þekkingunni á Guði, og hertökum hverja hugsun til hlýðni við Krist. -6- Og vér erum þess albúnir að refsa sérhverri óhlýðni, þegar hlýðni yðar er fullkomin orðin.
Guð blessi þig!
– Sigurður Júlíusson