Ljós í myrkri
Velkomin á síðuna. Hér er stutt kynningarmyndband fyrir þig sem mun aðeins birtast við fyrstu heimsókn.
Guð blessi þig!
En sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus.
SÁTTGJÖRN: Gríska orðið fyrir „sáttgjörn“ kemur frá Strong’s G2095 og G3982; gott til sannfæringar, það er, (óbeint) samvinnufúst: – einfalt að færa rök fyrir.
Í einföldu máli þýðir þessi setning: Auðvelt að nálgast eða auðvelt að tala við vegna þess að viðkomandi er blíður og opinn. Viðkomandi er opinn og á auðvelt með að taka/veita leiðsögn.
Fyrst og fremst er þetta afstaða gagnvart Guði
Guð vill fólk sem er auðvelt að vinna með, fólk sem mun ekki rífast við hann.
Hlýðni er eitt af því sem Guð krefst mest af okkur
Í fyrri Samúelsbók 15. kafla sagði Guð við konunginn Sál að útrýma Amalekítunum ásamt öllu þeirra fé. Sál sigraði Amalekítana en fékk þá góða hugmynd að halda hluta af fénu til að fórna Guði.
Það virtist vera góð hugmynd, mjög rökrétt fyrir Sál
Þó þyrmdi Sál og fólkið Agag og bestu sauðunum og nautunum, öldu og feitu skepnunum, og öllu því, sem vænt var, og vildu ekki bannfæra það. En allt það af fénaðinum, sem var lélegt og rýrt, bannfærðu þeir. -10- Þá kom orð Drottins til Samúels svohljóðandi: -11- Mig iðrar þess, að ég gjörði Sál að konungi, því að hann hefir snúið baki við mér og eigi framkvæmt boð mín. Þá reiddist Samúel og hrópaði til Drottins alla nóttina. -12- Og Samúel lagði snemma af stað næsta morgun til þess að hitta Sál. Og Samúel var sagt svo frá: Sál er kominn til Karmel, og sjá, hann hefir reist sér minnismerki. Því næst sneri hann við og hélt áfram og er farinn ofan til Gilgal. -13- Þegar Samúel kom til Sáls, mælti Sál til hans: Blessaður sért þú af Drottni, ég hefi framkvæmt boð Drottins. -14- En Samúel mælti: Hvaða sauðajarmur er það þá, sem ómar í eyru mér, og hvaða nautaöskur er það, sem ég heyri?
-22- Samúel mælti: Hefir þá Drottinn eins mikla velþóknun á brennifórnum og sláturfórnum eins og á hlýðni við boð sín? Nei, hlýðni er betri en fórn, gaumgæfni betri en feiti hrútanna. -23- Þrjóska er ekki betri en galdrasynd, og þvermóðska er ekki betri en hjáguðadýrkun og húsgoð. Af því að þú hefir hafnað skipun Drottins, þá hefir hann og hafnað þér og svipt þig konungdómi.
GUÐ VILDI SKILYRÐISLAUSA HLÝÐNI
Guð vill fólk sem er auðvelt að gefa skipanir, auðvelt að vinna með, auðvelt að færa rök fyrir. Sál var stöðugt drifinn áfram af ótta sem gerði honum erfitt fyrir að hlýða Guði.
ABRAHAM AFTUR Á MÓTI: Var auðvelt að vinna með og varð hann þannig vinur Guðs og Guð deildi speki sinni með honum.
Það er áhugavert að taka eftir því að þegar Guð talaði við Abraham um umskurn í Fyrstu Mósebók 17. kafla var Guð að gera sáttmála við Abraham og gaf umskurnina sem tákn til að innsigla hann.
Guð var mjög nákvæmur í leiðbeiningum sínum
-10- Þetta er minn sáttmáli, sem þér skuluð halda, milli mín og yðar og niðja þinna eftir þig: Allt karlkyn meðal yðar skal umskera.
-12- Átta daga gömul skal öll sveinbörn umskera meðal yðar, ættlið eftir ættlið, bæði þau, er heima eru fædd, og eins hin, sem keypt eru verði af einhverjum útlendingi, er eigi er af þínum ættlegg.
Sérstaklega á 8. degi: Abraham hefði getað haft þá afstöðu að minna en það sem Guð krafðist væri í lagi. Hann hefði getað sagt að 6. dagur væri þægilegri eða 7., það myndi ekki skipta máli. En Guð sagði 8. daginn og útskýrði ekki hvers vegna. Það sem Abraham vissi ekki var að blóðstorkuefni myndast ekki í blóði barns fyrr en á 8. degi; mörg börn hefðu getað blætt út ef þau hefðu verið umskorin fyrir þann dag.
Ég hef heyrt kristna segja: „Ég þarf að skilja áður en ég get hlýtt Guði,“ en ef það væri satt þyrfti ekki trú. Guð vill fólk sem er auðvelt að færa rök fyrir, sem mun hlýða honum án deilna, mótstöðu eða afsökunar. Það er alltaf viturlegt að hlýða, og til að geta hlýtt án þess að efast þarf þessi eiginleiki, þessi stoð eða grunnur að vera festur í hjörtum okkar. Það er alltaf viturlegt að hlýða Guði, jafnvel þótt þú skiljir ekki hvers vegna; það gæti bjargað lífi þínu á síðustu tímum.
Annað sjónarmið er hið mannlega sjónarmið
Sumt fólk er mjög erfitt að vinna með, það andmælir öllu og er ekki auðvelt að rökræða við. Ef þú getur ekki tekið við skipunum og hlýtt í veraldlega lífinu, munt þú eiga í miklum vandræðum með að hlýða Guði.
Varir heimskingjans valda deilum, og munnur hans kallar á högg.
Vitur sonur hlýðir umvöndun föður síns, en spottarinn sinnir engum átölum.
Faðir getur átt við hvern sem er yfir þér.
Vandamálið með lýðræði er að oft vill hver og einn vera höfðingi en ekki indíáni. Fólk Guðs þarf að læra að vinna saman. Guðsríkið er ekki lýðræði. Við þurfum öll að vinna undir einhvers konar valdi.
Uppreisn lokar þig frá visku Guðs og er form galdra þar sem hún leiðir til þess að einstaklingur reynir að stjórna til að ná sínu fram. Andi stjórnunar er form galdra (witchcaft).
Að vera „sáttgjarn eða sáttgjörn“ merkir að gera það sem þú ert beðinn um. Það er svo hressandi þegar auðvelt að tala við og vinna með manneskju.
EKKI DEILUGJARN: Auðvelt að vinna með, fólk sem þykist ekki vita allt og vera sérfræðingar í öllu. Sumt fólk er svo fast í skoðunum sínum að það er erfitt að vinna með þeim.
Við þurfum öll sanna auðmýkt með blíðum anda sem á aðvelt með að taka leiðsögn
Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau, hann er sá sem elskar mig. En sá sem elskar mig, mun elskaður verða af föður mínum, og ég mun elska hann og birta honum sjálfan mig.
Guð kenndi Abraham skilyrðislausa hlýðni, eftir það gat Hann orðið vinur hans og deilt visku sinni með honum.
Ég kalla yður ekki framar þjóna, því þjónninn veit ekki, hvað herra hans gjörir. En ég kalla yður vini, því ég hef kunngjört yður allt, sem ég heyrði af föður mínum.
Hjartafarslegt ástand skilyrðislausrar hlýðni setur þig í stöðu til að taka á móti visku Guðs án þess að spilla hreinleika hennar. Þetta er stólpi sem þarf að vera á sínum stað.
Þú gætir spurt: Hvað ef ég er að vinna undir valdi sem er óhæft og heimskulegt? Þá ættir þú að yfirgefa teymið með réttu hugarfari, en vertu viss um að þú sért ekki vandamálið. Leitaðu Drottins og hlýddu honum.
Guð blessi þig!
Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs orð hafa til yðar talað. Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra. Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. Heb 13-7-8
Virðið fyrir yður ævi þeirra sem á undan fóru og líkið eftir trú þeirra – Hvers vegna legg ég svo mikla áherslu á þetta?
Það er fátt sem sýnir betur hvernig hægt er að upplifa Guð og kraft hans en frásögur af lífi og afrekum þeirra sem á undan okkur fóru. Þessir vitnisburðir sýna berlega hvernig lífi þessar hetjur lifðu. Kærleikinn, helgunin, trúfestin og hugrekkið sem þau sýndu til að lifa í vilja Guðs, stöðug fórn fyrir Guð og menn.
Líf manna eins og William Branham, John G.Lake, Smith Wigglesworth og kvenna eins og Kathryn Kuhlman, Maria Woodworth Etter, Aimee Semple McPherson nær okkar tíð, en svo að sjálfsögðu lærisveinarnir og postularnir þar sem líf Jesús Krists er undirstaða okkar allra. Ég get nefnt marga aðra sem hafa haft mikil áhrif á mig en þessar fyrst nefndu trúahetjur hér að ofan eru líklega með þeim þekktari sem voru uppi á síðustu öld. Þekkir þú líf þeirra og ertu að líkja eftir trú þeirra?
Ég er viss um að ef þessir vitnisburðir, þessar sögur um samfélag manna við Guð væri þekktar meðal fólks í dag, væri staðan ekki eins slæm og hún er andlega. Það virðist vera að djöflinum hafi tekist að einhverju leiti að hylja yfir þessa vitnisburði með illum orðrómi og öðrum brögðum, þannig að sú arfleifð sem okkar kynslóð átti að erfa er oss hulinn og gleymd. Það er óskiljanlegt að þessar sögur skulu vera að mestu leiti óþekktar og ókenndar í kirkjum og söfnuðum heimsins. Við höfum þó enn tækifæri til þess að gera betur.
Þetta eru sterkar fyrirmyndir eins og persónur Biblíunnar. Í þessu tilfelli er sagan nær okkur og heimildirnar ekki svo ýkja gamlar. Það ætti að gefa okkur öllum von um að með réttri Guðsdýrkun og helgun er enn möguleiki á að sjá kraft Guðs starfa kröftuglega á meðal okkar.
Það krefst hugrekkis að vitna fyrir öðrum og að vera öðruvísi. Það eru nýleg dæmi sem sýna það að ef einhver minnist á eitthvað sem ekki er vinsælt í heiminum, flæðir yfir viðkomandi árásir og ofsóknir. Engan ætti að undra, lærisveinarnir gengu í gegnum nákvæmlega það sama og gáfu flestir á endanum líf sitt fyrir að segja sannleikann.
Það er á hreinu að það er engin leið fyrir okkur að verða eins og þær fyrirmyndir sem ég nefndi áðan, án Krists. Það var einmitt sú opinberun sem knúði allt þetta fólk til þess að leita Guðs af öllu hjarta og ávöxturinn af því var sannur friður.
Ég er að lesa klassíska kristna bók sem heitir, The Pursuit of God, eða Leitin að Guði – eftir A.W. Tozer sem var uppi á síðustu öld. Hún fjallar meðal annars um helgun og hvernig við finnum vilja Guðs.
A.W. Tozer (1897-1963) skrifar í inngangi bókarinnar. Sannur sálarfriður, ávöxtur þeirra sem raunverulega leita Guðs, er sjaldséður hjá Kristnum í dag (skrifað snemma á 20 öldinni). Allt of margir hafa sæst á að ófriður sé hluti af raunveruleikanum og hafa hætt að leita Guðs af öllu hjarta.
Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.
Það er raunverulegur friður í boði í dag og hann finnur þú aðeins í Guði.
Friður er hugafar og í Kristi er eilífur friður og sálarró. Hvað sem á dynur í heiminum, þínu lífi eða í þinni þjóð. Ef þú leitar Guðs raunverulega af öllu hjarta, alla daga og átt persónulegt samfélag við Hann. Þá á ekki einu sinni ótti við dauðann að hafa áhrif á þig.
Helgun er sú leið sem allir þufa að fara!
Það er sorgleg staðreynd að maðurinn hefur snúið sér frá því að dýrka skapara sinn yfir í það að dýrka hið skapaða. Eftirsókn eftir hlutum er djúp þrá sem flestir stjórnast af í dag, útlitsdýrkun, stöðudýrkun og svo mætti lengi telja. Hvað segir Jesús um allt þetta?
Því að hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, og hver sem týnir lífi sínu mín vegna, mun finna það.
Fyrir þá sem vilja komast nær Guði
Jesús sagði sá sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér! Ef við náum að gjörsigra alla eftirsókn eftir vindi og dauðum hlutum, sem engin tekur með sér eftir að þessu lífi lýkur. Þá finnum við raunverulega lífið og öðlumst raunverulegan frið.
Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi. -2- Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.
Fyrst þér því eruð uppvaktir með Kristi, þá keppist eftir því, sem er hið efra, þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs. -2- Hugsið um það, sem er hið efra, en ekki um það, sem á jörðinni er.
Stundið frið við alla menn og helgun, því að án hennar fær enginn Drottin litið.
Ekki kallaði Guð oss til saurlifnaðar, heldur helgunar.
Þar eð vér því höfum þessi fyrirheit, elskaðir, þá hreinsum oss af allri saurgun á líkama og sál og fullkomnum helgun vora í guðsótta.
Feður vorir öguðu oss um fáa daga, eftir því sem þeim leist, en oss til gagns agar hann oss, svo að vér fáum hlutdeild í heilagleika hans.
Guð er heilagur og til þess að finna Hann þá þurfum við að vera heilög. Tökum eitt skref í einu og biðjum Guð að sýna okkur hvað við getum gert til þess að vinna þennan sigur sem allir menn þurfa að vinna vilji þeir finna Guð.
Látum Orð Guðs tala til okkar og verum ekki aðeins áheyrendur, heldur gerendur og tökum háttaskipti hugarfarsins. Helgum okkur af öllu hjarta og sigrum þessa öld eins og trúarhetjurnar gerðu á öldum áður.
Náð Guðs veri með yður.
—
“To be in Christ – that is redemption; but for Christ to be in you – that is sanctification!”
― W. Ian Thomas
Við höfum verið að vinna með Jakobsbréfið og Orðskviðina. Í 9. kafla í Orðskviðunum er talað um sjö súlur viskunnar og í Jakobsbréfi, 3. kafla, eru þessar sjö súlur taldar upp.
Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að við þurfum hreinar hjartahvatir til að geta túlkað það sem Guð segir án þess að það litist af óhreinleika í hjarta okkar. Þessar sjö súlur eru innri hjartastöður sem þurfa að vera til staðar til að við getum heyrt og túlkað rétt það sem Guð er að segja okkur.
Innsýn inn í raunverulegt eðli hluta
En sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus.
Orðið „ljúfleg“ hér er mjög áhugavert orð á grísku; „epieikes“, það þýðir bókstaflega að passa eða vera viðeigandi. Eins og þegar maður segir „það er ekki viðeigandi að gera þetta“. Þýðendur notuðu þetta gamla enska orð til að skýra merkingu gríska orðsins.
Það kemur frá hugmyndinni um að reyna ekki að setja hringlaga prjón í ferkantað gat, það passar ekki. Það hefur þá merkingu að þvinga ekki fram aðstæður, vera mildur við þær, þetta mun ekki passa.
Báðir W.E. Vine og E. W. Bullinger, sem voru fræðimenn í grísku, segja að þetta orð hafi einnig þá merkingu að vera ekki staðfastur á bókstaf lögmálsins.
Að krefjast ekki réttar síns; að láta af rétti sínum í ljúflegum anda.
Ég er ekki að tala um að gera málamiðlanir á sannleikanum, heldur að vera vitur og sjá andann í málinu fremur en bókstafinn.
Sumir munu aldrei sjá þitt sjónarhorn, ekki reyna að þröngva þínum hringlaga prjóni í þeirra ferkantaða gat, það er ekki viturlegt; þegar öllu er á botninn hvolft getur alveg verið í myndinni að þú hafir rangt fyrir þér.
Að krefjast ekki bókstaf lögmálsins
Andi lögmálsins tekur alltaf mið af hvatanum. Skækjan sem faldi hebresku njósnarana og laug síðan að óvininum um það, fékk mikil laun þrátt fyrir að hafa brotið lögmálið.
Jósúa Núnsson sendi tvo njósnarmenn leynilega frá Sittím og sagði: Farið og skoðið landið og Jeríkó! Þeir fóru og komu í hús portkonu einnar, er Rahab hét, og tóku sér þar gistingu. -2- Konunginum í Jeríkó var sagt: Sjá, hingað komu menn nokkrir í kveld af Ísraelsmönnum til þess að kanna landið. -3- Sendi þá konungurinn í Jeríkó til Rahab og lét segja henni: Sel fram mennina, sem til þín eru komnir, þá er komnir eru í hús þitt, því að þeir eru komnir til þess að kanna allt landið. -4- En konan tók mennina báða og leyndi þeim. Og hún sagði: Satt er það, menn komu til mín, en eigi vissi ég hvaðan þeir voru. (Hún var ekki heiðarleg)
Er rangt að ljúga? Já, en ef þú lýgur til að bjarga lífi, þá yfirbugar hvatinn bókstafinn í lögmálinu og andi lögmálsins sigrar.
Andstæða þessa orðs, ljúfleg, er að vera þrætugjarn
Lítum á þetta í lífi Ísaks:
Og Ísak lét aftur grafa upp brunnana, sem þeir höfðu grafið á dögum Abrahams föður hans og Filistar höfðu aftur byrgt eftir dauða Abrahams, og gaf þeim hin sömu heiti sem faðir hans hafði gefið þeim. 19- Þrælar Ísaks grófu í dalnum og fundu þar brunn lifandi vatns. -20- En fjárhirðar í Gerar deildu við fjárhirða Ísaks og sögðu: Vér eigum vatnið. Og hann nefndi brunninn Esek, af því að þeir höfðu þráttað við hann.
Þessir brunnar tilheyrðu Ísaki með réttu, en þegar hann gróf þá upp á nýjan leik, deildu hirðar Gerar við hann um brunninn. Ísak nefndi brunninn Esek, sem á hebresku þýðir „deila“.
Ísak gaf hann frá sér, fullkomið dæmi um orðið „ljúfleg“ sem við erum að rannsaka
Þá grófu þeir annan brunn, en deildu einnig um hann, og hann nefndi hann Sitna. -22- Eftir það fór hann þaðan og gróf enn brunn. En um hann deildu þeir ekki, og hann nefndi hann Rehóbót og sagði: Nú hefir Drottinn rýmkað um oss, svo að vér megum vaxa í landinu.
Var Ísak vitur þegar hann neitaði að krefjast réttar síns? Já, því að þá gat Guð unnið fyrir hann og veitt honum miklu meira en það sem hann missti.
Fyrirmyndin í Jesú
Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum. Hinir hógværu erfa alltaf.
Að þrýsta á að setja hringlaga prjón í ferkantað gat er alltaf ÓVITURLEGT, það passar ekki.
Foreldrar gera þetta oft við börnin sín, og það er mjög óviturlegt. Sumar foreldrar eiga eitt barn sem er mjög námsfúst og annað barn sem er mjög listrænt eða skapandi.
Þrýstu ekki á listrænt, skapandi barn að fara á starfsvettvang þar sem það passar ekki. Starfsferill barnsins ætti að fylgja þeim hæfileikum og gjöfum sem Guð gaf því.
Stundum vilja foreldrar lifa lífi sínu aftur í gegnum börnin sín, oft vegna þess að þeir misstu af einhverju sem þeir vildu gera, en að þrýsta þeim inn á starfsferil sem Guð ætlaði þeim aldrei til að fullnægja eigingjörnum óuppfylltum metnaði þínum er EKKI VIÐEIGANDI.
Viskan sem kemur að ofan kemur í gegnum ker sem hefur dáið sjálfu sér; er ekki að fara að krefjast þess sem það vill. AÐ LÁTA AF RÉTTI OKKAR er grundvallaratriði sannrar kristni.
Með hroka vekja menn aðeins þrætur, en hjá ráðþægnum mönnum er viska.
Aðeins af hroka, vanhæfni til að gefa eftir og sleppa, heldur deilan áfram, en fyrir þá ráðvitu er sönn viska að gefa eftir.
Ráðvitur á hebresku „ya’ats:H3289. Að taka ráðlegginum Guðs er viska.
Lesandi athugi að þegar við tölum um að gefa eftir, þá erum við EKKI að tala um að gefa eftir fyrir djöflinum, við erum í andlegu stríði sem við verðum að berjast, en stríð okkar er aldrei við fólk.
Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.
Lítum á hvað bók viskunnar segir
Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði.
Varir heimskingjans valda deilum, og munnur hans kallar á högg.
Að leiða til deilu, og þú ert heimskur; Guð segir það.
Með þolinmæði verður höfðingja talið hughvarf, og mjúk tunga mylur bein.
Sá, sem kemst í æsing út af deilu, sem honum kemur ekki við, hann er eins og sá, sem tekur um eyrun á hundi, er hleypur fram hjá.
Ekki skipta þér af illdeilum: Forðastu þær. Hugsaðu um þín mál.
Sú speki kemur ekki að ofan, heldur er hún jarðnesk, andlaus, djöfulleg.-16- Því hvar sem ofsi og eigingirni er, þar er óstjórn og hvers kyns böl.
Ljúfleg: Það sem passar þvingar ekki hluti.
Hvað gerði Davíð konung mikinn?
Þú gafst mér skjöld hjálpræðis þíns, og lítillæti þitt gjörði mig mikinn.
Skoðum þessa andstæðu í lífi Davíðs. Hann var stríðsmaður og kunni að berjast við óvini sína. En það var hógværð hans sem gerði hann stóran. Guð hafði smurt hann sem konung fyrir Samúel, og Sá hafði verið hafnað af Guði.
Nú stóð Davíð frammi fyrir tímabili þar sem Guð prófaði innri eiginleika hans
Sál reyndi að drepa hann, þrátt fyrir að Davíð hefði verið útvalinn sem konungur. Guð lét Davíð lenda í aðstæðum þar sem innri eiginleikar hans yrðu prófaðir. Hann var í aðstöðu til að drepa Sál en valdi að gera það ekki, þar sem hann vissi að það væri ekki rétt að gera það.
Hógværð hans gerði hann stóran í augum Guðs og manna.
Þá sögðu menn Davíðs við hann: Nú er dagurinn kominn, sá er Drottinn talaði um við þig: Sjá, ég mun gefa óvin þinn í hendur þér, svo að þú getir við hann gjört það, er þér vel líkar. Og Davíð stóð upp og sneið leynilega lafið af skikkju Sáls. -5- En eftir á sló samviskan Davíð, að hann hafði sniðið lafið af skikkju Sáls. -6- Og hann sagði við menn sína: Drottinn láti það vera fjarri mér, að ég gjöri slíkt við herra minn, Drottins smurða, að ég leggi hönd á hann, því að Drottins smurði er hann.
Það var ekki viðeigandi fyrir Davíð að drepa Sál; þessi innri eiginleiki Davíðs gerði hann mikinn í augum Guðs og manna.
Þess vegna gat hann sagt: Þín mildi hefur gert mig mikinn
Þessi andstæða er sýnd í Sálmi 18.
Hann sem æfir hendur mínar til hernaðar, svo að armar mínir benda eirbogann.
Guð kenndi Davíð að heyja stríð, en það var mildi hans sem gerði hann mikinn
Ég lærði fyrir löngu síðan: Ef þú berst til að réttlæta sjálfan þig, þá hættir Guð að starfa fyrir þig. Ef þú reynir að sanna að þú hafir rétt fyrir þér, mun Guð ekki réttlæta þig; hann mun láta þig vera með þínum eigin ráðum.
ÁGREININGUR: Þú verður að forðast hann.
En ef þér hafið beiskan ofsa og eigingirni í hjarta yðar, þá stærið yður ekki og ljúgið ekki gegn sannleikanum.
(Ef þú ert með ofsa og eigingirni í hjarta kemur þín viska ekki að ofan heldur að neðan frá Helju) -15- Sú speki kemur ekki að ofan, heldur er hún jarðnesk, andlaus, djöfulleg. -16- Því hvar sem ofsi og eigingirni er, þar er óstjórn og hvers kyns böl.
Þetta mengar visku Guðs þegar hún kemur til þín. Þú túlkar hana í ljósi ástands þíns eigin hjarta.
Auðmýkið yður fyrir Drottni og hann mun upphefja yður.
Þessi stoð sem er ein af undirstöðum viskunnar verður að vera lögð í líf þitt.
Guð blessi þig!
Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun yður mein gjöra.
Mikilvægi þess að beina athygli og okkar og tíma á það sem er af Guði. Því það sem við hugsum um verðum við hluti af. Ef við notum tíma okkar í að horfa stöðuglega á það sem óvinurinn er að gera, þ.e. myrkrið, hvernig getum við þá ætlast til að vaxa í ljósinu. Það er auðvelt að festast í samsæriskenningum og allskonar hlutum sem stöðuglega er verið að birta í gegnum símana, netið og sjónvarpið.
Nýtum tímann okkar frekar í að horfa á það sem Guð er að gera og leita Hans með hvað við eigum að gera. Þannig berum við mikinn ávöxt.
Kostið þess vegna því fremur kapps um, bræður, að gjöra köllun yðar og útvalning vissa. Ef þér gjörið þetta, munuð þér aldrei hrasa. -11- Á þann hátt mun yður ríkulega veitast inngangur í hið eilífa ríki Drottins vors og frelsara Jesú Krists.
Er ég kom til yðar, bræður, og boðaði yður leyndardóm Guðs, kom ég ekki með frábærri mælskusnilld eða speki. -2- Ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesú Krist og hann krossfestan. -3- Og ég dvaldist á meðal yðar í veikleika, ótta og mikilli angist. -4- Orðræða mín og prédikun studdist ekki við sannfærandi vísdómsorð, heldur við sönnun anda og kraftar, -5- til þess að trú yðar væri eigi byggð á vísdómi manna, heldur á krafti Guðs.