SOTK – Taktu köllunina föstum tökum 2.hluti

SOTK – Taktu köllunina föstum tökum 2.hluti

Það er enginn vafi á því að þessari kynslóð er ætlað að vera ein mikilvægasta kynslóð sögunnar. Flest spádómsorð Biblíunnar munu ganga í uppfyllingu hjá þessari kynslóð. Ritningin talar sérstaklega um þennan dag sem við lifum á.

Sálmarnir 102:19

Þetta skal skráð fyrir komandi kynslóð, og þjóð, sem enn er ósköpuð, skal lofa Drottin. Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt er komið fram.

Lúkasarguðspjall 21:32

Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt er komið fram.

Sálmarnir 24:6

Þessi er sú kynslóð er leitar Drottins, stundar eftir augliti þínu, þú Jakobs Guð. Sela

Það er spámannlegur samruni að koma fram í dag á þann hátt sem við höfum aldrei séð áður. Spámannleg tilskipun þessarar kynslóðar er nauðsynleg fyrir lokaverkefni kirkjunnar, nefnilega að stuðla að endurkomu konungsins.

Fullkomnun brúðarinnar og lokauppskeran eru nauðsynleg skilyrði þess að konungurinn snúi aftur.

Jakobsbréf 5:7-8

Þreyið því, bræður, þangað til Drottinn kemur. Sjáið akuryrkjumanninn, hann bíður eftir hinum dýrmæta ávexti jarðarinnar og þreyir eftir honum, þangað til hann hefur fengið haustregn og vorregn. -8- Þreyið og þér, styrkið hjörtu yðar, því að koma Drottins er í nánd.

Efesusbréfið 5:27

Hann vildi leiða hana fram fyrir sig í dýrð án þess hún hefði blett eða hrukku né neitt þess háttar. Heilög skyldi hún og lýtalaus.

Örlög og tímasetning

Þú varst valinn til að koma til þessarar jarðar og vera lifandi með þessari kynslóð
Við þurfum að íhuga þetta alvarlega sem sérstök forréttindi. Af hverju ertu hér á þessum tíma og býrð á þessari plánetu? Af hverju fæddist þú ekki á myrku öldunum eða einhverjum öðrum tíma í sögunni? Er það vegna þess að eins og Ester forðum ertu kominn til konungsríkisins fyrir einmitt tíma sem þessa.

Esterarbók 4:14

Því þótt svo færi, að þú þegðir nú, þá mun Gyðingum samt koma frelsun og hjálp úr einhverjum öðrum stað, en þú og ættfólk þitt munuð farast. Hver veit nema þú sért til ríkis komin einmitt vegna þessara tíma!

Við lifum á tímum sem spámenn til forna þráðu að sjá, tíma þegar andleg flóð munu rísa upp á stig hjá Guði sem aldrei hefur sést áður. Þetta er ekki bara tími mikils myrkurs heldur tími mikils ljóss. Opinberun, skilningur og andleg innsýn eru gefin þessari kynslóð sem mun myrkva allt sem á undan er gengið. Við erum ekki að snúa aftur til Postulasögunnar við erum að stíga inn í endatímakirkjuna sem mun fara lengra en frumkirkjan, við erum að koma að fyllingu andlegra hluta, fullkomnunar aldanna, bókstafsríkis Guðs á þessari jörð.

Fyrra Korintubréf 2:9-10

En það er eins og ritað er: Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann. -10- En oss hefur Guð opinberað hana (leyndu spekina) fyrir andann, því að andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs.

Við erum ekki að horfa aftur til gömlu trúföstu tímanna, þrátt fyrir að það hafi verið góðir tímar. Við horfum til fyllingu andans án mælikvarða, fólk í mynd og líkingu Guðs sem opinberar heiminum mátt og eðli Guðs.

Fyrst í hinu náttúrulega

Daníelsbók 12:4

En þú, Daníel, halt þú þessum orðum leyndum og innsigla bókina, þar til er að endalokunum líður. Margir munu rannsaka hana, og þekkingin mun vaxa. 

Við sjáum samsvörun milli aukinnar þekkingar í heiminum og meiri opinberunar til kirkjunnar. Spámaðurinn Daníel sagði á tímum þegar menn ferðast til og frá og þekking eykst, að bókin verði opnuð fyrir meiri skilning. Við lifum svo sannarlega á þeim degi núna.
Það er farið að opna þessa bók núna á okkar dögum. Innsæi og skilningur kemur fram þegar við göngum inn í þennan tíma sem spáð var fyrir svo löngu síðan.

Fráfall kynslóðanna

Það er vel skjalfest staðreynd að hver ný hreyfing Guðs var móttekin og svo ofsótt af fyrri hreyfingu Guðs, okkar kynslóð er ekki laus við þetta.

Marteinn Lúther færði kirkjunni mikinn sannleika sem olli siðbót. Hins vegar þegar Ana-baptistarnir fóru að koma með sannleikann um vatnsskírnina, mótmælti Lúther henni harðlega og lagði til að Ana-baptistunum yrði drekkt. Við sjáum þetta fyrirbæri endurtaka sig í hverri nýrri kynslóð.

Þegar litið er til baka er auðvelt að átta sig á þessu, en það er erfitt fyrir marga að sjá þetta í sinni kynslóð. Villandi eðli hrokans virðist vaxa hjá hverri kynslóð sem gefur til kynna að hún viti allt og með því að verða sátt við það sem hún hefur, verða þau í vörn gagnvart öllu nýju sem ætti að koma upp í andlegum sjóndeildarhring.

Það er verið að opna bækurnar hjá þessari kynslóð og á sama tíma og það heldur áfram að verða mikil þekkingarsprenging á hinu veraldlega sviði mun kirkjan fara að öðlast innsýn og skilning sem enga fyrri kynslóð hefur einu sinni dreymt um.

Áætlað er að margir kristnir menn verði fluttir til himna til að öðlast innsýn og skilning sem þessi kynslóð þarf að vita til að ljúka þessari öld og innleiða ríki Guðs á jörðu, það sem var upplifað í Postulasögunni var bara frumgróðainnlegg inn í það sem Guð hefur ætlað þessari kynslóð.

Síðara Korintubréf 1:22

Hann hefur sett innsigli sitt á oss og gefið oss anda sinn sem pant í hjörtum vorum.

Orðið “pant” hér er gríska orðið arrhabon, 728. arrhabon, ar-hrab-ohn’; af Hebr. eða. [H6162]; veð, þ.e.a.s. hluti af kaupfé eða eign sem er gefinn fyrirfram til tryggingar fyrir restinni:–pant.

Dýpt andans sem við höfum núna er útborgun fyrir eitthvað miklu stærra. Tákn um fyllingu þess sem koma skal.

Efesusbréfið 1:13-14

Í honum eruð og þér, eftir að hafa heyrt orð sannleikans, fagnaðarerindið um sáluhjálp yðar og tekið trú á hann og verið merktir innsigli heilags anda, sem yður var fyrirheitið. -14- Hann er pantur arfleifðar vorrar, að vér verðum endurleystir Guði til eignar, dýrð hans til vegsemdar. -15- Eftir að hafa heyrt um trú yðar á Drottin Jesú og um kærleika yðar til allra heilagra,

Þú fæddist í þessari kynslóð, þú komst hingað fyrir tíma sem þennan. Það er miklu meira fyrir þig að ganga inn í, skírn heilags anda var bara pantur (token), fyllingin er við það að springa fram á þann hátt sem mun koma heiminum á óvart, táknin sem heimurinn mun sjá hina sönnu kirkju gera mun valda undrun heimsins sem aldrei fyrr.

Við megum ekki falla fyrir þeirri blekkingu að við vitum allt nú þegar, sem leiðir aðeins í banvæna deyfð sjálfsréttlætingar. Ester forðum fékk val um að vera í þeirri stöðu sem hún var og enda í myrkri og dauða, eða stíga fram og gjörbreyta örlögum sinnar kynslóðar.

Esterarbók 4:14

Því þótt svo færi, að þú þegðir nú, þá mun Gyðingum samt koma frelsun og hjálp úr einhverjum öðrum stað, en þú og ættfólk þitt munuð farast. Hver veit nema þú sért til ríkis komin einmitt vegna þessara tíma!

Það er kominn tími til að elta Guð af ákefð eftir fyllingu fyrirheitsins, það er að eina sem dugar til að mæta þörfum þessarar kynslóðar.

Hósea 10:12

Sáið niður velgjörðum, þá munuð þér uppskera góðleik. Takið yður nýtt land til yrkingar, þar eð tími er kominn til að leita Drottins, til þess að hann komi og láti réttlætið rigna yður í skaut.

Guð blessi þig!

Ert þú tilbúin(n) að mæta Jesú ?

Ert þú tilbúin(n) að mæta Jesú ?

Það er sorgleg staðreynd að margir eru hættir að fara í kirkju, á samkomur, í heimahópa eða eiga samfélag vegna þess að eitthvað hefur komið upp í samskiptum við önnur trúsystkini. Við verðum að skilja að við erum öll mannleg, við búum í föllnum heimi og erum öll að berjast trúarinnar góðu baráttu. Þessi öld Laódíkeu er síðasta kirkjuöldin og hið illa sem og hið góða er að ná fullum þroska. Það hefur aldrei verið jafn mikið í boði og margt sem getur dregið athyglina frá því að vera í Drottni, bæn, orðinu og í samfélagi við aðra.

Það eru mörg tákn á lofti um að við séum á síðustu tímum og að það styttist í endurkomu Jesú Krists. Hvað segir Biblían okkur að við eigum að gera þegar við sjáum þetta eiga sér stað ?

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.

Hver er ástæðan fyrir því að við erum áminnt sérstaklega um að koma saman til að uppörva og styrkja hvort annað, og þá sérstaklega þegar dagurinn nálgast? Það er vegna þess að óvinurinn gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim sem hann getur gleypt og fellt. Það eru mörg vers í orðinu sem fjalla um að halda vöku okkar svo að við missum ekki af þegar Drottinn kemur að sækja sitt fólk.

Opinberunarbókin 3:3

Minnst þú því, hvernig þú tókst á móti og heyrðir, og varðveit það og gjör iðrun. Ef þú vakir ekki, mun ég koma eins og þjófur, og þú munt alls ekki vita, á hverri stundu ég kem yfir þig.

Við sjáum glöggt í dýraríkinu hvernig rándýr veiða sér bráð. Þetta er ekki svo ólíkt því sem á sér stað í hinu andlega. Horfum bara á hvernig óvinurinn kemur upp á milli systkina og veldur sundrung, ósætti og brýtur þannig upp hópa svo að bræður og systur hætta að koma saman, einangra sig og eru þá orðinn auðveld bráð fyrir rándýrið og eftir stendur einstaklingur sem er jafnvel fullur af reiði og biturleika.

Það er fátt alvarlegra en ósætti og deilur á milli systkina sem ekki eru útkljáð hratt og vel í auðmýkt og fyrirgefningu. Værir þú tilbúin að mæta Jesú ef þú ert ekki búin að fyrirgefa eða átt í deilum við trúsystkini? Eins og ég sagði þá er fátt alvarlegra og Biblían er mjög skýr varðandi þetta.

Matteusarguðspjall 5:21-25

Þér hafið heyrt, að sagt var við forfeðurna: Þú skalt ekki morð fremja. Sá sem morð fremur, skal svara til saka fyrir dómi. -22- En ég segi yður: Hver sem reiðist bróður sínum, skal svara til saka fyrir dómi. Sá sem hrakyrðir bróður sinn skal svara til saka fyrir ráðinu og hver sem svívirðir hann, hefur unnið til eldsvítis. -23- Sértu því að færa fórn þína á altarið og minnist þess þar, að bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér, -24- þá skaltu skilja gjöf þína eftir fyrir framan altarið, fara fyrst og sættast við bróður þinn, koma síðan og færa fórn þína. -25- Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn, meðan þú ert enn á vegi með honum, til þess að hann selji þig ekki dómaranum í hendur og dómarinn þjóninum og þér verði varpað í fangelsi. -26- Sannlega segi ég þér: Eigi munt þú komast út þaðan, fyrr en þú hefur borgað síðasta eyri.

Matteusarguðspjall 5:21-25

Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. -15- En ef þér fyrirgefið ekki öðrum, mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.

  • Ef Jesús kæmi aftur í dag, værir þú tilbúin að mæta honum?
  • Hvernig hefur þú talað um systkini þín undanfarið?
  • Er eitthvað í þínu lífi gagnvart bróður eða systur sem þú átt eftir að fyrirgefa?

Efesusbréfið 4:29

Látið ekkert skaðlegt orð líða yður af munni, heldur það eitt, sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gjörist, til þess að það verði til góðs þeim, sem heyra.

Það skiptir ekki máli hvort þú teljir að þetta sé allt hinum að kenna. Matteus 25:23 segir skýrt að ef þú veist að einhver bróðir eða systir hefur eitthvað á móti þér, skaltu ekki koma fram fyrir Drottinn fyrr en þú hefur gert allt í þínu valdi til að leysa málið. Það er ekki alltaf hægt að sættast, en vertu viss um að þú sért búin að gera þinn hluta, og ef það tekst ekki í fyrstu tilraun, taktu þá með þér einhver trúsystkini sem þú treystir til að reyna aftur. Þú vilt ekki standa frammi fyrir Drottni með ófyrirgefningu í hjartanu gagnvart bróður eða systur.

Matteusarguðspjall 18:16

Ef bróðir þinn syndgar gegn þér , skaltu fara og tala um fyrir honum, og sé það ykkar einna í milli. Láti hann sér segjast, hefur þú unnið bróður þinn. -16- En láti hann sér ekki segjast, skaltu taka með þér einn eða tvo, að hvert orð sé staðfest með framburði tveggja eða þriggja vitna. -17- Ef hann skeytir þeim ekki, þá seg það söfnuðinum, og skeyti hann ekki söfnuðinum heldur, þá sé hann þér sem heiðingi eða tollheimtumaður.

Ef þú ert búin(n) að einangra þig og jafnvel ekki búin(n) að mæta í kirkju, á samkomu eða í samfélag í langan tíma vegna þess að eitthvað kom upp á, hvet ég þig til að taka ákvörðun í dag um láta óvininn ekki binda þig lengur heldur eiga samfélag reglulega við aðra trúaða og taka á móti uppörvun og styrk. Það er stutt í að Jesús komi aftur, enginn veit sinn dag eða stund, þannig að tíminn gæti verið enn styttri hjá sumum og því má engan tíma að missa að gera hreint fyrir sínum dyrum svo að samviskan dæmi okkur ekki.

Fyrsta Jóhannesarbréf 3:21

Þér elskaðir, ef hjartað dæmir oss ekki, þá höfum vér djörfung til Guðs.

Það er margt annað sem veldur því að einstaklingur hættir að eiga samfélag, en það sem hefur verið skrifað hér að ofan er að mínu mati ein af alvarlegri ástæðunum og eitthvað sem verður að bregðast hratt við. Því lengri tími sem líður, því erfiðara getur verið að leita sátta og fyrirgefa. En látum tvær dæmisögur Jesú sýna okkur nokkrar aðrar ástæður sem gætu átt við þig og mikilvægt er að bregðast strax við.

Markúsarguðspjall 4:5-20

Hlýðið á! Sáðmaður gekk út að sá, -4- og þá er hann sáði, féll sumt hjá götunni, og fuglar komu og átu það upp. -5- Sumt féll í grýtta jörð, þar sem var lítill jarðvegur, og það rann skjótt upp, því það hafði ekki djúpa jörð. -6- En er sól hækkaði, visnaði það, og sökum þess að það hafði ekki rætur, skrælnaði það. -7- Og sumt féll meðal þyrna, og þyrnarnir uxu og kæfðu það, og það bar ekki ávöxt. -8- En sumt féll í góða jörð, kom upp, óx og bar ávöxt, það gaf þrítugfaldan, sextugfaldan og hundraðfaldan ávöxt. -9- Og hann sagði: Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri! -10- Þegar hann var orðinn einn, spurðu þeir tólf og hinir, sem með honum voru, um dæmisögurnar. -11- Hann svaraði þeim: Yður er gefinn leyndardómur Guðs ríkis. Hinir, sem fyrir utan eru, fá allt í dæmisögum, -12- að sjáandi sjái þeir og skynji ekki, heyrandi heyri þeir og skilji ekki, svo þeir snúi sér eigi og verði fyrirgefið. -13- Og hann segir við þá: Þér skiljið eigi þessa dæmisögu. Hvernig fáið þér þá skilið nokkra dæmisögu? -14- Sáðmaðurinn sáir orðinu. -15- Það hjá götunni, þar sem orðinu er sáð, merkir þá sem heyra, en Satan kemur jafnskjótt og tekur burt orðið, sem í þá var sáð. -16- Eins það sem sáð var í grýtta jörð, það merkir þá sem taka orðinu með fögnuði, um leið og þeir heyra það, -17- en hafa enga rótfestu. Þeir eru hvikulir og er þrenging verður síðan eða ofsókn vegna orðsins, bregðast þeir þegar. -18- Öðru var sáð meðal þyrna. Það merkir þá sem heyra orðið, -19- en áhyggjur heimsins, tál auðæfanna og aðrar girndir koma til og kefja orðið, svo það ber engan ávöxt. -20- Hitt, sem sáð var í góða jörð, merkir þá sem heyra orðið, taka við því og bera þrítugfaldan, sextugfaldan og hundraðfaldan ávöxt.

Lúkasarguðspjall 14:16-24

Jesús sagði við hann: Maður nokkur gjörði mikla kvöldmáltíð og bauð mörgum. -17- Er stundin kom, að veislan skyldi vera, sendi hann þjón sinn að segja þeim, er boðnir voru: Komið, nú er allt tilbúið. -18- En þeir tóku allir að afsaka sig einum munni. Hinn fyrsti sagði við hann: Ég hef keypt akur og verð að fara og líta á hann. Ég bið þig, haf mig afsakaðan. -19- Annar sagði: Ég hef keypt fimm tvenndir akneyta og er á förum að reyna þau. Ég bið þig, haf mig afsakaðan. -20- Og enn annar sagði: Konu hef ég eignast, ekki get ég komið. -21- Þjónninn kom og tjáði herra sínum þetta. Þá reiddist húsbóndinn og sagði við þjón sinn: Far þú fljótt út á stræti og götur borgarinnar, og leið inn hingað fátæka, örkumla, blinda og halta. -22- Og þjónninn sagði: Herra, það er gjört, sem þú bauðst, og enn er rúm. -23- Þá sagði húsbóndinn við þjóninn: Far þú út um brautir og gerði og þrýstu þeim að koma inn, svo að hús mitt fyllist. -24- Því ég segi yður, að enginn þeirra manna, er boðnir voru, mun smakka kvöldmáltíð mína.

Guð blessi þig!

SOTK – Taktu köllunina föstum tökum 1.hluti

SOTK – Taktu köllunina föstum tökum 1.hluti

Heimurinn sem við lifum í þjáist af miklu tilgangsleysi, kannanir sýna að flestir hafa engan raunverulegan tilgang með lífi sínu. Þegar spurningar eins og, hver er ég? Hvaðan kom ég? Hvers vegna er ég hér? Er ósvarað, verður lífið tilgangslaust. Lygi þróunarkenningarinnar, sama hversu fáránleg hún er, þegar henni er trúað, dregur hún manninn niður í ómerkilega, hefðbundna rútínu lífsins. Þessi missir á virðingu og sönnun tilgang er að steypa heiminum í grafreit yfirgefinna vona og drauma þar sem margir gefast bara upp og sýn þeirra á sjálfan sig og þennan heim leiðir aðeins til vonleysis.

Orðskviðirnir 29:18

Þar sem engar vitranir eru, kemst fólkið á glapstigu, – Þótt mannsandinn sé umlukinn líkama og sál, þráir hann að uppfylla örlög sín.

Könnun meðal lækna leiddi í ljós að meirihluti sjúklinga þeirra þjáðist af engu greinanlegu ástandi. Þeir þjáðust af miklu tilgangsleysi, líf þeirra var tilgangslaust.

Davíð konungur spurði fyrir löngu, hver erum við? Hvað er maður?

Sálmarnir 8:5

Hvað er þá maðurinn, að þú minnist hans, og mannsins barn, að þú vitjir þess?

Davíð hlýtur að hafa legið á bakinu margoft og horft upp á stjörnurnar og velt þessum spurningum lífsins fyrir sér, spurt um hvað þetta snýst um og eitt kvöldið kom svarið.

Sálmarnir 8:6-8

Þú lést hann verða litlu minni en Guð, með sæmd og heiðri krýndir þú hann. -7- Þú lést hann ríkja yfir handaverkum þínum, allt lagðir þú að fótum hans: -8- sauðfénað allan og uxa, og auk þess dýr merkurinnar,

Hugur hans hlýtur að hafa snúið aftur til Adams og Evu og umboðs Guðs til þeirra.

Fyrsta Mósebók 1:26-28

Guð sagði: Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni. -27- Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu. -28- Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni.

Sköpuð í mynd og líkingu Guðs: Þetta líkamlega form og innri eiginleikar sem Adam voru gefnir voru mun betri en hinn skapaði heimur og dýraríkið. Adam var eins og Guð bæði í formi og eiginleikum. Guð er kærleikur og Adam var gegnsýrður mjög hvetjandi krafti og kjarna Guðs, ÁST. Öll sköpunin viðurkenndi þennan guðlega eiginleika í Adam og gekk undir hann. Eftir fallið voru þessir eiginleikar í Adam og Evu týndir undir sál sem hafði tekið breytingum í náttúrunni, sál sem valdi sjálfstæði frá Guði, beygði sig nú undir þann sem hafði afvegaleitt þau.

Rómverjabréfið 6:16

Vitið þér ekki, að ef þér bjóðið öðrum sjálfa yður fyrir þjóna og hlýðið honum, þá eruð þér þjónar þess, sem þér hlýðið, hvort heldur er syndar til dauða eða hlýðni til réttlætis?

Hin langa leið til baka

Allt frá því að paradís týndist hefur maðurinn stöðugt reynt að finna hana aftur. Saga mannkyns hefur verið sú að maðurinn reynir að finna leið sína aftur til paradísar en Satan hefur boðið honum staðgengla.

Guð sá auðvitað allt þetta frá upphafi og gaf strax loforð.

Fyrsta Mósebók 3:15

Og fjandskap vil ég setja milli þín og konunnar, milli þíns sæðis og hennar sæðis. Það skal merja höfuð þitt, og þú skalt merja hæl þess.

Loforðið um hið ókomna, niðja konunnar, Jesús, myndi merja höfuð Satans og koma á endurreisn allra hluta. Og aftur myndi ljónið leggjast með lambinu og ástin myndi sigra yfir öllu.

Jesaja 65:23-25

Eigi munu þeir erfiða til ónýtis og eigi börn geta til skammlífis, því að þeir eru kynslóð manna, er Drottinn hefir blessað, og niðjar þeirra verða hjá þeim. -24- Áður en þeir kalla, mun ég svara, og áður en þeir hafa orðinu sleppt, mun ég bænheyra. -25- Úlfur og lamb munu vera saman á beit, og ljónið mun hey eta sem naut, en moldin skal vera fæða höggormsins. Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gjöra segir Drottinn.

Loforðið um nýjan heim, ríki þar sem ást, réttlæti og friður ríkir er framtíðarsýn, öruggur veruleiki sem þessi kynslóð þarf að vera meðvituð um.

Loforðið sem gefið var við fæðingu Jesú var:

Lúkasarguðspjall 2:14

Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á.

Á hverjum jólum eru þessi orð sungin, en raunveruleikinn virðist afar fátæklegur þar sem við sjáum þennan heim halda áfram að síga niður í lögleysu og illsku. Hins vegar stendur loforðið fast og við höldum áfram að biðja.

Matteusarguðspjall 6:10

Til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.

Við eigum stórkostleg fyrirheiti

Rómverjarbréfið 8:18

Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinberast. -19- Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber. -20- Sköpunin var undirorpin fallvaltleikanum, ekki sjálfviljug, heldur vegna hans, sem varp henni undir hann, -21- í von um að jafnvel sjálf sköpunin muni verða leyst úr ánauð forgengileikans til dýrðarfrelsis Guðs barna. -22- Vér vitum, að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingarhríðir allt til þessa. -23- En ekki einungis hún, heldur og vér, sem höfum frumgróða andans, jafnvel vér stynjum með sjálfum oss meðan vér bíðum þess, að Guð gefi oss barnarétt og endurleysi líkami vora. -24- Því að í voninni erum vér hólpnir orðnir. Von, er sést, er ekki von, því að hver vonar það, sem hann sér? -25- En ef vér vonum það, sem vér sjáum ekki, þá bíðum vér þess með þolinmæði.

Guð blessi þig!

SOTK – Að vera undirbúin(n)

SOTK – Að vera undirbúin(n)

Þegar við hugleiðum atburði síðustu ára getum við ekki annað en velt því fyrir okkur hver viðbrögð okkar ættu að vera, hvaða lærdóm við þurfum að draga. Við vitum að við erum á leið inn í óróatíma, tíma mikils myrkurs.

Jesaja 60:1-2

Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér! -2- Sjá, myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum. En yfir þér upp rennur Drottinn, og dýrð hans birtist yfir þér.

Jesaja spáði um þessa daga sem við lifum á. Bæði réttlæti og illska er að þroskast. Myrkur mun hylja jörðina á sama tíma og dýrð Drottins mun birtast yfir fólki hans, kirkju hans.

Afleiðingar fyrri kynslóða af sáningu góðs og ills eru farnar að skila sér yfir okkar kynslóð í meira magni en nokkru sinni fyrr. 

Orðskviðirnir 11:18

Hinn óguðlegi aflar sér svikuls ávinnings, en sá er réttlæti sáir, sannra launa.

Galatabréfið 6:7

Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.

Þegar kraftur sáningar og uppskeru byrjar að birtast hjá þessari kynslóð er heimurinn bæði að verða dásamlegur sem og hræðilegur staður til að búa á. Í bókinni “Tale of Two Cities” (1859) eftir Charles Dickens, hefst bókin á „það var hinn besti tími, það var hinn versti tími“, viðeigandi lýsing á þeim tímum sem við lifum á.

Jesaja sagði þegar þetta grófa myrkur hylur jörðina, mun Drottinn rísa upp í krafti og dýrð og uppskera sálna mun verða sem aldrei fyrr í sögu kirkjunnar.

Jesaja 60:3-4

Þjóðirnar stefna á ljós þitt og konungar á ljómann, sem upp rennur yfir þér. -4- Hef upp augu þín og litast um: Þeir safnast allir saman og koma til þín. Synir þínir koma af fjarlægum löndum, og dætur þínar eru bornar á mjöðminni.

Spámaðurinn Amos sagði:

Amos 9:13

Sjá, þeir dagar munu koma, segir Drottinn að erjandinn skal ná kornskurðarmanninum og víntroðslumaðurinn sáðmanninum. Þá munu fjöllin löðra í vínberjalegi og hálsarnir verða í einu flóði.

Við lifum á hræðilegustu og yndislegustu dögum, mestu áskorun sem kirkjan hefur staðið fyrir frá upphafi í sögu hennar.

Jesaja 26:9

Af hjarta þrái ég þig á næturnar, já, með andanum í brjósti mínu skima ég eftir þér. Þegar dómar þínir birtast á jörðu, þá læra byggjendur jarðríkis réttlæti.

Dómar Guðs eru alltaf endurlausn

Komandi uppskera verður svo mikil, að hún mun knýja á heildarendurbætur á kirkjunni eins og við þekkjum hana. Margar hefðir sem kirkjan hefur verið hlaðin af munu gufa upp þar sem ný vínskinn þarf til að tileinka sér nýjan dag.

Það þarf að draga lærdóm af  hamförum New Orleans

Í fyrsta lagi: Bandaríkjastjórn var ekki nægilega vel undirbúin fyrir það.

Kirkjan er ekki undirbúin fyrir það sem koma skal. Þegar dómar fara að birtast um jörðina á okkar dögum þurfum við að vera tilbúin til að nýta þessa tíma og breyta þeim í endurlausnartækifæri.

Í öðru lagi: Andi ruglings olli tímatapi við að bregðast við ástandinu. Þetta leiddi til þess að margir létu lífið. Það var engin úthugsuð áætlun og engin skýr stjórnskipan til staðar.

Kirkjan verður að vita hvað á að gera og hvernig á að gera það og hafa úrræði til að bregðast við aðstæðum sem þessum. Það þarf að þjálfa kristin neyðarviðbragðsteymi og hafa þau úrræði tiltæk til að ná þeim tækifærum sem þessar hamfarir gefa okkur. Hamförum mun fjölga um jörðina; Guð hefur greinilega varað okkur við í orði sínu og með sannum spádómsröddum munu þessir dómar aukast bæði í grimmd og tíðni.

Þetta er tíminn fyrir þá sem sannarlega eru kallaðir til Jósefsþjónustunnar til að byrja að rísa upp og búa sig undir það sem koma skal.

Aldrei áður hefur það verið jafn mikilvægt fyrir okkur sem einstaklinga að geta heyrt rödd Drottins, líf ykkar dagana sem framundan eru veltur á því.

Kristnir dóu í hamförunum 11. september, kristnir dóu í New Orleans. Það er afar mikilvægt að þú getir heyrt rödd Drottins í hjarta þínu og lært að bregðast við henni.

Guð sagði við Abraham að ég ætla að eyða Sódómu og Gómorru og honum tókst að koma Lot og fjölskyldu hans út áður en það gerðist.
Guð sagði við Nóa að reisa örk. Ef hann hefði ekki heyrt Guð eða ekki hlýtt hefði hann dáið.

ÞÚ VERÐUR AÐ LÆRA AÐ HEYRA RÖDD DROTTINS Í HJARTA ÞÍNU FYRIR SJÁLFAN ÞIG.

Guð blessi þig!

SOTK – Jósefþjónustan 3.hluti

SOTK – Jósefþjónustan 3.hluti

Spámannlegar yfirlýsingar fyrir Jósef þjónustuna

Sálmarnir 105:16-22

Þá er hann kallaði hallæri yfir landið, braut í sundur hverja stoð brauðsins, -17- þá sendi hann mann á undan þeim, Jósef var seldur sem þræll. -18- Þeir þjáðu fætur hans með fjötrum, hann var lagður í járn, -19- allt þar til er orð hans rættust, og orð Drottins létu hann standast raunina. -20- Konungur sendi boð og lét hann lausan, drottnari þjóðanna leysti fjötra hans. -21- Hann gjörði hann að herra yfir húsi sínu og að drottnara yfir öllum eigum sínum, -22- að hann gæti fjötrað höfðingja eftir vild og kennt öldungum hans speki.

Þessar ritningargreinar lýsa nauðsynlegum undirbúningi í lífi sannrar Jósefsþjónustu

Köllunin kom með draumnum sem Guð gaf Jósef í 1. Mósebók 37.

Undirbúningur fyrir köllunina. Seldur sem þræll, fangelsaður.

Köllunin hófst 14 árum síðar. Fyrsta Mósebók 41:46

Á milli köllunar og framkvæmdar voru 14 ára undirbúningur. Margir misskilja að köllun frá framkvæmd, en á milli köllunar og framkvæmdar er tími prófunar og undirbúnings fyrir köllunina sjálfa.

Spámannlegar yfirlýsingar

Þegar Jakob, faðir Jósefs var að deyja, spáði hann um sonu sína, þetta var algengt hjá ættfeðrunum, og þessi spádómlegu orð og blessanir yfir þeim urðu hluti af arfleifð þeirra, þó í spámannlegri mynd.

Fyrsta Mósebók 48:1-4

Eftir þetta bar svo til, að Jósef var sagt: Sjá, faðir þinn er sjúkur. Tók hann þá með sér báða sonu sína, Manasse og Efraím. -2- Þetta tjáðu menn Jakob og sögðu: Sjá, Jósef sonur þinn kemur til þín. Þá hreysti Ísrael sig og settist upp í rúminu. -3- Jakob sagði við Jósef: Almáttugur Guð birtist mér í Lúz í Kanaanlandi og blessaði mig -4- og sagði við mig: Sjá, ég vil gjöra þig frjósaman og margfalda þig og gjöra þig að fjölda þjóða og gefa niðjum þínum eftir þig þetta land til ævinlegrar eignar.

Jakob endurtekur allt sem Guð hafði sagt við hann og blessunina sem honum og sonum hans var lofað.

Síðan talar Jakob um tvo syni Jósefs og gerir óvenjulegan hlut.

Hann ættleiðir tvo syni Jósefs.

Fyrsta Mósebók 48:5-6

Og nú skulu báðir synir þínir, sem þér fæddust í Egyptalandi áður en ég kom til þín til Egyptalands, heyra mér til. Efraím og Manasse skulu heyra mér til, eins og Rúben og Símeon.  -6- En það afkvæmi, sem þú hefir getið eftir þá, skal tilheyra þér. Með nafni bræðra sinna skulu þeir nefndir verða í erfð þeirra.

Núna átti Jakob þegar tólf syni, af hverju að ættleiða tvo í viðbót?

Þetta var gert til að Jósef gæti fengið tvöfaldan skammt. Það yrðu tvær ættkvíslir undir nafni Jósefs sem hluti af tólf ættkvíslum Ísraels, það er Efraím og Manasse.

Þetta þýddi að ættkvísl Jósefs yrði veitt tvenns konar úthlutun af fyrirheitna landinu. Það var engin ættkvísl sem hét Jósef.

Nú skulum við skoða aftur til það sem átti sér stað á dánarbeði Jakobs(Ísraels).

Fyrsta Mósebók 48:21-22

Og Ísrael sagði við Jósef: Sjá, nú dey ég, en Guð mun vera með yður og flytja yður aftur í land feðra yðar. -22- En ég gef þér fram yfir bræður þína eina fjallsöxl, sem ég hefi unnið frá Amorítum með sverði mínu og boga.

Jakob byrjar nú að segja þeim hvað mun gerast á endatímunum, okkar dögum, mundu að þetta var talað fyrir meira en 4000 árum síðan.

Fyrsta Mósebók 49:1

Þá lét Jakob kalla sonu sína og mælti: Safnist saman, að ég megi birta yður það, sem fyrir yður liggur á komandi tímum.

Jakob bendir á Asher og segir þetta:

Fyrsta Mósebók 49:3-4

Rúben, þú ert frumgetningur minn, kraftur minn og frumgróði styrkleika míns, fremstur að virðingum og fremstur að völdum. -4- En þar eð þú ólgar sem vatnið, skalt þú eigi fremstur vera, því að þú gekkst í hvílu föður þíns. Þá flekkaðir þú hana, gekkst í hjónasæng mína!

EKKI GOTT

Jakob heldur áfram að spá yfir sonum sínum, og þegar kemur að Asher, segir hann þetta.

Fyrsta Mósebók 49:20

Asser feit er fæða(brauð) hans, og hann veitir konungakrásir.

Hvers konar spádómur er það? Feitt brauð og konunglegt sælgæti! Ég get rétt ímyndað mér að Asher segi, bíddu aðeins pabbi, segðu þetta aftur!

Orðið fita á hebresku er orðið fyrir olíu. Orðin Royal Dainties á hebresku er, „eitthvað sem hæfir konungum“. Svo hvað er Asher að fá? Olíu eða efni sem hæfir konungum. Þetta hljómar allt eins og eitthvað ævintýri.

Að lokum kemur Jakob til Jósefs og segir þetta

Fyrsta Mósebók 49:22-26

Jósef er ungur aldinviður, ungur aldinviður við uppsprettulind, greinar hans teygja sig upp yfir múrinn. -23- Bogmenn veittust að honum, skutu að honum og ofsóttu hann, -24- en bogi hans reyndist stinnur, og handleggir hans voru fimir. Sá styrkur kom frá Jakobs Volduga, frá Hirðinum, Hellubjargi Ísraels, -25- frá Guði föður þíns, sem mun hjálpa þér, frá Almáttugum Guði, sem mun blessa þig með blessun himinsins að ofan, með blessun djúpsins, er undir hvílir, með blessun brjósta og móðurlífs. -26- Blessunin, sem faðir þinn hlaut, gnæfði hærra en hin öldnu fjöll, hærra en unaður hinna eilífu hæða. Hún komi yfir höfuð Jósefs og í hvirfil hans, sem er höfðingi meðal bræðra sinna.

Ég get ímyndað mér að Jósef segi, bíddu aðeins pabbi, þessar blessanir djúpsins; hversu djúp eru þau, hvernig náum við þeim út? Getur þú ekki gert það að blessun sem liggur grunnt sem liggur ofan á? Neibb. Það er sem það er.

Ok, pabbi hvar ætlum við að finna þessar blessanir? Jæja, þeir munu finnast á höfðinu á þér, í rauninni á höfuðkrónu þinni. Ég get rétt ímyndað mér að Joseph snúi sér að Ruben og segir, fyrirgefðu Rueben, en geturðu séð eitthvað ofan á hausnum á mér? Nei það er örugglega ekkert á hausnum á þér!

Mundu að þetta eru blessanir fyrir lokatíma Jósefs, 1. Mósebók 49:1

Jakob deyr, Jósef deyr og tíminn líður þar til Móse fæðist mörgum árum síðar og lifir lífi sínu og nú er hann líka að deyja og það er komið að honum að spá.

Fimmta Mósebók 33:19

Þjóðflokkum bjóða þeir til fjallsins, þar fórna þeir réttum fórnum, því að þeir munu sjúga í sig nægtir hafsins og hina huldustu fjársjóðu sandsins.

Sjúga nægtir hafsins falið í sandinum?

Þau áttu ekki orð yfir pumpu, en þau skildu sjúga, þar sem þau áttu öll börn.

Nú er verið að dæla olíu úr sjónum undir sandinn.

Nú komum við til Ashers, munið eftir krakkanum með feita brauðið og konunglega góðgætið. Olía sem hentar konungum.

Fimmta Mósebók 33:19

Um Asser sagði hann: Blessaðastur af sonunum sé Asser! Veri hann eftirlæti bræðra sinna og vökvi fót sinn í olíu!

Aser mun dýfa fæti sínum í þessa olíu og hún mun vera á höfði Jósefs. Hljómar eins og leyndardómur úr ævintýramynd.

 

Kort af landaúthlutunum til Ísraels

Sérðu prófílin af höfði Jósefs fyrir neðan Asher. (Manasse og Efraím)

Olían er á höfði Jósefs, sjáðu Asher dýfa fæti sínum í það

Taktu eftir stærð landsins sem Jósef fær úthlutað, þ.e. Manasse og Efraím

Margir trúa því að Ísrael muni finna olíu á höfði Jósefs, verði sem verði en við erum að einbeita okkur að Jósefsþjónustunni.

Jósefsarfleifð var í auði náttúruauðlindanna, sérstaklega olíu og gulls sem fannst í hæðunum og landbúnaðarauðlindum.

Og andlegar blessanir voru einnig veittar Jósef, gjafir og smurningar, olía á höfuð Jósefs. Sjá 5. Mósebók 33:13-16

Það er smurning fyrir þá sem eru kallaðir til að vera í Jósef á þessum síðustu dögum. Smurning sem mun koma auðæfum inn í ríki Guðs til að uppfylla hlutverk þessara Jósefsþjónustu.

Jósef hefur tvöfaldan skammt fjármuna til að gera það sem hann er kallaður til.

Fyrsta Mósebók 49:22

Jósef er ungur aldinviður, ungur aldinviður við uppsprettulind, greinar hans teygja sig upp yfir múrinn.

Guð blessi þig!