Ávinningurinn af því að nálægja sig Guði

by Sigurður Júlíusson | 19.des 2024

Upptaka frá heimahópnum okkar þann 19.desember 2024

Það er komin tími til að vakna fyrir alvöru og nálgast Drottinn af heilum hug. Það er eina leiðin til að breyta aðstæðum okkar, fá gegnumbrot, lækningu og bænasvör fyrir fjölskyldum, landi og þjóð. Hættum að betla af Guði og tökum okkar stöðu sem hermenn og erindrekar Guðs. Hann sagði okkur að lækna sjúka, reka út illa anda og hjálpa fólki. Hann er búin að greiða gjaldið, krafturinn er til staðar, við þurfum aðeins að nálægja okkur Guði af öllu hjarta í föstu, bæn og helgun, því þá munum við Guð sjá!

Matt 10:8

Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda. Gefins hafið þér fengið, gefins skuluð þér láta í té.

Jóhannesarguðspjall 14:12

Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri. Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins.

Fyrra Korintubréf 4:20

Því að Guðs ríki er ekki fólgið í orðum, heldur í krafti.

Fyrra Korintubréf 15:34

Vaknið fyrir alvöru og syndgið ekki. Nokkrir hafa enga þekkingu á Guði. Yður til blygðunar segi ég það.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.