Bæn og fasta

by Sigurður Júlíusson | 5.des 2024

Að þessu sinni í heimahópnum héldum við áfram með efnið sem við vorum byrjuð á varðandi bæn og föstu. Hvernig óvinurinn hefur að því virðist náð að hylja yfir þetta mikla vopn sem, “fasta og bæn” er til að standa gegn djöflinum og fá gegnumbrot inn í líf okkar.

Ef Jesús okkar fullkomna fyrirmynd fastaði og lærisveinarnir þegar þeir voru að starfa í Postulasögunni, þá ætti það að vera augljóst að við þurfum líka að fasta til að lifa í sigri og leiðast af anda Guðs.

Það er hreint út frábær bók sem ég get ekki mælt nógu mikið með sem heitir “The Hidden Power of Prayer and Fasting” eftir Mahesh Chavda sem fer ítarlega í föstu og bæn. Þessi bók er full af kraftaverkum sem Guð gerði í gegnum þjónustu Mahesh Chavda og hvernig Guð notaði líf hans sérstaklega í föstu og bæn til að kenna okkur mikilvægi þessa verkfæris til að sigrast á óvininum.

Hér er linkur á bókina til að panta hana. – The Hidden Power of Prayer and Fasting

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Matteusarguðspjall 6:16

Þegar þér fastið, þá verið ekki daprir í bragði, eins og hræsnarar. Þeir afmynda andlit sín, svo að engum dyljist, að þeir fasta. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.

Einstakur vitnisburður sem allir ættu að gefa sér tíma til að hlusta á þótt langur sé!