Jóh 3:16
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
Þessi stutta ræða hér fyrir neðan getur breytt lífi þínu. Fagnaðarerindið sett fram í krafti einfaldleikanns.
Heimurinn þarf fólk sem er tilbúið að stíga upp og taka við kyrtlinum frá fólki eins og Billy Graham, Kathryn Kuhlman, A.A.Allen, Aimee Semple McPherson, Evan Roberts, Maria Woodworth-Etter, William Branham og fleirum.
Heb 13:7-8
“Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra. Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.”
Frelsisbæn
Ég trúi því að Jesús Kristur hafi dáið fyrir mig og að hann hafi risið upp frá dauðum. Jesús ég bið þig um að koma inn í hjarta mitt á þessu augnabliki og frelsa mig frá syndum mínum. Jesús ég býð þig velkominn inn í líf mitt og ég bið þig um að leiða mig héðan í frá. Ég bið þig að fylla mig af anda þínum, Heilagi Faðir, ég þakka þér að ég er nú þitt barn.
Matt 28:19-20
Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.