Við getum séð mjög skýrt í Orði Guðs að það er hægt að lifa í blessun og það er hægt að lifa í bölvun. Það sem skilur þarna á milli eru gjörðir okkar.
Hvort sem við lesum í 28. kafla 5. Mósebókar, guðspjöllunum eða bréfum nýja testamentisins sjáum við að það eru afleiðingar af því sem við gerum.
Ef þú, þá Ég, segir Drottinn.
Til að útskýra fyrirsögnina ætla ég að leyfa Orðinu að tala sínu máli.
Gal 6:7-8
Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera. -8- Sá sem sáir í hold sjálfs sín, mun af holdinu uppskera glötun, en sá sem sáir í andann, mun af andanum uppskera eilíft líf.
Matt 6:14
Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður.
2. Kor 9:6-7
En þetta segi ég: Sá sem sáir sparlega mun og sparlega uppskera, og sá sem sáir ríflega mun og ríflega uppskera. -7- Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara
Jak 4:6-8
Guð stendur í gegn dramblátum, en auðmjúkum veitir hann náð. -7- Gefið yður því Guði á vald, standið gegn djöflinum, og þá mun hann flýja yður. -8- Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður. Hreinsið hendur yðar, þér syndarar, og gjörið hjörtun flekklaus, þér tvílyndu.
2. Pét 2:20
Ef þeir, sem fyrir þekkingu á Drottni vorum og frelsara Jesú Kristi voru sloppnir frá saurgun heimsins, flækja sig í honum að nýju og bíða ósigur, þá er hið síðara orðið þeim verra en hið fyrra.
Að gera eða ekki gera
Þessi vers gefa okkur skýra mynd af því hver staða okkar í lífinu getur verið ef við gerum eða gerum ekki það sem Orð Guðs segir.
Það er ekki að Guð vilji að okkur vegni illa. Þvert á móti vill Hann að okkur vegni vel og hann hefur gefið okkur forskrift blessunarinnar í sínu Orði. Það er okkar að fylgja því og meðtaka það sem er gott.
Ég hvet ykkur til þess að lesa þessa tvo kafla hér fyrir neðan. Það er hægt að smella beint á tenglana og þá opnast gluggi. Þar eru fyrirheitin og skilyrðin sett fram á skilmerkilegan hátt. Orðskviðirnir útskýra svo afleiðingarnar af röngu vali í lífinu.
Sálmur 91. kafli
Orðskviðirnir 28. kafli
Nú er lag að hver og einn skoði þá stöðu sem hann er í og athugi!
- Er ég að upplifa nærveru Guðs? – Ef ekki þá að nálægja sig Guði!
- Er ég að upplifa fjárhagslega blessun? – Ef ekki þá að gefa og velja rétt!
Svona mætti lengi telja en eitt er víst að ef það eru vandamál og vanblessun, ekki bíða. Gerðu eitthvað í dag og væntu þess í trú að að Guð mæti þér þar sem þú ert.
Orðskv 3: 9-10
Tigna Drottin með eigum þínum og með frumgróða allrar uppskeru þinnar,
þá munu hlöður þínar verða nægtafullar og vínberjalögurinn flóa út af vínlagarþróm þínum.
Náð Guðs veri með yður.
—
“If a person gets his attitude toward money straight, it will help straighten out almost every other area in his life.”
― Billy Graham