Hvar er kirkjan stödd?

Hvar er kirkjan stödd?

Í Postulasögunni var öllum sem gáfu líf sitt til að fylgja Drottni bætt við kirkjuna. Í dag eru aðeins um 5% þeirra sem taka ákvörðun um að fylgja Kristi í raun bætt við kirkjuna. Mikið af þessu má rekja til þess hversu ólík nútímakirkjan er miðað við hliðstæðu hennar í Biblíunni og hversu erfitt það er að tengjast í dag á raunverulegan, lífsnauðsynlegan og persónulegan hátt. Samt verðum við að íhuga ávöxt þessara ákvarðana fyrir Krist. Ef það er enginn ávöxtur, verðum við að spyrja okkur, “erum við í andlega öruggu ástandi og eru eilíf örlög okkar í hættu.”

Þegar við höfum spurt fólkið sem sækir ráðstefnur okkar, til að komast að því hversu margir þekktu gjafir sínar og köllun, voru það alltaf færri en 5%. Hversu vel myndi þér ganga ef aðeins 5% af líkamanum þínum virkaði? Það er núverandi ástand líkama Krists. Ein aðalástæðan fyrir þessu er að svo fáar kirkjustofnanir eru að þjálfa meðlimi sína til að þekkja og starfa í gjöfum sínum og þjónustu, samkvæmt fyrirmynd Nýja testamentisins í Efesusbréfinu 4 kafla. Flestar kirkjustofnanir í dag virka í raun ekki sem líkami Drottins, heldur meira eins og fjárhús þar sem kindunum er hent mat í einu sinni eða tvisvar í viku.

Augljóslega á endurreisn kirkjunnar langt í land áður en við sjáum grundvallar kirkjulíf Nýja testamentisins aftur að verkum. Stórt skref í átt að því að gera þetta væri ef kirkjan helgaði sig því að uppfylla það mikla verkefni að skapa lærisveina, ekki bara leiða fólk til trúar. Kirkjan er yfirborðskennd á allan hátt vegna þess að svo fáir kirkjumeðlimir verða alvöru lærisveinar. Þess í stað eru margir enn í því djúpa grunnu ástandi að vera bara trúaðir. Þetta uppfyllir ekki það mikla verkefni að „gerið allar þjóðir að lærisveinum“.

Til þess að einhver geti orðið lærisveinn Drottins samkvæmt skilgreiningu Krists, verður sá hinn sami, að sjá sýn Drottins um hvernig fólk Hans á að vera sem einn líkami á jörðu, og það þarf að vera ein mest spennandi opinberun um tilgang þeirra í lífinu. Þessi djúpa hollusta við lífið í Honum mun óhjákvæmilega leiða til mun dýpri tengsl við Hans fólk.

Við erum kölluð til að vera „lifandi steinar“ (sjá 1. Pétursbréf 2:5) til að vera byggð saman sem musteri Drottins. Í stað þess að vera sett saman í lifandi byggingu eru flestir söfnuðir bara hrúgur af steinum. Þar sem auðvelt er að sela þeim steinum sem ekki hafa verið festir saman, eru margir kristnir ekki lengur í kirkjunni. Sérhver kristinn einstaklingur ætti að vera svo viss um sinn stað í líkama Drottins að hann er öruggur að verið er að festa hann á sinn stað.

Ein ástæða þess að dæmigert kirkjulíf í dag er yfirborðskennt miðað við biblíulega fyrirmynd er sú að þjónusta Nýja testamentisins í Efesusbréfinu 4 var lið, ekki manneskja. Það þarf postula, spámenn, trúboða, forstöðumenn og kennara til að undirbúa og þroska líkamann, en nútímakirkjan hefur verið að mestu undir stjórn einnar þjónustu, prestsþjónustunni. Hvað kom til að þessi eina þjónusta tók öll völd í kirkjunni?

Samkvæmt Efesusbréfinu 4:12 gaf Drottinn allar þessar fimm þjónustur sem ætlaðar eru „til að undirbúa hina heilögu til þjónustustarfsins,“ en ekki bara einni þjónustu. Undirbúningur er númer þrjú í fjögurra þrepa ferli og gerir ráð fyrir að fyrri stig kennslu og þjálfunar hafi verið lokið. Samt í nútíma kirkjumódeli er nánast öll þjónusta kennsla. Næsta undirbúningsstig – þjálfun – hefst ekki fyrr en við fáum að gera það sem okkur var kennt.

Um 95% eða fleiri kristinna manna í dag hafa aldrei upplifað kirkjulíf Nýja testamentisins eins og það var hannað. Þetta mun breytast, það verður að gerast. „Ný tegund“ þjónustu er að koma og sönn postulleg kristni mun aftur hrista heiminn. Þegar postullega þjónustan hefur verið endurreist að fullu til kirkjunnar, munu allar hinar einnig verða fullþroska. Þá munu hinir heilögu stíga inn í köllun sína að fullu og líkami Krists mun birtast sem kraftmesti hópur fólks sem heimurinn hefur nokkurn tíma séð.

Þýtt úr Word for the Week eftir Rick Joyner

Hægt að skrá sig á póstlita hjá þeim hér: Word for the Week

Stutt predikun með Billy Graham sem allir ættu að heyra!

Stutt predikun með Billy Graham sem allir ættu að heyra!

Jóh 3:16

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Þessi stutta ræða hér fyrir neðan getur breytt lífi þínu. Fagnaðarerindið sett fram í krafti einfaldleikanns.

Heimurinn þarf fólk sem er tilbúið að stíga upp og taka við kyrtlinum frá fólki eins og Billy Graham, Kathryn Kuhlman, A.A.Allen, Aimee Semple McPherson, Evan Roberts, Maria Woodworth-Etter, William Branham og fleirum.

Heb 13:7-8

“Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra. Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.” 

Frelsisbæn

Ég trúi því að Jesús Kristur hafi dáið fyrir mig og að hann hafi risið upp frá dauðum. Jesús ég bið þig um að koma inn í hjarta mitt á þessu augnabliki og frelsa mig frá syndum mínum. Jesús ég býð þig velkominn inn í líf mitt og ég bið þig um að leiða mig héðan í frá. Ég bið þig að fylla mig af anda þínum, Heilagi Faðir, ég þakka þér að ég er nú þitt barn.

Matt 28:19-20

Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.

Guð agar þann sem Hann elskar

Guð agar þann sem Hann elskar

Guð er sá sami í gær, í dag og um aldir. Hann breytist ekki og því getum við rannsakað í Orðinu hvernig Guð hefur í gegnum aldirnar agað þá sem Hann elskar. Orðið er sannleikur og það eina sem við getum fyllilega treyst. Við getum ekki reitt okkur á eigið hyggjuvit eða hyggjuvit annarra. Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð og því er engin leið að taka orð manna fram fyrir Orð Guðs. Ef orð og boðskapur manna er ekki í samræmi við Orð Guðs skaltu ekki taka við því.

Það mun ekki hjálpa þér á degi dómsins að segja við Guð, að hann eða þessi, sagði þetta og hitt sem ég valdi að trúa frekar en Orði þínu. Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða sagði Jesús sjálfur.

Róm 1:18-23

Reiði Guðs opinberast af himni yfir öllu guðleysi og rangsleitni þeirra manna, er kefja sannleikann með rangsleitni, -19- með því að það, er vitað verður um Guð, er augljóst á meðal þeirra. Guð hefur birt þeim það. -20- Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkum hans. Mennirnir eru því án afsökunar. -21- Þeir þekktu Guð, en hafa samt ekki vegsamað hann eins og Guð né þakkað honum, heldur hafa þeir gjörst hégómlegir í hugsunum sínum, og hið skynlausa hjarta þeirra hefur hjúpast myrkri. -22- Þeir þóttust vera vitrir, en urðu heimskingjar. -23- Þeir skiptu á vegsemd hins ódauðlega Guðs og myndum, sem líktust dauðlegum manni, fuglum, ferfætlingum og skriðkvikindum.

Nokkur dæmi um það sem menn segja:

  • Minn Guð gerir ekki svona og er ekki þannig. ( Ef hugmyndir fólks um Guð eru ekki í samræmi við Orðið eru þær ekkert annað en fals guð sem það hefur búið til í huga sínum. Þú ert það sem þú ert og enginn annar getur breytt því, þótt viðkomandi haldi og trúi að þú sért öðruvísi. Sama á við um Guð, við verðum að taka við Honum eins og Hann er og læra að þekkja Hann eins og Hann raunverulega er. )
  • Ég trúi ekki að allt í Orðinu sé rétt. ( Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og orðið var Guð. Við getum ekki valið hverju við viljum trúa og hverju ekki, þannig erum við aftur að búa til okkar eigin Guð sem passar inn í það hvernig við viljum að Guð sé. )
  • Ég er ekki sammála Gamla testamentinu. ( Guð er einn og sá sami þótt að Hann birtist á mismunandi hátt. Vð getum ekki skilið í sundur Guð sem leiddi sitt fólk út af Egyptalandi með því að senda plágur og dauða á Egypta frá Jesú sem gekk um Ísrael, læknaði sjúka og reisti upp dauða. Þetta eru ekki tveir guðir. )

Nú höfum við lagt smá grundvöll til að byggja á varðandi hvernig Guð agar þann sem Hann elskar. Jarðneskur faðir og móðir sem elska börnin sín aga þau og reyna að undirbúa þau fyrir lífið. Aðferðirnar hafa breyst hjá okkur í gegnum aldirnar, það má deila um hvort það sé til hins betra eða verra. Ef við skoðum ávextina í dag þá sjáum við að aldrei hafa verið jafn margar skotárásir í skólum víðsvegar um heiminn og í dag, þar sem börn drepa börn. Aðgengi að klámi hefur aukist gríðarlega og er bara einum smelli í burtu og nú er unga fólkið farið að búa til sitt eigið klám og selja í gegnum síður eins og Onlyfans. Skaðlegar fyrirmyndir og boðskapur í gegnum internet og samfélagsmiðla hefur tekið að stórum hluta við uppeldi yngri kynslóðanna og enn er ekki komið fyllilega fram hvaða áhrif það mun hafa á heimsmyndina í framtíðinni.

Heb 12:6

Því að Drottinn agar þann, sem hann elskar, og hirtir harðlega hvern þann son, er hann að sér tekur.

Skoðum nokkra staði í Orðinu sem sýna okkur hvernig Guð átti við Ísrael í Gamla testamentinu og sjáum svo hvort það sé í samræmi við það sem við sjáum í dag.

Amos 4:6-13

Brennið sýrð brauð í þakkarfórn, boðið til sjálfviljafórna, gjörið þær heyrinkunnar! Því að það er yðar yndi, Ísraelsmanna, segir Drottinn Guð. -6- Ég hefi látið yður halda hreinum tönnum í öllum borgum yðar og látið mat skorta í öllum bústöðum yðar. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, segir Drottinn. -7- Ég synjaði yður um regn, þá er þrír mánuðir voru til uppskeru, og ég lét rigna í einni borg, en ekki í annarri. Ein akurspildan vökvaðist af regni, en önnur akurspilda, sem regnið vökvaði ekki, hún skrælnaði. -8- Menn ráfuðu úr tveimur, þremur borgum til einnar borgar til að fá sér vatn að drekka, en fengu þó eigi slökkt þorstann. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, segir Drottinn. -9- Ég refsaði yður með korndrepi og gulnan. Ég eyddi aldingarða yðar og víngarða, engisprettur upp átu fíkjutré yðar og olíutré. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, segir Drottinn. -10- Ég sendi yður drepsótt eins og á Egyptalandi, ég deyddi æskumenn yðar með sverði, auk þess voru hestar yðar fluttir burt hernumdir, og ég lét hrævadauninn úr herbúðum yðar leggja fyrir vit yðar. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, segir Drottinn. -11- Ég olli umturnun meðal yðar, eins og þegar Guð umturnaði Sódómu og Gómorru, og þér voruð eins og brandur úr báli dreginn. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, segir Drottinn. -12- Fyrir því vil ég svo með þig fara, Ísrael. Af því að ég ætla að fara svo með þig, þá ver viðbúinn að mæta Guði þínum, Ísrael! -13- Sjá, hann er sá, sem myndað hefir fjöllin og skapað vindinn, sá sem boðar mönnunum það, er hann hefir í hyggju, sá er gjörir myrkur að morgunroða og gengur eftir hæðum jarðarinnar. Drottinn, Guð allsherjar er nafn hans.

Ísrael heldur að allt sé í fína lagi ef þeir bara fórna aðeins fyrir misgjörðirnar en Drottinn agar, Hann byrjar á að senda hungur, fátækt, uppskerubrest og ef það virkar ekki. Þá sendir hann drepsótt, stríð, herleiðingu, umturnun og óvissu. Þetta virðast vera harkalegar aðferðir, en sjáum við einhvern samnefnara í dag ?

Megnið af Ísraelsmönnum fórust í eyðimörkinni þar sem þeir snéru sér frá Guði eftir að hafa verið leiddir út af Egyptalandi með táknum og undrum. Ísrael snéri ekki aftur og endurbyggði Jerúsalem fyrr en eftir 70 ár af herleiðingu í Babýlon, Ísrael hafnaði frelsara sínum Jesú Kristi og krossfestu Hann og sögðu; komi blóð Hans yfir okkur og börnin okkar. Ísrael missti í kjölfarið heimaland sitt, voru dreifðir meðal allra þjóða heimsins og enduðu að lokum í helförinni, áður en þeir endurheimtu aftur Jerúsalem tæplega 2000 árum síðar.

Guð agar þann sem Hann elskar. Þetta kann að hljóma mjög hart og hvernig er hægt að segja að þetta sé elska. Þetta er elska, því Guð mun gera allt sem í Hans valdi stendur til að við förumst ekki í syndum okkar. Hann veit að það þarf mikið til, við erum þrjóskur líður og hversu miklu fremur Hann myndi vilja að við gerðum bara rétt og þyrftum ekki að fara í gegnum slíkar þrengingar.

Ögun Drottins er mismikil eftir því á hvaða stað við erum og hún er ekki alltaf gleðiefni. Hún getur verið mild áminning í gegnum samviskuna en hún getur líka gengið mun lengra ef við höfum vikið frá köllun okkar. Við þekkjum söguna af Jónasi, Guð sagði honum að fara til Nínive og segja fólkinu þar að iðrast, en íbúar Nínive voru miklir syndarar. Jónas vildi það alls ekki heldur óhlýðnaðist og lagði upp í gagnstæða átt, tók skip til Tarsis. Þar hófst ögun Drottins, mikill stormur kom yfir skipið og allir um borð spurðu sig hver ber ábyrgð á því að við munum allir farast, hver hefur svo reitt Guð til reiði. Jónas að lokum sagði kastið mér frá borði það er mér að kenna að þessi stormur er komin yfir ykkur. Það er ég sem hef óhlýðnast Drottni. Um leið og þeir köstuðu Jónasi frá borði í opinn dauðann, lægði storminn. Guð ætlaði þó ekki að drepa Jónas, heldur lét Hann hval gleypa hann og skyrpa honum á land í rétta átt að Nínive svo hann gæti haldið áfram köllun sinni að varað Nínive við.

1. Kor 11:32

En fyrst Drottinn dæmir oss, þá er hann að aga oss til þess að vér verðum ekki dæmdir sekir ásamt heiminum.

Eins með börnin okkar, hvað gerum við þegar þau villast alvarlega af leið. Stundum eru notaðar harkalega aðferðir eins og að reka þau að heiman, þótt við vitum að vonleysið og eymdin muni að lokum yfirtaka barnið, sem er búið að missa tökin og er á kafi í neyslu. En það er því miður oft það sem þarf ef barnið er ekki tilbúið að hætta eða breytast og öll úrræði eru þrotin. Ég er að taka alvarlegt dæmi hér til að sýna fram á líkindin á okkar ögun og ögun Drottins, þegar aðstæður verða mjög erfiðar. Stundum þarf harkalegar aðferðir en þær verða að vera gerðar í kærleika.

Við lifum á tímum þar sem við sjáum miklar breytingar. Hlýnun jarðar er að valda uppskerubrestum, skorti á vatni sem leiðir til hungurs og erfiðleika. Við sjáum drepsóttir eins og “Covid” sem hafa fellt milljónir, við sjáum stríð, herleiðingu og umturnun í heiminum, en fáir virðast snúa sér til Drottins. Atburðir okkar tíma eru eins og klipptir úr Amos, Drottinn er að kalla á okkur að snúa frá okkar vondu vegum og til Hans á nýjan leik.

Við lifum á síðustu kirkjuöldinni Laodíkeu, við vitum ekki hvaða dag eða stund Jesús kemur aftur. Engin maður veit sína æfi, við gætum átt einn dag eftir, viku, mánuð, ár. Ertu tilbúin að mæta skapara þínum, ertu brennandi í trúnni og ljós fyrir þennan heim eða ertu kannski ófrelsaður og vilt gefa Jesú líf þitt í dag ? Hvar sem þú ert staddur taktu afstöðu í dag og frestaðu þeirri ákvörðun ekki lengur!

Opb 3:14-22

Og engli safnaðarins í Laódíkeu skalt þú rita: Þetta segir hann, sem er amen, votturinn trúi og sanni, upphaf sköpunar Guðs: -15- Ég þekki verkin þín, að þú ert hvorki kaldur né heitur. Betur að þú værir kaldur eða heitur. -16- En af því að þú ert hálfvolgur og hvorki heitur né kaldur, mun ég skyrpa þér út af munni mínum. -17- Þú segir: Ég er ríkur og orðinn auðugur og þarfnast einskis. Og þú veist ekki, að þú ert vesalingur og aumingi og fátækur og blindur og nakinn. -18- Ég ræð þér, að þú kaupir af mér gull, skírt í eldi, til þess að þú verðir auðugur, og hvít klæði til að skýla þér með, að eigi komi í ljós vanvirða nektar þinnar, og smyrsl að smyrja með augu þín, til þess að þú verðir sjáandi. -19- Alla þá, sem ég elska, tyfta ég og aga. Ver því heilhuga og gjör iðrun. -20- Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér. -21- Þann er sigrar mun ég láta sitja hjá mér í hásæti mínu, eins og ég sjálfur sigraði og settist hjá föður mínum í hásæti hans. -22- Hver sem eyra hefur, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum.

 

Áskorun aldarinnar

Áskorun aldarinnar

Það er óhætt að segja að á tuttugustu og fyrstu öldinni sé meira af hlutum sem stelur tíma okkar en nokkru sinni fyrr. Hvað hefur mestan forgang í okkar lífi? Er það Guð og hans áætlun, köllun okkar eða er það snjalltækið, sjónvarpið, internetið eða eitthvað annað!  Síðasta kirkjuöldin í Opinberunarbókinni heitir Laodíkea og þar er að finna skilaboð frá Guði til okkar tíma. Þessi áskorun felst í því að sigra okkar öld!

Opbinberunarbókin 3:13-22

Og engli safnaðarins í Laódíkeu skalt þú rita: Þetta segir hann, sem er amen, votturinn trúi og sanni, upphaf sköpunar Guðs: Ég þekki verkin þín, að þú ert hvorki kaldur né heitur. Betur að þú værir kaldur eða heitur. En af því að þú ert hálfvolgur og hvorki heitur né kaldur, mun ég skyrpa þér út af munni mínum. Þú segir: Ég er ríkur og orðinn auðugur og þarfnast einskis. Og þú veist ekki, að þú ert vesalingur og aumingi og fátækur og blindur og nakinn. Ég ræð þér, að þú kaupir af mér gull, skírt í eldi, til þess að þú verðir auðugur, og hvít klæði til að skýla þér með, að eigi komi í ljós vanvirða nektar þinnar, og smyrsl að smyrja með augu þín, til þess að þú verðir sjáandi. Alla þá, sem ég elska, tyfta ég og aga. Ver því heilhuga og gjör iðrun. Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér. Þann er sigrar mun ég láta sitja hjá mér í hásæti mínu, eins og ég sjálfur sigraði og settist hjá föður mínum í hásæti hans. Hver sem eyra hefur, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum.

Hvernig sigrum við

Til þess að geta sigrað verðum við fyrst að greina hvað það er sem við þurfum að gera. Versin hér fyrir ofan tala um að flestir séu hálfvolgir en halda að þeir séu ríkir og þarfnist einskis, s.s. undir blekkingu óvinarins um að allt sé í besta lagi.

Hér þarf hver og einn að skoða sjálfan sig og bera saman við orð Guðs.

2. Korintubréf 7:1

Þar eð vér því höfum þessi fyrirheit, elskaðir, þá hreinsum oss af allri saurgun á líkama og sál og fullkomnum helgun vora í guðsótta.

Hebreabréfið 12:14

Stundið frið við alla menn og helgun, því að án hennar fær enginn Drottin litið.

 1. Jóhannesarbréf 2:15-16

Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru. Sá sem elskar heiminn, á ekki í sér kærleika til föðurins. Því að allt það, sem í heiminum er, fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa-oflæti, það er ekki frá föðurnum, heldur er það frá heiminum.

Það eru ótal vers sem fjalla um mikilvægi þess að helga sig, skilja sig frá heiminum og leita Guðs af öllu hjarta og þessi hér fyrir ofan gefa okkur góða mynd af því sem til þarf til að sigra.

Það er miklu meira

Orðið segir að hver sá sem trúir að Jesús sé kristur og játar það mun hólpinn verða. Það eru eflaust margir sem láta þetta sér nægja en það er hægt að komast miklu lengra og þessi áskorun er fyrir þá sem vilja komast alla leið.

Hvað gerist ef þú nærð að sigra þessa öld ?

  • Þann er sigrar mun ég láta sitja hjá mér í hásæti mínu eins og ég sjálfur sigraði og settist hjá föður mínum í hásæti hans.
  • Þú munt eiga þátt í fyrri upprisunni og ríkja með Kristi í þúsundáraríkinu á meðan aðrir sofa.
  • Þú munt eignast einstakan frið, gleði og yndislegan vinskap við lifandi Guð.
  • Þú getur átt von á að sjá Jesú, engla, himaríki og aðra leyndardóma hérna megin við eilífðina.
  • Þú getur átt von á að fá kraft til þess að reka út illa anda, lækna sjúka, sjá inn í líf fólks til að hjálpa því.
  • Skýrn í heilögum anda og eldi eins og lærisveinarnir fengu að upplifa í Jerúsalem.

Það eru hetjur sem hafa farið á undan okkur sem gengu fram í þessum sigri. Það sem auðkenndi líf þeirra var einstök þjónusta þar sem kraftur Guðs fór fyrir þeim með undrum og táknum. Þetta fólk fékk að sjá Jesú, engla, himaríki, sýnir, drauma, inn í líf fólks með slíkri nákvæmni að jafnvel nöfn og heimilisföng viðkomandi voru nefnd til þess að auka trú fyrir lækningu. Kraftur Guðs var með þeim svo að þúsundir frelsuðust og læknuðust.

Þetta fólk átti það allt sameiginlegt að það sigraði anda heimsins og helgaði sig algjörlega Guði.

Viltu þú fara alla leið með Guði?  Taktu þá þessari áskorun og byrjaðu strax í dag!

Kærleikurinn mestur!

Kærleikurinn mestur!

Af öllu því sem við teljum skipta máli hér á jörð, ef við eigum ekki kærleika erum við illa stödd. Ég hef lesið um og heyrt vitnisburði frá fólki sem fékk að skyggnast inn í himnaríki eftir að hafa dáið hér á jörðunni en komið svo til baka aftur eftir endurlífgun. Hvað heldur þú að þau hafi fengið að upplifa eða sjá?

Bob Jones sá hvernig röð að fólki sem hafði nýlega dáið á jörðunni og var hólpið gekk fram hjá Jesú og það eina sem Hann spurði þau að, var; “Lærðir þú að elska?”

Önnur frásaga er frá manni sem hét Jón Jóhannsson, sem á 19. aldursári árið 1867, dreymdi athyglisverðan draum. Hér er brot úr honum;

“En hvað kemur til þess“, sagði ég ennfremur, „að hinir voldugustu eru eigi látnir vera innstir, en hinir auvirðilegustu fremstir?“ „Eigi er hér farið eftir slíku“, mælti hann, „heldur er sá settur innst, sem flest hefur gjört góðverk á jörðinni, en hinn er þau gjörir fæst, er settur fremstur, en sérhver er þó ánægður með þann stað, sem honum er úthlutaður, hvort sem hann er innarlega eða framarlega”.

Markúsarguðspjall 12:29-31

Jesús svaraði: Æðst er þetta: Heyr, Ísrael! Drottinn, Guð vor, hann einn er Drottinn. -30- Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. -31- Annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessum meira.

1.Korintubréf 13 kafli

Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. -2- Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. -3- Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari. -4- Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. -5- Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. -6- Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. -7- Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. -8- Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok. -9- Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum. -10- En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum.-11- Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn. -12- Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn. -13- En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.

1. Pétursbréf 4:8

Umfram allt hafið brennandi kærleika hver til annars, því að kærleikur hylur fjölda synda.

Orðskviðirnir 17:9

Sá sem breiðir yfir bresti, eflir kærleika, en sá sem ýfir upp sök, veldur vinaskilnaði.

Sakaría 7:9

Svo segir Drottinn allsherjar: Dæmið rétta dóma og auðsýnið hver öðrum kærleika og miskunnsemi.

Jóhannesarguðspjall 15:13

Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína.

Rómverjabréfið 5:8

En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum.

Galatabréfið 5:22

En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi.

Efesus 4:2

Verið í hvívetna lítillátir og hógværir. Verið þolinmóðir, langlyndir og umberið hver annan í kærleika.

Við skulum ekki vera eins og farísearnir forðum sem vildu stöðuglega treysta ytri yfirburðum og berja þá niður sem ekki stóðust kröfur lögmálsins.

Minnstu þess heldur hvernig þú tókst á móti, hversu þolinmóður og miskunnsamur Guð hefur verið þér.

Ef menn vissu alla þína bresti, fyrir hversu löngu heldur þú að þeir væru búnir að afskrifa þig!

Úr því að Guð hefur sýnt okkur slíka miskunn í Jesú Kristi og hefur ekki bara fyrirgefið, heldur einnig greitt gjaldið fyrir allar okkar syndir, sem þýðir í raun að hann er stöðuglega að fyrirgefa, svo framarlega að beðið sé um það.

Þannig skulum við einnig sýna öðrum miskunn og fyrirgefa!

Náð Guðs veri með þér!

“Do all the good you can. By all the means you can. In all the ways you can. In all the places you can. At all the times you can. To all the people you can. As long as ever you can.”
― John Wesley

www.endtimeheadlines.org

www.endtimeheadlines.org

cropped-Web-Banner (1)

Það eru eflaust margir sem hafa velt því fyrir sér hvort við séum á síðustu tímum. Hvort að spádómar Biblíunnar séu raunverulegir og eigi við í dag. Í stað þess að birta erlendar greinar á síðunni www.ljosimyrkri.is vil ég heldur benda beint á þá síðu sem ég hef litið til sem heitir www.endtimeheadlines.org

Þar er að finna fréttir frá mörgum uppsprettum sem við sjáum yfirleitt ekki á okkar hefðbundnu fjölmiðlum sem geta vakið til umhugsunar.

Ég vil þó taka fram að við eigum fyrst og fremst að hugsa um það sem er hið efra en ekki um það sem er á jörðunni. Það er auðvelt að láta ótta þessa heims hafa áhrif og missa sjónar á að Jesús er búinn að sigra heiminn og að í honum eigum við öryggi og frið.

Með ofangreint að leiðarljósi þá hvet ég þá sem hafa áhuga á fréttum sem tengjast síðustu tímum og Biblíunni að skoða www.endtimeheadlines.org