www.endtimeheadlines.org

www.endtimeheadlines.org

cropped-Web-Banner (1)

Það eru eflaust margir sem hafa velt því fyrir sér hvort við séum á síðustu tímum. Hvort að spádómar Biblíunnar séu raunverulegir og eigi við í dag. Í stað þess að birta erlendar greinar á síðunni www.ljosimyrkri.is vil ég heldur benda beint á þá síðu sem ég hef litið til sem heitir www.endtimeheadlines.org

Þar er að finna fréttir frá mörgum uppsprettum sem við sjáum yfirleitt ekki á okkar hefðbundnu fjölmiðlum sem geta vakið til umhugsunar.

Ég vil þó taka fram að við eigum fyrst og fremst að hugsa um það sem er hið efra en ekki um það sem er á jörðunni. Það er auðvelt að láta ótta þessa heims hafa áhrif og missa sjónar á að Jesús er búinn að sigra heiminn og að í honum eigum við öryggi og frið.

Með ofangreint að leiðarljósi þá hvet ég þá sem hafa áhuga á fréttum sem tengjast síðustu tímum og Biblíunni að skoða www.endtimeheadlines.org

Blessun eða bölvun!

Blessun eða bölvun!

Við getum séð mjög skýrt í Orði Guðs að það er hægt að lifa í blessun og það er hægt að lifa í bölvun. Það sem skilur þarna á milli eru gjörðir okkar.

Hvort sem við lesum í 28. kafla 5. Mósebókar, guðspjöllunum eða bréfum nýja testamentisins sjáum við að það eru afleiðingar af því sem við gerum.

Ef þú, þá Ég, segir Drottinn.

Til að útskýra fyrirsögnina ætla ég að leyfa Orðinu að tala sínu máli.

Gal 6:7-8

Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera. -8- Sá sem sáir í hold sjálfs sín, mun af holdinu uppskera glötun, en sá sem sáir í andann, mun af andanum uppskera eilíft líf.

Matt 6:14

Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður.

2. Kor 9:6-7

En þetta segi ég: Sá sem sáir sparlega mun og sparlega uppskera, og sá sem sáir ríflega mun og ríflega uppskera. -7- Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara

Jak 4:6-8

Guð stendur í gegn dramblátum, en auðmjúkum veitir hann náð. -7- Gefið yður því Guði á vald, standið gegn djöflinum, og þá mun hann flýja yður. -8- Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður. Hreinsið hendur yðar, þér syndarar, og gjörið hjörtun flekklaus, þér tvílyndu.

2. Pét 2:20

Ef þeir, sem fyrir þekkingu á Drottni vorum og frelsara Jesú Kristi voru sloppnir frá saurgun heimsins, flækja sig í honum að nýju og bíða ósigur, þá er hið síðara orðið þeim verra en hið fyrra.

Að gera eða ekki gera

Þessi vers gefa okkur skýra mynd af því hver staða okkar í lífinu getur verið ef við gerum eða gerum ekki það sem Orð Guðs segir.

Það er ekki að Guð vilji að okkur vegni illa. Þvert á móti vill Hann að okkur vegni vel og hann hefur gefið okkur forskrift blessunarinnar í sínu Orði. Það er okkar að fylgja því og meðtaka það sem er gott.

Ég hvet ykkur til þess að lesa þessa tvo kafla hér fyrir neðan. Það er hægt að smella beint á tenglana og þá opnast gluggi. Þar eru fyrirheitin og skilyrðin sett fram á skilmerkilegan hátt. Orðskviðirnir útskýra svo afleiðingarnar af röngu vali í lífinu.

Sálmur 91. kafli

Orðskviðirnir 28. kafli

Nú er lag að hver og einn skoði þá stöðu sem hann er í og athugi!

  • Er ég að upplifa nærveru Guðs? – Ef ekki þá að nálægja sig Guði!
  • Er ég að upplifa fjárhagslega blessun? – Ef ekki þá að gefa og velja rétt!

Svona mætti lengi telja en eitt er víst að ef það eru vandamál og vanblessun, ekki bíða. Gerðu eitthvað í dag og væntu þess í trú að að Guð mæti þér þar sem þú ert.

Orðskv 3: 9-10

Tigna Drottin með eigum þínum og með frumgróða allrar uppskeru þinnar,
þá munu hlöður þínar verða nægtafullar og vínberjalögurinn flóa út af vínlagarþróm þínum.

Náð Guðs veri með yður.

“If a person gets his attitude toward money straight, it will help straighten out almost every other area in his life.”
― Billy Graham

Andleg opinberun á eðli holdsins

Andleg opinberun á eðli holdsins

Það er fyrirheiti í Orðinu sem lofar okkur því, að ef við leitum Guðs af öllu hjarta þá munum við finna Hann. Það er ekki að Guð sé týndur. Guð er Andi og þeir sem vilja tilbiðja Hann, þurfa að gera það í anda og sannleika. Holdið er því stór ástæða fyrir því að aðskilnaður er á milli Guðs og manns.

Jak 4:8

Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður. Hreinsið hendur yðar, þér syndarar, og gjörið hjörtun flekklaus, þér tvílyndu.

Helgun

Það er eitt sem er nauðsynlegt til þess að nálgast Guð og heyra frá Honum og það er að helga sig og ég fjallaði um það í nýlegri grein sem hitir “Helgun og friður”. Annað lykilatriði er að læra að bíða og hlusta.
Hver er vilji Guðs fyrir okkar líf og hvað við eigum að vera að gera eru spurningar sem margir kannast eflaust við. Guð hinsvegar þekkir bænir okkar áður en við biðjum þær og veit nákvæmlega hvers við þörfnumst. Það er því mikilvægt að bíða hljóð/ur frammi fyrir Drottni og hlusta á hvað Hann vill segja okkur.

Holdið megnar ekkert og er hyggja þess aðeins dauði. Ég hafði verið að hugleiða Drottinn og hversu stór Hann er, hvernig Hann skapaði alheiminn, verk Hans fyrir okkur í Kristi á krossinum, og svo hversu mikið er hægt að fá að upplifa ef maður er tilbúin að greiða gjaldið og fara alla leið með Drottni. Við vitum að það er hægt að upplifa hluti í andanum sem eru ekki af þessum heimi og til að nefna dæmi langar mig að nefna þegar að Páll Postuli vitnar um að hann hafi verið tekinn upp til þriðja himins. Það eru ótal frásögur til af fólki sem hefur öðlast sambærilegar reynslur, kraft til lækninga og svo mætti lengi telja.

Andleg upplifun

Ég upplifði í skamma stund eðli holdsins og hinn andlega mann innan frá. Ég skynjaði að ég var í andanum í bókstaflegri merkingu. Ég skynjaði að þetta væri sá staður sem allt getur gerst og að þarna er hægt að dvelja með Guði og meðtaka opinberanir. Þarna sá ég líka hver staða holdsins á að vera gagnvart andanum. Andinn á að ríkja og holdið á að vera þjónn andans. Miðað við allt það sem Guð er, skynjaði ég hversu sorgleg staðreynd það er að stjórnast af holdinu og meðtaka aðeins af þessum náttúrulega heimi, þegar svo mikið meira stendur okkur til boða.

Jesús hefur með lífi sínu opnað aftur leiðina inn í hið allra helgasta með krossdauða sínum og úthellingu síns Heilaga Anda. En það er okkar að taka við því og lifa í því. Það gerist ekki af sjálfum sér og þurfum við að taka krossinn daglega og berjast trúarinnar góðu baráttu. Það er því miður sorgleg staðreynd að það er ekki erfitt að vera holdlegur kristinn einstaklingur og láta hyggju holdsins stjórna.

Róm 8:13

Því að ef þér lifið að hætti holdsins, munuð þér deyja, en ef þér deyðið með andanum gjörðir líkamans, munuð þér lifa.

Kennslumyndband um Anda, sál og líkama

Mig langar að deila með ykkur litlum kafla á ensku úr bók sem heitir “Come Away My Beloved, eftir Francis J. Roberts”. Í honum er einmitt fjallað um þetta holdlega ástand sem ég hef verið að lýsa.

O Wicked and perverse generation: have I been so long in your midst and yet ye have perceived Me not? Have I not ministered unto thee in a myriad of ways, and ye have been blind? Yea, and when I speak unto thee, ye do not hear.
O My children, ye go your way as though ye belonged to another; yea, ye believe not as sons and daughters but as strangers, Ye hold meetings in My Name and give honor to men but not to Me. Ye boast that ye serve Me, but in truth ye serve your own ego; for that which ye do is calculated to enhance thine own position and advance thine own prestige, and ye give it all a sanctimonious cloak.
“See,” ye say, “We shall pray,” while prayer is farthest from thy heart. And who shall hear thee? Only thine own ears. Prayer is for those whose hearts cry unto Me in sincerity, and who seek me earnestly; not for those with only a pretended piety, and who, with selfish and unworthy motives and hearts made fat with self-adulation, are only playing with Me as a child would manipulate a puppet on a string!
Get you to the prayer closet! This is the reason I have taught thee to pray IN SECRET: because there ye are beset by fewer false motives and less temptation. He who does not habitually commune with Me alone is almost sure to find true prayer impossible in public.
Ye would make Christianity pleasant and acceptable: your Saviour did not find it so. You would make comfortable and accommodation to your own schedule: He knew nothing of such false religion.
Lonely nights, He wrestled in prayer, nor spared the flesh discomfort. Yea, and the more ye pamper the flesh as to bodily comfort, the more it shall demand of thee, until ye become its servant, and thy physical needs shall be a tyrant unto thee in thy house.
Be not deceived. I gave thee no such commandment. Hear Me as I repeat to you what I gave to your fathers: “Deny thy SELF and TAKE UP THY CROSS and FOLLOW ME.” Yea, follow ME – not some worldly form of a backslidden church.
Think not that it becometh blest because it bears the name church. My Church is a living body, not a dead form. My people may be recognized by their humility and sufferings; not by their social acceptability and their self-advertized success; not by extravagant physical appointments of their structures; but by the grace of God at work in their hearts. Sacrifice is My symbol, and man has not been eager to decorate the type of spiritual leadership I had in servants like Paul and Jeremiah.
Do yea desire to follow Me truly? Look for the blood-stained prints of My feet. Go, as it were, to the cold, unyielding rock in the garden of Gethsemane, where self is put aside, and the cup of suffering is accepted. Die to thine own treacherous and deceitful heart. Rise with determination to go on unflinchingly, not hoping to spare thyself. Save thy life, and ye shall surely lose it. Offer it up to Me, thus very day, in a renewal of consecration unto sacrificial living, and I will accept thee and thou shalt know joy as new wine.

Náð Guðs veri með yður.

“Genuine spiritual knowledge lies not in wonderful and mysterious thoughts but in actual spiritual experience through union of the believer’s life with truth.”
― Watchman Nee

Bob Jones – Yfirnáttúrulegir atburðir

Bob Jones – Yfirnáttúrulegir atburðir

Árið 1975 sagði Drottinn við Bob Jones, „Undirbúðu fólkið, því ég ætla að færa inn einn milljarð inn í mitt ríki í einni stórri uppskeru og flest þeirra verða ungmenni.“ Árið 1983, þrjátíu og einu ári fyrir dauða hans, sýndi Drottinn honum legsteininn hans. Frá dauða hans (13.febrúar 2014) myndi falleg rós Sharons spretta fram, táknrænt upp á líkama Krists sameinaðan í fyrsta boðorðinu. (Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.) Árið 2014 talaði Drottinn við Bob og Bonnie Jones um að bæn, lofgjörð og spádómsgjöf myndi eiga þátt í að uppfylla þessa miklu sýn Bob´s um einn milljarð.Ég hef fylgst með Bob Jones í mörg ár og trúi að hann hafi verið spámaður Guðs. Líf hans einkenndist af hinu yfirnáttúrulega og þekki ég ótal frásögur af því hvernig hann vissi fyrirfram hvað menn höfðu dreymt, hvað þeir höfðu séð í sýn eða upplifun með Drottni og var hann oft fyrri til að nefna hvað viðkomandi hafði séð eða dreymt. Ég hef heyrt frásögur frá mönnum sem áttu Bob sem persónulegan vin að líf hans var einstakt á jörðinni og ganga hans með Guði með slíkum hætti að hann var að mörgum talinn faðir spámannlegu hreyfingarinnar eins og hún hefur verið kölluð.Ein sérstök upplifun sem hefur alltaf fylgt mér var þegar að Bob var tekinn upp til himna þar sem Guð sýndi honum bæði himnaríki og helvíti eftir að hafa dáið árið 1975. Bob var á þessum tíma að deila spádómi sem Guð hafði gefið honum um fóstureyðingar, samkynhneigð, eiturlyf og fleira. Það kom til hans djöfull og hótaði að drepa hann ef hann myndi ekki hætta. Bob tók þessari hótun ekki of alvarlega en djöfullinn stóð við stóru orðin og Bob Jones lést. Hann fjallar um þessa reynslu í þessu 15 mínútna myndbandi og um það hvernig Guð sendi hann til baka.

Ég vil heiðra líf Bob Jones og læra af honum. Ég gæti sagt ykkur margar fleiri sögur sem ég þekki en ein kemur sérstaklega upp í hugann sem mig langar að deila með ykkur. Nokkrir leiðtogar höfðu ákveðið að hittast til þess að ræða þá hluti sem Drottinn væri að tala til þeirra og var Bob Jones þar með í för. Þegar í húsið var komið sem var á landareign Morningstar þar sem Rick Joyner er leiðtogi og hefja átti fundinn sagði Bob allt í einu, „við getum ekki byrjað, það eru tveir menn ókomnir“, allir þeir sem voru saman komnir litu hver á annan og sögðu svo, “það eru allir hérna, það er ekki von á neinum öðrum.“ Bob hélt því til streytu að ekki væri hægt að byrja fyrr en þessir tveir menn væru komnir. Tíminn leið og menn voru orðnir óþreyjufullir og vildu fara að byrja, en um hádeigið heyrist barið á hurðina og þar stóðu tveir menn. Allir urðu mjög undrandi og fóru að spyrjast fyrir um hverjir þessir menn væru. Lýstu þeir því hvernig Drottinn hefði sent þá upp Bandaríkin og að þeir væru á heimleið og hafi fundið það hjá sér að koma við og athuga hvort einhverjir væru hérna. Þeim var boðið inn og hófst fundurinn. Þegar það kom að Paul Keith og hann hóf að segja frá því hvernig lækningavakningin hafi endað á sérstakan hátt árið 1956 þegar að William Branham spáði í Chicago, “Ameríka hefur hafnað sínu tækifæri.“ Þá greip annar mannanna fram í og vitnaði um hvernig hann hefði verið á þessari tilteknu samkomu og að eftir þessi orð hefði verið eins og slökkt á vakningunni.

Hverjar eru líkurnar á því að Bob Jones segi að ekki sé hægt að hefja ákveðinn fund, fyrr en tveir óboðnir, óþekktir einstaklingar séu komnir sem engin átti von á og að annar þeirra hafi verið á þeirri samkomu sem markaði enda vakningarinnar sem Paul Keith Davis hafði ásett sér að fjalla um. Þarna var Drottinn að leggja áherslu á eitthvað sérstakt sem skipti máli og ætti þessi vitnisburður einnig að gefa lesanda innsýn inn í þá smurningu og kraft sem Bob Jones bar.

Hér fyrir neðan er trúarstyrkjandi þáttur með Paul Keith og Rick Joyner þar sem þeir fjalla um líf Bob Jones og sérstaklega þá yfirnáttúrulegu hluti sem fylgdu dauða hans á spítala einum þann 13.febrúar 2014. Það áttu sér stað mjög svo sérstakir hlutir við dauða hans og trúi ég að þarna hafi Drottinn verið að skilja eftir tákn um að eitthvað merkilegt sé að hefjast, sbr. sýnin um legsteininn og rósina sem ég nefndi efst í greininni.

Ef þið gáfuð ykkur tíma til þess að hlusta á myndbandið hér fyrir ofan þá heyrðuð þið fjallað um yfirnáttúruleg atriði sem áttu sér stað á spítalanum þar sem Bob Jones dó. Það er stórmerkilegt að Bob sem ekki gat velt sér í rúminu gat birst umsjónarmanni spítalans sömu nótt og hann lést, á fótum og gefið honum nákvæm skilaboð til fjölda manna, sem voru skrifuð að hluta á tungumálum sem umræddur starfsmaður kunni ekki og síðar hefur komið í ljós að höfðu að geyma skilaboð til fólks sem jafnvel vörðuðu líf og dauða. Vitnisburður um hversu öflug þessi reynsla var, er að sjálfsögðu líf þessa starfsmanns sem vildi engin afskipti af hinu spámannlega en er í dag eftir þessa reynslu gjörbreyttur maður.

Guð skilur þarna eftir yfirnáttúrulegan minnisvarða í formi sérstakra skilaboða í gegnum klukku sem hékk í stofu Bob Jones á spítalanum. Þessi klukka gerði eitthvað sem ekki er mögulegt fyrir klukku að gera í tvígang, þann 6. febrúar og svo aftur 13. febrúar eða sama dag og Bob lést. Nokkrum vikum síðar var farið til yfirmann öryggismála hjá spítalanum. Honum var sýnt myndbandið af klukkunni sem hafði verið tekið upp á síma. Hann varð mjög undrandi og sagði að þetta væri ómögulegt. Hann sagði að allar klukkurnar á spítalanum væru samtengdar fyrir þann tilgang að skrásetja fæðingar, dauða, aðgerðir o.s.frv. vegna þess að tíminn verður að vera nákvæmur. Samt breyttist klukkan í herbergi Bob´s ekki einu sinni, heldur tvisvar.

Hér fyrir neðan getið þið séð myndbandið sem náðist af þessu og áður en klukkan fer að haga sér einkennilega útskýrir Bonnie Jones, ekkja Bob´s, hugsanlega merkingu þessa tákns. Persónulega er ég sammála Bonnie um að þetta marki upphaf og að eitthvað sé í raun hafið og að hefjast.

Mattheus 16 2:2-3

Hann svaraði þeim: Að kvöldi segið þér: Það verður góðviðri, því að roði er á lofti. -3- Og að morgni: Illviðri í dag, himinninn er rauður og þungbúinn. Útlit loftsins kunnið þér að ráða, en ekki tákn tímanna.

Tákn frá Guði: 4 Blóðtungl (Tetrads)

Tákn frá Guði: 4 Blóðtungl (Tetrads)

Til að skilja hversu merkileg þessi fjögur blóðtungl eru, eða (Tetrads) eins og NASA kallar þau, þurfum við að fara vel í gegnum nokkur grundvallaratriði.

Eins og ég hef minnst á áður hafa þessi fjögur blóðtung eða tunglmyrkvar átt sér stað nokkrum sinnum áður. Það eru auðvitað reglulega tunglmyrkvar og sólmyrkvar. Það sem gerir þá atburði merkilega sem ég er að fjalla um núna, er sú staðreynd að þeir eru að lenda á tveimur stærstu hátíðum Drottins, tvö ár í röð, og það fylgja þeim stórviðburðir í sögulegu samhengi.

Hátíðir Drottins fara ekki eftir okkar dagatali, heldur gyðinglega dagatalinu. Við skulum aðeins skoða það til þess að átta okkur á heildarmyndinni.

Árið hefst á mánuðinum Nissan og er hann upphaf vorhátíða Drottins. Gyðinglega nýja árið hefst hinsvegar í mánuðinum Tishri sem er upphaf hausthátíða Drottins. Páskarnir eru aðalhátíð vorsins og Laufskálahátíðin er aðalhátíð haustsins. Þetta eru uppskeruhátíðir og við skulum athuga að þetta eru ekki hátíðir Ísraels, heldur hátíðir Drottins, þrátt fyrir að Ísrael haldi þær enn þann dag í dag.

Skipta þessar hátíðir einhverju máli í dag?

Við sjáum berlega í Orðinu hvernig Jesús uppfyllti hverja vorhátíðina á fætur annarri þegar að Hann kom fyrir 2000 árum og gekk hér um jörðina. Það er gaman að hugsa um hvernig Ísraelsmenn voru búnir að halda páskahátíðina á hverju ári með því að slátra páskalambinu. Hvernig enginn hafði hugmynd um að einmitt árið 33 myndi Guð sjálfur ganga inn í Jerúsalem til þess að uppfylla það sem búið var að æfa svo árum skipti. Hvernig Jesús uppfyllti Hvítasunnuhátíðina þegar Andinn féll á lærisveinana í loftstofunni, en Ísraelsmenn voru einnig búnir að æfa þá hátíð ár eftir ár. Allt voru þetta skuggamyndir af því sem Drottinn ætlaði sjálfur að uppfylla einn daginn.

Það að Guð skyldi koma í holdi og ganga með manninum og að lokum gefa sitt eigið líf fyrir syndir alls heimsins er auðvitað einn stærsti viðburður sem átt hefur sér stað í sögu þessa heims. Við vitum að Guð setti tákn á himininn þegar að Jesús fæddist. Vitringarnir þrír sáu þau og komu og færðu nýfæddum frelsara heimsins gjafir. Það vita kannski ekki allir að Guð setti líka tákn á himininn þegar að Jesús var krossfestur. Það voru tveir tunglmyrkvar árið 32 á Páskum og Laufskálahátíðinni, sólmyrkvi þegar Jesús var krossfestur og aftur tveir tunglmyrkvar að hluta árið eftir á Páskum og Laufskálahátíðinni. Ég vil taka fram að það er hægt að reikna bæði aftur og fram í tímann nákvæmlega hvenær tunglmyrkvar og sólmyrkvar áttu og eiga sér stað.

Þetta er hægt að skoða á vef NASA hér:

1 Mós 1:14

Guð sagði: Verði ljós á festingu himinsins, að þau greini dag frá nóttu og séu til tákns og til að marka tíðir (hátíðir), daga og ár.

Orðið tíðir hér að ofan er þýtt seasons í mörgum enskum þýðingum. Ég hafði alltaf hugsað þetta sem sumar, vetur, vor og haust. Í þriðju Mósebók er þetta sama orð Moed eins og það er á Hebresku, þýtt sem hátíðir í íslensku Biblíunni.

Moed þýðir samkvæmt Strongs: Divine appointment, appointed feast, appointed festival, appointed time, appointed meeting place. (Íslensk þýðing: Guðlegt hátíðarstefnumót).

Guð hefur sett tákn á himininn til þess að benda okkur á tímasetningar þar sem að hann ætlar að hitta okkur. Það var svo sannarlega raunin við krossfestingu Jesú Krists sem átti sér stað á einni helstu hátíð Drottins. Þá ákvað Guð að koma og dvelja á meðal mannanna. Hann átti stefnumót við mannfólkið.

Hafa slík tákn átt sér stað eftir þetta?

Átta sinnum frá tímum Jesú á jörðinni hefur það gerst að tveir tunglmyrkvar hafa hitt beint á Páska og Laufskálahátíðina, tvö ár í röð, eða fjögur blóðtungl samanlagt. Sagan getur því miður ekki sagt okkur nákvæmlega hvað átti sér stað í öll þau skipti sem þessir atburðir höfðu bein áhrif á Ísrael, þótt sumir hafi hent fram ýmsum möguleikum. Við getum þó skoðað síðustu þrjú skipti og séð hversu gríðarleg áhrif þau höfðu á Ísraelsmenn.

Byrjum á því að skoða árið 1493 og 1494. Þá átti svona atburður sér stað en árið á undan höfðu tugþúsundir Gyðingar verið reknir frá Spáni vegna tilkomu Spænska rannsóknarréttarins. Á sama tíma er Kristófer Kólumbus sem af mörgum er talinn hafa verið leynilegur Gyðingur að finna Ameríku sem varð griðarstaður fyrir marga af þessum Gyðingum.

Þessi fjögur blóðtungl létu ekki sjá sig aftur fyrr en 456 árum síðar eða árið 1949, árið eftir að Ísrael fær aftur heimaland sitt eftir tæp 2000 ár. Ég vil meina að þessir tilteknu tunglmyrkvar hafi ákvarðast við Jerúsalem, en það var einmitt í Janúar 1949 að Ísrael endurheimtir hluta Jerúsalem. Við getum öll verið sammála um að á þessum tíma er mjög stór sögulegur viðburður að eiga sér stað í heiminum og það eru tákn á himni. Nánar tiltekið atburður sem snertir Ísraelsmenn beint.

Það er merkilegt að skoða í sögulegu samhengi hluti sem eru að eiga sér stað í kirkjunni á sama tíma. Árið 1948 hefst nefnilega lækningavakningin mikla í Bandaríkjunum sem varir til 1956.

Það líða ekki nema 19 ár þar til að samskonar atburður gerist aftur. Við erum enn að tala um fjögur blóðtungl sem lenda beint á tveimur stærstu hátíðum Drottins, tvö ár í röð. Þetta er árið 1967 og 1968, þegar að Ísrael endurheimtir alla Jerúsalem eftir sex daga stríðið. Á þessum sama tíma er náðargjafavakningin að hefjast í kirkjunni og hippatímabilið í heiminum.

Fyrir mitt leyti er það farið að verða frekar ljóst að hér er ekki um tilviljanir að ræða. Það leiðir mig að næstu spurningu.

Hvenær gerist þetta næst?

Þetta er að gerast í þessum töluðu orðum. Það voru tveir tunglmyrkvar árið 2014, síðast 8. október á Laufskálahátíðinni og það verða tveir árið 2015. Það verður einnig sólmyrkvi þann 20.mars 2015, sem vill svo til að er einmitt síðasti dagurinn í gyðinglega dagatalinu eða dagurinn fyrir 1. Nissan sem kallast “Nýtt ár Konunga”.

Af öllum þeim átta skiptum sem að þessi blóðtungl hafa hitt á stórhátíðir Drottins hefur aldrei verið sólmyrkvi á meðal þeirra, nema árið 33, þegar Jesús var krossfestur en þá voru síðari tveir ekki fullir tunglmyrkvar. Árið 2015 verða tveir sólmyrkvar og hittir hinn síðari á 13. september sem einmitt vill svo til að er Lúðrahátíðin eða Feast of trumpets.

Einu sinni á ári á sér stað fyrirbæri sem heitir Perigee. Perigee er orð yfir eitthvað sem kallast ofurtungl en það er þegar að tunglið er næst jörðu og virðist vera 14% stærra en venjulega. Hverjar ætli líkurnar séu á því að einmitt þegar að síðasta blóðtunglið af fjórum á sér stað þann 28. september 2015, á Lauskálahátíðinni að það hitti einmitt á þennan eina dag sem að ofurtungl á sér stað? Ætli þær séu ekki stjarnfræðilega litlar. Þetta er nú samt raunin og þetta ofur blóðtungl mun vera beint yfir Jerúsalem á Laufskálahátíðinni á næsta ári.

Ég fjallaði um hvernig að Drottinn uppfyllti vorhátíðirnar með fyrri komu sinni. Hausthátíðirnar eru enn óuppfylltar og eru tengdar seinni komu Krists. Það er of langt mál að ætla að útskýra í þessari grein þá spámannlegu uppfyllingu Lúðrahátíðarinnar og Laufskálahátíðarinnar sem mun eiga sér stað við seinni komu Drottins. Ég get líka sagt að það er líklega enginn sem veit nákvæmlega hvernig síðari koman mun nákvæmlega eiga sér stað og hvað mun fylgja henni.

Það eru fleiri atburðir tengdir Biblíunni eins og fagnaðarár sem samkvæmt útreikningum fróðra manna mun einnig hitta beint á hausthátíðirnar á næsta ári. Ef að við skoðum síðustu ár þá virðist einnig vera samhengi á milli sjöunda (í árum talið). 11.september árið 2001 voru árásirnar á tvíburaturnana í Bandaríkjunum. Nákvæmlega sjö árum síðar í september varð efnahagshrunið. Í september á næsta ári eru aftur liðin sjö ár og í þetta skipti er líklegt að það verði fagnaðarár sem er fimmtugasta árið.

Lesum aðeins hér fyrir neðan til að skilja betur hvernig Biblían notast við sjöundir og hvað fylgdi fagnaðarári.

3. Mós 25:1-13

Drottinn talaði við Móse á Sínaífjalli og sagði: -2- Tala þú til Ísraelsmanna og seg við þá: Þegar þér komið í land það, sem ég mun gefa yður, þá skal landið halda Drottni hvíld. -3- Sex ár skalt þú sá akur þinn og sex ár skalt nú sniðla víngarð þinn og safna gróðrinum. -4- En sjöunda árið skal vera helgihvíld fyrir landið, hvíldartími Drottni til handa. Akur þinn skalt þú ekki sá og víngarð þinn skalt þú ekki sniðla. -5- Korn það, er vex sjálfsáið eftir uppskeru þína, skalt þú eigi skera, og vínber óskorins vínviðar þíns skalt þú eigi lesa. Það skal vera hvíldarár fyrir landið. -6- Gróður landsins um hvíldartímann skal vera yður til fæðu, þér, þræli þínum og ambátt, kaupamanni þínum og útlendum búanda, er hjá þér dvelja. -7- Og fénaði þínum og villidýrunum, sem í landi þínu eru, skal allur gróður þess vera til fæðu. -8- Þú skalt telja sjö hvíldarár, sjö ár sjö sinnum, svo að tími þeirra sjö hvíldarára verði fjörutíu og níu ár. -9- Og þá skaltu í sjöunda mánuðinum, tíunda dag mánaðarins, láta hvellilúðurinn gjalla. Friðþægingardaginn skuluð þér láta lúðurinn gjalla um gjörvallt land yðar, -10- og helga þannig hið fimmtugasta árið og boða frelsi í landinu fyrir alla íbúa þess. Það skal vera yður fagnaðarár. Þá skuluð þér hverfa aftur hver og einn til óðals síns, og þá skuluð þér hverfa aftur hver og einn til ættar sinnar. -11- Fagnaðarár skal fimmtugasta árið vera yður. Þér skuluð eigi sá og eigi uppskera það, sem vex sjálfsáið það ár, né heldur skuluð þér þá lesa vínber af óskornum vínviðum. -12- Því að það er fagnaðarár. Það sé yður heilagt. Skuluð þér eta af jörðinni það er á henni sprettur. -13- Á þessu fagnaðarári skuluð þér hverfa aftur hver og einn til óðals síns.

Árið 1994 gerðist einstakur hlutur sem ekki hafði gerst áður svo menn viti en það var einmitt sjö árum fyrir fall tvíburaturnanna. Reikistjarna sem hét Shoemaker Levy rakst á Júpíter og varð fyrsti geimárekstur í sólkerfinu okkar sem menn hafa orðið vitni af. Þetta var engin smá viðburður og var mikið fjallað um þetta í heimspressunni. Shoemaker Levi brotnaði í marga hluta og voru skráðir 21 mismundandi árekstrar við Júpíter. Stærsti áreksturinn jafngildi að krafti 600 sinnum öllu kjarnorkuvopnabúri jarðarinnar lagt til samans. Fyrsti áreskturinn átti sér stað klukkan 20:13, 16. júlí 1994 sem var 9. Av á gyðinglega dagatalinu.

Maður veltir fyrir sér hvort að þarna hafi Guð verið með tákn á himni. Hvort þessi 21 árekstur hafi táknað 21 ár en það er enmitt 21 ár liðið á næsta ári eða árið 2015. Það eru mörg tákn sem benda á árið 2015, á því leikur engin vafi.

Ég veit að ég er aðeins komin út fyrir efnið en það er svo auðvelt að fara dýpra þegar að maður er að skoða þessa hluti. 9. Av er engin venjulegur dagur á gyðinglega dagatalinu sjáið þið til. Bæði musteri Ísraelsmanna voru eyðilögð á 9. Av upp á dag.

Eru þetta allt tilviljanir? 

Er Jesús að koma aftur?

Jóel 2:31-32

Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður en hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins kemur. -32- Og hver sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast. Því að á Síonfjalli og í Jerúsalem mun frelsun verða, eins og Drottinn hefir sagt, meðal flóttamannanna, sem Drottinn kallar.

Opinberunarbókin 6:12

Og ég sá, er lambið lauk upp sjötta innsiglinu. Og mikill landskjálfti varð, og sólin varð svört sem hærusekkur, og allt tunglið varð sem blóð.

Ég trúi því að eitthvað stórt sé í uppsiglingu sem muni hafa mikil áhrif á framtíð okkar. Mínar hugleiðingar eru á þá leið að líkur séu á stærra stríði í Ísrael en við höfum séð undanfarin ár. Það kæmi mér heldur ekki á óvart ef að annað og stærra efnahagshrun ætti sér stað. Ég vona þó svo sannarlega að það verði mikil vakning eins og var árið 1948 og 1967, jafnvel lokavakning áður en Jesús kemur aftur.

Allir ættu að hafa góðar gætur á samfélagi sínu við Drottinn á þessum dögum og vera viss í sínu hjarta að það sé raunverulegt persónulegt samband í gangi. Allt getur gerst, sérstaklega miðað við það sem sagan sýnir okkur í tengslum við þessi fjögur blóðtungl á stórhátíðum Drottins og svo hvernig öll táknin benda til þess að árið 2015 sé alveg í sérstakt í þeim samanburði.

Þessi Grein er frá árinu 2014 en það er áhugavert að sjá þær gífurlegu breytingar sem eru búnar að eiga sér stað í heiminum á þessum tæpu 10 árum frá því að þessi blóðtung komu fram árið 2015.

Tvö hús Ísraels

Tvö hús Ísraels

Mikilvægur lykill til að skilja spádómana um Ísrael, er sú staðreynd að eftir tíma Salómons konungs, þá skiptist þjóðin í tvö konungsríki. Norðurríkið sem í Ritningunni er kallað Hús Ísraels (innihélt tíu ættkvíslir plús hluta af Levítunum) og Suðurríkið eða Hús Júda (innihélt ættkvíslirnar Júda og Benjamín plús meirihlutann af Levítunum). Frá þessu er sagt í Fyrri Konungabók 12. kafla.

Þessi skipting hélt áfram og í Jeremía 33:24 (King James þýðingin) er talað um tvær fjölskyldur (í ísl. þýðingunni frá 1981 er talað um tvær ættkvíslir sem er alveg út í hött, en í nýju ísl. þýðingunni er talað um tvo ættbálka, sem er skárra þó það sé alls ekki rétt).

Jer 33:24  Hefir þú ekki tekið eftir, hvað þessi lýður talar, er hann segir: “Báðum ættkvíslunum, sem Drottinn útvaldi, hefir hann hafnað!” og að þeir segja fyrirlitlega um lýð minn, að hann sé ekki þjóð framar í þeirra augum?

Þessum tveim fjölskyldum er líkt við “tvær ótrúar eiginkonur” í Jeremía 3:6-9:

Jer 3:6  Drottinn sagði við mig á dögum Jósía konungs: Hefir þú séð, hvað hin fráhverfa Ísrael hefir aðhafst? Hún fór upp á hverja háa hæð og inn undir hvert grænt tré og hóraðist þar.   Ég hugsaði raunar: Eftir að hún hefir aðhafst allt þetta, mun hún snúa aftur til mín. En hún sneri ekki aftur. Það sá hin ótrúa systir hennar, Júda,  og þótt hún sæi, að einmitt vegna þess, að hin fráhverfa Ísrael hafði drýgt hór, hafði ég rekið hana burt og gefið henni skilnaðarskrá,  þá óttaðist ekki hin ótrúa systir hennar, Júda, heldur fór og drýgði líka hór, og með hinu léttúðarfulla lauslæti sínu vanhelgaði hún landið og drýgði hór með steini og trédrumbi.

Einnig er þeim líkt við tvær systur í Esekíel 23. kafla og tvær þjóðir í Esekíel  37:22  Og ég vil gjöra þá að einni þjóð í landinu, á Ísraels fjöllum, og einn konungur skal vera konungur yfir þeim öllum, og þeir skulu eigi framar vera tvær þjóðir og eigi framar vera skiptir í tvö konungsríki.

Þær voru synirnir tveir í dæmisögum Jesú, sem gaf til kynna að ættkvíslirnar voru enn aðskildar á hans dögum (Matteus 21:28-32, Lúkas 15:11-32).

Hús Ísraels, eða Norðurríkið sem oft er kallað “Efraím” eftir leiðandi ættkvíslinni fór út í skurðgoðadýrkun og var sigrað af Assýríumönnum á 8. öld f. Kr. (722) og dreift austur fyrir fljótið Efrat. Við getum lesið um það í 2. Konungabók 17:3 og 17:5-6

2Ki 17:3  Salmaneser Assýríukonungur fór herför í móti honum, og varð Hósea lýðskyldur honum og galt honum skatt.
2Ki 17:5  Og Assýríukonungur herjaði landið allt og fór til Samaríu og sat um hana í þrjú ár. 6  En á níunda ríkisári Hósea vann Assýríukonungur Samaríu og herleiddi Ísrael til Assýríu. Fékk hann þeim bústað í Hala og við Habór, fljótið í Gósan, og í borgum Meda.

Hús Júda, eða Suðurríkið hélt meira en hundrað og þrjátíu árum lengur út og þeir voru að lokum sigraðir af öðru heimsveldi, heimsveldi Babýloníumanna. Nebúkadnesar Babýloníukonungur herleiðir Gyðinga til Babýlon árið 586. Gyðingar eru í útlegð í Babýlon í 70 ár, allt þar til Persar hertaka Babýlon og Kýrus mikli persakonungur veitir Gyðingum heimfaraleyfi árið 538 f. Kr. Talið er að um 40.000 manns hafi flust frá Babýlon aftur til Jerúsalem og Júdeu og frá því er sagt í Ezra og Nehemía.

En áætlun Guðs snýst um það að sameina aftur allan ísraelslýð. Við sjáum til dæmis í Ezekíel 37:15-28:

Eze 37:15  Orð Drottins kom til mín, svohljóðandi: “Þú mannsson, tak þér staf og rita á hann:

Eze 37:16  ,Júda og Ísraelsmenn, sem eru í bandalagi við hann.’ Tak því næst annan staf og rita á hann: ,Jósef, stafur Efraíms, og allir Ísraelsmenn, sem eru í bandalagi við hann.’

Eze 37:17  Teng þá síðan hvorn við annan í einn staf, svo að þeir verði að einum í hendi þinni.

Eze 37:18  Og er samlandar þínir tala til þín og segja: ,Vilt þú ekki segja oss, hvað þetta á að þýða?’

Eze 37:19  þá seg þeim: Svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég tek staf Jósefs, sem er í hendi Efraíms og þeirra ættkvísla Ísraels, sem eru í bandalagi við hann, og gjöri þá að staf Júda, svo að þeir verði einn stafur í hendi Júda.

Eze 37:20  Og stafirnir, sem þú skrifar á, skulu vera í hendi þinni fyrir augum þeirra.

Eze 37:21  Og mæl til þeirra: Svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég sæki Ísraelsmenn til þjóðanna, þangað sem þeir fóru, og saman safna þeim úr öllum áttum og leiði þá aftur inn í land þeirra.

Eze 37:22  Og ég vil gjöra þá að einni þjóð í landinu, á Ísraels fjöllum, og einn konungur skal vera konungur yfir þeim öllum, og þeir skulu eigi framar vera tvær þjóðir og eigi framar vera skiptir í tvö konungsríki.

Drottinn segir líka í Jesaja 11:12: Og hann mun reisa merki fyrir þjóðirnar, heimta saman hina brottreknu menn úr Ísrael og safna saman hinum tvístruðu konum úr Júda frá fjórum höfuðáttum heimsins.

Ritningin segir að þeir muni verða sameinaðir þegar þeir hafa einn hirði sem er sonur Davíðs, Messías (Esekíel 37:24) eins og æðsti presturinn spáði um í Jóhannes 11:51-52: “En einn þeirra, Kaífas, sem það ár var æðsti prestur, sagði við þá: “Þér vitið ekkert 50og hugsið ekkert um það, að yður er betra, að einn maður deyi fyrir lýðinn, en að öll þjóðin tortímist.” 51Þetta sagði hann ekki af sjálfum sér, en þar sem hann var æðsti prestur það ár, gat hann spáð því, að Jesús mundi deyja fyrir þjóðina, 52og ekki fyrir þjóðina eina, heldur og til að safna saman í eitt dreifðum börnum Guðs.”

En það bíður eftir því að bæði Ísrael og Júda, snúi sér til Drottins Jesú Krists.

Við sjáum að Ritningin greinir víða frá því að Ísrael og Júda eru aðskildar þjóðir á dögum Jesú og Postulanna, en þar er á nokkrum stöðum talað um:“týnda sauði af Ísraelsætt.” (Matt. 10:6, 15:24).

Í ritum Gyðinga eru frásagnir af því hvernig Hús Ísraels var sigrað af Assýríu og dreift inn í óbyggt land (2. bók Esra 13:40-48). Jesaja 62:2 segir frá því að þeir fái nýtt nafn og að þeir muni fara með fagnaðarerindið til endimarka jarðarinnar: (Jesaja 49:5-6) “5 En nú segir Drottinn, hann sem myndaði mig allt í frá móðurlífi til að vera þjón sinn, til þess að ég sneri Jakob aftur til hans og til þess að Ísrael yrði safnað saman til hans, – og ég er dýrmætur í augum Drottins og Guð minn varð minn styrkur – 6nú segir hann:

“Það er of lítið fyrir þig að vera þjónn minn, til þess að endurreisa ættkvíslir Jakobs og leiða heim aftur þá, er varðveist hafa af Ísrael. Fyrir því gjöri ég þig að ljósi fyrir þjóðirnar, svo að þú sért mitt hjálpræði til endimarka jarðarinnar.”

Esekíel segir frá því að dreifingin á Húsi Ísraels meðal þjóðanna var aðferð Guðs til að hreinsa sitt fólk. “15Og ég mun tvístra þér meðal þjóðanna og dreifa þér út um löndin og gjörsamlega uppræta óhreinleik þinn úr þér, 16og þú skalt vanhelguð verða í augsýn heiðingjanna, og þá skalt þú viðurkenna, að ég er Drottinn.” (Esekíel 22:15)

Þeir mundu fá nýtt hjarta og nýjan anda sbr. Esekíel 36:26-27 og nýjan sáttmála (Jeremía 31:31). Útkoman verður sú að Guð notar þá að lokum til að koma á réttlæti á jörðinni (Jesaja 42:3-7).

Í 5. Mósebók, 32:8-9 segir:

“Þá er hinn hæsti skipti óðulum meðal þjóðanna,

þá er hann greindi í sundur mannanna börn,

þá skipaði hann löndum þjóðflokkanna

eftir tölu Ísraels sona.

9Því að hlutskipti Drottins er lýður hans,

Jakob úthlutuð arfleifð hans. “

Hér segir að í upphafi þá staðsetti Guð þjóðirnar með tilliti til þess að börnum ísraels yrði dreift á meðal þeirra síðar, en Jakob er sonurinn sem heldur í arfleifðina.

Í 1. Mósebók 35:10-11, segir Guð eftirfarandi við ættfaðirinn Jakob:

“Og Guð sagði við hann:

“Nafn þitt er Jakob. Eigi skalt þú héðan af Jakob heita, heldur skal nafn þitt vera Ísrael.”

Og hann nefndi hann Ísrael. 11Og Guð sagði við hann:

“Ég er Almáttugur Guð. Ver þú frjósamur og auk kyn þitt. Þjóð, já fjöldi þjóða skal frá þér koma, og konungar skulu út ganga af lendum þínum. 12Og landið, sem ég gaf Abraham og Ísak, mun ég gefa þér, og niðjum þínum eftir þig mun ég gefa landið.”

Hér er spádómur um Jakob, að frá honum muni annars vegar koma þjóð (Júda) og hins vegar fjöldi þjóða (Ísrael).

Meira en sex öldum eftir að ættkvíslirnar dreifðust meðal þjóðanna á árunum 93-94 e.Kr, skrifar sagnaritarinn Jósefus:  “Ættkvíslirnar tíu, snéru ekki aftur til Palestínu…. Það eru aðeins tvær ættkvíslir í Asíu og Evrópu sem lúta Rómverjum, en ættkvíslirnar tíu eru handan við Efrat allt til þessa dags og eru þær feiknarlegur mannfjöldi. (Saga Gyðinga, bók 11, kafli 5.2).

Þarna sjáum við að ættkvíslirnar 10 eru ekki lengur í Ísrael, og meirihlutinn býr utan yfirráðasvæðis Rómverja. Þótt meirihluti Húss Ísraels hafi verið utan heimalandsins í sex aldir, þegar Jósefus ritar bók sína, þá virðist hann vita hvar þeir búa og þeir séu orðinn gríðarlegur mannfjöldi. Ef ættkvíslirnar 10 voru orðinn gríðarlegur mannfjöldi árið 94 e.Kr., þá getum við með framreikningi gert ráð fyrir að þeir séu hundruð milljóna í dag og dreifðir um allan heiminn.

Í Jóhannesarguðspjalli 7:35, eru Gyðingar að velta því fyrir sér hvert Jesús ætli að fara:

“35Þá sögðu Gyðingar sín á milli: “Hvert skyldi hann ætla að fara, svo að vér finnum hann ekki? Hann ætlar þó ekki að fara til Gyðinga, sem dreifðir eru meðal Grikkja og kenna Grikkjum?”

Þarna eru Gyðingar að velta því fyrir sér, hvort Jesús ætli að fara að kenna Gyðingum (hér á að standa – þeim sem dreifðir eru meðal Grikkja) í dreifingunni, eða kenna Grikkjum.

Pétur postuli segir í 1. Pétursbréfi 1:1-2:

Pétur postuli Jesú Krists heilsar hinum útvöldu, sem eru dreifðir sem útlendingar í Pontus, Galatíu, Kappadókíu, Asíu og Biþýníu, 2en útvaldir samkvæmt fyrirvitund Guðs föður og helgaðir af anda hans til að hlýðnast Jesú Kristi og verða hreinsaðir með blóði hans.

Pétur stílar bréf sitt ekki til heiðingjanna, hann stílar það greinilega til þeirra hebrea sem eru í dreifingunni (diaspora) sem á þessum dögum kölluðust Hellenistar, því þeir töluðu grísku.

Í Matteusarguðspjalli 10:5-6, er Jesús að segja postulunum hvert þeir eigi að fara með fagnaðarerindið:
5Þessa tólf sendi Jesús út og mælti svo fyrir: “Haldið ekki til heiðinna manna og farið ekki í samverska borg. 6Farið heldur til týndra sauða af Ísraelsætt (á að vera: húsi Ísraels).

Jesús endurtekur þetta aftur í Matteusarguðspjalli kafla 15:21-28, þegar hann er að ræða við kanversku konuna í Fönikíu:

Kanversk kona

21Þaðan hélt Jesús til byggða Týrusar og Sídonar. 22Þá kom kona nokkur kanversk úr þeim héruðum og kallaði: “Miskunna þú mér, herra, sonur Davíðs! Dóttir mín er mjög kvalin af illum anda.”
23En hann svaraði henni engu orði. Lærisveinar hans komu þá og báðu hann: “Láttu hana fara, hún eltir oss með hrópum.”
24Hann mælti: “Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt.”
25Konan kom, laut honum og sagði: “Herra, hjálpa þú mér!”
26Hann svaraði: “Ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana.”
27Hún sagði: “Satt er það, herra, þó eta hundarnir mola þá, sem falla af borðum húsbænda þeirra.” 28Þá mælti Jesús við hana: “Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt.” Og dóttir hennar varð heil frá þeirri stundu.

Hvert fóru svo postularnir til að predika fagnaðarerindið?

Þótt arfsagnir rómversku kirkjunnar frá postulatímanum, séu ef til vill ekki mjög áreiðanlegar, þá er það engu að síður athyglisvert að skoða hvert postularnir eru sagðir hafa farið.

Arfsagnir kirkjunnar segja frá því að Pétur hafi aðallega predikað í Litlu-Asíu og Róm. Andrés sé grafinn í Úkraínu. Tómas hafi farið til Assýríu og frá Assýríu til Indlands og dáið þar. Jóhannes hafi aðallega starfað í Galatíu. Símon vandlætari hafi farið til Norður-Afríku. Jakob bróðir Jóhannesar hafi farið til Spánar.

Þetta gefur okkur dálitla hugmynd um það hvar postularnir voru að predika. Postularnir fóru og predikuðu fagnaðarerindið fyrir Hellenistunum, eins og Jesús hafði sagt þeim að gera.

Sál, sem síðar varð postulinn Páll, kom aðeins síðar til sögunnar en hinir postularnir, en hvað segir Ananías um köllun Páls í Postulasögunni 9:15?

15Drottinn sagði við hann: “Far þú, því að þennan mann hef ég valið mér að verkfæri til þess að bera nafn mitt fram fyrir heiðingja, konunga og börn Ísraels, 16og ég mun sýna honum, hversu mikið hann verður að þola vegna nafns míns.”

Hér segir Drottinn við Ananías, að Páll verði sendur til þjóðanna (ethnos), en einnig til afkomenda Jakobs (synir Ísraels).

Í Jeremía 23:7-8, segir frá því að fyrsta boðorðið verði uppfært.

7Sjá, fyrir því munu þeir dagar koma – segir Drottinn – að menn munu eigi framar segja: “Svo sannarlega sem Drottinn lifir, sá er leiddi Ísraelsmenn út af Egyptalandi!” 8heldur: “Svo sannarlega sem Drottinn lifir, sá er leiddi og flutti heim niðja Ísraels húss úr landinu norður frá og úr öllum þeim löndum, þangað sem ég hafði rekið þá, svo að þeir mættu búa í landi sínu!”

Í Jeremía 31:1-11 segir:

1Á þeim tíma mun ég – segir Drottinn – vera Guð fyrir allar ættkvíslir Ísraels, og þeir munu vera mín þjóð.
2Svo segir Drottinn: Sá lýður, er undan sverðinu komst, fann náð í óbyggðum, er Ísrael leitaði hvíldar.

3Úr fjarlægð birtist Drottinn mér: “Með ævarandi elsku hefi ég elskað þig. Fyrir því hefi ég látið náð mína haldast við þig.”
4Enn vil ég endurreisa þig, svo að þú verðir endurreist, mærin Ísrael. Enn munt þú skreyta þig með bjöllum og ganga út í dansi fagnandi manna.
5Þú munt enn planta víngarða á Samaríufjöllum. Þeir, sem hafa gróðursett þá, munu og hafa nytjar þeirra.
6Já, sá dagur mun koma, að varðmennirnir kalla á Efraím-fjöllum: Standið upp, förum upp til Síon, til Drottins, Guðs vors!

Aftur til fyrirheitna landsins

7Svo segir Drottinn:
Fagnið yfir Jakob með gleði og kætist yfir öndvegisþjóð þjóðanna. Kunngjörið, vegsamið og segið: Frelsa, Drottinn, þjóð þína, leifarnar af Ísrael!

8Sjá, ég flyt þá úr landinu norður frá og safna þeim saman frá útkjálkum jarðar, á meðal þeirra eru bæði blindir og lamir, bæði þungaðar og jóðsjúkar konur, í stórum hóp hverfa þeir hingað aftur.

9Þeir munu koma grátandi, og ég mun fylgja þeim huggandi, leiða þá að vatnslækjum, um sléttan veg, þar sem þeir geta eigi hrasað, því að ég er orðinn Ísrael faðir, og Efraím er frumgetinn sonur minn.

Þetta er skírt fyrirheit um að Drottinn mun flytja ættkvíslirnar aftur til Ísraels. Í 1. Mósebók þá gaf Guð Abraham allt landið frá ánni Níl að Efrat fljóti.

Í 10. kafla Sakaría segir svo:

6Ég gjöri Júda hús sterkt, og Jósefs húsi veiti ég hjálp. Ég leiði þá aftur heim, því að ég aumkast yfir þá, og þeir skulu vera eins og ég hefði aldrei útskúfað þeim. Því að ég er Drottinn, Guð þeirra, og ég vil bænheyra þá.

7Þá munu Efraímsmenn verða eins og hetjur og hjarta þeirra gleðjast eins og af víni. Börn þeirra munu sjá það og gleðjast, hjarta þeirra skal fagna yfir Drottni.

8Ég vil blístra á þá og safna þeim saman, því að ég hefi leyst þá, og þeir skulu verða eins fjölmennir og þeir forðum voru. 9Ég sáði þeim út meðal þjóðanna, en í fjarlægum löndum munu þeir minnast mín og uppala þar börn sín og snúa síðan heim. 10Ég mun leiða þá heim aftur frá Egyptalandi og safna þeim saman frá Assýríu. Ég leiði þá inn í Gíleaðland og inn á Líbanon, og skorta mun landrými fyrir þá.

Við sjáum hér, að ættkvíslirnar tíu eru svo fjölmennar að þegar þær snúa heim aftur, þá skortir landrými handa þeim, þannig að þeir setjast einnig að í Gíleaðlandi (fjallendið austan árinnar Jórdan, sem nú er í Jórdaníu) og Líbanon.

Þegar Jesús fer að tala um endi aldanna, eða þúsundáraríkið talar hann um 12 ættkvíslir Ísraels, eins og allar ættkvíslirnar séu fundnar:

Matteus 19:28: “28Jesús sagði við þá: “Sannlega segi ég yður: Þegar allt er orðið endurfætt og Mannssonurinn situr í dýrðarhásæti sínu, munuð þér, sem fylgið mér, einnig sitja í tólf hásætum og dæma tólf ættkvíslir Ísraels.”

Í Opinberunarbókinni kafla 7:4-8 er gerð grein fyrir öllum ættkvíslum Ísraels nema Dan, þegar þjónar Guðs eru merktir innsigli.

Ef Jesús er sérstaklega að leita að hinu týndu sauðum af Húsi Ísraels, þá er líklegt að meirihluti brúðarinnar komi frá þeim ættkvíslum. Sumir ganga jafnvel svo langt að fullyrða að brúður Jesú Krists komi aðeins frá hinum 12 ættkvíslum Ísraels.

Þetta er stórkostlegasta ástarsaga sem nokkru sinni hefur verið sögð, jafnvel þótt hjónabandið hafi verið stormasamt í meira lagi og endað með hjónaskilnaði.

Í Jeremía 3:8, segist Guð hafa skilið við Hús Ísraels.

Það sá hin ótrúa systir hennar, Júda, 8og þótt hún sæi, að einmitt vegna þess, að hin fráhverfa Ísrael hafði drýgt hór, hafði ég rekið hana burt og gefið henni skilnaðarskrá, þá óttaðist ekki hin ótrúa systir hennar, Júda, heldur fór og drýgði líka hór,

En það segir svo í Rómverjabréfinu 7:2-3.

“Gift kona er að lögum bundin manni sínum, meðan hann lifir. En deyi maðurinn, er hún leyst undan lögmálinu, sem bindur hana við manninn. 3Því mun hún hórkona teljast, ef hún, að manninum lifandi, verður annars manns. En deyi maðurinn er hún laus undan lögmálinu, svo að hún er ekki hórkona, þótt hún verði annars manns.”

Jesús var eiginmaðurinn sem dó og greiddi fullt verð fyrir endurlausn tilvonandi konu sinnar. Öll áætlun Guðs síðustu 2000 árin snýst um það eitt að leysa út þessa eiginkonu fyrir Soninn.

Hósea 1:10-11 segir svo:

10Tala Ísraelsmanna skal verða sem sandur á sjávarströnd, sem ekki verður mældur og ekki talinn. Og í stað þess, að sagt var við þá: “Þér eruð ekki minn lýður!” skal við þá sagt verða: “Synir hins lifanda Guðs!”
11Júdamenn og Ísraelsmenn skulu safnast saman og velja sér einn yfirmann og hefja ferð sína heim úr landinu, því að mikill mun Jesreeldagur verða.

Jesreeldalur er frjósamasti hluti Ísrael og Megiddo eða Har Megiddo (Harmagedón á grísku) er í miðjum dalnum.

Jesús hefur gert allt sem þarf til að endurleysa tilvonandi eiginkonu sína, og fljótlega mun lokauppskeran hefjast, þegar leifarnar koma inn í guðsríkið.

Opinberunarbókin 21:12

12Hún hafði mikinn og háan múr og tólf hlið og við hliðin stóðu tólf englar og nöfn þeirra tólf kynkvísla Ísraelssona voru rituð á hliðin tólf.

Við vitum að í eilífðinni býr eiginkonan í borginni helgu, Nýju Jerúsalem með eiginmanninum. Það er því líklegt að hinni Nýju Jerúsalem sé skipt niður í 12 svæði, eitt fyrir hverja ættkvísl og hvert svæði hefur sitt hlið með nafni ættkvíslarinnar.

Náð Guðs veri með þér.