Ljós í myrkri
Velkomin á síðuna. Hér er stutt kynningarmyndband fyrir þig sem mun aðeins birtast við fyrstu heimsókn.
Guð blessi þig!
Mér fannst ég knúinn til þess að líta á þá sem sátu á hásætunum sem við fórum fram hjá. Þegar ég gerði það leit ég á mann sem ég vissi að var Páll postuli. Þegar ég leit aftur á Drottinn, gaf hann mér bendingu um að fara og tala við hann.
Ég hef svo hlakkað til þessara stundar, sagði ég hálf vandræðalega en spenntur yfir þessum fundi. Ég veit að þú veist hversu mikið bréfin þín hafa gert í að leiða kirkjuna og þau eru líklega ennþá að koma meiru til leiðar en við allir til samans. Þú ert enn eitt mesta ljósið á jörðinni.
Þakka þér fyrir sagði hann vingjarnlega. En þú veist ekki hversu mikið við höfum hlakkað til þess að hitta þig. Þú ert hermaður í loka bardaganum, þið eruð þeir sem alla hérna langar til þess að hitta. Við sáum aðeins þessa daga eins og í skuggsjá með okkar takmörkuðu spámannlegu sýn, en þú hefur verið útvalinn til þess að lifa á þeim. Þú ert hermaður að undirbúa þig fyrir lokabardagann. Þið eruð þeir sem við erum allir að bíða eftir.
Mér leið ennþá vandræðalega enn ég hélt áfram, „En það er engin leið fyrir mig að útskýra þakklætið sem við höfum til þín og allra sem hjálpuðu við að sýna leiðina með lífum sínum og skrifum. Ég veit líka að við munum hafa alla eilífðina til þess að skiptast á þakklæti, þannig að ég bið þig meðan ég er hérna, má ég spyrja, „Hvað myndir þú segja við mína kynslóð sem mun hjálpa okkur í þessum bardaga?“
„Ég get aðeins sagt þér núna það sem ég hef nú þegar sagt þér í gegnum skrif mín. Ég myndi vilja að þú gætir skilið þau betur með því að vita að mig skorti á í öllu því sem ég var kallaður til,“ fullyrti Páll og horfði ákveðinn í augun á mér.
„En þú ert hérna í einu af stórfenglegustu hásætunum. Þú ert ennþá að uppskera meiri ávexti eilífs lífs en nokkur okkar gæti nokkru sinni vonast eftir að uppskera,“ mótmælti ég.
„Fyrir náð Guðs náði ég að klára mitt hlaup en ég gekk samt ekki í öllu því sem ég hafði verið kallaður til. Mig skorti á í æðsta tilgangi sem ég hefði getað gengið í. Allir hafa gert það. Ég veit að sumir halda að það sé guðlast að hugsa um mig sem eitthvað annað en mesta dæmið í kristinni þjónustu en ég var hreinskilinn þegar ég skrifaði nærri enda lífs míns að ég væri mesti syndarinn. Ég var ekki að segja að ég hefði verið mesti syndarinn heldur að ég væri mesti syndarinn þá. Mér hafði verið gefið svo mikið til þess að skilja og ég gekk fram í svo litlu af því.
„Hvernig getur það verið? Ég hélt að þú hefðir bara verið auðmjúkur,“ spurði ég.
„Sönn auðmýkt er að vera sammála sannleikanum. Ekki óttast. Bréfin mín voru sönn og þau voru skrifuð með smurningu Heilags Anda. Hinsvegar var mér gefið svo mikið og ég notaði ekki allt sem mér var gefið. Mig einnig skorti á. Allir hérna hafa skort á nema Einn. En þú verður sérstaklega að sjá þetta hjá mér vegna þess að það eru ennþá margir sem eru að rangsnúa kenningum mínum vegna þess að þeir hafa rangsnúna sýn á mig.“
„Eins og þú sást framþróunina í bréfunum mínum, fór ég frá því að vera ekki minni eða lakari jafnvel hinna mestu postula í það að viðurkenna að ég væri minnstur af postulunum síðan sístur af hinum heilögu og að lokum í það að átta mig á því að ég væri mesti syndarinn. Ég var ekki bara auðmjúkur, ég var að tala beinharðann sannleikann. Mér var treyst fyrir miklu, miklu meira en ég notaði. Það er aðeins einn hérna sem trúði algjörlega, hlýddi algjörlega og raunverulega kláraði allt sem honum var gefið að gera, en þú getur gengið í mun meira en ég gerði.“
Svar mitt var máttfarið, „ég veit að það sem þú ert að segja er satt, en ertu viss um að þetta sé mikilvægasti boðskapurinn sem þú getur gefið okkur fyrir loka bardagann?“
„Ég er viss,“ svaraði hann með algjörri sannfæringu. „Ég er svo þakklátur náð Drottins fyrir að nota bréfin mín eins og Hann hefur gert. En ég er áhyggjufullur yfir því hvernig margir af ykkur eru að nota þau ranglega. Þau eru sannleikur Heilags Anda og þau eru Ritningin. Drottinn gaf mér mikla steina til þess að setja í byggingu Hans eilífu kirkju en þeir eru ekki hornsteinssteinar/grundvallarsteinar. Hornsteinarnir voru lagðir af Jesú einum. Mitt líf og þjónusta er ekki vitnisburður þess sem þið eruð kölluð til þess að vera. Jesús einn er það. Ef að það sem ég hef skrifað er notað sem grundvöllur mun það ekki getað borið þunga þess sem þarf að byggja ofan á. Það sem ég hef skrifað verður að vera lagt ofan á eina grundvöllinn sem mun geta staðist, það sem eruð í þann mund að fara að þola, þau mega ekki vera notuð sem grundvöllur. Þið verðið að sjá mínar kenningar í gegnum kenningar Drottins, ekki reyna að skilja Hann út frá minni yfirsýn. Hans Orð eru grundvöllurinn. Ég hef aðeins byggt ofan á þau með því að skýra nánar Hans Orð. Mesta viskan og kröftugasti sannleikurinn eru Hans Orð, ekki mín.
„Þú þarft líka að vita að ég gekk ekki í öllu því sem mér var mögulegt. Það er mun meira til þess að ganga í fyrir alla trúaða en það sem ég gekk í. Allir sanntrúaðir hafa Heilagan Anda í þeim. Kraftur þess sem skapaði alla hluti býr innra með þeim. Hinir minnstu af hinum heilögu hafa kraftinn til þess að færa fjöll, stöðva heri og reisa upp dauða. Ef að þú átt að ná að gera allt sem að þú hefur verið kallaður til á þínum tíma, má mín þjónusta ekki vera álitinn fullkomin, heldur sem byrjunar staður. Markmið þitt má ekki að vera eins og ég heldur að vera eins og Drottinn. Þú getur verið eins og Hann og þú getur gert allt sem hann gerði og jafnvel meira, vegna þess að Hann geymdi besta vínið þar til síðast.“
Ég vissi að aðeins sannleikur gat verið sagður hérna. Ég vissi að það sem Páll var að segja um að margir hefðu ranglega verið að nota kenningar hans sem grundvöll í stað þess að byggja á grundvelli guðspjallanna en það var samt erfitt fyrir mig að samþykkja að Páll hefði skort upp á í köllun sinni. Ég leit á hásæti Páls og dýrð veru hans. Hún var miklu meiri en mig hefði dreymt um að hinir mestu á himnum gætu haft. Hann var í öllu eins hispurslaus og staðfastur eins og ég hafði áætlað að hann væri. Það sló mig hversu augljóst það var hve mikla umhyggju hann bar enn til allrar kirkjurnar. Ég hafði gert hann að skurðgoði og það var synd sem hann var að reyna að frelsa mig frá. En þrátt fyrir það var hann miklu meira en sá Páll sem ég hafði gert að skurðgoði. Þar sem hann vissi hvað ég var að hugsa setti hann báðar hendurnar á axlir mínar og leit jafnvel enn ákveðnara í augun á mér.
„Ég er bróðir þinn. Ég elska þig eins og allir hérna gera. En þú verður að skilja. Okkar leið er nú lokið. Við getum hvorki bætt við né dregið frá því sem við plöntuðum á jörðinni, en þú getur það. Við erum ekki þín von. Þið eruð núna okkar von. Jafnvel í þessu samtali get ég aðeins staðfest það sem ég hef þegar skrifað en þú átt enn eftir að skrifa mikið. Tilbiddu aðeins Guð og styrkstu í öllu upp til Hans. Gerðu aldrei neinn mann að markmiði þínu, heldur bara Hann. Fljótlega munu margir ganga á jörðinni sem munu gera miklu meiri verk en við gerðum. Hinir fyrstu munu vera síðastir og síðustu fyrstir. Þetta er allt í lagi okkar vegna. Það er gleði hjarta okkar vegna þess að við erum eitt með ykkur. Mín kynslóð var fengin til þess að leggja og byrja að byggja ofan á grundvöllinn og við munum alltaf hafa heiður fyrir það. En hver hæð sem byggð er ofan á grundvöllinn ætti að fara hærra. Við munum ekki vera sú bygging sem okkur var ætlað að vera nema að þið farið hærra.“
Þegar ég hugsaði um þetta, horfði hann vandlega á mig. Síðan hélt hann áfram, „Það eru tveir aðrir hlutir sem við náðum á okkar tíma sem glötuðust mjög hratt af kirkjunni og þeir hafa ekki verið endurheimtir. Þið verðið að endurheimta þá.“
„Hverjir eru þeir?“ spurði ég og fannst eins og hann væri að fara að segja eitthvað meira en bara viðauka við það sem hann hafði þegar sagt.
„Þið verið að endurheimta þjónustuna og boðskapinn,“ sagði hann með mikilli áherslu.
Ég leit á Drottinn og Hann kinkaði kolli í samþykki og bætti við, „Það er rétt að Páll skyldi segja þetta við þig. Fram að þessu hefur hann verið sá trúfastasti með þetta tvennt.“
„Gerðu það að útskýra,“ bað ég Pál.
„Allt í lagi,“ sagði hann. „ Nema á örfáum stöðum í heiminum þar sem eru miklar ofsóknir og erfiðleikar núna, getum við varla greint þjónustuna eða boðskapinn sem verið er að boða í dag. Þannig að kirkjan er aðeins eins og tálsýn miðað við hvernig hún var á okkar tíma og við vorum langt frá því að vera allt sem við vorum kallaðir til. Þegar að við þjónuðum, verandi í þjónustu var mesta fórn sem nokkur gat gefið og þetta endurkastaði boðskap mestu fórnar sem var gefinn – Krossinn. Krossinn er kraftur Guðs og hann er miðpunktur alls sem við erum kölluð til að lifa eftir. Þið hafið svo lítinn kraft til þess að umbreyta hugum og hjörtum lærisveinanna núna vegna þess að þið lifið ekki og predikið ekki krossinn. Þar af leiðandi eigum við í erfiðleikum með að sjá mikinn mun á lærisveinunum og heiðingjunum. Þannig á ekki fagnaðarerindið eða lausnin sem okkur var treyst fyrir að líta út. Þið verðið að snúa aftur til Krossins.
—
Allir leita þess, sem sjálfra þeirra er, en ekki þess, sem Krists Jesú er.
Ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesú Krist og hann krossfestan.
Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér, getur ekki verið lærisveinn minn. -28- Hver yðar sest ekki fyrst við, ef hann ætlar að reisa turn, og reiknar kostnaðinn, hvort hann eigi nóg til að ljúka verkinu? -29- Ella má svo fara, að hann leggi undirstöðu, en fái ekki við lokið, og allir, sem það sjá, taki að spotta hann -30- og segja: Þessi maður fór að byggja, en gat ekki lokið. -31- Eða hvaða konungur fer með hernaði gegn öðrum konungi og sest ekki fyrst við og ráðgast um, hvort honum sé fært að mæta með tíu þúsundum þeim er fer á móti honum með tuttugu þúsundir? -32- Sé svo ekki, gerir hann menn á fund hans, meðan hann er enn langt undan, og spyr um friðarkosti. -33- Þannig getur enginn yðar verið lærisveinn minn, nema hann segi skilið við allt sem hann á. -34- Saltið er gott, en ef saltið sjálft dofnar, með hverju á þá að krydda það? -35- Hvorki er það hæft á tún né taðhaug. Því er fleygt. Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri.
Hér fyrir neðan eru fimm atriði sem fjalla um að ná árangi í því sem við tökum okkur fyrir hendur og þá ekki síst trúargöngunni.
Settu þér markmið og fylgdu þeim eftir af öllu hjarta. Þú ert meira en sigurvegari fyrir Jesú Krist og mundu að meiri er sá sem er í þér en sá sem er í heiminum.
1. atriði:
Trú er fyrsta skrefið í átt að velgengni ( Þú verður að trúa að þú getir hvað sem er)
Sá getur allt sem trúir. (Mark 9:23)
Dæmi: Menn höfðu trú fyrir því að komast á tunglið. Í Hebreabréfinu 11. kafla er talað um trúarhetjurnar. Menn hafa trúað og náð árangri á öllum sviðum lífsins og hægt er að taka mörg dæmi en trúin er skilyrði.
2. atriði:
Þú verður að þrá það sem þú vilt ná fram í lífinu af öllu hjarta.
Sál mín tærist af þrá eftir hjálpræði þínu, ég bíð eftir orði þínu. (Sálm 119:81)
Dæmi: Allir sem sem hafa átt trú um að þeir gætu eitthvað, áttu einnig þvílíka þrá um að sjá það verða að raunveruleika sem þeir trúðu á sbr. dæmið hér fyrir ofan.
3. atriði:
Þú verður að beina hugsunum þínum í átt að takmarkinu og hugsa aðeins jákvæðar hugsanir.
Það sem maður hugsar í hjarta sínu, er hann. (Orðskv 23:7)
Dæmi: Þú mátt ekki hugsa um að þú getir ekki, að það sé of erfitt, það tekur of langan tíma, því þá mun þér mjög líklega mistakast. En ef þú hugsar í trú um að þú getir það þrátt fyrir alla þá mótstöðu sem kann að koma gegn þér og þú heldur áfram að hugsa ég get, ég þrái, ég trúi þá munt þú ná árangri í lífinu. Í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur.
4. atriði:
Þú verður að vera dugleg/ur og keppast að takmarkinu allt þitt líf og ekki gefast upp.
Vitið þér ekki, að þeir, sem keppa á íþróttavelli, hlaupa að sönnu allir, en einn fær sigurlaunin? Hlaupið þannig, að þér hljótið þau. Sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum, neitar sér um allt. Þeir sem keppa gjöra það til þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan. (1. Kor 9:24-25)
Dæmi: Það er fátt í heiminum sem er frítt og fæst án þess að eitthvað sé gert í staðinn. Til þess að lifa þarf að þéna peninga. Til þess að öðlast menntun þarf að læra o.s.frv.
Allir þeir sem eru duglegir og eru tilbúnir að leggja mikið á sig til þess að láta drauma sína rætast munu uppskera hamingju, sjálfsöryggi, frið, gleði og svo mætti lengi telja. En allt sé gert í Drottni.
5. atriði:
Þolinmæði er fimmta atriðið og geta hin atriðin ekki án hennar verið.
En ef vér vonum það, sem vér sjáum ekki, þá bíðum vér þess með þolinmæði. (Róm 8:25)
Dæmi: Við vitum að ekkert gerist af sjálfum sér og oft þurfum við að bíða lengi eftir ýmsum hlutum. T.d að klára framhaldsskóla tekur yfirleitt 4 ár, en með mikilli vinnu, þrá og trú er hægt að klára hann á styttri tíma og spara sér þannig tíma. Allt tekur tíma en með vinnusemi, skipulagningu, þrá og trú er oft hægt að stytta biðtímann töluvert.
Náð Guðs veri með yður.
Þú endurfæddist ekki til þess að verða þræll syndavenja, ótta, sjúkleika eða ósigra.
Þú frelsaðist til þess að verða sigurvegari.
Þú frelsaðist ekki til þess að ólanið elti þig.
Þú frelsaðist til þess að þér vegnaði vel.
Þú frelsaðist til þess að verða lifandi ímynd Drottins Jesú Krists.
Það eru engin mistök eða lýti í Honum!
Hellelúja!
„Ég bið þess, minn elskaði, að þér vegni vel í öllum hlutum og að þú sért heill heilsu, eins og sálu þinni vegnar vel.“
Við viljum gefa þér forskriftina fyrir góðum árangri, láni og hamingju. Þessi ákveðna regla bregst aldrei! Sökum þess að þetta er Forskrift Guðs.
Lestu Biblíuna þína á hverjum degi
Í Biblíunni talar Guð til þín. Hún er kærleiksbréf frá okkar himneska föður til þín, sem ert barn Hans. Lestu í henni í að minnsta kosti 15 mínútur á hverjum degi. Þú munt finna svar við öllum þínum vandamálum í Biblíunni.
Lestu nú:
Þú skalt biðja á hverjum degi
Margt fólk veit raunverulega ekki hvernig á að biðja. Það heldur sem sé að bænin sé eitthvert óvenjulegt málfar, sem það eigi að læra. Bænir eru einfaldlega tal þitt við Guð með þínum eigin orðum og látbragði. Guð bíður þess að þú, sem ert barn Hans, talir við sig blátt áfram og komir til sín með allt sem liggur þér á hjarta, þarfir, vandamál og neyð. Hann þráir að sjá þér fyrir öllu, sem þú þarfnast. Segðu Guði hversu mjög þú elskir Hann og hversu dásamlegur Hann sé. Komdu til Hans óttalaust, Hann elskar þig.
Lestu nú:
Hugsaðu jákvæðar trúarhugsanir um lífið
Þetta er ákaflega mikilvægt. Orð Drottins segir í Orðskv. 23:7 (ensk þýðing):
„Eins og hann hugsar í hjarta sínu, þannig er hann.“ Gerir þú þér ljóst, að hugsanir þínar stjórna þér og þegar þær verða að brennandi ósk mun útkoman verða í samræmi við hugsunina, bæði andlega og líkamlega. Þetta verður bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt.
Neitaðu því að hugsa neikvætt.
Ef þú hefur neikvætt hugsanaviðhorf til lífsins, muntu alls ekki ná góðum árangri. Leyfðu ekki hugsunum þínum að stjórnast af kringumstæðum eða skilningarvitum, láttu heldur þess í stað hugsanir þínar stjórnast af Guðs Orði! Þú og einungis þú ákveður hvaða hugsanir þú leyfir að búa í hugskoti þínu. Breyttu hugsunum þínum og framkoma þín breytist. Breyttu framkvæmdum þínum og líf þitt mun umbreytast. Sem sannkristinn maður átt þú að hafa jákvætt hugarfar Krists.
I Kor. 2: 16.
Lestu nú:
Talaðu jákvæð trúar orð
Fólk gerir sér ljóst að orðin, sem það talar, stjórna athöfnum og ennfremur að hugsanir þeirra stjórna orðunum. Biblían segir: „Hafir þú ánetjað þig með orðum munns þíns, látið veiðast með orðum munns þíns“ (Orðskv. 6:2). Biblían segir ennfremur: „Dauði og líf eru á valdi tungunar, og sá sem hefur taum á henni mun eta ávöxt hennar.“ (Orðskv. 18:21)
Tunga þín hefur vald til þess að annaðhvort kalla fram líf eða láta leiða af sér dauða, eftir því hver orðin eru. Neitaðu að tala á sjúklegan hátt og játaðu ekki veikindi eða að þú sért undir valdi syndar, ótta, skorts, vantrúar og efa. Talaðu eins og trúin mælir fyrir, góð heilsa, trú, líf, og nægtir. Jóh. 10:10. Hlustaðu á Davíð í Sálmi 23:1, „Drottinn er minn hirðir, Mig mun ekkert bresta.“ Hlustaðu á Jóhannes í I Jóh. 4:4. „Sá er meiri, sem í yður er, en sá sem er í heiminum.“ Orð Guðs mun aðeins verða þér raunveruleiki, þegar þú játar það í raun og veru. Við göngum fram í trú, en ekki eftir skoðun eða sjón. Talaðu ekki um að þetta og þetta misheppnist og talaðu ekki um ósigra. Lærðu að nota orðin þannig að þau starfi fyrir þig og verði þjónar þínir. Lát orð þín vera mettuð af trú og kærleika, sem hræra himininn og gera þig að auðfúsugesti hjá fólki. Úthelltu kærleika þínum til fólksins, svo hann bræði hið kaldasta hjarta, vermi og græði sundurkramin hjörtu og veiti nýjan þrótt hinum kjarklausu. Gerðu það að vana þínum að Hugsa um mikla hluti. Lærðu að nota orð, sem endurverka áhuga og gera þig að sigurvegara.
Orð Jesú sýndu, að þau urðu veruleiki. Jesús sagði í Mark. 11:23. „Hvers sem þér biðjið og beiðist, þá trúið að þér hafið öðlast það, og þér munuð fá það.“
Lestu nú:
Leitaðu samfélags þeirra, sem eiga sterka trú
Það er alkunn staðreynd, að við líkjumst þeim, sem við umgöngumst. Veldu ekki það samfélag og gerðu ekki að trúnaðarvinum þínum þá sem hafa neikvæða framkomu í lífinu. Hafðu aftur á móti samskipti við það fólk og vertu í þeim söfnuði, sem hefur sterka jákvæða trú. Lestu góðar, jákvæðar, kristilegar bækur. Raunverulega er þó engin betri bók til en sjálf Biblían. Heilagur Andi Krists er ávallt þar sem tveir eða fleiri koma saman í Hans Nafni: Þegar tveir trúaðir sameinast, býst hinn þriðji, þ.e. Heilagur Andi, til starfa. Líkur sækir líkan heim. Trú þín mun ávallt verða sterkari þegar þú ert í samskiptum við þá, sem eiga rétta Biblíulega trú.
Lestu nú:
Reyndu að ávinna aðra fyrir Krist
Leyfðu öðrum að taka þátt í þeirri blessun, sem þú hefur öðlast. Það sem þú gefur frá þér kemur aftur til þín. Biblían segir: „Það, sem maður sáir, það mun hann uppskera.“ (Gal. 6:7). Þú skalt alls ekki hylja ljós þitt, heldur láttu það skína. Þú ert rödd Guðs. Þar sem þú átt Krist í lífi þínu átt þú kraft, sem getur breytt heiminum og sérstaklega nágrenni þínu. Þú getur orðið sú hjálp, sem lyftir fólki upp úr örvæntingu og leiðir það inn í blessun Guðs.
Lestu nú:
Lærðu leyndardóminn að gefa
Bóndinn, sem lætur sáð sitt standa í hlöðu, mun aldrei fá uppskeru. Hér er ekki um slíka hluti að ræða að fá eitthvað fyrir ekkert. Þú verður að setja eitthvað niður, ef þú vilt fá eitthvað upp. Drottinn Jesús sagði í Lúk. 6:38 „Gefið og þá mun yður gefið verða, góður mælir, troðinn skekinn, fleytifullur mun gefinn verða yður í skaut, því að með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.“ Sérhver karl eða kona, sem hefur verið lángefin, hefur lært þennan leyndardóm. Nú skaltu hefjast handa og gefa einmitt NÚ. Fólk spyr gjarnan: „Hversu mikið á ég að gefa?“ Orð Guðs mun leiðbeina þar að lútandi. Taktu nú vel eftir því hvernig Guð spyr þig og einnig þeirri blessun, er Hann lofar þér. „Á maðurinn að pretta Guð, úr því að þér prettið mig? Þér spyrjið: Í hverju höfum við prettað þig? Í tíund og fórnargjöfum […]. Færið alla tíundina í forðabúrið, til þess að fæðsla sé til í húsi mínu og reynið mig einu sinni á þennan hátt, segir Drottinn hersveitanna, hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður yfirgnæfanlegri blessun“ (Malakí 3:8 og 10)
Hvað er tíund? Tíund er að gefa einn tíunda af tekjum þínum (10%) til Guðs. Reyndu þetta og sjáðu mismuninn. Drottinn býður þér að reyna sig á þennan hátt. Sumt fólk segir; „bróðir, ég hef ekki efni á að gefa tíund“. En ég segi aftur á móti; „Þú hefur ekki efni á því að gefa ekki tíund“. Þar sem þú meðtekur þína andlegu fæðu, er sá staður sem þú átt að láta tíund þína af hendi. Ég hef ekki ennþá hitt þá persónum, sem greiðir sína tíund til Guðs og sér eftir því á nokkurn hátt.
Lestu nú:
Lofaðu og vegsamaðu Drottinn á hverjum degi
Það er ákaflega mikilvægt að gera það. En einmitt í þessu atriði vill mannleg skynsemi og holdið berjast hvað mest á móti. Að gera einmitt þetta krefst raunverulegrar trúar og djörfungar. Áhrif og kringumstæður munu vissulega reyna að sannfæra okkur um það, að við höfum ekki hina minnstu ástæðu til þess að lofa og vegsama Drottinn. En það er ekki það sem við finnum eða finnum ekki, hugsum eða hugsum ekki sem skiptir máli, heldur það sem Guð segir og Biblían.
„Lofaður sér Drottinn hrópa ég.“ (II Sam. 22:4). Við erum beðin eða hvött til þess að færa Guði þakkargjörð að fórn. Davíð sagði svo í Sálmi 34:1; […] ætíð sé lof hans mér í munni.“ Í Sálmi 150:6 „Allt sem andardrátt hefur lofi Drottinn.“ Það eru margir þeir staðir í Biblíunni, þar sem lofgjörð til Drottins færði dásamlegan sigur.
Lestu nú:
Þú hefur nú eignast forskriftina fyrir framgangi og láni, en hún er þér gagnslaus nema þú notfærir þér hana. Bíddu ekki með það, byrjaðu nú að nota forskriftina sem aldrei bregst.
Þýtt af Orði Lífsins
Hér fyrir neðan hef ég sett inn stutta kennslu um hvers vegna að gefa og hvað það hefur í för með sér sé það gert á réttum forsendum.
það eru yndisleg fyrirheit í orðskviðunum sem tala um fórnir.
Tigna Drottin með eigum þínum og með frumgróða allrar uppskeru þinnar,
þá munu hlöður þínar verða nægtafullar og vínberjalögurinn flóa út af vínlagarþróm þínum.
Velgjörðasöm sál mettast ríkulega, og sá sem gefur öðrum að drekka, mun og sjálfur drykk hljóta.
Einnig þekkjum við flest það sem Guð segir í Malakí.
Allt í frá dögum feðra yðar hafið þér vikið frá setningum mínum og ekki gætt þeirra. Snúið yður til mín, þá mun ég snúa mér til yðar segir Drottinn allsherjar. En þér spyrjið: Að hverju leyti eigum vér að snúa oss?-8- Á maðurinn að pretta Guð, úr því að þér prettið mig? Þér spyrjið: Í hverju höfum vér prettað þig? Í tíund og fórnargjöfum.-9- Mikil bölvun hvílir yfir yður, af því að þér prettið mig, öll þjóðin.-10-Færið alla tíundina í forðabúrið til þess að fæðsla sé til í húsi mínu, og reynið mig einu sinni á þennan hátt segir Drottinn allsherjar, hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður blessun.-11-Og ég mun hasta á átvarginn fyrir yður, til þess að hann spilli ekki fyrir yður gróðri jarðarinnar og víntréð á akrinum verði yður ekki ávaxtarlaust segir Drottinn allsherjar.
En vei yður, þér farísear! Þér gjaldið tíund af myntu og rúðu og alls kyns matjurtum, en hirðið ekki um réttlæti og kærleika Guðs. Þetta ber að gjöra og hitt eigi ógjört að láta.
Hér talar Guð sjálfur og leggur sterka áherslu á tíund og fórnir. Hann hvetur okkur til þess að reyna sig á þennan hátt og það hef ég svo sannarlega gert. Ég er ekki að segja ykkur að gera eitthvað sem ég geri ekki sjálfur, eftir að ég byrjaði að borga tíund og gefa fórnir hef ég ekki liðið skort. Meira að segja í þessum fjárhagsþrengingum hefur Guð séð fyrir öllum mínum þörfum.
Þetta virkar ekki nema að maður geri það sem Orð Guðs segir. Eins og ég sagði þá tilheyrir tíundin Guði og við erum í raun ekki að gefa né sá fyrr en við gefum fórnir fyrir utan tíundina. En ef við sáum ofan á tíundina þá getum við verið jafnviss um að fá uppskeru eins og maður sem plantar fræjum í mold. (Orð Guðs bregst ekki!)
Hér sjáum við í Lúkasarguðspjalli.
Gefið, og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.
Hér segir að ef að við gefum þá mun okkur gefið verða, hér er í gildi lögmál Guðs um sáningu og uppskeru, þú munt fá uppskeru af því sem þú sáir.
Ekki að það eigi að vera aðalástæða þess að við gefum, heldur gefum við vegna þess að það er hluti af lofgjörð til Guðs. Við tignum Guð með eigum okkar eins og við lásum í Orðskviðunum, þetta er eitthvað sem við þurfum að biðja Guð um opinberun yfir ef að við erum ekki að stíga út á þetta.
Ef að þú átt erfitt með að gefa þá geturu spurt þig, treysti ég ekki Guði?
Ef að þú ert að ganga með Guði og ert ekki að gefa geturu spurt þig, er ég að fylgja Orðinu?
Sjáum hvernig söfnuðurinn í Makedóníu gerði þrátt fyrir þrengingar. (Skoðið vel)
En svo viljum vér, bræður, skýra yður frá þeirri náð, sem Guð hefur sýnt söfnuðunum í Makedóníu.
Þrátt fyrir þær miklu þrengingar, sem þeir hafa orðið að reyna, hefur ríkdómur gleði þeirra og hin djúpa fátækt leitt í ljós gnægð örlætis hjá þeim.
Ég get vottað það, hversu þeir hafa gefið eftir megni, já, um megn fram. Af eigin hvötum
lögðu þeir fast að oss og báðu um að mega vera í félagi við oss um samskotin til hinna heilögu.
Og þeir gjörðu betur en vér höfðum vonað, þeir gáfu sjálfa sig, fyrst og fremst Drottni, og síðan oss, að vilja Guðs.
Það varð til þess, að vér báðum Títus, að hann skyldi og leiða til lykta hjá yður þessa líknarþjónustu, eins og hann hefur byrjað.
Þér eruð auðugir í öllu, í trú, í orði og þekkingu, í allri alúð og í elsku yðar sem vér höfum vakið. Þannig skuluð þér og vera auðugir í þessari líknarþjónustu. (Að gefa í King James Bible)
Ég segi þetta ekki sem skipun, heldur bendi ég á áhuga annarra til þess að reyna, hvort kærleiki yðar er einnig einlægur.
Þetta er stórkostlegur vitnisburður um gefandi hjarta, þeir vildu gefa af eigin hvötum, þrátt fyrir þrengingar og fátækt og meira að segja um efni fram. Þeir treystu greinilega Guði og Hans Orði um að Hann myndi sjá fyrir öllum þeirra þörfum.
Hér sjáum við eitt vers sem við getum lært af.
En þetta segi ég: Sá sem sáir sparlega mun og sparlega uppskera, og sá sem sáir ríflega mun og ríflega uppskera.
Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara.
Guð elskar glaðan gjafara, og við eigum að gefa eins og Guð leggur á okkur, ekki með ólund eða nauðung. Ef að við ætlum að gefa vegna þess að við þurfum þess en ekki vegna þess að við elskum Guð, þá getum við misst af blessunum Guðs. Guð hefur gefið okkur val og verum glöð þegar við gefum vegna þess að það gleður Föður okkar.
En þegar þú gefur ölmusu, viti vinstri hönd þín ekki, hvað sú hægri gjörir,
svo að ölmusa þín sé í leynum, og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.
Hér sjáum við einnig að við eigum ekki að hrósa okkur af gjöfum okkar, heldur er það á milli okkar og Guðs og Hann mun umbuna okkur.
Ef að við hreykjum okkur þá getum við einnig misst af blessunum Guðs.
Við þurfum að lifa lífi auðmýktar og lítilætis á öllum sviðum.
Síðasta versið sem ég ætla að vitna í er.
Ég varð mjög glaður í Drottni yfir því, að hagur yðar hefur loks batnað svo aftur, að þér gátuð hugsað til mín. Að sönnu hafið þér hugsað til mín, en gátuð ekki sýnt það.
Ekki segi ég þetta vegna þess, að ég hafi liðið skort, því að ég hef lært að láta mér nægja það, sem fyrir hendi er.
Ég kann að búa við lítinn kost, ég kann einnig að hafa allsnægtir. Ég er fullreyndur orðinn í öllum hlutum, að vera mettur og hungraður, að hafa allsnægtir og líða skort.
Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir.
Engu að síður gjörðuð þér vel í því, að taka þátt með mér í þrengingu minni.
Þér vitið og, Filippímenn, að þegar ég í upphafi boðaði yður fagnaðarerindið og var farinn burt úr Makedóníu, hafði enginn söfnuður nema þér einir reikning hjá mér yfir gefið og þegið.
Meira að segja, þegar ég var í Þessaloníku, senduð þér mér oftar en einu sinni til nauðsynja minna.
Ekki að mér væri svo umhugað um gjöfina sem um ábata þann, sem ríkulega rennur í yðar reikning.
En nú hef ég fengið allt og hef meira en nóg síðan ég af hendi Epafrodítusar tók við sendingunni frá yður, þægilegum ilm, þekkri fórn, Guði velþóknanlegri.
En Guð minn mun af auðlegð dýrðar sinnar í Kristi Jesú uppfylla sérhverja þörf yðar.
Guði og föður vorum sé dýrðin um aldir alda. Amen.
Hér sjáum við Pál vitna um Filippímenn hvernig hann þakkaði þeim fyrir að hjálpa honum með nauðsynjar og í þrengingum, ekki það að hann þurfti á því að halda en engu að síður þá er það svo að bræður og systur hjálpa hvor öðru og hann gladdist yfir því og vissi að Guð myndi svo sannarlega setja það á reikning þeirra.
Safnið yður ekki fjarsjóðum á jörðu heldur á himni og ein leiðin til þess er einmitt að gefa inn í starf Guðs.
HVER? – Sá sem vill ganga með Guði, samkvæmt hans Orði, í lofgjörð.
HVENÆR? – Í hvert skipti sem við fáum innkomu.
HVAÐ? – Einn tíunda af upphæð (10%)
HVAR? – Þar sem við fáum okkar andlegu fæðu.
HVERNIG? – Staðfastlega, í trú, með gleði í hjarta.
HVER? – Sá sem vill ganga með Guði, samkvæmt hans Orði, í lofgjörð.
HVENÆR? – Þegar andinn leiðir okkur til þess að gefa.
HVAÐ? – Spyrja Guð hve mikið í hvert skipti, og fylgja hjartanu.
HVERNIG? – Staðfastlega, í trú, með gleði í hjarta.
HVER? – Sá sem vill ganga með Guði, samkvæmt hans Orði, í lofgjörð.
HVENÆR? – Þegar andinn leiðir og þegar einhver beiðist af okkur.
HVAÐ? – Fylgja hjartanu og vera örlátur eftir efnum.
HVERNIG? – Staðfastlega, í trú, með gleði í hjarta.
Gef þeim, sem biður þig, og snú ekki baki við þeim, sem vill fá lán hjá þér.
Já, guðhræðslan samfara nægjusemi er mikill gróðavegur.
Lifum nægjusömu lífi og ef Guð blessar okkur með fjármunum, verum þá trúföst í að blessa aðra.
Ég hef skrifað ykkur um hvað Orð Guðs segir um tíund og fórnir og mikilvægi þess að gefa, við sjáum að það er hluti af Orði Guðs og svo sannarlega hluti af lofgjörð okkar til hans.
Guð blessi þig!