SOTK – Grafa upp gamla brunna

SOTK – Grafa upp gamla brunna

Daglegar bænastundir

Fyrsta Mósebók 26:18

Og Ísak lét aftur grafa upp brunnana, sem þeir höfðu grafið á dögum Abrahams föður hans og Filistar höfðu aftur byrgt eftir dauða Abrahams, og gaf þeim hin sömu heiti sem faðir hans hafði gefið þeim.

Oft á leit okkar að lausnum, leitum við að einhverju nýju og spennandi, einhverri skyndilausn fyrir vandamál okkar. Hins vegar eru vandamálin oft afleiðing þess að hafa vanrækt grundvallaratriðin. Rannsókn leiddi í ljós að yfir 70% af ungu kynslóð karismatískra trúiðkenda skorti undirstöðuþekkingu og skilning á grundvallaratriðum kristinnar trúar. Stuðningur þeirra byggðist á kirkjustarfi og öðrum athöfnum, en daglegar bænastundir voru ekki til staðar.

Við fáum ekki andlega næringu og samband við Drottin í gegnum kirkjuathafnir.

Jesús sagði

Jóhannesarguðspjall 14:6

Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.

Farísæarnir fylgdu öllum venjum kirkjulífsins, en Jesús sagði þetta við þá:

Jóhannesarguðspjall 5:39-40

Þér rannsakið ritningarnar, því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær, sem vitna um mig, -40- en þér viljið ekki koma til mín og öðlast lífið.

Að safna saman “manna” er persónulegt verkefni

Guð hélt lífi í Ísraelsþjóðinni á eyðimörkinni með mat frá himni  sem kallaðist manna. Þessi fæða var fullkomin til að halda þeim lifandi, en þeir þráðu einnig aðrar tegundir af mat, og þegar Guð gaf þeim hann leiddi það til andlegs þurrks í sálu þeirra.

Önnur Mósebók 16:15

Þegar Ísraelsmenn sáu þetta, sögðu þeir hver við annan: Hvað er þetta? Því að þeir vissu ekki, hvað það var. Þá sagði Móse við þá: Þetta er brauðið, sem Drottinn gefur yður til fæðu.

Þetta brauð af himni átt að borða daglega og mátti ekki geyma til næsta dags.

Önnur Mósebók 16:19

Móse sagði við þá: Enginn má leifa neinu af því til morguns.

Flestir krisnir næra sig aðeins vikulega eða á sunnudögum þegar farið er í kirkju.

Þetta manna var mynd upp á Jesús sem er brauð lífsins

Jóhannesarguðspjall 6:32-33

Jesús sagði við þá: Sannlega, sannlega segi ég yður: Móse gaf yður ekki brauðið af himni, heldur gefur faðir minn yður hið sanna brauð af himni. -33- Brauð Guðs er sá, sem stígur niður af himni og gefur heiminum líf.

Jóhannesarguðspjall 6:51

Ég er hið lifandi brauð, sem steig niður af himni. Hver sem etur af þessu brauði, mun lifa að eilífu. Og brauðið, sem ég mun gefa, er hold mitt, heiminum til lífs.

Jesús sagði: Ég er brauð lífsins. Hann sagði einnig að nema við neyttum holds hans, myndum við ekki hafa líf í okkur.

Hvað átti Jesús við þegar hann sagði: „Nema þér etið hold mitt, hafið þér ekki líf í yður“?

Ritningarnar segja okkur að ORÐIÐ varð HOLD og vísa þar til Jesú sem Orðsins.

Jóhannesarguðspjall 1:14

Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum.

Jesús, ORÐIÐ, sem varð hold, kallar okkur til að neyta daglega af ORÐINU

Jóhannesarguðspjall 6:63

Það er andinn, sem lífgar, holdið megnar ekkert. Orðin, sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf.

Við berum ábyrgð á því að safna okkar eigin manna. Ef þú værir án matar og drykkjar í þrjá daga, værir þú ekki í góðu ástandi. Margir kristnir einstaklingar fara vikum saman án andlegrar fæðu. Það kemur ekki á óvart að þeir séu andlega veikburða, glími við vandamál, þeir eru að deyja andlega. Þeir leita á sunnudögum eftir skyndilausnum, en það er ekki nóg.

Agaleysi er helsta vandamál þessarar kynslóðar

Vel skipulagt og agasamt líf er sjaldgæft í dag fyrir marga kristna. Guðlega forgangsröðun skortir hjá mörgum, sem leiðir til afar slæms andlegs ástands.

Við verðum að safna manna daglega. Það felst í því að koma fram fyrir Drottin í bæn og hugleiðslu DAGLEGA og þiggja LIFANDI ORÐ frá honum. Þetta lifandi, eða opinberaða Orð, er líf til þín, og þú þarft það á hverjum degi.

Hversu mikill tími fór í skjáhorf í síðustu viku? Hversu miklum tíma varstu í því að þiggja lifandi, opinberað Orð til anda þíns? Hvað ert þú að næra þig á?

Skjáhorf getur bæði verið blessun og bölvun. Það má nota fyrir Guðsríkið eða ríki Satans. Ofbeldið, græðgin og girndin sem einkenna margar dagskrár metta allt innra með þér af illum áhrifum. Ill öfl flæða inn á heimili þitt í gegnum þessa miðla og fá aðgang að fjölskyldunni.

Vissir þú að hver endurfæddur trúaður hefur að minnsta kosti fjóra verndarengla? Hins vegar getur þú annaðhvort eflt þessa engla eða hindrað þá, allt eftir því hvað þú leyfir inn á heimili þitt. Þessir englar yfirgefa heimili þitt þegar ofbeldi, girnd og græðgi er látið flæða inn í gegnum sjónvarpið. Heimili þitt á að vera staður þar sem englar finna frið og nærvera Guðs getur dvalið.

Jóhannesarguðspjall 6:34-35

Þá sögðu þeir við hann: Herra, gef oss ætíð þetta brauð.-35- Jesús sagði þeim: Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.

Við verðum að koma daglega og neyta, taka við Orðinu sem er líf til okkar!

Guð blessi þig.

SOTK – Kraftur ljóssins til að umbreyta

SOTK – Kraftur ljóssins til að umbreyta

Kraftur ljóssins til að umbreyta

Jóhannesarguðspjall 1:4-5

 Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna.-5- Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því.

Fyrsta Jóhannesarbréf 2:9-10

Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er enn þá í myrkrinu. -10- Sá sem elskar bróður sinn, hann er stöðugur í ljósinu og í honum er ekkert, er leitt geti hann til falls.

Jóhannes postuli hafði djúpan skilning á eðli og krafti ljóssins

Hann skrifaði um það í guðspjalli sínu og mörgum árum síðar, þegar hann var 90 ára gamall, skrifaði hann aftur um ljósið og gaf okkur dýpri innsýn í eðli þess og tilgang.

Bréf Jóhannesar eru full af innblásinni visku sem Guð vildi að kirkja endatímanna myndi læra að skilja. Eitt af því sem Jóhannes skrifaði er: Guð er kærleikur og Guð er ljós.

Þetta ljós er andlegt ljós sem kraftur Guðs byggir á. Guð er ljós, þ.e. hann er vera úr ljósi. Englar eru verur sem eru gerðar úr eða samanstanda af ljósi. Andi okkar er innilokaður eða „hýstur“ í holdlegum líkama sem hefur þann eiginleika að sía ljósið eða hindra það í að brjótast út.

Magn ljóssins sem við göngum í er ákvarðað af því hve mikið myrkur er til staðar innra með okkur.

Orðskviðirnir 20:27

Andi mannsins er lampi frá Drottni, sem rannsakar hvern afkima hjartans.

Andi þinn er vera úr ljósi, sál þín og líkami eru síur. Magn myrkurs í sálu þinni og líkama ræður því hversu mikið af ljósi Guðs birtist í þér.

Fyrsta Jóhannesarbréf 2:9

Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er enn þá í myrkrinu.

HATUR = MYRKUR. Þú getur verið endurfæddur kristinn einstaklingur, en vegna myrkurs í sálu þinni birtist ekkert ljós í lífi þínu.

Hugurinn, tilfinningarnar og viljinn

Myrkur í huganum, rangar hugsanir og djöfuleg hugsanavígi, hindra ljós Guðs í að ná inn í hugann og líkamann.

Myrkur í líkamanum

Rómverjabréfið 6:12

Látið því ekki syndina ríkja í dauðlegum líkama yðar, svo að þér hlýðnist girndum hans.

Fyrra Korintubréf 6:18

Flýið saurlifnaðinn! Sérhver önnur synd, sem maðurinn drýgir, er fyrir utan líkama hans. En saurlífismaðurinn syndgar á móti eigin líkama.

Lúkasarguðspjall 11:34

Auga þitt er lampi líkamans. Þegar auga þitt er heilt, þá er og allur líkami þinn bjartur, en sé það spillt, þá er og líkami þinn dimmur.

Lúkasarguðspjall 11:36

Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi myrkur í honum, verður hann allur í birtu, eins og þegar lampi lýsir á þig með loga sínum.

Þegar líkaminn og sálin eru hrein skín ljósið beint í gegn.

AUGNGÁTTIN ER GRÍÐARLEGA MIKILVÆGT HLIÐ

Það hleypir annað hvort inn ljósi eða myrkri, andlega séð.

Það er nauðsynlegt að við beitum síu Filippíbréfsins 4:8

Filippíbréfið 4:8

Að endingu, bræður, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.

Jesús mætti mörgum freistingum þegar hann gekk um á jörðinni. Hann stóðst prófraunir og þegar hann náði ákveðnum punkti í jarðnesku göngu sinni, umbreyttist hann meðan hann var enn í holdi. Nú segir Biblían að Jesús hafi verið frumburður margra sem yrðu eins og hann – frumburður margra bræðra.

Rómverjabréfið 8:29

Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra.

Rómverjabréfið 8:19

Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber.

Matteusarguðspjall 17:1-2

Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes, bróður hans og fer með þá upp á hátt fjall, að þeir væru einir saman. -2- Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra, ásjóna hans skein sem sól, og klæði hans urðu björt eins og ljós.

EFTIR SEX DAGA … Við lok sjötta dagsins

Reynsla Jesú af umbreytingunni hefur spámannlega merkingu fyrir þessa kynslóð. Við lifum nú við lok sjötta dagsins, þ.e. 6000 árum frá Adam. Eftir því sem við nálgumst lok tímanna og höldum áfram að vaxa í hreinleika, mun ljósið innra með okkur byrja að umbreyta holdlegum líkama okkar.

Jesaja 60:1

Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér!

Guð mun eiga  fólk á þessum síðustu tímum sem, með hreinu hjarta, mun komast á þann stað að ljósið í anda þeirra mun flæða í gegnum sálir þeirra og líkama og umbreyta báðu. Þessir kristnu einstaklingar munu umbreytast meðan þeir eru enn í holdinu og hver einasta fruma í líkama þeirra mun verða full af orku, dýrð og endurlausn. Það voru ákveðnir hlutir sem Jesús gat aðeins gert eftir að hann umbreyttist.

John G. Lake, predikari á fyrri hluta 20.aldarinnar, komst á þann stað að svo mikið ljós flæddi í gegnum hann að hann þurfti aðeins að nálgast fólk til að þau yrðu heil. Á tímum plágu sem drap þúsundir tók hann froðu úr munni deyjandi manns, hélt á henni í smá stund og bað lækna síðan að skoða hana undir smásjá. Þeir fundu að allar sýktu plágufrumurnar í froðunni höfðu dáið.

Þessi her endatímanna mun bera skikkju ljóss og verða ósigrandi, óeyðanlegur eins og Sadrak, Mesak og Abed-Negó voru í eldsofninum.

Rómverjabréfið 13:11-12

Gjörið þetta því heldur sem þér þekkið tímann, að yður er mál að rísa af svefni, því að nú er oss hjálpræðið nær en þá er vér tókum trú. -12- Liðið er á nóttina og dagurinn í nánd. Leggjum því af verk myrkursins og klæðumst hertygjum ljóssins.

Guð blessi þig!

SOTK – Djúpar breytingar eru nauðsynlegar og í vændum

SOTK – Djúpar breytingar eru nauðsynlegar og í vændum

Við þurfum nýtt hugarfar fyrir þessar breytingar

Markúsarguðspjall 2:22

Og enginn lætur nýtt vín á gamla belgi, því þá sprengir vínið belgina, og vínið ónýtist og belgirnir. Nýtt vín er látið á nýja belgi.

Hvert er hlutverk kirkjunnar?

Markúsarguðspjall 16:15

Hann sagði við þá: Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.

Matteusarguðspjall 28:19-20

Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður.

Predikið fagnaðarerindið og kennið veg Drottins

Ef þú gerir aðeins hið fyrra, að predika fagnaðarerindið, þroskast kristnir ekki.

Ef þú einblínir eingöngu á að kenna kristnum, skapast stöðnun.

Jesús sagði okkur að gera bæði

Matteusarguðspjall 9:35

Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi.

Jesús gerði þetta og Páll gerði þetta.

Rangur hugsunarháttur

Ef ég myndi spyrja þig, hvað er kirkjan að gera, hvernig myndir þú svara? Margir hafa þá hugmynd að kirkjan sé staður þar sem fólk kemur saman til að tilbiðja Guð. Þannig að í dag höfum við Baptistakirkjuna neðar í götunni, Hvítasunnukirkjuna í einhverri annarri götu og Lúthersku kirkjuna einhvers staðar annars staðar.

Orðið kirkja, á grísku Ecclesia, þýðir bókstaflega: „Þeir sem hafa verið kallaðir út,“ fólk sem hefur verið kallað úr einu ríki inn í annað, fært úr ríki myrkursins yfir í ríki ljóssins. Þegar nokkrir þessara einstaklinga koma saman, þá myndast söfnuður.

Í Nýja testamentinu hittist kirkjan aðallega í heimahúsum og þjónaði út til samfélagsins.

Stundum komu þeir saman sem einn líkami.

Fyrra Korintubréf 14

Ef nú allur söfnuðurinn kæmi saman og allir töluðu tungum, og inn kæmu fáfróðir menn eða vantrúaðir, mundu þeir þá ekki segja: Þér eruð óðir?

Þegar söfnuðurinn kom saman í upphafi var tilgangurinn fræðsla og kennsla, ekki trúboð.

Trúboðið átti sér ekki stað þegar kirkjan kom saman. Í dag reynum við stöðugt að fá fólk til að koma í kirkjuna okkar. En hin ófrelsuðu hafa oft engan áhuga á að mæta í kirkju. Af hverju ættu þau að hafa það? Kirkjan höfðar ekki til þeirra.

Í aldanna rás hefur kirkjan haldið samkomur fyrir kennslu og einstaka sinnum fyrir trúboð. En meirihluti hinna ófrelsuðu kemur ekki og mun ekki mæta á kirkjulegar samkomur. Við höldum því trúboðstónleika, og stundum frelsast einhverjir, en þeir sem sitja eftir er sorglega lítið hlutfall – innan við 1%. Það er gamalt orðtak sem á við hér: „Ef það virkar ekki, hættu því þá.“

Í Nýja testamentinu kom kirkjan saman, ekki fyrir hina ófrelsuðu, heldur fyrir þá sem þegar voru hluti af líkama Krists.

Af og til leyfir Guð vakningu til að draga fólk inn í kirkjuna svo hún deyi ekki út.

Jesús sagði ekki: „Farið í kirkju og predikið fagnaðarerindið.“ Hann sagði: „Farið út í heiminn, á markaðstorgið, og predikið fagnaðarerindið.“ Og einmitt þetta gerðu allir kristnir menn á þeim tíma.

Við þurfum nýjan hugsunarhátt. Þegar kirkjan kemur saman er tilgangurinn ekki fyrst og fremst að frelsa fólk. Sá hugsunarháttur þarf að breytast.

Fimmfalda þjónustan var gefin til að undirbúa fólk fyrir þjónustu

Efeseusbréfið 4:11

Og frá honum er sú gjöf komin, að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar. -12- Þeir eiga að fullkomna hina heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar,

Fullkomna og undirbúa kristna til þjónustu

Ef við gerum þetta, hvar ætlum við að nýta þessa kristnu einstaklinga? Þegar við komum saman á sunnudögum, er oft hvorki pláss né tími fyrir þá til að þjóna.

Hvar geta þeir þjónað?

Það verður að vera þarna úti í heiminum, á markaðstorginu, þar sem fólk lifir og starfar. „Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið“

Að gera góð verk er hluti af hinu sanna fagnaðarerindi. Fagnaðarerindið eru gleðifréttir – farðu út og vertu gleðifréttir fyrir einhvern.

Það er afar áhugaverð saga í Postulasögunni 9. kafla um konu sem var reist upp frá dauðum. Af hverju var þessi kona svona mikilvæg að Jesús ákvað að reisa hana upp frá dauðum?

Hvers vegna vildi Drottinn ekki missa hana úr þessum heimi?

Postulasagan 9:36

Í Joppe var lærisveinn, kona að nafni Tabíþa, á grísku Dorkas. Hún var mjög góðgerðasöm og örlát við snauða.

Hún var mjög góðgerðasöm og örlát við snauða.

Drottin vildi ekki leyfa henni að fara. Hann hafði verk fyrir hana á jörðinni.

Matteusarguðspjall 5:16

Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum.

Fyrra Tímóteusarbréf 6:18

Bjóð þeim að gjöra gott, vera ríkir af góðum verkum, örlátir, fúsir að miðla öðrum,

Títusarbréf 2:14

Hann gaf sjálfan sig fyrir oss, til þess að hann leysti oss frá öllu ranglæti og hreinsaði sjálfum sér til handa eignarlýð, kostgæfinn til góðra verka.

Títusarbréf 3:8

Það orð er satt, og á þetta vil ég að þú leggir alla áherslu, til þess að þeir, sem fest hafa trú á Guð, láti sér umhugað um að stunda góð verk. Þetta er gott og mönnum nytsamlegt.

Við hugsum oft: „Ef ég gæti bara heyrt frá Guði, þá gæti Guð notað mig.“ En einfaldlega elskaðu fólk, hjálpaðu þeim, blessaðu þau – Guð mun bæta við það sem þér vantar.

Ný vínbelgur er nauðsynlegur

Farið út í heiminn: Sýnið Krist lifandi í ykkur til deyjandi heims. Hvað myndi Jesús gera ef þú værir svangur? Gefa þér mat. Nú ert þú útbreidd hönd Jesú. Hvað myndi Jesús gera ef þú værir meiddur? Lækna þig.

Kirkjan er orðin staður þar sem fólk kemur til að fá sínar eigin þarfir uppfylltar: Ég, ég, ég. „Ég þarf lækningu, ég hef særindi, ég fékk ekki gott uppeldi og nú er ég með djúpt tilfinningalegt óöryggi.“ Farðu bara út og blessaðu hina ófrelsuðu, og þú munt verða undrandi á því hversu hratt þín eigin vandamál leysast upp.

Postulasagan 20:35

Í öllu sýndi ég yður, að með því að vinna þannig ber oss að annast óstyrka og minnast orða Drottins Jesú, að hann sjálfur sagði: Sælla er að gefa en þiggja.

Rifjum upp Jesaja 58.kafla

Jesaja 58:5-7

Mun slíkt vera sú fasta, er mér líkar, sá dagur, er menn þjá sig? Að hengja niður höfuðið sem sef og breiða undir sig sekk og ösku, kallar þú slíkt föstu og dag velþóknunar fyrir Drottni? -6- Nei, sú fasta, sem mér líkar, er að leysa fjötra rangsleitninnar, láta rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sérhvert ok, -7- það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælislausa menn, og ef þú sér klæðlausan mann, að þú þá klæðir hann og firrist eigi þann, sem er hold þitt og blóð.

Síðan ……….

Jesaja 58:8-10

Þá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega, þá mun réttlæti þitt fara fyrir þér, dýrð Drottins fylgja á eftir þér. -9- Þá munt þú kalla á Drottin, og hann mun svara, þú munt hrópa á hjálp og hann segja: Hér er ég! Ef þú hættir allri undirokun, hæðnisbendingum og illmælum, -10- ef þú réttir hinum hungraða brauð þitt og seður þann, sem bágt á, þá mun ljós þitt renna upp í myrkrinu og niðdimman í kringum þig verða sem hábjartur dagur.

Nýtt hugarfar: Við þjónustum allt of mikið til kristinna. Byrjaðu að gefa af þér til annarra, og GUÐ mun þjóna til þín. Þetta eru mjög erfiðir hugsunarhættir til að breyta, en breytingar eru nauðsynlegar – það er þörf á nýjum vínbelgjum.

Hvorki vitur maður né hugrakkur leggst niður á lestarspor hins liðna til að bíða eftir að lest framtíðarinnar keyri yfir hann. Guð er að fara að gera eitthvað nýtt. Við verðum að fylgja Guði.

Guð blessi þig!

SOTK – Kirkjan, saga hennar, bústaður og uppskera 3.hluti

SOTK – Kirkjan, saga hennar, bústaður og uppskera 3.hluti

Hennar uppskera

Við höfum skoðað sögu kirkjunnar, búsetu hennar, og nú þurfum við að líta á uppskeru hennar.

Á bak við síbreytilega pólitíska og alþjóðlega strauma í heiminum í dag er eitt undirliggjandi mál, baráttan um heimsyfirráð. Þetta er grundvallarástæða allra pólitískra, efnahagslegra og félagslegra fléttna í heiminum í dag. Á bak við þessa miklu valdabaráttu stendur Lúsifer, erkióvinur mannsins og kirkjunnar.

Það geisar orusta yfir þessari jörð sem mun ekki stöðvast fyrr en Opinberunarbókin 20:1-3 gengur í uppfyllingu.

Opinberunarbókin 20:1-3

Nú sá ég engil stíga niður af himni. Hann hélt á lykli undirdjúpsins og stórum fjötri í hendi sér. -2- Og hann tók drekann, þann gamla höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár. -3- Hann kastaði honum í undirdjúpið og læsti og setti innsigli yfir, svo að hann leiddi ekki framar þjóðirnar afvega, allt til þess er fullnuðust þúsund árin. Eftir það á hann að vera leystur um stuttan tíma.

Adam fékk jörðina að gjöf sem heilagt traust. Hlutverk hans var að færa himininn til jarðar; þetta var upphafið á útbreiðslu Guðs ríkis um alheiminn. Fall Adams, og þar með alls mannkyns, breytti ekki tilgangi Guðs.

Adam afhenti vald sitt yfir þessari jörð til Lúsifers

Lúkasarguðspjall 4:5-6

Þá fór hann með hann upp og sýndi honum á augabragði öll ríki veraldar. -6- Og djöfullinn sagði við hann: Þér mun ég gefa allt þetta veldi og dýrð þess, því að mér er það í hendur fengið, og ég get gefið það hverjum sem ég vil.

Adam framseldi vald sitt yfir plánetunni til Satans, en Jesús dó á krossinum fyrir allt mannkyn og hóf nýja kynslóð, nýja sköpun á jörðinni. Hans sæði myndi mylja höfuð Satans og taka þessa plánetu aftur.

Fyrsta Mósebók 3:15

Og fjandskap vil ég setja milli þín og konunnar, milli þíns sæðis og hennar sæðis. Það skal merja höfuð þitt, og þú skalt merja hæl þess.

Daníelsbók 7:18

En hinir heilögu Hins hæsta munu eignast ríkið, og þeir munu halda ríkinu ævinlega og um aldir alda. 

Jesús gaf tilskipunina

Markúsarguðspjall 16:15

Hann sagði við þá: Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.

Frumkirkjan sá uppskeru á hvítasunnudegi, endatímakirkjan mun sjá mikla loka-uppskeru.

Önnur Mósebók 23:16

Þú skalt halda hátíð frumskerunnar, frumgróðans af vinnu þinni, af því sem þú sáðir í akurinn. Þú skalt halda uppskeruhátíðina við árslokin, er þú alhirðir afla þinn af akrinum.

Ísraelsmenn héldu þrjár aðalhátíðir: Páskahátíð, Hvítasunnuhátíð og Laufskálahátíð.

Frumgróðahátíðin, var Hvítasunnuhátíðin.

Uppskeruhátíðin, Laufskálahátíðin, var í lok ársins.

Matteusarguðspjall 13:47-49

Enn er himnaríki líkt neti, sem lagt er í sjó og safnar alls kyns fiski. -48- Þegar það er fullt, draga menn það á land, setjast við og safna þeim góðu í ker, en kasta þeim óætu burt. -49- Svo mun verða, þegar veröld endar: Englarnir munu fara til, skilja vonda menn frá réttlátum,

Hin loka-uppskera sem er í vændum verður svo mikil að hún mun umbreyta núverandi skipulagi kirkjunnar. Guð hefur geymt fyrir kirkjuna í þessari kynslóð hina stærstu og mestu andlegu uppskeru sem heimurinn hefur nokkurn tíma séð.

Gott og illt hefur þrifist í hverri kynslóð í þúsundir ára sem stöðugt ferli sáningar. En þetta mun allt enda í þessari kynslóð.

Eitt af lögmálum uppskerunnar er sáning og uppskera

Jobsbók 4:8

Að því, er ég hefi séð: Þeir sem plægðu rangindi og sáðu óhamingju, þeir einir hafa uppskorið það.

Galatabréfið 6:7

Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.

Amos 9:13

Sjá, þeir dagar munu koma, segir Drottinn að erjandinn skal ná kornskurðarmanninum og víntroðslumaðurinn sáðmanninum. Þá munu fjöllin löðra í vínberjalegi og hálsarnir verða í einu flóði.

Á milli nútímans og loka tímans munu fleiri koma inn í Guðs ríki en allir þeir sem hafa gert það frá hvítasunnu fram til dagsins í dag. Hvert þorp, ættflokkur og tunga munu heyra fagnaðarerindið og sjá það staðfest með miklum krafti. Það mun ekkert í sögunni vera hægt að bera saman við þetta.

Stórborgir munu upplifa tíma án afbrota þar sem heilu mannfjöldarnir finna fyrir djúpri sannfæringu um synd þegar þeir heyra boðskapinn.

Klám, vændi, ólögleg fíkniefni og fóstureyðingar munu algjörlega hverfa á mörgum svæðum.

Stórfyrirtæki munu loka í marga daga í senn til að leyfa starfsmönnum að sækja sérstaka samkomuherferðir.

Heilar þjóðir munu helga sig bæn og föstu í ákveðna tíma.

Drottinn mun birtast sýnilega og stöðugt.

Kaffihlé og hádegisverðarhlé munu breytast í bænatíma og námstíma.

Borgir munu skipuleggja bál þar sem klámbókmenntir og galdraefni verða brennd.

Hundruð seiðkarla og galdramanna munu snúa sér til Drottins.

Fangelsi munu breytast í kirkjur og framleiða marga öfluga karla og konur Guðs.

Kraftaverk munu fara fram úr þeim mestu sem lýst er í Biblíunni og valda því að heilar þjóðir viðurkenna Jesú.

Leiðtogar sumra voldugustu ríkja heims munu snúa sér til Drottins og hvetja þjóðir sínar til að fylgja honum.

Myrkur mun ríkja á mörgum svæðum, heilar borgir verða undir stjórn illsku, á meðan aðrar verða undir stjórn Jesú.

Á sumum stöðum mun kirkjan verða algjörlega þurrkuð út og fjöldi píslarvotta mun verða til. En þeir verða eins og fræ fyrir sívaxandi uppskeru.

Svo algeng verður sýn engla að hún hættir að vera undrunarefni.

UNGT FÓLK OG BÖRN

Jesaja 8:18

Sjá, ég og synirnir, sem Drottinn hefir gefið mér, vér erum til tákns og jarteikna í Ísrael frá Drottni allsherjar, sem býr á Síonfjalli.

Unglingar og jafnvel börn munu verða í fararbroddi og verða meðal hinna mestu fagnaðarboðara. Þau munu lækna sjúka og reka út illa anda. Sum munu taka stjórn á sjúkrahúsum og lækna alla, jafnvel á geðdeildum.

Eins og Satan reyndi að tortíma öllum börnum á tímum Móse með því að drepa þau, hefur hann einnig í þessari kynslóð reynt að ná börnum með fóstureyðingum, fíkniefnum, klámi, kynferðisofbeldi og því að draga milljónir barna niður í kvalir helvítis, syndar, áfalla og örvæntingar.

En ég vil segja ykkur sannleikann: Eins djúpar rætur og Satan hefur í þeim, munu þau fá endurlausn og fyllast af Guði.

Jezebel þú munt missa börnin þín

Jesaja 47:8-9

En heyr nú þetta, þú hin sællífa, er situr andvaralaus og segir í hjarta þínu: Ég og engin önnur. Í ekkjudómi skal ég aldrei sitja og eigi reyna, hvað það er að vera barnalaus. -9- En hvort tveggja þetta skal þér að hendi bera skyndilega, á einum degi. Þú skalt bæði verða barnalaus og ekkja. Í fullum mæli mun það yfir þig koma, þrátt fyrir þína margvíslegu töfra og þínar miklu særingar.

Dauði og hel þú munt missa börnin þín

Matteusarguðspjall 13:39

Óvinurinn, sem sáði því, er djöfullinn. Kornskurðurinn er endir veraldar og kornskurðarmennirnir englar.

Daníelsbók 7:18

En hinir heilögu Hins hæsta munu eignast ríkið, og þeir munu halda ríkinu ævinlega og um aldir alda. 

Guð blessi þig!

SOTK – Kirkjan, saga hennar, bústaður og uppskera 2.hluti

SOTK – Kirkjan, saga hennar, bústaður og uppskera 2.hluti

Hennar bústaður

Orð Páls í Postulasögunni 17. kafla greina frá því hvar hin frumkristna kirkja bjó og dvaldi, hvar hennar bústaður var:

Postulasagan 17:28

Í honum lifum, hrærumst og erum vér. Svo hafa og sum skáld yðar sagt: Því að vér erum líka hans ættar.

Þeir lifðu og hrærðust í Guði. Guð var uppspretta alls fyrir þá.

Það var engin sálfræði, aðeins máttur Guðs. Venjulegir menn og konur fylltir Heilögum anda kollvörpuðu heiminum.

Vanmáttur kirkjunnar til að sýna fram á hið yfirnáttúrulega hefur hrakið tugþúsundir frá dyrum hennar.

Þeir lifðu og hrærðust í Guði

Það eru ráðstefnur sem við getum sótt, biblíuskólar sem við getum stundað, og óendanlegt magn kristilegs fróðleiks og kennslu í boði. Vandamálið er að við fyllum fólk af kenningum í stað þess að fylla það af Guði.

Þeir voru ekki flóknir eða háþróaðir, smurningin var allt fyrir þá. Þeir skildu að án Heilags anda væri engu hægt að áorka. Við getum haldið kirkjusamkomu sem er svo mótuð eftir þörfum fólks (seeker sensitivce)  að öllu er stillt á lægsta mögulega samnefnara. Það eru ótal námskeið um hvernig eigi að gera hlutina og byggja stóra kirkju.

Postulasagan 2:47

Þeir lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum. En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim, er frelsast létu.

Postulasagan 4:4

En margir þeirra, er heyrt höfðu orðið, tóku trú, og tala karlmanna varð um fimm þúsundir.

Svo margar kirkjur í dag eru eins og keðjufyrirtæki.

Þær líta allar eins út, syngja sömu lögin og fylgja sömu stefnu. Kirkjurnar í Jerúsalem, Antíokkíu og Efesus voru hins vegar mjög ólíkar með mismunandi skipulag. Þegar við reynum að vera eins og einhver önnur kirkja, þá er bústaður okkar ekki lengur í Guði. Þetta á einnig við um einstaklinga, ekki reyna að vera eins og einhver annar.

Við verðum að vita hvað Guð hefur kallað okkur til að gera, því þar er smurningin. Örlög rætast með því að vita og framkvæma vilja Guðs.

Þeir lifðu og hrærðust í Guði, með sýnum, draumum, smurningu, englum og krafti Guðs.

Musterið og samkundan

Gyðingar á tímum Jesú höfðu tvo mismunandi tilbeiðslustaði. Í samkundunni gátu þeir hlýtt á orðið, tekið við þjónustu og átt samfélag.

Í musterinu fólst tilbeiðslan í samskiptum við nærveru og dýrð Guðs. Við þurfum bæði þessi form tilbeiðslu, en kannski ekki á sama tíma. Við þurfum langar stundir sem við tengjumst og fáum kraft frá nærveru og dýrð Guðs.

Tilbeiðsla líkt og átti sér stað í musterinu hefur því miður verið afar fjarverandi í flestum kirkjum. En það er einmitt sá staður þar sem við öðlumst kraft, smurningu og opinberun. Samskipti við áþreyfanlega nærveru Guðs opna aðra vídd, stað og nærveru þar sem við getum fengið snertigu frá Guði á þann hátt sem ekki er mögulegut annars staðar. Það er staður opinberunar, köllunar og kraftveitingar.

Postulasagan 4:31-32

Þegar þeir höfðu beðist fyrir, hrærðist staðurinn, þar sem þeir voru saman komnir, og þeir fylltust allir heilögum anda og töluðu orð Guðs af djörfung. -32- En í þeim fjölda, sem trú hafði tekið, var eitt hjarta og ein sál, og enginn þeirra taldi neitt vera sitt, er hann átti, heldur höfðu þeir allt sameiginlegt.

Postulasagan 4:13

Þegar þeir sáu djörfung Péturs og Jóhannesar og skildu, að þeir voru ólærðir leikmenn, undruðust þeir. Þeir könnuðust og við, að þeir höfðu verið með Jesú.

Ef við viljum upplifa þann kraft og dýrð sem Páll postuli talaði um í Síðara Korintubréfi 3:18, verðum við að uppfylla skilyrðin.

Síðara Korintubréf 3:7-9

En ef þjónusta dauðans, sem letruð var og höggvin á steina, kom fram í dýrð, svo að Ísraelsmenn gátu ekki horft framan í Móse vegna ljómans af ásýnd hans, sem þó varð að engu, -8- hversu miklu fremur mun þá þjónusta andans koma fram í dýrð? -9- Ef þjónustan, sem sakfellir, var dýrleg, þá er þjónustan, sem réttlætir, enn þá miklu auðugri að dýrð.

Páll segir að kirkja Nýja testamentisins eigi að upplifa miklu meiri dýrð en kirkja Gamla testamentisins.

Páll útskýrir síðan hvernig þessu er náð:

Síðara Korintubréf 3:18

En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins.

Síðara Korintubréf 4:1

Með því að vér höfum þessa þjónustu á hendi fyrir miskunn Guðs, þá látum vér ekki hugfallast.

Í tilbeiðslu líkt og var í musterinu horfum við á Drottin í langan tíma, sem leiðir til umbreytingar. Með þessu öðlumst við kraft og alvæpni. Þegar þetta gerist verður þjónustan áreynslulaus, því bústaður okkar og kraftur er frá Guði.

Síðara Korintubréf 4:1

Með því að vér höfum þessa þjónustu á hendi fyrir miskunn Guðs, þá látum vér ekki hugfallast.

Það er til orðatiltæki sem segir að þú getir ekki andað inn einu sinni og andað út tvisvar.

Með öðrum orðum, nema við höfum drukkið djúpt af nærveru Drottins, getum við ekki andað út þjónustu.

Hin frumkristna kirkja lærði að lifa í Guði. Geta þeirra og árangur voru í samræmi við þann kraft sem þeir fengu frá Heilögum anda.

Jóhannesarguðspjall 15:5-6

Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört. -6- Hverjum sem er ekki í mér, verður varpað út eins og greinunum, og hann visnar. Þeim er safnað saman og varpað á eld og brennt.

Páll postuli komst á þann stað að það var ekki lengur hann sem var að framkalla þjónustuna.

Galatabréfið 2:20-21

Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig. -21- Ég ónýti ekki náð Guðs. Ef réttlæting fæst fyrir lögmál, þá hefur Kristur dáið til einskis.

Hvers vegna hafa allar vakningar hingað til dofnað?

Við biðjum um vakningu, en í raun þurfum við að vera á þeim stað þar sem árangur vakningarinnar er stöðugur. Saga kirkjunnar endurtekur sama mynstrið: við biðjum um vakningu, hún kemur á endanum en dofnar svo aftur.

Vakning er til þess að færa kirkjuna aftur til „eðlilegs“ ástands.

Hugmyndin er að við verðum á þeim stað og viðhöldum blessunum Guðs sem eiga sér stað í vakningu. Stöðug vakning ætti að vera normið, og það mun á endanum verða, en við þurfum að skilja ástæður þess að við missum hana í upphafi.

Flestar vakningar glatast vegna þess að við reynum að skipuleggja þær í stað þess að leyfa þeim að flæða eins og þeim er ætlað. Við notum vakningarnar til að byggja eitthvað fyrir okkur sjálf, verðum eigingjörn, stjórnsöm og förum í varnaham. Ein tegund stjórnunar sem er ásættanleg í lífi kirkjunnar er sjálfsagi (Galatabréfið 5:22-23).

Í öðru lagi glatast vakningar vegna þess að við vanrækjum musteristilbeiðslu – hinn stöðuga stað valdeflingar. Musterið var staðurinn þar sem fórnir voru færðar. Stöðugt að leggja niður eigið líf er nauðsynlegt, og það að vera stöðugt í opinberaðri nærveru Drottins er lykilatriði fyrir varanlega vakningu.

Það var frá musterinu sem lífsins vatn streymdi út á göturnar.

Esekiel 47:1 & 8-9

-1- Nú leiddi hann mig aftur að musterisdyrunum. Þá sá ég að vatn spratt upp undan þröskuldi hússins mót austri, því að framhlið musterisins vissi til austurs. Og vatnið rann niður undan suðurhlið musterisins, sunnanvert við altarið.

-8- Þá sagði hann við mig: Þetta vatn rennur út á austurhéraðið og þaðan ofan á sléttlendið, og þegar það fellur í Dauðahafið, í salt vatnið, verður vatnið í því heilnæmt. -9- Og allar lifandi skepnur, allt sem hrærist, fær nýtt fjör alls staðar þar sem fljótið kemur, og fiskurinn mun verða mjög mikill, því að þegar þetta vatn kemur þangað, verður vatnið í því heilnæmt(læknar), og allt lifnar við, þar sem fljótið kemur.

Musterið er staður tilbeiðslu og uppgjafar, staður þar sem við erum endurnýjuð, umbreytt og valdefld af dýrð Guðs til að flæða út á göturnar með lífgefandi vatni fagnaðarerindisins.

Guð blessi þig!

SOTK – Kirkjan, saga hennar, bústaður og uppskera 1.hluti

SOTK – Kirkjan, saga hennar, bústaður og uppskera 1.hluti

Saga kirkjunnar

Okkur er sagt að  muna eftir því sem á undan hefur gerst

Fimmta Mósebók 32:7

Minnstu fyrri tíða, hyggið að árum liðinna alda! Spyr föður þinn, að hann megi fræða þig, gamalmenni þín, að þau megi segja þér frá! Guð annast lýð sinn

Sálmarnir 77:11

Ég víðfrægi stórvirki Drottins, ég vil minnast furðuverka þinna frá fyrri tíðum,

Sálmarnir 143:5

Ég minnist fornra daga, íhuga allar gjörðir þínar, ígrunda verk handa þinna.

Lúkasarguðspjall 17:32

Minnist konu Lots.

„Þegar Jesús talaði til kirkjunnar í Efesus sagði Hann við hana: Minnst þú því, úr hvaða hæð þú hefur hrapað (Opb 2:5).

Orðið „hrapað“ á grísku merkir „að reika frá“ og gefur í skyn að þeir ættu að líta til baka og skoða hvar kirkjan var stödd 50 árum áður.

Kirkjan – Saga hennar

Vandamálið er: Við viljum kraft frumkirkjunnar án þess að greiða þann kostnað sem hún greiddi.

Ein af forsendunum fyrir gegnumbroti og sigri er að finna í Opinberunarbókinni.

Opinberunarbókin 12:11

Og þeir hafa sigrað hann fyrir blóð lambsins og fyrir orð vitnisburðar síns, og eigi var þeim lífið svo kært, að þeim ægði dauði.

Þetta er spámannlegt um endatímakirkjuna.

Og eigi var þeim lífið svo kært, að þeim ægði dauði

Frumkirkjan var fædd í dauða og ólst upp við ofsóknir

  • Stefán var grýttur til dauða.
  • Jakobus var hálshöggvinn.
  • Páll var einnig hálshöggvinn.
  • Þúsundir gengu til dauða í hringleikahúsunum.

Andi kristinna manna í frumkirkjunni var sem andi lifandi píslarvotta

Rómverjabréfið 14:8

Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins.

Fyrra Korintubréf 15:31

Svo sannarlega, bræður, sem ég get hrósað mér af yður í Kristi Jesú, Drottni vorum: Á degi hverjum vofir dauðinn yfir mér.

Filippíbréfið 1:21

Því að lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur.

Þeir voru ekki eigin eign

Líf þeirra var ekki þeirra eigið

Eignir þeirra tilheyrðu ekki þeim sjálfum.

Þeir voru reiðubúnir að gefa allt fyrir Jesú. Þeir lifðu ekki lengur fyrir sjálfa sig.

Jesús sagði við kirkjuna í Smyrnu

“Þér munuð þrenginga hafa í tíu daga.”

Opinberunarbókin 2:10

Kvíð þú ekki því, sem þú átt að líða. Sjá, djöfullinn mun varpa nokkrum yðar í fangelsi, til þess að yðar verði freistað, og þér munuð þrenging hafa í tíu daga. Vertu trúr allt til dauða, og ég mun gefa þér kórónu lífsins.

Rómverski keisarinn Díókletían lýsti yfir stríði gegn kirkjunni á Smyrnu tímabilinu, sem stóð í 10 ár, gríðarlegur fjöldi kristna urðu píslarvættir.

Andi frumkirkjunnar var andi sjálfsafneitunar, andi krossins

Síðara Tímóteusarbréf 2:12

Ef vér stöndum stöðugir, þá munum vér og með honum ríkja. Ef vér afneitum honum, þá mun hann og afneita oss.

Guð er að reisa upp nýja tegund kirkju, kirkju sem mun klæðast þjónustulund og sjálfsafneitun

Hebreabréfið 12:1 & 3-4

-1-Fyrst vér erum umkringdir slíkum fjölda votta, léttum þá af oss allri byrði og viðloðandi synd og þreytum þolgóðir skeið það, sem vér eigum framundan.

-3- Virðið hann fyrir yður, sem þolað hefur slíkan fjandskap gegn sér af syndurum, til þess að þér þreytist ekki og látið hugfallast. -4- Í baráttu yðar við syndina hafið þér ekki enn þá staðið í gegn, svo að blóð hafi runnið.

Saga kirkjunnar er saga sjálfsafneitunar, fórnar og dauða

Filippíbréfið 2:5-9

Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var. -6- Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur. -7- Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur. -8- Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi. -9- Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra,

Við lifum í samfélagi þar sem allir vilja láta þjóna sér. Við eigum réttindi, við skiljum réttindi okkar og stöndum með sjálfum okkur. Heilar nýjar kynslóðir ungs fólks hafa verið aldir upp við húmaníska hugmyndafræði þess að standa með sjálfum sér. Sálfræði hefur komið í stað almennrar skynsemi og Orðs Guðs.

Nú er ólöglegt að aga börn sín með vendinum. Þessir nýaldar “velgjörðarmenn” með gráður í sálfræði, sem hafa smeygt sér inn í stjórnsýsluna, hafa heilaþvegið heila kynslóð. Afleiðingin er lögleysa og óreiða.

Hræðileg skortur á góðri framkomu ungs fólks í dag er einkenni um skort á aga, raunverulegri kennslu og framkvæmd á því hvað sé rétt og rangt.

Rómverjabréfið 15:1-3

Skylt er oss, hinum styrku, að bera veikleika hinna óstyrku og hugsa ekki um sjálfa oss. -2- Sérhver af oss hugsi um náungann og það sem honum er gott og til uppbyggingar. -3- Kristur hugsaði ekki um sjálfan sig, heldur eins og ritað er: Lastyrði þeirra, sem löstuðu þig, lentu á mér.

Hefur þú einhvern tíma velt fyrir þér af hverju Jesús talaði aldrei gegn þrælahaldi á sínum tíma? Páll postuli hvatti þræla til að þjóna húsbændum sínum af trúmennsku.

Jesús boðaði aldrei að ríkisvöldum skyldi steypt með valdi. Hann hvatti okkur einfaldlega til að sýna eiginleika Guðs ríkis í allri auðmýkt, blíðlyndi og kærleika. Hann vissi að aðeins kærleikurinn getur sigrað hið illa.

Rómverjabréfið 12:21

Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu.

Rómverjabréfið 13:1-2

Sérhver maður hlýði þeim yfirvöldum, sem hann er undirgefinn. Því ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði, og þau sem til eru, þau eru skipuð af Guði. -2- Sá sem veitir yfirvöldunum mótstöðu, hann veitir Guðs tilskipun mótstöðu, og þeir sem veita mótstöðu munu fá dóm sinn.

Títusarbréf 2:9

Áminn þræla, að þeir séu undirgefnir húsbændum sínum og í öllu geðþekkir, ekki svörulir,

Skipanir Páls til húsbænda voru:

Kólossubréfið 4:1

Þér sem eigið þræla, veitið þeim það sem rétt er og sanngjarnt og vitið, að einnig þér eigið Drottin á himni.

Það eru hinir hógværu sem að lokum erfa jörðina, og þegar við verðum eins og lömb mun ljónið ganga með lambinu.

Saga frumkirkjunnar er saga þess að leggja líf sitt niður, taka upp krossinn og þjóna öllu mannkyni með kærleika.

Guð blessi þig!