SOTK – Vísdómur 8.hluti
Sjöundi stólpi viskunnar “Hræsnislaus”
Jakobsbréf 3:17
En sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus.
Þetta er sjöundi og síðasti stólpi viskunnar, þessir stólpar eru innri eiginleikar sem gera þig hæfan til að taka við vísdómi Guðs og þær eru grunnurinn sem sannur vísdómur byggir á.
Þeir innri guðlegu eiginleikar sem hafa verið þróaðir innra með þér ákvarða stöðu þína og sæti í ríki Guðs. Guð horfir ekki svo mikið á það sem við gerum, heldur horfir hann á hver við erum.
Síðara Pétursbréf 1:4-8
Með því hefur hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrirheit, til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakendur í guðlegu eðli, er þér hafið komist undan spillingunni í heiminum, sem girndin veldur. -5- Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu, -6- í þekkingunni sjálfsögun, í sjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, -7- í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika. -8- Því ef þér hafið þetta til að bera og farið vaxandi í því, munuð þér ekki verða iðjulausir né ávaxtalausir í þekkingunni (Visku) á Drottni vorum Jesú Kristi.
Ef þessir eiginleikar eru til staðar í þér munt þú raunverulega læra að þekkja Drottinn og þar að auki munt þú verða líkari honum, því þetta eru hans eiginleikar hans eða það sem Guð er.
Gríska orðið fyrir hræsni er *anupokritos* (505), sem þýðir bókstaflega leikari; þykjast; að vera tvöfaldur.
Farísearnir höfðu gert þetta að listformi
Lúkasarguðspjall 12:1
Fólk hafði nú flykkst að í tugum þúsunda, svo að nærri tróð hver annan undir. Jesús tók þá að tala, fyrst til lærisveina sinna: Varist súrdeig farísea, sem er hræsnin.
Matteusarguðspjall 23:28
Þannig eruð þér, sýnist hið ytra réttlátir í augum manna, en eruð hið innra fullir hræsni og ranglætis.
Við lifum í heimi plast eftirlíkinga, plast varð þekkt sem aukaefni, eitthvað sem líkir eftir hinu raunverulega. Í dag er erfitt að greina plast frá málmi, þetta er mynd eða skuggi samfélagsins sem við lifum í. Sjónvarpið mettar okkur með svokölluðum frægum einstaklingum sem eru sýndir sem frábærir menn, en fyrir flesta eru líf þeirra að innan hrörleg blekking, mynd af hræsni, leikur af leiklist.
Þegar við erum að leika berum við grímu
Drottinn opnaði einu sinni augun mín fyrir þessu á mjög myndrænan hátt. Þegar ég var að ganga niður götu í borginni sem ég bý, var allt í einu nær allir sem ég sá með grímu sem gerði þá mjög aðlaðandi. Gríman var haldin upp fyrir andlit þeirra með stiku eins og handfangi á botninum. Stundum slepptu þeir grímunni og mikið aflögð andlit komu í ljós. Ég hugsaði, drottinn, hvað er þetta og þá skyndilega man ég að á 16. til 18. öldinni héldu aðalsmenn veislur og komu með grímu sem var haldin yfir andlitinu með stiku.
Hræsnin er að bera grímu og þykjast vera eitthvað sem við erum ekki. Það sem var ógnvekjandi við þessa upplifun var þegar ég fór næst í kirkju til að predika, þá var næstum allur söfnuðurinn með svipaðar grímur, ekki bókstaflega, heldur í andlega heiminum, en hvað var undir grímunni???
Það sem kristnir menn átta sig ekki á er að þegar þeir eru að þykjast vera eitthvað sem þeir eru ekki, eru þeir að bera grímu sem er raunveruleg í andlega heiminum. Hræsnin er leiklist og þú byrjar í raun að taka upp falskan persónuleika.
Að leika hlutverk er hættulegt
Fyrir nokkrum árum gaf kona líf sitt til Drottins undir þjónustu minni. Þessi kona var í fullu starfi sem leikkona. Þegar hún gaf líf sitt til Drottins hófst barátta, hún byrjaði að skipta á milli mismunandi persónuleika, persónuleika sem hún hafði leikið út í ferli sínu sem leikkona. Þetta var ekki það sem almennt er þekkt sem margþætt persónuleikaröskun. Það sem ég fann var að þessir persónuleikar voru raunverulegar djöflalegar verur. Biblían segir okkur að hræsni sé synd, Lúkas 12:1. Hræsni er nefnd sem súrdeig, sem er synd. Sú synd opnar rás inn í líf manns þar sem djöfulegar verur geta ferðast inn í þann einstakling.
Þessi kona þurfti mikla frelsun áður en hennar raunverulega persóna byrjaði að koma fram. Margir frægir leikarar í dag viðurkenna að þeir viti ekki hverjir þeir eru. Þegar þú setur á þig annan persónuleika eða leikur út eitthvað sem þú ert ekki, opnar sú hræsni þig fyrir andlega heiminum þar sem þú getur orðið undir áhrifum þess sem þú þykist vera.
Matteusarguðspjall 23:28
Þannig eruð þér, sýnist hið ytra réttlátir í augum manna, en eruð hið innra fullir hræsni og ranglætis.
Okkur er sagt að íklæðast Jesú Kristi
Galatabréfið 3:27
Allir þér, sem eruð skírðir til samfélags við Krist, þér hafið íklæðst Kristi.
Kólossubréfið 3:10 & 14
-10- og íklæðst hinum nýja, sem endurnýjast til fullkominnar þekkingar og verður þannig mynd skapara síns.
-14- En íklæðist yfir allt þetta elskunni, sem er band algjörleikans.
Við erum beðin um að klæða okkur í Drottin Jesú, að klæða okkur í dyggðir Hans og karakter, því fræið Hans er innra með okkur, og þegar við beitum eða setjum á okkur þessa guðlegu eiginleika með vali, losum við það fræ sem er innra með okkur og verðum líkir Honum.
Þetta er andleg lögmál sem virkar bæði með ljósi og myrkri
Hvað hefur þetta með visku að gera?
Þegar þú berð grímu, þá virkar gríman sem sía, sem þýðir að allt sem kemur frá Guði til þín fer í gegnum síuna og kemur út á hinum endanum verulega skekkt og mengað út af falskri útgáfu af “þér”. Gríman mun spilla hreinleika þess sem Guð er að miðla. Við verðum að vera laus við hræsni, leiklist og þykjustu. Biblían kallar þennan feril helgun, að skilja okkur frá því sem spillir.
Jóhannesarguðspjall 17:17
Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur.
Stundum getur sannleikurinn skorið djúpt í þá vegu sem við lifum, en hlýðni við sannleikann hefur helgandi, hreinsandi áhrif.
Síðara Tímóteusarbréf 2:21
Sá sem fær sig hreinan gjört af slíku, mun verða ker til viðhafnar, helgað og hagfellt húsbóndanum, hæfilegt til sérhvers góðs verks.
Því fleiri hyljur eða grímur sem eru fjarlægðar, þeim mun skýrari verður aðgangur okkar að ríki Guðs. Þessar hyljur skyggja og hindra getu okkar til að sjá ríki Guðs.
Matteusarguðspjall 5:8
Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.
Síðara Korintubréf 3:18
En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins.
Gríska orðið fyrir “óhjúpuðu andliti” í þessu vers eru orðið anakalupto: G343, sem þýðir bókstaflega “andlit án hylju/grímu”.
Því fleiri grímur eða hyljur sem eru fjarlægðir, þeim mun skýrari verður sjón okkar inn í ríki Guðs. Að horfa á andlit Jesú verður æ skýrara, sem aftur gerir okkur kleift að taka við hans áhrifum og breytast í mynd hans, og verða þar með öflugri.
Þá höfum við lokið kennslu okkar á viskunni, ég vona að þær hafi hjálpað þér.
Guð blessi þig!