SOTK – Örk sáttmálans snýr aftur 2.hluti

SOTK – Örk sáttmálans snýr aftur 2.hluti

Tjaldbúð Davíðs

Öll musterin eða tjaldbúðirnar í ritningunni þjónuðu sem bústaður Guðs og hafa spámannlega þýðingu fyrir kirkjuna og einstaklinginn. Hins vegar hefur tjaldbúð Davíðs mikla spádómlega þýðingu fyrir okkur í dag.

Það er mikinn sannleika og opinberun að finna í því að rannsaka tjaldbúð Móse og musteri Salómons, hins vegar sagði Guð ekki að hann myndi endurreisa musteri Salómons eða tjaldbúð Móse. Hann sagði hins vegar að hann myndi endurreisa tjaldbúð Davíðs.

Bæði Gamla og Nýja Testamentið staðfesta þetta.

Amos 9:11

Á þeim degi mun ég endurreisa hina föllnu tjaldbúð Davíðs. Ég mun hlaða upp í veggskörðin og reisa hana úr rústum og gjöra hana upp aftur, eins og hún var fyrr meir,

Postulasagan 15:16

Eftir þetta mun ég aftur koma og endurreisa hina föllnu tjaldbúð Davíðs. Ég mun reisa hana úr rústum og gjöra hana upp aftur,

Árangurinn sem mun nást af því að endurreisa þessa tjaldbúð er skýr í Amos 9:13-15.

Amos 9:13

Sjá, þeir dagar munu koma, segir Drottinn að erjandinn skal ná kornskurðarmanninum og víntroðslumaðurinn sáðmanninum. Þá munu fjöllin löðra í vínberjalegi og hálsarnir verða í einu flóði.

Amos 9:12

til þess að þeir nái undir sig leifum Edóms og öllum þeim þjóðum(heiðingjunum), sem nafn mitt hefir verið nefnt yfir segir Drottinn, sá er þessu mun til vegar koma.

Þetta er ekki bara spádómur fyrir gyðinga heldur líka fyrir kirkjuna sem er dreifð á meðal allra þjóða.

Endurreisn tjaldbúðar Davíðs leiðir af sér stærstu andlegu uppskeru allra tíma.

Amos 9:13-14

Sjá, þeir dagar munu koma, segir Drottinn að erjandinn skal ná kornskurðarmanninum og víntroðslumaðurinn sáðmanninum. Þá munu fjöllin löðra í vínberjalegi og hálsarnir verða í einu flóði. -14- Þá mun ég snúa við högum lýðs míns Ísraels. Þeir munu byggja upp hinar eyddu borgir og búa í þeim, planta víngarða og drekka vín úr þeim, búa til aldingarða og eta ávöxtu þeirra.

Tímaramminn er útlistaður í 15. versi. Þegar Ísrael snýr aftur til heimalandsins.

Amos 9:15

Og ég vil gróðursetja þá í landi þeirra, svo að þeir skulu ekki framar upprættir verða úr landi sínu, því er ég hefi gefið þeim segir Drottinn, Guð þinn.

Þann 14. maí 1948 varð Ísrael fullvalda þjóð með eigið sitt land. Það ár sáum við upphafið að mikilli hreyfingu Guðs. Frá árinu 1948 fór mikil lækningarvakning Guðs um jörðina. Menn eins og William Branham, T.L. Osborne, Tommy Hicks, Oral Roberts, Billy Graham og margir aðrir menn og konur voru alin upp í kraftmikilli hreyfingu Guðs. Þessi vakning var bara spámannlegt tákn um það sem mun koma fram á okkar dögum. Við munum sjá marga af þessum mönnum fara heim til dýrðar. Þegar við sjáum það gerast, munum við vita að fyllingin sem spáð var um tjaldbúð Davíðs er við það að brjótast fram á jörðinni.

Stærð uppskerunnar sést greinilega í 13. versi

Amos 9:13

Sjá, þeir dagar munu koma, segir Drottinn að erjandinn skal ná kornskurðarmanninum og víntroðslumaðurinn sáðmanninum. Þá munu fjöllin löðra í vínberjalegi og hálsarnir verða í einu flóði.

Tímanum verður flýtt á milli sáningu og uppskeru þannig að um leið og fræinu er plantað kemur það fram.

Við sáum táknræna uppfylling á þessu í frumkirkjunni. (Sjá Postulasöguna 15:16)

Það var líka táknræn uppfylling á þessu árið 1948. En fullkomin og endanleg uppfylling á þessu mun koma fram á þeim dögum sem eru framundan.

Tveir stórviðburðir tengjast endurbyggingu tjaldbúðar Davíðs.

  1. Bókstaflega endurfæðing Ísraels í heimalandi sínu
  2. Lokauppskeran

Til að skilja tjaldbúð Davíðs verðum við að skilja hjarta Davíðs og tímann sem hann lifði á.

Davíð varð að taka Jerúsalem til baka og Síonfjall áður en hann gat komið með örkina aftur. Til þess varð hann að sigra Jebúsíta. Jebúsítar var síðasti óvinurinn sem var sigraður í landvinningum fyrirheitna landsins.

Hver var þessi síðasti óvinur og hvað táknaði hann?

Ísrael þarf að sigra sjö þjóðir til að ná landinu að fullu, síðastir þeirra voru Jebúsítar. (Sjá Jósúabók 3:10)

Síðari Samúelsbók 5:6-7

Konungur og menn hans fóru til Jerúsalem í móti Jebúsítum, sem bjuggu í því héraði. Jebúsítar sögðu við Davíð: Þú munt eigi komast hér inn, heldur munu blindir menn og haltir reka þig burt. Með því áttu þeir við: Davíð mun ekki komast hér inn. -7- En Davíð tók vígið Síon, það er Davíðsborg.

Þessir sex óvinir Drottins eru taldir upp í Orðskviðunum 6.kafla og þetta eru einkenni þessara þjóða.

Orðskviðirnir 6:16-19

Sex hluti hatar Drottinn og sjö eru sálu hans andstyggð: -17- drembileg augu, lygin tunga og hendur sem úthella saklausu blóði, -18- hjarta sem bruggar glæpsamleg ráð, fætur sem fráir eru til illverka, -19- ljúgvottur sem lygar mælir, og sá er kveikir illdeilur meðal bræðra.

Síðasti óvinurinn til að sigrast á er: Sá sem sáir ósætti meðal bræðra.

Eðli Jebúsíta var að sá ósætti: Það þarf að yfirstíga þennan óvin í kirkjunni. Eðli og umfang komandi uppskeru krefst einingu meðal bræðranna, við verðum að vinna saman sem ein kirkja, hver með sínar gjafir og hæfileika sem vinna sem ein heild, hún þarf ekki lengur að vera „mín kirkja heldur kirkjan“.

Ég hef notið þeirra forréttinda að vera fluttur til himna nokkrum sinnum og eitt af því sem ég varð var við, það voru engar kirkjur, engar kirkjudeildir, engin óeining á himnum. Ég trúi því að Guð kalli líkama fólks saman með svipuð örlög, til að ná tilætluðum markmiðum í vilja Guðs. Kirkjan í Kína er mest vaxandi kirkja í heiminum í dag, en það er engin sýnileg kirkjubygging fyrir utan svokallaðar kirkjur sem eru undir stjórn ríkisins.

Nú er ég meðvitaður um þrá Drottins þegar hann sagði okkur að biðja.

Matteusarguðspjall 6:10

Til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.

Hvernig færum við þetta yfir í kirkjustofnunina í dag? Ég trúi ekki að Guð sé á móti því að við byggjum byggingar til að hittast saman í, vandamálið liggur í hugmyndafræði okkar um kirkjuna og hvernig hugarfar forstöðumanna hefur verið litað að því halda fólkinu í kirkjunni sinni

Hugsaðu þér, trúað fólk eyðir að meðaltali 4 klukkustundum af 40 tíma viku í kirkju! Það fer ekki mikill tími í kirkjuna, það sem eftir er vikunnar eru þeir úti í heiminum, á vinnustaðnum. Það er kominn tími til að fara með kirkjuna út á markaðstorgið. Nú veit ég að við þurfum forstöðumenn og restina af fimmföldu þjónustunni og við þurfum að koma saman. En hinir ófrelsuðu koma ekki til okkar í kirkjuna. Kirkjan þegar hún kemur saman ætti að vera bæna- og undirbúningstími til að þjálfa fólkið til að fara með Krist út í heiminn.

Við verðum að sigra Jebúsítana og hætta að berjast hvort við annað.

Sýnin sem Rick Joyner fékk varðandi kirkjuna á eyjunni þarf að lesa aftur og aftur. Þegar stríðið á milli bræðra í kirkjunni stöðvast, mun uppskeran hefjast. Þegar við sem forstöðumenn náum þeim stað að við erum mjög ánægð með að sjá fólk frelsast í kirkjunni okkar sem endar svo á því að fara í aðra kirkju, erum við komin langt með að ná hjarta, eftir hjarta Guðs, og staðsetja okkur til að verða hluti af næstu stóru vakningu Guðs.

Það er mjög áhugavert að hafa í huga að hægt er að finna kristnar vefsíður sem tala illa um næstum allar stærstu trúarhreyfingar í heiminum í dag. Gott er að hafa í huga að við uppskerum líkt og við sáum. Ef við viljum sjá áþreifanlega dýrð tjaldbúðar Davíðs munum við líka sjá Ananías og Safíra falla niður dauð.

Örkin getur ekki snúið aftur á sinn stað fyrr en Jebúsítar eru sigraðir í okkar eigin lífi, að hætta að sá ósætti milli bræðra.

Guð blessi þig!

SOTK – Örk sáttmálans snýr aftur 1.hluti

SOTK – Örk sáttmálans snýr aftur 1.hluti

Fyrir nokkru síðan varð ég fyrir spámannlegri reynslu þar sem Drottinn Jesús birtist mér og eitt af mörgu sem hann sagði við mig um eftirfarandi. Hann sagði að ætt Sáls væri að deyja og að ætt Davíðs yrði staðfest.

Þetta var á þeim tíma þegar spámannlega hreyfingin var farin að fá athygli. Drottinn gaf mér fjölda ritninga til að hugleiða sem ég mun deila með ykkur.

Síðari Samúelsbók 3:1

Þegar ófriðurinn milli Sáls húss og Davíðs húss tók að gjörast langvinnur, þá efldist Davíðs hús meir og meir, en Sáls húsi hnignaði meir og meir.

Fyrri Samúelsbók 15:35

Og Samúel sá ekki Sál upp frá því allt til dauðadags, því að Samúel var sorgmæddur út af Sál, og Drottin iðraði þess, að hann hafði gjört Sál konung yfir Ísrael.

Ríki Sáls táknaði reglu sem Guð blessaði, en Sál var maður holdsins. Fólkið hafði skipað hann vegna þess að hann var mjög hávaxinn og barðist vel en hann var maður sem átti í óleystum vandamálum í lífi sínu, ekki síst ágirnd og öfund, hið ytra leit vel út en að hið innra var allt í óreglu.

Áherslan í húsi Sáls var kraftur, án karakters. Eftir að Sál óhlýðnaðist Drottni, hafnaði Guð honum. Sál var sérstaklega sagt að taka ekki neitt af herfanginu og hann óhlýðnaðist Drottni

Fyrri Samúelsbók 15:14 & 23

-14- En Samúel mælti: Hvaða sauðajarmur er það þá, sem ómar í eyru mér, og hvaða nautaöskur er það, sem ég heyri?

-23- Þrjóska er ekki betri en galdrasynd, og þvermóðska er ekki betri en hjáguðadýrkun og húsgoð. Af því að þú hefir hafnað skipun Drottins, þá hefir hann og hafnað þér og svipt þig konungdómi.

Guð var að leita að hreinleika hjartans sem birtist í hlýðni við Drottin, en Sál mistókst og hús Sáls fór í hnignun.

Fyrri Samúelsbók 15:35

Og Samúel sá ekki Sál upp frá því allt til dauðadags, því að Samúel var sorgmæddur út af Sál, og Drottin iðraði þess, að hann hafði gjört Sál konung yfir Ísrael.

Sál var leystur frá spámannlegri smurningu og orði Drottins, Samúel kom ekki framar til hans.

Nærvera og dýrð Drottins var tekin frá Ísrael þegar örk sáttmálans var tekin af Filistum.

Þetta voru endalok tímabils.

Guð er staðráðinn í að fjarlægja hold mannsins úr kirkjunni og gera okkur algjörlega eitt með sjálfum sér. Ekki með valdi né krafti heldur fyrir anda minn segir Drottinn.

Fyrri Samúelsbók 13:14

En nú mun konungdómur þinn ekki standa. Drottinn hefir leitað sér að manni eftir sínu hjarta, og hann hefir Drottinn skipað höfðingja yfir lýð sinn, því að þú hefir ekki gætt þess, er Drottinn fyrir þig lagði.

Þegar Elí prestur frétti að örkin hafði verið tekin féll hann af stólnum og hálsbrotnaði.

Fyrri Samúelsbók 4:15-18

En Elí var níutíu og átta ára gamall og augu hans stirðnuð, svo að hann mátti ekki sjá. -16- Og maðurinn sagði við Elí: Ég kem úr orustunni, ég flýði í dag úr orustunni. Þá sagði Elí: Hvernig hefir það gengið, sonur minn? -17- Maðurinn, sem tíðindin flutti, svaraði og mælti: Ísrael er flúinn fyrir Filistum, og líka var mikið mannfall meðal fólksins, og einnig eru báðir synir þínir, þeir Hofní og Pínehas, dauðir, og Guðs örk er tekin. -18- En er hann nefndi Guðs örk, þá féll Elí aftur á bak úr stólnum við hliðið og hálsbrotnaði, og varð það hans bani, því að hann var gamall maður og þungur. En hann hafði verið dómari í Ísrael í fjörutíu ár.

Talan fjörutíu í ritningunni er tala kynslóðar.

Eli hafði verið prestur í 40 ár, en nú var tímabili lokið, heil kynslóð hafði liðið undir lok.

Fyrri Samúelsbók 4:19 & 21

-19- Tengdadóttir hans, kona Pínehasar, var þunguð og komin að falli, og er hún heyrði tíðindin, að Guðs örk væri tekin og tengdafaðir hennar og maður dauðir, þá hné hún niður og fæddi, því að jóðsóttin kom yfir hana.

-21- heldur nefndi sveininn Íkabóð og sagði: Horfin er vegsemdin frá Ísrael vegna þess að Guðs örk var tekin, og vegna tengdaföður síns og manns síns.

Skipun Davíðs sem konungs Ísraels hóf nýtt tímabil fyrir þjóðina. Davíð táknaði mann eftir hjarta Guðs, það er það sem Guð er að leita að í dag. Karlar og konur sem hafa hjarta eftir hjarta Guðs, hjarta sem er gefið upp fyrir vilja Guðs, mann af sama eðli og Guð.

Á meðan áttu Filistear í vandræðum með örkina og ákváðu að senda hana aftur til Ísraels. Þegar hún kom til Ísraels áttu Ísraelsmenn líka í vandræðum með hana, miklum vandræðum.

Örkin kom á stað sem heitir Bet-Semes og fólkið þar fagnaði því að örkin var að snúa aftur til Ísraels. Menn frá Bet-Semes lyftu upp lokinu á örkinni og á einu augnabliki dóu 50.000 manns, urðu að ösku.

Hvers vegna gerðist þetta? Þau voru ekki tilbúin, ekki nógu helguð til að standa í Shekinah dýrðinni. Þetta er ein af ástæðum þess að Guð starfar í helgun og heilagleika, til að gera kirkjuna tilbúna fyrir endurkomu sína, örk sáttmálans í allri sinni fyllingu.

Fyrri Samúelsbók 6:20

Og Bet Semes-búar sögðu: Hver fær staðist fyrir Drottni, þessum heilaga Guði? Og til hvers mun hann nú fara, er hann fer frá oss?

Það tók Ísrael meira en 20 ár að koma örkinni aftur til Jerúsalem sbr. Fyrri Samúelsbók 7:1. Á þessum tíma hélt hópur presta áfram með helgisiði og fórnir, en Guð var ekki þar. Það var líkt kirkju eða kirkjudeild án nærveru og krafts Guðs.

Örkin er að koma aftur til kirkjunnar

Þú segir, örkin er komin aftur! Við höfum kraft og smurningu og Guð er að gera góða hluti. Stoppum augnablik og gerum raunveruleikaskoðun.

Postulasagan 2:41

En þeir, sem veittu orði hans viðtöku, voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir.

Postulasagan 4:4

En margir þeirra, er heyrt höfðu orðið, tóku trú, og tala karlmanna varð um fimm þúsundir.

Þetta var normið fyrir frumkirkjuna. Hversu margir í kirkjunni þinni hafa verið vistaðir og skírðir í heilögum anda á síðustu vikum? Ég er ekki að reyna að draga úr þér, ég er að reyna að hvetja þig. Það sem við höfum um þessar mundir er bara dropi í fötu af því sem Guð hefur ætlað þessari kynslóð. Þó að við kunnum að meta allt sem við höfum á þessum tíma verðum við að viðurkenna að það er ekki nóg til að mæta þörf þessarar kynslóðar! Hins vegar er örkin að koma aftur í fyllingu sinni. Snemma á áttunda áratugnum sáum við vott af örkinni þegar hin karismatíska hreyfing sleppti bylgju Guðs um allan heim.

Vakning er þegar Guð færir kirkjuna aftur í fyrra horf, vandamálið er að við töpum vakningunni yfirleitt mjög fljótt.

Hvernig ætlum við að endurheimta örkina í allri sinni fyllingu?

Davíð sagði:

Fyrri Kroníkubók 13:3 & 7

-3- Skulum vér sækja örk Guðs vors, því að á dögum Sáls höfum vér ekki spurt um hana.

-7- Og þeir óku örk Drottins á nýjum vagni úr húsi Abínadabs, og stýrðu þeir Ússa og Ahjó vagninum.

Slæm ákvörðun

Þeir reyndu að skila örkinni á vagni gerðum af mönnum. Kynningar og vakningafundir fæddar fram af hugmyndum manna munu ekki færa örkina aftur, skrefin að farsælu fyrirtæki mun ekki byggja upp ríki Guðs. Við þurfum ekki notendavæna kirkju, við þurfum kirkju þar sem Guð býr í krafti og dýrð.

Taktu eftir nöfnum þeirra sem óku kerrunni: Abinadab, Uzza og Ahio, þessi nöfn eru þarna af ástæðu.

Abinadab á hebresku þýðir “Faðir aðalsins”.

Uzza þýðir “Styrkur”.

Ohio þýðir “Bræðralag”.

Þarna höfum við “Sterkan aðalsmann í bræðralagi”.

Allt ferlið var öflugt og göfugt og í einingu en algjörlega manns hugmynd, þau sungu dansandi en eitthvað var ekki rétt. Svo leiðir Guð þá á þreskivöllinn.

Fyrri Kroníkubók 13:8-9

Og Davíð og allur Ísrael dansaði fyrir Guði af öllum mætti, með söng, gígjum, hörpum, bumbum, skálabumbum og lúðrum. -9- En er komið var að þreskivelli Kídons(Þýðir á hebresku, eyðing), rétti Ússa út höndina til þess að grípa í örkina, því að slakað hafði verið á taumhaldinu við akneytin.

Þreskivöllur er hannaður til að skilja hið sanna frá hinu falska, hveiti frá hismið.

Fyrri Kroníkubók 13:10

Þá upptendraðist reiði Drottins gegn Ússa, og hann laust hann þar, af því að hann hafði gripið hendi sinni í örkina, og dó hann þar fyrir augliti Guðs.

Uzza hinn sterki er dáin. Hvers vegna? Hann lagði hönd sína á örkina! Hvað þýðir það eða hver er lexían sem Guð er að reyna að koma á framfæri?

Uzza var að gera eitthvað sem hann var ekki vígður og smurður til að gera. Við getum ekki skipað okkur hlutverk í ríki Guðs, aðeins Guð getur gert það. Það eru margir í sjálfskipuðum stöðum í kirkjunni í dag sem Guð vill leysa úr áður en örkinni verður sleppt á meðal okkar.

Hebreabréfið 5:1 & 4

-1- Svo er um hvern æðsta prest, sem úr flokki manna er tekinn, að hann er settur fyrir menn til þjónustu frammi fyrir Guði, til þess að bera fram gáfur og fórnir fyrir syndir.

-4- Enginn tekur sér sjálfum þennan heiður, heldur er hann kallaður af Guði, eins og Aron.

Það eru margar kirkjur til sem ekki voru fæddar af Guði, einnig forstöðumenn, trúboðar, sem og fólk í öðrum stöðum sem eru jafnvel alls ekki kallaðar í fimmföldu þjónustuna. Við erum á tímum breytinga svo við getum á nýjan leik tekið á móti örkinni og öllu sem henni fylgir á meðal okkar. Þetta er ekki bara tími endurstillingar, heldur er þetta náðartími þar sem hjörtu okkar eru hreinsuð svo að við munum ekki hindra, andmæla eða leggja hönd okkar á örkina þegar hún kemur aftur.

Örkin eru að koma aftur og margt af því sem Guð er að gera í dag er að gera okkur tilbúin fyrir þessa miklu birtingu nærveru Guðs.

Guð blessi þig!

SOTK – Trúin er lykill að nýjum veruleika 3.hluti

SOTK – Trúin er lykill að nýjum veruleika 3.hluti

Andleg vitund, trú og þroski

Það er fyrir andlega vitund að við byrjum og höldum áfram að vaxa og þroskast.

Jóhannesarguðspjall 5:19

Þessu svaraði Jesús og sagði við þá: Sannlega, sannlega segi ég yður: Ekkert getur sonurinn gjört af sjálfum sér, nema það sem hann sér föðurinn gjöra.

Jóhannesarguðspjall 1:51

Og hann segir við hann: Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér munuð sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og stíga niður yfir Mannssoninn.

Vitund

Jóhannesarguðspjall 5:30

Ég megna eigi að gjöra neitt af sjálfum mér. Ég dæmi samkvæmt því, sem ég heyri, og dómur minn er réttvís, því að ég leita ekki míns vilja, heldur vilja þess, sem sendi mig.

Að þróa meðvitund er mjög mikilvægt fyrir þitt andlega líf. Ritningarnar gera ljóst að Guð vill að þú hafir meðvitund um það ríki sem hann, Guð býr í, hið andlega ríki. Þegar þú þróar meðvitund muntu vaxa hratt í Guði. Til þess að meðvitaður um það sem Guð er að gera í sínu andlega ríki, þarftu að þróa andlega meðvitund.

Adam gat gengið með Guði, talað við hann og var almennt meðvitaður um nærveru hans. Öll skynfæri hans voru opin fyrir andasviðinu, sjón, snerting, heyrn, bragð og lykt.

Raunveruleg trú krefst þess að þú getir tekið á móti samskiptum Guðs til þín. Trú kemur af heyrn, í einum skilningi er öll tilvera þín risastórt eyra, stórt loftnet sem þú notar til að taka við sendingum frá ríki Guðs. Þú getur tengst Drottni með tilfinningum þínum, þar sem þér líður eins og Drottni líður. Þú getur tengst með snertingu eða líkamlegum þrýstingi. Ég finn oft fyrir smurningunni sem léttum þrýsting í kringum efra ennið á mér sem er í kringum hárlínuna (ef þú ert enn með allt hárið). Áhrif andans á líkama þinn er nokkuð algengt, þó það sé ekki alltaf tekið trúanlegt. Hefur þú einhvern tíma lent í aðstæðum í kringum fólk eða staði þar sem léttur skjálfti fór í gegnum þig? Það getur verið að þú sért í návist hins illa, oft er það andi, manneskja eða staður þar sem illt hefur verið framið og leifar er enn til staðar. Þetta er nokkuð algengt þar sem morð hefur átt sér stað eða einhver önnur gróf illska og umhverfið er enn undir áhrifum voðaverksins.

Rétt eins og í þessum líkamlega heimi höfum við getu til að finna lykt, í andaheiminum er lykt einnig raunveruleg . Sérhver illur andi hefur sérstaka lykt. Á himnum eru sumar lyktir stórkostlegar. Ég stóð einu sinni í mjög stórum garði á himnum með Drottni og lyktin var svo ótrúleg að ég fann hvernig hún læknaði mig. Hefur þú einhvern tíma verið á heimili sem var hreint, en hafði lykt af fátækt þar? Andi fátæktar hefur ákveðna lykt hvort sem heimilið er hreint eða ekki.

Andleg vitund er mikilvæg ef þú ætlar að ganga með Drottni og vera í samskiptum við hann. Trú kemur í gegnum samskipti við Drottinn.

Sálmarnir 34:8

Finnið(Taste) og sjáið, að Drottinn er góður, sæll er sá maður er leitar hælis hjá honum.

Ein af leiðunum sem gjöfin að greina anda virkar er í gegnum bragðskynið. Ákveðna illa anda er hægt að greina með smá bragðbreytingu í munni þínum, súrt bragð, sýrubragð, málmkennt bragð og svo framvegis. Þú verður að vera meðvitaður og læra hvað þessi fíngerðu brögð geta þýtt þegar þau koma fram. Þú getur stundum skynjað að Drottinn sé nálægur með því að skynja lykt eða bragð.

Ótti er óvinur trúarinnar

Hversu mikið hafa aðstæður áhrif á meðvitund þína? Ef þú ert með ótta: Þá ert þú meira meðvitaður um aðstæður þínar en þú ert meðvitaður um Drottin.

Pétur sem gekk á vatni

Matteusarguðspjall 14:29-30

Jesús svaraði: Kom þú! Og Pétur sté úr bátnum og gekk á vatninu til hans. -30- En sem hann sá rokið, varð hann hræddur og tók að sökkva. Þá kallaði hann: Herra, bjarga þú mér!

Taktu eftir hvernig breytinginn meðvitund hafði áhrif.

Pétur varð meðvitaður um aðstæður sínar þegar vitund hans færðist frá Drottni yfir á umhverfið og hann fór að sökkva. Þú munt alltaf byrja að sökkva þegar þú tekur augu þín af Drottni.

Þú verður að vera meðvitaðari um Drottin en vandamál þín.

Páll postuli var óttalaus í storminum vegna þess að hann var meðvitaður um Drottin

Postulasagan 27:22-23

En nú hvet ég yður að vera vonglaðir, því enginn yðar mun lífi týna, en skipið mun farast. -23- Því að á þessari nóttu stóð hjá mér engill þess Guðs, sem ég heyri til og þjóna,

Öll sönn þjónusta flæðir út frá vitund

Ég geri aðeins það sem ég sé og heyri. Það er því ekki frá þér heldur Guði.

Smurningin í Sakaríabók er táknuð með ljósastikunni.

Sakaría 4:2-3 & 6

Og sagði við mig: Hvað sér þú? Ég svaraði: Ég sé ljósastiku, og er öll af gulli. Ofan á henni er olíuskál og á henni eru sjö lampar og sjö pípur fyrir lampana. -3- Og hjá ljósastikunni standa tvö olíutré, annað hægra megin við olíuskálina, hitt vinstra megin.

-6- Þá tók hann til máls og sagði við mig: Þetta eru orð Drottins til Serúbabels: Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn! segir Drottinn allsherjar.

Olían eða smurningin fóðraði lampann, það eina sem lampinn þurfti að gera var að vera til staðar og brenna.

Þú getur annað hvort verið kerti eða lampi: Kerti eyðir sjálfu sér, lampi fær olíu frá öðrum uppruna en sjálfum sér.

Fílemonsbréfið 1:6

Ég bið þess, að trú þín, sem þú átt með oss, verði mikilvirk í þekkingunni á öllu því góða, sem tilheyrir Kristi.

That the communication of thy faith may become effectual by the acknowledging of every good thing which is in you in Christ Jesus. KJV

Ekki sjálfstraust sem slíkt, heldur Guð meðvitað traust

Merki um vanþroska er hvatvísi. Að framkvæma eigin hugmyndir.

Trúðu og sjáðu

Vitund hefst með því að sjá hið ósýnilega með augum hjartans.

Sálmarnir 19:14

Ó að orðin af munni mínum yrðu þér þóknanleg og hugsanir hjarta míns kæmu fram fyrir auglit þitt, þú Drottinn, hellubjarg mitt og frelsari!

Hugsanir bæði á hebresku og grísku felur alltaf í sér ímyndunarafl

Passaðu að allt sé gert út frá Orðinu svo Satan fá ekki aðgang að þér.

Síðan: Sjáðu fyrir þér allt sem tilheyrir þér í Kristi.

Sjáðu Drottinn fyrir þér. Sjáðu í huga þínum vilja Guðs fyrir þig. Sjáðu það og lifðu það.

Þegar byggt er á orði Guðs, eða á orði frá Guði er ímyndunaraflið þitt ekki blekking heldur veruleiki. Raunveruleikinn kemur frá hinu andlega ríki.

Notaðu ímyndunaraflið til að brjótast í gegnum hindranir til hins raunverulega. Þú átt að lifa í andanum með Drottni.

Jóhannesarguðspjall 4:24

Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika.

Breytingar eiga sér stað við upplifun

Síðara Korintubréf 3:18

En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins.

Umbreyting hefst með því skyggnast inn í hið ósýnilega, með því að nota ýmindunaraflið sem verkfæri.

Síðara Korintubréf 4:18

Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft.

Lestu Orðið, hugleiddu það, sjáðu sjálfan þig fyrir þér í því og að framkvæma það.

Virk trú eða vantrú

Orðskviðirnir 4:23

Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins.

Matteusarguðspjall 12:34

Þér nöðru kyn, hvernig getið þér, sem eruð vondir, talað gott? Af gnægð hjartans mælir munnurinn.

Rómverjabréfið 10:10

Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.

Ef þú segir: “Guð hjálpi mér”, þetta verður hræðilegur dagur. Þá verður hann það. Þú hefur virkjað vantrú.

Ef þú segir: “Þetta er góður dagur sem Guð hefur gert og kraftur Krists er innra með mér. Þú hefur virkjað trú.

Notaðu helgað ímyndunarafl þitt sem leið til að ganga með og eiga samfélag við Guð.

Uppfyllt fyrirheiti Guðs koma fram með því að sjá innra með þér það sem þú segist ganga í.

Trú er eins og hrár leir (efni) það hefur engin mynd fyrr en Guð talar við þig og opinberar vilja sinn, Orð sitt og fyrirheiti. Þá mótar ímyndunarafl hjarta þíns það í form og talar það áfram.

Guð blessi þig!

SOTK – Trúin er lykill að nýjum veruleika 2.hluti

SOTK – Trúin er lykill að nýjum veruleika 2.hluti

Í síðustu viku sáum við að í trú skapaði Guð alheiminn úr hlutum sem komu ekki fram eða sáust ekki. Við sáum líka að þegar trúnni er miðlað verður hluturinn til í hinu andlega. Trúin er sannfæring um það sem enn hefur ekki komið fram.

Hebreabréfið 11:3

Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs og að hið sýnilega hefur ekki orðið til af því, er séð varð.

Hebreabréfið 11:1

Trúin er fullvissa( eða efniviðurinn(substance,hupostasis)) um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.

Hvernig öðlumst við þessa trú?

Í Markúsarguðspjalli 11. kafla er okkur sagt að hafa trú Guðs.

Markúsarguðspjall 11:1

Jesús svaraði þeim: Trúið á Guð. (Upprunalegi textinn segir “hafið Guðs trú“, hvernig fáum við slíka trú?)

Ég hef heyrt sagt að við höfum öll trú, við þurfum ekki meira, trúarkorn á stærð við sinnepsfræ er nóg til að flytja fjöll. Þetta er misskilningur. Oft er dæmið notað að í hvert skipti sem þú sest á stól þá ertu að iðka trú, ekki alveg, það er traust. Trú er miklu meira en það, trú er áþreifanlegt efni sem hægt er að sjá í hinu andlega.

Rómverjabréfið 12:3

Fyrir þá náð, sem mér er gefin, segi ég yður hverjum og einum að hugsa ekki hærra um sig en hugsa ber, heldur í réttu hófi, og halda sér hver og einn við þann mæli trúar, sem Guð hefur úthlutað honum.

Áherslan í þessu versi er á mælikvarða trúarinnar, við fengum öll ákveðinn mælikvarða trúar þegar við endurfæddumst, trú til að trúa því að syndir okkar væru fyrirgefnar og við værum orðin börn Guðs, en þetta kom af því að heyra orð Guðs. Við eigum svo í framhaldi að ganga í trú og vaxa í trú.

Trúin kemur af því að heyra orð Guðs

Rómverjabréfið 10:17

Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krists.

Þetta felur í sér að stöðug miðlun trúar er nauðsynleg, trú kemur með því að heyra Guð tala til okkar, og það gefur til kynna að samband sé nauðsynlegt til að ganga í trúnni og vaxa. Til að halda áfram að ganga í trú þurfum við stöðugt á miðlun trúar frá Guði. Þegar Guð talar er trú miðlað og Guð talar á margan hátt, en þegar hann talar og við heyrum, þá er trú miðlað. Trú kemur með því að heyra orð (Rhema) Guðs, persónuleg orð til þín frá Guði.

Þegar trú er miðlað hefur þú sönnunargögnin um að sá hlutur sé nú til í hinu andlega: Trúin er sönnun þess sem enn hefur ekki sést.

Hvernig komum við því inn í okkar áþreifanlega líkamlega heim?

Jesaja 14:24

Drottinn allsherjar hefir svarið og sagt: Sannlega, það, sem ég hefi fyrirhugað, skal verða og það, sem ég hefi ályktað, skal framgang fá.

Síðara Korintubréf 4:13

Vér höfum sama anda trúarinnar sem skrifað er um í ritningunni: Ég trúði, þess vegna talaði ég. Vér trúum líka og þess vegna tölum vér.

Þessum alheimi er stjórnað af anda, andasviðið stjórnar líkamlega sviðinu, allt er fyrst til í hinu andlega. Til þess að koma því sem er til í hinu andlega, inn í hið líkamlega, ÞARF TALAÐ ORÐ.

Þegar þú hefur trú verður þú að TALA ÞAÐ ÚT. Ég trúði, þess vegna talaði ég.

Markúsarguðspjall 11:1

Jesús svaraði þeim: Trúið á (eins og) Guð.

Fyrst að trú er gefin, hefur þú sannanir fyrir því að það sem þú ert að trúa á, sé nú til.

Markúsarguðspjall 11:23

Sannlega segi ég yður: Hver sem segir við fjall þetta: Lyft þér upp, og steyp þér í hafið, og efar ekki í hjarta sínu, heldur trúir, að svo fari sem hann mælir, honum mun verða að því.

Hver sem segir.
Og efar ekki í hjarta sínu.
Heldur trúir að svo fari sem hann mælir.
Honum mun verða af því.
Þetta eru orð Jesú sem talaði aðeins sannleika.

Þú verður að segja og ekki efast í hjarta þínu. Orðið efi hér er af gríska orðinu “diakrino”, þetta orð þýðir; að aðskilja rækilega eða gera mismun á. Það þýðir að hafa aðra andlega sýn en það sem þú ert að trúa á.

Þegar Guð talar til þín skapar það orð hugarsýn í hjarta þínu og sú sýn er sjónræn sönnun þess að hluturinn sem þú hefur trú á sé til. Þú sérð það.

Orðið efi þýðir að hafa aðra andlega mynd af því sem þú ert að trúa á. Þú mátt ekki efast með hjarta þínu eða ímyndunarafli, þú verður að varpa öllu niður sem er andstætt hinni sönnu sýn.

Margir kristnir trúa á til dæmis velmegun, en í hjarta sínu búa þeir sig undir að bregðast, þeir verja sig og það sem þeir eru að treysta á, með því að hafa viðbragðsáætlun ef það gengur ekki upp.

Þegar þú veist að Guð hefur talað þá verður þú að gera það orð líkamlegt, gera það raunverulegt. Baráttan er alltaf við efan í huganum eða í ímyndunaraflinu.

Tunga þín, orðin sem þú talar, eru tengd sýn hjarta þíns sem stjórnar lífi þínu.

Þú verður að samræma orð þín við sýn hjarta þíns. Orð framkvæma sýn hjarta þíns.

Fyrsta Mósebók 1:2-3

Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi Guðs sveif yfir vötnunum. -3- Guð sagði: Verði ljós! Og það varð ljós.

Andi Guðs grúfði yfir vötnunum og GUÐ SAGÐI verði ljós og það varð ljós. Heilagur andi getur ekki myndað sýn hjarta þíns fyrr en þú hefur talað það út og haldið áfram að trúa því orði án efa.

Þú verður að lifa í samræmi við orð þín. Oft ertu að byggja eitthvað upp og á næsta augnabliki að rífa það niður með andstæðum orðum.

Hebreabréfið 3:1

Bræður heilagir! Þér eruð hluttakar himneskrar köllunar. Gefið því gætur að Jesú, postula og æðsta presti játningar vorrar.

Hebreabréfið 3:6

en Kristur eins og sonur yfir húsi hans. Og hans hús erum vér, ef vér höldum djörfunginni og voninni, sem vér miklumst af.

Hebreabréfið 4:14

Er vér þá höfum mikinn æðsta prest, sem farið hefur í gegnum himnana, Jesú Guðs son, skulum vér halda fast við játninguna.

Haltu fast í hjarta þínu og munni, játningu þína, orðin sem þú talaðir eftir að trúin var komin til þín. Ekki efast í huganum eða með ímyndunaraflinu og þú munt fá það sem þú segir.

Þróaðu samband, göngu með Drottni og þú munt heyra og vaxa stöðuglega í trú, þú munt fara frá trú til trúar, ganga með Drottni og gera vilja hans og færa andrúmsloft himnaríkis til jarðar hvert sem þú ferð.

Rómverjabréfið 1:17

Því að réttlæti Guðs opinberast í því fyrir trú til trúar, eins og ritað er: Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.

Guð blessi þig!

SOTK – Trúin er lykill að nýjum veruleika 1.hluti

SOTK – Trúin er lykill að nýjum veruleika 1.hluti

Ég veit að þú hefur heyrt margar predikanir um trú, en ertu að ganga fram í henni?

Óvinur okkar Satan heldur áfram að fella gjaldmiðilinn, þ.e. sannleika sem Guð hefur opinberað, með því að þrýsta honum of langt, þetta veldur því að margir hverfa frá og telja öfga.

Við skulum skoða þetta í nýju ljósi

Trúin er svo óaðskiljanleg frá hinum Kristna manni. Hún er grundvöllurinn fyrir allri okkar göngu með Drottni. Trú er talin upp ásamt von og kærleika sem eilíf, með öðrum orðum mun hún alltaf vera órjúfanlegur hluti af lífi okkar hér og áfram inn í aldirnar og eilífa lífið.

Hebreabréfið 11:1 & 3

-1- Trúin er fullvissa( eða efniviðurinn(substance,hupostasis)) um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.

-3- Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs og að hið sýnilega hefur ekki orðið til af því, er séð varð.

Þessi vers í þessum kafla um trú leggja línurnar fyrir skilning okkar á trú. Það gefur okkur grunn sem við getum haldið áfram að byggja ofan á.

Fyrir trú varð alheimurinn til úr hlutum sem eru ósýnilegir

Við þurfum að skoða þessi vers ritningarinnar betur, því þau gefa okkur grundvallarskilning á eðli trúar.

Trú er efni: Innihald þess sem vonast er eftir. Hvað er þetta svokallaða efni? Gríska orðið fyrir efni er hupostsis og hefur þessa merkingu. 5287. hupostasis, hoop-os’-tas-is; af G5259 og G2476; undirstaða (stuðningur), kjarni, efni.

Trúin er undirliggjandi efni, grunnurinn, kjarninn, hráefnið fyrir það sem vonast er eftir. Trú er ekki óhlutbundin trú á eitthvað eða huglæg hugmynd, það er kraftur, efni. Það er nauðsynlegt að við skiljum að trú er efni.

Rómverjabréfið 4:17

eins og skrifað stendur: Föður margra þjóða hef ég sett þig. Og það er hann frammi fyrir Guði, sem hann trúði á, honum sem lífgar dauða og kallar fram það, sem ekki er til eins og það væri til.

Guð vinnur með þessar sömu meginreglur trúarinnar þegar hann skapar hluti, kallar hlutina fram sem ekki eru til eins og þeir séu þegar til. Nú vitum við að sérhver sýnilegur hlutur í þessum heimi er gerður úr atómum. Þú, bíllinn þinn, skýin, grasið, fuglarnir, öll sköpunin er gerð úr hlutum sem við getum ekki séð, að minnsta kosti ekki með náttúrulega auganu. Þannig að hlutir sem sjást voru ekki búnir til úr hlutum sem birtast (eða hlutum sem við getum séð).

Vegna þess að við erum sköpuð í mynd og líkingu Guðs og Guð er skapari, höfum við með arfleifð innra með okkur kraftinn til að skapa. Við skulum bara rifja upp kennslu 1-1-8.

Fyrir mörgum árum í upphafi þjónustu minnar, opnaði Drottinn augu mín fyrir andaheiminum. Þetta stóð í margar vikur þar til ég bað Drottin um að loka fyrir það. Í margar vikur voru augu mín opin fyrir veruleika hins andlega bæði dag og nótt, ég gat ekki lokað fyrir þetta. Mér til mikils léttis lokaði Drottinn minn aftur fyrir þetta.

Á þessu tímabili fór ég að skilja hvernig sumar athafnir og gjörðir manna í hinum veraldlega heimi hefur áhrif í hinu andlega. Við höfum tilhneigingu til að tala um ást og hatur sem óhlutbundnar birtingarmyndir, bara tilfinningar, orð eða langanir o.s.frv. Hins vegar er þetta ekki raunin. Ástin er kraftur og hefur efni; hatur er máttur og hefur efni. Allur kraftur birtist sem titringur. Þetta sést betur á hljóði; hljóð er einfaldlega titringur(tíðni) og hefur bylgjulengd sem skilgreinir ýmsar birtingarmyndir þess. Þegar ég nota orðið „kraftur“ má líta á það sem tíðni. Þessi tíðni eða kraftur getur verið gagnlegur eða skaðlegur fyrir okkur. Englar hafa miklu hærri tíðni en menn, og nema þú sért stilltur á þeirra tíðni eru þeir okkur ósýnilegir. Myndir frá sjónvarpi og tækjum hafa mismunandi bylgjulengd, uppbyggingu og titring (tíðni).

Rómverjabréfið 14:7

Því að enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér.

Þegar við göngum í gegnum lífið skiljum við eftir okkur slóð góðs og ills, jákvæðra og neikvæðra áhrifa. Þessar slóðir sitja eftir og áhrif þeirra jafnvel margfaldast. Þetta er einn af grundvallarveruleika lífsins. Við skiljum ekki aðeins eftir okkur slóð heldur búum við til okkar eigið himnaríki eða helvíti.

Orðskviðirnir 23:7

“Því að eins og hann hugsar í hjarta sínu, svo er hann.” (KJV)

Ég sá að sérhver hugsunarorð, löngun eða tilfinning eins og ást, gleði, reiði, sjálfsvorkunn eða ótti birtist í gegnum okkur sem kraftur, sem aftur birtist í andaheiminum sem litur, hljóð, lykt, og oft er hægt að finna bragð.

Sjálfsvorkunn klæðir þig í hræðilega ógeðslegan lit og lykt sem heldur þér föstum í því ástandi og það hefur áhrif á aðra í kringum þig. Þessi kraftur hefur áhrif á heilsu þína og andlegt ástand.

Langanir manneskju til góðs eða ills framkalla kraft og titring sem fer frá henni.

Þetta ljós, litir, hljóð, lykt, sem fer í gegnum þig, saurgar þig eða hreinsar þig.

Jesús sagði að það er það sem kemur út af þér sem saurgar þig.

Sérhver neikvæðni, eigingirni, afbrýðisemi, reiði, ófyrirgefning eða viðhorf sjálfsvorkunnar koma fram á þennan hátt. Þessi viðhorf kalla fram ótímabæra öldrun, valda sjúkdómum og valda skaða á öllum stigum tilveru þinnar.

Á hinn bóginn mun sérhver kærleiksrík, góð og langlynd viðhorf gera hið gagnstæða og blessa þig með ríkulegu lífi.

Trú er kraftur og þegar hún opinberast flæðir hún út og skapar. Trúin talar við frumsköpun Drottins (undirliggjandi efnið hupastasis og myndar það í sýnilegt efni). Hver knýr atómið? Og hvað stjórnar þeim? Það var ekki erfitt fyrir Jesú að breyta vatni í vín, sameindabyggingu atómanna sem mynduðu vatnið endurstilltu sig og tóku á sig sameindabyggingu víns, jafnvel vindurinn og öldurnar hlýddu rödd hans.

Kólossusbréfið 1:17

Hann er fyrri en allt, og allt á tilveru sína í honum. (Þ.e og heldur áfram að vera til)

Hans líf knýr og gefur hverju atómi kraft.

Orðið hupostasis sem er notað um efni í Hebreabréfinu 11:1. Er sama orðið og er notað í Hebreabréfinu 1:3 fyrir Jesú Krist.

Hebreabréfið 11:1

Trúin er fullvissa( eða efniviðurinn(substance,hupostasis)) um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.

Hebreabréfið 1:3

Hann, sem er ljómi dýrðar hans og ímynd(hupostasis) veru hans og ber allt með orði máttar síns, hreinsaði oss af syndum vorum og settist til hægri handar hátigninni á hæðum.

Jesús er tjáningarmynd-hupostasis af Föðurnum, Guði.

Nú myndast trú og er nákvæm mynd af hlutum sem vonast er eftir og er fullvissa þess að þeir sé til.

Trúin er sönnun þess að hlutirnir sem enn eru óséðir séu í raun til. Ef þú hefur trú, það sem þú hefur trú á, er nú til í hinu ósýnilega ríki. Trú er sannfæring (Gríska orðið elegmos) sönnun þess að þeir séu til.

Til að koma því á framfæri í þessum heimi þarf talað orð. Þú verður að tala það inn í tilveruna í þessu lífi.

Þú verður að játa með munninum og trúa með hjarta þínu!

Markúsarguðspjall 11:23-24

Sannlega segi ég yður: Hver sem segir við fjall þetta: Lyft þér upp, og steyp þér í hafið, og efar ekki í hjarta sínu, heldur trúir, að svo fari sem hann mælir, honum mun verða að því. -24- Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast.

Guð blessi þig!

SOTK – Að lifa í Kristi eða Adam 4.hluti

SOTK – Að lifa í Kristi eða Adam 4.hluti

Hinn nýi maður

Setningarnar „Í Kristi, Kristur í þér, Í honum“, eru oft notaðar í Nýja testamentinu, staðreyndin er að þær koma fyrir að minnsta kosti 224 sinnum. Þessi mikla notkun þessara orðasambanda gefur okkur vísbendingu um mikilvægi þeirra

Efesusbréfið 2:13

Nú þar á móti eruð þér, sem eitt sinn voruð fjarlægir, orðnir nálægir í Kristi, fyrir blóð hans.

Kólossusbréfið 1:26-28

Að flytja Guðs orð óskorað, leyndardóminn, sem hefur verið hulinn frá upphafi tíða og kynslóða, en nú hefur hann verið opinberaður Guðs heilögu. -27- Guð vildi kunngjöra þeim, hvílíkan dýrðar ríkdóm heiðnu þjóðirnar eiga í þessum leyndardómi, sem er Kristur meðal yðar (í yður), von dýrðarinnar. -28- Hann boðum vér, er vér áminnum sérhvern mann og fræðum með allri speki, til þess að vér getum leitt hvern mann fram fullkominn í Kristi.

Maðurinn var upphaflega skapaður í mynd og líkingu Guðs. Það sem Guð er var yfirfært til Adams.

Eftir að Adam var fallinn eignaðist hann son sem hét Set. Adam hafði tekið á sig nýja náttúru eða eðli, fallið eðli og hann gaf það áfram til sonar síns Sets. Taktu eftir hugtökunum í þessu versi.

Kólossusbréfið 1:26-28

Adam lifði hundrað og þrjátíu ár. Þá gat hann son í líking sinni, eftir sinni mynd, og nefndi hann Set.

Þegar þú endurfæddist fékkstu allt sem Jesús er, Guðs fullkomni sonur. Þú hefur nú val um að lifa “Í Adam” eða “Í Kristi”.

Síðara Korintubréf 5:17

Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.

Andi þinn er ný sköpun, þú varðst barn Guðs í hans mynd og líkingu.

Hvað þýðir það að vera Í Kristi? Við notum oft orðasambönd án þess að skilja raunverulega merkingu þeirra.

Það eru 15 mismunandi grískar merkingar fyrir enska orðið “Í”, Þetta hljómar svolítið ógnvekjandi, en alltaf þegar orðið „í“ er notað í tengslum við Krist, þá er það sérstakt grískt orð sem þýðir „að vera inni í, í hvíld“.

Gríska orðið er ev. Frá Grísku til Ensku Lexicon Bullinger segir þetta um Í. “Vera, eða vera inni í með áherslu á hvíld.”

Það er áhugaverð merking fyrir þetta orð í þessu samhengi.

Ef einhver dvelur í hvíld í Kristi er hann ný sköpun. Kristur í þér, þú verður að hvíla í því og láta þessa nýju sköpun lifa sínu lífi í gegnum þig.

Þegar Jesús talaði um samband kristinna manna við sjálfan sig notaði hann myndina af vínviðnum og greinunum.

Jóhannesarguðspjall 15:5-6

Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört. -6- Hverjum sem er ekki í mér, verður varpað út eins og greinunum, og hann visnar. Þeim er safnað saman og varpað á eld og brennt.

Við verðum að vera innra með honum í hvíld. Jesús er fyrirmynd okkar varðandi þetta. Hann varð að vera í hvíld, í föður sínum.

Jóhannesarguðspjall 14:10

Trúir þú ekki, að ég er í föðurnum og faðirinn í mér? Orðin, sem ég segi við yður, tala ég ekki af sjálfum mér. Faðirinn, sem í mér er, vinnur sín verk.

Hvernig gerum við þetta ?

  • Þróaðu meðvitaða vitund um nýja sköpunarmanninn þinn. Þú getur ekki látið undan einhverjum sem þú ert ekki meðvitaður um. Það eru að minnsta kosti 80 ritningarvers um Krist í þér, eða þú í Kristi.
  • Auðmýkt: Vertu fullkomlega háð(ur) Drottni í þér, án hans geturðu gert ekkert. Þú þarft að treysta á nýja lífið og eðlið sem þér hefur verið gefið, Krist í þér.
  • Uppgjöf: Það þarf að vera vilji til að gefa upp eigin vilja eða sjálfið, þú getur ekki verið í hvíld í honum, án uppgjafar lífs þíns, vilja þíns til Drottins.

Galatabréfið 2:20

Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.

  • Leggðu niður líf þitt: Það verður að vera vilji til að gefast upp á öllu sem aðskilur þig frá honum. Þetta geta verið syndir, skurðgoð, samtök, hvað sem setur vegg á milli Drottins og þín.
  • Lifðu í kærleika: Þú verður án undantekninga að ganga í kærleika til Guðs og manna.

Jóhannesarguðspjall 15:10, 5 & 12

Ef þér haldið boðorð mín, verðið þér stöðugir í elsku minni, eins og ég hef haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans.

Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.

Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður.

Þegar Jesús gekk um þessa jörð gerði hann vilja Föðurins. Vilji Krists í þér er nú vilji Föðurins. Hlustaðu á rödd hans í samvisku þinni og hvíldu í honum.

Oft er spurt. Hver er munurinn á Kristi í okkur og við í Kristi?

Ef þú tekur pott fullan af vatni og dýfir honum í fötu af vatni, er hann þá potturinn í vatninu eða er vatnið í pottinum?

Rómverjabréfið 8:1-2

Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú. -2- Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.

Þegar þú ert í hvíld í Kristi, sem er í þér, og þú velur að leyfa honum að lifa lífi sínu í gegnum þig, verður þú laus við lögmál syndar og dauða.

Rómverjabréfið 6:13

Ljáið ekki heldur syndinni limi yðar að ranglætisvopnum, heldur bjóðið sjálfa yður Guði sem lifnaða frá dauðum og limi yðar Guði sem réttlætisvopn.

Þetta er val. Ekki gefa upp limi þína, líkama þinn, munn þinn, tilfinningar þínar, huga þinn og vilja sem verkfæri rangra verka. Hættu að reyna og hvíldu í honum. Veldu að láta Jesú lifa í gegnum þig, þegar þú velur það sem er rétt, losnar um anda lífsins í þér, og þú færð kraft til að ganga í réttlæti.

Fyrra Korintubréf 1:30

Honum er það að þakka að þér eruð í samfélagi við Krist Jesú. Hann er orðinn oss vísdómur frá Guði, bæði réttlæti, helgun og endurlausn.

Fyrra Korintubréf 15:22

Því að eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam, svo munu allir lífgaðir verða fyrir samfélag sitt við Krist.

Síðara Korintubréf 2:14

En Guði séu þakkir, sem fer með oss í óslitinni sigurför Krists og lætur oss útbreiða ilm þekkingarinnar á honum á hverjum stað.

Guð blessi þig!