SOTK – Að fullna skeið okkar og þjónustu 2.hluti

SOTK – Að fullna skeið okkar og þjónustu 2.hluti

Hebreabréfið 12:1

Fyrst vér erum umkringdir slíkum fjölda votta, léttum þá af oss allri byrði og viðloðandi synd og þreytum þolgóðir skeið það, sem vér eigum framundan.

Okkar kristilegu göngu er lýst sem hlaupi, það er leið ákveðin fyrir hvert og eitt okkar, þetta hlaup er ekki ákvarðað út frá tíma eða rúmi, það sem er átt við er eitthvað miklu stærra. Þetta hlaup er meira eins og hindrunarbraut, sem og orrusta, setningin prokeitai agon var venjuleg grísk tjáning fyrir hlaupið sem átti að hlaupa og merkir ‘Bardaginn er framundan’. Þetta er rétt lýsing á hlaupinu sem við eigum að hlaupa.

Þetta hlaup er fullt af hindrunum, gildrum og harðri mótstöðu og að klára brautina krefst mikils úthalds. Illir andar umlykja okkur, myrkraöflin hindra leið okkar, en það að klára brautina leiðir til mikilla verðlauna.

Bardaginn er framundan

Við erum að fara inn í stærstu átök allra tíma, til að klára þetta hlaup þarf maður að verða stríðsmaður. Ef við lærum ekki að berjast munum við ekki lifa af hlaupið. Að vera stríðsmaður í þessum endatíma her Drottins er mikill heiður og forréttindi. Það kemur brátt tími þegar allt illt verður lagt niður og Kristur mun ríkja sem konungur konunga og jörðin mun hvíla og það verður ekki lengur stríð, en í dag verðum við að berjast, berjast fyrir sannleikanum og réttlæti.

Að vinna bardagann innra með okkur

Bardaginn byrjar fyrst innra með okkur og að vinna þennan bardaga er hluti af hlaupi sem við verðum að hlaupa. Að taka undir vald hold okkar og óguðlegar tilhneygingar sálu okkar er bardagi sem verður að vinna.

Rómverjabréfið 7:22-24

Innra með mér hef ég mætur á lögmáli Guðs, -23- en ég sé annað lögmál í limum mínum, sem berst á móti lögmáli hugar míns og hertekur mig undir lögmál syndarinnar í limum mínum. -24- Ég aumur maður! Hver mun frelsa mig frá þessum dauðans líkama?

Þessir endatímastríðsmenn verða að vinna bardagann við holdið, það krefst dauða, dauða sjálfsins, að leggja niður líf okkar, að leggja vilja okkar framfyrir Guð svo við lifum aðeins fyrir Hann og leitum aðeins Hans ríkis. Á komandi dögum mun Satan sleppa öllum vopnum sínum gegn fólki Guðs til að óvirkja þau frá hlaupinu, stoppa þau frá því að klára brautina og uppfylla fyrirfram ákveðnu áætlun og tilgang Guðs fyrir líf þeirra. Við munum ekki lifa af það sem koma skal nema við vinnum fyrst bardagann innra með okkur, aðeins þá getum við haldið áfram í endatímaher Drottins, þrýst myrkrinu til baka og fyllt upp í það með ríki Guðs.

Síðara Korintubréf 10:6

Og vér erum þess albúnir að refsa sérhverri óhlýðni, þegar hlýðni yðar er fullkomin orðin.

Ég man þegar ég var barn í kirkjunni að syngja sálminn „(Hold the fort for I am coming) – Haltu virkinu því ég er að koma“, en við erum ekki kallaðir til að bara halda út þar til Jesús kemur aftur, við erum kallaðir til að taka landið. Vaxandi myrkur mun yfirstíga þig ef þú berst ekki á móti því. Margir kristnir eru bara að halda út og bíða eftir að Jesús komi aftur, án þess að átta sig á því að áður en Drottinn kemur aftur er mikill bardagi sem þarf að vinna, ef við vinnum ekki bardagann innra með okkur og byrjum að taka til baka þau svæði sem Satan hefur tekið munum við ekki lifa af.

Síðara Tímóteusarbréf 2:3-4

Þú skalt og að þínu leyti illt þola, eins og góður hermaður Krists Jesú. -4- Enginn hermaður bendlar sig við atvinnustörf (affairs of this life). Þá þóknast hann ekki þeim, sem hefur tekið hann á mála.

Andi Babýlon

Við skulum ekki vera barnaleg í skilningi okkar á því sem er að gerast á okkar tímum. Þegar við sjáum atburði þróast um allan heim með svo hræðilegum hraða og svo mikilli grimmd og algjöru virðingarleysi fyrir mannslífinu, verðum við að sjá þá andlegu vídd sem liggur á bak við hinni stöðugu og vaxandi útbreiðslu lögleysis á jörðinni.

Á bak við óreiðuna og ruglið sem við sjáum í heiminum liggur andi antikrists og óvinurinn hefur áætlun sem felur í sér útrýmingu Ísraels og kirkjunnar. Bardaginn sem heldur áfram í Írak og Ísrael er mynd af því sem er að gerast í hinum andlega heimi, það er ekki tilviljun að landsvæði Íraks er sama landsvæði og „Babylon til forna“ var staðsett á. Hver sem þín skoðun er á stríðinu í Írak, þá þarftu að vera nógu þroskaður til að sjá spádómslega þýðingu þess að Guð notar þessi átök til að sýna okkur hvað er að gerast í hinu andlega. Við vitum að hin andlega Babýlon mun falla, en ekki án mikils bardaga.

Opinberunarbókin 18:2-3 & 21

Og hann hrópaði með sterkri röddu og sagði: Fallin er, fallin er Babýlon hin mikla og orðin að djöfla heimkynni og fangelsi alls konar óhreinna anda og fangelsi alls konar óhreinna og viðbjóðslegra fugla. -3- Því að hún hefur byrlað öllum þjóðum af reiði-víni saurlifnaðar síns, og konungar jarðarinnar drýgðu saurlifnað með henni og kaupmenn jarðarinnar auðguðust af gnóttum munaðar hennar.

-21- Og einn sterkur engill tók upp stein, eins og mikinn kvarnarstein, og kastaði í hafið og sagði: Svo voveiflega mun Babýlon kollvarpast, borgin mikla, svo að engar menjar skulu eftir verða.

Það er að hefjast andlegt stríð sem ekki hefur ekki sést áður. Sumir í þessu stríði munu ekki standast vegna þess að þeir hafa ekki unnið bardagann hið innra og því ekki tekið þátt í bardaganum gegn óvininum hið ytra.

Daníelsbók 7:21-22

Ég horfði á, hvernig horn þetta háði stríð við hina heilögu og hafði sigur yfir þeim, -22- þar til er hinn aldraði kom og hinir heilögu Hins hæsta fengu náð rétti sínum og sá tími kom, að hinir heilögu settust að völdum. 

Sumt af þessu kann að hræða suma kristna, kirkjan hefur verið í “Halda virkinu”, hugsun í svo langan tíma og hefur verið svæfð og blekkt í að trúa að allt sé í lagi, að Jesús sé að koma og við munum öll verða tekin burt áður en það fer að verða of erfitt. Það er kominn tími til að vakna, við erum í banvænum átökum og það verður verra áður en það batnar, við verðum að berjast eða við töpum bardaganum. Ég las einhvers staðar að kristinn leiðtogi hafi sagt: ‘Ég hef lesið síðasta kaflann og við vinnum, þetta er barnalegt og villandi, það er bardagi að koma og málið er að ekki allir munu lifa hann af.

Þegar kínverski kommúnistaherinn fór yfir Kína voru hundruð þúsunda kristinna manna slátrað, sumir þeirra sem sluppu sneru sér að kristnum leiðtogum sínum og spurðu þá hvers vegna þeir höfðu ekki varað þá við því að þetta gæti gerst.

Hvort sem við viljum það eða ekki, þá erum við í bardaga og við verðum að berjast til að lifa af, það kemur tími friðar þegar Jesús mun ríkja á jörðinni í þúsundáraríkinu.

EN SÁ TÍMI ER EKKI NÚNA – Í DAG VERÐUM VIÐ AÐ BERJAST.

Guð blessi þig!

SOTK – Að fullna skeið okkar og þjónustu 1.hluti

SOTK – Að fullna skeið okkar og þjónustu 1.hluti

Postulasagan 20:24

En mér er líf mitt einskis virði, fái ég aðeins að fullna skeið mitt og þá þjónustu, sem Drottinn Jesús fól mér: Að bera vitni fagnaðarerindinu um Guðs náð.

Filippíbréfið 3:12-14

Ekki er svo, að ég hafi þegar náð því eða sé þegar fullkominn. En ég keppi eftir því, ef ég skyldi geta höndlað það, með því að ég er höndlaður af Kristi Jesú. -13- Bræður, ekki tel ég sjálfan mig enn hafa höndlað það. -14- En eitt gjöri ég. Ég gleymi því, sem að baki er, en seilist eftir því, sem framundan er, og keppi þannig að markinu, til verðlaunanna á himnum, sem Guð hefur kallað oss til fyrir Krist Jesú.

Páll postuli líkti kristnu göngunni okkar við ferðalag.

Verðlaunin voru ekki veitt fyrir að klára fyrst heldur öllum þeim sem kláruðu skeiðið.

Matteusarguðspjall 24:12-13

Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna. -13- En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða.

Webster-orðabókin skilgreinir þolgæði eða staðfestu sem hugrekki og eiginleikann til að endast.

Páll postuli lifði á krossgötum tveggja stórra menningarheima, hins rómverska og gríska.

Rómverska menningin var afar grimm. Hringleikahúsið var miðpunktur rómverskra íþrótta og vettvangur þar sem hundruð píslarvotta létu lífið, skylmingaþrælar börðust hver við annan og við villidýr. Blóðþorsti einkenndi rómverskan hugsunarhátt. Hugmyndafræði þeirra byggðist á landvinningum, og íþróttir þeirra snerust um blóð og sigur.

Gríska menningin var allt önnur. Frelsi, fegurð og viska voru þrjú helstu gildi Grikkja og markmið grískrar menntunar. Samkvæmt þessum gildum gat heilbrigður andi aðeins búið í hraustum líkama, og fyrir Grikki var fegurð og dyggð órjúfanleg. Hinn fullkomni maður var talinn göfug sál í fögrum líkama, og því hlaut allt sem var fagurt að vera gott. Öll grísk íþróttastarfsemi stefndi að þessu markmiði. Að vera óreyndur í líkamsæfingum þótti smánarlegt, og líkamsrækt var gerð að ríkisstofnun með ströngum lögum.

Inn í þennan grísk-rómverska heim Miðjarðarhafsins færðu postularnir fagnaðarerindið.

Páll postali notaði margar hliðstæður og samanburði úr þessum menningarheimum þegar hann kenndi um Guðs ríki, hann nýtti ímynd hermannsins og íþróttamannsins til að miðla andlegum sannleika í tengslum við ríki Guðs.

Gríska líkamsræktarstöðin, Palaestra, og Akademían í Aþenu urðu miðstöð leikja og keppna í líkamlegri færni og þolgæði. Páll postuli vísaði til þessara leikja í Fyrra Korintubréfi 9.kafla.

Fyrra Korintubréf 9:24-27

Vitið þér ekki, að þeir, sem keppa á íþróttavelli, hlaupa að sönnu allir, en einn fær sigurlaunin? Hlaupið þannig, að þér hljótið þau. -25- Sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum, neitar sér um allt. Þeir sem keppa gjöra það til þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan. -26- Þess vegna hleyp ég ekki stefnulaust. Ég berst eins og hnefaleikamaður, sem engin vindhögg slær. -27- Ég leik líkama minn hart og gjöri hann að þræli mínum, til þess að ég, sem hef prédikað fyrir öðrum, skuli ekki sjálfur verða gjörður rækur.

Keppnin

Grísku hlaupunum var gert hátt undir höfði í grísku leikunum, og íþróttamaðurinn sem sigraði hlaut lárviðarsveig eða krans, oft kallaður kóróna, sem var lagður á höfuð hans – sigurkóróna hins sigrandi keppanda.

Jakobsbréf 1:12

Sæll er sá maður, sem stenst freistingu, því að þegar hann hefur reynst hæfur mun hann öðlast kórónu lífsins, sem Guð hefur heitið þeim er elska hann.

Keppnin sem við erum í er hlaup þar sem sigurinn tilheyrir þeim sem ljúka keppninni.

Hættan á að vera dæmdur úr leik er raunveruleg.

Fyrra Korintubréf 9:25-27

Sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum, neitar sér um allt. Þeir sem keppa gjöra það til þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan. -26- Þess vegna hleyp ég ekki stefnulaust. Ég berst eins og hnefaleikamaður, sem engin vindhögg slær. -27- Ég leik líkama minn hart og gjöri hann að þræli mínum, til þess að ég, sem hef prédikað fyrir öðrum, skuli ekki sjálfur verða gjörður rækur.

Barátta okkar er ekki gegn hver öðrum, ekki gegn holdi og blóði, heldur gegn valdi myrkursins. Ef við berjumst innbyrðis, rógum, baktölum, dæmum hver annan, erum óvinsamleg og illgjörn, þá verðum við dæmd úr leik.

Við erum undir eftirliti og hvött áfram í okkar hlaupi af áhorfendum, rétt eins og í Ólympíuleikunum forðum.

Hebreabréfið 12:1-2

Fyrst vér erum umkringdir slíkum fjölda votta, léttum þá af oss allri byrði og viðloðandi synd og þreytum þolgóðir skeið það, sem vér eigum framundan. -2- Beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar. Vegna gleði þeirrar, er beið hans, leið hann þolinmóðlega á krossi, mat smán einskis og hefur nú setst til hægri handar hásæti Guðs.

Þegar Rúmenía varð konungsríki árið 1881 og engin kóróna var til, sagði Karl konungur: „Sendið í vopnabúrið og bræðið járnkórónu úr fallbyssu sem tekin var herfangi, sem tákn um að ríkið hafi verið unnið á vígvellinum og greitt með blóði og lífum.“

Opinberunarbókin 2:10,7,11,26 & 21:7

-10-Kvíð þú ekki því, sem þú átt að líða. Sjá, djöfullinn mun varpa nokkrum yðar í fangelsi, til þess að yðar verði freistað, og þér munuð þrenging hafa í tíu daga. Vertu trúr allt til dauða, og ég mun gefa þér kórónu lífsins.
-7- Hver sem eyra hefur, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum. Þeim er sigrar, honum mun ég gefa að eta af lífsins tré, sem er í Paradís Guðs.
-11- Hver sem eyra hefur, hann heyri, hvað andinn segir söfnuðunum. Þeim er sigrar mun sá annar dauði ekki granda.
-26- Þeim er sigrar og varðveitir allt til enda verk mín mun ég gefa vald yfir heiðingjunum.
-7- Sá er sigrar mun erfa þetta, og ég mun vera hans Guð og hann mun vera minn sonur.

Keppnin er ekki byggð á hraða, heldur fyrir þá sem þrauka allt til enda.

Filippíbréfið 3:12-14

Ekki er svo, að ég hafi þegar náð því eða sé þegar fullkominn. En ég keppi eftir því, ef ég skyldi geta höndlað það, með því að ég er höndlaður af Kristi Jesú. -13- Bræður, ekki tel ég sjálfan mig enn hafa höndlað það. -14- En eitt gjöri ég. Ég gleymi því, sem að baki er, en seilist eftir því, sem framundan er, og keppi þannig að markinu, til verðlaunanna á himnum, sem Guð hefur kallað oss til fyrir Krist Jesú.

Margar kristnir munu komast inn í himnaríki en eins ritað er, þeir verða frelsaðir eins og úr eldi, eilífu verðlaunin þeirra tapast að eilífu, þar sem þeir kláruðu ekki hlaupið og voru dæmdir úr leik.

Fyrra Korintubréf 3:13-15

Þá mun verk hvers um sig verða augljóst. Dagurinn mun leiða það í ljós, af því að hann opinberast með eldi og eldurinn mun prófa hvílíkt verk hvers og eins er. -14- Ef nú verk einhvers fær staðist, það er hann byggði ofan á, mun hann taka laun. -15- Ef verk einhvers brennur upp, mun hann bíða tjón. Sjálfur mun hann frelsaður verða, en þó eins og úr eldi.

Að lokum sagði Páll postuli þetta.

Hebreabréfið 12:1-2

Réttið því úr máttvana höndum og magnþrota knjám. -13- Látið fætur yðar feta beinar brautir, til þess að hið fatlaða vindist ekki úr liði, en verði heilt. -14- Stundið frið við alla menn og helgun, því að án hennar fær enginn Drottin litið. -15- Hafið gát á, að enginn missi af Guðs náð, að engin beiskjurót renni upp, sem truflun valdi, og margir saurgist af.

Guð blessi þig.

SOTK – Að ganga með Guði er skilyrði til að lifa af

SOTK – Að ganga með Guði er skilyrði til að lifa af

Að ganga í andanum er ekki valfrjálst aukaatriði, heldur nauðsynlegt skilyrði ef við ætlum að lifa af á komandi árum. Endatímarnir verða engin skemmtiferð. Þegar við sjáum illt og gott þroskast á auknum hraða, munu átökin milli ljóss og myrkurs verða orrusta aldanna. Þótt við vitum úrslitin, mun það að lifa af ráðast af því hvernig við göngum með Guði.

Mikill hluti kirkjunnar er enn í kæruleysislegu viðhorfi og bíður eftir upprisunni, þótt Jesús hafi skýrt sagt frá því að að minnsta kosti 50% verði ekki reiðubúin.

Matteusarguðspjall 25:1-12

Þá er líkt um himnaríki og tíu meyjar, sem fóru til móts við brúðgumann með lampa sína. -2- Fimm þeirra voru fávísar, en fimm hyggnar. -3- Þær fávísu tóku lampa sína, en höfðu ekki olíu með sér, -4- en hinar hyggnu tóku olíu með á könnum ásamt lömpum sínum. -5- Nú dvaldist brúðgumanum, og urðu þær allar syfjaðar og sofnuðu. -6- Um miðnætti kvað við hróp: Sjá, brúðguminn kemur, farið til móts við hann. -7- Þá vöknuðu meyjarnar allar og tóku til lampa sína. -8- En þær fávísu sögðu við þær hyggnu: Gefið oss af olíu yðar, það er að slokkna á lömpum vorum. -9- Þær hyggnu svöruðu: Nei, hún nægir aldrei handa öllum. Farið heldur til kaupmanna og kaupið handa yður. -10- Meðan þær voru að kaupa, kom brúðguminn, og þær sem viðbúnar voru, gengu með honum inn til brúðkaupsins, og dyrum var lokað. -11- Seinna komu hinar meyjarnar og sögðu: Herra, herra, ljúk upp fyrir oss. -12- En hann svaraði: Sannlega segi ég yður, ég þekki yður ekki.

Að fæðast á ný gerir þig ekki sjálfkrafa hæfan til upprisunnar. Ég veit að þetta gæti verið ögrandi yfirlýsing fyrir suma, en Jesús var alveg skýr: fimm voru tilbúnar og fimm voru það ekki.

Orðið „meyjar“ vísar til kirkjunnar…

Síðara Korintubréf 11:2

Ég vakti yfir yður með afbrýði Guðs, því að ég hef fastnað yður einum manni, Kristi, og vil leiða fram fyrir hann hreina mey.

Jesús sagði að eins og var á dögum Nóa eins mun verða á síðustu tímum

Matteusarguðspjall 25:1-12

Eins og var á dögum Nóa, svo mun verða við komu Mannssonarins. -38- Dagana fyrir flóðið átu menn og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk í örkina. -39- Og þeir vissu ekki, fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt. Eins verður við komu Mannssonarins. -40- Þá verða tveir á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. -41- Tvær munu mala á kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin. -42- Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur.

Það voru þrír hópar af fólki á dögum Nóa

Venjulegt fólk sem spottaði Nóa – þetta fólk drukknaði.

Þeir sem stundum voru óhlýðnir á dögum Nóa – þetta fólk drukknaði.

En fjölskylda Nóa lifði af.

Hópurinn í miðjunni er nefndur í Fyrra Pétursbréfi.

Fyrra Pétursbréfs 3:19-20

Í andanum fór hann einnig og prédikaði fyrir öndunum í varðhaldi. -20- Þeir höfðu óhlýðnast fyrrum, þegar Guð sýndi langlyndi og beið á dögum Nóa meðan örkin var í smíðum. Í henni frelsuðust fáeinar það er átta sálir í vatni.

Miðhópurinn samanstóð af þeim sem höfðu einhverja ást til Guðs en voru ekki reiðubúnir

Þegar Jesús dó á krossinum fór hann og predikaði fyrir þessum hópi fólks.

Eins og var á dögum Nóa, svo mun það einnig verða við endalok tímanna

Það sem margir kristnir átta sig ekki á er að það að vera kristinn gerir þig ekki endilega hæfan til upprisunnar. Margir kristnir vilja ekki heyra þetta og neita að samþykkja það, því þeir eru andlega sofandi og vilja einfaldlega halda áfram eins og þeir eru.

Þessar óviturlegu meyjar (kristnir einstaklingar) vilja trúa því að lífið sé auðvelt og að allt muni reddast að lokum.

Margir kristnir munu deyja í því myrkri sem er að koma yfir heiminn.

Margir kristnir munu verða skildir eftir.

Opinberunarbókin 12:17

Þá reiddist drekinn konunni og fór burt til þess að heyja stríð við aðra afkomendur hennar, þá er varðveita boð Guðs og hafa vitnisburð Jesú.

Opinberunarbókin 13:7

Og því var leyft að heyja stríð við hina heilögu og sigra þá, og því var gefið vald yfir sérhverri kynkvísl og lýð, tungu og þjóð.

Þetta eru kristnir einstaklingar, þeir hafa vitnisburð Jesú (vers 17).

Láttu ekki flóttakennda guðfræði blekkja þig. Þeir sem lifa munu af á endatímanum eru þeir sem finnast í leynistað Hins hæsta.

Sálmarnir 91:1-8

Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins almáttka, -2- sá er segir við Drottin: Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á! -3- Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt glötunarinnar, -4- hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og verja. -5- Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar, eða örina, sem flýgur um daga, -6- drepsóttina, er reikar um í dimmunni, eða sýkina, er geisar um hádegið. -7- Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar, þá nær það ekki til þín. -8- Þú horfir aðeins á með augunum, sér hversu óguðlegum er endurgoldið.

Hvernig sleppum við?

Sálmarnir 91:9-11

Þitt hæli er Drottinn, þú hefir gjört Hinn hæsta að athvarfi þínu. (Þeir búa í Guði) -10- Engin ógæfa hendir þig, og engin plága nálgast tjald þitt. -11- Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.

Sá sem dvelur í leynistað Hins hæsta, í innsta helgidómi Guðs í anda þínum. Þetta eru þeir sem hafa olíu í lömpum sínum, þeir sem ganga í andanum, þeir sem eru vakandi og ganga með Drottni.

Að ganga í andanum er ekki valfrjálst aukaatriði, heldur nauðsynlegt skilyrði ef við ætlum að lifa af á komandi árum. Endatímarnir verða engin skemmtiferð. Þegar við sjáum illt og gott þroskast á auknum hraða, munu átökin milli ljóss og myrkurs verða orrusta aldanna. Þótt við vitum úrslitin, mun það að lifa af ráðast af því hvernig við göngum með Guði.

Rómverjabréfið 13:11-12

Gjörið þetta því heldur sem þér þekkið tímann, að yður er mál að rísa af svefni, því að nú er oss hjálpræðið nær en þá er vér tókum trú. -12- Liðið er á nóttina og dagurinn í nánd. Leggjum því af verk myrkursins og klæðumst hertygjum ljóssins.

SOTK – Líf úr dauða

SOTK – Líf úr dauða

Það er enginn vafi á því að breytingar eru í loftinu. Við erum að ganga inn í nýtt tímabil í kirkjusögunni, þar sem Guð er að undirbúa hreyfingu sem mun umbreyta skilningi okkar á því hvernig kirkjan á að vera. Fæðingarhríðir breytinganna eru hafnar, og hin sanna kirkja er að brjótast út úr púpuormsstiginu og breytast í fiðrildi. Að losna úr púpunni er ekki auðvelt, en það er þess virði.

Við getum búist við að margt gamalt muni hrynja til að rými verði fyrir nýtt líf í kirkjunni. Ég hef áður talað um að þegar síðustu þjónusturnar úr hreyfingu Guðs sem varð þekkt sem 1948 vakninginin hverfa af sviðinu, munum við sjá enn meiri úthellingu Heilags Anda.

Þegar Billy Graham og Oral Roberts eru kallaðir heim, munu skykkjur eða smurning þeirra verða tiltækar fyrir þá sem á því augnabliki leita Guðs af öllu hjarta.

Drottinn sýndi mér að þegar þessar tvær þjónustur enda, þá mun andleg breyting hefjast sem mun stigmagnast í mikla úthellingu Guðs á jörðinni. Smurning þessara tveggja manna munu sameinast og margfaldast, og verða gefnir þeim sem sækja eftir Guði í hreinleika og auðmýkt. Þeir sem bera byrði fyrir kynslóð sína og eiga hjarta sem leitar Guðs, munu fá nýja smurningu, nýja skykkju til að framkvæma það sem Guð hefur fyrirhugað fyrir þessa kynslóð.

Drottinn sýndi mér nýverið klukku þar sem tíminn var mínútu fyrir miðnætti. Þessir menn eiga aðeins eina mínútu eftir á klukku Guðs áður en þeir verða kallaðir heim. Fylgist með þessu, bíðið eftir þessu, því þetta mun marka mikla andlega breytingu og veita áður óþekkt tækifæri til útbreiðslu fagnaðarerindisins um heim allan.

Billy Graham táknar öflugt boðunarembætti og heiðarleika í þjónustu, á meðan Oral Roberts táknar kraftaverkaboðun. Þegar þessar kraftar renna saman, mun ný tegund þjónustu verða sýnileg á jörðinni.

Jósúabók 1:1-3

Eftir andlát Móse, þjóns Drottins, mælti Drottinn við Jósúa Núnsson, þjónustumann Móse, á þessa leið: -2- Móse, þjónn minn, er andaður. Rís þú nú upp og far yfir ána Jórdan með allan þennan lýð, inn í landið, sem ég gef þeim, Ísraelsmönnum. -3- Hvern þann stað, er þér stígið fæti á, mun ég gefa yður, eins og ég sagði Móse.

Margir hafa verið og eru að undirbúa sig til að fylla það skarð sem þessir menn skilja eftir sig. Dauði þessara þjónustna verður eins og fræ sem er gróðursett í jörðina og mun bera mikinn ávöxt, margfaldast af svo miklum krafti að heimurinn mun enn á ný sjá nýja tegund kraftaverkaboðunar sem mun hafa áhrif á heiminn á áður óþekktan hátt.

Amos 9:13

Sjá, þeir dagar munu koma, segir Drottinn að erjandinn skal ná kornskurðarmanninum og víntroðslumaðurinn sáðmanninum. Þá munu fjöllin löðra í vínberjalegi og hálsarnir verða í einu flóði.

Guð blessi ykkur!

SOTK – Fæðingahríðir nýrrar aldar

SOTK – Fæðingahríðir nýrrar aldar

Þegar þetta er skrifað er árið að verða hálfnað og við erum að nálgast hvítasunnudag, 50 dögum eftir páska. Ég held að við öll finnum fyrir því að tíminn virðist líða hraðar en áður, en dagarnir sem við lifum á núna munu reynast sögulegir og mikilvægir í kirkjusögunni. Það er enginn vafi á því að við erum á barmi sífellt stærri hreyfinga Guðs á jörðinni.

Óeirðirnar halda áfram í Indónesíu, þar sem Austur-Tímor er farinn að loga í blóðsúthellingum og ofbeldi, á meðan stríðandi andaverur berjast um yfirráð. Borgin Yogjakarta hefur orðið fyrir gríðarstórum jarðskjálfta. Indónesía er fjölmennasta múslímska þjóð í heimi, og það er aldrei tilviljun þegar óeirðir brjótast út í því landi. Oft má sjá atburði þar sem fyrirboða um komandi vandamál með íslamistaöfgamenn, og enn einu sinni eru ástralskir hermenn í eldlínunni í Austur-Tímor. Saga heimsins hefur sýnt að sumar þjóðir eru mikilvægar í mótun alþjóðlegra atburða, og Indónesía er ein þeirra. Ég tala um Indónesíu og Austur-Tímor sem eina heild, þrátt fyrir að Austur-Tímor hafi öðlast sjálfstæði, því sömu andaverur ráða þar ríkjum.

Matthíasarguðspjall 24:6-8

Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn. -7- Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. -8- Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna.

Jesús sagði að þessir atburðir væru aðeins fæðingarhríðir fyrir enn stærri atburði. Bæði hið góða og hið illa eru að þroskast saman, og sköpunin stynur undir álaginu. Þar sem jörðin stynur og gýs vegna átaka ljóss og myrkurs munum við sjá Guðs kraft vaxandi að störfum til að safna inn uppskerunni.

Jakobsbréfið 5:7

Þreyið því, bræður, þangað til Drottinn kemur. Sjáið akuryrkjumanninn, hann bíður eftir hinum dýrmæta ávexti jarðarinnar og þreyir eftir honum, þangað til hann hefur fengið haustregn og vorregn.

Jesús sagði að þegar við sjáum þessa hluti gerast í heiminum eigum við að lyfta upp augum okkar, því lausn okkar er nærri.

Lúkasarguðspjall 21:25-26, 28

Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný. -26- Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því að kraftar himnanna munu bifast.

-28- En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd.

Við þurfum að fylgjast með virkni á svæðum eldhringsins, þeim jarðskjálftasvæðum sem liggja umhverfis Kyrrahafið. Þegar virkni eykst á þessum svæðum mun einnig andleg virkni aukast, og við megum búast við að Guð muni starfa þar á kraftmikinn hátt. Þessi jarðfræðilegi óróleiki er spádómsmerki um andlega virkni.

Jarðskjálftar eru sérstaklega góðir mælikvarðar á andlega virkni.

Opinberunarbókin 6:12-15

Og ég sá, er lambið lauk upp sjötta innsiglinu. Og mikill landskjálfti varð, og sólin varð svört sem hærusekkur, og allt tunglið varð sem blóð. -13- Og stjörnur himinsins hröpuðu niður á jörðina eins og þegar fíkjutré, skekið af stormvindi, fellir haustaldin sín. -14- Og himinninn sviptist burt eins og þegar bókfell vefst saman, og hvert fjall og ey færðist úr stað sínum. -15- Og konungar jarðarinnar og höfðingjarnir og herforingjarnir og auðmennirnir, mektarmennirnir og hver þræll og þegn fólu sig í hellum og í hömrum fjalla.

Opinberunarbókin 8:5-6

Þá tók engillinn reykelsiskerið og fyllti það eldi af altarinu og varpaði ofan á jörðina. Og þrumur komu og dunur og eldingar og landskjálfti. -6- Og englarnir sjö, sem héldu á básúnunum sjö, bjuggu sig til að blása.

Opinberunarbókin 9:2-3

Og hún lauk upp brunni undirdjúpsins, og reyk lagði upp af brunninum (eldgos) eins og reyk frá stórum ofni. Og sólin myrkvaðist og loftið af reyknum úr brunninum. -3- Út úr reyknum komu engisprettur á jörðina og þær fengu sama mátt og sporðdrekar jarðarinnar.

Þegar við sjáum aukna virkni á eldhringnum, verum hughraust. Þetta eru aðeins fæðingarhríðir hins nýja dags sem kemur. Við þurfum að biðja fyrir lágmörkun manntjóns á þessum svæðum og fyrir mikilli andlegri vakningu í kjölfarið af þessum náttúruhamförum.

Megi þið upplifa sívaxandi kraft hvítasunnunnar í lífi ykkar.

Guð blessi þig!

SOTK – Hið hverfula eðli lífsins

SOTK – Hið hverfula eðli lífsins

Hebreabréfið 11:9

Fyrir trú settist hann að í hinu fyrirheitna landi eins og útlendingur og hafðist við í tjöldum, ásamt Ísak og Jakob, er voru samerfingjar með honum að hinu sama fyrirheiti.

Jakobsbréfið 4:14

Þér vitið ekki hvernig líf yðar mun verða á morgun. Því að þér eruð gufa, sem sést um stutta stund en hverfur síðan.

Sálmarnir 90:10

Ævidagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár, og dýrsta hnossið er mæða og hégómi, því að þeir líða í skyndi og vér fljúgum burt.

Undanfarið hef ég orðið meðvitaður um hversu margir kristnir einstaklingar eru kallaðir heim; það líður varla vika án þess að ég heyri um einhvern sem hefur látist. Þetta fékk mig til að hugsa um hversu hverfult þetta líf er og hversu mikilvægt það er að lifa eins og Abraham, sem leitaði að borg, sem Guð sjálfur var byggingameistari að. Við festumst svo oft í hinum efnislega og sýnilega heimi að raunveruleiki hins sanna heimilis okkar á himnum verður svo daufur í huga okkar að við hugsum varla um hann, ólíkt Páli postula sem sagði:

Filippíbréfið 1:22-23

En eigi ég áfram að lifa á jörðinni, þá verður meiri árangur af starfi mínu. Veit ég eigi hvort ég á heldur að kjósa. -23- Ég á úr tvennu vöndu að ráða: Mig langar til að fara héðan og vera með Kristi, því að það væri miklu betra.

Við getum auðveldlega festst of mikið í örlögum okkar hér í þessum heimi, en það þarf að setja þau í rétt samhengi. Vissulega höfum við örlög og áætlun fyrir líf okkar hér á jörðinni og við þurfum að finna okkar leið inn í þá áætlun og uppfylla hana. Hins vegar er þetta ekki aðaltilgangur þess að við erum hér á þessari jörð. Ef skilningur okkar á því hvers vegna við erum hér er ekki réttur, þá förum við á mis við hinn raunverulega tilgang lífs okkar á jörðinni.

Hebreabréfið 2:10

Allt er til vegna Guðs og fyrir Guð. Því varð hann, er hann leiðir marga syni til dýrðar, að fullkomna með þjáningum þann, er leiðir þá til hjálpræðis.

Það hefur oft verið sagt að „lífið er ekki auðvelt,“ og það átti heldur ekki að vera það. Aðstæðurnar hér á jörðu eru fullkomnar til að móta syni Guðs. Jafnvel Jesús þurfti að líða þjáningar sem hluti af dvöl sinni hér.

Hebreabréfið 5:8-9

Og þótt hann sonur væri, lærði hann hlýðni af því, sem hann leið. -9- Þegar hann var orðinn fullkominn, gjörðist hann öllum þeim, er honum hlýða, höfundur eilífs hjálpræðis,

Jesús upplifði mikla angist í holdinu á jarðvistardögum sínum í þessum heimi. Hjartasorg var hluti af lífi hans hér. Þú getur ekki forðast þjáningu og hjartasorg á þessari jörð, það er hluti af tilverunni. Lífið á þessari plánetu er nægjanlega erfitt til að gefa okkur tækifæri til að verða synir Guðs. Þú gætir sagt: „Ég varð sonur Guðs þegar ég fæddist aftur!“ En svo er ekki – þú varðst barn Guðs

Fyrra Jóhannesarbréf 3:2

Þér elskaðir, nú þegar erum vér Guðs börn, og það er enn þá ekki orðið bert, hvað vér munum verða. Vér vitum, að þegar hann birtist, þá munum vér verða honum líkir, því að vér munum sjá hann eins og hann er.

Gyðingleg hefð um „staðfestingu sonar“ var mjög mikilvæg stund í lífi Gyðinga. Þegar barn náði ákveðnum aldri, oftast um þrítugt, fór það í gegnum athöfn sem innleiddi það í fulla sonartign. Faðirinn kallaði saman vini og ættingja til að taka þátt í þessari athöfn, og fram að þessum tímapunkti hafði barnið aldrei verið kallað „sonur“ í þessum sérstaka skilningi. En í lok athafnarinnar myndi faðirinn segja: „ÞETTA ER SONUR MINN“, og frá þeirri stundu hafði sonurinn réttindi og forréttindi sem hann hafði aldrei haft áður.

Þessi sonur gat nú framkvæmt viðskipti í nafni föður síns, skrifað undir skjöl og almennt verið fulltrúi föður síns. Þetta er einmitt það sem gerðist hjá Jesú í Matt 3:16-17.

Matteusarguðspjall 3:16-17

En þegar Jesús hafði verið skírður, sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og þá opnuðust himnarnir, og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig. -17- Og rödd kom af himnum: Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á.

Sérhver Gyðingur sem var viðstaddur á þeim tíma og heyrði þessa rödd af himni vissi nákvæmlega hvað hún þýddi. Jesús var staðfestur sem sonur af föður sínum.

Aðaltilgangur Guðs fyrir okkur

Fyrsti og mikilvægasti tilgangur Guðs fyrir okkur er að við verðum synir Guðs á meðan við erum enn í holdinu í þessu lífi. Aðaltilgangur Guðs fyrir þig er að þú verðir líkur honum, mótaður í hans mynd og líkingu. Guð skapaði manninn í sinni eigin mynd og líkingu, en þetta týndist við fall Adams (1. Mósebók 1:27).

Rómverjabréfið 8:29

Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra.

Þetta er aðaltilgangur Guðs með veru þinni hér

Í allri þjónustu okkar við Drottin er aðaltilgangurinn ekki fólginn í því sem við gerum fyrir hann, heldur í því hverju við erum að verða. Við bregðumst tilgangi lífsins ef við verðum ekki lík honum, því að verða lík honum er raunveruleg örlög okkar hér á jörðu – allt annað er aukaatriði. Raunverulegur ávinningur og verðmæti lífsins liggur ekki í því sem við gerum fyrir Drottin, þó það sé mikilvægt, heldur í því hverju við erum að verða.

Jörðin – skóli fyrir syni Guðs

Margir fara í háskóla í fjögur til fimm ár til að afla sér þekkingar sem þeir vonast til að nýta í starfsframa sínum í þessu lífi. En afar fáir átta sig á því að Guð hefur sett okkur í sinn háskóla, sitt skólahús, með takmarkaðan tíma til að útskrifast með þá andlegu þekkingu og skilning sem þarf ásamt þeim umbreytingum í innra lífi okkar sem þetta jarðneska námskeið er hannað til að skapa – nefnilega að verða lík honum.

Við erum í skóla Guðs, og jafnvel sem kristnir einstaklingar getum við dáið án þess að hafa útskrifast. Vissulega munum við fara til himna, en ef aðaltilgangur Guðs með veru okkar á jörðu hefur ekki verið uppfylltur, hefur það áhrif á hlutverk okkar í eilífðinni.

Raunverulegt líf okkar og tilgangur hefst þegar við ljúkum skólagöngu okkar hér á jörðu. Við þurfum að verða himneskt sinnaðir, eins og Abraham, sem leitaði að borg sem Guð sjálfur var byggingameistari að. Lífið hér er afar stutt í samanburði við eilífðina. Þessi jörð er núna skólahús sem er hannað til að móta syni Guðs, sem munu verða hluti af ríki hans og ríkja með honum um ókomna eilífð.

Rómverjabréfið 8:18-19

Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinberast. -19- Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber.

Guð blessi þig!