A.A.Allen

A.A.Allen

Asa Alonso Allen, betur þekktur sem A. A. Allen, var bandarískur hvítasunnupredikari þekktur fyrir trúarlækningar og frelsunarþjónustu sína. Hann var um tíma tengdur “Voice of Healing” hreyfingunni sem Gordon Lindsay stofnaði. Hann fæddist 27. mars árið 1911 og var 59 ára gamall þegar hann kvaddi þennan jarðneska heim 11.júní árið 1970.

Áður en ég fer yfir líf og þjónustu Allen er mikilvægt að taka fram að í kringum dauða A.A.Allen komu upp sögusagnir um að hann hafi verið alkóhólisti og að hann hafi látist vegna þessa. Þetta barst út og sverti nafn og þjónustu þessa öfluga trúboða og lækningapredikara. En sannleikurinn átti eftir að koma í ljós löngu síðar og kennir okkur að það er betra að láta ekkert skaðlegt orð líða okkur að munni, heldur aðeins það sem er gott til uppbyggingar. Að dæma ekki, þar sem við getum ekki vitað eða séð það sem gerist bakvið tjöldin. Ef eitthvað er af Guði gefið getum við verið viss um að djöfulinn reynir að gera hvað sem er til afvegaleiða.

Sannleikurinn kemur í ljós

Læknirinn sem gaf út dánarvottorðið steig fram á dánarbeðinu og viðurkenndi fyrir að hafa þegið greiðslu upp á 10.000$, frá ákveðinni kirkjudeild til að falsa vottorðið. Þessi kirkjudeild var á móti þjónustu A.A.Allen og vildi losna við hann.

Bobby Conner sem er spámannlegur þjónn Guðs með öfluga þjónustu í Bandaríkjunum. Einstaklingur sem ég hef hitt persónulega, séð þjóna og átt samskipi við. Þetta er maður sem elskar Jesú, er auðmjúkur og yndislegur og ætti ekki að hafa neina ástæðu eða ávinning að því að ljúga. Hann fékk persónulega heimsókn frá Jesú eftir að hafa tala um Allen.

Drottinn birtist honum á hótelherberginu sínu eftir að hann var að tala á námskeiði og talaði um dapurleg endalok A. A. Allen? Connor hafði einfaldlega lesið sögu A. A. Allen um „The God’s Generals“ skrifuð af Roberts Liardon þar sem hann las um dauða Allen af völdum alkóhólisma. Hann deildi þessu með fólkinu þar sem hann var að tala með það í huga að hvetja alla til að skilja eftir sig hreint líf allt til enda. Drottinn birtist Bobby Connor þegar hann kom á hótelherbergi sitt um kvöldið og sagði við hann „Þú laugst um þjón minn Allen. Hann var réttlátur maður og þegar þú kemur til himna muntu komast að því. Hann var drepinn af kristinni mafíu“? Saga Connor er út um allt netið.

Til þess að við sjáum hversu eitrað baktal og lygar geta haft víðtæk áhrif, langar mig að taka lítið dæmi. Ég var að tala um A.A.Allen í heimahópnum mínum fyrir stuttu síðan og þar er bróðir sem stígur upp og nefnir að Allen hafi látist úr alkóhólisma. Þetta er 50 árum síðar á litla Íslandi í heimahóp í Grímsnesinu. Ég gat bent þessum bróður á sannleikann, sent honum frekari upplýsingar eftir stundina og viku síðar í heimahópnum steig hann aftur upp og iðraðist fyrir að sagt þetta aðeins út frá því sem hann hafði heyrt einhvern annan segja. Förum varlega með hvað við segjum um aðra, hver sem það kann að vera. Þetta dæmi sýnir að meira að segja geta sönnunargögn legið fyrir sem eru fölsuð, ekki er alltaf allt sem sýnist.

Úr bókinni “The Life and Ministry of A.A.Allen”

Fyrstu kaflarnir fjalla um fyrstu árin í þjónustu Allen. Bókin byrjar á spurningunni, “Viltu verða predikari?” Margir vilja þjóna Guði, en ertu tilbúin að gera það af öllu hjarta, ertu tilbúin að fara þá leið sem Guð mun leiða þig. Það er ekki auðveld leið, það þarf mikið til að fullkomna verkið í okkur, og það þarf mikið til að við séum tilbúin að deyja sjálfum okkur og fara alla leið með Guði. En það er gjaldið til að fá hin raunverulega kraft Guðs, þ.e. að tákn, undur, lækningar og vald yfir illum öndum.

Allen ólst upp á heimili þar sem óregla og áfengisneysla var daglegt brauð. Foreldrar hans höfðu gaman að því að hella drengina fulla og fylgjast með þeim skjögra um. Það var ekkert uppeldi og þessi fjölskylda fékk á sig slæmt orðspor, það tók því tíma fyrir fólk að trúa því að Allen væri raunverulega frelsaður og farin að ganga með Guði. Það var nú samt raunin og í hjarta Allen var mikil þrá eftir að fara alla leið með Guði.

Allen kynnist Lexie snemma og þau fara að rannsaka Biblíuna saman. Hægt og rólega fara að vakna upp tilfinningar á milli þeirra. Lexie var samt mjög á varðbergi vegna uppruna Allen. Þau hittust reglulega og voru mjög gagnrýnin á kenningar kirkjudeildanna sem þau komu úr og það sem þeim hafði verið kennt varðandi Biblíuna. Þau vildi rannsaka sjálf og komast að því hvort það væri allt rétt sem leiðtogarnir og kirkjurnar þeirra væru að kenna. Þau sáu ýmislegt í Biblíunni sem virtist í mótsögn við það sem þau sáu í kirkjunni. Má þar sérstaklega nefna það sem Orðið segir hér fyrir neðan.

Jóhannesarguðspjall 14:12

Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri. Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins.

Hvar voru þessi verk hugsaði A.A.Allen og hvers vegna segja svo margar kirkjudeildir að tími kraftaverkanna sé liðin. Hann gat ekki séð neitt því til rökstuðnings í Biblíunni og þráði að sjá þennan kraft að verki í sínu lífi og þjónustu.

Draumar Lexie

Á þessum tíma dreymir Lexie áhugaverðan draum sem hún skildi ekki í fyrstu. Hún er að dansa við Allen en hann er alltaf að horfa yfir öxlina á henni og henni finnst hún ekki fá þá athygli sem hún vildi. Allen fer svo í burtu um tíma til að taka að sér verkefni en þau skrifast á reglulega til að halda sambandi. Í einu bréfinu tilkynnir Allen að hann elski Lexie og þarna var Lexie einnig farin að bera sterkar tilfinningar til Allen. Hún vildi samt vera alveg handviss um að það væri Guðs vilji að hún ætti að giftast Allen og byrjaði að biðja mikið yfir þessu. Eina nóttina dreymir hana sama drauminn og henni hafði dreymt áður. Hún var að dansa við Allen og hann var með athyglina á öðru og horfði yfir öxlina á Lexie, hún var leið yfir þessu en heyrði svo rödd Guðd sem sagði, “Hann er fyrst og fremst minn, þú munt aldrei verða í fyrsta sæti í lífi hans, ertu tilbúin að vera í öðru sæti?” Svarið var já og þau giftust stuttu síðar.

Það er ótrúlegur munur á hlutum í dag og hvernig þeir voru fyrir sirka 80 árum þegar Allen hjónin er að byrja þjónustu sína. Þau fóru á milli bæja til að predika fagnaðarerindið þar sem hver dagur einkenndist af trú og trausti á að Guð myndi sjá fyrir þörfum þeirra, mat, eldsneyti, húsnæði og öðrum nauðsynjum. Í þessari einstöku sögu eru margir ótrúlegir vitnisburðir um það hvernig Guð bregst ekki þeim sem treysta á Hann. Mörg kraftaverk af trúfesti Guðs er að finna í bókinni en hér fyrir neðan eru nokkur dæmi.

Hænurnar og eggin

Það var oftar en einu sinni þar sem Guð lagði á hjarta fólks, sem sótti samkomur Allen í þeim bæjum sem hann var staddur, að gefa fjölskyldunni egg, mjólk og annan mat að borða á meðan þau voru að þjóna. Magnaðir vitnisburðir af því hvernig hænurnar fóru að margfalda eggjaframleiðsluna við þessa trúfesti fólksins, líkt og þegar Jesús margfaldaði fiskana og brauðin. Einn vitnisburðurinn var þannig að maður gaf tvö egg, einu eggin sín, en daginn eftir verpuðu hænurnar fjórum eggjum, Guð lagði það einnig á manninn að gefa þeim eggin fjögur aðeins til þess að sjá næsta dag að hænurnar höfðu verpt 8 eggjum, aldrei áður höfðu þær verpt svo mörgum eggjum á einum degi. Þetta er eitt af mörgum dæmum um hvernig Guð margfaldaði trúfesti fólksins sem gaf þegar Guð lagði það á hjarta þeirra.

Fátæki strákurinn

Magnað kraftaverk um strák óreglumannsins í bænum sem var í götóttum skóm og kom inn á samkomu hjá Allen að vetri til. Allen hugsaði þegar hann sá strákinn að einhver á samkomunni myndi nú klárlega sjá neyð stráksins og hjálpa. Sérstaklega horfði hann til tveggja einstaklinga á samkomunni sem voru efnaðir, eigandi smíðaverksmiðju og stór landeigandi. Samkoman kláraðist og allir kvöddu en engin leit til fátæka drengsins. Guð lagði það á Allen og Lexie sem voru bara fátækir faraldspredikara að taka nýlega skó af fótum sonar síns til að gefa fátæka drengnum. Strax næsta dag eftir þessa fórn fengu þau 20 dollara frá móður Lexie í póstsendingu sem þau áttu ekki von á. Þetta myndi duga þeim til að kaupa allt sem þeim vantaði. En Guð lagði það á hjarta Lexie að gefa alla 20 dollarana til trúboða á svæðinu sem átti veika eiginkonu. Allen átti erfitt með þetta og vildi bara gefa helminginn og fór á fund trúboðans og bauð honum 10 dollara. Hann gat ekki tekið við því, því hann þekkti þeirra stöðu og fátækt. En Guð hafði talað og sagt þeim að gefa alla 20 dollarana án skilyrða og tók þá trúboðinn við fórninni með þakklæti. Í kjölfarið lagði Guð á hjarta annars manns sem þau þekktu ekki að fara strax og póstleggja 50 dollara til Allen hjónanna svo það yrði komið í póstinum daginn eftir og með þeim peningum gátu þau keypt allt sem þeim vantaði, nýja skó á strákinn og klæði fyrir nýfædda barnið. Magnað hvernig Guð starfar en sagan er ekki búin. Óreglumaðurinn, faðir drengsins sem fékk skónna í byrjun var mættur á næstu samkomu til að gefa Guði líf sitt, hann hafði talað gegn kirkjunni og vildi ekkert með hana hafa, en sagði að ef einhver væri tilbúin að taka nýlega skó af fótum sonar síns til að gefa syni hans væri eitthvað sem hann vildi eiga hluta í og gaf hann Guði líf sitt í kjölfarið. Lexie hafði einmitt sagt við son sinn þegar hún bað hann um að gefa stráknum skónna sína að Guð myndi sjá til þess að hann fengi nýja skó. Nú sátu strákarnir saman á fremsta bekk í nýjum skóm og sonur Allen hjónanna sagði við strákinn, “Sjáðu mamma sagði að Guð myndi gefa mér nýja skó!”.

Þrátt fyrir að Guð væri trúfastur og nálægur Allen í þjónustunni, þráði hann meira. Hann vildi sjá fleiri frelsast og læknast. Hann vildi sjá táknin fylgja sem Jóhannes talaði um.

Jóhannesarguðspjall 14:12

Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri. Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins.

Á þessum tímapunkti í sögunni er Allen farin að fara oft út í skóg að biðja, fasta og leita Guðs.  Í hjarta hans var brennandi þrá eftir að sjá Biblíuna verða að raunveruleika í lífi hans. Lexie var á tímum einmanna þegar Allen var oft í burtu klukkustundunum saman, sleppti kvöldmat og leitaði Drottins. Allen vissi ekki að það styttist í að Drottinn myndi mæta honum á yfirnáttúrulega hátt sem átti eftir að breyta hans lífi til frambúðar. Óteljandi bænastundir, föstur og hróp á Drottinn leiddi til þess að Allen fór að loka sig af inni á heimilinu og bað Lexie um að læsa á eftir sér, hann myndi ekki koma fram fyrr en Guð myndi mæta honum. Andinn er reiðubúin en holdið er veikt og það voru ófá skipti sem matarlygt frá eldhúsinu lét Allen gefast upp og koma fram. En hann gafst ekki upp og í eitt skiptið náði hann að halda út, hversu margir klukkutímar liðu gat hann ekki sagt um en í þetta sinn kom ljós inn í skápinn þar sem hann var og rödd Guðs talaði skýrt til hans, þvílík upplifun. Það virtist eins og Guð væri að tala svo hratt en hann náði að finna skriffæri og byrja að skrifa. Hvað var hann að skrifa? Guð var að sýna Allen hvað þyrfti til að öðlast kraft Guðs!

Nú halda kannski flestir að allt hafi breyst strax eftir slíka upplifun en svo var ekki, það tók Allen 11 ár að uppfylla þau atriði sem Guðs sagði að þyrfti til að öðlast kraft, til að gera sömu verk og Jesú. Það var ekki fyrr en lækningavakningin mikla var hafin og Allen fór á samkomu þar sem hann sá undur og tákn að Drottinn talaði til hans og sagði þú getur gert þetta en það eru enn tvö atriði eftir á listanum sem ég gaf þér sem þú þarft að ná að stroka út. Þetta voru erfiðustu atriðin og eru ekki tilgreind þar sem þetta voru persónuleg atriði sem Guð gaf honum ekki leyfi til að deila, en hann gaf okkur vísbendingar. Þetta voru þessar litlu gælu syndir sem okkur finnst varla vera synd, þessi atriði sem hafa kannski alltaf fylgt okkur og við verjum til að geta haldið þeim í lífi okkar. Innst inni vitum við betur og samviska okkar minnir okkur reglulega á þessi atriði.

Allen náði stuttu síðar að stroka þessi atriði einnig af sínum lista og Guð stóð við sitt. Ein magnaðast þjónusta síðari tíma hófst þar sem óteljandi fjöldi af fólki frelsaðist, læknaðist og losnaði undan valdi óvinarins. Allen var þekktur fyrir tjaldþjónustu sína en hann ferðaðist um Bandaríkin með risastór samkomutjöld og hélt samkomur, hann endaði á því að setjast að á stað sem kallaðist “Miracle Valley” og eru vitnisburðirnir svo margir um það sem Drottinn gerði í gegnum A.A.Allen að það er engin leið að halda tölu yfir þá.

Þetta er aðeins örlítil innsýn inn í líf þessa mikla guðsmanns og ég hvet ykkur eindregið til þess að skoða betur hans líf og þjónustu. Hægt er að panta bækur um hann á Amazon og horfa á hann predika og biðja fyrir sjúkum á netinu.

Bókin “The Price of God´s Miracle Working Power”

Ég ætla ekki að skrifa samantekt á bókinni sem fjallar um þá reynslu sem Allen fékk þegar Drottinn mætti honum og gaf honum þau atriði sem hann þurfti að uppfylla til að öðlast kraft Guðs. Ég vil ekki draga úr þeirri kennslu sem Allen lýsir í bókinni. Heldur vil ég miklu fremur hvetja ykkur til að lesa hana sjálf og hef því ákveðið að lista frekar upp atriðin og versin sem tengjast þeim hér fyrir neðan og láta svo bókina fylgja á PDF fyrir ykkur sjálf að lesa. Ef þið skiljið ekki ensku þá er tæknin orðin það góð að hægt að nýta tæki á netinu til þess að þýða langa texta frá Ensku yfir á Íslensku.

Atriðin 11

1. Ekki er lærisveinn meistaranum fremri né þjónn herra sínum. (Matteusarguðspjall 10:24)

2. Ekki er lærisveinn meistaranum fremri, en hver sem er fullnuma, verður eins og meistari hans. (Lúkasarguðspjall 6:40)

3. Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn. (Matteusarguðspjall 5:48)

4. Kristur okkar fyrirmynd. (Fyrra Pétursbréf 2:21)
Til þessa eruð þér kallaðir. Því að Kristur leið einnig fyrir yður og lét yður eftir fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor.

5. Afneita sjálfum sér. (Lúkasarguðspjall 9:23)
Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér.

6. Krossinn. (Lúkasarguðspjall 9:23)
Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér.

7. Ég verð að minnka. (Jóhannesarguðspjall 3:30)
Hann á að vaxa, en ég að minnka.

8. Hann verður að stækka. (Jóhannesarguðspjall 3:30)
Hann á að vaxa, en ég að minnka.

9. Ónytjuorð og heimskulegt tal. (Matteusarguðspjall 12:36)
En ég segi yður: Hvert ónytjuorð, sem menn mæla, munu þeir verða að svara fyrir á dómsdegi.

10. Bjóðið fram líf ykkar. (Rómverjabréfið 12:1)
Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn.

11. Hluttakandi í Guðlegu eðli. (Fyrra Pétursbréf 1:4)
Með því hefur hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrirheit, til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakendur í guðlegu eðli, er þér hafið komist

Persónuleg atriði.
Þau atriði sem Guð talar persónulega til þín. Einnig gott að spyrja Guð. Ef þú raunverulega vilt fara alla leið mun Guð sýna þér hvað þú þarft að gera ef þú kemur til Hans í einlægni og trú.

Einstakur vitnisburður

A.A. Allen var stórkostlegur Guðsmaður sem Guð notaði á einstakan hátt í lækningavakningunni miklu. Hann hafði stórkostlega trú og eru til fjölmörg myndbönd af samkomum hans sem haldnar voru í stóru tjaldi. Fólk á dánarbeðinu reis upp af sjúkrarúmum á miðjum samkomum, fólk fékk sjón, eyru opnuðust og fullt af öðrum kraftaverkum átti sér stað.

Mörg eftirtektarverð kraftaverk eru skráð, en eitt það merkasta að mínu mati gerðist í mars 1959. Það var frásögn af litlum dreng sem fékk 26 skapandi kraftaverk á einni samkomu.

R. W. Schambach var lofgjörðarleiðtogi A. A. Allen á þeim tíma. Hann segir frá því hvernig móðir þessa unga drengs kom til hans á síðasta degi samkomuherferðar. Þessi trúfasta móðir hafði ferðast frá heimili sínu í Knoxville, TN, til Birmingham vegna þrá sinnar að ungi drengurinn yrði læknaður á yfirnáttúrulegan hátt. Það var eina von hans þar sem þeir bestu á læknasviðinu höfðu gefist upp á honum og gáfu enga von um að hann myndi lifa af.

Ungi fjögurra ára strákurinn fæddist með 26 alvarlega sjúkdóma. Hann var blindur, heyrnarlaus og mállaus og tungan stóð út úr munni hans og hvíldi á höku hans. Hann hafði enga fætur og var snúinn í fósturstellingu frá fæðingardegi. Nánast hvert einasta líffæri í líkama hans þjáðist af mörgum fylgikvillum. Flestir læknar sögðu að hann myndi ekki lifa fyrsta afmælið sitt. Engu að síður var hann nú fjögurra ára gamall og þurfti sárlega á snertingu Guðs að halda.

Unga móðirin hafði verið á hverri samkomu í heila viku og síðasti dagurinn var kominn. Í þá daga notuðu þeir sem voru í þjónustu bænaspjöld til að ákveða fyrir hverjum væri beðið. Því miður var aldrei kallað upp bænakortið hennar. Hún fór því persónulega til bróður Schambach og spurði hvort hann vildi hjálpa til við að koma syni sínum til guðsmannsins til að fá fyrirbæn fyrir hann. Bróðir Schambach lofaði að hann myndi gera það, en það varð aldrei nauðsynlegt þar sem Drottinn hafði aðrar áætlanir.

Þegar samkoman hófst tók A. A. Allen við fórn sem skoraði á fólkið að trúa á kraftaverk. Í trú var þessi unga móðir sú fyrsta sem lagði 20 dollara í fórnina. Eins og ekkjan sem talað er um í Biblíunni var það allt sem hún átti. Þegar guðsmaðurinn hóf þjónustuna hætti hann að prédika og tilkynnti að hann væri að fara inn í andlega sýn.

Í sýn sinni fann Allen sig á fæðingardeild sjúkrahúss þar sem lítill drengur fæddist. Hann sá læknana kveða upp dauðadóm yfir piltinum með 26 alvarlega sjúkdóma. Hann horfði síðan á í sýn sinni þegar móðirin fór inn í gamla Ford bifreið og keyrði einmitt á þá samkomu sem var í gangi á þessari stundu í Birmingham, AL. Hann kallaði síðan á móðurina að koma með unga drenginn til bænar.

Kraftur Guðs kemur yfir unga drenginn

Þegar hann fór með trúarbænina, vitnar R.W. Schambach um að hann hafi séð með eigin augum að kraftur Guðs kom yfir drenginn.

1. Fyrst leiðréttist tunga litla mannsins inn í munninum á honum.

2. Því næst komu ljóspollar inn í augntóftirnar hans og falleg brún augu urðu til á yfirnáttúrulegan hátt.

3. Hann horfði síðan á bein hans byrja að smella þegar lærleggir hans og handleggir óxu fram á sinn fullkomna stað.

4. Síðan horfði Schambach á þegar lærleggirnir tveir sem höfðu engar fætur tóku skyndilega að breytast þar sem fætur voru skapaðir á yfirnáttúrulegan hátt fyrir unga drenginn fyrir framan 3000 viðstadda.

5. Öll innri líffæri hans voru fullkomlega endurreist.

6. Loksins fékk tunga unga stráksins yfirnáttúrulega að segja fyrstu orð sín…Mamma.

Hér fyrir neðan er myndband þar sem R.W. Schambach lýsir þessu kraftaverki með eigin orðum.

“Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra. Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.” Heb 13:7-8

Aimee Semple McPherson

Aimee Semple McPherson

Aimee Elizabeth Semple McPherson, einnig þekkt sem systir Aimee, var kanadískur hvítasunnupredikari og fjölmiðlastjarna á öðrum og þriðja áratugnum, hún var fræg fyrir að stofna Foursquare kirkjuna sem enn lifir góðu lífi og er starfrækt í Los Angeles. Aimee fæddist 9.október árið 1890 og varð aðeins 53 ára gömul áður en hún fór heim til Drottins þann 27.september árið 1944.

Það eru kannski ekki margir í dag sem kannast við nafnið Aimee Semple MacPherson. Hún er samt sem áður ein af þekktustu trúarhetjum síðustu kynslóða ásamt öðrum sem ég hef skrifað um og er að finna hér á síðunni. Ég vil hvetja ykkur til að kynna ykkur þessar hetjur Guðs sem farið hafa á undan okkur. Bíblían segir okkur að gera það í Hebreabréfinu 13:7. Það er fátt meira trúarstyrkjandi en að lesa um hvað Guð er fær um að gera í gegnum fólk sem er tilbúið að leggja sig algjörlega í Hans hendur. Það gefur okkur einnig trú um að Guð getur gert allt sem við lesum um í Biblíunni.

Aimee Semple hafði verið helguð Guði fyrir fæðingu. Móðir hennar var ung kona og hafði verið kölluð til að breiða út fagnaðarerindið en hún hafði ekki gengið fram í þeirri köllun. Einn morgun fór hún til að biðja Guð um að gefa sér barn og lofaði hún að leggja barnið í hendurnar á Guði líkt og Hanna gerði í Biblíunni. Einngi bað hún Guð um að láta barnið uppfylla þá köllun sem hún hafði brugðist. Guð heyrði þá bæn.

Aimee var mjög áhugaverð sem ung kona, hún hafði sterkar skoðanir og það er gaman að minnast á að bara sem unglingur þá kynntist hún Darwin kenningunni sem var tiltölulega ný á hennar tíma. Á meðan allir þögðu þunnu hljóði þá skrifaði hún grein í stærsta fréttablaðið á svæðinu, greinin hét “Þróunarkenningin og Biblían”, og lifði þessi grein lengi og olli mikilli ólgu. Þar benti Aimee á að kenningin stæðist ekki Biblíuna.

Aimee var uppreisnargjarn unglingur og olli foreldrum sínu stundum hugarangri. Einn daginn þegar Aimee var á leiðinni heim af leiklistaræfingu með föður sínum, sá hún skilti sem sagði, vakningarsamkoma með Robert Semple. Hún hafði heyrt að svona fólk væri með uppréttar hendur og dettandi í gólfið og vildi ólm fá að fara til að fylgjast með svoleiðis skemmtun. Þar mætti Guð henni, frelsaði hana og í kjölfarið varð hún ástfangin af predikaranum sem hafði sagt henni að iðrast með slíkum krafti að það var sem það skæri í sundur hjarta hennar. Sex mánuðum eftir fyrstu samkomuna hafði hún giftst Robert Semple sem átti eftir að hafa afleiðingar fyrir líf hennar. Hún byrjaði að mæta á samkomur og sagði við Guð að hún myndi hvorki borða né sofa fyrr en Hann myndi skýra hana í Heilögum anda sem Hann svo gerði.

Meira ætla ég ekki að skrifa um einkalíf Aimee á þessum tímapunkti en þið getið að sjálfsögðu kynnt ykkur líf hennar betur sjálf. Neðst í þessari grein getið þið skoðað smá myndbrot af Aimee, en nú ætla ég að tala aðeins um hvernig Guð svaraði bæn móðir Aimee og hvernig Aimee varð ein þekktasta Guðskona síðari tíma.

Það er óhætt að álykta að eftir að Aimee með sýna miklu persónutöfra giftist Robert Semple predikara og trúboða, að líf þeirra myndi liggja út í þjónustu. Aimee átti ekki erfitt með að draga að stóra hópa. En það átti enginn eftir að gruna að hún myndi verða aðalverkfæri Guðs af þeim hjónum.

Kraftaverk í upphafi samkomuherferðar

1916 kallaði Guð Aimee til að undirbúa sig fyrir 7 ára samkomuherferð og það var einmitt í byrjun þeirrar herferðar sem að stórkostleg lækning átti sér stað fyrir framan alla í salnum, Aimee bað fyrir konu í hjólastól sem stóð upp og gekk út af samkomunni hjálparlaust það kvöldið. Þetta spurðist fljótt út og samkomurnar fylltust af fólki og undur og tákn áttu sér stað.

Aimee var með ótal samkomur í tjöldum, samkomusölum og leiddi hún hundruð þúsunda til Krists, yfirnáttúrulegar lækningar voru óteljandi, brotin bein, krabbamein, æxli og allt sem okkur getur dottið í hug, læknaði Jesú, og æxlin duttu jafnvel af fólki fyrir framan viðstadda.

En svona líf með Guði kemur ekki án gjalds eða þrenginga, því miður þá eiga flestar af þessum Guðshetjum það sameiginlegt að líf þeirra var ekki dans á rósum. Aimee gekk í gegnum ástarsorg, skilnaði, taugaáfall, miklar árásir á trú hennar og þjónustu, sérstaklega af einum manni sem lagði sig allan fram til að reyna að fella hana og koma á hana óorði. Henni var rænt tvisvar, fyrra skiptið af Ku Klux Klan og hitt skiptið af mafíunni. Sérstaklega mikið baktal var í kringum líf hennar vegna manns sem hún umgekkst sem var giftur og var hún grunuð um að eiga í ástarsambandi við.

Ég sé þetta þannig að þegar að manneskja er kölluð í svona þjónustu fyrir Guð, þar sem hundruðir og þúsundir eru að frelsast, lækningar eru að eiga sér stað. Þá muntu fá allt óvinarins veldi á móti þér. Þeir sem eru Kristin þekkja það að fá árásir á líf sitt og að það geta komið erfiði tímar á trúargöngunni. En þegar óþekktur aðili gerir alvarleg mistök kemur það ekkert endilega upp á yfirborðið eins og raunin var hjá þessu fólki og þekktu fólki yfir höfuð. Ég er líka viss um það að þessar trúarhetjur voru upp á móti mun meiri árásum en mörg af okkur höfum fengið að kynnast.

Það sorglega er, að þegar að við höfum lesið og kynnt okkur hvernig Guð starfaði í gegnum þetta fólk með þeim krafti sem flest okkar hafa ekki upplifað né séð, hve margir eru búnir að dæma þetta fólk og kalla jafnvel þjónustu þeirra villu, vegna þess að það gerði mistök og varð á. Við skulum ekki dæma eins og Biblían kennir okkur, heldur læra af þeim og svo líkja eftir trú þeirra.

Því trú höfðu þau og kraftur fylgdi þeim, fólk læknaðist, fékk lausn, og undur og tákn áttu sér stað sem segir mér að Guð var svo sannarlega með þeim og Guð iðrar ekki náðargjafa sinna.

Heimildarmynd um Aimee Semple MacPherson

“Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra. Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.” Heb 13:7-8

Billy Graham

Billy Graham

William Franklin Graham Jr. var bandarískur predikari sem varð vel þekktur á alþjóðavettvangi seint á fjórða áratugnum. Einn af ævisöguriturum hans hefur sett hann „meðal áhrifamestu kristna leiðtoga“ 20. aldar. Hann fæddist 7.nóvember árið 1918 og fór heim til Drottins hér um bil 100 árum síðar eða þann 21. febrúar 2018. 

Þessi grein er í vinnslu og þú getur fengið tilkynningu í tölvupósti þegar hún er tilbúin með því að skrá þig á póstlistann okkar.

Evan Roberts

Evan Roberts

Evan Roberts og velska vakningin árin 1904–1905

Evan Roberts var einn af þremur sonum og fimm dætrum sem fæddust Henry og Hönnu Roberts. Hann ólst upp á kalvínísku meþódistaheimili og var trúrækið barn sem sótti kirkju reglulega og lagði ritningar á minnið á kvöldin. Frá 11 til 23 ára aldurs vann hann í kolanámunum með föður sínum. Roberts vann einnig um tíma hjá frænda sínum sem lærlingur í járnsmíði. Sem ungur maður var Roberts þekktur fyrir að eyða mörgum klukkustundum í að biðja í hverri viku, bæði persónulega og á samkomum.

Til að gera betur grein fyrir lífi og þjónustu Evan Roberts þurfum við að fara aðeins til baka í tíma. Evan Roberts var ekki sá eini sem Guð notaði til að kveikja vakningarelda í Wales. Joseph Jenkins var einnig virtur leiðtogi í vakningunni sem hafði skipulagt ráðstefnu árið 1903 í New Quay þar sem þema ráðstefnunnar var “Aukin hollusta við Krist”. Í febrúar árið eftir eða árið 1904 var ung kona að nafni Florrie Evans sem fylgdi Jenkins heim eftir eina sunnudagssamkomuna og sagði við hann “Ég sá heiminn í prédikun kvöldsins og ég get ekki lifað svona lengur.” Jenkins sagði henni að viðurkenna vald Krists yfir lífi sínu. Á ungmennafundi næsta sunnudag stóð Florrie upp og sagði „Ég elska Drottin Jesú af öllu hjarta“. Yfirgnæfandi tilfinning um nærveru Guðs ríkti á fundinum og á síðari fundum sem kveikti í tveimur öðrum ungum konum, Maud Davies og May Phillips. Unga fólkið fór að heimsækja aðrar kirkjur til að deila blessuninni. Segja má að þetta hafi verið upphaf velsku vakningarinnar árið 1904.

Annar öflugur leiðtogi í vakningunni sem vert er að minnast á var Seth Joshua. Joshua snerist til trúar á samkomu Hjálpræðishersins og fór strax að boða fagnaðarerindið. Margir komu til Drottins í gegnum þjónustu hans.

Jospeh Jenkins var brennandi fyrir Drottinn og fór á milli bæja og predikaði fagnaðarerindið um Jesú Krist. Evan var uppörvaður af því sem hann heyrði að var að gerast í New Quay hjá Joseph og á öðrum stöðum í Wales. Evan ákvað að fara til Newcastle Emlyn til að undirbúa sig undir þjónustu, þar var hann með Sydney Evans vini sínum sem einnig spilaði veigamikið hlutverk í vakningunni. Sögurnar um að margir væru að frelsast í New Quay og Blaenannerch voru byrjaðar að heyrast um allt og Evan Roberts gat ekki beðið eftir því að byrja að þjóna. Þegar Evan heyrði að Joseph væri með samkomur í Blaenannerch ákvað hann að fara ásamt fleirum og skrifar svo um reynslu sína þar;

“Ég fann að þegar ég fór á samkomuna að ég var knúinn til að biðja. Þegar samkoman hófst báðu margir og ég spurði Heilagan Anda: „Á ég að biðja núna? „Nei,“ sagði Andinn. Skömmu síðar kom eitthvað dásamlegt yfir mig. Eftir að margir höfðu beðið fann ég einhverja lifandi orku eða kraft koma inn í brjóstið á mér, fæturnir titruðu ógurlega; þessi lifandi orka jókst og jókst eftir því sem hver á eftir öðrum baðst fyrir þar til hún var næstum því að springa út úr mér og ég spurði Andann “Á ég að biðja núna?” Þegar næsti maður hafði lokið við að biðja, bað ég. Hefði ég ekki beðið, þá hefði ég sprungið. Hvað suðaði í brjósti mér? Versið, “En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor” Ég féll á hnén, með handleggina útrétta á sætinu fyrir framan mig, sviti streymdi niður andlitið á mér og tárin streymdu hratt þar til ég hélt að blóð kæmi út. Magdalen Phillips stóð mér hægra megin og Maud Davies til vinstri. Þvílíkur kraftur í um tvær mínútur. Ég hrópaði – „Beygðu mig, beygðu mig, beygðu mig; Ó! Ó! Ó! Ó! Ó!” … Það sem kom upp í hugann eftir þetta var dómsdagurinn. Þá fylltist ég samúð með fólkinu sem verður að beygja sig á dómsdegi og ég grét. Eftir þessa reynslu var neyðin fyrir sálum gríðarlegt. Mér fannst ég verða að fara um allt Wales til að segja fólkinu frá frelsaranum.”

Þarna hófst þjónusta Evan Roberts og fór hann að finna sterkt fyrir leiðsögn Heilags Anda sem mætti honum persónulega og sagði meðal annars að “Guð ætlaði að lyfta allri Wales upp til himna” og hann fór að tala út og trúa að Guð ætlaði að frelsa yfir 100.000 sálir.

Vakningin

Það sem gerist í framhaldinu er einstakur viðburður sem átti eftir að breyta öllum heiminum. Þetta var engin venjuleg vakning. Guð mætti og gerði þvílík tákn sem mjög fljótlega urðu að fyrirsögnum í öllum helstu dagblöðum, ekki bara í Wales heldur út um allan heim. Áður en vakningin hófst er vert að minnast á að andlegt ástand Wales var mjög dökkt. Barir og skemmtanir voru í blóma, allt snerist um fótbolta, hanaslagi, slagsmál og veðmál hjá millistéttinni. Morð, nauðganir og aðrir glæpir voru í miklum vexti og virtist sem yfirvöld væru að missa taumana á ástandinu. Margir unnu í kolanámunum sem var erfið vinna fjarri fjölskyldunni og þegar kom að útborgunardegi voru margir sem sólunduðu laununum í áfengi og veðmál, börnin og eiginkonurnar sátu heima í sárri fátækt.

The Four Tenets

Í upphaf þjónustu sinnar leggur Evan Roberts niður fjögur atriði sem síðar urðu grundvallaratriði vakningarinnar. Evan trúði því að uppfylla þyrfti þessi fjögur atriði áður en vakning myndi koma af fullum þunga, en þau voru;

  1. Játa verður allar syndir fyrir Guði og iðrast fyrir þær. Kirkjan verður að hreinsast, Brúðurin verður að vera án bletts, þannig að það er ekkert rúm fyrir málamiðlanir með synd. Ef það er eitthvað í lífi okkar sem við erum ekki viss með hvort er gott eða slæmt, losaðu þig við það!
  2. Það má engin hula myndast milli okkar og Guðs vegna fyrirgefningarleysis. Hefur þú fyrirgefið öllum? Ef ekki, ekki ætlast til að fá fyrirgefningu fyrir þínar syndir. Ritningin er skýr um að við fáum ekki fyrirgefningu ef við fyrirgefum ekki. Fyrirgefningarleysi aðskilur okkur frá Guði líkt og synd.
  3. Við verðum að hlýða Heilögum Anda. Gerðu það sem Andinn leggur á hjarta þitt. Snögg, óhindruð hlýðni er skilyrði ef við ætlum að vera notuð af Honum.
  4. Það verður að vera opinber játning á Kristi sem frelsara. Þetta er ekki eitthvað eitt skipti eftir að við frelsumst eða skýrumst, heldur stöðugur vitnisburður okkar sem Kristið fólk.

Eftirvæntingin jókst með hverri samkomu í Moriah Chapel þar sem Evan leiddi og nærvera Guðs jókst. Samkomurnar fóru að verða lengri og lengri þar sem fólk fann að eitthvað nálgaðist og það vildi alls ekki missa af því sem Guð var að gera.

Eldurinn fellur

Síðla kvölds þann 7.nóvember 1904 voru nánast allir á samkomunni í Moriah Chapel gráti næst, margir grétu hástöfum og um miðnætti var kraftur Guðs slíkur að það héldu honum engin bönd. Fólkið hafði aldrei upplifað aðra eins iðrun og gleði á sama tíma. Það var ekki hægt að aðgreina þá sem grétu í iðrun yfir syndum sínum og þeim sem grétu af gleði yfir nærveru Guðs. Það var ekki fyrr en eftir 3:00 um nóttina að tilraun var gerð til að enda samkomuna. Næsta kvöld kom fólk snemma til að tryggja sér sæti. Allir voru að tala um að vakning væri hafin, jafnvel önnur Hvítasunna. Samkoman þetta kvöld var öðruvísi og fólk fór heim um kvöldið og fann að Guð var að vinna eitthvað djúpt verk.  Þessa nótt leiddi Guð bæjarbúa til sannrar iðrunar. Evan og Sidney áttu erfitt með að sofna um nóttina og heyrðu skarkala á götum úti um kl. 6:00 þann morgun. Þegar þeir fóru út að gá voru allir í bænum á leið til bæna í samkomuhúsinu. Andi Guðs hafði lagt á alla í bænum samstundis að fara á bænastund. Engin hafði nokkurn tíma heyrt af slíku og þetta var rétt byrjunin.

Fyrsta fréttafyrirsögnin birtist í “The Western Mail of Cardiff, Wales”

MIKILL FJÖLDI DREGST TIL LOUGHOR – SAMKOMUR SEM VARA TIL kl. 2:30 Á NÓTTUNNI

“Stórmerkileg trúarvakning á sér stað núna í Loughor. Um nokkurra daga skeið hefur ungur maður að nafni Evan Roberts verið að valda óvæntum tíðindum í Moriah Chapel. Fólk umlykur staðinn og kemst ekki inn vegna ásóknar. Þessi eftirvænting hefur leitt til þess að vegurinn að kirkjunni fyllist af fólki frá einum enda til annars. Roberts sem talar á velsku segir að hann viti ekki hvað hann muni segja, heldur vitnar um að þegar hann er í nærveru Heilags Anda, segir Andinn honum um hvað hann eigi að tala, að hann sé einungis milliliður visku Guðs. Prédikarinn talar svo í krafti Andans í miklum móð sem skilur hlustendur eftir djúpt snortna. Margir sem höfðu hafnað Kristinni trú eru að snúa aftur til kirkju og að því sem Guð er að gera. Eitt kvöldið hafði ungi prédikarinn svo mikil áhrif, að löngu eftir að hann lauk ræðu sinni, hélt fólkið áfram að syngja og lofa Drottinn fram yfir kl. 02:30 um nóttina. Búðareigendur eru að loka verslunum sínum fyrr á daginn til að freista þess að tryggja sér sæti á samkomunum. Stál- og járnsmiðir gefa sér ekki tíma eftir vinnu til að hafa fataskipti heldur flýta sér á samkomurnar í óhreinum vinnufötunum.”

Ávextir vakningarinnar

Það eru margar sögur sem hægt er að segja í viðbót en það gefur auga leið að krafturinn var slíkur að vakningin dreifðist sem eldur um allt land og ekki bara Wales, heldur fylktist fólk alls staðar að úr heiminum sem heyrði af því sem Guð var að gera. Óteljandi samkomur af undrum og táknum þar sem nærvera Guðs var svo sterk að fólk jafnvel baðst undan að finna fyrir meiri krafti, þar sem það hélt að það myndi hreinlega deyja undan kraftinum. Vitnisburður af áþreifanlegri nærveru Guðs sem sást með berum augum að jafnvel púltið þar sem prédikarinn stóð var í móðu. Vakningin í Wales er einstakur viðburður þar sem Guð steig niður til jarðar og starfaði með óyggjandi hætti sem vakti athylgi um allan heim og varð síðar kveikjan að Hvítasunnuvakningunni við Azusa Street í Kaliforníu árið 1906. Sú vakning átti eftir að hafa enn meiri áhrif um allan heim og hefur enn áhrif allt fram á okkar dag.

Annað áhugavert við vakninguna í Wales er að hún var ekki bundin við einhvern einn leiðtoga þótt Evan Roberts hafi verið valinn sem einskonar frumkvöðull. Í upphafi vakningarinnar var einnig eins og það skipti engu máli hvort Evan Roberts væri viðstaddur, stundum kom hann seint og læddist inn og fólk virtist ekki hugsa mikið út í það. Stundum var hann með prédikun stundum sat hann alla samkomuna í bæn. Heilagur Andi stjórnaði og fólkið fann það greinilega og lofaði Drottinn langt fram á nætur.

Vakningin í Wales stóð í rétt um 2 ár. Eftir að vakningunni lauk upplifði Evan Roberts að fólk horfði of mikið til hans og vildi hann ekki varpa skugga á Jesú Krist. Hann dróg sig því að mestu í hlé frá opinberri þjónustu og varði restinni af lífi sínu í fyrirbænaþjónustu fyrir líkama Krists, ásamt því að skrifa efni til að uppörva trúaða. Þetta er því miður algengt þegar kraftur Guðs tekur sér þvílíka bólsetu í mönnum og konum að fólki hættir til að tilbiðja manneskjuna í stað Drottins.

Áhrifin af vakningunni í Wales voru svo kraftmikil og ef við eigum að nefna nokkur dæmi þá má nefna; að lögreglan varð nánast aðgerðarlaus því nánast allir glæpir hurfu, fangelsin tæmdust, barir lokuðu því það var engin sem nýtti sér þjónustuna lengur, þinghaldi var oft frestað því þingmenn voru á samkomum, mikil vandræði urðu með hrossin þar sem þau hættu að hlýða skipunum, þau voru svo vön blótsyrðum sem skipunum og þegar að allir hættu á yfirnáttúrulegan hátt að blóta þurfti að kenna hestunum upp á nýtt. Yfir 100.000 sálir frelsuðust í Wales eins og Evan hafði sagt fyrir um og mun fleiri þar sem vakning dreifði sér til annarra landa. Jafnvel fótboltinn, hugarfóstur þjóðarinnar og menn töluðu ekki um annað, leystist upp og íþróttaleikvangarnir sátu tómir þar sem áhuginn var ekki lengur til staðar, fótboltastjörnurnar sjáflar á samkomum og allir með hugan við vakninguna. Fólk bað fyrir ástvinum eitt kvöld og á næstu samkomu var viðkomandi mættur á samkomu og gaf Jesú líf sitt. Bænastundirnar urðu vinsælli en samkomurnar og þeim mun nákvæmari sem bænirnar urðu, því nákvæmari urðu bænasvörin. Aðal áhersla vakningarinnar voru alltaf hinir ófrelsuðu.

Dánartilkynning Evans Roberts í The Western Mail dró feril hans þannig saman: „Hann var maður sem hafði upplifað undarlega hluti. Í æsku sinni hafði hann virst halda þjóðinni í lófa sér”. Hann fæddist 8.júní 1878 í Loughor í Wales og varð 73 ára gamall, en hann lést 29.september árið 1951.

Þetta eru einstakir viðburðir sem vekja í hjarta mér slíka trú að ég get ekki annað en hrópað á Guð daglega að gera þetta aftur í dag á okkur tímum á Íslandi og út um allan heim. Þessi grein gefur aðeins litla innsýn inn í öll þau undur og tákn sem Guð gerði á þessum tímum og hvet ég ykkur til að kynna ykkur betur þessar trúarhetjur og vakningar svo það megi kveikja eld í þínu hjarta sem brýst út í vakningu í þínu lífi og til allra þeirra sem í kringum þig eru!

Aðal heimild: The Power to Change the World

Sigurður Júlíusson

 

Jack Coe

Jack Coe

Jack Coe var predikari  innan hvítasunnunnhreyfingarinnar, kallaður „óhræddur maður trúarinnar“. Hann var einn af fyrstu lækningapredikurum í Bandaríkjunum með ferðatjaldþjónustu eftir seinni heimsstyrjöldina. Coe var vígður í Assemblys of God árið 1944 og byrjaði að prédika á meðan hann þjónaði enn í seinni heimsstyrjöldinni. Hann fæddist 11.mars árið 1918 og varð aðeins 38 ára gamall þegar hann lést þann 16.desember 1956.

Þessi grein er í vinnslu og þú getur fengið tilkynningu í tölvupósti þegar hún er tilbúin með því að skrá þig á póstlistann okkar.

John Alexander Dowie

John Alexander Dowie

John Alexander Dowie var skosk-ástralskur guðsmaður þekktur sem trúboði og lækningarpredikari. Hann hóf feril sinn sem hefðbundinn prestur í Suður-Ástralíu en Guð hafði mun stærri áform í huga fyrir þennan mann sem fæddist 25.maí árið 1847. Hann átti eftir að breyta gangi trúarsögunnar á þeim 60 árum sem hann lifði og gætti áhrifa hans og þjónustu í lífi fjölmarga öflugra guðsmanna sem á eftir komu og má þar helst nefna John G. Lake.

John Alexander Dowie var mjög merkilegur maður. Ég hef tekið fram í öðrum greinum hve mikil áhrif þessi maður hafði á þeim tíma sem hann lifði á. Hann breytti trúarlífi kristinna manna með þeim hætti sem maður getur ekki ímyndað sér. Drottinn notaði nefnilega John Alexander Dowie til að koma með yfirnáttúrulega lækningu frá Guði aftur til heimsins eins og var á tímum frumkirkjunar.

Dowie fæddist inn í fátækt eins og margir af hinum sem ég hef fjallað um og var lífið erfitt. Hann lenti í miklum veikindum sem barn, og var eins með hann og William Branham, þeir áttu varla föt til að nota í skólann. Dowie lét það ekki stoppa sig heldur hélt áfram að læra og átti hann auðvelt með það, og las hann t.d. Biblíuna í gegn þegar hann var aðeins 6 ára gamall. Mjög ungur þá frelsast Dowie eða 7 ára gamall og byrjar að iðka trú sína.

Hann flytur til Ástralíu með foreldrum sínum þegar hann er 13 ára og átti hann eftir að hafa mikil áhrif á það land. Hann byrjaði að vinna en fann fyrir kalli Guðs um að hann ætti að fara út í þjónustu. Hann byrjaði að undirbúa sig fyrir þjónustuna en fór í millitíðinni til Englands til að læra og var þar í þrjú ár.

Öll þessi ár er Guð að eiga við hann og undirbúa hann fyrir þá köllun sem hann átti eftir að stíga inn í. Hann eins og margir af þeim sem ég hef fjallað um fengu sjálfir lækningu frá Guði fyrir sitt eigið líf. Það gaf honum trú fyrir því að Guð sé megnugur að lækna, en hann hafði verið að glíma við krónískar meltingartruflanir.

Eftir nokkurt skeið í Englandi þá fær hann skeyti frá föður sínum um að koma aftur til Ástralíu því eitthvað hafði komið uppá. Þar fær hann stöðu sem forstöðumaður og byrjar að stíga inn í köllun sína. Það líður ekki á löngu þar til hann  byrjar að predika hart gegn áfengi og öðrum ólifnaði og það urðu ekki allir sáttir við hans stíl, því að hann predikaði hart gegn synd.

Þið getið hlustað á hljóðupptöku með Dowie neðst í þessari grein og þá munuð þið fá smá hugmynd um hvernig hann lét heyra í sér. Enn eftir að hafa verið við þessa kirkju í Englandi um nokkurt skeið þá finnst honum hann ekki sjá nægilegan vöxt eða áhuga hjá fólkinu í að stíga lengra með Guði, svo að hann lætur af embætti sínu sem forstöðumaður í þeirri kirkju. Honum er fljótlega boðið að leiða kirkju nálægt Syndey í Ástralíu og stuttu eftir að hann tekur við þar er svarti dauði að brjótast út og byrjar að drepa þúsundir. Þar er hann algjörlega að þroti kominn, eftir að hafa jarðað í kringum 40 manns úr sínum eigin söfnuði.

Dowie var að biðja og hrópa til Guðs yfir því hvernig gæti staðið á því að þetta væri að gerast og sérstaklega fyrir fólk sem tilheyrði Jesú Kristi og var sannkristið fólk. Þá benti Guð honum á Postulasöguna 10:38, það kom ljós á ritningarstaðinn sem opinberaði honum að Guð væri læknirinn en djöfullinn kæmi með sjúkdómanna. Þegar hann var nýbúinn að fá þessa opinberun komu menn hlaupandi til hans og sögðu honum að ung kona úr söfnuðinum hans væri að deyja. Hann klæddi sig fljótt og hljóp af stað og komu þeir skömmu seinna á staðinn. Þar var unga konan við dauðans dyr. Einn maður úr söfnuðinum var þarna og Dowie sagði honum að biðja, en hann byrjaði að segja „megi Guðs vilji ná fram að ganga“ þá sagði Dowie við hann „villtu hætta þessu, þú biður ekki megi Guðs vilji ná fram að ganga um verk djöfulsins“ og byrjaði að biðja fyrir konunni. Eftir stutta stund sofnaði hún. Móðir hennar fór að gá að hvort hún væri dáin en Dowie sagði „hún lifir en farðu og sæktu handa henni eitthvað að borða og drekka“. Dowie hallaði svo sér yfir hana og vakti hana og hún var fullkomlega heilbrigð, því næst fór hann til systur hennar og bróður sem voru líka að deyja og bað og urðu þau bæði fullkomlega heilbrigð.

Þarna hefst í raun hin mikla þjónusta Dowie sem átti eftir að verða stórkostleg og hafa áhrif um allan heim. Eftir þetta dó engin úr hans söfnuði úr svarta dauða.

Dowie fór síðar til Bandaríkjanna þar sem hann hélt áfram að predika með krafti gegn syndinni. Þar var svo hart gengið að honum að hann var handtekin 100 sinnum á sama ári og látin dúsa í fangaklefa yfir nótt og gáfu þeir honum ástæðuna að hann stundaði lækningar án leyfis. Einu sinni var sprengju komið fyrir undir skrifborðinu hans en Guð lét hann vita í draumi þann morgunin að það væri setið um líf hans. Þegar hann var á skrifstofu sinni það kvöldið talaði Guð þrisvar sinnum til hans „farðu út“ Dowie lét segjast í þriðja skiptið og stuttu síðar sprakk skrifstofan í loft up. Það voru sem sagt þokkalegar ofsóknir gegn honum á þessum tíma, enda vó hann hart að áfengissölunni, syndinni og læknastéttinni. (En læknastéttin á þessum tíma var með allt öðrum hætti en hún er í dag.)

Það var ekki bara mafían sem var á móti Dowie, heldur var læknastéttin í forsvari fyrir þeim ofsóknum sem á starfinu dundi, einnig voru þar stjórnmálamenn, lögregla, blaðamenn, og fleiri sem voru á móti honum og gerðu allt sem þeir gátu til þess að hrekja hann burt úr Chicago.

Réðust þeir einnig á blaðið “Leaves of Healing” sem var blað kirkjunnar, til þess að reyna að stoppa útbreiðsluna á starfi Dowie, en Guð sá til þess að menn fengu uppskeru af því sem þeir sáðu. Þeir sem fóru gegn honum lentu illa í því og ofsóknunum linnti um skeið.

Lög voru gerð til þess að stoppa að Dowie bæði fyrir fólki og allt var reynt en Dowie varði sig sjálfur og fékk öll mál niðurfelld, yfirleitt með því að áfrýja til æðri dómstóla. Á endanum þá hrundi allt hjá ofsækjendunum. Yfirmaður fréttablaðsins í Chicago endaði í fangelsi fyrri spillingu, og ofsækjendurnir komust að því að allt streðið hjá þeim hafði orðið til þess að Dowie varð enn vinsælli. Hafði allt þeirra áreiti gefið Dowie mjög góða auglýsingu og fengust margir vitnisburðir skjalfestir í dómskjölum vegna þeirra mála sem þeir höfðu sótt gegn honum.

Eftir þetta leigir Dowie eitt stærsta hús Chicago undir samkomur og þúsundir koma til þess að heyra fagnaðarerindið og fá fyrirbænir fyrir lækningu.

Hér fyrir neðan eru tveir vitnisburðir af mörgum sem áttu sér stað á þessum tíma

Amanda Hicks náskyld frænka Abraham Lincoln ferðaðist 650 kílómetra í rúmi í lest. Hún var með óbærilega verki þjáð af ólæknandi illkynjuðu krabbameini.

Vinur hennar hafði farið til Chicago vantrúaður til þess að rannsaka þessar guðlegu lækningar sem hann hafði frétt af.  Eftir að hafa gert það ráðlagði hann Amöndu að fara í ferðina. Ferðin var ekki auðveld þar sem hún lá við dauðans dyr full af morfíni til þess að lina mestu kvalirnar. Hún lét þó verða af því og kvaddi vini og vandamenn sem álitu að þetta yrði hennar síðasta för og að þeir sæju hana ekki aftur.

Þegar hún kom fyrirskipaði Dowie að hún skyldi hætta á morfíninu áður en hann bæði fyrir henni. Þá tók við erfiður bardagi Amöndu við að trappa sig niður og á þriðja degi var hún gjörsamlega búin á því. Þá bað Dowie fyrir því að hún mætti sofna og hvílast og hún fékk frí frá kvölunum, sofnaði stuttu seinna og vaknaði ekki fyrr en um morguninn.

Eftir að hún vaknaði var hún flutt á heimili Dowie hjónanna þar sem hún var í mjög alvarlegu ástandi. Þegar Dowie bað fyrir henni fóru verkirnir samstundis og um kvöldið var hún farin að ganga um. Nokkra daga tók fyrir krabbameinið og annan óþverra að hreinsast út úr líkama hennar og á þeim dögum minkaði mittið á henni um 15 sentimetra. Styrkurinn kom fljótt og góð matarlist og fékk hún fullkomna lækningu.

Fljótlega snéri hún til baka til Clinton þar sem hún bjó og var vel tekið af vinum og vandamönnum. Spurðist um allt af lækningunni og vitnaði hún kraftaverkið hvar sem tækifæri gafst. Stuttu eftir að hún snéri aftur til starfa sem skólastjóri hjá háskólanum í Clinton sem hún hafði að miklu leiti byggt upp, var henni sagt upp vegna þess að hún talaði um að Jesús Kristur hefði læknað hana, væri frelsari og læknir síns fólks. Eftir það fór hún til Evrópu og vitnaði um það sem Kristur hafði gert fyrir hana hvert sem hún fór.

Hinn vitnisburðurinn var um konu þingmanns sem kom til Dowie, hún var að deyja úr krabbameini og læknarnir gátu ekkert gert fyrir hana. Þingmaðurinn spurði Dowie hvort það væri eitthvað sem hann gæti gert. Þessi þingmaður hafði verið mjög virtur en var kominn á eftirlaun og sá um heimili eldri hermanna ásamt konunni sinni. Dowie samþykkti að biðja fyrir henni ef hún væri tilbúin að leggja allt sitt traust á Guð og afsala öllu trausti á mönnum. Hún samþykkti það og Dowie bað fyrir henni og samstundist fékk hún lækningu. Hún vitnaði síðan á einni samkomunni um að hún hefði lagt allt sitt traust á Guð þar sem Guð hefði læknað hana og að nú biði mikil uppskera á heimilinu, því gömlu hermennirnir hefðu allir lofað að gefa Guði líf sitt ef hún kæmi læknuð til baka.

Ef ég reyni nú að draga mál mitt saman, þá gerast miklir hlutir á árinu 1896 til 1900, Dowie stofnar kirkju „Alþjóðlegu Kristnu Kirkjuna“ og hefst þá atburðarrás sem varð mjög öflug og hafði áhrif á alla Chicago. Kirkjan átti að byggja á sömu postulegu lögmálum og frumkirkjan hafði verið byggð á. Það var haldin ráðstefna þar sem áhugasamir komu saman til þess að ræða um þessi áform og kirkjan var stofnuð og mikið starf fór af stað.  Hópur sem var um 3000 manns fóru tveir og tveir saman í hús í Chicago og kallaðist sá hópur (hinir sjötíu).

Svar Dowie þegar einn af bræðrunum segir hann vera postula og einn af þeim mestu á síðari tímum

DR. DOWIE: Ég hef enga aðra trú en að bróðir Calvery hafi sagt þetta í þeirri fullu hreinskilni sem alltaf hefur fylgt honum, og að hann sé ekki sekur um neitt smjaður. En ég er líka alveg hreinskilinn þegar ég segi án falskrar auðmýktrar frá hjartanu, að ég held að ég hafi ekki náð nógu djúpri sannri auðmýkt; að ég ekki heldur hafi náð nógu djúpu lítillæti, né náð að deyja nóg sjálfum mér, fyrir það mikla embætti að vera postuli á sama hátt og sá sem sagði og meinti það „Því ég er sístur postulanna og er ekki þess verður að kallast postuli.(1Kor 15:19)“  En ef minn góði Drottinn gæti nokkurn tíma komið mér nógu lágt og djúpt í lítillæti og hjálpað mér að deyja sjálfum mér nóg til að verða það sem ég svo sannarlega vill vera, og vona að hluta að ég sé „þjónn þjóna Drottins.“ En þannig ætti ég að verða postuli með því að verða þjónn allra.

Að verða postuli er ekki spurning um að rísa hátt, heldur að ná að lægja sig nógu mikið. Það er ekki spurning um að verða Drottnari yfir Guðs arfleifð, heldur að maður kallaður til að verða postuli nái að lægja sig nógu mikið til þess að segja djúpt frá hjartanu, þau orð sem Páll sagði „Það orð er satt, og í alla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn, og er ég þeirra fremstur.“(1 Tím: 1:15)

Svo heldur hann áfram neðar og segir

Kraftur í Kirkjunni sést á því, að maður fer lægra, lægra, lægra og lægra þangað til að hann getur sett anda sinn, sál og hold undir eymdina og við fætur synda- og sjúkdómsbölvaðs mannkynsins og lifað og dáið fyrir það, og fyrir Þann sem sem lifði og dó fyrir það.

Þetta er það sem ég skil um postulega embættið.

Það líður ekki á löngu áður en miklar ofsóknir byrja gegn starfinu og það verður svo alvarlegt að menn eru fengnir til þess að drepa Dowie. Þetta hófst vegna þess hve hart Dowie talaði gegn læknastéttinni og gerði ein ræðan sem bar titilinn (læknar, dóp, og djöflar) útslagið.

Læknar og læknanemar tóku sig saman og söfnuðust saman í þúsundum gegn Dowie og kirkjunni. Þvílíkar óeirðir urðu þar sem lögreglan handtók marga og beitti kylfum frjálslega til þess að reyna að stilla til friðar. Dowie og hans fólk slapp ómeitt í þetta sinn en ástandið átti eftir að magnast. Stuttu seinna hafði hópur af mönnum tekið saman ráð um að drepa Dowie og réðust þeir að honum með steinum, bareflum og öðrum vopnum. Fylgjendur hans byggðu varnarmúr í kringum hann og komust þau í burtu naumlega. Engin slasaðist alvarlega, en þónokkuð var um skurði og minniháttar meiðsli og skarst Dowie til dæmis á eyra og hnakka.

Stuttu seinna bárust fréttir af því að 200 menn hefðu tekið sama ráð um að drepa Dowie á nýjan leik þegar hann myndi predika á stað sem hét Oak Park. Þeir ætluðu að berja hann í höfuðið með einhvers konar bareflum til þess að það yrði ómögulegt fyrir lögregluna að komast að því hver hefði gert það. Mikið af fólki safnaðist saman, aðallega ungt fólk og var mikið hrópað að honum. Lögreglan var á staðnum og um miðnætti voru flestir farnir. Þessi hópur sem ætlaði að drepa Dowie hafði skipt sér niður í nágrenninu til þess að ná honum, en lögreglan fullvissaði Dowie um að allir væru farnir. Dowie grunaði eitthvað og kallaði til bæna og föstu þá nóttina í samkomuhúsinu. Það var síðan seint um nóttina að lögreglan úr hans hverfi í Chicago kom og bauðst til að fylgja þeim öllum heim.

Það gekk á ýmsu en Dowie treysti ávallt Guði, en nú var ný hugsjón að fara að líta dagsins ljós og var hún ein sú stærsta sem nokkur þjónn fagnaðarerindisins hefur framkvæmt. Zion City eða borgin Zion var það sem Dowie sá fyrir sér og átti það að verða borg sem myndi rúma 50.000 manns. Þar áttu reykingar, drykkja, dansleikir, leikhús og allt sem var að heiminum ekki að vera. Heldur átti þetta að vera griðastaður á jörðinni þar sem syndin fengi ekki að búa. Þetta varð að veruleika til að byrja með en það stóð stutt, það voru keyptir 6000 hektarar af landi og ruðst í framkvæmdir.

Á þessum tíma voru þúsundir sem fylgdu Dowie, en þarna voru nokkrir orðnir áhyggjufullir um Dowie og það voru helst nákomnir vinir og fylgjendur sem höfðu fylgt honum í mörg ár. Það að Dowie ætlaði einn að sjá um alla stjórnsýslu í Zion City og sjá til þess að allt væri eins og það ætti að vera olli þeim áhyggjum, en einnig sáu þeir hversu mikið álag var orðið á honum vegna allra þeirra verkefna sem voru í gangi. En að reka borg sem engin synd á að vera í er ekki auðvelt verkefni og sjáum við hversu stutt samfélagið lifði í frumkirkjunni með þessum hætti, á tímum Ananías og Saphiru. Fræðimenn telja að það hafi líklega ekki ennst nema eitt ár áður en halla fór undan fæti.

En þá komum við að þeim tímapunkti sem markaði mikil skil. Dowie hafði fengið heimsókn löngu áður frá tveimur mönnum sem sögðu að Guð hefði sýnt þeim í gegnum opinberun að Dowie væri  endurreisarinn Elía sbr. Mal 4 kafla. Á þeim tíma ávítaði Dowie þá harðlega fyrir falskar opinberanir og rak þá á dyr. En þetta virtist fylgja honum og með tímanum þegar þjónustan efldist og stórir hlutir fóru að gerast lýsti hann því yfir að hann væri endurreisarinn Elía, þetta var árið 1901.

Leiðtogar út um allan heim fréttu þetta, og gáfu út yfirlýsingar að hann væri í villu, væri falskur og þar fram eftir götunum.

Þetta var stór ákvörðun að gefa út svona yfirlýsingu. Þegar við skoðum líf Jóhannesar skírara sem kom fram í anda Elía. Þegar hann var spurður hvort hann væri Elía sagði hann „nei“, en sagði frekar „ég er rödd hrópanda í eyðimörkinni“. Drottinn Jesús sjálfur gaf heldur ekki út svona yfirlýsingar að hann væri Messías heldur spurði lærisveinanna „hvern segja menn mig vera“ og þegar hann hafði verið tekinn og var spurður hvort hann væri Kristur, sonur hins lifanda Guðs, þá svaraði hann „þú sagðir það“. Þannig sjáum við að svona yfirlýsing var kannski ekki það heppilegasta í stöðunni enda hafði hún afleiðingar.

Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu sem margir hafa notað gegn Dowie. Þá er ekki hægt að horfa fram hjá því að það er margt í lífi Dowie og hans þjónustu sem vitnar með að hann hafi starfað í anda og krafti Elía. Hann kom fram með undrum og táknum, hann þrumaði gegn syndinni, spáði, og bað tvívegis fyrir regni þar sem Guð hreinlega vitnaði með Dowie fyrir þúsundum að hann væri sendur í anda og krafti Elía, en hér fyrir neðan getið þið lesið um það.

Fyrra skiptið var þegar Dowie fór í trúboðsferð um heiminn og kom til Kaliforníu 1906. Þar hafði verið þurrkur í 8 mánuði og var veruleg þörf á regni, akrar voru að eyðileggjast og afkoma fólks í mikilli hættu. Um leið og Dowie kom byrjuðu blöðin strax að koma með áskoranir á Dowie, þar sem hann segði sig vera endurreisarann Elía að biðja Guð um regn. Elía í biblíunni hafði haft það vald og vildu allir ólmir komast að því hvort Dowie myndi geta það líka. Margar fyrirsagnir komu í blöðunum sumar alvarlegar en sumar gerðu grín um hvort Dowie myndi biðja um regn.

Þegar samkoman hófst þá var mikil eftirvænting hjá fólkinu sem hafði safnast saman í þúsundum í eftirvæntingu um hvort Dowie myndi biðja Guð um regn. Ef að hann myndi gera það og ekkert myndi gerast þá væri það sannað að hann væri ekki Elía. En ef að hann myndi ekki gera það þá væri það jafnvel verra því þá liti út eins og hann trúði því ekki sjálfur. Áður en samkoman hófst kraup Dowie niður og bað einlæglega Guð um að gefa regn, að landið þyrfti á regni að halda og að Guð mætti vitna með því að hann væri sendur í anda og krafti Elía.

Fljótlega eftir bænina byrjaði að þykkna upp, grá ský mynduðust og þegar að samkoman var búinn og fólkið fór að streyma út var komin grenjandi rigning. Þetta gerðist svo aftur þegar að Dowie kom til baka til Zion eftir 6 mánaða ferðalög. Fólkið hafði að sjálfsögðu frétt að því sem hafði gerst í Kaliforníu og það var einmitt búinn að vera þurkur hjá þeim í þrjá mánuði og það bað Dowie um að biðja sem hann gerði það og aftur rigndi.

Síðar þegar Dowie var við dauðans dyr komu þónokkrir sjúkir til hans, sem hann bað fyrir og allir læknuðust, svo kraftur Guðs var alltaf með honum.

Hann spáði því árið 1897 að það yrði hægt að tala í gegnum útvarp og einnig árið 1904 að það hlyti að verða hægt að sjá mynd af þeim sem myndi tala með hjálp rafmagnsins

Þegar líða fór á 20 öldina fór að halla undan fæti í þjónustunni. Fjármál Zion City voru mjög illa stödd og svo gerðist það einn örlagaríkan dag að Dowie fékk slag, sem varð til þess að heilsa hans hrakaði hratt. Vinir og ráðamenn Dowie neyddust til að taka sig saman og setja Dowie frá völdum til þess að bjarga fjármálum borgarinnar. Tók þá við atburðarrás þar sem málunum var bjargað að einhverju leiti, en margt fólk tapaði þeim peningum sem það hafði átt í Zion bankanum.

Heilsu Dowie hrakaði hratt og lifði hann síðustu vikurnar og daganna í Zion City. Þeir sem komu og heimsóttu hann heyrðu og sáu að þrátt fyrir vonbrigði, og hrakandi heilsu þá var Guð með honum og Guðlegur friður hvíldi yfir.

John Alexander Dowie dó 9. mars 1907, eftir að hafa verið notaður af Guði til þess að endurreisa á nýjan leik guðlega lækningu til heimsins. Út frá starfi Dowie og Zion city læknuðust þúsundir. Einnig spratt fram mikið Guðs fólk sem hafði áhrif á heiminn.  Má þar nefna John G. Lake, F.F. Bosworth, og fleiri. Útvarpsstöð sem náði um allt landið fæddist í Zion og áhrif þjónustunnar í heild sinni getum við aldrei vitað. Höfundur bókarinnar sem ég er að gera þennan úrdrátt úr hét Gordon Lindsey og hitti hann margt fólk sem hafði verið í Zion og spurði það um þessa tíma. Margir höfðu tapað miklum peningum og þar á meðal foreldrar hans sem höfðu einmitt búið þar. Heyrði hann á því fólki sem hann talaði við að að það hefði ekki viljað sleppa því að fara til Zion, þrátt fyrir að hafa tapað peningum því þau eignuðust hluti í Guði sem voru langtum dýrmætari en veraldlegar eignir þessa heims.

Við getum séð með því að kynna okkur líf Alexander Dowie að Guð er miklu stærri heldur en við gerum okkur grein fyrir og að hans hugsanir eru miklu hærri og meiri en okkar hugsanir. Við skulum því vara okkur á því að dæma það sem við skiljum ekki, en miklu fremur læra af þeim fordæmum sem okkur eru gefin og heiðra það sem Guð hefur gert.

Því hver erum við að setja okkur á háan hest og dæma líf annarra þegar að við getum á engan hátt sett okkur inn í kringumstæður, áhrif, kraftaverk, árásir og stærð þeirra hluta sem Alexander Dowie og fleiri lifðu í.

Heimildarmynd um John Alexander Dowie

Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs orð hafa til yðar talað. Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra. Heb 13:7

Heimildir: John Alexander Dowie – A Life Story of Trials, Tragedies and Triumphs – Eftir Gordon Lindsey