Mér fannst ég knúinn til þess að líta á þá sem sátu á hásætunum sem við fórum fram hjá. Þegar ég gerði það leit ég á mann sem ég vissi að var Páll postuli. Þegar ég leit aftur á Drottinn, gaf hann mér bendingu um að fara og tala við hann.
Ég hef svo hlakkað til þessara stundar, sagði ég hálf vandræðalega en spenntur yfir þessum fundi. Ég veit að þú veist hversu mikið bréfin þín hafa gert í að leiða kirkjuna og þau eru líklega ennþá að koma meiru til leiðar en við allir til samans. Þú ert enn eitt mesta ljósið á jörðinni.
Þakka þér fyrir sagði hann vingjarnlega. En þú veist ekki hversu mikið við höfum hlakkað til þess að hitta þig. Þú ert hermaður í loka bardaganum, þið eruð þeir sem alla hérna langar til þess að hitta. Við sáum aðeins þessa daga eins og í skuggsjá með okkar takmörkuðu spámannlegu sýn, en þú hefur verið útvalinn til þess að lifa á þeim. Þú ert hermaður að undirbúa þig fyrir lokabardagann. Þið eruð þeir sem við erum allir að bíða eftir.
Mér leið ennþá vandræðalega enn ég hélt áfram, „En það er engin leið fyrir mig að útskýra þakklætið sem við höfum til þín og allra sem hjálpuðu við að sýna leiðina með lífum sínum og skrifum. Ég veit líka að við munum hafa alla eilífðina til þess að skiptast á þakklæti, þannig að ég bið þig meðan ég er hérna, má ég spyrja, „Hvað myndir þú segja við mína kynslóð sem mun hjálpa okkur í þessum bardaga?“
„Ég get aðeins sagt þér núna það sem ég hef nú þegar sagt þér í gegnum skrif mín. Ég myndi vilja að þú gætir skilið þau betur með því að vita að mig skorti á í öllu því sem ég var kallaður til,“ fullyrti Páll og horfði ákveðinn í augun á mér.
„En þú ert hérna í einu af stórfenglegustu hásætunum. Þú ert ennþá að uppskera meiri ávexti eilífs lífs en nokkur okkar gæti nokkru sinni vonast eftir að uppskera,“ mótmælti ég.
„Fyrir náð Guðs náði ég að klára mitt hlaup en ég gekk samt ekki í öllu því sem ég hafði verið kallaður til. Mig skorti á í æðsta tilgangi sem ég hefði getað gengið í. Allir hafa gert það. Ég veit að sumir halda að það sé guðlast að hugsa um mig sem eitthvað annað en mesta dæmið í kristinni þjónustu en ég var hreinskilinn þegar ég skrifaði nærri enda lífs míns að ég væri mesti syndarinn. Ég var ekki að segja að ég hefði verið mesti syndarinn heldur að ég væri mesti syndarinn þá. Mér hafði verið gefið svo mikið til þess að skilja og ég gekk fram í svo litlu af því.
„Hvernig getur það verið? Ég hélt að þú hefðir bara verið auðmjúkur,“ spurði ég.
„Sönn auðmýkt er að vera sammála sannleikanum. Ekki óttast. Bréfin mín voru sönn og þau voru skrifuð með smurningu Heilags Anda. Hinsvegar var mér gefið svo mikið og ég notaði ekki allt sem mér var gefið. Mig einnig skorti á. Allir hérna hafa skort á nema Einn. En þú verður sérstaklega að sjá þetta hjá mér vegna þess að það eru ennþá margir sem eru að rangsnúa kenningum mínum vegna þess að þeir hafa rangsnúna sýn á mig.“
„Eins og þú sást framþróunina í bréfunum mínum, fór ég frá því að vera ekki minni eða lakari jafnvel hinna mestu postula í það að viðurkenna að ég væri minnstur af postulunum síðan sístur af hinum heilögu og að lokum í það að átta mig á því að ég væri mesti syndarinn. Ég var ekki bara auðmjúkur, ég var að tala beinharðann sannleikann. Mér var treyst fyrir miklu, miklu meira en ég notaði. Það er aðeins einn hérna sem trúði algjörlega, hlýddi algjörlega og raunverulega kláraði allt sem honum var gefið að gera, en þú getur gengið í mun meira en ég gerði.“
Svar mitt var máttfarið, „ég veit að það sem þú ert að segja er satt, en ertu viss um að þetta sé mikilvægasti boðskapurinn sem þú getur gefið okkur fyrir loka bardagann?“
„Ég er viss,“ svaraði hann með algjörri sannfæringu. „Ég er svo þakklátur náð Drottins fyrir að nota bréfin mín eins og Hann hefur gert. En ég er áhyggjufullur yfir því hvernig margir af ykkur eru að nota þau ranglega. Þau eru sannleikur Heilags Anda og þau eru Ritningin. Drottinn gaf mér mikla steina til þess að setja í byggingu Hans eilífu kirkju en þeir eru ekki hornsteinssteinar/grundvallarsteinar. Hornsteinarnir voru lagðir af Jesú einum. Mitt líf og þjónusta er ekki vitnisburður þess sem þið eruð kölluð til þess að vera. Jesús einn er það. Ef að það sem ég hef skrifað er notað sem grundvöllur mun það ekki getað borið þunga þess sem þarf að byggja ofan á. Það sem ég hef skrifað verður að vera lagt ofan á eina grundvöllinn sem mun geta staðist, það sem eruð í þann mund að fara að þola, þau mega ekki vera notuð sem grundvöllur. Þið verðið að sjá mínar kenningar í gegnum kenningar Drottins, ekki reyna að skilja Hann út frá minni yfirsýn. Hans Orð eru grundvöllurinn. Ég hef aðeins byggt ofan á þau með því að skýra nánar Hans Orð. Mesta viskan og kröftugasti sannleikurinn eru Hans Orð, ekki mín.
„Þú þarft líka að vita að ég gekk ekki í öllu því sem mér var mögulegt. Það er mun meira til þess að ganga í fyrir alla trúaða en það sem ég gekk í. Allir sanntrúaðir hafa Heilagan Anda í þeim. Kraftur þess sem skapaði alla hluti býr innra með þeim. Hinir minnstu af hinum heilögu hafa kraftinn til þess að færa fjöll, stöðva heri og reisa upp dauða. Ef að þú átt að ná að gera allt sem að þú hefur verið kallaður til á þínum tíma, má mín þjónusta ekki vera álitinn fullkomin, heldur sem byrjunar staður. Markmið þitt má ekki að vera eins og ég heldur að vera eins og Drottinn. Þú getur verið eins og Hann og þú getur gert allt sem hann gerði og jafnvel meira, vegna þess að Hann geymdi besta vínið þar til síðast.“
Ég vissi að aðeins sannleikur gat verið sagður hérna. Ég vissi að það sem Páll var að segja um að margir hefðu ranglega verið að nota kenningar hans sem grundvöll í stað þess að byggja á grundvelli guðspjallanna en það var samt erfitt fyrir mig að samþykkja að Páll hefði skort upp á í köllun sinni. Ég leit á hásæti Páls og dýrð veru hans. Hún var miklu meiri en mig hefði dreymt um að hinir mestu á himnum gætu haft. Hann var í öllu eins hispurslaus og staðfastur eins og ég hafði áætlað að hann væri. Það sló mig hversu augljóst það var hve mikla umhyggju hann bar enn til allrar kirkjurnar. Ég hafði gert hann að skurðgoði og það var synd sem hann var að reyna að frelsa mig frá. En þrátt fyrir það var hann miklu meira en sá Páll sem ég hafði gert að skurðgoði. Þar sem hann vissi hvað ég var að hugsa setti hann báðar hendurnar á axlir mínar og leit jafnvel enn ákveðnara í augun á mér.
„Ég er bróðir þinn. Ég elska þig eins og allir hérna gera. En þú verður að skilja. Okkar leið er nú lokið. Við getum hvorki bætt við né dregið frá því sem við plöntuðum á jörðinni, en þú getur það. Við erum ekki þín von. Þið eruð núna okkar von. Jafnvel í þessu samtali get ég aðeins staðfest það sem ég hef þegar skrifað en þú átt enn eftir að skrifa mikið. Tilbiddu aðeins Guð og styrkstu í öllu upp til Hans. Gerðu aldrei neinn mann að markmiði þínu, heldur bara Hann. Fljótlega munu margir ganga á jörðinni sem munu gera miklu meiri verk en við gerðum. Hinir fyrstu munu vera síðastir og síðustu fyrstir. Þetta er allt í lagi okkar vegna. Það er gleði hjarta okkar vegna þess að við erum eitt með ykkur. Mín kynslóð var fengin til þess að leggja og byrja að byggja ofan á grundvöllinn og við munum alltaf hafa heiður fyrir það. En hver hæð sem byggð er ofan á grundvöllinn ætti að fara hærra. Við munum ekki vera sú bygging sem okkur var ætlað að vera nema að þið farið hærra.“
Þegar ég hugsaði um þetta, horfði hann vandlega á mig. Síðan hélt hann áfram, „Það eru tveir aðrir hlutir sem við náðum á okkar tíma sem glötuðust mjög hratt af kirkjunni og þeir hafa ekki verið endurheimtir. Þið verðið að endurheimta þá.“
„Hverjir eru þeir?“ spurði ég og fannst eins og hann væri að fara að segja eitthvað meira en bara viðauka við það sem hann hafði þegar sagt.
„Þið verið að endurheimta þjónustuna og boðskapinn,“ sagði hann með mikilli áherslu.
Ég leit á Drottinn og Hann kinkaði kolli í samþykki og bætti við, „Það er rétt að Páll skyldi segja þetta við þig. Fram að þessu hefur hann verið sá trúfastasti með þetta tvennt.“
„Gerðu það að útskýra,“ bað ég Pál.
„Allt í lagi,“ sagði hann. „ Nema á örfáum stöðum í heiminum þar sem eru miklar ofsóknir og erfiðleikar núna, getum við varla greint þjónustuna eða boðskapinn sem verið er að boða í dag. Þannig að kirkjan er aðeins eins og tálsýn miðað við hvernig hún var á okkar tíma og við vorum langt frá því að vera allt sem við vorum kallaðir til. Þegar að við þjónuðum, verandi í þjónustu var mesta fórn sem nokkur gat gefið og þetta endurkastaði boðskap mestu fórnar sem var gefinn – Krossinn. Krossinn er kraftur Guðs og hann er miðpunktur alls sem við erum kölluð til að lifa eftir. Þið hafið svo lítinn kraft til þess að umbreyta hugum og hjörtum lærisveinanna núna vegna þess að þið lifið ekki og predikið ekki krossinn. Þar af leiðandi eigum við í erfiðleikum með að sjá mikinn mun á lærisveinunum og heiðingjunum. Þannig á ekki fagnaðarerindið eða lausnin sem okkur var treyst fyrir að líta út. Þið verðið að snúa aftur til Krossins.
—
Tengd Biblíuvers:
Fil 2:21
Allir leita þess, sem sjálfra þeirra er, en ekki þess, sem Krists Jesú er.
1. Kor 2:2
Ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesú Krist og hann krossfestan.
Lúk 14:27
Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér, getur ekki verið lærisveinn minn. -28- Hver yðar sest ekki fyrst við, ef hann ætlar að reisa turn, og reiknar kostnaðinn, hvort hann eigi nóg til að ljúka verkinu? -29- Ella má svo fara, að hann leggi undirstöðu, en fái ekki við lokið, og allir, sem það sjá, taki að spotta hann -30- og segja: Þessi maður fór að byggja, en gat ekki lokið. -31- Eða hvaða konungur fer með hernaði gegn öðrum konungi og sest ekki fyrst við og ráðgast um, hvort honum sé fært að mæta með tíu þúsundum þeim er fer á móti honum með tuttugu þúsundir? -32- Sé svo ekki, gerir hann menn á fund hans, meðan hann er enn langt undan, og spyr um friðarkosti. -33- Þannig getur enginn yðar verið lærisveinn minn, nema hann segi skilið við allt sem hann á. -34- Saltið er gott, en ef saltið sjálft dofnar, með hverju á þá að krydda það? -35- Hvorki er það hæft á tún né taðhaug. Því er fleygt. Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri.