Fordæmalausir tímar

by Sigurður Júlíusson | 3.apríl 2025

Heimahópurinn 3.apríl 2025

Guð gaf vakningarorð í dag sem ég hvet ykkur til að hlusta á hér að ofan. Stundin var virkilega blessuð og mjög áþreifanleg nærvera Drottins var til staðar. Þetta var nýtt manna fyrir okkur sem líkama og brýn áskorun að taka framförum. Guð er að vekja upp sitt fólk og tímarnir sem við erum á krefjast þess að við stígum fram í djörfung og krafti Heilags Anda. Aðeins með Guðs hjálp eigum við von um að standast en við þurfum að sækja mannað eða hið daglega brauð á hverjum degi. Það er ekki nóg að fara á samkomu einu sinni í viku. Hver og einn þarf að biðja, lesa og leita vilja Guðs fyrir sitt líf stöðuglega. Gjöra köllun sína og útvalninu vissa. Það er ekki að ástæðulausu að við biðjum í bæninni sem Guð kenndi okkur, “Faðir vorinu”, Guð gef oss í dag vort daglegt brauð. Því við þurfum á því að halda á hverjum degi til að standast á þessum síðustu tímum.

Þessi kennsla er til uppörvunar fyrir okkur öll og  ef þú hlustar vel þá muntu sjá að allt sem Guð gerir er gert í kærleika.

Fyrra Korintubréf 11:32

En fyrst Drottinn dæmir oss, þá er hann að aga oss til þess að vér verðum ekki dæmdir sekir ásamt heiminum.

Síðara Korintubréf 13:5

Reynið yður sjálfa, hvort þér eruð í trúnni, prófið yður sjálfa. Gjörið þér yður ekki grein fyrir, að Jesús Kristur er í yður? Það skyldi vera, að þér stæðust ekki prófið.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.