Þú endurfæddist ekki til þess að verða þræll syndavenja, ótta, sjúkleika eða ósigra.
Þú frelsaðist til þess að verða sigurvegari.
Þú frelsaðist ekki til þess að ólanið elti þig.
Þú frelsaðist til þess að þér vegnaði vel.
Þú frelsaðist til þess að verða lifandi ímynd Drottins Jesú Krists.
Það eru engin mistök eða lýti í Honum!
Hellelúja!
III Jóhannesarbréf, 2. Vers:
„Ég bið þess, minn elskaði, að þér vegni vel í öllum hlutum og að þú sért heill heilsu, eins og sálu þinni vegnar vel.“
Við viljum gefa þér forskriftina fyrir góðum árangri, láni og hamingju. Þessi ákveðna regla bregst aldrei! Sökum þess að þetta er Forskrift Guðs.
Þessi forskrift er í 8 atriðum.
1. atriði:
Lestu Biblíuna þína á hverjum degi
Í Biblíunni talar Guð til þín. Hún er kærleiksbréf frá okkar himneska föður til þín, sem ert barn Hans. Lestu í henni í að minnsta kosti 15 mínútur á hverjum degi. Þú munt finna svar við öllum þínum vandamálum í Biblíunni.
Lestu nú:
Jósua 1: 8-9, Sálm 1,
Orðskv. 4: 20-22, II Tím. 2: 15
II Rím. 3: 16-17 og I Pét. 2: 1-2
2. atriði:
Þú skalt biðja á hverjum degi
Margt fólk veit raunverulega ekki hvernig á að biðja. Það heldur sem sé að bænin sé eitthvert óvenjulegt málfar, sem það eigi að læra. Bænir eru einfaldlega tal þitt við Guð með þínum eigin orðum og látbragði. Guð bíður þess að þú, sem ert barn Hans, talir við sig blátt áfram og komir til sín með allt sem liggur þér á hjarta, þarfir, vandamál og neyð. Hann þráir að sjá þér fyrir öllu, sem þú þarfnast. Segðu Guði hversu mjög þú elskir Hann og hversu dásamlegur Hann sé. Komdu til Hans óttalaust, Hann elskar þig.
Lestu nú:
Lúk. 11: 9-13, Jóh. 15: 1-7
Filipp. 4: 6-7 og Filipp. 4:19.
3. atriði:
Hugsaðu jákvæðar trúarhugsanir um lífið
Þetta er ákaflega mikilvægt. Orð Drottins segir í Orðskv. 23:7 (ensk þýðing):
„Eins og hann hugsar í hjarta sínu, þannig er hann.“ Gerir þú þér ljóst, að hugsanir þínar stjórna þér og þegar þær verða að brennandi ósk mun útkoman verða í samræmi við hugsunina, bæði andlega og líkamlega. Þetta verður bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt.
Neitaðu því að hugsa neikvætt.
Ef þú hefur neikvætt hugsanaviðhorf til lífsins, muntu alls ekki ná góðum árangri. Leyfðu ekki hugsunum þínum að stjórnast af kringumstæðum eða skilningarvitum, láttu heldur þess í stað hugsanir þínar stjórnast af Guðs Orði! Þú og einungis þú ákveður hvaða hugsanir þú leyfir að búa í hugskoti þínu. Breyttu hugsunum þínum og framkoma þín breytist. Breyttu framkvæmdum þínum og líf þitt mun umbreytast. Sem sannkristinn maður átt þú að hafa jákvætt hugarfar Krists.
I Kor. 2: 16.
Lestu nú:
Róm. 12: 1-3
II Kor. 10: 4-5
Efes. 4: 23
4. atriði:
Talaðu jákvæð trúar orð
Fólk gerir sér ljóst að orðin, sem það talar, stjórna athöfnum og ennfremur að hugsanir þeirra stjórna orðunum. Biblían segir: „Hafir þú ánetjað þig með orðum munns þíns, látið veiðast með orðum munns þíns“ (Orðskv. 6:2). Biblían segir ennfremur: „Dauði og líf eru á valdi tungunar, og sá sem hefur taum á henni mun eta ávöxt hennar.“ (Orðskv. 18:21)
Tunga þín hefur vald til þess að annaðhvort kalla fram líf eða láta leiða af sér dauða, eftir því hver orðin eru. Neitaðu að tala á sjúklegan hátt og játaðu ekki veikindi eða að þú sért undir valdi syndar, ótta, skorts, vantrúar og efa. Talaðu eins og trúin mælir fyrir, góð heilsa, trú, líf, og nægtir. Jóh. 10:10. Hlustaðu á Davíð í Sálmi 23:1, „Drottinn er minn hirðir, Mig mun ekkert bresta.“ Hlustaðu á Jóhannes í I Jóh. 4:4. „Sá er meiri, sem í yður er, en sá sem er í heiminum.“ Orð Guðs mun aðeins verða þér raunveruleiki, þegar þú játar það í raun og veru. Við göngum fram í trú, en ekki eftir skoðun eða sjón. Talaðu ekki um að þetta og þetta misheppnist og talaðu ekki um ósigra. Lærðu að nota orðin þannig að þau starfi fyrir þig og verði þjónar þínir. Lát orð þín vera mettuð af trú og kærleika, sem hræra himininn og gera þig að auðfúsugesti hjá fólki. Úthelltu kærleika þínum til fólksins, svo hann bræði hið kaldasta hjarta, vermi og græði sundurkramin hjörtu og veiti nýjan þrótt hinum kjarklausu. Gerðu það að vana þínum að Hugsa um mikla hluti. Lærðu að nota orð, sem endurverka áhuga og gera þig að sigurvegara.
Orð Jesú sýndu, að þau urðu veruleiki. Jesús sagði í Mark. 11:23. „Hvers sem þér biðjið og beiðist, þá trúið að þér hafið öðlast það, og þér munuð fá það.“
Lestu nú:
Orðskv. 6:2
Pét 3:10
Orðskv. 18:21
5. atriði:
Leitaðu samfélags þeirra, sem eiga sterka trú
Það er alkunn staðreynd, að við líkjumst þeim, sem við umgöngumst. Veldu ekki það samfélag og gerðu ekki að trúnaðarvinum þínum þá sem hafa neikvæða framkomu í lífinu. Hafðu aftur á móti samskipti við það fólk og vertu í þeim söfnuði, sem hefur sterka jákvæða trú. Lestu góðar, jákvæðar, kristilegar bækur. Raunverulega er þó engin betri bók til en sjálf Biblían. Heilagur Andi Krists er ávallt þar sem tveir eða fleiri koma saman í Hans Nafni: Þegar tveir trúaðir sameinast, býst hinn þriðji, þ.e. Heilagur Andi, til starfa. Líkur sækir líkan heim. Trú þín mun ávallt verða sterkari þegar þú ert í samskiptum við þá, sem eiga rétta Biblíulega trú.
Lestu nú:
Matt. 18:19-20
Post. 2:1-4 og 46
Post. 4:24 og 31
Filipp. 2:2
II Tím. 3:5
6. atriði:
Reyndu að ávinna aðra fyrir Krist
Leyfðu öðrum að taka þátt í þeirri blessun, sem þú hefur öðlast. Það sem þú gefur frá þér kemur aftur til þín. Biblían segir: „Það, sem maður sáir, það mun hann uppskera.“ (Gal. 6:7). Þú skalt alls ekki hylja ljós þitt, heldur láttu það skína. Þú ert rödd Guðs. Þar sem þú átt Krist í lífi þínu átt þú kraft, sem getur breytt heiminum og sérstaklega nágrenni þínu. Þú getur orðið sú hjálp, sem lyftir fólki upp úr örvæntingu og leiðir það inn í blessun Guðs.
Lestu nú:
Orðskv. 11:30
Mark. 16:15-20
Post. 1:8
7. atriði:
Lærðu leyndardóminn að gefa
Bóndinn, sem lætur sáð sitt standa í hlöðu, mun aldrei fá uppskeru. Hér er ekki um slíka hluti að ræða að fá eitthvað fyrir ekkert. Þú verður að setja eitthvað niður, ef þú vilt fá eitthvað upp. Drottinn Jesús sagði í Lúk. 6:38 „Gefið og þá mun yður gefið verða, góður mælir, troðinn skekinn, fleytifullur mun gefinn verða yður í skaut, því að með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.“ Sérhver karl eða kona, sem hefur verið lángefin, hefur lært þennan leyndardóm. Nú skaltu hefjast handa og gefa einmitt NÚ. Fólk spyr gjarnan: „Hversu mikið á ég að gefa?“ Orð Guðs mun leiðbeina þar að lútandi. Taktu nú vel eftir því hvernig Guð spyr þig og einnig þeirri blessun, er Hann lofar þér. „Á maðurinn að pretta Guð, úr því að þér prettið mig? Þér spyrjið: Í hverju höfum við prettað þig? Í tíund og fórnargjöfum […]. Færið alla tíundina í forðabúrið, til þess að fæðsla sé til í húsi mínu og reynið mig einu sinni á þennan hátt, segir Drottinn hersveitanna, hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður yfirgnæfanlegri blessun“ (Malakí 3:8 og 10)
Hvað er tíund? Tíund er að gefa einn tíunda af tekjum þínum (10%) til Guðs. Reyndu þetta og sjáðu mismuninn. Drottinn býður þér að reyna sig á þennan hátt. Sumt fólk segir; „bróðir, ég hef ekki efni á að gefa tíund“. En ég segi aftur á móti; „Þú hefur ekki efni á því að gefa ekki tíund“. Þar sem þú meðtekur þína andlegu fæðu, er sá staður sem þú átt að láta tíund þína af hendi. Ég hef ekki ennþá hitt þá persónum, sem greiðir sína tíund til Guðs og sér eftir því á nokkurn hátt.
Lestu nú:
II Kor. 9:6-11
I Kor. 16:1-2
Filipp. 4:15-19
8. atriði:
Lofaðu og vegsamaðu Drottinn á hverjum degi
Það er ákaflega mikilvægt að gera það. En einmitt í þessu atriði vill mannleg skynsemi og holdið berjast hvað mest á móti. Að gera einmitt þetta krefst raunverulegrar trúar og djörfungar. Áhrif og kringumstæður munu vissulega reyna að sannfæra okkur um það, að við höfum ekki hina minnstu ástæðu til þess að lofa og vegsama Drottinn. En það er ekki það sem við finnum eða finnum ekki, hugsum eða hugsum ekki sem skiptir máli, heldur það sem Guð segir og Biblían.
„Lofaður sér Drottinn hrópa ég.“ (II Sam. 22:4). Við erum beðin eða hvött til þess að færa Guði þakkargjörð að fórn. Davíð sagði svo í Sálmi 34:1; […] ætíð sé lof hans mér í munni.“ Í Sálmi 150:6 „Allt sem andardrátt hefur lofi Drottinn.“ Það eru margir þeir staðir í Biblíunni, þar sem lofgjörð til Drottins færði dásamlegan sigur.
Lestu nú:
II Kron. 20:1-22
Post. 16:16-32
Sálm 150 og marga fleirri
Þú hefur nú eignast forskriftina fyrir framgangi og láni, en hún er þér gagnslaus nema þú notfærir þér hana. Bíddu ekki með það, byrjaðu nú að nota forskriftina sem aldrei bregst.
Þýtt af Orði Lífsins