John Graham Lake var kandískur-bandarískur leiðtogi í hvítasunnuhreyfingunni sem hófst snemma á 20. öld og er þekktur sem lækningarpredikari, trúboði og ásamt Thomas Hezmalhalch, meðstofnandi postullega trúarboðsins í Suður-Afríku. John fæddist þann 8.mars árið 1870 og var 65 ára gamall þegar hann lést 16.september árið 1935.
Líf hans og þjónusta hafði mjög mikil áhrif á líf fólks og er hann einn af þekktari Guðs mönnum sem farið hafa á undan okkur.
John ólst upp ásamt 16 systkinum við mikil veikindi innan fjöldskyldunnar. Veikindin tóku sinn toll og varð meltingarsjúkdómur honum næstum því að bana. Þrátt fyrir að hann hafi lifað, dóu átta af systkinum hans. John ólst því upp við mikla sorg, jarðarfarir og grát foreldra sinna og komst fljótt af því að veikindi og sjúkdómar voru ekki af hinu góða.
John tók á móti Jesú eftir að hafa flutt til Michigan, þar fór hann á samkomu hjá hjálpræðishernum og frelsaðist. Þegar þarna er komið að sögu er hann orðinn 16 ára og neitar að sætta sig við að vera sjúkur lengur, hann hafði talað við fólk innan kirkjunnar en fékk alltaf sömu svörin að þetta væri bara Guðs vilji fyrir hann að vera svona sjúkur. En hann gat ekki séð að sjúkdómar gætu verið Guðs vilji miðað við þær hörmungar sem hann hafði séð í lífi sínu og fjölskyldu. Hann leit til Guðs eftir kraftaverki og Guð læknaði hann.
Stuttu eftir lækninguna þá kom upp að annar fóturinn á honum byrjaði að vaxa óeðlilega og varð mjög stór og bólginn. Hann fékk sömu svörin í frá kirkjunni að þetta væri Guði til dýrðar, en þá talaði Guð til hans að það væri djöfullinn sem kæmi með sjúkdóma.
Þá fór John til Chicago þar sem Alexander Dowie var með miðstöð fyrir lækningar, John hafði heyrt að þar fengi fólk lækningu og það var þar sem Guð læknaði hann aftur.
Ganga John´s með Guði hefst fyrir alvöru
Við 21 árs aldurinn giftist hann Jennie Stevens og eignuðust þau 7 börn, síðar er hún greind með líshættulegan sjúkdóm og bíður dauðans ásamt 3 af systkinum John´s. Það virðist oft með líf þeirra sem Guð notaði á kraftmikinn hátt að hörmungar og erfiðleikar fylgja, sem verður til þess að þau finna þann stað í Guði sem verður til þessa að vakningar, lækningar og kraftaverk gerast í gegnum líf þeirra. Þetta var ekkert frábrugðið með John, eftir að hafa sjálfur fengið lækningu frá Guði í gegnum þjónustu Alexander Dowie ákvað hann að fara með systkini sín eitt af öðru og öll fengu þau lækningu af ólæknandi sjúkdómum. Þegar kom að konu hans, þá var hann sjálfur kominn með svo mikla trú að hann sagði að hann myndi sjálfur leggja hendur yfir hana og kl. 9:30 þann 28 apríl árið 1898 gerði hann það og Guð læknaði hana.
Það spurðist um allt að hún Jennie hefði fengið lækningu og í kjölfarið fór fólk að þyrpast að til að fá einnig lækningu og þar byrjaði ein af merkilegustu þjónustum síðari tíma.
Á sama tíma og þetta var að eiga sér stað var John einnig að byggja sér upp starfsframa og gekk vel, hann varð auðugur maður og stofnaði tvö fréttablöð. Hann fór út á fasteignamarkaðinn þar sem hann græddi 250.000$ innan tveggja ára, sem væru milljónir dollara í dag.
Þrátt fyrir allar lækningarnar, velgengni og göngu hans með Guði var hann hungraðari en nokkru sinni fyrr eftir meira af Guði. Vinir hans höfðu alltaf sagt að hann hefði skýrn Heilags Anda, en hann var viss um að eitthvað vantaði. Hann fór að leita Guðs af öllu hjarta og í 9 mánuði þá fastaði hann reglulega, bað og hrópaði á Drottinn eftir skýrn Heilags Anda.
Maður spyr sig ef að hann var ekki komin með skýrn heilags anda þrátt fyrir öll kraftaverkin og trúna, getur verið að skýrn í Heilögum Anda sé eitthvað meira en við höfum áður haldið. Því um leið og Guð skýrði hann í Heilögum Anda þá gaf hann eftir allar eigur sínar, hætti í öllum viðskiptum við heiminn og Guð sendi hann til Afríku ásamt fjöldskyldu sinni með ekkert nema traust á að Hann myndi sjá fyrir þörfum þeirra. Þar braust síðan út vakning með komu hans og hundruð þúsunda frelsuðust og læknuðust.
Guð sá fyrir öllum hans þörfum þótt oft hafi verið mjög erfitt. Við komu hans til Afríku þar sem þau höfðu ekki einu sinni hús, þá hafði Guð talað til einnar manneskju í draumi að hún ætti að gefa honum og fjölskyldu hans hús sem þau fengu svo um leið og þau komu.
Eftir að hafa verið í Afríku þar sem hundruðir af kirkjum höfðu sprottið upp í gegnum líf hans, óteljandi lækningar, lausnir og vakning hafist sem breytti Afríku. Þá fór hann heim til Ameríku þar sem hann stofnaði lækningarstaði sem síðar voru kölluð lækningaherbergin. Þar kenndi hann fólki sem starfaði með honum að öðlast trú til að láta Guð nota þau til lækninga og upp spratt um öll Bandaríkin þessi lækningaherbergi.
Það er áætlað að hann hafi leitt að minnsta kosti eina milljón manns til Krists.
Líf John´s hefur skilið eftir sig arfleifð um allan heim sem hefur orðið þúsundum til trúarstyrkingar, þar með talið sjálfum mér. Það eru til margar bækur um líf hans sem er stórkostleg lesning um kraft Guðs og hvað við getum gert í dag ef við bara trúum.
John ásamt svo mörgum af þessum hetjum fengu að sjá að sá dagur myndi koma þegar vakning myndi koma yfir þennan heim sem aldrei hefur áður sést og mun hún koma á síðustu tímum og safna saman síðustu uppskerunni sem ég trúi að verði sú stæðsta og mesta sem þessi heimur hefur séð frá upphafi.
Stutt myndband um líf John G. Lake
“Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra. Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.” Heb 13:7-8