Minnist konu Lots

by Sigurður Júlíusson | 20.mars 2025

Heimahópurinn 20.mars 2025

Sagan af Lot og konunni hans í Biblíunni er einstaklega góð og með miklum boðskap til okkar í dag þótt hún hafi gerst fyrir mörg þúsund árum síðan. Guð er sá sami og það eru sömu lögmál í gildi varðandi hvar hjarta okkar liggur og afleiðingarnar af því að elska heiminn fram yfir skapara okkar. Í þessari kennslu förum við í gegnum söguna og hvað við getum lært af henni, ásamt því að skoða nokkurs vers í Biblíunni sem fjalla um hjartað og hvernig Guð lítur á karakter okkar en ekki bara það sem við gerum.

Lúkasarguðspjall 17:32-33

Minnist konu Lots. -33- Sá sem vill sjá lífi sínu borgið, mun týna því, en sá sem týnir því, mun öðlast líf.

Fyrsta Jóhannesarbréf 2:15

Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru. Sá sem elskar heiminn, á ekki í sér kærleika til föðurins.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.