Missum ekki sjónar á aðalatriðinu!

by Sigurður Júlíusson | 8.ágúst 2024

Mikilvægi þess að beina athygli og okkar og tíma á það sem er af Guði. Því það sem við hugsum um verðum við hluti af. Ef við notum tíma okkar í að horfa stöðuglega á það sem óvinurinn er að gera, þ.e. myrkrið, hvernig getum við þá ætlast til að vaxa í ljósinu. Það er auðvelt að festast í samsæriskenningum og allskonar hlutum sem stöðuglega er verið að birta í gegnum símana, netið og sjónvarpið.

Nýtum tímann okkar frekar í að horfa á það sem Guð er að gera og leita Hans með hvað við eigum að gera. Þannig berum við mikinn ávöxt.

Síðara Pétursbréf 1:10-11

Kostið þess vegna því fremur kapps um, bræður, að gjöra köllun yðar og útvalning vissa. Ef þér gjörið þetta, munuð þér aldrei hrasa. -11- Á þann hátt mun yður ríkulega veitast inngangur í hið eilífa ríki Drottins vors og frelsara Jesú Krists.

Fyrra Korintubréf 2:2

Er ég kom til yðar, bræður, og boðaði yður leyndardóm Guðs, kom ég ekki með frábærri mælskusnilld eða speki. -2- Ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesú Krist og hann krossfestan. -3- Og ég dvaldist á meðal yðar í veikleika, ótta og mikilli angist. -4- Orðræða mín og prédikun studdist ekki við sannfærandi vísdómsorð, heldur við sönnun anda og kraftar, -5- til þess að trú yðar væri eigi byggð á vísdómi manna, heldur á krafti Guðs.